Lögberg - 21.01.1932, Qupperneq 1
45. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. JANÚAR 1932
NÚMER3
Drengurinn sem
slasaðist
Á fimtudaginn í vikunni sem leiÖ,
vildi til það sorgiega slys, að ís-
lenskur drengur hér í borginni, lenti
meÖ hægri hendina í vél og misti
alla fingurna, nema þumalfingurinn,
og jafnvel eitthvað meira af hend-
inni. Vildi þetta til í kjötsölubúð,
þar sem hann vann. Liggur hann
síðan á sjúkrahúsi, og verður sjálf-
sagt nokkuð langt, þangað til hann
verður fullgróinn sára sinna.
Drengurinn heitir Guðbjörn Jó-
hannesson og á Heima hjá móður
sinni, að 566 Simcoe St. Hann er
nálega seytján ára að aldri. Fyrir
fáum árum dó faðir hans, Ásmund-
ur Jóhannesson, af slysi við vinnu
sína. Fyrir enn fleiri slysum hefir
fjölskyldan orðið, og^má með sanni
segja, að hún hafi reynt mikið mót-
læti og orðið fyrir sárri reynslu.
Hér hefir ungur, fátækur piltur
orðið fyrir því slysi, sem aldrei
verður bætt. Örkuml þetta veröur
hann að bera til dauðadags. Svo má
heita, að hann verði einhentur héð-
an af og það er hægri hendin, sem
hann hefir mist. Vitanlega er ekki
loku fyrir það skotið, að hann geti,
þegár sár hans er gróið, lært eitt-
hvað er hann geti haft ofan af fvrir
sér með. En til þess þarf langan
tíma, og til þess þarf peninga.
Ótal sinnum hafa Vestur-íslend-
ingar sýnt, að þeir eru fljótir og
fúsir að hlaupa undir bagga, þegar
eitthvað þessu líkt kemur fvrir ein-
hvern landa þeirra. Skapferli þeirra
mtm enn óbreytt i þeim efnum. Þeir
vilja ekki ganga fram hjá þeim, er
særður liggur, án þess að rétta
hjálparhönd. Það hafa þeir marg-
sýnt.
Lögberg hefir ákveðið, að gang-
ast fyrir samskotum til hjálpar þess-
um unga, særða manni. Má senda
það sem fólk sér sér fært að láta
af hendi rakna í þessu skyni til The
Columbia Press, Ltd. 695 Sargent
Ave., Winnipeg, Man. Verður
kvittað fyrir það hér í blaðinu viku-
lega.
Taylor á ferðalagi
F. G. Taylor, foringi íhalds-
flokksins, í Manitoba, var í vik-
unni sem leið á ferð í norður-
hluta fylkisins til að tala þar sínu
máli og síns flokks. Hann kom
til The/Pas og fleiri staða þar
norður frá ofe hélt fundi og sagði
kjósendum þar, að það væri lang-
bezt fyrir Manitobabúa að fá sér
völdin í hendur og lofa sér að
leiða fólkið í þessu fylki út úr
fjárkreppunni og öllum vandræð-
unum. Hann er alveg frá því, að
hafa nokkra samvinnu við Brack-
en-stjórnina, eða nokkra aðra en
sjálfan sig og sinn flokk, íhalds-
flokkinn. Honum finst vafalaust,
að hann sjálfur og hans flokkur,
geti sem allra bezt stjórnað þessu
fylki og komið öllu, sem að er, í
gott llag—bara að fólkið vilji
lofa sér það. Eða, það verður
ekki annað skilið af því, sem hann
sefeir, en að hánn trúi þessu.
Þarna norður frá hafði hann ým-
islegt að atuga við gerðir stjórn-
arinnar. En það var næstum und-
arlega lítilfjörlegt. Það sérstak-
lega, að stjórnarkostnaðurinn væri
meiri nú heldur en hann var fyr-
ir mörgum árum, þegar íhalds-
menn sátu hér að völdum. Sá
stjórnmálamaður, sem ætlast til
að alt sitji hér í sama farinu, eins
og það gerði fyrir nærr tveimur
tugum ara, hann er sannur í-
haldsmaður.
Ein stjórn í Sléttufylkj-
unum
P. P. Jökull
dáinn
Björn Walterson
dáinn
Þess var getið á sínum tíma hér
í blaðinu, að þingnefnd hafi verið
valin í Manitoba til að athuga
hvernig hægt væri að breyta kosn-
ingalögum fylkisins þannig, að
þau væru sanngjarnari heldur en
þau nú þykja, sérstaklega hvað
kjördæmaskiftinguna snertir. Kom
Major dómsmálaráðherra þar fram
með þá tillögu, að fækka þing-
mönnum um tuttugu, hafa þá að-
eins þrjátíu og fimm, í staðinn
fyrir fimtíu og fimm, sem nú er.
