Lögberg - 17.12.1931, Side 2
BIs. 2.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. DESEMBER 1931
ILögticrs
Gefið út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaSsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Logberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Andi mannúðarinnar
Smáhérað eitt í Arkansasríkinu, varð ó-
venjulega sárt leikið af völdum náttúrunnar í
fyrra; svo varð uppskerubrestur þar tilfinn-
anlegur, og nevðin nærgöngul fólki, að til veru-
legra vandræða horfði, ef eigi hefði verið fyrir
þá sök, iið félag hins Rauða Kross skarst í leik-
inn, og ba'tti að nokkru úr brýnustu þörfum
héraðins; eftir því, sem sagan segir, Iiægðist
vitund um fyrir fólki þessu í ár; uppskeran
varð þó nokkru drýgri, en á horfðist í fyrstu;
hjörtu hinna fátæku bygðarbúa fyltust slíkum
fögnuði, að ekki var við annað komandi, en að
senda tafarlaust nokkum hluta ávaxta og ann-
ara matjurta, til bæja ])eirra og bygðarlaga í
nándinni, er ver var ástatt fyrir.
Sagan um hinn miskunnsama Samverja á
leiðinni til Jeríkó fyrir liðnum öldum, styðst
auðisjáanlega við sama undursamlega mann-
úðargildið, enn þann dag í dag og hún gerði þá;
andi Samverjans hefir verið brennidepillinn í
hugarfari og a.thöfnum þessara fátæku hér-
aðsbúa í Arkansas, og þess vegna var ekki um
að villast hvert stefndi. “Það, sem þér viljið
að mennimir geri yður, eigið þér einnig þeim
að gera.”
Fordæmi það, sem íbúar smáhéraðsins í Ark
ansas, þess, er nú hefir nefnt verið, sköpuðu,
er svo mannúðlegt og fagurt, að óhjákvæmilegt
verður, að því sé athygli veitt; ef sá andi, sem
þar skipaði fvrirrúm, væri almennari í heim-
inum, mundi öðruvísi umhorfs.
Ferðasaga
Eftir Erlend Johnson.
(Framh.)
* Næst tek eg lesanda minn, ef
hann er ekki búinn að henda
sögu minni frá sér, aftur til Ta-
coma, því nú er e!g kominn á suð-
urleið mína áftur; staldra samt
við aftur hjá Mr. E. S. Guðmund-
son, er fyr er getið, og sit hjá
honum enn á ný í átta daga. Og
á þeim dögum bar margt fyrir, er
vel sæmir að skýra frá.
Tacoma borg er falleg, og mahgt
er þar að sjá.' Hún hefir hundr-
að og sex iþúsund íbúa, framsókn-
aranda, fallega höfn; fjörður sá
hinn fagri heitir Commmencement
Bay. í honum eru miklar lax-
veiðar, þó víða sé þær meiri við
strendur Washington ríkis. Borg
þessi hefir eina þrjá ef ekki
fleiri, mjög stóra og fallega listi-
garða (parks), forngripasafn og
ótal margt fleira. Stærsti listi-
garður þar er nefndur Point De
Tine. Akbraut liggur í kring um
hann allan, fimm mílur á lengd.
Þetta er orðinn stórfrægur stað-
ur fyrir fegurð og fjölbeytni, inn-
dæll staður að einu og öllu. Þang-
að sækja allir ferðamenn, er eru
að ferðast til að safna fróðleik.
Eg gat því miður ekki skoðað stað
þenna, svo eg væri ánægður, því
eg hafði þarna engan bíl, og Mr.
E. S. Guðmundsson, sem var mér
svo góður og velviljaður á alla
vísu, gat ekki farið með mér þang-
að, því að hann hefir búð niðri í
aðal bænum Tacoma, og getur
enga stund yfirgefið hana. Eg fór
því aleinn út á þennan stað einn
daginn, er eg dvaldi hjá Guð-
mundsson, og eg gelymi því aldr-
ei, hvað mér þótti ragurt þarna á
þessum tanga norðan við borgina.
