Lögberg - 06.08.1931, Blaðsíða 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. ÁGÚST 19S1.
löBÍJttg Gefið út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba, Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box i1?-2 Winnipeg, Man. ’ Utanáskrift ritstjórans: • Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. • Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
' The "Xjögberg” is printed and published by ' The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba.
..
Harðæri og hamingja
Ekki er það eins dæmi, að harðæri hafi
blessun í för með sér; án baráttu er engánn
sigur til; slíkt er lögmál lífsins; kvartað er
mjög yfir því, hve hart sé í ári um þessar
mundir, og ber því sízt að neita. En hver veit
nema harðærið feli í skauti sínu sanna fram-
tíðarhamingju eða blessun? Að minsta kosti
er það víst, að slíkt vekur oss til alvarlegrar
umhugsunar, og gerir oss ef til vill að nýjum
og betri mönnum.
Þar sem svo hagar til, að hveitiræktin legst
niður, sökum ónógra markaðsskilyrða, verður
bóndinn v'tanlega að reyna fyrir sér á öðrum
sviðum; vera má, að slíkt reynist alt annað en
auðvelt; þó kemur það ekki til nokkurra mála,
að leggja árar í bát. Gera má ráð fyrir, að
þjóðir, sem ekki vilja kaupa hveiti Vort, reyn-
ist tregar til að kaupa aðrar tegundir fram-
leiðslunnar; samt sem áður getur ekki hjá því
farið, að skilnings- og athugunar-gáfa fyrir
hyggjumannsins, finni veg út úr ógöngunum-
Nýjar markaðsleiðir fyrir framleiðslu Vestur-
landsins, hljóta að opnast fyr en síðar; þær
hljóta að skapast af hinni knýjandi þörf.
Fari svo, að verksmi&jumar sjái sér ekki
fært að starfa sökum ónógrar eftirspurnar,
hlýtur að því að draga, að þörfin knýi fram
lægri reksturskostnað, eða nýja markaði; eymd
og volæði bíður þeirra allra, er af ásettu ráði *
sitja auðum höndum, og hafast eigi að.
Fram úr atvinnuleysinu ræðst aldrei svo
vel sé, fyr en allir leggjast á eitt með að ráða
fram úr því; ekki að eins þeir, sem atvinnu-
lausir eru, heldur hinir líka!
Atvinnuleysið kostar þá, er atvinnu hafa,
ærið fé. Nú í ár, hefir atvinnuleysið kostað
Winnipeg-borg, eða öllu heldur gjaldendur
hennar, freklega miljón dala; rangt væri að
leggja þann skilning í þetta, sem hér væri um
ölmusu að ræða; þetta er aðeins óhjákvæmilegt
tillag, sem lagt er fram með það fyrir augum,
að vernda samfélagið, þar til yfir örðugasta
hjallann er komið.
Vafalaust eru þeir hreint ekki svo fáir í
samfélagi voru, sem orðið hafa óeðlilegra for-
réttinda aðnjótandi; komist yfir auð fjár fyr-
irhafnarlítið, eða fyrirhafnarlaust; á slíkum
meinsemdum verður að stinga, hvort sem
mönnum líkar betur eða ver.
Lögmálið um framboð og eftirspurn, stend-
ur enn óhaggað; en standi þessar tvær stað-
reyndir í öfugu hlutfalli hvor við aðra, eða
að þeim sé þannig beitt, að önnur hagnist um
of á kostnað hinnar, verður ríkið að taka í
taumana og jafna úr misfellunum.
Eitthvað sýnist óneitanlega bogið við það,
að húsmóðirin í Winnipeg, skuli þurfa að
greiða frá tuttugu og fimm upp í þrjátíu cents
fyrir eggjatylftina, um leið og bóndinn fær
aðeins sex cent fyrir hana; það lætur enn frem-
ur undarlega í eyra, að plómukarfan skuli ekki
seljast nema á fáein cents í Okonagan-dalnum,
en tylftin af plómum vera seld á tuttugu cents
í Winnipeg.
