Lögberg - 07.01.1932, Side 1

Lögberg - 07.01.1932, Side 1
45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FíMTUDAGINN 7. JANÚAR 1932 I NÚMER 1 Lc igberg ós ;kar öllum Islendingum gleÖil egs I* 4ýárs! Frá Tengchow Af síðustu bréfum til kristniboðs- vina verður ekki annað ráSið, en að við séum enn þá í Hankow, eða uppi á Kúling. Eg er þó bráðum búinn að vera hér í mánuð og hefi þegar heimsótt útstöðvarnar. Ættu þið kost á að lita inn um hérna á aðal- stöðinni, mundi ykkur þykja flest bera vitni um annríki og aukna starfsmöguleika. Þetta þykir okkur mikil Guðs gjöf. Engir erfiðleikar kristniboðs- starfsins þola samanburð við þá þungu þraut, að verða aö standa auðum höndum og ekkert geta gert, eins og oft hefir kontið fyrir. Vegna borgarastyrjaldarinnar í sumar var ekki afráðið fyr en í lok ágústmánaðar hvað gera skyldi. Var þá ákveðið að konur og börn yrðu um kyrt i Kúling, en að karlmenn- irnir snéru aftur til kristniboðs- stöðvanna. — Nokkru síðar fylgdu þrír kventrúboðar í fótspor okkar. í byrjun september gerðum við burðarmönnunum aðvart, og lögð- um af stað fótgangandi niður fjall- ið. Þessir áburðarklárar keyfa á undan okkur með þungar byrðar. Vöðvarnir eru þrútnir og brjóstin þanin eins og dragspil. í sumar hafa þeir borið farangur tiu þúsund rnanna upp á þetta háa fja.ll, og bera hann nú sömu leið aftur niður af fjallinu. Og í mörgum tilfellum bera þeir ekki einungis farangurinn, heldur einnig eigeridurna sjálfa. í nánd við Kúling þykir engin at- vinna arðsamari og eftirsóknarverð- ari ,en að vera burðarmaður. En þessi þúsund ára gamli atvinnuveg- ur minnir mann ósjálfrátt á þræla- hald og mannúðarleysi. Kúling er yndislegur dvalarstað- ur á sumrin.— Við stöndum efst í “þúsund- þrepa tröppum,” og njótum útsýn- isins áSur en við sökkvum niður í sléttlendið. Útsýni er hér engu miijni en frá Baulu í Norðurárdal (Fusiyamá okkar íslendinga), og þolir samjöfnuð: Háar hamrabrún- ir, urðir og grænar hlíðar, skógur, djúpir dalir, ár og lækir, fossar og stöðuvötn.—Þetta hefir okkur þótt viðbrigði. í Tengchow hagar álíka til og ef alt ísland væri flatt eins og Rangárvellirnir. Og svo er þétt- býlið svo mikið, að manni er naum- ast frjálst að stiga fæti annarstaðar, en á kristniboðsstöðinni. Við verðum að hraða okkur, ef ekki á að fara fyrir okkur eins og Hudson Taylor, er burðarmenn- irnir stálust frá honum með peninga og pjönkur. Til Kiugjang komum við að kvöldi. Er það stór lendingarstað- ur á bökkum Yang-tsiðgjang. Af húsununl þar mun nálega helmingur- inn hafa hrunið í vatnsflóðinu í sumar. Vatnið er farið að sjatna, en þó verður maður að róa í bátum um göturnar. Við klöngrumst upp i aðra hæð á gistihúsinu. Neöri hæð- in er farin að grotna niður. Legg- ur illan daun af áaur og vatni, sem búið er að standa í tvo mánttði. Seint um kvöldið var okkur róið um borð í japanskt eimskip, á leið til Hankow. Vorunt við því fegnir. 