Þarna er búið að gera mörg stór-
virki í listarlegum skilningi;
sjórinn eins og bezt slípaður kryst-
all, faðmaði þennan fræga tanga.
Ógleymanleg fegurð. Þarna sá eg
fyrir framan land ógrynni af
smábátum á laxveiðum; þarna
liðu fallegir, • yfirbygðir fólks-
flutningsbátar lengra frá landi;
fegri sjón en þetta, hefi eg aldrei
séð, því bliðviðrið og sólin hjálp-
uðust að, til að auka þessa merki-
legu fegurð. Eg fór að óska í huga
mínum,—því engan hafði eg þarna
til að tala við—, að eg væri nú
orðinn ungur í annað sinn og væri
kominn út á fjörð þenna til að
fiska. — Svo fór eg að raula fyr-
ir muni mér, en náði ekki haldi á
neinu, er mig langaði til:
ÞaS er margi, sem hugsandi fólk getur lært
af eftirgreindum ljóðlínum góðskáldsins Edwins
Markham:
“All that we send into lives of others
Comes back into our own”
Sérhver sá, er af fúsum 0g frjálsum vilja
gefur og gleður, er auðugri maður en ella.
Þó Canada sé frá náttúrunnar hendi eitt
allra auðugasta landið undir sólunni, þá ber þó
sízt því að neita, að margt sé hér að um þessar
mundir, er auðveldlega geti skygt mjög á gleði
þeirra jóla, er nú fara í liönd; atvinnuleysi
sverfur víða hart að; og þótt flest forðabúr
séu full ákjósanlegra vista, hagar samt sem
áður víða svo til, sökum öfugstreymis á sviði
viðskiftalífsins, að tilfinnanlegs skorts verður
vart; eigi aðeins á fáum stöðum, heldur því
miður all-víða. Úr þessu fær ekkert annað
raunverulega bætt, en andi hins miskunnsama
Samverja: kærleikur, góðhugurinn, nágranna-
hugurinn, grundvallaður á allsherjar bræðra-
lagi.
Kornhlöðumar eru fullar, eins og þegar
hefir sagt verið; þarafleiðandi ætti canadiskt
fólk hvorki að ganga hungrað um jólin, né held-
ur nokkra aðra daga. Ekki ætti fólk lieldur að
iskjálfa í skugga sökum ónógs skýlis yfir höf-
uðið, því gnótt er hér timburs til húsagerðar;
þá eru og fataefni nóg og lítt þrotlegar birgðir
kola faldar í iðrum jarðar. Það er ekki land-
inu um að kenna,, þó margt gangi á tréfótum,
heldur ójafnri skiftingu auðs og iðju, eintrján-
ingslegu viðskiftaformi, sem orðið er á eftir
tímanum.
Borið saman við fólksfjölda, eru sennilega
hvergi á bygðu bóli starfræktar eins margar
mannúðarstofnanir og hér í landi; sem dæmi,
þessu til sönnunar, nægir að benda á Líknarsam-
lag Winnipegborgar, er tuttugu og f jórar mann-
úðarstofnanir styðjast við. Umfangsmest
canadiskra mannúðarstofnana mun þó vafa-
laust vera Rauðakrossfélagið.
Núna alveg nýverið, hefir landstjórinn í
Canada, í sámráði við forsætisráðgjafa sam-
bandsstjórnarinnar, sent út áskonm til hinnar
canadisku þjóðar um að styrkja með fjárfram-
lögum starfsemi Rauðakross félagsins, eins og
frekast megi verða, og er slíkt vel og viturlega
gert. Þessum háttsettu yfirvöldum þjóðarinn-
ar hefir réttilega skilist að svo sé ástandið al-
varlegt vor á meðal, að brýn þörf sé til að allir
leggist á eitt; þetta verður öllum öðrum að
skiljast líka, ef vel á að fara.
