Lögberg - 17.09.1931, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEJVIBER 1931
Af jörðu ert þú kominn
EPTIR
C L E V E 8 K 1 N K E A D.
Eins og reyndar flestir aðrir, sem heima
áttu annars staðar í bænum, hefði Ellen vel get-
að skýrt æði nákvæmlega frá því, hvaða fjöl-
skylda bjó í hverju húsi fyrir sig á þessu falleg-
asta stræti bæjarins. Hún var dálítið upp með
sér af því, sem þarna var að sjá, og henni fanst
eitthvað af því heyra sér til. Hún gat ekki
látið sér detta í hug, að fallegra stræti væri til
í nokkurri annari borg. Ekki einu sinni í París,
og hafði hún þó einu sinni hlustað á mann, sem
í fyrirlestri lýsti hinum fegurstu strætum Par-
ísarborg’ar og sýndi margar myndir þaðan.
Þessi fyrirlesari hafði líka sagt ýmislegt um
konunga og keisara, sem í París hefðu verið, en
ekki gat Ellen ímyndað sér, að þeir hefðu bor-
ist meira á, eða lifað glæsilegra lífi, heldur en
Fosters, Hitchcocks og Fullertons fjölskyldum-
ar, og jafnvel Filson dómari, sem lét þó ekki eins
mikið á sér bera, sem sjálfsagt kom til af því, að
hann var einn síns liðs.
Það voru sex heimili að minsta kosti, á þessu
stræti, sem Ellen hugsaði oft um og langaði nú
til að skoða, ef hún hefði haft tíma til þess. En
nú hafði hún ekki tíma til að gera meira en að
líta á svo sem eitt þeirra. Þáð var Fullertons
liúsið, sem hún hafði í huga. Hún hugsaði lítið
um það, hvers vegna það var þetta hús, sem
hún hafði sérstaklega í huga, en bara hélt áfram
og var glöð í huga. Hún vissi, að það voru tvær
ástæður fyrir þessu. Anna Fullerton, dóttir
hjónanna, sem þarna bjuggu, var jafnaldra
hennar. Það var svo sem ekki nema eðlilegt,
að hún hugsaði um þetta óskabam gæfunnar,
sem sýndist njóta svo óendanlega mikils góðs í
heiminum, fram yfir hana sjálfa. En hin ástæð-
an, og hún var kannske öllu sterkari, var bundin
við ungan mann, son hjónanna.
Ellen hafði enn ekki lifað nein ástaræfin-
týri. En ekki gat hún neitað því, að hana hafði
stundum dreymt einhverja þess konar drauma,
og þeir vora allir tengdir við Hugh Fullerton.
Samt þekti liún hann ekki nema rétt í sjón.
Líklegast hafði hann aldrei séð hana. Hann
vissi sjálfsagt ekki, að hún var til. Engu að síð-
ur hugsaði hún oftar um hann, en nokkum ann-
an mann, og í hennar huga var hann fyrirmynd
allra ungra manna.
Hún hafði oft séð hann á götunni, ýmist ak-
andi í bíl, eða þá á gangi með félögum sínum,
eða þá kannske ungum stúlkum, dætram hinna
ríkismannanna. Hún hafði tekið eftir því, að
allstaðar var honum vel tekið og allir virtust
svo sérstaklega ánægðir með að vera í hans fé-
lagsskap. Það fanst Ellen, í einfeldni sinni,
að bæri ljósan vott um, að hann væri góður
piltur. Hún liélt, eins og margir aðrir, að allir,
sem voru kurteisir og prúðmannlegir og glað-
legir, hlytu líka að vera góðir. Hann var líka
einstaklega laglegur piltur og vanalega var hann
fyrirliðinn í leikjum og íþróttum, sem háskól-
inn í bænum tók þátt í. Ellen hafði oft séð mynd
af honum í blöðunum og jafnvel það var nóg til
að gera hann að nokkurs konar hetju í hennar
liuga. En í kveld vildi það einhvern veginn
þannig til, að hún gat ekki séð neitt af því fólki,
sem svo náknýtt var hennar dagdraumum.
Fólkið var vafalaust að bua sig á einhverja
kveldskemtun. Það voru ekki nema fá ljós á
neðra gólfi hússins, en efri hæðin var öll upp-
Ijómuð. Innan við einn gluggann stóð stúlka
°g v^r að bursta kvenyfirhöifn, sem var skreytt
fallegnm loðskinnum.
