Lögberg


Lögberg - 15.10.1931, Qupperneq 6

Lögberg - 15.10.1931, Qupperneq 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER 1931. Af jörðu ert þú kominn EPTIR C LE V E S K I N K E A D. Það stóð heima, að þegar Guinevere var bú- in að segja vinstúlku sinni allar þessar góðu fréttir, voru þær komnar að dyrunum á dans- skálanum. Ellen varð fyrir miklum vonbrigðum. Hús- ið var miklu óásjálegra, heldur en hún hafði gert sér hugmynd um. Einu sinni hafði bygg- ingin verið notuð fyrir hjólskauta-leiki. Þetta var þá öll dýrðin, sem hún hafði heyrt svo mik- ið talað um! En strax þegar þær voru komnar inn, byrjaði hljóðfærasveitin að leika á hljóð- færin og fólkið stóð upp frá borðunum og byrj- aði að dansa. Hljóðfæraslátturinn var veru- lega góður og hann vakti svo mikla gleði hjá Ellen, að hún gleymdi því strax, hve ber og ömurlegur henni hafði við fyrsta álit sýnst þessi staður, og hún gleymdi því, að hún hafði stolist að heiman, gleymdi öllu öðru en því, að hún var glöð og ánægð. Hún var alveg ánægð með að standa upp við vegginn og horfa á hitt fólkið. En eftir litla stund greip Gfuinevere í handlegginn á henni. “Við skulum koma inn í herbergið, þar sem stúlkurnar geyma fötin sín,” sagði hún. “Eg þarf að snotra mig dálítið til. Svo þarf eg að finna gamla Render og kynna þig honum. Hann vill helzt kynnast stúlkum, sem hingað koma, á undan öllum öðrum. Hann er dálítið sérvitur og gerir mikið úr smámunum, en. það er gott að koma sér vel við hann. Líttu bara á þessa náunga þama úti í hinu hominu, hvernig þeir stara á okkur. Artie Coakley er heppinn, ef hann missir ekki augun út úr höfðinu. ” Ellen leit snöggvast þarna út í hornið. Þar sátu einir sex ungir menn við borð og á því vom margar flöskur og glös. Þeir störðu allir á þær og hún vissi ekki hver var þessi merki- legi Mr. Coakley. En henni var sama hver hann var, henni mislíkaði við þá alla, og henni fanst sér misboðið með glápi þeirra á þær. Ef hún hefði verið ein af heldra fólkinu, jafningi þeirra, þá hefðu þeir ekki gert þetta, það vissi hún vel. (ruinevere lét Jiana eina eftir í fataherberg- inu, meðan hún var að leita að húsbóndanum. Hljóðfæraslátturinn hafði hætt um stund. Og þegar hún var nú ekki lengur undir áhrifum liljómlistarinnar, þá iðraði hana sárlega, að hafa komið. Ef mögulegt hefði verið að komast út án þess að eftir því væri tekið, þá mundi Guinevere ekki hafa fundið hana, þegar hún kom aftur. Hún leit út um gluggann, en sýnd- ist ekki árennilegt að fara út um hann. Yin- stúlka hennar mundi heldur aldrei hafa fyrir- gefið henni, ef hún hefði þannig laumast burtu. En þessar hug3anir vöraðu ekki lengi, hljóð- færaslátturinn 'byrjaði aftur. Bender var alt öðra vísi, heldur en hún hafði hugsað sér hann. Hún hafði alt af haldið, að liann væri feitur maður og ljóshærður. En í þess stað var hann dökkur eins og ítali, dökkur á hár og hörundsíit, og hann var eins laus við að vera feitur, eins og íþróttamaður. Hún gat ekki varist því, að vera hálf hrædd við hann, þó hann reyndi að vera eins vinsamlegur og kurt- eis, eins og hann gat. Henni virtist hanna taka svo nákvæmlega eftir sér, að það var engu lík- ara, en hann væri að meta og virða alla hennar kosti og vega þá á móti ókostunum. Höndin var mjúk, og þegar hún tók í höndina á hon- um, fann hún enn meira