Lögberg - 15.10.1931, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.10.1931, Blaðsíða 3
LöGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER 1931. Bls. 3. lí ▼ Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir böm og unglinga I þýði lians; það var eng’inn sá í því bygðarlagi, HEIMBOÐIÐ. Þegar Wessel var stúdent, var hann mjög fá- tækur og hafði lítið að bíta og brenna. Hann bjó því í litlu loftherbergi og hafði ekki ætíð ráð á að borða miðdegisverð. Justisráð nokkurt, sem bjó í kma húsi, kendi því í brjósti um hann og ásetti sér að bjóða honum að borða hjá sér mið- degisverð einn sunnudag. En af því að hann liitti ekki Wessel heima, skrifaði hann með krít á hurðina: ‘‘Undirritaður býður stúdent Wess- el að borða hjá sér miðdegisverð í dag. Justisráð N.” Wessel þáði boðið með gleði og neytti með góðri lvst hinna ágætu rétta og góða víns, sem fram var borið. Að lokinni máltíð kvaddi hann justisráðið og þakkaði innilega fyrir velgjörð- imar. Daginn eftir kom Wessel einnig til mið- degisverðar. Gekk þannig í viku og furðaði justisráðið sig mjög á þessu. Loks sagði justisráðið við Wessel: “Án þess að vilja móðga yður, kæri Wessel! langar mig til að spyrja yður, hvernig stendur á þessum miðdegisverðum. Mér fyrir mitt leyti þykir bkkert að því að þér komið til mín, en eg verð þó að halda, áð liér sé um misskilning að ræða, því að eg bauð yður að eins að borða miðdegis- verð á sunnudaginn vai*, en þér komið þrátt fyr- ir það á hverjum degi.” Wessel svaraði með miklum sakleysissvip: “Eg hefi komið á liverjum degi, af því að altaf hefir staðið skrifað með krít á hurðinni hjá mér: . ‘Undirritaður býður stúdent Wessel að borða miðdegisverð hjá sér í dag. Justisráð N.’, og eg hefi tekið með ánægju á paóti slíku.” “En það hefi eg sannarlega ekki skrifað,” svaraði justisráðið. “Jú, það liafið þér vissulega skrifað, og eg ber of mikla virðingu fyrir yður til þess að fara að þurka það út, sem þér hafið skrifað; þess vegna hefir það staðið á liurðinni og eg les það á hverjum degi.” Þá hló justisráðið oð mælti: “Þurkið þér bara út það sem á hurðinni stendur skrifað, en þér skuluð samt halda því áfram að koma.” — —Unga ísland. SÓLB A U GAR. Þeir eru mjög einkennilegir, sólbaugarnir, og samskonar baugar um itunglið. Baugarnir eru tvennskonar, stærri og minni, og verða til af óskyldum orsökum. Smærri baugarnir sjást, þegar móða er í loftinu. Þeir eru með daufum regnbogalitum og er ytri röndin rauð, en innri f jólublá. Baug- ar þessir sjást all-oft, en miklu sjaldnar um sólina en tunglið, og kemur það af hinni sterku birtu sólarinnar, sem yfii*gnæfir þá. Líti maður til sólarinnar í gegn um rykgler, sjást baugar þessir oft, þó að annars verði þeirra ekki vart. — Kringum tmiglið eru þeir kallaðir rosabaugar. Stærri baugarnir orsakast af geislabroti í smá krystöllum, sem í loftinu svífa og eru einn- ig venjulega með regnbogalitum, en þá veit rautt að sólinni en fjólublátt er yzt. Þessir baugar eru mjög skærir og fagrir á að líta, sjást þá oft ljósrákir út frá sólinni, bæði í lárétta og lóðrétta stefnu og einnig aðrir baug- ar. Þar sem bogarnir og hinar ljósrákirnar koma saman, verður mjög bjart, og nálega eins og að horfa í sólina sjálfa. — Þetta eru kallað- ar aukasólir. Stundum sjást að eins aukasólirnar og ekki baugarnir, eru þær þá ýmist fjórar eða tvær, og eru þá annað hvort í láréttri eða lóðréttri stefnu út frá sólinni. Þá er kallað að fari undan og eftir sól, gýll og úlfur. Þar um er orðtak- ið: “Sjaldan er gýll fyrir góðu, nema úlfur á eftir renni.” Stundum eru þetta ekki sólir, heldur bogastúfar. Einnig kemur það fyrir, að aðeins sér eina aukasól. Nærri má geta, hve