Lögberg - 17.09.1931, Blaðsíða 7

Lögberg - 17.09.1931, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. 'SEPTEMBER 1931 Bls. 7. 40 ára minningar um sjóferðir undir Eyjafjöllum og Yestmannaeyjum. Eftir Svein Jónsson. (Framh.) Eins og gefur að skilja, var oft gestkvæmt á veitingahúsinu, og þá sérstaklega kvöldið, sem við komum út í Eyjar. Mér er minn- isstætt eitt atvik. Við Einar, Goðalandsverndarmaður minn, vorum að koma í veitingahúsið, heldur en fara út þaðan. Það var mjór gangur fram með hliðinni til að komash inn í veitingasalinn, en kálgarður hinum megin af- girtur með trégirðingu. Það voru víst fjórar tröppur upp og niður að ganga í veitingahúsið* 'Þeg- ar við Einar komum að dyrunum — það var komið myrkur að kalla — sáum við eitthvað liggja é trélgrindunum, og þegar við að- gættum hvað þetta var, sáum við að þetta var maður. Hafði hann dottið um lei ðog hann ætlaði að stíga niður tröppurnar og dottið þannig, að höfuðið og frampart- urinn voru fyrir ntan girðing- una, en neðhi parturinn innan við. Hann var svo fullur, að hann gat enga' björg sér veitt. Einar reisti hann við, og sá ,sér til undr- unar, að þebta var skipverji hans, Hjörleifur halti, sem áður er nefndur. Það sem mér er minnisstæðast við þetta, er það sem Einar sagði við Hjörleif, sem varla !gat staðið óstuddur. Einar var talsvert drukkinn og stamaði þá vanalega. Hann sagði <og stamaði þá mikið)i: “Hjörleifur, ef þú verður nú ekki góður, og kemur heim með mér, þá skal eg slá þig svo mikið högg á hausinn, að hann verði réttur.” Hjörleifur kaus heldur að vera góður. í eitt sinn var eg að ganga upp í veitinlgahús. Það var víst fyrsta veturinn minn í Eyjum, því eg var með Eiríki Iaxmanni mínum. Skamt fyrir neðan veitingahúsið var tjörn, og stór forarpollur. Við gengum fram hjá þessari tjörn eða polli. Þar var lítill drengur að leika sér að því að sigla sínum litlu skipum. Dreng- urinn var okkur ekkert til haga, en ,eg man svo vel, og er sem eg sjái það nú, að Eiríkur tók dreng- inn og fleyfeði honum út í tjörn- ina. Hún var ekki djúp. Mér sárnaði þetta svo mikið, að eg er viss um, að eg hefði hegnt þess, hefði eg verið maður til. Eg sá, að drengurinn var frá fátæku heimili, illa til fara og kaldur, og í augum mínum saklaus og góður drengur. Mér var aldrei vel við Eirík eftir þetta. Eg réri tvær vertíðir eftir þetta hjá Guðmundi í Bor!g. Hann var ávalt kállaður Guðmundur í Borg, og vissi eg aldrei hvers son hann var. Hann var eineygður og bezti karl. Skipið var tveggja manna far — fjórróið jöl. — Við rérum því ekki nema þegar bezt og blíðast var og varla lengra en austur í flóann, máske austur að Bjarnarey. Eg man ekki eftir hvað við fiskuðum, en það var eg viss um, að honum þótti ég ekki Igóður sjómaður. Eg var því sem oftast látinn vera í andófinu. Það var lakasti staðurinn á skipinu. Mikið er mér frá þeim tíma minn- isstæðnr stórfiskurinn í flóanum. Það var ekki að spyrja að, þegar fiskiganga kom, þá “logaði allur flóinn í stórfiski, reykur við reyk”, sem kallað var. Það var mikil mildi, þegar skipin réru í myrkri á morgnana, að þau skyldu ekki rekast á stór- fi,ska. Það kom þó fyrir einu sinni, en varð ekki meira að en svo, að skipið brotnaði eitthvað, en komst þó heim. Eg man einu sinni, þegar við vorum á “jölinu” í flóanum—það var kallaður flói á milli Austur- eyjanna og heimaeynnar. Eg var þá í andófi—andóf var það nefnt, af því að ekki var hægt að liggja við stjóra. Voru tveir menn þeg- ar lo!gn var, sinn á hvort ‘borð, látnir halda út árum, láta