Lögberg - 05.11.1931, Síða 1

Lögberg - 05.11.1931, Síða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines C°T' íot a uipíf. U vA VV For Service and Satisfaction íf Q. 44. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. NÓVEMBER 1931 NUMER 45 Póstflugið um Island milli Ameríku og Norðurálfu. Það verður byrjað á því áður en varir, með tólf flugvélum og tuttugu flugmönnum. Hver flug- maður á að hafa sinn áfanga á leiðinni,—iSegir Morgunblaðið í Rvík, 4. okt. ÍPeter Freuchen, Grænlandsfar- inn nafnkunni, hefir um langt skeið verið rfáðunautur þeirra Bandaríkjamanna, isem ætla að gangast fyrir því að koma á reglu- bundnum póstflugferðum milli Ameríku og Norðurálfu, með við- komu á Grænlandi og íslandi. Hefir fréttaritari norska blaðsins “Aftenposten” nýlega haft tal af honum um þetta efni, og segist honum svo frá: —Það er ætlunin að póstflugið byrji í Detroit í Bandaríkjunum, og verði flogið þaðan um Roberts House og Great River á Labrador, þaðan til Wakham Bay á norður- strönd Labradors, yfir Hudsons- sundið og Cumberland-(sundið o!g og svo til Grænlands- Fyrst var gert ráð fyrir því, að hafa þar viðkomustað í Holsteinsborg á vestrurströndinni, en til þess fæst ekki leyfi Dana. Það má ekki koma nærri Eskimóunum, eins og þér vitið. Staðurinn er auk þess ekki hinn heppilegasti, því að hann er umluktur háum fjöllum. Þess Þess vegna hefir nú verið kosinn annar staður, Nepiset, þar sem Hans Egede bygði vígi, hið eina, sem til hefir verið á Grænlandi. Þaðan verður flogið til Straum- fjarðar, þar sem prófessor Hobbs hafðist við í fyrra, og þaðan þvert yfir landið til An'gmagsalik. — Skamt þaðan er vatn, sem hægt et að lenda á. Þegar Cramer flaug til Angmagsalik, settist hann á sjóinn, vegna þess að þar var ís- laust þá í bili. Frá Angmagsalik á að fljúga til íslands og annað hvort norðan eða ^unnan við landið, eftir því hvernig veður er. Næsti lending- arstaður verður í Færeyjum, ef þokan neyðir þá ekki flugmanninn til þess að halda til Hjaltlands í einum áfanga. Þaðan verður flog- ið til Stafanlgurs í Noregi, og svo til Kaupmannahafnar, sem verður önnur endastöðin. Alls verða tólf flugstöðvar á 1 eiðinni, þar sem flugvélarnar halda til. Tekur hver við af annari og annast flugið áákveðna áfanga. — Með þessu móti kemur í mesta lagi sex tíma flug á hvern flugmann á dag. — Hvað er orðið um þá Preston og Collingnon? — Þeir hafa flogið heim til De- troit aftur til þess að láta setja skíði á flugvélina, vegna þess hvað nú er áliðið. En þeir halda áreiðanlefea áfram fluginu milli heimsálfanna. Þeir fara sér að engu óðslega, því að þeir eiga að rannsaka öll flugskilyrði sem bezt. Þeir, sem hafa lagt fram fé til fyrirtækisins, hafa lagt mikla áherzlu á það, að engin óhöpp komi fyrir á reynslufluginu, og þess vegna var það enn sárgræti- legra vernig fór um Cramer. Edwin L. Pre&ton er maður um þrítugt, <ýg hefir í þrjú ár verið flugmaðu hjá Trans-American Air Lines Corporation. Á þessum árum hefir hann flogið alls 4400 klukkustundir, þar af 1200 stund- ir um nætur. Félagi hans, Robert H. Collingnon er 33 ára gamall og hann er bæði leikinn flugmaður og loftskeytamaður. — Hvernig eru annars horfurn- ar með þetta? — Þegar þess er gætt, að dag- Ie!ga eru sendar 4% miljón bréfa milli Ameríku og Norðurálfu, þá