Einnig að gerbreyta kjördæma-
skiftingunni. Nú hefir meiri
hluti þessarar nefndar komist að
þeirri niðurstöðu, að heppile'gast
sé að gera engar breytingar að
sinni. Var þess kannske naumast
að vænta, að þingmennirnir vildu
fækka sjálfum sér.
Pétur P. Jökull andaðist að
heimili sonar síns, P. S. Jökull,
í Minneota, Minn., á þriðjudag-
inn, hinn 12. þ. m., Hann varð
bráðkvaddur og var hjartabilun
dauðamein hans. Hann var ná-
lega áttræður að aldri, skorti að-
eins hér um bil tvær vikur til að
fylla tuginn, fæddur 27. janúar
1852. Jarðarförin fór fram á
föstudaginn í síðustu viku frá
St. Páls kirkjunni í Minneota.
Sóknarpresturinn, séra Guttormur
Guttormsson, jarðsöng.
Pétu P. Jökull kom til Minneota
1878 og mun altaf hafa átt heima
í því nágrenni eftir það. Hann var
Jökuldælingur að ætt, þar fæddur
og uppalinn. Mikill dugnaðarmað-
ur og merkismaður í hvívetna.
Nú hefir Bracken forsætisráð-
herra komið með nýja hugmynd,
að minka stjórnarkostnaðinn og
fækka þingmönnu’m, ekki bara í
Manitoba, heldur líka í Saskatche-
wan og Alberta. Hugsar hann sér
það á þá leið, að það sé ein stjórn
fyrir öll þessi fylki og eitt þing.
Eins o!g nú stendur, eru fylkis-
þingmennirnir í þessum þremur
fylkjum alls 181. í Manitoba eru
þeir 55, í Saskatchewan 63, og í
Alberta 63. Mr. Bracken álítur,
að hægt sé að fækka þeim um
helming og komast af með eitt
fylkisþing á ári í staðinn fyrir
þrjú þing, sem nú eru haldin ár-
lega.
Mr. Bracken skilst, að með þessu
móti sé hægt að spara stórfé,
jafnvel miljónir dala. Það sé svo
ótal margt, sem spara megi með
einni stjórn o!g einu þingi, í stað
þriggja stjórna og þriggja fylkis-
þinga. Þingmönnunum megi fækka
um helminlg og ráðherrum og að-.
stoðar-ráðherrum þá væntanlegal
um tto þriðju, eða eitthvað þar
um bil. Þá eru og ýmsar nefnd-
ir í öllum fylkjunum, þar sem ein
gæti dugað í stað þriggja. Einnig
skilst Mr. Bracken, að spara
mætti mikið fé á háskólunum, sem
nú eru einn í hverju fylki. Hvern-
ig hann hugsar sér það, er samt
ekki vel ljóst. Hvort hann hugsar
sér, að það sé bara einn háskóli
í öllum fylkjunum, eða hvað. Ekki
hefir Mr. Bracken komið fram með
þetta sameiningarmál, sem beina
tillögu, en hann vill, að þetta mál
sé vandlega athugað sameigin-
lega af fulltrúum frá öllum þess-
um þremur fylkjum.
Einhvern tíma hefir þessu, eða
þessu líku, verið hreyft áður, en
ekki fengið mikinn byr.
Stórkostlegur tekjuhalli
Óskilafé
Það eru yfir hundrað þúsund
dalir í bönkunum í Winnipeg, sem
eigendurnir hafa ekkert hirt um
nú í mörg ár, en þeir eru eitthvað
rúmlega tvö þúsund. Bankarnir
hafa skrifað þeim hvað eftir ann-
að, en ekkert svar fengið. Ekki
hæígt að finna eigendurna. Það
lítur því út fyrir, að flest af fólki
þessu hafi gleymt því, að það ætti
peninga í bankanum, því það mun
heldur sjaldgæft, .að fólk hirði
ekkert um peninga, sem það á og
veit um. Það sem einu sinni var
sagt um nágrenni hjartans og
auðsins, er yfirleitt enn í góðu
gildi. En fólk ætti ekki að van-
rækja að !gefa sig fram við bank-
ann, ef það veit til þess, að það á
þar peninga, sem það hefir ekk-
ert hirt um í mörg ár. Sjálfsagt
eru margir þeirra dánir, sem lagt
hafa peningana á bankann, en
þeir eiga þá einhverja erfingja,
eða einhver hefir haft dánarbú
þeirra til meðferðar. Til þess að
geta fengið peningana, verða
menn að sjálfsö'gðu, að geta sann-
að eignarrétt sinn. Er naumast
hægt að gefa fastar reglur fyrir
því, hvernig það er hælgt að gera.