Leiðin til stjarnanna er löng; leiðin til sig-
urhæðanna er líka löng; umbótaleiðin á sviði
mannfélagsmálanna á engan endir.
Enginn má kippa sér upp við það, þó það
taki tíma, að kippa því í lið, sem aflaga fer í
samfélaginu; allur haldgóður þroski er hæg-
fara; aðalatriðið er það, að haldið sé í horfinu
og ekki slakað á klónni að ófyrirsynju.
Með sérhverju því, er ávinst, eykst ham-
ingja mannkynsin8 að sama skapi; við sér-
hvert þroskaspor, vex hinu andlega og siðferð-
islega manngildi fiskur um hrygg.
Þeir, sem fylgst hafa með framsókn og lífs-
venjum þess fólks, er land þetta byggir, efast
ekki um, að það muni enn af eigin ramleik yf-
irstíga þá örðugleika, er það um þessar mund-
ir horfist í augu við; þetta fólk hefir komist
í hann krappan áður, og ekki örvænt um hag
sinn-
Ekki er það ólíklegt, að næsta gagnger
breyting á sviði mannfélagsmálanna, kunni að
fara fram, áður en jafnað hefir verið úr átak-
anlegustu misfellunum, er almenningur býr við
um þetta leyti; breyting í samfélagslega og
pólitíska átt. Slík brevting, í hvaða formi sem
er, grundvallast að sjálfsögðu á skilningi þjóð-
arinnar sjáifrar; skilningi hennar á innbyrðis
eining og afstöðu til annara þjóða.
Canadiska þjóðin lætur ekki auðveldlega
segja sér fyrir verkum; hún er stórhuga þjóð,
með bjargfasta trú á sigurmátt eigin eðlis;
henni vex ásmegin við eldraun hverja, og þess
vegna verður henni harðærið til hamingju.
Inntak greinar þessarar, er að nokkru leyti
úr tímaritinu The Western Home Monthly.
Kynleg niðurátaða
Skömmu fyrir þingslit, lauk þingnefnd sú,
er skipuð var til þess að rannsaka hið svo-
nefnda Beauharnois hneyksli, störfum sínum;
eftir alt, sem á undan var gengið, hefði vel mátt
ætla, að meir.i alvara hefði fram komið í mál-
inu, en raun varð á.
Afrek rannsóknamefndarinnar má flokka
niður í eftirfylgjandi atriði: Þrír senatorar
era dæmdir, og það með réttu, eins og málið
horfði við, óalandi, óferjandi og óráðandi öllum
bjargráðum; framkvæmdarstjórar fyrirtækis-
ins eru fordæmdir, skugga varpað á tvo em-
bættismenn stjómarinnar, fram á það sýnt,
hve örlítil innstæða hefði á skömmum tíma vax-
ið upp í stórfé, og þess jafnframt krafist, að
framlögum ýmsum í kosningasjóð frjálslynda
flokksins yrði skilað aftur. 0g svo var, eins
og nærri mátti nú geta, skuldinni allri skelt á
Mr. King og flokksbræður hans.
Svo alvarlegt er mál þetta í eðli sínu, að
þjóðin á heimting á því, að fá spilin lögð á
'borðið.
Mr. King gérði þá kröfu, að konungleg
rannsóknarnefnd yrði sett í málið, og henni
falið að rannsaka fjárframlög í kosningasjóði
síðan 1925, ogt hvemig þau væri tilkomin; Mr,
Woodsworth tók í sama streng, og hið sama
gerði Ian Mackenzie þingmaður frá Vancouver.
Krafa þessi virtist eigi aðeins réttmæt, heldur
og beinlínis sjálfsögð, eins og ástatt var. En
hvað verður svo efst á baugi? Málið er svæft
rétt í þinglokin, engin konungleg rannsóknar-
nefnd skipuð, alt hulið óvissu og tortryggi-
legum skugga. Þykir ýmsum, sem vegur Mr.