er auðskilið hverja þýðingu þetta póstflug hefir. En í hverri flug- ferð, þarf að hafa 18 þús. bréfa póst, svo að hún borgi sig. Það er gert ráð fyrir því að flugið taki alls 36 stundir. Næsta ár verður alt efni sent til allra lendingar- stöðvanna. Það verður byrjað með tólf flugvélar og tuttugu flug- menn. E!g hefi góða trú á þessu fyrir- tæki, og það kemst áreiðanlega í framkvæmd. — Mgbl. PAUL BARDAL Samkvæmt áskorun frá Civic Progress Association, leitar söngv- arinn góðkunni, Mr. Paul Bardal, kosningar til bæjarstjómar í 2. kjördeild. Hér veitist Islending- um í Winnipeg glæsilegt tækifæri til þess að koma glæsilegum sam- landa sínum í bæjarstjórn. Kosn- irgar fara fram þann 27. þ.m. Hærra verð á hveiti Þó hveitið sé enn í litlu verði, þá hefir verðið samt sem áður hækkað töluvert nú í haust. Þykir' það góðs viti og benda í þá átt að betri tímar séu nú fyrir höndum, en verið hafa tvö síðustu árin. Hagstofan í Ottawa áætlar, að verðhækkunin á hveiti frá 1. til 21. okt. þýði átta til tiu miljón dala hagnað fyrir bændurna í Vestur-Canada, en tuttugu og fimm til þrjátíu miljón dala hagn- að á því hveiti, sem til er í Can- ada, eða var nú fyrir tveimur vik- um. Síðan hefir hveitiverðið far- ið smájtt og smátt hækkandi, svo hagnaðurinn er nú töluvert meiri, en hér er áætlað. Vitanlega Seldu margir bændur, líklega flestir, hveiti sitt í haust, meðan verðið var mjög lágt, en sumir eiga það óselt enn. Hvað sem verða kann, munu nú flestir gera sér vonir um, að hveitið verði hér eftir sclj- anlegt og verðið ekki svo lágt, að það !geti ekki einu sinni svarað kostnaði að rækta það, eins og verið hefir nú að undanförnu. wmww'WWMmmmmwwMmmmwmwmmmmmm Edison var auðugur maður Samkvæmt erfðaskrá Thomas Alva Edison, hefir hann eftirskil- ið eignir, sem nema meir en $14,000,000. Ganga þær allar til fjölskyldu hans, að undanteknum $28,000, sem hann gefur þremur mönnum, sem allir hafa Iengi með honum verið og unnið fyrir hann. — Samkomuhöll í Winnipeg Winnipegbúar hafa lengi til þess fundið, að hér skorti hæfilegt samkomuhús, fyrir fjölmenna fundi og annað þess konar. Nú verður ráðin bót á því, og það strax í vetur. Stendur nú til, að byrjað verði á því, svo að segja strax, að byggja þessa miklu byggingu, isem á að kosta miljón dollara fyrir utan lóðina og hús- muni o!g annað því likt. Það legg- ur bærinn til og þar að auki $250,000 upp í byggingarkostnað- inn. Manitobafylki leggur fram aðra $250,000, en sambandsstjórn- in $500,000. Byggingin verður reist við Memorial Boulevard, sunnan við Hudsons Bay búðina. Þykir sá istaður vel valinn. Á bær- inn nokkuð af lóðinni, en kaupir sumt af John A. Forlong fyrir $50,000. Sambandsstjórnin hefir sett nokkur skilyrði fyrir því, að hún legði fram helminginn af byggingarkostnaðinum, og hefir Manitobafylki og Winnipegbær gengið að þeim, svo ekkert sýn- ist nú því til fyrirstöðu, að byrj- að verði á verkinu. Helztu skil- yrðin eru þau, að vinnunni sé skift milli þeirra, sem vinnulaus- ir eru, þannig, að hver maður vinni ekki nema þriðju hverja viku, einnig að byrjað verði strax á verkinu og því hagað þannig, að hægt sé að halda áfram með það í allan vetur, og á því að vera lokið 1. maí 1932, eða þar um bil. Vitanlega er þetta eitt af því, sem gert er til að bæta úr