Lögberg - 06.08.1931, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. ÁGÚST 1931.
Bls. 7.
Otdrœttir
úr sögai íslenzku bygðarinnar og
safnaðanna í Pembina County,
North Dakota.
Eftir J. J. MYRES.
(Framíh.)i
Vér minumst tæpast bylgðanna,
nema það toregði upp í huga okk-
ar mynd af héraðinu, sem foygð-
irnar eru í. Náttúran þar og
umhverfið á sinn þátt í því, að
vekja og halda trygð þeirra, sem
í toygðunum hafa búið fyr og
seinna, svo náknýtt er líf okkar,
mannanna barna móður jörð og
blæbrigðum hennar. Skáldið túlk-
ar almenna tilfinningu, er hann
segir:
“Eg ann þér, e!g anu þér, þú
inndæla jörð,
Hver árstíð, :sem klæðir þinn
lífsfrjóa svörð.
Hvort dökkgræna sumarsins
silkið þitt skín
Við sól, eða vetrarins drifhvíta
lín,— (St. G. St.
Þessi tilfinning verður staðtound-
in í lífi flestrá manna, að ein-
hverju leyti. Flestir elska æsku-
stöðvar og festa trygð við lang-
dvalar bústað. Svo hefir það
einnig farið hér. Þegar á land-
námstíð mun óbygðar landrýmið
stóra, “sem rúmar margar von-
ir”, hafa heillað hugi margra.
Með árunum hefir uppfylling
vonanna o'g vonbrigði, starf og
stríð, sorg og gleði, tengt menn
sterkari böndum við héraðið, við
daglega umhverfið, mót þess ag
blæ. Til þess hafa víst flestir
fundið, og ekki sízt þeir, sem í
fjarlægð hafa færst. En vegna
þess, að sú náttúra, sem hér blas-
ir við oss, er svo ólík þeirri nátt-
úru, sem áður hafði heillað ís-
lenzk hjörtu og verið lofsungin í
íslenzkum Ijóðum, hefir legið
nærri að sú tilfinning festist hjá
oss, að vér ættum einungis til-
komulitla fegurð hér í ríki nátt-
úrunnar. Þetta hefir verið svo
oft ítrekað með myndugleik, að
það hefir haft sín áhrif. Fjarri
sé það mér, að gera lítið úr ís-
lenzkri náttúrufegurð, sem auga
mitt hefir þráð en ekki litið, því
eg er þess fullviss, að íslenzk
“nóttlaus voraldar veröld” á þá
auðlegð í þessu tilliti, sem ekki
verður ofmjög lofuð. En það, að
metin er íslenzk náttúrufegurð,
þarf ekki né á að loka augum vor-
um fyrir því, að hér í þessum
toygðum er sönn og tilkomumikil
náttúrufegurð, þó með öðrum
hætti sé. Hið “volduga hjarta-
slag hafdjúpsins kalda” er oss
fjarri, en við os blasa “grænna
slétta gárótt höf”, engu að síður.
Fjöllin eru smávaxin hjá ís-
lenzku fjöllunum og eiga ekki
hátign þeirra og stórfenga drætti,
en fögur er þó mör!g hlíðin, með
akrana bleika og er.gin græn, og
litskrúð skóganna að auki. Frá
Óðinssæti og Þórshnjúk, frá
fjallshlíðinni hér beint vestur-
undan og víð'ar, blasir við útsýn
yfir þessar bygðir, sem ógleyman-
lega fegurð hefir að 'geyma. 1
mínum augum þolir það saman-
burð við það fegursta, sem fyrir
mig hefir borið á all-víðtæku
ferðaslangri. Hamlin Garland,
sléttu-skáldinu, finst víðara him-
inhvolfið á sléttunum, en nokk-
ursstaðar annars staðar, og að
augað hvíli þar á meira af himni
og hauðri en nokkur sjávarströnd
geti lagt til. Eins o'g lóðréttar
línur hamranna íslenzku túlka
tröll, eins túlka lágréttar línur
sléttanna vorra ró og frið. Þegar
náttúran hefir íklæðst sínu fulla
vorskrúði hér á ’norðurslóðum,
njótum vér vorfegurðar og ynd-
isleiks, sem engar stöðvar óslit-
innar veðurblíðu hafa til að bera.