Bennetts muni lítt hafa vaxið fyrir afskifti
hans af málinu. Mr. Ian Mackenzie lýsti yfir
því, áður en rannsókn þingnefndarinnar lauk,
að hann vissi af mönnum, er veitt gætu mikil-
vægar upplýsingar máli þessu viðvíkjandi, er
hann vildi að yrði kallaðir sem vitni; einhvern
veginn hummaði nefndin það samt fram af
sér.
Ekki getur hjá því farið, að almenningur
finni til sársauka yfir meðferð þessa alvöru-
máls; fólkið á heimting á að fá leiddan í ljós
allan sannleikann í máli þessu, og heldur áfram
að krefjast þess, hvort sem Mr. Bennett og
flokksbræðmm hans fellur betur eða ver. En
meðan það er ekki gert, svífur óhreinn andi
yfir hinum pólitísku vötnum þjóðarinnar.
Mœtur maður látinn
Eins og vikið er að á öðrum stað hér í blað-
inu, er nýlega látinn að heimili sínu í Mont-
real, Hon. C. J. Doherty, fyrrum dómsmálaráð-
gjafi sambandsstjórnarinnar í Ottawa, frek-
lega hálf-áttræður að aldri; er með honum í val
hniginn einn af merkustu lögfræðingum þjóð-
arinnar, maður, er jafnt utanþings sem inn-
an, naut trausts og álits allra flokka jafnt.
Mr. Doherty var af lögfræðingakyni kominn
fram í ættir; hafði faðir hans gegnt dómaraem-
bæti við góðan orðstír; sjálfur lauk Mr. Doherty
lagaprófi á ungum aldri, og stundaði málfærslu-
störf um hríð; dómaraembætti hafði hann á
hendi í hæztarétti Quebec-fylkis, og átti í mörg
ár sæti á sambandsþingi-
( Mr. Doherty Var afkastamaður hinn mesti
við störf sín, og hlífði sér lítt; hann var trúr
og sannur sonur hinnar canadisku þjóðar, og
vildi veg hennar í öllu. Það er á orði haft, hve
Mr. Doherty lifði óbrotnu lífi, þrátt fyrir þau
háu og virðulegu embætti, er hann skipaði. 1
ræðu, sem hann einhverju sinni flutti í félagi
ungra lögfræðinema í Montreal, komst hann
meðal annars þannig að orði:
“Öll æska þráir þroska og fullkomnun;
allir vilja verða menn með mönnum, komast
sem bezt áfram í lífinu og láta sem mest bera
á sér; í flestum tilfellum er þetta eðlilegt og
réttmætt; en hinu má samt sem áður ekki
gleyma, að öllum metorðum æðra er það, að
vera hjartahreinn og bljúglundaður, kristinn
maður.”
Ölíkar skoðanir
Foringi afturhaldsflokksins brezka, Mr-
Stanley Baldwin, flutti nýverið ræðu í kjör-
dæmi sínu, þar sem honum fórust meðal annars
þannig orð:
“Eg trúi því og treysti, að þegar næsta
þing kemur saman, verði það þannig skipað,
að helzt ekki einn einasti af draumóramönnum
Ramsay MacDonalds fyrirfinnist þar; þjóðin
þarf á hagsýnum iðjuhöldum að halda, en ekki
þeim, sem í hugsjónalegu tilliti ala aldur sinn
á öðrum hnöttum. ”
“Að afstöðnum næstu kosningum,” segir
Ramsay MacDonald, “staðhæfi eg, að fáni hug-
sæis stefnunnar muni blakta yfir Bretlandi
hinu mikla í skýrari og hreinni litum, en nokkra
sinni fyr; það er hlutverk hugsjónamannanna,
að hefja þjóðina til öndvegis að nýju.”
Minni Canada
í tilefni af landnámshátíð Argyle-bygðar, þann 6.
júlí síðastliðinn.
Eftir DR. JÓN STEFÁNSSON.
Þelgar forstöðunefnd hátíðarinnar mæltist til
þess, að eg mintist Canada á þessum heiðursdegi
bygðarinnar, var mér ljúft að verða við þeim til-
mælum. Oss er kært að minnast Canada við slíkt
tækifæri sem þetta, landsins, sem hefir fætt og
klætt sum af oss um hálfrar aldar skeið; landsins,
sem hefir reynst mörgum af oss svo fádæma vel;
landins, sem nú hlúir beinum feðra vorra o'g mæðra;
“landsins, sem mín vígð er vinna,
vöggustöðin barna minna.”