at- vinnuleysinu, og en&inn efi er á því, að þarna fá margir menn nokkra atvinnu í vetur, og er þetta fyrirtæki að því leyti mikið gleði- efni. Kappreiðar og veðfé |í sumar hefir fólkið í Canada ekki veðjað alveg eins miklu fé á veðreiðahestaana, eins og það gerði í fyrra sumar, en samt þrjá- tíu o!g þremur og hálfri miljón dala, eða nálega það. Það er hér um bil fimm miljónum minna heldur en árið 1930. Veðreiða- staðirnir voru 28 og veðreiðarnar voru háðar í 326 daga, sem er hér um bil eins og í fyrra. Veðreiða- dagarnir voru þá 332. Langmestu fé er veðjað í Ontario, eða um tuttugu miljónum. En fólkið í Manitoba hefir hefir líka haft töluverð skildingaráð, þegar veð- reiðarnar voru háðar, því til þeirra hefir það varið meir en þrem miljónum dala. Það er 13% minna en í fyrra, en samt bendir þetta í þá átt, að fólk hafi fyrst og fremst töluverða peninga handa á milli fram yfir það, sem þarf til daglegra nauðsynja. Annars mundi það líklega ekki le!ggja peninga sína í jafn óvissan gróðaveg, eins og veðreiðar. Lœkkurinn Þingkosningarnar á Bretlandi Þegar þetta er skrifað, eru fréttir komnar af úrslitum kosn- inganna í öllum kjördæmum nema tveimur. Samvinnustjórnin hefir unnið svo algerðan sigur, að ekki eru dæmi til annars eins á Eng- landi í heila öld eða lengur. Af 613 þingmönnum, sem kosnir eru (þeir eru alls 615)v eru 552 stuðn- ingsmenn stjórnarinnar, þar af 472 ihaldsmenn, 13 verkamanna- flokknum tilheyrandi og 67 frjáls- lynda flokknum. Andstæðingar stjórnarinnar eru bára 55, þar af fimm, sem fyl!gja Lloyd George, en fimtíu verkamannaflokknum, með Henderson að leiðtoga, þó hann hafi að vísu ekki þingsæti sem stendur. Sex þingmenn tilheyra engum sérstökum flokk. f SILFURBROÐKAUPI MR. og MRS. JOHN GILLIES, þann 23 .október 1931. VINARKVEÐJA. Virðulegu silfurbrúðhjón! Maður er vanalega fátækastur af orðum, þegar maður er ríkast- ur af tilfinningum. Þessi litli blómvöndur, sem við systurnar gefum ykkur, er lítill; en þakklætið, sem á bak við hann er, dr miklu meira, fyrir alla ykk- ar alúð og góðvild, frá fyrstu við- kynningu til þessarar stundar. Við óskum ykkur hjartanlega til lufcku, að framtíð ykkar megi verða unaðsrík o!g blómum stráð, og sól- setrið milt og blítt. Með hjartans þakklæti til minna mörgu vina hér í borginni, fyrir ástúðlegar viðtökur. Virðingarfylzt, Mrs. S. B. Gunnlaugson, Baldur, Man. TIL ATHUGUNAR. Til athugunar og leiðbeningar fyrir alla, er hafa haft og kynnu að hafa bréfaskifti, bóka og blaða- skifti við mig framvegis, gef eg nú til kynna, að pósthús mitt er ekki lengur Merid, Sask., heldur: Wynyard, Sask. Þetta er nauðsyn- legt að hafa hugfast fyrir þá, er það varðar. Með kærri kveðju til allra kunn- ingjanna, M. Ingimarson. Þann 31. október síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband þau hr. Guðlaugur Jakobson, frá Gimli, og ungfrú Hermína Magn- ússon frá Hnausa, Man. Séra Björn B, Jónsson, D.D., framkvæmdi hjónavígsluna á heimili sínu, 774 Victor Street. Framtíðartheimili ungu hjónanna verður að Gimli. GÖÐAR GLÆÐUR. Tileinkað Guðmundi Bjamason og Halldóru, í silfurbrúðkaupi þeirra, 20. okt. 1931. Helga ást ef hugir teyga, himinradda klið það bærir; samstilt gildi guðaveiga gervalt lífið endurnærir. Æskan sér þá enga skugfea, alt er skrýddur blóma salur, i