Þegar hér á ógleymanlegum vor-
dögum ángar af hverjum blóm-
'skrýddum runni og fuglafjöld
heilsar með hrifningu vorsól og
sumri, þegar vetrarflag akranna
er grætt á ný og skógur og grund
ífært djúpgrænum möttli, þegar
hressandi vorblærinn strýkur oss
um kinn og færir oss nýjan lífs-
þrótt og unað, fær það engum
dulist, að “vor er inndælt” og að
vér njótum þess í frábærlega
dýrðlegri mynd. En aðrar árs-
tíðir hér eiga líka sína sérkenni-
legu fegurð, og má þar til nefna
fegurð þroskans að áliðnu sumri
og hrímgaðan vetrarskóg, er
blasir mót morgunsól í geislandi
gimsteinadýrð sinni, eða drúpir
þunglyndislega í þokunni. Þá er
ógleymanlegt litskrúð haustsins í
hinum fjölbreyttu skógum, sem
hin fyrsta hélunótt hefir snert
með töfrafingrum o'g blandað lit-
um fram yfir mannlega getu. Og
margir munu geta tekið undir
með skáldinu:
“I love the gold,
Of newly shaven, stubble rolled,
A royal Carpet toward the sun
fit to be
The pahtway of the deitiy
Það er því ekki einungis trygð
við æskustöðvar og heimkynni,
sem læsir sig um hjörtu vor, held-
ur líka sönn hrifning fyrir feg-
urð þessarar. svipfögru sveitar
Eitthvað svipað hreif hug J. W.
Taylors, ræðismanns Bandaríkj-
anna í Winnipeg áður fyr, er hann
árið 1873 var á ferð þaðan til St.
Paul og leit yfir norðurhluta
þessarar sveitar af hæðinni al-
kunnu fyrir vestan þorpið, er áð-
ur bar nafnið St. Joe. Við hon-
um blasti dýrðlegt útsýni, sem
viða á hliðstæðar myndir af hæð-
unum vestan vert við þessar bygð-
ir. Gagntekinn af því, er fyrir
augun bar, fórust honum orð á
þessa leið: “Þetta er dásamlegt,
þetta er mikilfenglegt. Þetta
ætti að nefnast Valhöll, bústaður
guðanna.” örnefnið festist og á
vel við í sveit, sem telur fleiri
íslendinga, en nokkur önnur inn-
an Bandaríkjanna.
En ef “hugur og hjarta ber
heimalands mót” að einhverju
leyti einnig hér, á það við ekki
einungis um umgjörð náttúr-
unnar, heldur enn fremur um líf
og áhrif þjóðlífsins. . Hér eign-
uðust líslendingar nýtt fóstur-
land, sem varð þeim óviðjafnan-
lega kært, og kærleikurinn til
bygðarinnar og , fósturlandsins
hefir runnið saman í eitt. Eg
minnist þess frá barnæsku, hve
eldheitir Bandaríkjamenn íslend-
ingarnir urðu hér margir eftir
örstutta dvöl. Tilfinning þeirra
gagnvart þjóð sinni hinni nýju,
varð hin sama og skálsins, er
hann segir;
“Þú góð reyndist öllum, er unnu
þér heitt,
Sem eiga hér munuð og heima.
Og alt á þér rætist og rót geti
fest,
Sem reikula mannsandann
dreymt hefir bezt.”
(St. G. St.>
Þeir fundu til þess, að hér gátu
þeir notið sín í andrúmslofti þess
frelsis, sem engar hömlur lagði
á það, að þeir væru sannir eðli
sínu, sögu og þjóðareinkennum,
um leið og þeim stóð til boða að
eiga hlutdeild til jafns við aðra
í öllu, er þjóðlífið nýja hafði til
að bera. Þetta frjálsræði heill-
aði hugina og batt menn trygða-
böndum við fósturlandið, eins og
ekkert annað hefði getað gert.
Fljótt gat hver og einn tekið
undir, er sagt er:
‘‘Hjarta og hugur er
Heimabundið þér.
Met ég ei við miljón dali,
Mætur, sem ég á þér hef.”
(St. G. St.>
Fósturlandið var orðið þeim:
“Landið, sem mín vígð er vinna,
Vöggustaður barna minna.”
(St. G. St.)
Eg vil halda því fram, að eins
og héraðið og umhverfið í ríkn
náttúrunar hefir heillað og hald-
ið hug þeirra, sem hér hafa bú-
ið, eins og enn þá fremur hafi
hið þjóðlega umhverfi heillað
og haldið hjörtum fólksins í
þessari bygð, Þannig hefir það
farið saman, að hér hafa verið
með íslenzkustu bygðum íslend-
inga í Ameriku o!g um leið bygð-
ir fast samgrónar anda þjóðlífs-
ins og eðli, sem í fósturlandinu
ríkir. Frelsisþrá var vöggugjöf
vorrar íslenzku þjóðar.