“Þetta hlýtur að vera yfirhöfn húsmóður-
ínnar,M hugsaði Eileil. “Þessi yfirhöfn er of
stór og of gömul til þess að Anne geti áttdiana.
Eu hún á sjállsagt aðra kápu, sem er rétt eins
falleg. ”
Nú mundi hún eftir því, að hún hafði séð
það^ í blöðunum, að einn af ríkismönnunum þar
í nágrenninu ætlaði að halda mikla veizlu, ein-
mitt þetta kvqld. Hana langaði til að doka við
til að sjá fólkið koma út úr húsinu og ganga út
á strætið, þar sem bílamir biðu. En það var
hvorttyeggja, að hún fann að hún átti að flýta
ser heim, og annað hitt, að það var ekkert að
reiða sig á hvenær fólkið kæmi út. Hún hafði
dálitla reynslu af því.
Ilun stanzaði rétt sem snöggvast, þegar hún
kom að húsi Ihlson dómara. Ellen hafði æfin-
lega fundist það dálítið öðru vísi en hin húsin
Það var ekkert uppljómað. Það var heldur ekki
yon þar sem hann bjó þarna einn síns liðs
joldin voru ekki vanalega dregin fyrir glu^-
ana, nema í bókaherberginu, envþar hafðist
? llson.við. Þetta herbergi var sjáan-
iega viðbot við húsið og hafði verið bygt frek-
ar til nytsemdar en prýðis.
Gegnum gluggann mátti sjá raðir af bóka-
skapum með fram veggjunum, alla leið frá gólfi
og upp að lofti. Það var auðséð, að dómarinn
notaði þetta herbergi fyrir skrifstofu. Það
var altalað, að þar sæti hann oft fram yfir
nuðnætti, yfir því sem hann var að gera.. Hann
kærði sig ekkert um það, þó nábúar hans og
þmr, sem um götuna gengu,, sæu hvað hann
hafðist að, þvi að gluggablæjurnar vora aldrei
dregnar mður. EUen hafði oft séð hann þaraa
inni, hvað eftir annað. Stundum hafði hann
gengið um gólf, og virst vera í þungum hugs-
unum, og stundum hafði hann setið við skrif-
borðið sitt og verið að lesa eða skrifa. Þegar
Ellen var þaraa á ferð, gaf hún sér æfinlega
tima til að standa stundarkorn fyrir utan
glugga dómarans og líta inn í skrifstofu hans.
1 raun og veru var hún ekkert að hugsa um
þennan mann og langaði ekkert til að kynnast
honum. Hún háfði bara séð hann einstaka-
sinnum og vissi hver hann var. Það voru bæk-
urnar hans, sem hún var að hugsa um. Henni
skildist, að ef hún ætti nokkum tíma að geta
bætt hag sinn og komist að betri félagsskap,
heldur en hún átti nú kost á, þá þyrfti hún
nauðsynlega að afla sér mentunar og ná meiri
andlegum þroska. Hún var sér þess fyllilega
meðvitandi, að hún var óvanalega lagleg og
hún vissi hvers virði það var. En hún var fram-
gjöm og vildi áfram og upp á við og henni var
það engin uppgerð, að vilja í raun og veru
verða fullkomnrai manneskja, 'heldur en hún
var. Hún var enginn heimskingi og hún vissi,
að fyrir stúlku í hennar stöðu, var kvenfegurð-
in nokkuð vafasöm innstæða.
Hún hafði lifað þær stundir, að hún hafði
sjálf fundið til síns eigin veikleika. Þær stund-
ir mundu koma aftur og aiftur, hún vissi það.
Löngunin til skemtana og nautna var sterk,
eins og hjá flestu öðru ungu fólki, og þessi
hugsun, að hún hefði sama rétt til að njóta
lífsins, eins og þær stúlkur, sem betur voru
settar, hafði oft freistað hennar til að ganga
sömu leiðina, eins og ýmsar aðrar stúlkur, sem
hún þekti, hefðu gert.
Kveld eitt gekk liún fram hjá veitingahúsi
og mætti þar rosknum manni, sem hún kann-
aðist við að hafa séð nokkrum sinnum, og stakk
hann dálitlum bréfmiða í lófa hennar. Hún
hefði bara látið miðann detta ofan á strætið, ef
hennar kvenlega forvitni liefði ekki haldið
henni frá því. Hún opnaði ekki miðann fyr en
hún var nærri komin heim. Það sem á hann
var skrifað, var það, að sá, sem skrifáð hafði,
bauð henni að koma með sér til New York. Hún
þurfti ekki annað að gera, en koma á jámbraut-
arstöðina klukkan fimm daginn eftir. Hún reif
miðann í smátætlur, áður en hún fór inn í
húsið.