ljósmóðunni lindir rugga, Lífið sjálft er mey og halur. Leggur yl frá sólar sölum, sameind ástar hjörtun kenna; leikur æskan létt á bölum, lætur hvergi undan renna. En um nónbil inn þó læðist alvaran, af reynslu þrungin, í hverju spori kjarkur fæðist, kvæðin verða betur sun'gin Þá starfar hvergi hugur hálfur, hamingjan er með í verki; að geta skilið skyldur sjálfur skjaldar er það göfugt merki. Aldar fjórðungs ótal kvöðum allir skyldu glaðir sinna, lífs í heild á ljósastöðum lifa í gleði — saman vinna. Sitjið heil, við goða glæður, gegn um aldarfjórðung næsta, í fullri sátt við systur, bræður, sigra mun þá vonin hæsta. Skugga hnoðrum ský ef þeytir, skín í heiði sólin aftur, í sálar auð og yndi breytir alt sem skapar lifsins kraftur. Yndo. Leika börn við læki, — ljómar gullin skör. Sólskin og sunnanvindar, svanir í heiða-för. Lækurinn veit og lækurinn skilur, því lækurinn streymdi æ. — Lækurinn þekkir allra alda æsku á sínum bæ. Lækurinn sér að brjóstin bylgjast —r að blessað vorið er ákaft og heitt. — Lækurinn veit og lækurinn skilur og lækurinn segir ekki neitt. Lækurinn veit og lækurinn seiðir, og lækurinn þekkir hinn falda eld., — því lækurinn hlustaði á elskandi eiða aldanna liðnu sumarkveld. » Lækurinn veit og l^ekurinn skilur og lækurinn man þá alla stund, er árla morguns of aftan síðla um aldaraðir sóttu hans fund. Lækurinn fagnaði leikandi börnum og lækurinn döggvaði móðun-ör og lækurinn svalaði líðandi manni og lækurinn þó hann — við síðustu för. Lækurinn veit, hann er lífið á bænum, og lækurinn kyssir hinn þyrsta munn og lækurinn hoppar og lækurinn freyðir og lækurinn fellur í bláa unn. Frá Islandi Vestan af strönd Stefán frá Hvítadcd. —Perlur. Or bænum Skemtisamkoma, undir umsjón trúboðsfélagsins og einnar deild- ar kvenfélagsins, verður haldin í samkomusal Fyrstu lút. kirkju á þriðjudagskveldið, hinn 24. þ.m., kl. 8. Gamall og góður íslenzkur söngur og hljóðfærasláttur og igóðar veitingar. Lítið eftir skemti- skránni í næsta blaði. Séra Haraldur iSigmar messar næsta sunnudag í kirkju Vídalíns- safnaðar kl. 11 f.h., o!g á Mountain kl. 2 e. h. Dorcasfélag Fyrsta lút. safnað- ar, hefir um undanfarið langt skeið, verið að æfa sjónleik, er nefnist “Contents Unknown”, og verður hann sýndur í Goodtempl- arahúsinu á Sargent Ave.\, á mánudags og þriðjudagskveld, þ. 9. og 10. þ. m. — Vandað hefir ver- iö mjög til undirbúningsins að leiknum, og þarf því ekki að efa, að hann takist vel. öllum ágóða af leiknum, verður varið til líkn- arstarfs meðal íslendin'ga hér 1 borginni. 'Fyllið húsið bæði kvöldin. arskóla og organisti safnaðarins, og féhirðir Mr. Finnur Bjama- son, — alt valið fólk, sögðu þeir, sem kunnugir eru. Hyggja menn gott til þessa félagsskapar unga fólksins, að hann geti gengist fyr- ir ýmsu góðu og nytsömu þar á eynni. Meðal annars talað um, að hafa við og við guðræknissam- komur í kirkjunni, með húslestr- ar fyrirkomulagi, eða á annan hátt, þar sem reglulegar eða venjuleg- ar messur eru svo strjálar. Er ó- útreiknanlegt hversu miklu slíkur félagsskapur fær til vegar komið í mentandi og bætandi átt, ef vel er á haldið. — Almennur áhugi virtist vera á bak við þessa í(é- lagsmyndun, og Mikley á margt af góðu fólki, er á ýmsa lund getur stutt starfsemi þessa álitlega og þarfa félagsskapar á komandi tímum. — (Fréttarit. Lögb.)