Já, vér elskum Canada, þetta víðáttumikla land,
sem laugar fætur sína í þrem úthöfum heimsins.
Vér elskum það, með þess margbreyttu og töfrandi
náttúrufegurð, fljótunum stóru og fossunum fögru,
með vötnunum lygnu og fiskisælu, með fjöllunum
fríðu og dölunum djúpu, og tindunum tignarlegu,
er höfðum björtum “svala í himinblámans fagur-
tærri lind.” Vér elskum það með aldingörðunum
inndælu í austri og vestri, með sléttunum breiðu og
frjósömu, er fætt hefir miljónir manna á liðnum
árum.
Einhver hefir sagt, að sléttan okkar sé sviplaus
og leiðinleg. Oss finst það vera hin mesta fjar-
stæða, því frá því á vorin, að hún kastar af sér
hinum hvíta kufli vetrarins og þar til hún klæðir
sig í hann aftur að haustinu, skiftir hún oft um
búning, og er hver öðrum fegri. Vér þekkjum fátt
í víðri veröld, sem er fegurra og tilkomumeira til
að sjá, en fallega, bleika akra síðla sumars, er korn-
stengurnar ganga í hægum bylgjum fyrir kvöldgol-
unni, og kvöldsólin í allri sinni dýrð steypir mildum
geislum sínum yfir bygð og ból, og akrarnir verða
á að ‘líta sem ein glóandi bylgjuhreyfing. Þá get-
um vér tekið undir með skáldinu er segir:
“Almáttka fegurð, hrein og há,
Eg hneigi mig, ann þér með brennandi þrá.”
Fyrir fjórum árum héldum við upp á sextíu ára
afmæli Canada. í dag höldum við upp á fimtíu ára
afmæli þessarar bygðar. Vér gætum það naumast,
án þess að minnast Canada, svo ná-knýtt er saga
bygðarinnar sögu þessa lands, að því leyti, að þar
er í báðum tilfellum að ræða um brautryðjenda-
starf. Það var Canada til hins mesta láns, að marg-
ir, er hingað fluttu, höfðu tekið í arf eðliskosti svo
mikla og ágæta, að þeir reyndust sem hreinasta gull
í eldraunum fyrstu landnámsáranna. Það má að
vísu Segja, að landnámstímabil Canada standi enn-
þá yfir, því enn eru menn að nema nýja landsparta
í þessu stóra og víðáttumikla landi. En þrautarík-
ustu árin eru liðin, vonum vér. Þrátt fyrir það,
er afar-mikið verk að vinna, þótt ósegjanlega miklu
hafi verið afkastað á þessu stutta tímabili, síðan
fylkjasambandið myndaðist. Á öllum sviðum þjóð-
lífsins hefir verið unnið af kappi. í raun og veru
er það svo furðulegt afkastaverk, að vér getum alls
ekki gert oss ljósa grein fyrir því í fljótu bragði.
Sextíu og fjögur ár er stuttur kafli af æfi einnar
þjóðar. Og það vekur undrun hvers einasta manns,
sem ferðast um land þetta í fyrsta sinn, þær miklu
framfarir og breytingar, sem mæta auganu hvar
sem litið er.