Það var vitanlega bókasafn í bænum til af-
nota fyrir almenning. Þar hafði Ellen komið
ejnu sinni. Bókavörðurinn var roskin kona, í
heldur erfiðum kringumstæðum, en hún var
skyld sumu af heldra fólkinu í bænum, og það
þurfti eitthvað fyrir hana að gera. Hún hafði
tekið Ellen þannig, að hún hafði strax ráðið
við sig, að koma þar aldrei aiftur, eða ekki fyr
en skift væri um bókavörð, og það var ekki
líklegt, að það yrði gert fyrst um sinn. Hún
hafði ekkert að lesa, nema blöðin og kannske
eitthvað af tímaritum, einstaka sinnum. Af og
til keypti hún sér þó bók fyrir lítið verð, í bóka-
búð þar sem seldar voru gamlar bækur- Það,
sem hún las, gerði henni mjög lítið gagn að
öðm en því, að hún lærði að fara dálítið betur
með málið heldur en áður. Hún óskaði þess
innilega, að hún kæmist í kynni við einhverja
manneskju, sem gæti og vildi leiðbeina henni í
því, hvað hún ætti að lesa.
Meðal annara hæfileika, sem Ellen hafði
hlotið í vöggugjöf, var mikið ímyndunarafl.
Þegar hún sat við vinnu sína, sem var einföld I
og krafðist lítillar umhugisunar, gat hún tím-
unum saman verið að láta sig dreyma um það,
að hún væri ein af þessum óskabörnum gæf-
unnar, eins og t. d. Anna Fullerton. Ekki vildi
hún nú samt vera Anna Fullerton í raun og
vera. Ástæðan fyrir því var sú, að þá væri
Hugh Fullerton bróðir hennar, og hún hafði
aldrei hugsað um hann sem bróður sinn. Nei,
hún vildi vera í svipuðum kringumstæðum eins
og Anne lýullerton, ekki hún sjálf. Hún var
fjarskalega fallega klædd. Hún hafði fallegan
bíl, sem hún gat notað eftir vild sinni. Henni
var boðið í allskonar samsæti og á dansleiki.
Hún var allstaðar velkomin. Ef hún væri dótt-
ir eins af þessum heldri mönnum, þá væri hún
ekki kölluð Ellen, heldur Eleanor. Hún naut
þeirrar ánægju tímunum saman, að láta sér
finnast, að hún væri ein af þessum óskabömum
hamingjunnar.
Dómarinn var víst ekki heima í kveld, að
minsta kosti sá hún hann ekki og var þó bjart
í herberginu. Það gat þó vel verið, að hann
væri þar í einhverju horninu, eitthvað að fást
við bækur sínar. Ellen hafði oft séð lítinn stiga
þar í herberginu, og hún hafði séð dómarann
nota hann til að ná í bækur, sem voru í efstu
hyllunum. Hann var þar kannske í hinum
endanum á herberginu, þó hún sæi hann ekki.
“Yæri það ekki skrítið,” sagði Ellen upp-
hátt, “ef eg færi inn til hans og spyrði hann
blátt áfram, hvaða bækur eg ætti að lesa til að
afla mér meiri mentunar? Þessi stóri og feiti
þjónn, sem hann hefir í húsinu, mundi fljót-
lega vísa mér á dymar.”
“Nei, það er engin hætta á því,” heyrði
hún að sagt var rétt hjá henni: “Eg held dóm-
aranum þætti meira að segja vænt um það. Að
gefa fólki upplýsingar og ráðleggingar, er hans
verk, eins og þér vitið. ’ ’
“Eg bið fyrirgef'hingar, ” sagði hún. “Mér
datt ekki í hug að nokkur maður heyrði til mín.
Eg hefi vanið mig á þann ósið, að tala við
sjálfa mig, jiegar eg held að enginn heyri til
mín. ” Hún átti hálf bágt með að segja þetta,
en hún leit einarðlega til hans negu að síður.
Hún furðaði sig á því, hvað hann var góðlegur,
en dálítið gletnislegur. Hann var alls ekki lík-
ur því, sem hún hafði hugsað sér að dómarar
mundu vera. En hún þekti lítið til dómara;
þessi var sá eini, sem hún hafði séð, og hann að-
eins álengdar.