skip- ið snúa rétt og ekki reka; þetta sást aðallega af því, að færir væri beint niður. Þá runnu tveir stór- fiskar, hvor á eftir öðrum, sinn við hvort borð svo nærri, að það var hægðarleikur að reka árina i þá. Þá þóttist Guðm. hafa tekið eftir, að steypireiður færi tvo hringi i kring um bátinn, Hann lét því hafa upp —úraga upp fær- in — og kipti þaðan. Hann sagði, að aldrei ætti að láta steypireið- ur fara þriðja hringinn, hún væri að verja skipin, eða alt sem flyti, og nokkuð var það, að enginn var hræddur við hana. Eg get ekki lýst því, hvað sjór- inn gat verið leiðinlegur í fióan- um og endá allastaðar við Vest- mannaeyjar. Þegar ilt var í veðri þá gróf hann sig svo, að þegar skipin voru niðri í öldudölunum, sást engin nybba af Eyjunum, enda þótjt 'báturinn væri skamt frá landi. Og svo krappar voru öldurnar, þar sem straumur var, að maður sá eina til tvær álnir undir kjölinn á næsta skipi. Einu sinni man eg eftir — þá var eg á stærra skipi, en þó í andófi — að við andófsmenn hugsuðum um ekkert annað en halda í horf- inu, láta skipið snúa beint í öld- una. Þegar við si!gldum heim, var alveg logn í öldudölunum, en uppi á öldunum ætlaði alt ofan að keyra. Þá hvolfdi “Jöli” skamt frá okkur, en allir náðust lif- andi af því. Mörg skip voru þá á sama miði. Á þessum slóðum var eg einu sinni —eg gekk þá með skipum— á stóru skipi, áttæring. Þá var einn hásetinn að pissa og þurfti að leysa frá sér skinnbrókina. Svo lagðist hann út við borð- stokkinn, en í því kom sjór og fylti skinnbrókina. Eg held, að allir hafi þá hlegið nema eg. Mér var þá ekki hlátur í hu'g. Rétt á eftir skipaði formaður að hanka uppi. Það var sama og segja, að fara heim. Þegar sagt var að hanka uppi, drógu allir upp færin og settu þau í hönk, gerðu þau upp, og ,svo var farið heim. í þettia sinn var svo úfinn sjór, að það varð að leita lags að snúa við, og rokið var svo mikið, að það var lengi vel siglt með ár- unum. Árarnar voru reistar þannig, að hlummurinn var sett- ur ofan í kjöl og vindurinn látinn blása á árablaðsflötinn. Svo var reist framsi!gla og seglið dregið upp að hálfu leyti. Svona sjór var mjög illur fyr- ir alla, og þá ekki sízt fyrir okk- ur Fjallamennina. er í minni að sjá handatilhektir þeirra, sem í landi voru, þegar þeir voru að bera upp úr skip- inu. Sérstakle'ga man eg eftir Einari Goðalandsverndara mín- um. Tvö hundruð punda sekkir voru eins og fis í höndum þeirra. Það var engu líkara, en að þeii væru að vinna fyrir verðlaunum, krossi eða kóngsdóttur. En það vil eg segja, að þegar svona kom fyrir og búið var að koma öllu undan sjó, að þá var brennivínið ekki sparað. Þó var öll svona hjálp talin skylda, án tillits til þess hvort nokkuð fékst í staup- inu eða eigi. Eg gerði þarna ekki annað en horfa á, enda fékk eg ekkert brennivín. Það var líka af skornum skamti, að mig minn- ir, en margir munnarnir. (Framh.) Útdrœttir úr sögu íslenzku bygðarinnar og safnaðanna í Pembina County, North Dakota. Eftir J. J. MYRES. Kaupstaðarferðir til Eyja. Um leið og eg flyt mig aftur undir Eyjafjöllin, vil eg sýna les- endum þessarar greinar hvernig kaupsbaðarferðir til Eyja voru á stundum. Þær voru auðvitað margar góðar og skemtilegar og auðvitað flestar ágætar. En það kom oft óþarfa 'gestur með í spil- ið, þegar til Eyja kom. Það var hann Bakkus, eða réttara sagt brennivínið. Það kom fyrir — sjaldan ,samt — í vorkaupstaðar- ferðum, þegar menn fóru með ull- arlagðinn og annað, sem skifta áttó í verzlunum fyrir korn, mjöl, kaffi og sykur m. m., að þegar