Smáhéraðsbúarnir í Arkansas vísuðu veginn,
eða réttara sagt, fylgdu fordæmi hins miskunn-
sama Samverja. Sérhver sá, er eitthvað getur
látið af hendi rakna, eins 0g nú hagar til, á að
gefa, og verður að gefa; og gjöfunum á hann
að útbýta í anda hins miskunnsama Samverja;
þá ætti enginn að skjálfa í skugga eða bera
kvíðboga fyrir komandi jólum.
Hér sólin á þá sögu,
er sögð var mér í gær;
eg yrki um það bögu
til allra fjær og nær:
Að hún hafi um aldur
ylað hól og laut,
tár og tímans Baldur
tignað hennar skaut.
Suma aðra daga, er eg var
staddur í Tacoma, fór elg í hina
listigarðana, en komst þó aldrei
út í Lincoln Park, og er hann mjög
fagur, eftir því er E. S. Guð-
mundsson sagði. Eg kom í hann
að sönnu fyrir 20 árum síðan, og
fegri listigarð hafði eg þá aldrei
áður séð; hins vegar þá ekki bú-
inn að ferðast eins víða og. nú. Á
forngripasafninu sá eg, eins og
á sér stað, of margt til að geta
haft verulegt gagn af. Þar var t.
d. ferðataska Abrahams Lincoln
og sjal, er kona hans átti, hringa-
brynja frá Japan og ótal margt
fleira.
Eg fóiseinn daginn aleinn á kvik-
myndasýningu. Leikur sá hét:
“Out at the Ocean side”, o'g voru
það góðar myndir. Svo kom eg
þar á knattleikahús, og var þar
táp og fjör yfir alt. Spilið upp á
peninga og mest var það spil, er
nefnist “Roamey”.
Nóg er þar eins 0g annars stað-
ar af vínpukri.
Fallegir og stórir matsöluskálar
og alskonar skraut í búðum eins
og flestum borgum, er hafa tulgi
þúusnda íbúa; aldini af öllum teg-
undum, eins og bezt á sér stað í
aðal aldinalandinu Californiu;
lax nýr og ferskur á kjötmörkuð-
um fyrir 10 cent pundið. Eg bara
öfunda fólkið í þessari borg af
laxinum, og svona ódýrum. Eg
bað E. S. Guðmundsson að kaupa
að kaupa mér lax, því mér þótti
hann svo góður steiktur, og það
stóð ekki á því, að hann líka gerði
það eins og alt annað, er hann o’g
kona hans vildu gera fyrir mig.
E. Sv Guðmundsson gat ekkert
verið með mér úti við, nema á
kvöldin, því hann var bundinn við
búðarvinnu sína. Einn daginn er
eg var hjá Guðmundson, sagði
hann, að Dr. J. A. Johnson ætlaði
að sýna kvikmyndir heima hjá
sjálfum sér þá um kveldið, af þús-
und ára hátíð Alþingis, og sagði
að Mr. Johsnon hefði boðið sér og
konu sinni að koma með kunn-
ingja sína með sér. Af þessu var
eg mjölg glaður yfir að fá að heyra
og sagði að það skyldi ekki standa
á mér að koma þangað með þeim.
Svo leið þessi dagur og við fórum
yfir til Dr. Johnson um kveldið,
og höfðum þar mjög góða kveld-
skemtun. Þarna voru talsvert
margir viðstaddir 0g myndirnar
virtust mér mun betri en þær, er
eg hafði áður séð hjá Bárðarson,
er eg Igat um hér að framan, bæði
ÞETTA ER EKKI ALGENGT KAFFI — HELDUR
'SAMBLAND AF ÚRVALS RÆKT — OG MEIRA EN
SAMSVARAR VERÐINU.
Blue Ribbon Limited
WINNIPEG
CANADA
skýrari og ibetur valdar. Dr. J. A.