“Og alt þetta frjálsræði, fóstra,
er þitt,
Sem feðurnir þráðu og leituðu
svona.
Þó sjá megi eyður í eitt eða hitt,
Og ónumin lönd þinna fegurstu
vona.
Vér unnum þér, treystum þér
þrátt fyrir það
Og þreyjum af rólegir köld-
ustu vetra,
Og spottandi vandlætið spyrj-
um við að:
Þú, spekingur, segðu mér: hvar
er það foetra”
(St. G. St.)
Þessar bygðir hafa verið ó-
venju farsælar. Til eru innan
takmarka þeirra svæði, þar sem
á fimtíu árum hefir aldrei brugð-
ist sáð né uppskera. önnur svæði
hafa ekki verið svo hamingju-
söm, en þó er það ekki ofsagt, að
teknar sem heild hefir þeim farn-
ast í þessu efni langt fram yfir
það algenga. Hingað kom allur
þorri efnalaus eða efnalítill, og
yfirleitt hefir afkoman verið
þannig, að enginn hefði dirfst
að gera sér svo glæsilegar vonir
í byrjun. Að sjálfsögðu hafa
vonforigði orðið fyrir ýmsum og
ekki er hér um eintóma auðmenn
að ræða, en jafnvel þeir, sem erf-
iðara áttu uppdráttar, mundu
kannast við, að bygðirnar hafi
reynst farsælar. Efnalegt sjálf*
stæði hefir ekki fengist hér án
áreynslu og fyrirhyggju, og á-
föll af ýmsu tagi hafa hent, sem
gert hafa jafnvel dugandi starfs-
mönnum erfitt fyrir. En farsæld
bygðarinnar, eða bygðanna, hefir
verið öruggasta hjálpin. Það
var algengt viðkvæði hér í bygð-
unum, þegar farið var að ræða
um þessa hátíð, að hún ætti það
sannarlega skilið, sveitin okkar,
að henni væri á þennan hátt sómi
sýndur. Mun þessi tilfinning
vera sameign nokkurn veginn
allra bygðarbúa. Bygðin er um-
vafin kærleika fólksins, sem far-
sæl og blómleg sveit.
Þá hafa bygðirnar verið fram-
sæknar. Hefir það sýnt sig á
mörgum sviðum. Þær hafa átt
mikið af stórhug nýlendumanns-
ins. Að leggja út í óþektan heim,
mállaus og allslaus, sýndi ó-
venjulega hugdirfsku. Þeir, sem
slíkt ráðast í, láta ekki alt fyrir
brjósti brenna. Slíkur stórhugur
var almennur á frumbýlingsár-
unum og hefir birzt í framsókn
síðari ára. Eg minnist eins frá
barnæsku hér í þessari sveit, sem
eg hygg að hafi verið alment, þó
endurminning mín sé foundin við
æskuheimili mitt. í bjálkahúsi
frumbýlingsáranna minnist eg
þess, að sífelt var gert ráð fyrir
nýju húsi, rúmbetra og fegurra
að öllu leyti —- húsinu sunnan
við, því það var nafnið, sem fest-
ist við hinn fyrirhugaða framtíð-
ar kastala. Eg hygg að þetta hús
“sunnan við” hafi verið til á flest-
um bæjum, og að ekki óvíða hafi
verið búið í því ekki síður en
gamla húsinu. Það var ímynd
framfaranna og framtaksins, sem
átti að verða. Menn sættu sig
ekki við það, sem var, heldur
hugsuðu til betri dags, sem menn
ætluðu að ryðja braut. Þó kunnu
menn að meta hinn Hðandi dag,
voru ekki argir við lífið og létu
ekki hið betra, sem var í vænd-
um og starfað var að, gera menn
ófæra til að njóta þess, sem þeg-
ar var náð, þó ekki væri fjöl-
skjrúðugt. Með öðrum orðum,
var hér um sannan, heilbrigðan
framsóknaranda að ræða. Á
sviði hins efnalega hefir hann
gert þá umbreytingu, sem öllum
er augljós. Afturkippir koma
fyrir við og við, en eru aðeins
smáhlykkir á áframhaldandi
braut framfaranna. Svo að segja
allir búa nú í bókstaflegri merk-
ingu í húsinu “sunnan við”, þó
grun hafi eg um, að enn sé hús
þar sunnan við — sólarmegin —
í heimi loftkastalanna. Illa hefði
fólkinu í bygðum þessum verið í
ætt skotið, ef þessir draumar og
framsókn hefði ekki birzt í öðru en
híbýlaprýði hið ytra og bættum
lífskjörum. Það hefði verið
dauðadómur yfir öllu menning-
arlífi og andlegri framsókn á
þessum slóðum. Sem betur fer,
varð sú ekki raunin á í þessu
sambandi vinst mér einungis tími
til að foenda á tvö atriði, sem bera
vott um, að framsóknarandinn
hefir verulega náð sér niðri á
öðrum sviðum, en því efnalega.