Verða menn þar að komast í sam-
band við bankann, þar sem pen-
ingarnir eru.
Á listanum yfir nöfn þeirra,
sem peninga eiga á bönkunum í
Winnipeg, en sem ekkert hefir
verið hirt um í fimm ár eða lenlg-
ur, eru nokkur nöfn, sem að öll-
um líkindum eru íslenzk. En þau
eru sem hér segir:
Thora Arason, Bank of Montre-
al, Winnipeg, $298.47.
H: Hallederson, Bank of Mont-
real, Winnipeg, $13.34.
Hann andaðist, hinn 14. þ. m.,
að heimili dóttur sinnar, Mrs. L.
J. Hallgrímsson, 548 Agnes St.
hér í borginni, 79 ára að aldri.
Björn Walterson kom til þessa
lands 1873 og settist fyrst að í
Ontario, en flutti til Argyle-
bygðar í Manitoba 1881. Var hann
einn af frumbýggjum þeirrar
sveitar og bjó þar lengi miklu
rausnar og myndarbúi. Hann var
búhöldur mikill og stakur reglu-
maður á allan hátt. Hann var um
langt skeið öflugur styrktarmað-
ur íslenzkra félagsmála hér
vestra, en sérstaklega í sinni
bygð. Mörg síðustu árin var
heilsa hans mjög biluð, o!g var
hann þá lengst af hjá tengdasyni
sínum og dóttur, Mr. og Mrs. L. J.
Hallgrímsson, þar sem hann naut
mikils ástríkis og ágætrar að-
hjúkrunar. Kveðjuathöfn fór fram
á heimili tengdasonar hans og
dóttur, á sunnudaginn, og var
líkið síðan flutt til Arlgyle og jarð-
sett þar. Frændi hans og vinur
Dr. Björn B. Jónsson, jarðsöng.
Með Birni Walterson er til graf-
ar genginn einn af frumbyggjum
Argyle-bygðar. Framkvæmdar-
samur dugnaðarmaður á sinni tíð,
og svo réttsýnn maður og sann-
ígjarn, að öllum sem kyntust hon-
um nokkuð verulega, þótti vænt
um hann og virtu hann mikils.
Finnar afnema vínbannið
í tólf ár hafa vínbannslög verið í
’gildi á Finnlandi. Hafa þau þar,
eins og annars staðar, mætt mik-
illi mótspyrnu, og nú fyrir áramót-
in var tekið þjóðaratkvæði um
það, hvort vínbannslögin skyldu
haldast í gildi, eða afnemast. Féll
atkvæðagreiðslan þannig, að alls
voru greidd 772,901 atkvæði. Á
móti vínbanninu voru 544,967, en
með því 217,019. Þeir sem aðeins
vildu leyfa létt vín og öl, voru
10.915. Af þeim 346,715 konum,
sem atkvæði greiddu, voru 66 per
cent. á móti vínbanninu. — En þá
eiga1 Finnar eftir að semja og sam-
þykkja sín vínsölulög. Helst er
búist við, að þeir muni hallast að
þeirri stefnu, sem nú er farin að
verða al'geng, að ríkið eða ríkis-
stjórnin sjái um vínsöluna. Ekki
þykir ólíklegt/ að töluverðir örð-
ugleikar verði á þessu, því þó at-
kvæðagreiðsla félli eins t>g skýrt
hefir verið frá, þá eru margir
bindindismenn á Finnlandi, og
margir, sem ekki vilja frá vínbann-
inu víkja. Þar á meðal eru margir
þingmenn.
Fjármáladeild landsstjórnarinn-
ar í Canada hefir gefið út fjár-
málaskýrslu, sem bundi n ér við
áramótin. Eru skuldir Canada þá
$2,315,911,423. Á þeim níu mán-
uðum, sem liðnir eru af fjárhags-)
árinu, 1. apríl til 31. desember
1931, er tekjuhallinn fjörutíu og
fjórar miljónir dollara. Sú upp-
hæð, sem stjórnin hefir borgað til
þeirra, er hveiti framleiða og
selja, nemur um $6 762,813. í
samanburði við næsta ár á undan,
hafa tekjurnar, þrátt fyrir hina
háu skatta og tolla, lækkað um
$36,000,000. títgjöldin hafa lækk-
að um $12,000,000, sem kemur að-
allega til af því, að hætt hefir ver-
ið við ýms opinber verk. Það er
álitið, að ekki geti hjá því farið,
að tekjuhailinn vaxi stórkostlega
þá þrjá mánuði, sem eftir eru af
fjárhagsárinu, og komist væntan-
lega upp í hundrað miljónir áður
en fjárhagsárið er á enda.