“Þér hafið ekkert gert, sem þér þurfið að
biðja afsökunar á. Það er eg, sem ætti að biðja
afsökunar,” sagði dómarinn. “En eg gat ekki
að því gert, að heyra hvað þér sögðuð, og eg
verð að játa, að það vakti eftirteka mína. Vilj-
ið þér ekki segja mér, hvaða leiðbeiningar það
voru, sem þér vilduð að eg gæfi yður? Flestar
mínar bækur em lagabækur, sem yður mundi
ekki þykja skemtilegar aflestrar. Eg er hrædd-
ur um, að sumar þeirra séu farnar að verða
nokkuð rykugar. Eg á samt dálítið af bókum,
sem ekki era lagabækur og ekki óskemtilegar.
Viljið þér ekki gera svo vel og koma inn og líta
á þær? Eg gæti kannske leiðbeint yður eitt-
hvað.”
“Eg þakka ýður kærlega, en eg má það ó-
mögulega í þetta sinn. Móðir mín bíður eftir
mér með kveldverðinn. Eg er hrædd um, að
eg sé orðin alt of sein.”
“Þá vil eg ekki tefja fyrir yður, en eg vona
þér komið bráðum aftur. Eg hefi gert meira
að því að leiðbeina ungum mönnum, hvað þeir
ættu að lesa, heldur en ungum stúlkum, en eg
gæti að minsta kosti vísað yður til einhvers,
sem gæti orðið yður að verulegu liði. Viljið
þér koma einhvern tíma aftur? Eg er Filson
dómari.”
“Eg veit það. Eg hefi margoft séð yður
þarna innan við gluggann, svo eg veit hver
þér eruð. Eg skal koma aftur, en í þetta sinn
verð eg að flýta mér. Eg þakka yður inni-
lega.”
“Verið þér þá sælar á meðan,” sagði hann
og rétti henni hendina. Hún tók í hendina á
honum og brosti góðlátlega og fór svo sína
leið. Þegar hún kom að strætamótunum, þar
sem hún ætlaði að fara inn í strætisvagninn,
sá hún unga stúlku, sem sat við opinn glugga.
Hún söng einn af þessum nýju söngvum, sem
þá var í miklu afhaldi og lék sjálf undir á
slaghörpu. Ellen lét sér fátt um finnast-”
“Hún heifir það fram yfir mig, að geta spilað
á hljóðfæri,” hugsaði hún með sjálfri sér, “en
ef eg hefði ekki betri hljóð en þetta, þá skyldi
eg aldrei reyna að syngja.” Sjálf hafði hún
alveg óvanalega mikla og hreina rödd. Hún
hafði því kannske nokkurn rétt til þess, að
setja út á söng annara.
Þegar hún kom heim, fann hún, að hún var
ekki eins sein, eins og hún hafði haldið. Faðir
hennar hafði tafist á nefndarfundi verka-
mannafélagsins, sem hann tilheyrði, og var
ekki búinn að þvo sér, þegar hún kom heim.
Hún tók af sér yfirhöfnina og hattinn, lagði
það á stól, og fór svo út í eldhús til að hjálpa
mömmu sinni.
“Hví kemur þú svona seint?” spurði Mrs.
Neal. “Guinevere er löngu komin. Hún sagði
mér, að þú hefðir verið eitthvað að gera við
fötin þín, þegar hún fór. Eg vona þú hafir
ekki riifið nýja pilsið þitt.”
“Nei, það var' bara saumspretta á gömlu
treyjunni minni- Svo fór eg ekki skemstu leið
heim. Mér hefir verið hálf ilt í höfðinu í allan
dag. Eg fæ stundum höfuðverk af tóbakslykt-
inni. Mér er samt ekkert ilt í höfðinu núna.”
“Það var gott, að þú skemdir ekki pilsið
bitt,” sagði Mrs. Neal. Hún var æfinlega
þreytt og henni var æfinlega ilt í höfðinu, þeg-
ar fór að kvelda.
“Hvað líður matnum?” spurði 'faðir henn-
ar og stakk höfðinu inn um eldhúsdyrnar. “Eg
'býst við þú segir að þér bregði ekki við, jió eg
komi of seint. ”
“Mér dettur ekki í hug að segja nokkuð í
þá átt,” svaraði konan heldur kuldalega. “Hitt
'gæti eg sagt, að ef þú hefðir sagt mér að þú
rnundir koma seint heim, þá hefði eg kannske
ekki brent matinn. Mér þykir ekki svo skemti-
legt, að standa yfir brennheitri eldavélinni, að
x eg geri það að gamni mínu að elda matinn ofan
í ykkur tvisvar.”
