Lögberg - 21.01.1932, Síða 4
i
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JANtrAR 1932.
l.ögterg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA P RE B 8 LIMIT E D
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOK LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
'WINNIPEG, MAN.
Verð $3.00 urn drið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia
Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
PIIONE8 86 327—86 328
Samvinna áljórnmála-
flokkanna tveggja
Frjálslyndi flokkurinn í Manitoba hefir
fallist á samvinnu við stjórnarflokkinn,
Bracken-flokkinn, ein« og liann er venjulega
nefndur. Yerður sú samvinna hafin eftir
næsta. fylki-sþing. Var þetta samþykt á árs-
þingi frjálslynda flokksins, sem haldið var
í Winnipeg hinn 12. þ. m., og var þessa get-
ið í öpstuttri frétt í Lögbergi í vikunni sem
leið.
íiins og kunnugt er, hefir Bracken for-
sætisráðherra, boðið öllum stjórnmálaflokk-
unum í Manitoba samvinnu, þannig, að allir
fiokkarnir tækju þátt í stjóminni og hefðu
þar einn, eða fleiri menn. Allur flokka á-
greiningur væri í bráðina lagÖur niður, og
allir flokkar tækju höndum saman um það,
að mynda eins öfluga stjórn, eins og frekast
væri kostur á í þessu fylki. Taldi hann það
heppilegustu tilraunina, og líklegasta til
þess, að viturlega og sanngjarnlega yrði
ráðið fram úr þeim miklu og erfiðu vanda-
málum, sem Manitoba-fylki á nú við að
stríÖa.
Verkamannaflokkurinn neitaði þegar að
taka þátt í þessari samvinnustjórn, og vildi
vera út af fyrir sig, eins og hann hefir ver-
ið. — Hið sama gerði íhaldsflokkurinn, eða
foringinn, Mr. Taylor, fyrir flokksins hönd.
Er sá flokkur nú f.jölmennastur á fylkis-
þinginu, næst stjóraarflokknum. Hafa tals-
menn þess flokks mjög reynt að gera þetta
tilboð forsætisráðherrans tortryggnlegt, og
reynt að telja fólki trú um, áð það væri ekki
af góðum toga spunniÖ. Er því hér ekki
um neina samvinnu að ræða, hvað þenna
flokk snertir. Eða að minsta kosti ekki, fyr
en eftir fylkiskosningaraar í vor, eða sum-
ar. Ef svo ólíklega skyldi fara, að Mr.
Taylor, og hans flokkur, beri hærra hlut við
næstu kosningar, og geti því tekiÖ stjórn^r
taumana í sínar hendur, væri vitanlega ekki
heldur um neina samvinnu að ræða. Þeir
herrar sætu þá einir að völdunum fyrst um
sinn.
Öðru máli er að gegna með frjálslynda
flokkimí. Foringi hans, Dr. Murdock Mac-
Kay, tók þessu tilboði þegar vel. Og þegar
útséð var um nokkra samvinnu við hina
flokkana, skrifaði Mr. Bracken honum og
bauð frjálslynda flokknum \samvinnu við
sinn flokk, eftir næsta þing. Hefir nú nið
urstaðan orðið sú, sem fyr segir, að þessir
tveir flokkar, frjálslyndi flokkurinn og
framsóknarflokkurinn, eða Bracken-flokkur-
inn, ætla að vinna saman við næstu kosning-
ar og eftir þær.
Ekki er nema. rétt að geta þess, að ekki
vora nærri allir, er þetta flokksþing sátu,
samvinnu þessari samþykkir. Jafnvel sumir
af atkvæðamönum flokksins börðust mjög á
móti henni. Má þar einna helztan telja Hon.
E. J. McMurray. Vildu þeir ekki annað hevra,
en frjálslyndi flokkurinn stæði einn og út af
fyrir sig og væri öllum óháður og engum
bundinn. Mr. Thorson var samvinnunni
mjög hlyntur og sömuleiðis Mr. Crerar, sem
lét allmikið til sín taka á flokksþinginu.
Tillaga, um að ganga að samvinnutilboði
forsætisráðherrans, var borin fram af Dr.
MacKay, og studd af J. W. Breakey, fyrvec-
andi þingleiðtoga flokksins, og samþykt með
177 atkvæðum gegn 59.
Jafnvel þótt nokkur ágreiningur yrði um
þetta á flokksþinginu, er nú talið nokkurn
veginn víst, að flestir muni vel við una, það
sem orÖið er. Þetta er í áttina til samvinnu,
og eins langt farið, eins og komist verður í
biáðina. Eins og á stendur, virðist það meir
en réttlætanlegt. Hinum flokkunum stendur
enn til boða, að taka sinn þátt í samvinnu-
stjóm.
