Lögberg


Lögberg - 15.10.1931, Qupperneq 4

Lögberg - 15.10.1931, Qupperneq 4
Bls. 4 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER 1931. Xögtjerg Gefið út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Oor. Sargent Ave. og Toronto St. | Winnipeg, Manitoba. ; Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor ■ Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 ; Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lbgberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” is printed and publlshed by ; The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnípeg, Manitoba. Hœkkandi tollar enn Þrátt fyrir það, þótt sterlingspnndið hafi fallið í verði, hefir Mr. Bennett samt sem áður hækkað innflutningstollinn á hrezkum vörum hingað til lands; vægast sagt, verður ekki ann- að séð, en að þetta nýja tiltæki forsætisráðherra vors, eigi harla litlum vinsældum að fagna; nær þetta að nokkru til allra flokka jafnt. Einna á- kveðnust mótmæli koma þó úr þeirri áttinni, ef sízt mæti ætla, eða frá einu aðalmálgagni íhalds- flokksins, blaðinu Ottawa Journal; telur blað þetta hér vera um eitthvað undrunarvert óstýri- læti að ræða, er sízt verði réttlætanlegt, er tek- ið sé tillit til þess, hve óvenjulega sé þröngt í búi á Bretlandí, jafnframt því, sem vafi leiki á, hvort hið nýja mat á verðgildi brezkra vömteg- unda, er hingað berast, sé lögum samkvæmt, eða réttlæti hækkaðan innflutningstoll; blaðið mótmælir stranglega þessum aðföram stjómar- innar, 0g telur þær neytendum , éða þeim, sem vöiuna vildu kaupa, mjög í óhag, þótt á hinn bóginn bendi sitthvað til þess, að með þessu sé lagður grundvöllur að nýrri auðæfasöfnun fyr- ir nokkra útvalda, canadiska menn, er ekki muni slá við því hendinni, að færa sér í nyt fjárhagslega kreppu hinnar brezku þjóðar. Áður en þessi nýja tollhækkun gekk í gildi, nam innflutningstollur af tollskyldum, brezkum vörum, því sem næst tuttugu og átta af hundr- aði; nú er svo komið, að hér er í rauninni um lítt yfirstíganlegan Kínamúr að ræða, er í mörg- um tilfellum má telja hliðstæðan hreinu 0g beinu aðflutningsbanni. Þetta nýja afrek sambandsstjómarinnar, hlýtur að mælast þeim mun ver fyrir, sem vit- anlegt er, að hér var Öldungis farið á bak við fólkið, og tollhækkuninni hmndið í framkvæmd með stjómarráðssamþykt einni. Það er svo sem ekki verið að spyrja fólkið, eða hina kjömu fulltrúa þess ráða; nei, 0g aftur nei! Stjóraar- ráðsamþvktirnar eiga að nægja. Meðan svona hagar til, getur ekki hjá því farið, að endalaus óvissa hvíli yfir viðskiftalíf- inu; ein ráðstöfunin í dag 0g önnur á morgun; engin festa í neinu. 1 síðustu sambandskosningum, virtist Mr. Bennett finna mjóg sárt til þess, hve margt gengi á tréfótum í canadisku þjóðlífi, og þá ekki hvað sízt það, hve tilfinnanlega skorti á æski lega festu í viðskiftalífinu; vafalaust hefir hann haft mikið til síns máls; úr flestu því, sem af- laga fór, ætlaði hann skjótt að bæta. En hvem- ig hefir honum þá tekist til? Glundroði í tollmál- unum mun, sjaldan hafa verið átakanlegri, en einmitt nú; canadiski dollarinn hefir fallið stór- kostlega í