Þegar vér minnumst þess, að fyrir sextíu og
fjórum árum var alt þetta mikla Vesturland að heita
mátti ein eyðimörk, þá verður oss fyrst ljóst, hve
feykilega miklu mannshöndin hefir á þessu tímabili
komið í verk. Nú blasa við augum bæir og borgir,
og “bændabýlin þekku” í þúsunda tali. Járnbraut-
ir og akbrautir liggja sem einn vefur um þvert og
endilangt landið. Talsímar eru nú komnir inn á
flest heimili bænda. Stórfljótin hafa verið stífluð
og virkjuð til raforku, til að lýsa upp bæi og borgir,
auka þægindi manna í ótal myndum o!g iðnað í
landinu. Mörgum miljónum ekra af sléttlendi hef-
ir verið breytt í blómlega akra. Þar sem villidýrin
ráfuðu fyrri um eyðimörkina, gengur nú kvikfé
bænda. Frumskógarnir hafa verið feldir á stór-
um svæðum, til timburtekju; námagröftur hefir
verið rekinn af kappi; og útvegurinn hefir marg-
faldast. Já, jafnvel hunangsflugurnar hafa verið
tamdar til að safna mörgum miljónum punda af
hunangi á ári hverju. Það má segja, að Can-
ada “fljóti” í mjólk og hunangi.
Svo mikið, sem kveðið hefir að hinum verklegu
framförum í landinu, þá hafa andlegu málin ekki
verið 'látin sitja á hakanum. Það fer oft saman,
að þeir menn, sem láta mikið til sín taka í verkleg-
um efnum, eru manndómsmenn bæði til sálar og
líkama. Svo hefir það reynst í landi þessu. Can-
ada hefir átt marga ágætismenn. Þeir menn, sem
mest og bezt börðust fyrir sameining fylkjanna og
lýðfrelsi Canada, voru andleg stórmenni. Þeir voru
menn með háar og feöfugar hugsjónir, er báru fram-
tíð þessa lands og hagsæld fó'ksins fyrir brjóstinu.
Stjórnarskrá Canada ber það Ijóst með sér, að þeir,
sem sömdu hana, vildu og reyndu að búa svo um
hnútana, að engar lagahömlur stæðu þjóðinni fyrir
þrifum, og að þjóðlífið fengi að blómgast þvingun-
arlaust. En hjá öllum agnúum verður ekki komist,
og allra sízt hjá 'lafealegu agnúunum. Tíðarandinn
breytist og mennirnir með. Þjóðlífið þroskast og
breytist á ófyrirsjáanlegan hátt. Þess vegna ber
oft brýn nauðsyn ti'l að breyta grundvallarlögum
ríkjanna. 0g Canada er þar auðvitað engin und-
antekning. En það, sem eg vildi sérstaklega draga
athygli yðar að í þfessu sambandi, er það, að í allri
þessari lagakeðju, er vér eigum við að búa, frá
hinni æðstu stjórn til hinnar lægstu, eða frá hinu
æðsta dómsvaldi landsins til þess lægsta, er fjöri og
frelsi og eignarrétti einstaklingsins borfeið. Það
er þungamiðjan í allri okkar löggjöf og stjórn. Það
eru hornsteinarnir, sem þjóðfélag vort hvílir á. Og
eg efast um, að þeim einkaréttindum einstaklings-
ins sé nokkurs staðar í víðri veröld betur borgið,
en í Canada, eða brezka ríkinu. Dómstólar þessa
lands hafa orð á sér fyrir óhlutdrægni ofe réttvisi.
Réttarfarið í Canada er á háu stigi, og meðan dóm-
stólar landsins njóta trausts og tiltrúar þjóðarinn-
ar, og það að maklegleikum, er þjóðinni óhætt. —
Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða”, er
gamall og sannur norrænn málsháttur. Ver verðum
því að fyrirgefa þeim mönnum, sem sí og æ vilja
'brjóta í rústir það stjórnarfyrirkomulag og þá þjóð-
félagsskipun, sem vér nú búum við, því þeir vita
ekki hvað þeir tala.
Um mentamál þjóðarinnar mætti margt segja.
Við þau hefir verið lögð mikil rækt. ógrynni fjár
hefir verið og er varið á ári hverju til mentamála
í þessu landi. Canada á fallega og myndarlega há-
skóla, búnaðarskóla, miðskóla, verzlunarskóla, barna-
skóla o. s. frv. Merkin sýna verkin. En að öllu því
mikla fé sé vel og viturlefea var-
ið, skal alls ekki neitt sagt um.
Vor skoðun er, að mentamálunum
sé stór átoótavant í flestum lönd-
um heimsins, og Canada einnig.