en áður til þess, hve hennar vinnuhendur voru harðar. Hann fullvissaði hana um, að sér þætti afar vænt um að kynnast henni, og hann vonaði, að hún skemti sér svo vel, að hún kæmi aftur og kæmi oft. Hann fór ekki dult með það, þegar ungar og fallegar stúlkur bættust í hópinn. Ungu monnunum þætti æfinlega vænt um fall- egar stúlkur. En stúlkur, sem ekki væru fall- egar, væra sjaldan í miklu afhaldi hjá piltun- um, nema því aðeins að þær væru þá sérstak- lega greindar og skemtilegar. “Já, og hún syngur vel líka,” sagði Guine- vera. “Eg á skilið að fá verðlaun fyrir að koma með hana. Eg hefi verið að ganga eftir henni í alt sumar. Yið skulum koma, Ella. Ef við verðum hér í alt kveld, hefir þú ekkert tæki- færi að dansa. ” En um leið og þær fóra, sneri hún sér aftur að Bender. Heyrið þér, Bender, það er verið að selja falleg silkipils í Longs fatabúðinni. Þér lofuð- uð að gefa mér eitthvað fallegt, ef eg kæmi með hana. ’ ’ “Eg hefi líklega gert það. Látið þér senda það hingað, eg skal borga þegar það kemur.” “Það er ágætt,” sagði Guinevere hlæjandi og sendi honum koss á fingprgómunum. Svo tók hún undir handlegginn á Ellen og leiddi hana inn að borðinu, þar sem vinir hennar biðu þeirra með mikilli óþreyju. Þegar Guinevere var búin að gera vinstúlku sína kunnuga þessum ungu mönnum, sem hún gerði samkvæmt gömlum og góðum kurteisis- reglum, settist hún niður og sagði, að þær væra báðar að deyja úr þorsta. Það féll í hlut Coak- leys að bæta úr því. Báðar stúlkumar báðu um óáfenga svaladrykki, þó Guinevere væri nú að vísu vön að drekka bjór. Alt þetta fólk sýndist vera beztu vinir og samkomulagið hið ákjósan- legasta. Gamanyrðin voru látin fjúka óspart, en Ellen skildi ekki helminginn af þeim. Henni fanst sjálfri, hún vera eins og úti á þekju. í annað sinn óskaði hún þess með sjálfri sér, að hún hefði ekki komið þarna. En svo byrjaði hljóðfæraslátturinn aftur og þá gleymdi hún öllu öðru. Þessi liljóðfærasveit var sú lang- bezta, sem hún hafði nokkurn tíma heyrt. Henni virtust piltarnir, sem með Coakley voru, gefa sér litlar gætur fyrst í stað, svo hún hafði tæki- færi til að virða þá töluvert vel fyrir sér, svona án þess að eftir því væri tekið. Hún gat alls ekki munað, hvað þeir hétu, nema einn eða tveir þeirra. Hún kannaðist auðvitað við Artie Coakley, því Guinevere hafði svo oft talað um Iiann, og hún hafði lýst honum býsna rétt. Ellen fanst strax, að sér mundi aldrei falla hann eins vel eins og vinstúlku hennar. Jafnvel þótt hún hefði heyrt um hann sagt, að hann væri opinskár og hreinskilinn, þá fanst henni, að maðurinn mundi veikgeðja og henni fanst eitt- hvað gransamlegt í svip lians. Hún óskaði að Hitchoock og hans félagar kæmu. Eftir þeirri litlu kynningu að dæma, sem hún hafði af þeim, fanst hehni meira til þeirra koma, lieldur en þessara pilta, sem Gfiinevere hafði aðallega kynst og vora hennar vinir. Allir vora þeir samt vingjarnlegir, það vantaði svo sem ekki. Þeir vildu endilega kalla hana “Peach” og þóttust ekki geta munað hvað hún héti. Þjónninn var beðinn að koma með meira að drekka. 