1 Kiugjang er ekki aðeins óvistlegt. En þar var farið að bera mjög á kólerusótt ; það hræddumst við þó að við værum bólusettir áður en við logðum af stað. Eerðalaginu upp eftir Yangtsið- gjang að þessu sinni munum við seint gleyma. Manni fanst skipið vera svo óviðkunnanlega hátt i vatn- inu. Bakkarnir voru sokknir. Mað- ur getur horft yfir trjátoppana, hús- þökin og þorpin á fljótsbakkanum, óendanlega langt, eins og ef skipið væri komið út í rúmsjó. Fljótið hefir rutt allar hömlur, gerðar með manna höndum, úr vegi sínum. Tugir þúsunda manna hafa orðið að flýja til hæöanna og hálsanna báðum megin sléttlendisins. Hve mörg lík hafa rekið niður eftir Yangtsiðgjang á ]>essu surnri, veit enginn með fullri vissu. En alheimi er nú kunn orðin neyð eftirlifandi manna á flóðsvæðinu. Það var erfiðleikum bundið að kornast ferða sinna í Hankow. Eftir að hafa þráttað hæfilega lengi um borgunina, tókst okkur að leigja bát. VerSlag er óákveðið í Kína, hvort sem um vinnu er að ræða eða vörur. Ef kaupandi og seljandi eru álíka sanngjarnir báð- ir, til að byrja með, mætast þeir að lokum miðja vega og verða á eitt sáttir um sannvirði. Fer mikill tími í þetta fyrir Kínverjum, en svo fá þeir góða æfingu i mælsku, og er það fögur íþrótt! Vratnið er farið að grynka á göt- unum. Ekki leið á löngu áður en báturinn kendi grunns. AuðvitaS kom það ekki ræðaranum á óvart, en þó var um samið, að hann flytti okkur alla leið á járnbrautarstöðv- arnar. Hann varð að fá fulla borg- un, en við urðum að semja um hand- vagna, bæði fyrir sjálfa okkur og farangurinn. Því miður reyndust ekki handvagnarnir hóti betur en háturinn. Skamt frá járnbrautar- stöðinni fóru þeir alveg á kaf, og við urðum nú að ná í bát aftur. LandiS er nokkru lægra fyrir norðan Hankow en inni í bænum. Þar var alt í kafi, nema húsþökin, trjátopparnir og járnbrautarstöðin, en hún er allmikið upphækkuð. Meðfram járnbrautinni eru tvær piargþættar símalínur. Flestir síma- staurarnir voru dottnir og stóðu á hausnum, með neðri endann upp úr vatninu. Herflutningar voru miklir á járn- brautinni. Hermennirnir eru illa liðnir, og alstaðar óvelkomnir. — Ekki söknuðum við föruneytisins, er við stigum af lestinni í Hwayuen, eftir sjö tíma akstur. Tilgangur okkar var að komast þaðan í bíl, alla leið til Laohokow. Ferðuðumst við meS þeim liætti, á hálfum öðrum degi til Hankow í vor. Þið munuð minnast þess úr fyrri ferðasögum mínum, að venju- lega höfum við orðið að fara með fljótabátnum upp eftir Han-ánni, og stundum. verið mánuð á leiðinni. Umferðum er að mestu leyti hætt á Hangjang, enda í höndum kommún- ista á stórum svæðum. Nú var útlit fyrir aS kommúnist- um mundi takast að stöðva bílferð- irnar líka. Læknirinn okkar og fylgdarmaður hans biðu í Hwayuen eftir bilferð, í 5 vikur. Þegar þeir loksins komust af stað, töfðust þeir víða á leiðinni, en komu til Laoh- kow á 8. degi. IAgðust þeir þar báðir í blóðsótt, og eru ekki búnir að ná sér ennþá. Við vorum hepnari. Snemma morguns daginn eftir að við komum til Hwayuen, ókum við úr hlaði, og komum á öSrum degi til Laohokow. Var það glæfraför mik- il. Ræningjarnir höfðu stöðvað bíl- ana hvað eftir annað, rænt farangri og peningum, og drepið einn mann daginn áður. Á hættulegustu stöðv- unum ókum við með geysi hraða. Hermenn stöðvuðu okkur einu sinni, og tróðust nokkrir þeirra inn í bíl- inn. Vorum við eftir það 20 manns í bílnum, en sæti aðeins fyrir tólf. Svo að þá leið kemst nú enginn til Hankow, nema fuglinn fljúgandi. Eiga kommúnistar og ræningjar sök ywwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwN Nýja árið Gleðilegt ár um lög og lönd með ljósið blítt. (tleðilegt ár með bróður bönd og brjóistið lilýtt. Gleðilegt ár með andans frið og afl og' dáð. Gleðilegt ár með líkn og lið af lífsins náð. Gleðilegt ár með sumar sól í sál og lund. Gleðilegt ár með ást og skjól og vl í mund. Gleðilegt ár með hjörtu hrein og hjálp í þraut. Gleðilegt ár að mýkja mein á mannlífs braut. Gleðilegt ár með táp og trygð og takmark sett. Gleðilegt ár að glæða dygð og gera rétt. Kom nýja ár með andans þrá að eignast meir: af ást og trú á auðlegð þá sem aldrei deyr. M. Markússon ,WMAMWMAM GANDHI TEKINN FASTUR. Ekki verður því neitað, að horfurnar á Indlandi séu hieldur óvænlegar nú sem stendur. Að- faranótt mánudagsins í þessari viku, var Mahatma Gandhi tek- inn fastur í Bombay. Var það gert um miðjá nótt. Var honum afhent skjal, þar sem honum var tilkynt, að hann væri tekinn fast- ur og hvers vegna. Hann leit á það, brosti og rétti það syni sín um. Þetta var á þeim degi vik- unnar, sem Gandhi þegir, og seg- ir ekki nokkurt orð. Annar helzti; leiðtogi Nationalistanna á Ind- landi, Wallabhai Patel, var líka tekinn fastur. Hefir Gandhi enn sem fyr várað sitt fólk sterklega við öllum ofbeldisverkum, bar- dögum og blóðsúthlellingum, en hann hefir eggjað það til að brjóta lögin, borga ekki skatta og sýna stjórninni mótþróa með ýmsu móti, auk þess að kaupa engar útlendar, eða að minsta kosti ekki brezkar vörur. Það lít- ur út fyrir að stjórnin sé ráðin í því, að bæla niður mótþróann, len vænta má þess, að ekki verði þar farið að rasandi ráði, eða ósann- girni beitt, meðan Ramsay Mac- Donald er forsætisráðherra Brlet- lands og Lprd Willin'gdon vísi- konungur á Indlandi. Nanna Benson Aðfaranótt sunnudagsins 3. janúar andaðist að heimili sínu hér í borginni húsfrú Nanna Ben- son. Hafði hún verið biluð að heilsu hin síðari mfsseri, enda komin hátt á áttræðisaldur. Hún hét fullu nafni Nanna Sofía og var dóttir Arngríms mál- ara, Gíslasonar skálds frá Skörð- um, og konu hans Margrétar Magnúsdóttur. Hún var fædd á Neslöndum í Mývatnssveit 10. nóvember 1854. Árið 1877 giftist Nanna sál. eftirlifandi eiginmanni sínum Benedikt Jónssyni, frá Stóru- völlum í Bárðardal. Höfðu þau verið í hjónabandi rúm 54 ár nú er dauðinn kom á heimilið þeirra snotra, að 739 Toronto St., og skildi þau um hríð. Einkabarn þeirra hjóna, sem á lífi er, er læknisfrú Aðalbjörg Brandson í Winnipeg. Fjögur börn þeirra dóu á ungum aldri. Til Vesturheims komu þau Bene- dikt og Nanna árið 1883 og hafa ávalt síðan átt heima í Winnipeg. Benedikt er söðlasmiður og ak- týgja, og stundaði hann þá iðn hér í borginni fram til síðustu ára. Er hann nú kominn fast að átt- ræðu, en þó við heilsu. Hafa þau hjón alkunn verið lengi í íslenzku á þvi. Kom það okkur ekki á óvart. Frá ferðatagi mínu til útstöðv- anna mun eg segja ykkur í næsta bréfi. Sem stendur eru góðar horf- ur á að okkur gefist ný og óvænt tækifæri til að flytja þessu fólki fagnaðarboðskap friðarins. Nýr kristniboði fluttist hingað i sumar, Anda, skólabróðir minn úr Noregi, ásamt konu sinni. En hún hefir verið kenslukona í Laohokow og er skólasystir Herborgar. Svo vinna hér tveir kventrúboðar norsk- ir, 5 kventrúboðar kínverskir og 8 trúboðar. Verður