í þessu sambandi vil eg leyfa mér
að hafa yfir málsgrein úr “Dag-
renning”, eftir sagnfræðinginn
mæta Jón Jónsson. Hann segir:
“Það er eigi og á eifei að vera
aðal-kjarni uppeldisins, að troða
í menn svo og svo miklu af fr«ð-
leik og lærdómi, eða keppast eftir
auðlegð, ítitlum og embættisveg-
semd, heldur hitt, að kappkosta
að verða að manni í þess orðs
beztu og fylstu merkingu, að
glæða hjá sér og þroska göfugustu
ofe beztu hliðar mannseðlisins, og
það geta menn vel án lærdóms,
auðæfa eða embættisframa. Með
öðrum orðum: Aðal grundvöllur
uppeldisins er siðferðislífið, en
eigi mannvitið, þótt mikils sé um
vert. Þetta hygg eg að líf Egg-
érts ólafssonar toeri með sér, eins
og líf allra toeztu og göfugustu
manna, er lifað hafa með þjóð-
unum.”
Þetta finst oss heilbrigð skoð-
un, er ætti að vera meiri feaum-
ui' gefinn, en alment er. Á vorri
tíð er aðal-áherzlan lögð á að
komast einhvern veginn í gegn
um prófin. Hitt er lítið og oft
alls ekkert hugsað um, að þroska
göfugustu og toeztu hliðar mann-
eðlisins. 1 mentamálum, hefir
Canada að voru áliti, apað alt of
mikið eftir ððrum þjóðum.
Vér höfum ekki minst neitt á
kirkjuna og áhrif hennar á þjóð-
lífið. Oss hefir lengi fundist,
að kirkjan ætti að vera og feæti
verið aflmesta vogarstöngin í
þjóðlífi voru. Það er áreiðan-
legt, að kirkjan er ein af þýðing-
armestu \;tofnunum þjóðfélags-
ins. Og því betri og ein'lægari og
stærri andans menn, sem hún á
í þjónustu sinni, því dýpri og
víðtækari áhrif hennar á þjóðlíf-
ið. Eigi tel eg mife vera verki
þvi vaxinn, að gera fulla grein
fyrir öllum þeim straumum, sem
kirkjan hefir veitt inn á hinn
canadiska þjóðvöll. En þó get eg
ekki stilt mig um að minnast með
örfáum orðum á þá hlið málsins.
Strax með byrjun landnámsins
var kirkjan í fararbroddi. Hún
átti þá marga ágætis menn, hug-
umstóra og andríka menn, er
skildu kö'llun kirkjunnar, og var
það fyllilega ljóst, að nema því-
aðeins að kirkjan sækti fram ofe
fylgdist með vexti og þroskun
þjóðarinnar, yrði hún torátt þverr-
andi afl í þjóðlífinu og vanrækt
af mannfélaginu. Þessir kirkj-
unnar leiðtogar gengust ekki að-
eins fyrir því, að kirkjur voru
víða reistar, heldur og líka kirkju-
skólar, er þeir ætluðust til að
yxu með kirkjunni og yrðu vermi-
reitir kristilegra hugsjóna og
varnarvirki kirkjunnar. 1 fyrir-
lestri, sem nýlega er kominn á
prent, stendur þetta: “Það tillafe
kirkjunnar til menningar þjóð-
anna á þessu meginlandi, verður
aldrei of metið. Nöfn margra
kirkjulegra leiðtoga frá land-
námstíð, geymast í sögu þjóðanna
um aldur og æfi fyrir áhuga þeirra
og athafnir við mentamálin. Enda
eru sumar mentastofnanir, sem
nú njóta mestrar virðingar í álf-
unni, af þeim rótum runnar.”
Þetta er vel sagt og laukrétt
að voru áliti. En svo lætur hinn
virðulefei höfundur í ljós þá
skoðun, að kirkjuskólarnir séu nú
óþarfir og ættu að leggjast niður,
vegna þess, að ríkið geti annast
mentamálin betur en kirkjan
jafnvel að “College”-skólar kirkj-
unnar, ekki heldur þeir, hafi til-
verurétt nema svo, að þeir séu
svo efnum búnir, að þeir geti
vaxið til sama þroska og beztu
háskólar ríkisins.”