til Eyja kom, var meira metið að heilsa upp á “Bakkus”, en að koma afurðum sínum i búðirnar, og varð endirinn stundum sá, að menn týndu öllu saman og komu svo heim með tvær hendr tómar. Það ko líka fyrir ekki svo sjaldan, þegar menn vor að bera á skip, að þeir slangruðu svo mikið á bryggj- unni, að þeir duttu út af henni með byrðina og á kaf í sjóinn. Þó man e!g ekki, að manntjón yrði. Með menn svona á sig komna, átti svo að leggja af stað austur undir Eyjafjöll, 5—6 vikur sjávar, með hlaðið skip af vörum, og eiga svo, þegar austur kom, að lenda hlöðnu skipi. Það var lítíl fyrirsjá, þó oftast færi vel. Það var líka oft svo, að manni virtist, að þegar að landi kom og hættan blasti við augum, að þá í'ynni af þeim öl- víman. Eg man eftir einni slíkri ferð úr Eyjum undir Fjöllin. Eg var þá 16—17 ára. Á miðri leiðinni voru aðeins tvær árar úti, og seri eg annari. Allir hinir voru í áflog- um. Eg man vel, þó liðin séu 50 ár, hvernig þetta byrjaði. Alt í einu stekkur formaðurinn, sem Sveinn hét, úr sætí sínu frá stýr- inu og rýkur að öðrum manninum sem reri í austurrúminu og barði hann fyrst, rauk svo síðan á hann. Aðrir fóru svo að hjálpa honum og svo varð þarna ein höfuðbenda. Hvernig þetta hætti man eg ekki, en eg man að mér leizt ekki á blikuna. Öðru sinni man eg eftir, að þessi U1 sami Sveinn var að koma úr Eyj- um að haustlagi, eg held á sama skipinu. Það var stórt og gott skip. Eg var þá ekki með á skipinu, en eg man svo fjarska vel eftír þessu, vegna þess að þegar sást til skips- ins, var sjáanlega vart lendandi vegna brims. Þá var vanalega strax athugað: Er sjórinn nú dauður? Er lendandi? Okkur í Steinum sýndist ólendandi; það var jafnjaðra brim er kallað var. Það var kallað svo, þegar við sá- um fallsjóana upp fyrir fjöru- kampinn. Þegar svona er ástatt með brimið, má segja að hver karlmaður, sem heima er, bæði í Hóla og Steinkirkjusókn, fari í sar.dinn að taka á móti skipum. Skipin biðu vanalega fyrir utan rifin, þar til fjöldinn af karl- mönnum var kominn í sandinn. Stundum var skipinu vísað frá, en oft var teflt á tæpasta vað, því langt var til Eyjanna og má- ske ótrygt veður og tortryggur sjór. Þrír formenn voru í skip- inu í þetta sinn, Sveinn eins og áður er getið. Enginn í sandin- um bjóst við að Sveinn legði upp að lenda í svona brimi. Annar formaður hét Sæmundur og hinn þriðji Ólafur; þeir voru báðir hásetar. Um Sæmund var lítið rætt. Ólafur var frá Berjanesi. Á hann var treyst, þegar skipið legði á stað til lendingar, var enginn í efa, að ólafur hefði tek- ið við stjórn skipsins, og það kom líka á daginn. Sveini varð ilt, þegar inn að sandi kom, Sæmund- ur neitaði að stýra í land, svo úr því var ekki um annan að ræða en ólaf í Berjanesi. Honum fórst það líka svo vel úr hendi, að það blotnaði ekki nokkur hlutur. Mér Framh. Dagskrá við landnámshátíðar- höldin að Mountain, N. D. Sunnu- daginn 1. júlí 1928. I. —kl. 10.30 f. h.: guðsþjónust- ur í fjórum kirkjum bygðarinnar. II. —kl. 2 e. h., prógram í skemti- garðinum að Mountain: 1. Ávarp! nefndarforsetans — séra H Sigmar 2. Sálmur. 3. Bæn—Dr. B. B. Jónsson. 4. Sálmur. 5. Kórsöngurj—söngsveit undir stjórn hr. Brynjólfs Thorláks- sonar, söngstjóra. 6. Ávarp forseta—Séra N. S. Thorláksson. 