|. JÖRÐ Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessum stöðum í Gimli prestakalli, næsta sunnu- dag, þ. 8. nóv., og á þeim tíma dags er hér segir: 1 gamalmenna- heimilinu Betel, kl. 9.30 f.h. í kirkju Víðinessafnaðar kl. 2 e. h., og í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 að kvöldi. Mælst er til, að fólk fjöl- menni við messurnar. Þann 27. okt. s.l. urðu þau hjón- in, Eiríkur Halldórsson og kona hans Sigrún, í Dauphin, fyrir þeirri sorg að missa litla stúlku á þriðja ári. Hún var hið efnileg- asta barn. Bar dauða hennar að óvænt og var hinn mesti sorgar- atburður foreldrunum og öðrum, sem kunnugir voru. Almenit. guðsþjónusta verður haldin, sunnudaginn 8. nóvember, kl.'2 e. h., á Oak Point. Ræðumað- ur er P. Johnson. Fólk er vinsam- legast beðið að fjölmenna. Allir velkomnir. heitir nýtt tímarit með myndum, sem séra Björn O. Björnsson er farinn að gefa út . í ávarpi fyr- ir fyrsta heftinu segir >svo: “Jörð er stofnuð vegna trúar á fagnað- arerindið um nálægð himnaríkis framtíð jarðarinnar — og ve'gna trúar á það, að íslenzku þjóðinni sé ætlað að vera meðal “friðflytjendanna”, nálægt farar- broddi. — Jörð er stofnuð í trú' á það, að í Jesú Kristi sé fylling alls lífs að finna, frelsið, frjó- semd allra gæða, lausn á öllum hinum margþættu og djúpsettu vandamálum nútímans. — Jörð er stofnuð í trú á, að einlæg beiting í hvívetna á meginreglum fagnað- arerindisins, sé hinn eini, beini vegur til giftusamlegrar úrlausn- ar á hverju viðfangsefni, hvort heldur er manna eða mannfé- laga”. Af þessu geta menn mark- að stefnu ritsinis, en annars ætl- að það að ræða um uppeldismál, skólamál, líkamsrækt, útilíf, heim- ili, ástir, þjóðerni, þjóðlíf, nýja tímann og trúmál (í þrengri merk- ingu þess orðs). Þetta fyrsta hefti er 88 síður í stóru 8 blaða broti. - Mgbl. Reykjavík, 2. okt. Prófessor A. Jolivet hélt ann- an fyrirlestur sinn í Alliance Fran- caise síðastliðinn föstudag, um skáldið Emile Zola. “Verk listar- innar er þáttur úr náttúrunni, sem eru iséð gegn um skapferli hvers eins”. Fyrirlesarinn dvaldist við hugarfar Zola og þann kafla úr náttúrunni, sem Zola lýsti sér- staklega í verkum sínum. Eftir þessum tveim hugsjónum lýsti hann aðaleiginleikum skáldskap- ar Zola. Undirstaka hugarfars Zola var kraftur. Alt líf hans var barátta gegn mótstöðumönnum hans í andlegum efnum og, síðari hluta æfi hans, gegn stjórnmála- andstæðingum. í þessari baráttu virðist hann ávalt hafa verið inn- blásinn miklum áhuga og bjartri von um framtíð. Yrkisefni sitt valdi hann úr hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins. — Hann athugaði þær mjög nákvæmlega hið ytra, en honum yfirsást innri maður þeirra. í staðinn fyrir sálrænar athugan- ir, kemur hann með villandi kenn- ingar um erfðalögmálið. Niður- staðan af því verður, að aðalinni- hald rita Zola eru lýsin’gar af heiminum hið ytra, eins og hann kemur fyrir sjónir hverjum ein- stökum. En skap hans var svo öflugt, að þessar lýsingar sam- svöruðu ekki veruleikanum. — Þær voru öfgafullar, séðar með augum örgeðja ljóðskálds. En aftur á móti tókst Zola vel upp með Jýsingar á fjöldanum á hraðri hreyfingu, t. d. verkföllum, byltingum eða stríði. — Fyrirles- aranum sagðist pr ðilega, og