ljómandi fögur sýn sú er, en því\miður er hún sjaldgæf og sést að- eins í mjög norðlægum löndum í apríl—júní- mánuðum. Baugar þessir sjást einnig um tunglið, en eru tiltölulega daufari. Þeir sjást helzt í des- ember og janúar. — Unga tsland. M AN STUf — Framh.. Tonni litli leit upp; himininn var hulinn vængjum, sem liægt og hægt liðu ofan til hans. Þar komu spóarnir heiman úr móunum, óð- inshanamir úr mýmnum, grátitlingarnir, sem áttu hreiðrin sín undir þakskegginu, dúfumar og smáfuglarnir úr kjarrinu og lævirkjarnir utan af ökram og engi. “Sæll, Tonni litli, sæll, komdu sæll! — við erum komnir til að fylgja þér. Sæll •— sæll! við fömm alveg að hliðinu. Þekkirðu okkur?” “Manstu hvað oft þú dreifðir brauðmolum út handa okkur? — Manstu hvað oft þú fanst hreiðrin okkar, en skemdir þau aldrei, og að þii barst út handa okkur korn, þegar fór að líða að jólunum? — Manstu? — Manstu?” — Suðan var svo mikil, að Tonni liafði ekkert ráðrúm til að svara. Hann sat fastur í söðli á Blesa sínum, hélt sér í faxið og horfði upp til þeirra, svo sæll og glaður í huga; um andlitið lék bjart og ánægjulegt bros. “Manstu! Manstu?’ ’ Fuglahópurinn kom nær og nær og um- kringdi hann loks alveg, svo að hann tók ekkert eftir að liann var farinn inn í þykkustu þoku- mekkina. “Manstu! Manstu?” Þegar fuglarnir þögnuðu, tóku ormarnir við: “Manstu! — manstu?” Dauðaþagnarinnar í geimnum gætti nú alls ekki né heldur draugslega þytarins í trjátopp. unum. “Manstu! — manstu?” Þegár allra dimmast var orðið tóku lævirkj- arnir að syngja: “Manstu! — manstu?” Og liann gleymdi alveg myrkrinu. Alt í einu sá hannbjart og fagurt ljós; þokan dreyfð- isit og hann sá tvö hlið, sem honum virtust ná til himins. Tonni kipti í Blesa sinn, því hann var nærri dottinn af baki, þegar liann sá að hann var kom- inn alla leið að dvmm guðs ríkis. Fyrir utan hliðin stóð gamall góðlegur maður; sá kinkaði kolli til Tonna og benti honum að koma nær. Þessi maður var sankti Pétur, sá sem gætir himnaríkis dyranna, og nú hringlaði í lykla- kippunum hans með hundrað lyklunum. Tonni brosti til hans, því nú var af honum öll hræðsla. “Jæja, þarna ertu þá kominn,” sagði gamli maðurinn stillilega, “kominn með alt þitt föru- neyti. Nú skal eg hjálpa þér af baki og líta dá- lítið yfir liðið. Þú veizt auðvitað, að eg er sankti Pétur, því þú liefir sjálfsagt tekið eftir lylklunum mínum. — Þarna er Blesi, þarna Lubbi, og þarna allar gæsirnar. Nei! sjáið allan þennan mikla fugla- fjölda. Og þarna koma brekkusniglamir, maurarnir og litlu ormarnir. Það vantar víst ekkert af þeim. Þú varst líka eins og keisari, sem er á ferð með allar sínar hersveitir. Veiztu Tonni litli, þegar börnin em góð við skepnumar, þá senda þær skuggann sinn að himnabrautinni til þess að bíða þar, og fylgja svo börnunum að hliðunum? Það eru tómir skuggar, sem þú hefir með þér, drengur minn, líttu við og þakkaðu þeim fyrir. Sjáðu til, þeir eru þegar að verða að engu. — Nú hafa þeir lokið starfi sínu. En gleðstu nú, því fyrir innan hliðin er þín beðið með ó- þreyju. Eg er reyndar vanur að yfirheyra þá dálít- ið, sem vilja fá hér-inngöngu, áður en eg hleypi þeim inn. En þeir sem koma gegn um skýin með ann- að eins föruneyti eins og þú, eru sjálfsagðir að komast inn. — Nú skal eg undir eins opna fvrir þér.” Tonni leit aftur fyrir sig, bak við hann lá veg- urinn, beinn og bjartur — langt fyrir neðan byltust skýin og þokumekkirnir. Dýrin liðu smátt og smátt út í geiminn og urðu að engu. Hann veifaði til þeirra hendinni, en leit aftur við, er hann heyrði lyklana hringla í skránni. Hann leit inn, og gleðin ljómaði af andliti hans — svo breiddi hann út faðminn og hljóp inn fyrir. Svo er sagan ekki lengri. — Við vitum öll, að það er yndislegt fyrir innan hliðin, en þeirri dýrð og sælu getur enginn maður lýst né sagt frá í nokurri bók. — Gullstokkurinn. AF HVERJU SJÓRINN ER SALTUR. 