verði; framleiðsla bóndans 0g fiski- mannsins hefir líka fallið í verði; þó munu kosn- ingaloforð Mr. Bennetts hafa fallið flestu öðra fremur mest í verði. Einkennileg afátaða Emily Murphy, dómari í Edmonton, flutti ekki alls fvrir löngu ræðu í Kiwanis félagi Vest- ur-Torontoborgar, þar sem meðal annars var þannig l^omist að orði: “Yið erum óðfluga að þokast í áttina til almennrar þjóðnýtingar, og með því að grafa ræturnar undan því fram- kvæði, er bygt hefir þetta land.” Ekki verður það til nýlundu talið, þó þeir. sem alt annað en vinsamlegir eru í garð þjóð- nýtingar, láti sér þau orð um munn falla, að með því fyrirkomulagi sé verið að grafa ræt- urnar undan frumkvæði einstaklingsins á sviði' athafnanna; dæmin era svo að segja hvarvetna við hendina. Hvernig hefði verið ástatt í Ontario-fylki í dag, ef menn eins og Beck, Spence og Ellis, hafðu ekki liaft kjark til þess að slíta af sér fjötra æfagamals vana, stofnað hið volduga orku- kerfi fylkisins, og þjóðnýtt það almenningi í . - i.__________ ,.... ....————— hag ? Spurningunni er fljót svarað. Fólkið hefði búið við hina hefilegustu einokun, enn þann dag í dag. Nákvæmlega sömu söguna hafa íbú- ar Winnipegborgar, og reyndar Manitobafylkis í heild, að segja; þeir eiga það sínum framsýn- ustu mönnum að þakka, að í stað þess að búa við kúgandi einokun, njóta þeir nú ódýrari orku, en viðgengst annars staðar á bygðu bóli. Þegar um persónulegt framkvæði var að ræða, var í rauninni við það átt, að starfa með persónulega hagsmuni fyrir augum, safna per- sónulegum auðæfum, hvað svo sem almenningi leið; slíka stefnu töldu forvígismenn þjóðnýt- ingar skaðlega þjóðfélagsheildinni, og hefir samtíðin þegar svo afdráttarlaust sannað rétt- mæti skoðana þeírra og staðhæfinga, að ekki verður lengur um vilzt. Þeir, er svo líta á, að þjóðnýting nemi á brott persónulegt framkvæði einstaklingsins, vaða óhjákvæmilega í villu og svíma. Þjóðin canadiska starfrækir umfangsmesta jámbraut- arkerfi í heimi. Mundi nokkur einasti maður dirfast að láta sér þau orð um munn fara, að Sir Henry Thomton hefði fyrirfarið sínu per- ■sónulega frumkvæði, með því að takast á hend- ur framkvæmdarstjórastarf við slíka stofnun? Sennilega ekki. Þær stofnanir, sem þjóðnýttar eru, þurfa vitanlega engu síður á persónulegu frumkvæði að halda, en hinar, sem starfræktar eru fáum einstaklingum í hag, og verða þess engu síður aðnjótandi, nema betur sé. Innan vébanda þjóð- nýtingarstefnunnar, er oft og einatt að finna þá beztu menn, er þjóðirnar eiga á að skipa, og þess vegna hafa stofnanirnar blómgast og náð víðtækum framföram. Þessu til fylztu sönnun- ar, nægir að benda á ný á orkukerfi Ontario- fylkis, sem og hið fræga orkukerfi Winnipeg- borgar. Sigling um Fort Churchill Almennan fögnuð vöktu þau tíðindi hér í landi, og þá ekki hvað sízt í Sléttufylkjunum, live vel hefði tekist til um fyrsta komfarminn, er fluttur var frá þessari nýju, canadisku höfn áleiðis til Bretlands; ferðin gekk ákjósanlega, og skipstjórinn á Farnworth lét hið bezta yfir höfninni og siglingaleiðinni yfrleitt. Spáir þetta góðu fyrir Fort Churcill í framtíðinni. Næst