Johnson og frú hans og sonur,
fóru öll heim í fyrra og mun son-
ur þeirra hjóna hafa tekið þessar
myndir. Dr. Johnson skýrði fyrir
okkur þessar myndir þetta kvöld,
en sonur hans stýrði myndavél-
inni. Af þessu höfðu allir við-
staddir hið mesta yndi. Sumt af
þessu fólki hafði aldrei séð ísland
eða neití þaðan. Þar var frú
Jackson stödd frá Vaíicouver, B.
C., mjög skemtileg kona; hún er
sunnlendingur eing og eg, og við
bæði þektum að minsta kosti flesta
staði í myndunum. E. S. Guð-
mundson og Lukka kona hans
elska ísland af öllu hjarta, svo
það þarf enginn að efa, að þeim
þótti mikið koma til um mydnirn-
ar. Þetta var líka hið ánælgjuleg-
asta kvöld í alla staði. Ýmislegt
fleira sáum við þarna hjá þessum
hjónum, er þau höfðu eignast
heima, en því er eg ófróður að
lýsa. — Svo voru þarna bornar
fram rausnarlegar véitingar litlu
áður en allir gestir þessara mynd-
arlegu og alúðlegu hjóna fóru
hver heim til sín, allir þakklátir
og glaðir.
Hin kveldin, er eg var hjá E. S.
Guðmundson, gerðum við okkupr
það til skemtana, að lesa ljóð og
sögur. Hann er hinn mesti bóka-
maður og á það stærsta bókasafn,
er eg hefi séð hjá nokkurri fjöl-
skyldu hér vestan hafs. Svo er
kona -hans einnig mjög hneigð
fyrir lestur og fróðleik. Sömu-
leiðis er hún völundur á alt, er
hún leggur hönd á. Hún á fork-
unnar vandað verk eftir sjálfa sig,
er aðallega ætti að látast á sýn-
ingar.
Mr. Guðmundson er skáldmælt-
ur vel, þó hann vilji ekki hampa
með það fyrir almenningi. Hann
hefir samið álitle'gt dýrasögusafn,
er eg las hjá honum til enda, og
þótti mér mi’kið til þess koma.
Sumar af þeim hafa komið í Sögu
Þ. Þ. Þorsteinssonar, en flestar
eru óprentaðar. Hann á sem sagt
stórt bókasafn og vandað og stórt
heimili.
Einn daginn, er eg var hjá Guð-
mundson, fór kona hans með mig
til nágrannahjóna sinna; konan
er íslenzk, en maðurinn skozkur,
heitir J. W. Carpenter; kona þessi
er því ávalt kend við mann sinn,
en 'heitir Elín. Þar hafði ég góða
komu, sá mynd af hinni fornu
Snorralaug, olg margt fleira. Elín
er ættuð úr Helgavatnssveit, og
heimsótti þær stöðvar í fyrra, um
leið og hún va viðstödd á þúsund
ára hátíðinni.
Nú voru þessir áttt dagar liðn-
ir, og eg kominn aftur til Seattle, í
minn samastað hjá frú Olson.
Eg fór tvívegrs að sjá Jón kaup-
mann Jónsson, þann er kvað rím-
urnar. Hann er bráðfjöugur, lít-
ill karl, dökkhærður með dökkum
augum, fimur í hreyfingum, vel
gerindur olg vel máli farinn.
Hann býr aftan til í ibúð sinni, og
er þar allur eins og heima hjá sér,
milli þess að skiftavinir hans koma
inn. Mér þótti gaman að skrafa
við Jón; hann þekkir og hefir
ftrðast um Californíu, verið um
kyrt í Sante Diego og víðar. Hið
fyrra sinnið er eg kom til hans,
fór hann með mér til vinafólks
síns. Mig minnir til hjóna, er eg
má segja að heita Mr. og Mrs.
Sigurður Stefánsson, kalkari.
Já, þar komst ég loksins niður á
rétta nafnið fyrir þessa menn, er
við hér vestan hafs / köllum
“plastrara”. Það voru góð hjón
og gestrisin. Þykir mér fyrir, ef
eg fer skakt með nafn þeirra.