7. Kvæði: Minni tól. landnema í Norður Dakota—Þorskabítiur. tain: Thor^ákur Thorfinnson, Thos. HaTldórsson, G. Guðmund- son, C. Indriðason, H. Sigmar. — Frá Hallson: Árni Magnússon, Árni Jóhannsson, Einar Einar- son, Jón Einarson, B. Eastman. — Frá Svold: Jón Hannesson, Halldór Björnson, Matth. Björn- son, S. J. Sveinson, Bjarni Dal- sted. — Frá Akra: Ed. Scheving, B. T. Björnson, J. J. Erlendson, Tryggvi Anderson, Halldór And- erson. — Frá Fjallabygð: Judge G. Grimson, Snæbjörn Grimson, Óli Finnson. Framkvæmdarneifnd og dag- skrárnefnd: H. Siigmar, formað- ur; (C. Indriðason.ritari; Thos. Halldórson, féhirðir; Gamalíel Thorleifson, Christian Geir, Ed. Scheving, Matt. Björnson, Árni Magnusson,; Judge G. Grimson. Forstöðunefnd kvenna. — Frá Gardar: Mrs. 0. K. Olafson, Mrs. J. Thomasson, Mrs. B. Jó- hannesson, Mrs. Th. Johnson, Mrs. Ben. Melsted, Mrs. John Johnson, Mrs. S. M. Breiðfjörð. — Frá Mounbain: Mrs. A. Björn- son, Mrs. A. V. Johnson, Mrs. H. Sigmar, Mrs. H. Olafson, Mrs. C. S. Guðmundson, Mrs. S. F. Steinolfson, Mrs. J. J. Myres. — Frá Eyford. Mrs. H. B. Sigurd- son, Mrs. O. H. Hallgrímson, Mrs. Joe Magnusson, Mrs. Hannes Björnson, Miss Anna Johnson, — F.rá Akra: Mrs. Sig. Björn- son, Mrs. Tryggvi Anderson, Mrs. Jakob Erlendson, Mrs. H. Ander- son, Mrs. Cloughton. — Frá Hall- son: Mrs. Joe Jonasson, Mrs. T. Seymore, Mrs. Árni Johannson, Mrs1. E. Simundson, Mrs. G. Björn- son. — Frá Svold: Mrs. H. W. Vivatson, Mrs. L. T. Thordarson, Mrs. John Hannesson, Mrs. G. A. Vivatson, Mrs. Halldór Björn- son. — Frá Fjallabygð: Mrs. Kristín Goodman, Mrs. G. T. Gunnarson ,Mrs. S. Grimson,. Framkvæmdarnefnd kvenna: drátta, og eru þess vegna frek- ari ummæli um séra Pál og land- námið feld hér úr.) 8, Minni íslenzku bgðarinnar í , Biörnson Mrs A V N. Dakota — séra K. K. ólafson. ^rs' *• A. Bjomsoii, Mrs. A. V. Johnson, Mrs. O. 'K. Olafson, Mrs. J. Thomasson, Mrs. H. B. son, Mrs. Si!g. Björnson, Mrs. T. Anderson, Mití- Joe Jonasson, Mrs. T. Seymore, Mrs. H. W. Viv- vatson, Mrs. L T Thordarson Skrúðfararnefnd: Thorlákur Thorfinnson, formaður; G. B. 01- geirson, Jón Einarson, Bjarni Dalsted, G. Guðmundson, Hjalti Thorfinnson, K. P. Ármann, Veiga H^lldórson, Margrét Erlendson. (Móttökunefnd: John Johnson, formaður, Jón Hannesson, J. K. Olafson, Halldór Anderson, Árni Johannsson, . Skemtigarðs- og lögreglunefnd: E. Eastman, formaður; Trggvi Anderson^ J. J. Erlendson, S. S. Laxdal, B* L. Björnson. .Sölunefnd: Einar Einarsson, for- maður; H. W. Vivatson, S. J. Sveinson, S. J. Hallgrímson, Jó- hannes Anderson. Auglýsinganefnd: Judge G. Grimson, formaður; Árni Magnus- son, H. Si'gmar, C. Geir, C. Ind- riðason. íþróttianefnd: J. H. Hallgrím- son, Valdi Olafson, Magnús Jón- asson, T. Thorleifson, S. J. Sig- urdson. 9. Kvæði: Bygðarminni — K. N. 10JUMteni íslands - Dr. R. Pét- iSigurdson, ^Mrs. J. H. Hallgrím- ursson. 11. Kvæði: Minni íslands — séra Jónas A. Sigurðsson. 12. Kórsöngur — ungmennagór, undir stjórn hr. Brynjólfs Thor- lákssonar. III.—kl. 8.30 e. h. — Söngsam- koma, haldin í skemtigarðinum. Ávarp forseta — séra H. B. Thorgrímsen. Þegar nokkur lög höfðu verið sungin undir stjórn hr. Brynjólfs Thorlákssonar, fór að rigna og varð að hætta við samkomuna. Flest af lögunum, sem átti að syngja, voru fléttuð inn í skemti- skrána næsta dag. Mánudaginn 2. júlí 1928.— IV—kl. 10 f.h. — Skrúðför með víkingaskip í broddi fylk- ingar. Á eftiir því samtal Fjallkon- unnar og “Uncle Sam”, þá er hún afhendir honum nokkur barna sinna til varðveizlu í framtíð. Þáttur þessi leikinn af Miss Elínu Melsted og Mr. H. B. Thorfinn- ■son. V. —kl. 11.30 f.h. — Lúðrasveit- irnar frá Mountain og Walhalla, sem báðar voru í skrúðförinni, en nú komnar í skemtigarðinn, spil- uðu meðan fólkið hópaði sig þangað. 