sagt frá því í næsta bréfi hvernig við skiftum með okkur verkum, og gjöri eg mér von utn aS geta sagt ykkur góðar fréttir. Tengchow, Honan, 5. okt. 1931. Ólafur Ólafsson. —Bjarmi. SPRENGIKÚLUR SENDAR MEÐ PÓSTI. Frétt frá New York getur þess, að orðið hafi vart við einar tólf sprengikúlur, að minsta kosti, sem sendar hafa verið til ýmsra borga í Bandaríkjunum. Eru þær svo aflmiklar, að ein væri nægi- leg til að spren'gja upp heila bygg- ingu. Hafa þessi sprengitundur þegar orðið nokkrum mönnum að bana. Eru þessar sendingar sér- staklega ætlaðar ítölum, sem í landinu búa, og eru sumar þeirra sendar til ítalskra konsúla, en eins og nærri má getá, eru þeir einir ekki í hættunni. Lögreglan hefir ekki enn komist að því, hverjir eru að þessu valdir, en gerir sér !góðar vonir um að koip- ast fyrir það áður en langt líður. MINNA BYGT. Árið sem leið námu bygginga- leyfi, gefin út í Winnipeg, alls $4,306,600, en árið 1930 námu þau $6,653,680, og er því mismunur- inn $2,347,080. Ibúðarhús bygð á árinu, voru 416, en árið áður 519. íbúðar marghýsi (Apartments) voru að eins sex bygð, en átta árið áður. SIR GEORGE FOSTER Hann andaðist í Ottawa hinn 30. f. m., 84 ára að aldri. Fæddur í Carleton, N. B., 3. september 1847. Mentun sína fékk hann við New Brunswick háskólann og 1870 var hann skipaður prófessor við þann skóla í grískum og latnesk- um fræðum. Skömmu síðar fór hann til Evrópu og stundaði fram- haldsnám við háskólann í Edin- burgh á Skotlandi og Heidelberg á Þýzkalandi. Árið 1873 kom hann aftur til háskólans og kendi þar í sex ár. Árið 1882 var hann fyrst kosinn á þing og 1885 var hann tekinn í ráðuneyti Sir John A. Macdonalds. Eftir það átti hann lengst af sæti á þjóðþinginu og gaf sig alt af mikið við stjórnmál- um og má segja, að um hálfrar v.ldar skeið, hafi hann verið einn með allra atkvæðamestu og vitr- ustu stjórnmálamönnum þessa lands. Bindindismálið lét hann snemma til sín taka, og fylgdi því fast fram alla æfi. Hann var vín- bannsmaður. Ferðaðist hann all- lengi og víða og flutti fyrirlestra um þetta efni. Breytti hann aldr- ei skoðun sinni í þeim efnum. Síðari árin gaf hann sig mjög mikið við því, að útbreiða þekk- ingu Canadamanna á Þjóðbanda- laginu og efla útbreiðslu þess og afla því stuðnings þjóðar sinnar. Hafði hann óbilandi trú á gagn- semi þess og viðgangi. Hann kom einu sinni til Winnipeg í þeim er- indum og flutti þá ræðu um þetta efni í Walker leikhúsinu. Þeim sem þetta skrifar, er minn- isstætt hve prýðisvel hann talaði. Var hann þó þá orðinn gamall maður. Hann var vafalaust einn af mestu mælskumönnum, sem Canada hefir enn átt. Notaði hann mjög mælsku sína í þarfir flokks síns, íhaldsflokksins, á yngri árum, og reyndar lengi vel. En mörg síðustu árin mun hann ekki hafa verið mjög ákafur flokksmaður. Sir George Foster mun jafnan verða minst með mikilli virðingu og sem eins af mestu mönnum þjóðarinnar á sinni tíð. SAMKOMUHÖI.LIN. Eins og kunnugt er, og áður hefir verið getið um hér í blað- inu, er nú verið að bylggja sam- komuhús mikið í Winnipeg, ‘ The Winnipeg Auditorium”. Þetta verður mikil bygging og á að kosta miljón dali. Hún verður reist sunnan við Hudsons Bay búðina, við The Mall að vestan, St. Mary’s Ave. að norðan, Vaugh- an