1 þorpi einu í Noregi, ekki langt frá sjó, voru fyrir mörgum öldum, bræður tveir, og var sá eldri vellauðugur. Hann átti stóra bújörð, fjölda fjár og víð- áfctumikið skóglendi. Hinn var aftur á móti svo fátækur, að hann átti ekki til næsta máls, svo það kom oft fyrir, að hann og kona hans urðu að fara svöng í rúmið á kvöldin. En þrátt fyrir fátækt sína, var yngri bróð- irinn alt af í góðu skapi og gladdist yfir vel- gengni annara, þar sem hinn var svo ágjarn og vondur í sér, að hann unni engum góðs. Ekki einu sinn á stórhátíðum, þegar allir nábúamir settu grautarskál út fyrii1 bæjarvegginn handa góðu álfunum eða stráðu korni út handa fugl- unum, kom honum ekki til lragar, að láta neitt af hendi rakna. Það var eitt aðfangadagskvöld jóla, að fá- tæki bróðirinn kom til hans og bað hann að hjálpa sér um eitthvert lítilræði, svo að hann og konan sín gætu einu sinni borðað sig södd. Eldri bróðirinn varð æfa reiður og sagði: “Ef að þú gerir það sem eg heimta af þér í staðinn, skaltu fá heilt svínslæri reykt, sem hangir uppi í eldhúsinu! ’ ’ Nú var liangikjöt uppáhaldsréttur manns- ins, svo hann gat ekki stilt sig um að lofa þessu með því að hann ímyndaði sér, að ekkert gæti verið varhugavert við það. Bræðurnir gengu nú báðir í eldhúsið, og sá eldri tók ofan stórt svínslæri og fékk liinum. “Taktu við,” sagði hann, “lærið er vel reykt og svo stórt, að þið getið oft fengið saðningu ykkar af því, ef þið neytið þess í hófi. En nú heimta eg af þér, að þú farir og sýnir risanum í Harrungerfjöllunum lærið áður en þú ferð heim með það, því þú mátt ekki borða það, fyr en liann er búinn að sjá það.” Þegar fátæki bróðirinn heyrði þetta, féll lionum allur ketill í eld, því það var enginn leikur, að hætta sér upp í Harrunger-fjöllin. 1 stórum helli bjó þar risi einn alræmdur og ill- er þorði að leggja einn upp til fjallanna. Hinn illgjarni bróðir liélt, að sá yngri mundi falla í hendur risanum, og aldrei eiga afturkvæmt, og hann sjálfur þá ekki framar hafa þyngsli af honum. Fátæki bróðirinn skildi undir eins hvar fisk- ur lá undir steini, og varð fölur af ótta, en áleit samt skyldu sína að efna loforðið; hann svar- aði því hiklaust: “Eg hefi lofað að ganga að kostum þeim, er þú settir mér, og mun efna það loforð, en verði eg fyrir einhverju slysi, er þér um að kenna.” “Láttu þig það engu skifta, eg mun sjálfur bera afleiðingamar,” sagði hinn hæðnislega; “en hafðu þig nú sem fljótast í burt!” Yngri bróðirinn tók nú lærið og labbaði af stað án þess að líta við eða segja meira.. Hann bar þá von í brjósti, að geta möð hvggindum leikið á óvættina, svo þeir ynnu sér ekki mein. Nú gekk hann lengi um hæðir og hóla, hraun og hrjóstur, þangað til hann kom að sjálfum Harrunger-fjöllunum. Hjá einu fjallinu stóð gamall maður með grátt skegg sítt, og hjó við. “Hvaðan kemur þú, og hvert ætlar þú?” spurði liann hinn þreytta vegfaranda. Mig langar til að sjá einu sinni Harrunger fjöllin; eru þetta þau?” “ Já, þetta eru þau,” ansaði karlinn. ‘‘En í hellinum þarna er tröllkarl einn mikill og hyski hans, er það ilt viðureignar og skalt þú fara varlega.” “Því miður get eg ekki komist hjá því, að heimsækja tröllin,” svaraði hinn fátæki maður, “en eftir að vita livernig mér tekst að komast úr klóm þeirra.” “Mér geðjast vel að þér,” mælti öldungur- inn, “og eg mun reyna að hjálpa þér, svo þú verðir ekki óvinum mínum að bráð. Þegar þú kemur inn í hellinn, munu þeir fala af þér svíns- lærið, því hangiket