“Hvernig átti eg að segja þér það, þegar
eg vissi það ekki sjálfur?”
“ Við skulum ekki vera að tala um þetta,
pabbi, ” sagði Ellen. “Maturinn verður tilbú-
inn, þegar þú kemur að borðinu.”
Hún vissi, að í þessum hálf ónotalegu til-
svörum bjó í raun og vera ekkert ilt, en í kvöld
þoldi hún ósköp lítið af þessu tagi. Þegar hún
lét reykuga dúkinn á borðið, með feitu svína-
kjöti og kálmeti, átti hún erfitt með að dylja
ógeð sit. Aldrei fyr hafði henni fundist borð-
haldið eins óaðgengilegt eins og nú. Og henni
sýndist olíudúkurinn á borðinu óhreinni held-
ur en nokkru sinni fyr. Það sauð upp úr kaffi-
könnunni og Mrs. Neal tók spranginn disk og
setti hann á borðið og svo kaffikönnuna alla
útataða á diskinn. Ellen gat ekki varist því,
að tárin komu fram í augun á , henni, en hún
reyndi sem bezt hún gat, að láta ekki á því
bera.
Það var ekki oft, sem hún lét tilfinningarn-
ar hlaupa með sig; hún var ekki þannig skapi
farin. Höfuðverkurinn var kominn aftur, en
þó hún notaði hann sem afsökun fyrir jiví, að
borða svo sem ekkert, þá vissi hún sjálf, að
hann var ekki aðalorsökin. Atti alt hennar líf
að vera svona? Atti það fyrir henni að liggja
að giftast einhverjum manni, sem líkt var á-
statt fyrir og henni sjálfri, vinna svo baki
brotnu mest allan sólarhringinn alla daga, ár-
ið út og árið inn, til að halda húsinu hans í
lagi og matreiða fyrir hann og kannske ala hon-
um 'Svo sem hálfa tylft barna? Atti hún aldrei
að fá að njóta neinnar lífsgleði? Ef það var
rangt og ljótt, því var henni þá lögð þessi
sterka löngun í hjartað? Hvers vegna nutu
sumir svona mikils af lífsins gæðum, en aðrir
svo lítils? Hversa vegna? Hvers vegna?
Meðan hún var í þessu skapi, fanst henni
hún sjá sína eigin æskufegurð hverfa og ellina
færast yfir sig, án þess að eiga nokkrar glaðar
æskuminningar, sem hún gæti hvílt hugann
við. Hún horfði á móður sína, sem sat hinum
megin við borðið, þegjandi og þreytuleg, og
borðaði matinn sinn, ekki með ánægju og gleði,
heldur gerði hún þetta eins og hvert annað
skylduverk, sem ekki varð kom,ist hjá- Ellen
gat varla ímyndað sér, að hún hefði nokkum
tíma verið ung, eða borið í brjósti sínu óupp-
fylta þrá, sem hún sjálf átti við að stríða. Eða
ef hún kynni að liaifa átt einhverjar æskuþrár
í ungdæmi sínu, þá hefði þetta daglega strit
og tilbreytingar'leysi lífsins, unnið svo algerð-
an bug á þeim, að hún fyndi ekki lengur til
jieirra og hefði meira að segja alveg gleymt
þeim.
Hver taug í líkama hennar gerði uppreisn
gegn þessu lífi. Hún gat með engu móti sætt
sig við það. Hvað sem það kostaði, varð hún
að fá einhverja tilbreytingu á því lífi, sem hún
nú lifði.
Hún hjálpaði móður sinni til að þvo upp af
borðinu. Hún hafði viljað gera það ein, svo
móðir hennar gæti ifarið inn í hitt herbergið,
þar sem faðir hennar sat og hvíldi sig. En
gamla konan hafði ekki viljað það. Það var
ekki nema rétt, að þær hjálpuðust að því. Það
var líka eitthvað minna að þvo upp í þetta
sinn heidur en vanalega, hvemig sem á því
stóð. Þegar þær væru búnar, ætlaði hún að
sitja dálitla stund utan við dyrnar og fara svo
að hátta. Hún var óttalega þreytt.