ár má óefað gera ráð fyrir feiknamikl- um kornflutningi frá Fort Churchill til brezku eyjanna; að skipin fari fullfermd frá ströndum þessa lands, verður vitanlega ekki dregið í efa. Eigendur slíkra skipa sætta sig þó sennilega ekki sem bezt við það, að þau sigli tóm aðra leiðina, eða flytji steina fyrir brauð. Samt getur mað- ur tæpast varist þeirri hugsun, að þannig geti auðveldlega farið, ef núverandi útilokunar, eða bannstefna gegn brezkum varningi hingað til lands, helzt lengi við lýði. Viturleg uppáátunga Mr. R. F. Paine, skrifaði nýverið ritstjórn- argrein í blaðið San Francisco News, þar sem hann gerir þá uppástungu, að Bandaríkin gefi upp allar skuldir sínar við erlendar þjóðir, er frá heimsstyrjöldinni miklu stafa. Fyrir þetta telur hann greitt að fullu, ef allar þjóðir heims játist undir það, að hæta ekki einni einustu smá- lest við herflota sína næstkomandi fimm árin, né heldur stofna til aukinna vígvarna á öðrum sviðum. Svo má heita, að flest sé.enn á huldu um það, hverjum augum að ameríska þjóðin kann að líta á mál þetta, hve hliðholl hún kann að vera uppástungu Mr. Paine ’s, eða það gagnstæða; þó mun það ekki öldungis úr vegi, að líta §vo á, sem gjaldfrests tiliaga Mr. Hoovers hnígi að einhverju leyti í svipaða átt, þótt þar væri að- eins um eitt ár að ræða til þess að byrja með. Stríðsskuldirnar eru flestum þjóðum einn hinn örðugasti þrándur í götu fyrir fjárhags- legri viðreisn; þetta er þeim farið að skiljast æ betur og betur með hverju líðandi ári. Gæti uppg’.jöf stríðsskulda til þess leitt að koma mann- kyninu aftur á nokkurn veginn réttan kjöl í fjárhagslegum skilningi, ætti ekki að verða í það horft, að strika þær út tafarlaust, Ríði ameríska þjóðin, samkvæmt uppástungu Mr. Paine’s, þar á vaðið, mun nafn hennar blessað verða af öldum og óbomum langt fram í kom- andi tíð. Rt. Hon.-Philip Snowden Þess var fyrir skömmu getið hér í blaðinu, að núverandi fjármálaráðgjafi Breta, Rt. Hon. Philip Snowden, myndi ekki framar leita kosn- ingar til neðri málstofunnar, og er það nú kom- ið á daginn. Nýjustu símfregnir frá London herma, að Mr. Snowden verði innan skamms hafinn til lávarðstignar. Arangur erfiðisins Oft hættir manni við að örvænta um árangur erfiðis síns. Það má 0g vera, að vér sjálfir fá- um aldrei að sjá árangur erfiðis vors; og þá hættir oss við að fyllast þunglyndi og amasemi. En þótt vér sjáum lítinn árangur og fyllumst harmi út af því, þá er engan veginn sagt, að á- rangurinn sé enginn. Ef til vill er árangur erf- iðisins geymdur síðari dögum; ef til vill verða aðrir menn hans aðnjótandi, eftir að vér erum dauðir, og höfum vér þá sannarlega ekki til einskis Kfað. Ef til vill er oss sjálfum geymd- ur árangur stundar-erfiðisins hér, þar til í öðru lífi, og er ]>að unaðsrík tilhugsun. Það var heilsusamlegt orð, sem postulinn ritaði safnaðarfólkinu í Korinþuborg: “Þess vegna, mínir elskulegu 'bræður, verið fastir, ó- bifanlegir, sí-auðugir í verki Drottins, vitandi að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drotni. ” Vér fengjum miklu oftar að sjá árangur erfiðis vors, ef vér hefðum augu og hjörtu opin fyrir honum. NoTckur dœmi. Það var einu sinni prestur. Hann var orð- inn roskinn maður. Það fór að sækja á hann þunglyndi. Honum flanst alt erfáði sitt, öll viðleitni sín—alt hafa verið árangurslaust. 