íhaldsmenn hafa þessar gerðir flokks-
þingsins mjög á hornum sér. Þvkir þeim
þetta illa farið og þykir nú væntanlega illa
horfast um sitt ráð við næstu kosningar. Það
er ekki nerna við að búast. Ef frjálslyndir
menn og stjórnarsinnar berðust hvor á móti
öðram við kosningarnar, þá gæti svo vel ver-
ið, að nokkrir íhaldsmenn næðu kosningu í
sumum kjördæmum, á minnihluta atkvæðum. j
Eftir því sem séð verður nú, verða þá
flokkarnir þrír, sem um völdin keppa við
næstu kosningar, hinn sameinaði flokkur, sem
hér hefir verið nokkuð sagt frá, íhaldslokkur-
i;m og verkamannaflokkurinn. Væntanlega
dettur honum þó ekki í hug, að komast til
valda, og hefir líklega ekki menn í kjöri nema
í borgum og bæjum. Eru þá flokkarnir, sem
eiginlega er um að velja, ekki nema 'tveir,
þeir er stjómi þessu fylki, næstu fjögur eða
fimm árin. Milli þeirra hefir því fólkið í
Manitoba að velja. Sjálfsagt verða líka ein-
hverjir í kjöri, sem nefna sig “óháða”, og
svo líklega einhverjir kommúnistar.
King í Winnipeg
Mr. King talaÖi í 90 mínút-
ur. Hefir því hér ekki verið
hægt að gera betur, en drepa
mjög stuttlega á sumt af því,
sem hann sagði í sinni löngu og
snjöllu ræðu.
Næsta kveld flutti Mr. King
aðra ræðu. Þá í borðsal Hud-
sons Bay búÖarinnar. Talaði
hann þar fyrir Canada klúbbn-
um og yngri deild viðskifta-
ráðsins í Winnipeg. Ræðu-
efnið var um hagfræðileg efni.
Er Mr. King manna fróðastur
í þeim efnum, enda var ræða
hans afar fróðleg og áheyri-
leg.
Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, leiðtogi
frjálslynda flokksins í Canada, var þrjá daga
.' Winnipeg, í vikunni sem leið. Hann hefir
ekki komið hér síðan sumarið 1930.
Mr. King kom á ársþing frjálslynda
flokksins í Manitoba, ög var honum þar af-
bragðsvel tdkið. Ávarpaði hann þingið
nokkyum orðum, en lét fylkismál afskifta-
laus. Að ársþinginu loknu, eða að kveldi
liins 12. janáar, flut’ti Mr. King ræðu mikla
í hinum stóra borðsal í Fort Garry gistihvis-
inu. Voru þar mörg hundrað manna saman
komnir, bæði karlar og konur, og var Mr.
King ágætlega vel fagnað, þegar hann byrj-
aði að tala, og oft meðan á ræðunni stóð, lét
fólkið mikinn fögnuð í ljós, en óánægjuorÖ
heyrðist ekkert.
Það vora stjórnmál þessa lands, eins og
þau horfa við nú í dag, sem Mr. King gerði
að umtalsefni, en þó sérstaklega sú hlið
þeirra, sem að framleiðslu, verzlun og við-
skiftum lýtur.
Ekki verður annað sagt, en að hann tæki
heldur ómjúknm höndum á forsætisráðherra
Canada, eða öllu heldur gerðum hans í ýms-
um málum. Hann sagði að þau ráð Mr. Ben-
netts að “sprengja sér veg” inn á útlendan
markað, til að selja þar afurðir þessa lands,
hefðu óneitanlega reynst helchrr illa. Ekki
það, að sú hliÖ hefði ekki verið reynd, en hún
hefði, eins og výð hefði mátt búast, reynst
með öllu ófær.
Ræðumaðnr yfór nokkrum orðum um þau
miklu loforð, sem Mr. Bennett hefði gefið
fyrir kosningarnar 1930, og sýndi fran* á
hve fráleit þau hefðu venð. Auk þess sem
hann hefði lofað að útvega markað fyrir alla
afurði þessa lands, hefði hann lofað að sjá
öllum landsins börnum fyrir sæmilegri at-
vinnu. Þetta átti að gerast með afar-háum
veindartollum og óhóflegri eyðslu á fé þjóð
arinnar. Hvorttveggja hefði algerlega mis-
tekist, eins og allir vissu nú. Hvað tellmál-
in snerti, sagði ræðumaður, að margir héldu,
að stefnumunur hinna tveggja miklu stjórn-
málaflokka í þessu landi væri ekki eins mik-
iil, eins og af væli látið. Nú mundi enginn
halda það lengur, ef hann gerði nokkra til-
raun til að kynna sér það mál. Nú væri
vandalaust að sjá, að hátollastefna stjórnar-
innar, hefði nú þegar unnið þessu landi afar-
mikið tjón, því hún hefði gert viðskiftin við
aðrar þjóðir erfið og oft ómöguleg. Ekki
sagðist Mr. King halda því fram, að fjár-
kreppan hefði ekki komið við Canada, þó Mr.