John Goodman, Canadian Bank
of Commerce, Winnipeg. $585.46.
Gustav Frederickson, The Roy-
al Bank of Canada, Wpeg, $186.44.
Fred Stephenson, c-o Y.M.C.A.,
1913, The Royal Bank of Canada,
Winnipeg, $36.96.
Meiri launalaekkim
í haust lækkaði Manitoba-
stjórnin laun alls þess fólks, sem
hjá henni vinnur, um 2—12 per
cent. Var þar farið eftir því,
hver launaupphæðin var. Nú
hefir stjórnin aftur lækkað laun
starfsfólks síns og nemur launa-
lækkunin nú 6 per cent., jafnt
fyrir alla. Sparar þessi nýja
launalækkun um $200,000 á ári.
Hefir stjórnin þá alls lækkað laun
allra, sem hjá henni vinna, að ráð-
herrunum sjálfum meðtöldum, um
8—18 per cent.
Nýtt ráðuneyti á Frakk-
landi
Franska ráðuneytið sagði af
sér fyrir fáum dögum. Mun það
hafa verið sérstaklega út af ut-
anríkismálum, afvopnun, stríðs-
skaðabótum 0. s. frv. En Laval
forsætisráðherra myndaði þegar
nýtt ráðuneyti og gelgnir hann
nú sjálfur utanríkisráðherraem-
bættinu, jafnframt og hann er
forsætisráðherra. Því embætti
gegndi Aristide Briand, hinn
gamli og mikli franski stjórn-
málamaður, sem lengi hefir látið
mál Evrópu og önnur utanríkis-
mál, mikið til sín taka. Er hann
nú orðinn gamall maður og bil-
aður á heilsu og treysti sér því
ekki len'gur til að gegna þessu
erfiða og vandasama embætti, og
sagði því þess vegna af sér. Kom
það vafalaust töluverðum rugl-
ingi á ráðuneytið.
Kirkjan
Eins og kunnugt er fara guðsþjónustur í Fyrstu lútersku
kirkju fram á ensku að morgni hvers sunnudags, kl. 11. Prestur
safnaðarins hefir undirbúið samstæðan flokk prédikana, er flutt-
ur er nú í kirkjunni fjóra sunnudaga í röð. Aðalefni ræðanna
er tálcnað með orðunum THE CHALLEKGE OF MODERN
DOUBT. Skifting efnisins eftir sunnudögum verður á þessa
leið:
SUNNUDAGINN 24. JAN.:
“God and the Universe.”
SUNNUDAGINN 31. JAN.:
“God and the Individual.”
SUNNUDAGINN 7. FEB.:
“God and Revelation.”
Agætur söngur verður í kirkjunni við allar þessar guðsþjónustur
Allir hjartanlega velkomnir.
Islendingar í París
París, 7. desember.
Prófessor Jolivet flutti fyrir-
lestur um ísland í Sorbonne þ. 28.
f. m. Rakti hann í stuttu máli
sögu landsins frá byggingu þess,
dvaldi við helztu viðburði og lýsti
einkum hinu fábreytta lífi jafnt
alþýðu og höfðingja, til þess að
sýna fram á þær breytingar, sem
orðið hefði á lifnaðarháttum þjóð-
arinnar. — Sneri hann síðan máli
sínu að andlegu lífi, bókmentum
og listum. Mintist hann á helztu
málara og dvaldi einkum við
Gunnlaug Blöndal, sem hann kvað
Frakka mundu skilja bezt, enda
væri hann þektur í Frakklandi og
myndi innan skamms opna sýn-
ingu. Einars Jónssonar mintist
hann og sýndi nokkrar myndir af
höggmyndum hans.
—- íslenzk list, sagði hann, er að
felstu eða öllu leyti innblásin af
hinni voldugu og hrikalegu nátt-
úru landsins. Þegar eg var á
Þingvöllum, sá eg tnarga málara
að vinnu við landslagsmyndir
sínar. En það eru ekki eingöngu
málarar, sem vinna úr landslag-
inu. Á myndum Einars Jónsson-
ar má glögglega sjá, hve föstum
fótum hann stendur í íslenzkri
náttúru.