Eftir að eg hafði nú dvalið fjóra
daga hjá Mrs. Olson, var símað
yfir til hennar og spurt, hvort Er-
lendur Jónsson væri þar. Svo eg
var kallaður að símanum, og þetta
var þá Alen, kona Mr. B. O. Jó-
hannssonar lyfsala, og sagði hún
sig lanlgaði til að eg kæmi yfir til
þeirra, það væri stutt þaðan sem
eg væri staddur, og sagði hún mér
til vegar í símanum; svo sagðist
hún skyldi mæta mér, ef eg vildi.
Af þessu varð eg stór-glaður, og
þetta var þá loks önnur konan, er
eg hafði utanáskrift til, systir
Mrs. Shield, nágrannakonu minn-
ar í Los Angeles. Leizt mér vel
á hjá henni; þar er stórt o'g mynd-
arlegt heimili og stór fjölskylda.
Þar var staddur frændi hennar,
Sveinn Björnson, hálfbróðir Dr.
Ólafs Björnsonar í Winnipeg, og
frændi konu minnar sálugu. Ræð-
inn og fróður karl; en hann var á
förum þarna frá Mr.s Jóhannson
og fór litlu eftir að eg kom á
þennan stað. Hann býr að mig
minnir á Birmington eyju, þar úti
í sundunum. — Um kveldið segi
Mrs. Alef mér að sækja tösku mín:
frá Mrs. Olson, eg mætti eins ve
dvelja hjá þeim. Eg Igeri sem mé
er ksipað, því ekki er að fráfælas
vistina hjá þessum hjónum.. —
Nú leið hver daguri af öðrum, er
seztur þarna upp og líkaði ve1
Einn daginn fékk eg boð frá konv
er vildi sjá mig. Það var frú Ní
els Johnson; maður hennar e
sænskur og vinnur við að ferm-
og afferma stór hafskip. Þega
kona þessi var umkomulaus unr
stúlka fyrir 24 árum síðan, va
hún hjá mér olg konu minni í Wir
nipeg; 0g svo var hún líka hj
Mrs. Hannes Pétursson dóttú'
konu minnar sálugu. Þessi konp
sem er nú í góðum efnum, í stóri
nýtízkuhúsi, og sonur hennar nú
fullorðinn maður fyrir löngu,
tók mér eins og hún ætti hvert
bein í mér. Og hjá henni hefði eg
getað sezt upp, eins og kallað var
heima í forna daga, þegar átt var
við flökkufólk. Þarna hjá þess-
um hjónum fékk e'g góðgerðir og
vin og bjór eins og eg vildi drekka.
Eg kom til þeirar tvívegis og átti
að koma oftar. Mr. Niel þessi
Johnson fór með til að skoða flóð-
lokur í skipaskurðinum, sem ligg-
ur í gegn um Ballard inn í Lake
Union. Þar þótti mér vant um
að koma og fróðleikur í að skoða
mig þar um.