Bennett, og hans flokkur, hefði ekki komist
til valda, en áreiðanlega hefði kreppan þá
ekki orðið nærri eins tilfinnanleg, fyrir allari
almenning.
Mr. King lagði mikla áherzlu á það, að
stjómin lækkaði nú þegar alla tolla, eða af-
tæki þá, sem þess væra valdandi, að auka
kostnaðinn við hveitiræktina. Eini vegurinn
til þess að rétta við hag hveitibændanna, sem
nú er alt annað en góður, væri sá, að minka
framleiðslukostnaðinn og sölukostnaðinn, eða
þá aÖ hækka hveitiverðið, en helzt hvort-
tveggja. Hvað hveitiverÖið snerti, réðum
vér þar litlu um, en hvað framleiðslukostnað-
inn snerti og flutningskostnaðinn, gætum vér
ráðið miklu.
Mr. King kvaðst mundi skora fastlega á
stjórnina á næsta þingi, að gera alvarlegar
ráðstafanir í þessa átt, því hér væri um
efnalega velferð mikils mannfjölda að ræða.
Ef stjórnin daufheyrðist við þessu, þá skyldi
frjálslyndi flokkurinn, strax þegar hann kæm-
ist aftur til valda, sjá um það, að hveiti-
bændunum í Canada vrði gert mögulegt að
keppa við allar þjóðir um hveitisöluna á
heimsmarkaðnum.
Margir, sagði Mr. King, að hefðu ginnast
látið af þessu slagorði íhaldsflokksins, “Can
ada first”. En þes.s bæri vel að gæta, að í
ráun og veru þýddi það ekki neitt annað, en
hærri og hærri verndartolla. Canada mætti
aldrei láta sér detta í hug, að sætta sig við
nokkuð minna en það, að hafa algerlega
frjálsar hendur, að verzla við allar þjóðir,
hvar sem henni væri það hentugt og hag-
kvæmt.
Fórn biblíuhandrit
fundin
Eftir Ásm. Guðmundsson, docent.
í vikuútgáfu Lundúnablaðsins
Times, er mjög merkileg grein
26. f. m. um forn handrit af Biblí-
unni á grísku, sem fundist hafa
nýle'ga á Egiptalandi. Höfundur
greinarinnar er Sir Frederic
Kenyon, aðabbókavörður við
British Museum, frægur vísinda-
maður, sem fengist hefir við
rannsókn Biblíuhandrita í fullan
- fjórðung aldar. Skýrir hann frá
því, að annar handritafræðingur
enskur, A. Chester Beatty, hafi
leitt fram í dagsljósið á Egipta-
landi 190 blöð af sefpappír ( pa-
pyrus), sem mörg af ritum Biblí-
unnar séu skrifuð á. Telur hann
handrit þessi stór-merk, enda
mörg þeirra eldri en Biblíuhand-
rit þau, sem hingað til hafa verið
talin elzt, Vatikanshandritið frá
4. öld og Sínaíhandritið frá því
um 400. Og er það vafalaust, að
þau munu hafa mikil áhrif á
rannsóknir á texta Biblíunnar.
Þykir mér því hlýða, að se'gja nán-
ar frá efni greinarinnar um ^iau.
Handritin hafa varðveizt í boka-
safni kristinnar kirkju eða klaust-
urs á Egiptalandi. Rit Biblíunnar.
sem eitthvað hefir fundist af, eru
nítján alls, þessi: 1., 4. og 5.
Mósebók, Esterarbók, rit stóru
spámannanna, Jesaja, Jeremía,
Esekíels og Daníels, og Prédikar-
inn, Guðspjöllin fjögur, Postula-
sagan, Rómverjabréfið, Filippí-
, bréfið, Kólossubréfið, Fyrra
Þessalonikubréfið og Opinberun-
arbókin. Enn fremur er handrit
af 1. Enoksbók, sem er einna merk-
ust af Opinberunarritum Síð-
Gyðingdómsins. Mjög mismikið er
af hverju riti um sig. Mest er af
einu handriti af 1. Mósebók, 44
blöð alls í tveimur dálkum, en
minst af Jeremíaritinu, að eins
eitt blað. Blöðin eru að vísu tals-
vert máð og slitin, en verða þó
lesin að all-miklu leyti.