1 þetta sinn bað Guinevere um bjór. Ellen vildi ekki meira, enda var liún ekki hálf-búin úr sínu glasi. Coakley þóttist endilega þurfa að tala eitthvað við Ellen, og bað því þann, sem næstur henni sat, að hafa sætaskifti við sig. “Eg vil endilega, að þér dansið fyrsta dans- inn við mig,” hvíslaði hann að Ellen. “Eg hefi spurt Guinevere hvort eg mætti það ekki, og hún segir að sér sé sama; eg dansa mest við hana, eins og þér vitið kaimske. Viljið þér lofa mér þessu? Eg verð að fá annan drykk fyrst, annars gæti eg naumast staðið uppi.” Ellen hélt, að hann væri nú þegar búinn að fá meir en nóg. En hana langaði til að dansa og hún kinkaði kolli og brosti. Rétt í þessu kom Tom Hitchcook inn í salinn, og hans félagar, og þeir gengu beint að borð- inu, þar sem stúlkurnar sátu. Coakley var rét-t að því kominn að standa upp og byrja dansinn, þegar Hitchcock kom. Hann fór að gera þau kunnug. “Blessaður vertu, Artie,” sagði Tom, “þú þarft ekkert að hafa fyrir því að kynna okkur, við Irene þekkjumst vel. Eg veit nú reyndar, að hún heitir ekki Irene, en hiin vill að eg kalli sig það. Er það eþki rétt, Peach? Peach og eg erum beztu vinir.” “Einmitt það!” sagði Guinevere og kastaði höfðinu dálítið aftur á við. Henni þótti þegar nóg um þetta og hún hélt að þess yrði ekki langt að bíða, að þetta dálæti gengi Ellen svo til höf- uðsins, að hún færi bara að líta niður á ^ig. “Auðvitað erum við gamlir vinir,” hélt Hitchcock áfram, “og til að sýna ykkur það, ætla eg að biðja hana að dansa næsta dans við mig, og hún ætlar að gera það.” “Hún ætlar ekki að gera það,” sagði Coak- ley. “Hún var rétt að að lofa mér þessum dansi.” * “Það þýðir ekkert. Eg skrifaði henni fyrir nærri viku og bað hana um þennan dans. Seg- ið þér honum það, Peach.” “Hann skrifaði mér,” sagði Ellen og roðn- aði upp í hársrætur. Hann var svo hreinlegur og hraustlegur og svipfallegur, þessi piltur. Það gat ómögulega verið, að honum byggi nokkuð misjafnt í huga. Hann koul þarna bara til að njóta saklausrar skemtunar. í samanburði við hann, sýndust hinir piltamir, sérstaklega Coakley, eitthmð lítilmótlegir, eitthvað ógeðslegt við þá. Hann, sem hún hafði lengi látið sig dreyma um, var eitthvað líkur þessum pilti, hélt hún. Hana lang- aði til að dansa við hann. “Hann bauð mér fvrst, það er satt,’ sagði hún, og lézt ekki taka eftir því að Coakley mis- líkaði, og þegar Hitchcock kom til hennar, stóð hún upp og þau byrjuðu að dansa. Hún gleymdi aldrei þessum fyrsta dansi hjá Bender Ellen dansaði sjálf vel, en hún hafði aldrei dansað við nokkum pilt, sem dansáði eins vel eins og Hitchcock. Meðan þau voru að dansa, hafði hann alt af nóg að segja, en þó hann væri kátur, talaði hann einstaklega ku.rt- eislega og 'prúðmannlega. Hann sagði ekkert við hana, sem hann hefði ekki vel getað sagt við hverja stúlku, sem stóð honum jafnfætis í félagslífinu. Áður en hann leiddi hana til sæt- is, hafði hún lofað honum, að fara út með hon- um í bílnum hans kveldið eftir. Þau ætluðu að fara eitthvað út úr bænum, bara tvo ein. Þau ætluðu að hittast hjá listigarðinum. Seinna um kveldið æluðu þau að fara til Benders og dansa meira. Kveldið eftir gat hann verið úti þangað til seint, en hann hafði lofað að koma snemma heim í kveld. Það vom gestir heima hjá hon- um. Auðvitað vildi hann miklu heldur vera kyr og dansa við hana. Hann fór strax eftir þennan eina dans og afsakaði það við Guinevere, að hann gæti ekki dansað við hana í þetta sinn. Báðar stúlkura- ar dönsuðu hvern dans sem eftir var, en settust altaf við sama borðið á