1 þessu hugaraástandi var liann oft, þá hann bað til Drottins. Eitt kveld fékk hann boð að koma þegar upp í spítalann; þar væri deyjandi mað- ur, sem vildi ná tal,i af honum. Hann fór og fann aðframkominn mann. Hann þekti hann, þó nú hefði hann lengi ekki séð hann. Hann hafði fyr- ir mörgum áram búið hann undir fermingú. Nú langaði manninn til þess að halda um hönd síns gamla fermingarföðurs og lesa með honum gÖmlu bænirnar, þar sem dauðinn stóð nú við rúmstokkinn. Þfegar presturinn kom heim til sín, féll hann á kné 0g bað Guð að fyrirgefa sér. Erfiði hans í Drotni liafði ekki verið árangurs- laust. Einum manni varð það léttara, að deyja, vegna þess að hann hafði lifað og gert sitt bezta. Það var einu sinni gömul kona. Hún var einstæðingur og ekkja. Börnin hennar bæði vora gift, flutt burt og orðin rík. Gamla kon- an bjó ein í foma húsinu. Henni fanst, að jafn- vel börnin hefðu gleymt sér, þó þau vildu verá henni góð og sendu henni oft gjafir. Henni var farið að finnast, að raunar hefði hún til einskis hfað, alt sitt fyrra erfiði hefði verið á- rangurslaust, 0g hún varð amalynd, gamla kon- an. Svo var það einn dag, að hraðboði kom að dyrum hennar, sendur að sækja hana til dóttur hennar. Maður dótturinnar hafði skyndilega dáið af slysi, og dóttirin gat þá engu orði upp komið, öðru en “mamma, mamma!” Eftir jarðarförina vildi dóttirin ríka hvergi vera með bamið sitt litla nema heima hjá mömmu. 0g gamla konan bað nú Guð að fyrirgefa sér, og hún lofaði Guð fyrir það nú, að erfiði hennar í Drotni hafði ekki verið árangurslaust, þegar hún áður fyr, í frumbúa fátæktinni, barðist fyrir börnum sínum og kendi þeim ungum að biðja: “Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi.” Það var einu sinni kaupmaður. Hann var hniginn að aldri. Það hafði gengið af honum fé á erfiðum árum. Hann sá engin ráð að halda áfram. Alt var að fara. Og nú vakti hann um nætur og hugleiddi það eitt, að alt erfiði lífsins væri árangurslaúst. Eicn morgun kom maður inn til hans á skrifstofu hans, hallaði á eftir sér hurð að staf, gekk að borði kaupmannsins, tók í hönd lians og mælti: ‘ ‘ Minn gamli vel- gerðamaður, nú þekkir þú mig víst e'kki. Eg er maðurinn, sem þú tókst að þér fyrir mörgum árum, þegar aðrir snera baki við honum, vegna, óhappa hans. Þú gafst mér fé til að komast til fjarlægra stöðva og leita gæfunnar að nýju. Hefði það ekki verið fyrir tiltrú þína og góð- vild, hefði eg orðið að ræfli, en hamingja þín 0g fyrirbænir fylgdu mér. Nú er eg orðinn auðug- ur maður, og er kominn til að launa þér með öllu, sem eg í, velgjörð þína, þá er þú auðsýndir mér í raunum mínum.” Og gamli kaupmaður- inn komst við. 1 svefnhúsi sínu það kveld, bað liann Guð að fyrirgefa sér vanstillingu sína, og lofaði Drottinn fyrir það, að erfiði sitt hefð? ekki verið árangurslaust. Eina sögu sagði Jesús umþað, að erfiði manns . hér í lífi verði ekki