Fyrra sunnudaginn, er e'g var
hjá M. 0. Jóhannson, fór kona
hans með mig í islenzku kirkjuna
lútersku, sem hún tilheyrir. Séra
K K. Ólafson flutti þar messu að
kveldinu, en hvort hann var áður
búinn að messa þann dag vissi
ég ekki. Mrs. Jóhannson valdi
mér sæti, þegar inn í kirkjuna
kom, og setti mig innarlega, hjá
tveimur öldruðum konum; sjálf
fór hún yfir í söngflokkinn, því
hún mun tilheyra honum. Kirkju-
byggingin leit út fyrir að vera
ný og rúm'góð, snjóhvít og kölkuð
að innan, hátt upp undir hvelf-
ingu. Ekki sá eg hvort henni
fylgdi nokkurt eldhús, eða mat-
skáli. Eg þekti þarna enga mann-
enskju, nema frú Johnson, sem
fór þangað með mig, og enginn
ulan hún þekti mig, sem mátti nú
einu gilda; og ef einhvern þarna
þekti mig, gat hann orðið hissa
á því að sjá annan eins syndasel
sem mig vera Iþarna kominn í
kirkju. Þetta var mér samt til
hinnar. mestu ánægju; þarna fékk
eg allar þær Ihugleiðingar, er eg
þurfti, bæði þarna við messuna
og eins eftirleiðis. Eg leið þó baga
við að heyra ekki mjög vel til
prestsins. Eins og þeir vita, sem
eiga við heyrnarleysi að stríða, þá
er Iþví þannig varið, að missi menn
þó ekki sé enma nokkur orð úr máli
manna, þá er eins o'g maður missi
alt innihald málsins. Þannig varð
fyrir mér í þetta sinn. Mig minnir
að eg hafi þó heyrt það rétt, að
þráður í ræðu prestsins var eitt-
hvað um hinn andlega mann.
Jæja, þetta var ekki svo fráleitt
fyrir mig. E'g þóttist vakna við
það, að eg hefði ef til vill líka
andlegan mann. En hvernig í ó-
sköpunum presturinn gæti nokk-
uð lýst eða huggað minn andle'ga
mann, það gat eg ekki skilið.
Enda sagði presturinn ekkert um
það, að ihann tæki minn andlega
mann nokkuð til greina. Svo eg
ályktaði þarna, að hann ætti við
hinn andlega mann í einhverjum
okkar lærifeðrum, og það lét eg
mér nælgja.
Söngurinn í þessari kirkju var í
betra lagi, þegar miðað er við
það, að þarna voru nokkuð fáir
við þessa messu. Ekki fór það
svo að enginn væri þarna, er ekki
þekti mig í sjón, því þegar úti var
messan Og organistinn sneri sér
við frá orgelinu, — má líka hafa
verið píanó—, þá sé eg að þetta
er Þorsteinn Guðmundsson frá
Englewood bæ í nánd við Los An-
geles. Eg mætti Mr. Þorsteini
Guðmundson og heilsaði honum
strax eftir messuna—er mentaðir
menn nefna guðsþjónustu. Eg
var látinn heilsa þarna prestin-
um; hann að sönnu tók kveðju
minni, en virtist ekki, sem eðli-
legt var með prest, kannast neitt,
við mig og yrti ekkert á mig. —
Eg hafði samt, alt fyrir það, lán
af að fara í þessa kirkju þetta
kvöld, því út úr því fékk eg heim-
boð annarar konunnar, er eg sat
hjá í kirkjunni, Mrs. Sumarliða
Sumarliðason, og ef til vill hjá
hinni konunni líka. Elg held síð-
an þetta, að það sé enginn vafi á
því, að þarna sé gott fólk í þess-
ari kirkju. Enda hafði Þorsteinn
Guðmundson orð á því við mig
síðar, er eg hitti hann; og hvað
varðar meiru, litlu síðar í heim-
boði til hinnar merku og góðu
konu, Mrs. Sumarliðason. Hún
býr í vönduðu nýtízkuhúsi með
dóttur sinni, er heitir Halldóra,
áður Igift Mr. S. Lewis mentamála-
stjóra. Mrs. Sumarliðason mun
að skírnarnafni heita Helga
Kristjánsdóttir. S. Sumarliðason
gullsmiður, nú dáinn. Hann var
mesti völundar á smíðar. Eg stóð
alveg undrandi af ýmsum menja-
gripum, er þessi kona átti og sýndi
mér, smíðuðum. af hinum fram-
liðna snilling, manni hennar.
Sumarliðason var fæddur Skál-
hólsvík í Hrútafirði í Stranda-
sýslu. Hann ólst upp í Kollabúð-
um hjá föður sínum. Kollabúðir
munu vera við Þorskafjörð í ísa-
fjarðarsýslu, og vera forn þing-
staður. Mér þótti bæði fróðlegt
og ’skemtilelgt að heimsækja Mrs.