er uppáhaldsfæða þeirra. Það er mitt ráð, að þú látir þeim eftir ketlærið, en lieimtir eitthvað að launum.” “Hvað ætti eg að heimta í staðinn, láti eg lærið í burtu, verð eg og konan mín að deyja úr hungri.” “Risinn te'kur heldur ekki við gjöfum,” seg- ir karl, “því lian ner drambsamur og mikillát- ur. Hann mun segja þér að kjósa eitthvað að launum fyrir ketið, og skaltu þá kjósa gömlu kvörnina, sem stendur á bak við hurðina. Eg skal svo síðar kenna þér að nota hana. — Þú mátt trúa orðum mínum, kvörnin er mikils virði og eg get ekki vitað hana í eigu þessa. illþýðis, sem mér er svo mikil skapraun að. ’ ’ Fátæki maðurinn gekk nú að hellinum, sem leið lá og hitti tröllin, sem þyrptust að honum til að skoða svínslærið, og vildu óðara fá það hjá honum. En hann svaraði djarflega, að það væri ekki svo go.tt fyrir sig að láta lærið, því hann væri á leiðinni með það heim til sín, og ætlaði að gefa konunni sinni það til jólanna. “Eg ætlast ekki til að fá það fyrir ekki neit,” sagði risinn, “við eram engir betlarar, en okkur hefir svo lengi langað í hangiket. Hvað viltu fá fyrir lærið?” “tJr því að vkkur er þotta svo mikið áhuga- mál,” sagði hinn fátæki, “held eg að eg verði að láta ykkur lærið eftir. Eg heimta ekki annað í staðinn, en gömlu kvörnina, sem stendur þama á bak við hurðina. Konuna mína hefir lengi langað til að eiga slíka kvörn, eg get gefið henni hana í staðinn fvrir svínslærið.” “Hvað ætlar þú að gera með kvarnarræfil- inn?” svaraði itröllkarlinn, “hún er bráðónýt og einskis virði í samanburði við blessað hangi- ketið.!” “Annað hvort verðið þið að lát-a mig hafa kvörnina, eða eg fer heim með svínslærið mitt”, svaraði hinn. “Konan mín hefir allan okkar búskap óskað sér að eiga svona kvöm, og kon- urnar mega æfinlega til að fá alt sem þær vilja, þannig liefir það altaf verið og verður altaf, meðan heimurinn stendur.” “ Jæja,” sagði risinn, “það er ekki um ann- að að gera, þetta hefir alt af verið svona, og því er ekki unt að breyta, farðu þá með kvarnar- ræfilinn, þó þú hafir aldrei nein not af henni; mig langar svo mikið í ketið, að eg er ekki með sjálfum mér. ” “Svona erum við líka,” sögðu hin tröllin, sem enn þá þyrptusit utan um fátæka manninn, og Stöi ðu á svmslærið graðugum glymunum. Komdu með lærið og taktu kvörnina,” sagði tröllkarlinn illilegur á svip, “og liafðu þig svo af stað, því við viljum enga ókunnuga hafa hér. ’ ’ Maðurinn tók kvömina, fékk tröllinu lærið og flýfcti sér sem mest hann mátti frá hellinum, því það var alls ekki laust við að hann væri* dá- lítið smeikur. . Þegar hann kom út, var þar fyrir karlinn með hvíta skeggið. ^ arð hann glaður við, þeg- ai hann sá kvörnina, og sýndi lionum hvernig ætti að mala í henni. “Ef þú fer svona að,” sagði hann, “getur þú fengið hinar ljúffeng- ustu kræsmgar, og skaltu svo, þegar þú hefir fengið nog, snua handfanginu í norður, og mun hún þá hætta að mala. Flýttu þér nú frá hell- inum, því vel getur verið, að tröllin sjái eftir kaupunum, og ertu þá illa farinn.” (Framh.) PROfESSONAL CARDS v DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Offlce tfmar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. lalenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. p. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimlli: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFÁNSSON islenzkir lögfræOingar á. öBru gðlfi 325 MAIN STREET Talsfmi: 24 963 Hafa einnig skrifstofur aB Lundar og Gimli og eru þar aB hitta fyrsta miB- vikudag f hverjum mánuBi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tfmar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. talenzkur lögfrœOingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka Bjúkdöma.