lýsti sér glögt hinn skarpi skilningur hans á andanum í verkum Zola. Þriðja fyrirlestur sinn prófessor Jolivet s.l. miðvikudag. Fyrirlesarinn byrjaði á því, að gefa yfirlit nútímaleikrita Frakka. Nefndi -ýmsar lýsingar af lífi ríkra manna og iðjuleysingja, og af ýmissum istéttum þjóðfélags- ins. Hann benti sérstaklega á leikrit, er fært hafa nýja strauma inn í bókmentir nútímans, t. d. leikrit Lenormand, sem hefir not- fært sér hugsjónir Freuds. Hann talaði því næst um Jules Romains og sýndi fram á áhrif hans á hið andlega líf nú á dögum. Hann gaf skýringar á leikriti J. R., sem heitir “Knock ou la tromphe de la médecine”, er fjallar um læknir, sem vill láta alla íbúa sveitarinn- ar leggjast í rúmið. Hann sýndi hvernig leikrit þetta var skemti- lega skrifað og í anda Moliéres. Síðan á tímum Moliéres hefir það verið venja, að “satyrisera” lækna, náttúrlega án allrar beizkju, en aðeins til iskemtunar. í dag, föstudag, heldur próf. Jolivet fyrirlestur um “Le Parle- ment et les partis hpolitiques en France”. Verður þettk síðasti fyrirlestur prófessorsins, fyrir Alliance francaise, en í okt. mun hann halda fjóra fyrirlestra við Háskóla íslands. Sömuleiðis halda kensluæfingar hans áfram fram yfir miðjan okt. á sama stað og tíma. Fyrirlestrarnir 'voru prýði- lega sóttir, hvert sæti skipað í salnum. — Mgbl. Ungmennafélag í Mikley. Eftir messu, er séra Jóhann Bjarnason hafði í kirkju Mikleyj- arsafnaðar, þ. 25. okt. is.l., var stofnað þar ungmennafélag, með rúmlega þrjátíu manns. Formað- ur var kosinn Mr. Sigurður Sig- urðsson, skrifari Miss Emma Sig- urgeirason, kennari við Mikleyj- FRA ÍSLANDI. Árið 1925 voru fluttar inn 428 akilvindur, 556 árið 1926, 380 ár ið 1927, 620 árið 1928, en 651 árið 1929, og er það meiri innflutning- ur en nokkru sinni áður. Hæstur hefir þessi innflutningur áður orð- ið 630 skilvindur árið 1916. Mgbl. Comox, B.C., 27. okt. 1931. Mr. Einar P. Jónson, Ritstjóri Lögbergs, Kæri herra,— Viltu gera svo vel, að taka eft- irfarandi minningarorð í blaðið? Þann 16. okt. síðastl., andaðist á sjúkrahúsinu í Comox, British Columbia, ólöf Dórótea Guð- mundsdóttir, kona Páls Guðmunds- sonar frá Firði í Seyðisfirði, Norð- ur-Múlasýslu á íslandi. Hún var fædd á Lindarseli í Jökuldals- heiði í Norður-Múlasýslu 3. ágúst 1862. Faðir hennar var Guðmund- ui Hallgrimsson, norðlenzkur að ætt, en móðirin var Lovísa Ker- úlf, systir Andrésar Kerúlfs á Melum í Fljótsdal í NorðurlMúla- sýslu; þau voru því systkina börn, hún og Þorvarður læknir Kerúlf á Ormastöðum í Fellum. sem var einn af þeim mætustu mönnum, sem Austurland átti á meðan hans naut við, en hann dó á bezta aldri. Hún misti móður sina þegar hún var á fyrsta ári; þá tók móður- amma hennar hana að sér, og hjá henni var hún í 9 ár; þá dó amma hennar. Eftir það var hún hjá móðurfólki sínu í Fljótsdalnum til fullorðinsára. Þaðan fór hún ofan á Seyðisfjörð, og þar giftist hún eftirlifandi manni sínum. Vestur um haf fluttu þau hjón 1888 og lentu í Winnipeg, Mani- toba; þar voru þau um 20 ár; það- an fluttu þau til Saskatchewao- fylkis; þar voru þau í 13 ár; það- an fluttu þau sig til San Diego í Californíu, og svo hingað norður fyrir liðlega tveimur árum. — Þau eignuðust fimm börn; tvö dóu í æsku, en þrír drengir lifa, allir fulltíða menn og