S. Sumarliðason, og eg bið hana
fyrirgefa það, ef eg fer rangt
með fyrra nafn hennar. Þessi
kona sagði mér margt og mikið
með hinum mesta skýrleik og
greind. Hún salgði mér líka mik-
ið um sláttumann dauðans. Hann
stóð lengi höggharður í kringum
hana, og mig undraði á því, hvað
þessi kona hefir getað afborið
miklar raunir á lífsleið sinni.
Milg minnir frúin segja mér að hún
hafi mist fimm syni sína upp-
komna, olg eina dóttur. Mér datt
ósjálfrátt í hug, þegar þessi kona
var að segja mér þetta, að hún
hefði fulla ástæðu til að syngja
alténd eitt erindi úr einu stuttu
kvæði eftir Einar H. Kvaran, þar
sem hann segir:
“Og hvert sem að forlögin flytja
þann mann,
um fjöll, eða sæ, eða torgin,
hann kennir á enni sér kossinn
þann,
er kysti’ ’ún hann forðum sorg-
in.”
Þetta er sannleikur og falleg lýs-
ing. En þá var Kvaran ekki orð-
inn frægur, er hann orti þetta
gullfallega kvæði, er hann kallar
“Kossinn”, og tóku þá færri eftir
þess vegna. Gáfur eru lítils metn-
ar hjá íslendingum, ef þær búa
• ekki við auð og frægð.
Eg þakka þessari konu fyrir
heimboðið, þægilegt viðmót og
góðgreðir. Sömuleiðis þakka eg
hér með öllu því fólki, er eg kom
til, fyrir góðar viðtökur, og af
því aðallega skrifa eg þessar
ferðaminningar mínar.
Nú er þá, að eg held, ógetið um
enn ein hjón, er eg kom til í Ball-
ard, en engan vil eg eftir skilja.
Eg hafði enga dagbók, því mér
kom ekki til hugar þá, að eg
mundi skrifa ferðasögu þessa. En
eg get skrifað á minnið stundum.
Mig minnir, að eg kæmi til for-
eldra Carls Freedrick tengdason-
ar Mrs. Sumarliðason, að kveldi
til, og mun það hafa verið konan,
sem sat hjá Mrs. Sumarliðason í
kirkjunni, sem áður getur., Má
vera, að hún heiti Helga Kristj-
ánsdóttir, þó held eg frekar að
hún hafi heitið Anna Þórðarson.
Eg bar kom sem snöggvast til
þessara hjóna; þau ibjuggu í öðru
húsi fyrir sunnan Jóhannson-
hjónin. Mig minnir að Mrs. Jó-
hannson liti þar inn til þeirra og
segði þeim hver eg væri, en hún
hafði ekki tíma til að stanza hjá
þeim elngi. Þetta voru undur
þægileg hjón, og eins var dóttir
þeirra, er mér Skildist vera
skólakennari og dvelja með for-
eldrum sínum. Góðar voru við-
tökur hjá þessum hér umræddu
gömlu hjónum, eins og allstaðar
annarsstaðar, þó lítil væri við-
staðan.
Nú þarf eg að bæta því við, að
mér leið undur vel í þá átta daga,
er eg dvaldi hjá 0. B. Jóhannson
lyfsala 0g þeim hjónum; fjöl-
skvldan er öll góð og viðfeldin,
fjórar stúlkur eiga þau og einn
son, Lincoln að nafni. Þessi hjón
eiga myndarlegt bókasafn. Jó-
hnnnson virtist mér vera stórgáf-
aður maður og hið mesta prúð-
menni. Eg hafði gaman af að
skoða þar afar mikinn fjölda af
mvndum, er sonur þessara hjóna
tók í Evrópuferð sinni í fyrra, og
ÞÚ GETUR HAFT
STERKAR TAUGAR.