1. Minni landnemanna — séra Jónas A. Sigurðsson. ( 2. Miinni flandnámskvenna — kvæði—Jakobína Johnson. VI. —kl. 1.30—3 — Miðdagsvreð- í samkomusal bæjarins. VII. —kl. 3 — Prógram, er að mestu fór fram á ensku: 1. Lúðrasveitin. 2. Unlgmennakór, undir stjórn hr. Brynjólfs Thorlákssonar. 3. Ávarp forseta — Judge G. Grímson. 4. Kórsöngur — Söngsveitin und- ir stjórn hr. Brynjólfs Thor- lákssonar. 5. Ræða um landnámskonur (á ensku) — Mrs. J. K. ólafson. 6. Ræða um ísland (ensk) — Dr. B. J. Brandson. 7. Ræða— O. B. Burtmess, er- indsreki forseta Bandaríkjanna. 8. Ræða — Senator Frazier. 9. Ræða — Judge W. J. Knee- shaw. 10. iRæða — Mr. La Moure. 11. Ræða — Ásmundur Benson. 12. Kvæði—N'orth Dakota, My State — S. M. Thorfinnson. 13. Ungmenna kór. VIII. —kl. 6 e. h. — íslenzkar glímur, sýndar af nokkrum glímu- köppum frá leikfimisfélaginu “Sleipnir” í Winnipeg. IX. —kl. 7 e. h. — knattleikur— íslendingar á aðra hliðina, en hérlendir menn á hina. X. —kl. 9 e. h. — Dans á palli úti í skemtigarðinum. 1 minningarriti því, er gefið var út um 50 ára Landnámshátíðina, eru “Stuttar minningar þeirra, er stofnsettu Dakota - nýlenduna í Pembina-héraði 18Í78”, skrifaðar af Árna Magnússon. Vegna þess, að í þessum stuttu æfiágripum eru gefnir fæðingardagar ásamt helztu æfiatriðum, verða þeir teknir hér upp, þó að vísu sé búið að nefna nöfn þeirra flestra hér að fram- an og jafnvel minnast nokkuð ýt- arlega. “Séra Páll Þorláksson er fædd- ur í Húsavíkar kauptúni 13. nóv-. ember 1849. Foreldrar hans Þor- lákur Gunnar Jónsson o!g Henri- etta Lovísa, dóttir N. J. Níelsens verzlunarstjóra á Húsavík. Séra Páll útskrifaðist úr Latínuskólan- “Magnús Stefánsson er fædd- ur á Fjöllum í Kelduhverfi 1. desember 1853. Faðir hans var Stefán ólafsson, bróðir Ólafs Ólafssonar frá Espihóli, og móðir hans Anna Guðmundsdóttir frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi. 1873 flutti Magnús frá Kjarna í Ejafirði, vestur um haf. Hann fór með se'glskipinu Emma frá Akureyri, seint í ágúst, og voru 14 manns með í förinni. Var kom- ið til Q,uebec 6. október. Fór hann tíl Rosseau, Muskoka, Ontario, og ætlaði að hitta Ólaf föðurbróður sinn, sem fór með skipinu Queen frá Akureyri það sumar. En hann var þá kominn til Milwaukee í Wiscon/sin. Staðnæmdist Magn- ús í Muskoka um veturinn. En vorið eftir fór hann til Milwaukee. Haustið 1875 fór hann til Nýja íslands, með fyrsta hópnum, sem þangað flutti. Vorið 1878 var Magnús og Sigurður Jósúa Björns- son kosnir á fundi, sem haldinn var á Dvergastieini hjá Jóni Berg- mann, til að skoða land suður í Bandaríkjum, aðallega í Lincoln og Lyon héruðum í Minnesota, o'g sér Páll Þorláksson var foringi fararinnar. Var lagt á stað frá Gimli 27. apríl með gufubátnum Lady Ellen, og var haldið til Winnipeg.”— Eins og skýrt var frá í fyrstu, voru þeir Magnús Stefánsson og Sigurður Jósúa Björnsson fyrstu íslendingar, er settu rétt á land í Dakota, og eins og allareiðu hef- ir verið skýrt frá, fær Magnús Stefánsson heiðurinn af því, að hafa snúið hu'ga sér’a Páls vestur að |Pembinhæðunum alþektu. Eg hefi lesið frásögn Magnús- ar um þetta efni, eftir hans eig- in handriti, en sem eg hefi nú því miður ekki við hendina, en álít þó merkan þátt í þessari sögu. “Vorið 1880 nam Magnús land | í Garðarbygð, skamt þaðan sem Jón Bergmann nam sitt land, og bjó þar um nokkur ár. Hann var 35 ár stöðugt í nýlendunni, og starfaði við verzlun i mörg ár. Hann var póstafgreiðslumaður á Mountatn um tímabil o!g lögreglu- maður í fleiri ár, og veigraði sér ekki við að handsama lögbrjóta, því