St. að austan og York Ave. að sunnan. Verður byggingin gerð úr stáli, steinsteypu og Manitoba- steini. Aðal inrigaugurinn verð- ur af St. Mary’s Ave., en þó verða inngangar einnig frá hinum stræt- unum. Aðal samkomusalurinn á að taka 4,800 manns, en þar verða einnig minni fundarsalir og fjöldi annara herbergja. Á öðru gólfi verður pláss fyrir listasafn og söfn af ýmsu tagi og skrifstofur, sem nauðsynlegar eru. Þessi bygg- in!g verður hin veglegasta í alla staði og hún bætir úr mörgum þörfum, sem Winnipegbúar hafa lengi fundið til, en ekki getað bætt úr fyr en nú, að sambandsstjórn- in og fylkisstjórnin í Manitoba hafa hlaupið undir bagga. TVEIR MENN KÆRÐIR UM ÞJÓFNAÐ. Maurice Jones, bókhaldari, og James Francis Spawls, aðstoðar- bókhaldari í fjármáladeild stjórn- arinnar í Manitoba, hafa verið teknir fastir, og sitja nú í varð- haldi, o!g er ákæran gegn þeim sú, að þeir hafi, frá 1. janúar 1926 til 31. desember 1931, stolið $102,700 af peningum tilheyrandi fylkisstjórninni. Hefir Spawls nú viðurkent að hann sé sekur um þetta, en Jones hefir ekki enn játað því eða neitað. Sagt er að Jones hafi sjálfur tilkynt , lög- reglunni hvernig komið væri fyrir sér og félaga sínum, og voru þieir þá báðir teknir fastir. Það var rétt fyrir áramótin. Mun einhver breyting hafa verið gerð nýlega á bókhaldinu, eða eftirlitinu með því og var þá væntanle!ga ekki lengur hægt að dylja þetta óhæfu- verk. mannfélagi hér í borginni. Nanna Benson var mikilhæf kona og hinn mesti skörungur í hví- vetna. Hún var með afbrigðum fríð kona og tíguleg. Listfeng var hún og sönghneigð, svo sem hún átti kyn til. Hún tók mikinn þátt í íslenzku félagslífi. Bind- indismál lét hún sig mestu varða og hafði staðið í félagsskap Good- Templara fjölda mörg ár. Hún var meðlimur Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Jarðarförin fór fram á þriðju- daginn var, 5. janúar. Útfarar- athöfnin fór fram á heimili tengdasonar hennar, Dr. B. J. Brandson. Voru jarðneskar leif- ar hennar lagðar til hvíldar í Brookside grafreitnum. Séra Björn B. Jónsson, D.D., jarðsöng hana. ÓVANALEGA MILT VEÐUR. í desembermánuði var veðrið í Manitoba svo milt, að slíks eru engin dæmi síðan 1877. Það var að eins sex sinnum allan mánuð- inn, að hitamælirinn náði zero- marki, ogþrisvar sinnum rigndi. Þó var það ekki nema litilshátt- ar og sama er að segja um snjó- komu, að hún var mjög lítil. 1 tólf daga af mánuðinum sá ekki til sólar, en þó var sólskin í Win- nipeg í 80 klukustundir í þessum dimmasta mánuði ársins. Stund- um hefir sólskinið verið meira í þessum mánuði. Árið 1913 voru sólskins klukkustundirnar 84%, og 1927 voru þær 118.7. Annars hefir tíðin verið framúrskarandi góð í alt haust o'g er enn. PRÓF. SIGURÐUR NORDAL. Eins og áður hefir verið skýrt frá í Lögbergi, er prófessor Sig- urður Nordal nú við Harvard há- skólann o’g verður þar árlangt og flytur fyrirlestra um norræn efni. Samkvæmt féttum frá Boston, eru fyrirlestrar prófessorsins mjög vel sóttir og þykir afar mikið til þeirra koma. Þykja þeir fróðleg- ir mjög og vel fluttir. Eftir jól- in fór prófessor Nordal til New York og var þar nokkra daga hjá frænda sínum, Emile Walters, og frú hans.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.