Við þessu er oss með öllu ó-
mögulegt að segja já og amen.
Við það skal að sönnu kannast,
að ríkið er ef til vill duglefera að
troða í pokann, duglegra að troða
í menn ýmsum fróðleik. En það
er ekki aðal markmið skólanáms-
ins, heldur hitt, að glæða hjá sér
og þroska göfugustu og toeztu
hlið manneðlisins, og kappkosta
að verða að manni í þess orðs
beztu og fylstu merkingu, en það
ættu kirkjuskólarnir að. geta
gjört toetur en ríkið. Ef ekki, þá
er kirkjan líka andlaus ofe í mestu
afturför. Ef það er vilji kirkj-
unnar, að eilífðarmálin viki með
öllu af mentabrautinni fyrir
heimsþekkingunni, þá fær hún
ekki staðist til lengdar. Hún
hættir þá að vera stríðandi kirkja,
áhrif hennar á þjóðlífið þverra
og hún hrynur að lokum til
grunna.
Vér vonum, að það liggi ekki
fyrir kirkjunni í Canada. Vér
viljum miklu fremur, að hún taki
sér til fyrirmyndar leiðtoga sína
frá landnámstíð, er með hjálp
hennar “lögðu svo stóran skerf
til menningar þjóðanna í þessu
meginlandi, að nöfn þeirra geym-
ast í sögu þjóðanna\um aldur og
æfi.”
Eins ofe flestum er fljóst, hefir
fleira og færra af fólki fluzt til
Canada frá öllum siðuðum lönd-
um heimsins. Canada þjóðin í dag
saman stendur því af mörgum
þjóðflokkum. Þetta hefir valdið
sumum miklum áhyggjum, eða
þeir hafa í það minsta látið svo
í veðri vaka. Einstöku menn hafa
skrækt upp úr af hræðslu við
þessa þjóðflokka, og óttast • að
Canada verði þeim að bráð.
Stjórnmálabusarnir hafa spheytt
sig á þessu máli og reynt að færa
mönnum heim sanninn um það,
að Canada stafaði mesta hætta af
þessum þjóðflokkum, vegna þess
að þeir sameinuðust ekki nógu
fljótt heildinni. /Jafnvel isumar
mefðarfrúrnar hafa lagt út á rit-
völlinn til að úthella hræðslu
sinni og áhyfegjum, út af hætt-
unni, sem vofi yfir llandi og lýð
1 sambandi við þessa útlendinga.
Alt þetta moldviðri stafar af
tómri heimsku, athugunarleysi og
þekkingarleylsi á mannjlegu eðli.
Þessir herrar og frúr heimta, að
Rússinn og Pó*lverjinn kasti strax
af sér þjóðernis flíkunum þegar
hingað er komið, feleymi þjóðerni
sínu, og hverfi strax méð húð og
hári inn í heildina. En hvað um
Englendinginn? Hann er aldrei
annað en Engflendingur, hvar í
heimi sem þú hittir hann. Hið
sama má segja um írann og Skot-
ann. Þeir slíta ekki öll tengsli
við ættjörðina, strax og þeir eru
komnir úr landsýn. Þeir myndu
álíta það feanga vitfirring næst,
að fara fram á slíkt. Sannleik-
urinn er, að það getur enginn ær-
legur maður, hverrar þjóðar sem
hann er, gleymt þjóð sinni. —
“Þótt þú langförull ilegðir sérhvert
land undir fót, toera hugur og
hjarta, samt þíns heimalands
mót.” Skáldið skilur toetur mann-
legt eðli og sálarlíf manna, en
pólitisku vindbeflgirnir. Því
meir sem í manninn er spunnið,
þess betur kann hann að meta
þjóðararfinn, ofe því örðugra á
hann með að losa sig við þjóðerni
sitt. Hann blátt áfram getur
það ekki. Það getur enginn, nema
andlegur ræfill, og það er eng-
inn fengur í honum fyrir neitt
þjóðfélag.