Menn skilji ekki orð mín svo.
að engin list sé til á íslandi, nema
málaralist, fyrir utan bókment-
irnar, sem eg síðar mun víkja að.
Eg hafði tækifæri til að sjá
“ímyndunarveikina” eftir Moli-
ére, og var það að öllu leyti boð-
leg sýning, hvar sem vera skyldi,
en leikur leikenda framúrskar-
andi.
Þá sneri hann máli sínu að bók-
mentunum. Lagði hann til grund-
vallar máli sínu orð Sigurðar
próf. Nordal um samhengið í ís-
lenzkum bókmentum. Lýsti hann
hinu sérkennilega andlega lífi
meðal alþýðunnar, og hin miklu
skáld, sem risið hefðu upp hver
eftii; annan gegn um aldirnar og
varðveitt íslenzka menningu með
skáldskap sínum. Vegna hins
nayma tíma, gat hann ekki dvalið
við nema örfáa rithöfunda, en um-
mjeli hans lýstu mikilli þekk-
ingu á bókmentum vorum og
glöggum skilningi.
Fyrirlestri hans var vel tekið
0g er í ráði, að hann haldi fleiri
um íslenzk mál við háskólann.
Fyrsta desember héldu íslend-
ingar hér í París hátíðlegan með
því að heimskækj þjóðskáldið Ein-
ar Benediktsson, sem nú býr hér
í París. Meðal annara gesta voru
þar Gunnl. Blöndal listmálari,
frú hans og Kristján Albertsson
rithöfundur. Einar mælti fyrir
minni íslands, en Krstján Albertá-
son mælti fyrir minni skáldsins,
sem fegurst, dýpst og snjallast
hefði kveðið á íslenzku máli.
Gunnl. Blöndal opnaði mál-
verkasýning hér þ. 4. þ.m. Verð-
ur hún opin til 17. des. Þegar sýn-
ingin var opnuð, voru viðstaddir
sendiherra Dana hér, Kammer-
herra Bernhöft, Einar Benedikts-
son, Simon fyrv. sendiherra Frakka
í Reykjavík, flestir íslendingar
hér í borg og allmargt annara
gesta. Er sýningin óefað hin
bezta, er Böndal hefir haldið,
enda aðsókn góð og hafa nokkur
málverk selzt, þótt lítið sé keypt
af listaverkum um þessar mund-
ir. Blaðadómar hafa enn ekki
birzt. — B. G.
—Mbl.
Frá íslandi
Reykjavík, 19. des. 1931.
Frú Milly Sigurðsson, kona Ás-
'geirs Sigurðssonar, aðal-ræðis-
manns Breta á íslandi, andaðist á
heimili sínu hér í bænum í gær,
eftir langa vanheilsu. Hún fór
utan í sumar, til að leita sér lækn-
inga, en fékk lítinn eða engan
bata, og var lengst um rúmföst
frá því er hún kom heim úr þeirri
för.
Frú Milly Sigurðsson var fædd
í Skotlandi. Hún var kona góð-
gjörn og hjálpsöm og hugljúfi
allra hinna mörgu, sem kyntust
henni hér. — Mgbl.
Stúdentafélag Reykjavíkur hélt
fund í fyrrakvöld. Til umræðu var
afnám bannlaganna og var máls-
hefjandi Guðmundur Hannesson
prófessor. Húsið var troðfult og
umræður miklar og f jörugar. Auk
fummælanda tóku til máls: Gísli
Bjarnason fulltrúi, Dr. Gm. Finn-
bogason landsbókavörður, Bjarni
Jósefsson efnafræðingur, Niels
Dungal dósent og Einar E. Kvar-
an bankagjaldkeri, er allir voru
eindregið með afnámi bannlag-
anna. Framkvæmdarnefnd stór-
stúkunnar var boðið á fundinn og
töluðu þar Sigfús Sigurhjartarson
stórtemplar, Sigurður Jónsson
skólastjóri, Sigurjón Á. ólafsson
afgreiðslumaður o'g Jón Berg-
veinsson framkv.stjóri. Miðstjórn-
um stjórnmálaflokkanna var einn-
ig boðið á fundinn, en þær létu
ekki til sín heyra þar og mæltist
það illa fyrir meðal stúdenta.
Fundurinn var mjög eindregið
fylgjandi stefnu' G. Hannessonar
próf., um afnám bannlaganna.
Frummælandi lagði fyrir fundinn
ályktun, en þar sem ekki tókst áð
Ijúka umræðum, var frestað að
bera ályktanina upp, en ákveðið
að boða til framhaldsfundar mjög
fljótleg^.—Mbl.