kjarkurinn var mikill. Það er ekki hægt að skrá sögu Dakota- nýlendunnar réttilega, nema að minnast á Magnús og það tölu- vert mikið, sérstaklega yfir frum- býlingsárin, þegar mesti reið á dugnaði og kjarki. Hann var heiðursgestur á 50 ára afmæli bgðarinnar. Magnús er tvígiftur, fyrri kon- an var Valgerður Jónsdóttir Bergmann, systir séra F. J. Berg- manns; hún dó árið 1883. Seinni kona Magnúsar er Ólöf dóttir Sigfúsar Ólafssonar, ;föðui*bróð- ur séra Carls J. Olsons. Heimili Magnúsar er í Climax, Sask. Þar hefir hann unnið við verzlun í fleiri ár.” “Sigurður Jósúa Björnsson frá Bæ í Dalasýslu, flutti vestur um haf 1874 og fór til Kinmount, Ontario. Haustíð 1875 flutti hann til Nýja íslands. Vorið 1878 fór han^ í landskoðun suður í Bandaríkin með Magnúsi Stef- ánssyni og þeim félögum, eins og sagt er frá hér að framan. Hann nam land stutt fyrir austan Akra með forkaupsrétti (pre-emption). Álrið 1879 eftirléti hann Sam- syni Bjarnasyni landið, og það sama ár tók Sigurður annað land í Akra-bygð, mílu og kvart austur frá Hallson, rétt vestan við djúpt drag, sem liggur norður í Tungá, og liggur það drag í ge!gn um part af landnáminu. Þjóðvegur- inn austur frá Hallson liggur í gegn um landið. Veturinn 1881 gekst Sigurður fyrir þvi, að tivö pósthús voru sett í bygðinni, annað í “Vík” en hitt hjá honum sjálfum. Bæði pósthú|sin voru um vorið 1881 sett á fót, annað í Yík — Mountain pósthús — en hér sunnarlega í nýlendunni, til að velja nýlendusvæði fyrir ls- lendinga í vesturparti Canada. Stuttu eftir fundinn fór Sigurð- ur í landskoðun og skoðaði sig um í British Columbia, oj£ leizt hvergi vel á sig fyrir nýlendu- stofnun. Á austurleið kom hann til Calgary í Alberta héraðinu og hitti þar Ólaf Guðmundsson frá Little Salt, Dakota, og ráðlagði hann Sigurði að skoða landið við Red Deer ána. Varð það úr, og valdi Sigurður þar nýlendusvæði og flutti þangað seint í maí næsta á eftir og 11 fjölskyldur héðan úr nýlendunni. Sigurður var nokkur ár í Al- berta. Um nokkur ár var hann í Blaine, Washington. Hann fór heim til íslands til að skoða námuland, sérstaklega fyrir kola- námur. Hann var stutt heima. SigðurCur var tvígiíftiur; fyrri konan Elín Guðmundsdóttir, ætt- uð úr Dalasýslu, seinni konan Kristveig (Jóhannesdóttir. Sig- urður hafði fjölhæfar gáfur og lagði gjörva hönd á margt. Hann var fyrsti yfirsetumaður í ný- lendunni og fórst það vel úr hendi. Sigurður dó sunnarle'ga 1 Cali- fornia 1923 að sðgn. Hann má með réttu kallasti einn af braut- ryðjendum á innflutningsárun- um. Sjálfur gekk hann oft þröngvar götur og einstigi í efna- legu tilliti, eins og svo oft vill verða. Sigurður hefir verið hátt á átt- ræðisaldri þegar hann dó, eftir þeirra sö'gu, sem þektiu hann á íslandi. “Jóhann Pétur Hallson, er fædd- ur í Geldingaholti í Skagafjarð- arsýslu árið 1823. Hann flutti vestur um haf 1876 frá Egg I Hegranesi, og fór til Nýja ls- lands. Vorið 1878 fór hann og Gunn- ar sonur hans í landskoðun suð- ur til Dakota. Lögðu þeir á stað frá Gimli 30. apríl með seglbát, sem Samson Bjarnason átti. Þeir áðu nokkra daga í Winnipeg. Komu með séra Páli og Árna Þor- lákssyni til Pembina um 9. maí, því da'gbók Jóhanns Schrams ber það með sér, að Gunnar bróðir hans hefir skrifað honum frá Pembina 9. maí 1878. Eins og j sagt er frá hér á undan, lögðu| þeir allir á steð til landskoðun- j ar vestur að Pembina-hálsunum, og valdi Jóhann Hallsson sér land fyrir sunnan Tungá. Var j þar fagurt land, breitt belti af i eikarskógi með fram ánni beggja i megin og