milli, og altaf var nóg að drekka. Ellen drakk ekki aimað en venju- lega óáfenga drykki, en Guinevere drakk bjór og einu sinni sá Ellen hana taka vænan teig. úr glasi, sem stóð þar á borðinu, og hafði eitthvað sterkara inni að halda, heldur en bjór. Ellen tók eftir því, að þegar fór að líða á kveldið, drakku næstum allir piltarnir sterka drykki. Coakley bað hana ekki aftur að dansa við sig, þangað til rétt áður en hætt var. Þegar hann loksins gerði það, var hann orðinn svo drukk- inn, að það var alt annað en skemtilegt að dansa við hann. Þar að auki fór hann að jag- ast við hana út af því, að hún hefði tekið Hitch- cock fram yfir sig. Á leiðinni heim var Guinevere í óvanalega vondu skapi. Ellen reyndi að ímynda sér, að það kæmi til af því, að hún væri þreytt. Sjálf fann hún alls ekki til þreytu. Aldrei á æfi sinni hafði hún skemt sér eins vel, eins og þetta kveld. Og hún ætlaði að endurtaka það kveldið eftir, og aka. þar að auki í bifreið með falleg- um og skemtilegum manni. IV. KAPITULI. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HKNRY AVE. EAST. - - WINNLPEG, MAN. Yard Offioe: 6th Floor, Bank of HainUton Chambers. þögn, jafnvel við borðið, þar sem Ellen sat. En það varaði ekki nema augnablik, þá brut- ust út fagnaðarlætin svo mikil, að Bender liafði aldrei heyrt annað eins. Allir keptust um að óska henni til hamingju og hæla henni fyrir Vitanlega fór hún í danssalinn næsta kveld, eftir að þau höfðu farið æði-langa leið í bíln- um og haft mikla skemtun af. Slíka ferð hafði hún stundum látið sig dreyma um, en aldrei fyr farið. Faðir hennar hafði komið heim seinni part dagsins, alveg yfirbugaður af hitanum. Móðir hennar hafði verið svo önnum kafin að sinna honum, að það liafði verið mesti hægðar- leikur, að komast út. Hitchcock hafði verið eins glaðlegur og kurtéis og á allan liátt prúðmannlegur, eins og kveldið áður. Hann hafði ekki sagt nokkurt ó- kurteist orð. Eftir tvo eða þrjá daga ætlaði hann burt úr bænum, sagði hann henni, og vera burtu það sem eftir væri sumarsins. Og hann sagði henni, eins og af tilviljun, að hann ætlaði að sækj'á sama háskólann, eins og hann — pilt- urinn, sem hún hafði svo oft hugsað um og dáðst að. Skyldu þeir nokkurn tíma tala um hana sín á milli, datt henni í hug. Hann hafði sagt henni, að hún væri falleg- asta stúlkan, sem hann þekti, og hann hafði spurt hana, hvort hún mundi sakna sín, þegar hann færi. Sakna hans! Jafnvel eftir þessa psköp litlu viðkynningu fanst henni að hún mundi finna til afar mikils tómleika, þegar hann væri farinn. Hann var öðru vísi — öðru vísi en t. d. Mat Staley! Ef hann hefði farið fram á það, mundi hún hafa lofað honum því, að koma aldrei í danssalinn, meðan hann yæri í burtu. Hún skemti sér jafnvel enn betur, en kveldið áður. Var það bæði vegna þess, að nú var hún ekki eins feimin, en séfstaklega vegna þess, að allir voru svo góðir og vinsamlegir við hana, en þó einkum Hitchcock. Guinevere var nú líka eins og hún átti að sér. Þessi óánægja, sem hafði gripið hana kveldið áður, sýndist nú með öllu horfin. Ellen dansaði við alla, sem buðu henni, — Artie Coakley var ekki einn af þeim — en náttúrlega dansaði hún oftast við Tom. Þau liöfðu einhvem veginn, án þess að tala nokkuð um það, farið a ð kalla hvort annað “Tom” og “Ellen”, og hafði Guinevere gaman