giftir: Guð- mundur, bóndi í Saskatchewan- fylki, giftur íslenzkrúkonu og á sex börn; Björgvin Kjerúlf, gift- hélt I ur íslenzkri konu og á fimm börn; Humphrey Leonard, giftur enskri konu, og á tvö börn; þessir tveir búa í San Diego, Calif. Þau Dórótea' og Páll. voru búin að lifa saman í farsælu hjónabandi í 46% ár. Það kemur ákaflega hart niður á eiginmanni hennar miss- irinn nú, því hann var búinn að vera veikur í fimm mánnuði og var nýkominn heim undan upp- skurði og var ekki búinn að ná sér þegar hún lagðist; en hann bar sig eins og hetja, og stundaði hana mest sjálfur í legunni, sem varaði í fimm vikur. Það var reynt að hjálpa henni alt sem hægt var, en ekkert dugði; hún dó úr inn- vortis krabba. Dórótea var myndarle!g og góð kona og góð móðir, sem öllum vildi gott gera, og bjargföst trú- kona Hún sagði mér, skömmu áð- ur en hún dó, að hún væri tilbúin að fara yfir um. — Hún var graf- in þann 19. sama mánaðar í Comox grafreitnum; enskur prestur stýrði athöfninni, sem var lát- lams, en fögur. Og þar kveðjum við þig, kæra vina, og sendum þér hinztu kveðju yfir á landið ó- kunna. K. Eiríksson. P.S.—Austfirzku blöðin eru vin- samlegast beðin að taka þessa dánarfre!gn. — K.E. Tuttugu og fimm ára starfsemi un!gmennafélagsskaparins í Rv.ík var hátíðlega minst með samsæti að Hótel Borg í gærkvöldi, og sátu það á annað hundrað manns. For- maður U. M. F. Velvakandi, Guð- björn Guðmundsson, bau gesti vel- komna og mælti fyrir minni istofn- enda U. M. F. Reykjavíkur, sem voru heiðursgestir þarna. Guð- brandur Magnússon forstjóri mintist U. M. F. Reykjavíkur, en frú Ragnhildur Pétursdóttir U. M. F. Iðunnar. Auk þessara töluðu ráðherrarnir Tryggvi Þórhallsson og Ás'geir Ásgeirsson, Ársæll Árnason, Þorkell Clemenz, Sigur- jón Pétursson og Jón Sivertsen, en af konum frú Sigurbjörg Ásbjarn- ardóttir og Svanfríður Hjartar- dóttir. Nokkur heillaskeyti bár- ust frá fjarverandi stofnendum 1. S. í. Eftir að staðið var upp frá borðum, voru sýndar nokkrar skuggamyndir frá starfi félag- anna á fyrri árum og síðan stig inn dans af miklu fjöri til kl. 3. Fór samkoma þessi hið bezta fram og öllum til mikillar ánægju. Robin Hood tilkynnir ný verðlaun frá Wedgwood, Co. Það hlýtur að vekja bæði undr- un og aðdáun, hjá kvenþjóðinni, hve fullkomin þessi nýju “China- ware” verðlaun eru, sem pakki af Rapid Oats hefir að geyma. Engin einasta manneskja mundi fyrir skemstu hafa látið sér það til hugar koma, að pakki af press- uðum höfrum hefði til brunns að bera slík auka verðmæti. Þið sjáið nú varvetna í búðun- um hina nýju pakka, auðkenda með “Red Spot” miðum. Vörugæð- in í þessum pökkum eru hin sömu og áður, en verðlaunin eru nú margfalt fullkomnari. Þarna er um að ræða bolla, undirbolla, diska og skálar af fegurstu gerð. Hver munur ber á sér vörumerki hinnar frægu borðbúnaðarverk- smiðju, Wedgwood and Co. Þess- ir nýju o!g skrautlegu munir auka mjög á yndi og ánægju við borð- haldið, og auðga heimilisfegurð- ina. Sérhver kona, er kaupir einn eða fleiri af þessum nýju Robin Hood Rapid Oats pökkum, með hinum nýju ‘^Chinaware” verð- launum, á r'eglullegt undrunar- efni í vændum; henni hlýtur að bregða i brún, er hún lítur með eigin augum þessa vönduðu og fögru verðlaunamuni.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.