fagrar grassléttur sunnan við. Jóhann Schram fékk á því “pre- emption” rétt 22. september 1881. J. P. Hallsson setti heimilisrétt á land eina mílu fyrir vestan Hallson 15. febrúar 1882. Skýrsl- ur frá landskifstofunni í Bis- marck, sem hér eru við hendina, sýna jþetta hvorttveggja, en til skýringar skal geta þess, að Beaulieu Township var ekki mælt fyr en löngu seinna er Jó- hann Hallsson og þeir fluttiu inn. Akra Township var mælt, þegar fyrsti innflutningur hófst. Kona Jóhanns Hallssonar var Ragnheiður Pálsdóttir, en móðir hennar var Elín dóttir Halldórs Vídalíns á'Reynistað. Hún dó að Hallson 27. október 1897. Jó- hann var höfðingi í lund og stórtækur til hjálpar, þegar þess við þurfti. Hann unni sinni bygð mikið og var ótrauður að taka þátt í því er að framförum laut. Hann var víðsýnn og frjálslynd- ur í skoðunum. Hann var sann- ur brautryðjandi. Hann dó rétt fyrir kirkjuþingið, sem haldið var að Hallson seint í júní 1899 og var jarðsettur á meðan kirkju- þingið stóð yfir, að viðstöddu fjölmenni miklu. — (Framh.) Frá íslandi Si!glufirði, 23. ágúst. Ríkisbræðslan hafði í gærkveldi tekið á móti 92,000 málum. All- ar þrærnar fullar. Tekur nú að- eins samningskeýpta sild. Skip verða samt að bíða, því að mok- afli er. Reknetaveiði mikil og jöfn þessa vik. — Skemda af sólsuðu hefir orðið vart í síld- J inni. Órannsakað enn hve mikil j brögð eru að þeim. Óvenjulega miklir hitar hér undanfarna daga hafa orsakað skemdirnar. Erlendu skipin, sem veita utan landhelgi, eru nú sem óðast að fara heim, flest fullfermd. Godt- fredsensskipin hafa verkað 17,000 tunnur og hafa skipsmenn á þeim orðið að moka í sjóinn miklu síð- ustu daga, því aflinn hefir verið svo mikill, að þeir hafa ekki haft undan að verka. — Fjögur til fimm sænsk reknetaskip liggja hér búin til heimferðar. iSprettan er orðin allgóð org heyskapartíð hin ákjósanlegasta. Tekinn var hér fyrir ólöglega áfengissölu maður að nafni Elías Hólm, og dæmdur í 1000 kr. sekt. Barðinn strandar. Reykjavík, 22. ágúst. Um hádegi í gær var botnvörp- Þetta land, er Jó- ungurinn Barðinn á leið inn flóa hann valdi, er sex mílur austur og ætlaði til Akraness og taka þar frá Pembina-hálsunum og li'ggur fiskilóðs. En botnvörpungurinn við þjóðveg þann er liggur vest- tók niðri á “Þjóti”, skeri, sem er ur í gegnum ríkið. ! alllangt fram undan vitanum. Strax eftir landskoðunina fóru Brýtur sjó stöðugt á “Þjóti”, að þeir Jóhann og Gunnar af stað kalla má, nema þegar ládeyða er, ofan tól Nýja íslands, og komu j eins og var í gær þeir til Gimli 16. maí, og var Sig- J upður Jósúa með þeim. Slysið vildi til um ,háflóð. og sendi skipstjóri þegar skeyti til 24. maí leggur Jóhann Halls- j afgreiðslumanns skipsins hér í son á stað úr Nýja íslandi með Reykjavík, Þórðar óVafsonar\kau!^ gripina, og eru með honum Sig- manns, og fór fram á, að dráttar- urður Jósúa og Benedikt Bar- báturinn Magni yrði þe'gar sendur dal, og fóru þeir allir alfarnir j upp eftir til þess að reyna að ná úr Nýja íslandi. Daginn eftir,! skipinu út. En um tveim stund- 25. maí, lagði fólk þeirra á stað | um síðar var kominn mikill leki úr Nýja íslandi með seglbát Sam- að skipinu og höfðu dælur þá sonar Bjarnasonar. Og með gufu- vart eða ekki við. bátnum Manitoba fer fólkið til! Magni kom á strandstaðinn um Pembina frá Winnipeg. Þangað kl. 6. enn fremur botnvörpungur- er komið 5. júní. En 6. júní er inn Qyllir og mótorbátar frá Akra- fólk og farangur komið upp á nesi. Var í ráði að gera tilraun hæðir til Butler Olson, og var ti] að nú