árangurslaust. Sagan er, orðrétt, á þessa leið: “Hinn fátæki dó, og var borinn af englum í faðm Abrahams.” B. B. Jt—Sameiningin. ÞETTA ER EKKI ALGENGT KAFFI — HELDUR SAMBLAND AF ÚRVALS RÆKT — OG MEIRA EN SAMSVARAR VERÐINU. Síðan um aldamót, hefir Mr. Snowden talist til hins óháða verkamannaflokks á Bretlandi, og verið einn af hans mestu áhrifamönnum; er hann af mörgum talinn einna merkastur fjár málafræðingur, þeirra, er nú eru uþpi. Gegndi hann fjármálaráðgjafaembætti í verkamanna- ráðuneytunum báðurn, er Mr. Ramsay MacDon- ald veitti forastu, og nú síðast í hinni þjóðlegu stjóm, eða samvinnustjóm. Verði sú stjórn ofan á í kosningum þeim, er fram fara á Bret- landi þann 27. þ. m., sem líklegt er að verði, á hún sér góðan hauk í homi í efri málstofunni, þar sem Mr. Snowden er, eftir að þing kemur saman. Blue Ribbon Limited WINNIPEG CANADA Bókmentafélagið Rit þess 1931 eru nú komin fyr- ir nokkru. Þau eru þessi: Skírn- ir, Annálar, íslenzkt fornbréfasafn og ein útlend bók: Stærðfræðin, eítir A. N. 'Whitehead. Hefir dr. Guðm. Finnbogason snúið henni á íslenzku. Má sjálfsagt gera ráð fyrir, að mörgum finnist slíkt rit eiga heldur lítið erindi til íslenzkr- ar alþýðu. Eins og kunnugt er, hefir nú verið ákveðið, að láta niður falla útgáfu Fornbréfasafnsins (með lokum 12. bindis), en hefja í þess stað útgáfu æfisagnarits íslenzkra manna. Er þar vafalaust um hið mesta merkisrit að ræða, en ýmsir munu þó sakna Fornbréfasafnsins, enda komu fram á síðasta ársfundi Bókmentafélagsins eindregin til- mæli í þá átt, að úbgáfunni yrði haldið áfram. “Annálar” flytja að þessu sinni Kjósarannála, Hestsannála og upphaf Hítardalsannála. — Hefir dr. Hannes Þorsteinsson séð um útlgáfu annálanna og ritað fróð- legar athugasemdir við þá alla, bæði í formála og neðanmáls jafnóðum. Framan við Hítardals- annála er birt ágrip af æfisögu Jóns próf. Halldórssonar, sem að dómi dr. H. Þ. “er tvímlalaust hinn langmerkasti 0g afkastamesti íslenzkra sagnaritara meðal sam- tíðarmanna sinna. Hann ber þar svo langt af, að annara gætir lít- ið í samanburði við hann.” — Hefir fátt eitt verið um Jón pró-i fast ritað og miklu minna en verð- ugt væri. “Það, sem hér fer á eft- ir um æfi séra Jóns,” segir dr. H. Þ., “þræðir einskonar meðalveg milli stiuttaralegs æfiágrips og fullkominnar, ítarlegrar æfi- sögu, þar sem öll fáanleg gögn eru tekin til rannsóknar og athug- unar og starfsemi mannsins út á við og inn á við sem embættis- manns og fræðimanns lýst ná- kvæmlega, eftir því sem frekast eru föng til, en ef tál vill verður slíkrar heildarsögu um hinn lærða Hítardalsprófast og bókmentaaf- reka hans enn langt að bíða. Skírnir er að jafnaði skemtilegt rit og fróðlegt og svo er enn. 1 þessu hefði eru margir góðir rit- höfundar og kunnir menn á ferð: Dr. Finnur prófessor Jónsson rit- ar um “Handrit og handritialest- ur og útgáfur”, fróðlega grein. Aðra ritgerð á hann þarna um “Latínuskólann 1872—1878”. Rit- gerðin er skemtileg, en ekki alls- kostar vinsamleg í garð sumra kennara skólans, einkum Halldórs Kr. Friðrikssonar og dr. Jóns Bjarnasonar, síðar prests í Vest- urheimi er eitthvað