Annað er þekkingarþráin, sem
einkent hefir þessar bygðir. Hitt
er sá hugur, sem hér hefir verið
ríkjandi, að standa ekki öðrum
að baki, heldur skara fram úr.
Innflytjendurnir íslenzku, eins
og íslenzk alþýða alment á þeirri
tíð, voru sjálfmentaðir menn, að
svo miklu leyti sem þeir höfðu
eignast einhvern þekkingarforða.
Fólki hafði verið kent að lesa,
en að öðru leyti, hvað þekkingu
snerti, var það að mestu leyti
upp á sjálft sig komið, að nota
þau tæki, sem það þannig hafði
eignast. En sá er kostur sjálfs-
MACDONALD'S
Fitte Gxt
Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem
búa tii sina eigin vindlinga.
Ókeypis vindlingapappír
ZIG-ZAC
með hverjum tóbakspakka
Ágætasta vindlinga tóbak í Canada
mentunar, að það eina, sem knúð
getur áfram, er þekkingarþorsti.
Hann var eitt það, er íslendingar
voru auðugir af, er þeir fluttu
hingað vestur. Þá hungraði eft-
ir þekkingu. Þannig var það og
einnig hér. Mörg dæmi þess
mætti nefna, hvað menn lögðu á
sig til að komast yfir bækur sér
til skemtunar og fróðleiks. Um
leið og nokkuð var afgangs hin-
um allra brýnustu líkamlegu
þörfum, var það lagt í bækur og
blöð. Hin algengasta dægrastytt-
ing var að lesið var upphátt á
heimilinu, alt sem náð var í. Á
mörgum heimilum var þetta iðk-
að í hverri viku allan veturinn,
nema sérstakar orsakir hindruðu,
eða lesmál þryti. Ekki var alt,
sem lesið var, þungt á metunum.
Sérstaklega var erfitt með fræði-
rit. En nóg var af kjarnfæðu
með, til að glæða hungur eftir
meiru. Þetta var grundvöllur
alþýðufræðslu í þessum bygðum
til byrjunar, eins og víðar. Svo
komu til sögunnar alþýðuskól-
arnir hérlendu. Fátæklegir hvað
öll tæki og húsrúm snerti til
byrjunar, 0ft hepnir með kenn-
ara, en líka oft óhepnir, ofhlaðn-
ir nemendum allir fyrir einn
kennara, mátti ekki af þeim vænta
meira en raun varð á. Ef dæma á
þá eftir ávöxtunum, komu þeir
furðu fljóta í Ijos í því, að ung-
mennin fóru að sækja eftir því
að komast lengra þekkingarlega,
en þessir alþýðuskólar náðu. Ekki
hefi.eg tilhneigingu til þess að
iæna J adþýðuskólana neinum
heiðri, sem þeim ber, en hallast
hlýt eg að þeirri skoðun, að þetta
hafi ekki verið einvörðungu þeim
að þakka, heldur þeim menning-
aráhrifum, sem lifa í íslenzku
þjóðerni og eðli. Annars hefðu
þeir átt að bera hlutfallslega
eins mikla ávexti hjá öðrum en
íslendingum. En eg vil halda
því fram, að frá fyrstu tíð til
þessa dags, hafi tiltölulega miklu
fleiri úr bygðum íslendin'ga í
þessu fylki haldið lengra á
mentabrau[tinni en alþýðuskól-
arnir ná, en úr foygðum annara
þjóðflokka alment. Að vísu eru
ekki fyrir hendi beinar skýrslur
í þessu tilliti, en þetta er bygt á
margra ára athugun og viðtali
við menn við mentastofnanir rík-
isins, seip bezt ættu að vera
færir um þetta að dæma.. Það
hefir orðið lenzka meðal ungs
fólks í bygðinni, að keppa á skól-
ana ýmsu, sem taka við af barna-
skólunum.