En yngri kynslóðin, sem fæð-
ist hér, vex hér upp og mentast,
hún tekur tryfeð við þetta land og
þetta þjóðfélag, sem hún er part-
ur af. Canada er föðurland
hennar; hún þekkir ekki annað
föðurland. Hinar helgustu og
sæ'luríkustu endurminningar verða
tengdar við þetta land..
Úrlausnin á þessu vandræða
spursmáli með útlendingana, verð-
ur því undur einföld, þegar að er
gáð. Það er ekkert vandræða-
spursmál, ef vit og umburðar-
lyndi fái að koma til greina. Það,
sem mest á ríður, er, að yngri
kynslóðin fái feóða og heiltorigða
alþýðumentun. Að Aennararnir
veki hjá börnunum ást og virðing
til 'lands og þjóðar, og vér viljum
toæta við, ást og virðing til Guðs
og góðra manna, og lotning fyr-
ir lögum ofe yfirvöldum landsins.
Ef það fæst, þarf enginn að vera
kvíðandi út af framtíð þjóðar-
innar. — Það er stór-þýðingar-
mikið verk, sem bamaskóla kenn-
arar þjóðarinnar eru að vinna.
Og það er ekki sama, hvernig
kennarinn er, þótt hann eða hún
sé prófgenginn. Það ríður lang-
mest á því, að áhrif kennarans á
börnin, séu holl og heilbrigð, og
að óskemd fræ fal'li þar í feljúpan
jarðveg. Það ungur nemur, gam-
all temur. Og það eru börnin, sem
á sínu mtíma taka við af hinum
eldri.
Hinir mörgu þjóðflokkar, er
hér hafa tekið sér bólfestu, hafa
allir komið með eitthvað 1 fórum
sínum, sem er meira og minna
verðmætt og vert er að leggja
rækt við. Margir geta ekki kom-
ið aufea á slíkt. Þeir halda, að alt
sé ónýtt og einskis virði, nema
það, sem þeir þekkja sjálfir og eru
gagngunnugir. Stafar þetta af
þekkingarleysi og mentaskorti og
sjálfbyrgingsskap. En, sem toet-
ur fer, eru að opnast aufeun á
sumum fyrir því, að margir þess-
ir þjóðflokkar eiga ýmislegt, sem
vert er að veita eftirtekt og auðg-
að getur og prýtt canadiskt þjóð-
líf. Þeir, sem hugsa ofurlítið
þjóðlega, hafa sannfærst um, að
hér er um gull að ræða, sem ma
alls ekki glatast. Ofe það er heil-
ög skylda þessara þjóðflokka,
hvers útaf fyrir sig, að sjá um,
að menningarerfðir þeirra glat-
ist hér ekki, heldur flytjist með
þeim inú i þjóðlíf þessa lands,
þeim til ábærilegrar sæmdar. Því
þessir þjóðf'lokkar, hvaðan sem
þeir hafa komið af hveli jarðar,
munu með tíð og tíma renna
saman í eitt og mynda hina can-
adisku þjóð. Því er mest um
vert, að þjóðstofninn sé heill; að
eðliskostir þjóðflokkanna fái að
koma í Ijós og njóta sín, og menn,
læri að meta að verðugu mann-
feildi og sannan manndóm til sál-
ar og líkama.
Já, metum sannan drengskap,
trygð og trúmensku yfir litlu sem
stóru. Tignum hreystina og
kappið; tignum greindina og fróð-
leiksástina; tignum orðheldnina
og ráðvendnina, sem aldrei geng-
ur á feefin loforð, og ekki þolir
minstu óskil við nokkurn mann.
Kostum kapps um að láta þessa
eðliskosti og aðra fleiri ná djúp-
um rótum í canadisku þjóðlífk
Ef oss tekst það, þurfum vér ekki
að örvænta um framtíð Canada.
Og þegar vér gerum oss grein
fyrir náttúruauðlegð landsins,
víðfeðmi landsins, hnattlegu
landsins, og þjóðstofninum, eins
og hann kemur oss nú fyrir