Það er ótrúlegt, hve fljótt Nuga-
Tone gerir veiklaðar taugar afl-
miklar. Hafir þú veikar taugar,
sért óstiltur og órór, getir ekki sof-
ið á nóttunni, þá reyndu þetta á-
gæta meðal. Það hreinsar eitur-
gerla úr líkamanum, sem gera þig
igamlan og ófæran til vinnu langt
fyrir stundir fram. Nuga-Tone
gefur þér góða heilsu, orku og
þrek. Það fæst hjá lyfsölum. Hafi
lyfsalinn það ekki við hendina, þá
láttu hann útvega það frá heild-
söluhúsinu.
samferðamaður hans. Þeir fóru á
reiðhjólum um meiri hluta Evrópu,
og eftir myndunum að dæma, mun
sonur þessara hjóna eiga miklar
athyglisgáfur. Einnig hafði eg
mikla skemtun af að hiusta á
hljóðbera (radio), er sonur þeirra
hafði þar. Við heyrðum Gandhi
halda tölu síðara sunnudaginn, er
eg var þar, og Mr. B. 0. Johnson
var heima þann sunnudag. Við
vorum allir hissa á því, hvað
Gandhi talar góða ensku, og um
leið þunlgt mál. En að hugsa út í
fjarlægðina og heyra hann eins
og hann væri í sömu byggingu og
við; Gandhi var þó staddur á
einum af hinum mörgu Indlands-
mála fundum í London á Eng-
landi. Mahatma hefir einhvern
einkennilegan þunga í máli sínu;
því er ekki að furða sig á, þótt orð
hans vigti. Hann er líka þektur
að því, að hafa ótakmarkað hu'g-
rekki til að láta sannfæringu sína
í ljós. í ræðu sinni sagði Gandhi,
að ágirnd væri hin skaðlegasta
fylgja mannkynsins. Fastheldni
og öfundsýki hennar fylgifiskar.
Hann rakti eitthvað sögu Grikkja.
Lýsti innanlands iðnaði í Ind-
landi, og ótal mörgu fleira, sem
eg bæði ekki skildi né heyrði.
Einn daginn, er eg dvaldi hjá
Jóhannson lyfsala, rakst elg á Þor-
björn Johnson smið. Hann er
Borgfirðingur, kominn af Leirár-
garða ætt, er margir kannast við.
Hann bauð mér heim til sín, og
hjá honum var eg heilt kveld.
Ekki lærði eg hvað kona hans
htitir, en hún sagðist vera dóttir
Guðm. Erlendsonar á Gimli; hvort
hann er lifandi veit eg ekki. Þessi
hjón voru undur þægileg, og ekki
eru þau víst undanskilin öðrum
með að gera Igott þeim sem að
garði ber. Þorbjörn lítur út fyr-
ir að vera í góðum efnum.
Einn dag spurði Jón Jónsson
kaupmaður eftir mér, og ætlaði að
hafa mig með sér á fund bókafé-
lagsins Vestri. Það lestrarfélag
fær orð fyrir að hafa góða og
skemtilega fundi. Mér þótti fyrir
því, að hann gat ekki náð til min
þennan dalg, svo eg misti af þeirri
skemtun.
(Niðurlag næst.)
Night Classes
Mondays and Thursdays
7:30 to 10 p.m. All year
They do not interfere with your regular
employment, but they will qualify you for
advancement and a bigger position.
Five hours a week cannot be spent to
better advantage.
It is an opportunity which has increased
the earning powers of hundreds of young people.
Every subject essential to modern business
is taught and with the same thoroughness that
has always characterized our Day Classes.
You can enroll at any time but a commence-
ment with the beginning of the Fall session will
prove very he’pi'ul to you.
Our registering offica is open from 8 a.m.
to 10 p.m. daily.
If you cannot conveniently come to see us
one of our educational advisers will be pleased
to call upon you if you will ’Phone 37 161.
The Domin&on Business College
The Mall
also Winnipeg
St. James
and
Elmwood
-H