Miklu valda þeir, sem upphaf-
inu valda, og væri það afarfróð-
legt að grafast fyrir það ræki-
lega, hvað ýtti þeim af stað, sem
fyrstir lögðu í fátækt inn á langa
og erfiða mentabraut. Mun það
vanaleg hafa verið persónuleg
íkveikja einhvers gáfu- eða
mentamanns, sem tekið hafði eft-
ir sérstökum hæfileikum hjá
þeim ungling eða unglin'gum, sem
hlut áttu að máli, og hvatti þá
þess vegna til náms. Og þeir
fyrstu, er tróðu mentabrautina,
urðu um tíma kennarar í íslenzku
bygðunum og með dæmi sínu og
áhrifum urðu þeir þess vald-
andi, að kveikja í öðrum, og þann-
ig koll af kolli, þar til straumur-
inn í þessa átt varð svo stríður,
að hann fór að draga til sín
fjöldann. Hefir hefðin svo orð-
ið ríkjandi, og beint mörgum í
þessa átt, sem annars mundu
ekki þangað hafa lent. — Vel er
mér ljóst, að skólaganga ein, er
ekki einhlít braut til menta-
þroska, því það er ein af
plágum samtíðarinnar hér í álfu.
hve margir hanga á skóla af
öðrum hvötum en mentalöngun.
En þegar þess er gætt, hve marg-
ir af íslendingum þeim, er
mentabrautina hafa gengið, hafa
skarað fram úr, hækkar það
verðmæti hinnar almennu skóla-
sóknir.
'Og íslendingar, er mentabraut-
ina hafa gengið úr bygðum ís-
lendinga hér, hafa ekki verið bið
eina fjölina feldir. Stór fjöldi
sækir búnaðarskólana og hefir
lengi sótt, eins og ekki er mót-
von, þar sem landbúnaður er að-
al atvinnugrein íslendinga í rík-
inu og var upphaflega svo að
segja sú eina. Margir hafa lokið
fleiri ára námi á þessum stofn-
unum og gefið sig svo beinlínis
við leiðbeinandi starfi á þessu
sviði; aðrir hafa sótt þangað á
styttri námsskeið. Engin bygð
íslendin'ga í Ameríku mun hafa
hagnýtt sér tækifærin í þessu
efni neitt ámóta og þessar bygðir.
Er það vottur um, að sá sjálfsagði
skilningur sé að komast hér að.
Afstaðan í framtíðinni, þarf að
grundvallast á nákvæmri þekk-
ingu samfara praktiskri reynslu.
Hinar svo kölluðu lærðu stétt-
ir hafa einnig þegið sinn skerf úr
hópi þeirra , er æðri skóla hafa
sótt héðan. Læknar og lögfræð-
ingar héðan eru mjö!g fjölmennir,
og ef talið er frá landnámstíð,
hafa fimm ungir menn úr þessum
bygðum gengið í prestastöðu.
Tala kennara úr bygðunum við
æðri og lægri skóla, er legíó.
Hjúkrunarkonum fer með ári
hverju sífelt fjölgandi. Og inn
á allflest svið mannlegrar þekk-
ingar og starfsemi, hefir ungur
mentalýður þessara bygða langt.
Mun það einhvern tíma verða
hlutverk einhvers félagsfræð-
.ingsins (sociologist) — vonandi
íslenzks — að grandskoða það
fyrirbrigði, að hið afar fámenna
brþt vhinsj íslenzka -þjóðflokks í
þessu ríki, hefir stefnt inn á
mentatoraut svo langtum stærri
hóp hlutfallslefea, en við hefði
verið búist eftir mannfjölda.
En þó tölur geti vakið athygli,
þá er það ekki höfðatalan, sem
mest er um vert, heldur hvernig
þeir, sem eru á toak við tölurnar,
hafa reynst. Og þátttaka íslend-
inga í Norður Dakota í menta-
málum og opinberum störfum,
hefir vakið mest athygli fyrir
þann orðstýr, sem þeir hafa get-
ið sér, sem inn á þessar brautir
hafa lagt. Þeir hafa svo margir
“lifað það: að duga”. Sá metn-
aður hefir lifað í þessum bygð-
um, að standa ekki öðrum að
baki, heldur að skara fram úr.