af að heyra það, þó hún léti ekki á því bera. Guinevere hélt, að Ellen væri mesti vit- leysingi, að taka þennan pilt svona ákveðið fram yfir aðra, þar sem hann ætlaði burtu rétt strax. En meðan hún lét Coakley afskiftalaus- an, mátti hún hennar vegna gera hvað sem hún vildi. Henni þótti vænt um það, að Hitchcock liélt loforð sitt, og dansaði tvisvar við hana þetta kveld. Áður en hætt var að dansa, kom Bender inn og heilsaði Guinevere mjög vingjarnlega og sagði henni, að sér þtptti vænt um að sjá, að hún hefði komið aftur. Hann var í bezta skapi og veitti öllum það sem hver vildi drekka, en gretti sig dálítið, þegar Ellen vildi ekkert. Seii^t um kveldið fór hljóðfærasveitin að leika lag við alkunnugt ljóð, sem þá var mikið sung-ið, og margt af fólkinu fór að syngja. Þar á meðal var stúlka, sem Guinevere féll sérstak- lega illa við. Hún söng svona rétt í meðallagi, en fólkið sýndist hafa góða skemtun af að hlusta á hana. Þegar þessi stúlka hafði sungið fyrsta erindið af kvæðinu, hugsaði Guinevere sér að gera henni dálitla vanvirðu og láta hana og aðra finna, að hún væri lítil söngkona. Hún sneri sér að Ellen. “Syngd þú næsta versið,” sagði hún. “Gerðu það, og lofaðu þeim að heyra hvemig á að syngja!” “Það get eg ekki,” sagði Ellen. Hún hafði aldrei sungið þar sem svona voru margir við- staddir. 1 raun og veru langaði hana til að syngja. Hún kunni lagið upp á sína tíu fingur og þetta var einn af hennar uppáhaldssöngv- um. Tom hafði heyrt það, sem þær voru að hvíslast á. Hann sat hinum megin við Ellen. “Þú gerir það fýrir mig, það er eg viss um. Hugsaðu um það, að þetta er eina tækifærið, sem eg hefi til þess að heyra þig syngja í lang- an tíma. Þú gerir það fyrir mig, Ellen, held- urðu það ekki?” ' Ellen leit brosandi til hans. “Eg skal reyna,” sagð hún blátt áfram, “ef þeir hætta ekki, þegar þetta vers er búið.” Tom stóð upp og fór þangað, sem hljóm- sveitin sat. Hann talaði eitthvað við söngstjór- ann, og fékk honum eitthvað af peningum. Svo kom hann aftur og settist niður. Ellen byrjaði að syngja. Fyrst var röddin ekki eins hrein og sterk eins og æskilegt hefði verið. Hún varð hrædd um, að þetta ætlaði að mistakast. En hún setti1 sér, að taka á því bezta, sem hún hafði til, bæði til þess að þókn- ast Tom og líka til þess að fólkið fengi ekki ranga hugmynd um sönghæfileika hennar. — Rödd hennar náði líka fljótt styrkleika sínum og hljómfegurð. Hún hafði mikla, mjúka og hreina rödd og hún söng prýðisvel, þó röddin væri vitanlega óæfð. Þegar söngurinn hætti, varð alveg dauða- songmn. Allir, það er að segja, allir nema Tom. — “Meira, meira!” heyrðist hrópað í hinum enda salsins. Ellen var mjög ánægð yfir því, hve öllum geðjaðist vel að söng liennar, en henni þótti undarlegt, að Tom sagði ekki neitt, en hrós frá honum hefði henni þótt vænna um, heldur eri frá öllum hinum. Hún leit því til hans með hálfum huga, en brá meir en lítið við, þegar hún sá að augu hans voru full af tárum. “Þetta er óréttlátt,” sagði hann og hristi höf- uðið, en tók um leið þétt um hendina á henni undir borðinu, “að sama manneskjan skuli vera svona falleg, eins og þú ert, og geta líka sung- ið svona. vel. Það er of mikið handa einni stúlku.” í þessu kom Bender og það var töluverður asi á honum. Hann var sjáanlega mjög á- nægður yfir þessum feng, sem