skipinu út á háflóði um haldið þar til, á meðan var verið J miðnæturbil. — Við stefni botn- að byggja á Hallsons landinu, vörpUngsins mun hafa venð^ sjo sem byrjað var 23. júní. Þann 6. júlí er flutt í hús Jóhanns, og j klettínum. um í Reykjavík 1871. Flutti vestur um haf 1872, til Milwaukee, Wis-1 hitt hjá Sigurði Coulee pósthús consin. Með honum voru í för En árið eftir lét Sigurður af póst- Haraldur bróðir hans og María J afgreiðslu. — Ájrið 18|84 mun kona Haraldar, Hans B. Thorgrím- Sigurður hafa flutt af landin og sen, sonur Guðmundar verzlunar- norður fyrir Hallson, og nokkru stjóra á Eyrarbakka; ólafur Guð- J þar á eftir flutti hann til Moun- Nefndir, sem störfuðu að und- irbiúningi (Júbll-hátíðariniiiar að Mountain 1928: — Hátíðarnefndin kosin af hinum ýmsu íslenzku bygðarlögum í N.- Dakota—i Frá/Gardar: John Johnson, J. K. Olafson, G. B. Olgeirson, Sig- mundur Laxdal, Gamalíel Thor- leifsson. — Frá Eford: Christian Geir, Valdi Olafson, Jón H. Hall- grímson, Magnulsi Jónasson, G. A. Kristjánsson. — Frá Moun- mundsson, sem getið er um í öðr- um þætti; Árnabjarni Guðmunds- son og Árni Guðmundsson, sem ílengdisb í Washington eynni, og fieiri ungir menn. Haustið 1872 byrjaði séra Páll að lesa guðfræði við prestaskóla hinnar þýzku Mis- souri sýnódu, í bænum St. Louis í Missouri. Þaðan útskrifaðist vor- ið 1875, og það sumar vígðist hann til prestis og gjörðist prestur ís- lenzks safnaðar, er hann hafði stofnað í Shauvano-héraði í Wis- consin. Hafði hann nokkru áð- ur stofnað þar íslenzka nýlendu. Hann hafði einnig norskan söfn- uð, er hann þjónaði samtímis ís- lenzka söfnuðinum. Haustið 1876, þegar stóri hópurinn frá íslandi fór til Nýja íslands, tók séra Páll sér ferð á hendur þangað, og var hann sendur í þann leiðangur af norsku sýnódunni til að líta eft- ir hag íslenzkra innflytjenda.” (Svo heldur Árni Magnússon áfram sögu séra Páls Þorláks- sonar mjög svipað því, sem seg- ir frá í fyrsta kafla þessara úti- tain og gjörðist þar ljósmæynda smiður. í marz 1888 var hann kosinn á fund, sem haldinn var voru 9 manns, sem í húsið fluttu Jóhann P. Hallsson og Ragnheið- ur kona hans; Jóhann Schram og Gunnar synir Jóhanns, Sigurður íPálsson fóstursonur Jóhanns, Gísli Egilsson og Ragnheiður kona Gísla með eitt barn, sem fæddist á hæðunum hjá Butler Olson, og Jón Hörgdal. Húsið var 14 fet á lengd og 12 á breidd og 5 feta ve'ggir upp að risi. Þefta land, er Jóhann P. Halls- son valdi sér, er austast í Beau- lieu bygð, í section 13. Margir hafa haldið, að hann hafi sjálfur sett rétt sinn á þetta land, en það er ekki rétt. Hann lét Jóhann Schram, son sinn, setja rétt á •hið svo kallaða Hallsons land, þar sem Hallson þorp stendur. . . . . i' A faðma dýpi, en afturhlutmn la a Skipið sást vel héð- an úr Reykiavík í sjónauka og var allmargt manna vestur í bæ og eins á Arnarhólstúni að horfa a það Björgunartilraunir urð a- rangurslausar. Um fjöruna var botnvörpungurinn allur á ka i aftur að brú og fyrirsjáanlegt, að hann mundi verða i kafi að mestu um flóðið. Kom það ogJ liós- _ Farangri skipverja varð bjargað, en tilraunir tii þess að bjarga veiðarfærum, báru engan 8,rsn^ur. .. qíAv^- Skipið var vátrygt hia S]óva- tryggingarféVagi ísVands. — Visiro _ Hvað á eg að gefa EVVu 1 afmæVisgjöf ? __ Gefðu henni bok. _ Hún á bók. MACDONALD’S Fitte Qtt Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. Ókeypis vindlingapappír ZIG-ZAG með hverjum tóbakspakka Ágætasta vindlinga tóbak í Canada

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.