Slíkur metnaður þarf að eiga bak-
hjarl í verulegum áhuga, eða úr
honum getur orðið auðvirðileg
hégómatilfnning. En þegar hann
•birtist í því, sem verulegt gildi
hefir, er hann ómetanlegur. Hann
hefir birzt í skólanum fyr og
seinna. Við þá æðri skóla, sem
þeir einkum hafa sótt, hafa þ.eir
áunnið þjóðflokki sínum hinn
glæsilegasta orðstýr. Þeir hafa
verið námsmenn með afbrigðum,
mælskumenn og rökfimir í kapp-
ræðu, og að öðru leyti komið við
sö!gu í skólalífinu. Margir þeirra
hafa rutt sér braut sjálfir úr fá-
tækt, og hafa þeir ekki sízt getið
sér orðstýr. Þegar út í lífið hef-
ir komið, er kunnugt hvernig
þessir sömu mentamenn hafa
látið til sín taka á þeim sviðum,
er þeir hafa valið sér starf. ís- (
lenzku Ibygðirnar þessar hafa |
vakið athygli á sér meðal hér-(
lends fólks fyrir þann straum á- j
hrifamanna, sem héðan hefir
komið og getið sér orðstýr og
frama á ýmsum sviðum. Innan
þessa ríkis og utan hafa synir o'g
dætur þessara bygða verið í (
broddi fylkingar í sinum kjörnu;
lífsstöðum. Ekki þárf nema að j
nefna læknastéttina til að minna
ykkur á framann á því sviði. j
Sama gildir hvað lögfræðingana
snertir. Sem ríkis lögsóknarar j
og dómaran og almennir mála- j
flutningsmenn hafa þeir getið sér,
frama og orðstýr, sem varpað
hefir ljóma á vora íslenzku þjóð. I
Eg ætla ekki að gera veður út af,
guðfræðingunum eða prestunum,!
þó vitanlega hafi menn úr þeirra
hópi verið áhrifamestu menn í
sögu bygðanna og vestur-íslenzku
þjóðlífi. Svo er röðin af kennur-
um, hjúkrunarkonum, búfræðing-
um, vélfræðingum, viðskiftamönn- ■
um, listamönnum og mönnum við |
opinber störf, auk hins glæsilega j
hóps ungs mentafólks, sem enn j
hefir ekki lokið námi. Hinn mikli
skari mentamanna íslendinga í
Norður Dakota, sem skarað hafa
fram úr, er sómi þeirra og heið-
urs-kóróna.
Á sviði opinberra mála eða
stjórnmála, hafa bæði skóla-
gengnir og óskólagengnir Dakota- j
íslendingar i komlð fram með j
sóma. Sjálfmentaðir eldri kyn- j
slóðar íslendingar lærðu að tala, j
lesa og skrifa mál landsins svo j
vel, að þeir leystu af hendi með
sóma vandasöm hlutverk í þjón-
ustu hinsl opinbera. Gamlar
hreppabækur og skólahéraða bera
vott um þann myndarskap, er
lýsti sér í þessu. í sveitarstjórn
og á löggjafarþingi ríkisins hafa
þeir tekið sinn fulla þátt, og ekki
verið eftirbátar annara. í rík-
islögsóknara embættinu hafa set-
ið og sitja merkir og atkvæða- j
miklir lögfræðingar, sem rækt
hafa embætti sín með þeim skör-
ungsskap, sem vakið hefir at-
hygli alls ríkisins. Og í þarfir
bæði alþjóðar og ríkis, hafa þeir
skipað hinar fjölbreyttustu á-
byrgðarstöður. . Og því ber ekki
að gleyma, a, sami íslendingur-
inn hefir í þessu ríki skipað bæði
sess dómsmálaráðherra og dóm-
ara í hæzta rétti við mikinn orð-
stýr, og hlotið hæst atkvæði allra,
er í kjöri voru til síðara embætt-
isins.
Menn úr þessum bygðum hafa
getið sér frægð, ekki einungis í
stöðum þeim og starfi, sem nefnt
hefir verið, heldur víðar. Heims-
frægur landkönnunarmaður og
rithöfundur, Vilhjálmur Stefáns-
son, ólst hér upp frá barnæsku
til fullorðinsára. Á frumbýl-
ingsárunum átti hér heima um
nokurra ára skeið, sem unglingur,
rafmagnsfræðingurinn alkunni,
C, H. Thordarson, og mun það
hafa verið systir hans, Guðrún,
sem hér var len'gi búsett og öllum
að góðu kunn, sem tók hann með
sér til Chicago, þar sem framinn
beið hans. Og hér bjó um níu
ára skeið stórskáldið Stephan G.