I hinu herberginu sat Jerry Neal og las kveld-
blaðið og reykti pípu sína. Þegar Ellen kom
inn fyrir til að sækja hattinn sinn og yfirhöfn-
ina, því hún ætlaði út til að finna Guinevere,
þá var tóbaksreykurinn svo mikill í herberg-
inu, að hún fékk hósta af honumv Tóbakslykt-
in var nærri eins sterk eins og í tóbaksverk-
stæðinu, þar sem hún vann-
“Því opnar þú ekki gluggann, pabbi? Það
er áreiðanlega bragð að þessu tóbaki og vindl-
um, sem þú reykir. Manni verður ilt af að
koma hér inn.”
“Því ferðu jiá ekki út og situr lijá mömmu
þinni? Eg ætla ekki að sitja þar úti í kulinu.
Við værum þokkalega stödd, ðf eg yrði veikur og
gæti ekki unnið,” sagði Jerry án þess að líta
upp úr blaðinu.
Móðir hennar sat á efstu tröppunni og hálf-
hallaði sér út af.
“Hvert ætlar þú að fara, Ellen? Sagði eg
þér ekki, að Mat gerði hálfvegis ráð fyrir að
koma hér í kveld ? ’ ’
“Þú gerðir það ekki, mamma. En hvað sem
því líður, þá lofaði eg Guinevere að koma
snöggvast til hennar. Við förum út dálitla
stund, en verðum líklega ekki lengi. Það er
eitthvað, sem hún ætlar að segja mér. ”
“Eins og liún hafi ekki nógan tíma til að
segja þér það allan daginn,” nöldraði móðir
hennar. “Eg má segja þér, að það eru margar
stúlkur, sem ekki mundu liika við að taka Mat.
Þig mun iðra þess, ef þú dregur það þangað til
það er orðið of seint. Hann er mesti reglumað-
ur og smakkar aldrei dropa. Hann getur orðið
lestarstjóri, þegar minst varir-”
Mat var kyndari á járnbrautarlest. Það var
alveg rétt, sem Mrs. Neal sagði um hann, en
hann var ósköp grannhygginn maður og alveg
ómentaður. Hans síðasta tækiifæri við Ellen
hafði alveg farið út um þúfur, þegar hann eitt
kveldið hafði hlegið eins og flón, að fallegu og
viðkvæmu ljóði, sem hún fór með.
“Eg verð ekki mjög lengi. Ef hann vill
endilega finna mig, þá getur hann beðið,” sagði
Ellen um leið og hún fór.
MAÐUR HRAPAR TIL BANA.
Það sorglega slys vildi til s. 1.
miðvikudag, að Þórður A. Steins-
son bílstjórr hrapaði niður af
Hafnabergi og beið bana af.
Hann hafði gengið suður á
bergið til að snara fugl í háf, en
bergbrúnin er þarna víða ótrygg,
enda féll skriða undan fótum
hans og hann með niður í sjó og
druknaði.
Þórður sál. var alinn upp hjá
þeim hjónum Bjarna Tómassyni
og Herdísi Nikulásdóttiur að
Klöpp í Höfnum. Þau tóku hann í
fóstur eins árs gamlan og var
hann hjá þeim þar til .um tvítugs
aldur að hann fór að vinna fyrir
sér sjálfur, o!g reyndist hann þeim
ávalt sem bezti sonur, enda naut
hann alls hjá fósíturforeldrum
sínum sem þeirra ei!gið barn.
Hann var vandaður og góður
piltur bæði til orðs og athafna.
Er hinn mesti mannskaði að hon-
um. — Mgbl. 1. ág.
Huglesarinn: iEg get sagt ykk-
ur upp á hár, hvað hver ykkar er
að hugsa um.
Rödd: Æ, þá verð eg að biðja
yður fyrirgefningar, því að það
það var ekki ætlan mín að móð'ga
yður.
A Thorough School!
The “Success” is Canada’s Largest
Private Commercial College, and the
finest and best equipped business train-
- ing institution in Western Canada. It
conducts Day and Evening Classes
throughout the year, employs a large
staff of expert teachers, and provides
sufficient individual instruction to per-
mit every student to progress according
to his capacity for study.
In twenty-one years, since the founding of the “Suocess”
Business Collose of Winnipeg in 1909, approximately 2500
leelandic students hnve enrolled in this College. The decided
prererence for “Suecess” tratning is significant, because
Icelanders liave n keen sense of educational values, and each
year the number of our Icelandic students shovvs an increase.
Day and Evening Classes
r
Open all the Year
The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd.
PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET.
PHONE 25 843
4