—Er aS hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talsími: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaOur 910-911 Electric Railway Chambem. Winnipeg, Canada Sfmi 23 082 Heima: 71 753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Hetmili: 403 675 Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 202 Medlcal Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er aB hitta fr& kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimill: 806 VICTOR ST. Sfmi: 28 180 G. S. THORVALDSON BA, LL.B. LögfrœOingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœOingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Til viStals kl. 11 f. h. U1 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinu 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi: 28 840 Heimilis: 46 054 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgB af ÖUu tagi. Phone: 26 349 A. C. JOHNSON 907 ConfederaUon Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aB sér aS ávaxta sparif* fðlks. Selur eldsábyrgS og bif- reiSa ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraS samstundls. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BLDG, WINNIPEG Phone: 24171 DR. A. V. JOHNSON lslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG, WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Sfmi: 23 742 HeimiUs: 33 328 Björg Frederickson ÍEcacfjer of ttje fPíano Telephone 34 785 *' FOXTROTTAR” (?) í hinum daglegu grammófón- hljómleikum útivarpsins, kemur það að jafnaði fyrir, að þulurinn kemst að orði á þessa leið: ‘‘Næst verður útvarpað tveimur foxtrott- um.” títvarpshlustandi fyrir auist- an, sem ekki er kunnugur í heimi hljómlistarinnar, misheyrðist nafn þetta. Manninum lék forvitni á að fá vitmeskju í málinu. Hann sendi því isvolátandi fyrirspurn til útvarpsins: Hvað eru þessir “hrossskrokkar”, sem þið alt af eruð að útvarpa á kvöldin.? — Mgbl. BÆTTAR SAMGÖNGUR. Aldrei mun hafa verið jafnmik- il umferð um vegina milli Norður- lands og Suðurlands eins og í sumar. Hafa bílar stöðugt verið á ferðinni, end hefir það hjálpað til, hvað tiðin hefir verið 'góð og vegir þurrir. Til diæmis um það, hvað samgöngur hafa batnað, síð-^ an bílferðir hófust, má geta þess, að stundum í sumar, var Morgun- blaðið komið norður í Langadal sama daginn og það kom út. — G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 91 FURBY ST. Phone: 36 187 VlBtalfl tfml klukkan 8 tll 9 aS morgnlnum A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lfkklstur og annast um út- farlr. Allwr útbúnaSur sá bestl Ennfremur selur hann allskonar mlnnlflvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Helmllis talsfmi: 58 302 DRAUGAGANGUR 1 ÁRÓSUM. 1 Árósum á Jótlandi hefir það vakið mikla eftirtegt, að íbúarnir í húsi einu hafa orðið varir við svo magnaðan draugagang, að þeir hafa blátt áfram orðið að flýja húsið. Draugágangurinn lýsir sér aðallega í því, að allskonar högg og slög heyrast um alt húsið. — Kona ein, :sem átti heima í húsi þessu, var fyrir nokkru á gangi upp stiga í húsinu, er hún alt í einu heyrir þau högg og gaura- gaifg, að hún verður svo skelkuð við, að hún dettur í stiganum og meiðir sig hættulega. önnur kona, sem í húsinu bjó, var orðin svo sturluð af hræðslu, að flytja varð hana á heilsuhæli. Einkennilegt er, að ekkert ber á gauragangi þessum á næturn- ar, að eins á daginn. Mælt er, að miðill einn hafi átt heima í húsi þes'su fyrir nokkru. — Mgbl. — Þessi steik er einkennileg á bra'gðið. — Já, eg gleymdi smjörinu, svo að eg varð að steikja kjötið í andlifcsáburði mínum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.