svo óvænt hafði borist honum. En áður en liann kom til Ellen, vék hann sér að Guinevere og hvíslaði að helrni: “Þetta. sem eg lofaði yður, er í skrif- stofunni. . Þér getið fengið annað, ef þér þurfið. ’ ’ “Þér eruð ágætur,” hvíslaði Guinevere bak við blævænginn. “Þakka yður kærlega, en eg vildi lieldur fá silkisokka næst, ef yður er sama.” “Mér er sama, en þér megið ekki biðja um meira, en eg get borgað fyrir.” Hann sagt^i nokkur hlýleg orð við Ellen og veitti svo öillum við borðið ókeypis drykk. Hann lyfti brúnum, þegar Ellen vildi ekkert nema vatn og bar því við, að hún mætti ekki drekka neitt annað, ef liún ætti að geta sungið meira. Fólkið bað ákaft um meiri söng, og Tom talaði aftur nokkur orð \úð söngstjórann, og sagði honum fyrir, hvað gera skyldi. Ellen söng tvisvar enn. Áheyrendurnir létu í ljós mikinn fögnuð yfir söng hennar. Tom fylgdi stúlkunum langt á leið heim til þeirra, en ekki vildu þær að hann færi alla leið heim að húsun- um. Þegar Ellen fór hljóðlega inn í húsið, fann hún til sárrar iðmnar. Hún hafði verið svo glöð og ánægð, að hún hafði alveg gleymt föður sínum. Henni þótti vænt um að sjá, að það var ekkert ljós í húsinu og foreldrar hennar voru bæði sofandi. Hún hafði endilega ætlað að koma snemma heim og hjálpa móður sinni. Hún friðaði sam\úzkuna með því, að telja sér trú um, að faðir sinn væri víst ekki mikið veikur. En morguninn eftir var hann svo veikur, að það var ekki til þess hugsandi að hann færi í vinnu. Þetta hafði aldrei komið fyrir áður, síðan Ellen mundi eftir sér. Læknirinn kom og sagði honum, að hann yrði að vera í rúminu í viku; að minsta kosti mætti hann ekki fara út. Og hann sagði móður hennar einslega, 'að hjarta sjúklingsins væri ekki eins sterkt eins og það ætti að vera, og Mrs. Neal varð dauð- hrædd. Ellen gat rett skotist út, meðan móðir henn- ar var að færa sjúklingnum eitthvað að borða um kveldið, til að segja Guinevere að hún gæti ómögulega komið með henni það kveldið. Guinevere skildi hana vitanlega þannig, að hún væri fvllilega ráðin í því að fara með henni til Benders á hverju kveldi, þegar hún gæti með nokkru móti komið því við. Hún saknaði skemtananna ósköp mikið næstu viku. Jerry Neal leið ekki yel, og hann undi því mjög illa, að verða að vera heima og geta ekki unnið, eins og hann hafði alt af gert. Hann svaf töluvert fram eftir á morgnana, en eftir að hann vaknaði, var ómögulegt að fá hann til að vera í rúminu. Hann fékst heldur ekki til að fara snemma að hátta, nema því að- eins, að Ellen vildi sitja hjá honum og lesa dagblaðið fyrir hann. Hún hafði lengi lesið blaðið fyrir sjálfa sig á hverju kveldi, en hafði altaf hlaupið yfir allar stjómmálagreinamar og flestar fréttir líka frá fjarlægum stöðum. En hún komst fljótt að því, að slíkur lestur átti ekki við föður hennar. TIL SÖLU Námsskeið við tvo fullkomnustu verzlunar- skóla í Vestur-Canada, fást til kaups nú þegar á skrifstofu Lögbergs, með miklurn afslætti. Nú er hentugasti timinn til þess að byrja nám vfð Business College. Þegar hart er í ári, kem- ur það bezt í Ijós, hversu mentunin er mikils virði. Þeir, sem vel eru að sér, eiga venjulega forgangsrétt að atvinnu. Lítið irm á skrifstofu Lögbergs sem allra fyrst, eða skrifið eftir frekari upplýsingum.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.