Stephanson, og farast honum
þannig orð um bygðina:
“E!g hefi fundið anda um mína
önd
Einatt héðan þíðan sumarblæ-
inn;
Meðan röðull rís við morgun-
lönd,
Rek ég hingað margan glaðan
daginn.”
Þá var hér einnig sem unglingur,
listmálarinn Emile Walters 5
nokkur ár, og finst oss því, að
bygðin eigi í honum hlutdeild.
Mun enginn jafn-lítill blettur og
þessar bygðir eru, hér í ríkinu
og þó víðar væri leitað, eiga við
sitr tened iafn-mörcr stó rnöfn.
Framúrskarandi tilboð
SPARIÐ yður peninga á
SILKI SOKKUNUM
rneð þessum hagnaðarkaupum
sokkar eru úr bezta efni og af síðustu
g-erft. Meðallagi þykfcir og gerCir úr hreinu
silki. Lengd 30 til 32 þumlungar. Jafnir og
vel gerðir, tvöfaldar fitjar. Hælar og iljar
vandlega gerðar. Stærðir 8% til 10. Fawn,
gun-metal, grey og brown. I»ér fáið þá fyrir
Aðeins 10 umbúðir af
ROYAL CROWN SOAP
og 65 cents (parið)
Sérstnkt tiiboð, tvö pör fyrlr 30 umböðir
og $1.20
Hér er tækifæri sem ekki má ganga
íramhjA. Kaupið hjA matsalanum 10
stykKi af Royal Crown Soap. Takið um-
búðirnar og sendið þær Asamt pening-
um efta Avi«an til Royal Crown Soaps,
Ltd., Premium Department, Winnlpeg.
og vér sendum yður, og borgum póst-
gjaldið, þeasa Agætu silkisokka. Nefnið
litin og stærðina og skrifiS nafn yðar
og utanAskrift greinilega. Ger-
ið þetta eins oft og þér viljið,
meðan upplagið endist, en að-
eins umbúðir af Royal Crown
Yellow Laundry Soap gilda
fyrir þetta sérstaka tilboð.
Kaupið Koyal Crown Saap strax. Sendið eftir
Kilkisokkuntim og Sparið-Nparið-Sparið.
The Royal Crown Soaps Ltd., Winnipeg
WRITE FOR FREE PREIV1IUM LIST
Eg hefi höggvið á einstökum
atvikum, er snerta sögu þessara
bygða og fortíð, sem ei!ga þátt í
því, að við þær eru tengdir hug-
ir manna og hjörtu, eins og raun
er á. Margt er ótalið. Frá föð-
ur bygðanna, sem var fórnfús og
mikilhæfur kennimaður, og sam-
herjum hans, til þeirra, sem nú
bera hita og þunga dagsins, lýs-
ir af ótal dæmum. 0!g öll sagan
tengir hugi og hjörtu við bygð-
ihnar. Ekki Iþannig, að ýmsir
þættir sögunnar eigi veki sárs-
auka og þá lðngun, að ýmislegt
herfði mátt vera á annan veg.
En sveitin, sem átt hefir alla
þessa sögu o'g reynslu, hefir bor-
ið úr býtum arf, sem ekki verður
frá henni tekinn. Sú sveit, sem
á slíka fegurð í ríki náttúrunar,
sem hjúfrar sig upp að hjarta
slíks fósturlands, sem reynst hef-
ir svo framsækin og áunnið hefir
sér slíka frægð, vegna sögunnar,
sem hún á að baki, sú sveit hlýt-
ur að horfa mót frmtiðinni með
þeirri tilfinningu, að áframhald
þurfi að vera ,sem sé samboðið
hinu liðna. Betri ósk verður
henni ekki borin fram, en að það
megi rætast.”
(Frh.)
Vaknaði við vondan draum.
í Bordeaux á Frakklandi vildi
það til nýlega, að menn heyrðu að
morgni dags einkenníleg hljóð,
sem erfitt var að gera grein fyr-
ir hvaðan komu. Hafðist þó upp
á því, að hljóðið kom úr reyk-
háfspípu innan húss, Var síðan
gætt inn í reykop úr ofni og sást
þá á kvenmannsfætur í múrpip-
unni. Nú var kallað á slökkvilið
og það fengið til þess að höggva
gat á múrpípuna, nægilega stórt
til þess að kvenmaðurinn næðist
út um það. Hún var í einum nátt-
kjól fata. Sá var orðinn all-
blakkur af sóti. Stúlkan var mjö'g
aðfram komin.