kendi höf. í 1. bekk. — Virðist dómurinn um J. B. oidungis fráleitur, ekki sízt um mentun hans, því að um hana hefir piltur í fyrsta bekk Latínu- skólans væntanlega ékki verið bær að dæma. Halldór Kr. Frið-2 riksson hefir víðar orðið 'fyrir aðkasti sem kennari, og má vel vera, að hann hafi verið ranglát- ur í garð sumra pilta, og er því ekki bót mælandi. En hann var merkilegur maður fyrir margra hluta sakir, ekki sízt fyrir trygð- sina við Jón Sigurðsson. Oddur Oddsson ritar um “Kaup- staðarferðir 1880—1890”. Er þar lýst “Bakkaferðum” (þ. e. Eyr- arbakka) austan yfir Þjórsá. Er greinin liðlega skrifuð og segir frá ferðavolki sveitamanna, er hvorki var til vegarspotti að heit- ið gæti, né brú yfir nokkurb vatns- fall. Þá er og lýst viðtökunum á “Bakkanum”, verzlunarháttum og öðru. Einar Arnórsson prófessor skrif- ar íróðlega ritgerð um “Þjóða- bandalagið”, og dr. Guðm. Finn- bogason skemtilega grein: “Islend- ingar og dýrin.” Dr. Guðm. á og aðra ritgerð í þessu Skírnis-hefti: “Orsakir hljóðbreytinga í is- íslenzku.” Hefir hún áður birzt á þýzku í “Zeitschrift fur deutsche Pliilologie”. — Guðni Jónsson meistari skrifar skemtilega og at- hyglisverða grein um “Gauk Trandisson”, þann er Njáls saga getur um á tveim stöðum í sam- bandij við Ásgrím Elliðagrímsson. Þeir voru fóstbræður, en Ásgrím- ur varð banamaður Gauks. “Eiríkur í Bót og Eiríkur á Rangá”, heitir löng ritgerð og mjög fróðleg, eftir séra Einar heitinn Jónsson, prófast á Hofi. Er þar getið margra manna og og kvenna, og er gaman að kynn- ast því fólki öllu af frásögn séra Einars. Árni prófessor Pálsson, rjt- stjóri Skírnis, á eina ritgerð í þessu hefti: “Samúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum”. Mun grein þessi vera kafli úr ritgerð Árna í samkeppnisprófinu um sögukennara-embætti háskólans. Greinin er fróðleg og prýðilega skrifuð, enda er Árni manna snjallastur í riti sem ræðu, en hitt er aðfinsluvert, hversu lítið hann skrifar. Er þess að vænta, að á því verði nú nokkur breyting, er hann hverfur frá lýjandi bóka- varðarstörfum og fær meira tóm til ritstarfa. Að síðustu eru ritfregnir eft- ir þá Pál Eggert Ólason, Magnús Finnbogason og Alexander Jó- hannesson. — Vísir. Night Classes Mondays and Thursdays 7:30 to 10 p.m. AU year They do not interfere with your regular employmenb, but they will qualify you for advancement and a bigger position. Five hours a week cannot be spent to better advantage. It is an opportunity which has increased the earning powers of hundreds of young people. Every subject essential to modern business is taught and with the same thoroughness that has always characterized our Day Classes. You can enroll at any time but a commence- ment with the beginning of the Fall session will prove very helpful to you. Our registering office is open from 8 a.m. to 10 p.m. daily. If you cannot conveniently come to see us one of our educational advisers will be pleased to call upon you if you will ’Phone 37 161. The Dominion Business College ' The Mall alio Winnipeg St. James and Elmweod 1

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.