Ekkert vissi hún, hvernig stóð
á því, að hún var þarna komin.
Hún hafði sofnað út af kvö'ldið
áður, frá skáldsögu lestri. — í
svefni hefir hún klifrað upp á
húsþakið og dottið niður í reyk-
háfinn og vaknað þar við vond-
an draum.
— Hvar hefirðu verið al'lan
þennan tíma, Kristján?
— Eg hefi verið á ferðalagi.
4— Hvers velgna sóttirðu ekki
um náðun, asninn þinn?
Æfiminning
Sigurður Jónsson Skardal var
fæddur á Breiðstöðum í Göngu-
skörðum í Skagafjarðarsýslu á
Islandi, 29. ágúst 1851. Foreldr-
ar hans voru Jón Jónsson og Björg
Bjarnadóttir kona hans, bæði
skagfirzk að ætt. Um tvítugt
misti Sigurður föður sinn o-g eft-
ir það annaðist hann búið með
móður sinni þar til systkini hans
voru öll upp komin.
Árið 1888 flutti Sigurður til
Ameríku, kom til Argyle nærri
strax og keypti sér 'bújörð skamt
frá Baldur. Hann gekk að eiga
eftirlifandi ekkju sína, Inlgibjörgu
Klemensdóttur, ættaðri úr Húna-
vatnssýslu, árið 1898. Þau eign-
uðust tvö börn, Jón Clemens verk-
tærasala að Baldur, og Bjðrgu
Jóhönnu, er vinnur að skrifstofu-
störfum í Winnipeg. Bjug!gu þau
á bújörð sinni í nítján ár, þar
til þau settust að á Baldur. Leið
þeim þar vel, þar til Sigurður
veiktist snemma í vor; var hann
þá sendur til Winnipeg, undir
uppskurð, og andaðist hann á
Almenna spitalanum 2. maí.
Vegna fjölda skyldmenna, bú-
settra í Winnipeg, var minning-
arathöfn höfð frá útfararstofu
Bardals, stjórnað af dr. B. B.
Jónssyni, og þaðan var líkið flutt
til Baldur og jarðsett þar af séra
E. H. Fáfnis 5. maí, ' að við-
stöddu fjölmenni.
Auk ekkju hans og barna syrgja
hann sex systkini, fjórar systur,
Anna, Friðrika, 'Hólmfríður o>g
Elin, allar búsettar í Winnipeg,
og tveir bræður, Jón að Selkirk,
og Magnús að Baldur, auk fjðlda
annara vandamanna og vina, því
Sigurður heitinn var einkar vin-
sæll, og mörgum fátækum hafði
hann hjálpað, þó lítið bæri á, og'
konu sinni og börnum reyndist
hann ætíð umhyggjusamur og
ástríkur eiginmaður og faðir.
Vinur.
Ölkeldu fann bóndi einn í
Vermalandi í Svíþjóð í landar-
eign sinni nýlega. Hann hafði
ekki veitt uppsprettunni neina
verulega athygli, fyr en hann tók
eftir því, að hestur einn, sem
hann átti, stóð jafnan tímunum
saman við uppsprettuna og þamb-
aði úr henni. En hestur þessi
var annars mjög vandlátur með
vatn, er honum var borið.
BÖRN!
Sex ástæður fyrir því að þér ættuð að drekka eingöngni
“MODERN DAIRY MILK”
(Gerilsneydd)
1. Aðferð vor við að hreinsa mjólkina eyðir algerlega
öllum bakterium og skaðlegum gerlum.
Ein mörk af “MODERN DAIRY MILK” hefir
n'æringargildi á við þrjú egg.
“MODERN DAIRY MILK” er með afbrigðum
auðug af holdgjafa efnunum “A” og “B”.
Hver drengur og stúlka ætti að drekka pott af
“MODERN DAIRY MILK” daglega og safna
lífsorku.
Prófessor Ivemvood frá Ytondon University mælir
með fulkomnum myndugleika, með gerilsneyddri
mjólk.
AÐYÖRUN! Mjólk, sem ekki er gerilsneydd, er á-
reiðanlega hættuleg. I henni eru ótölulegar þúsund-
ir af hættulegum gerlum.
2
3.
4.
5.
6.
MODERN DAIRY LTD.
Canada’s Most Up-to-Date Creamery
Phone 201 101