Handritin eru mjög forn, eins
og áður er 'getið. Hið elzta þeirra
verður árfært með vissu til 2. ald-
ar e. Kr., og hefir það ekki verið
skrifað mjög seint á öldinni. Flest
þeirra virðast vera frá 3. öld, og
etit gott frá 4. öld. 1. Enoksbók
er að líkindum frá ofanverðri 4.
öld eða öndverðri hinni 5.
1. Mósebók er í tveimur hand
ritum, báðum all-stórum. Hinar
Mósebækurnar heyra saman til
einu handriti, og er það elzt í
safninu og bezt ritað. Dýrmætast
er þó handritið af Daníelsbók, þvi
að áður hefir ekki þekst nema eitt
afrit hennar úr Sjötíumannaþýð-
ingunni grísku, og það sennilega
ekki eldra en frá 11. öld.
Guðspjðllin og Postulasagan
heyra til sama handriti, og þykir
sérfróðum mönnum rithöndin á
því bera þess vott, að það geti
ekki verið yngra en frá 3. öld, og
jafnvel frá fyrra hluta hennar.
Sefpappírinn, sem það er skrifað
á, er mjög þunnur og slitinn og
hefir límst saman, en þó hefir tek-
ist með mestu vandvirkni og erf-
iðismunum að ?Ietta blöðunum
sundur og ganga svo frá þeim, að
töluvert má lesa. Sumt er ólæsi-
legt með öllu. Úr Matteusarguð-
spjalli eru tvö blöð, fimm úr Mark-
úsarguðspjalli, sex úr Lúkasar-
guðspjalli, og eru þáu heillegust,
tvö úr Jóhannesarguðspjalli og
þrettán úr Postuiasögunni. .
Um þessi fáu blöð úr Guðspjöll-
unum mun mörgum þykja mest
vert, þar sem efni Guðspjallanna
snertir hugann dýpst. Blöðin eru
ef til vill heilli öld eldri en önnur
handrit af þeim, nema aðeins ör-
fá brot. Þau hafa þegar verið af-
rituð, en ekki rannsökuð til
neinnar hítar. Er því of-snemt
að fella ákveðinn dóm um þau. —
Stórvægilegum breytingum á les-
hætti munu þau ekki valda, en
ýms merkileg einkenni eru þó
þegar komin í djós. Kynnu sum
•þeirra að benda á það, — og ekki
sízt Markúsarguðspjall—að hand-
ritið ætti rót sína að rekja til
þeirrar stefnu, sem á síðustu tím-
um hefir verið talin undanfari
skólastefnunnar miklu, er kend
hefir verið við Sesareu og menn
eins og órígenes og Híerónýmus
kirkjufeður eru taldir til.
Pálsbréfin eru úr sama hand-
riti, og hefir það að líkindum
upphaflega náð yfir öll bréfin,
sem honum eru eignuð, önnur en
Hirðisbréfin. Úr þeim.eru 8 blöð,
fest saman tvö og työ, og eitt
stakt. Vantar mikið I öll bréfin og
meginhluta 1. Þessaloníkubréfs.
Af blaðsíðutalinu sést, að þetta
hefir verið mjög stór bók, um 100
síður. Skriftin er góð og greini-
leg, eins og sjá má af blaði úr
Rómverjabréfinu, og getur rit-
höndin trauðla verið yngri en frá
þriðju öld.
'Opinberunarbókin er tíu blöð
og virðist hún hafa verið bók sér.
Rithöndin er heldur ófögur, en
rétt ritað; hún mun frá síðari
hluta þriðju aldar.
Mest nýjabragð er að vissu
leyti af 1. Enoksbók. Fram á
næst-«íðasta tug 19. aldar þektu
menn hana að eins í epíóskri þýð-
ingu, en þá fanst gríski textinn
að þrjátíu og tveimur fyrstu kapí-
tulum hennar. Nú hefir bæzt mik-
ið við þann texta, því að blöðin
nýfundnu eru úr síðari kapítulum
bókarinnar.
Það má gera ráð fyrir því, að
dómur vísindamanna um gildi
þessara handrita, muni falla á
fleiri vegu en einn, þegar farið
verður að kryfja þau til merígjar.
En það eitt út af fyrir sig, að þau
hafa fundist, vekur vonir um það,
að enn muni biblíufræðingar geta
grafið gullmola úr námum
Egiptalands. Og svo mikið er
víst, að á ókomnum tímum mun
við nákvæmar textaútgáfur Biblí-
unnar tekið tillit til þessara fornu
egipsku handrita. — Mgbl.
SMASAGA.
Amerískur verzlunarmaður, vel
fjáður, hafð um langt skeið æfi
sinnar engu sint öðru, en fyrir-
tæki sínu og fjármálum. Hann
leitaði lífshamingju sinnar árang-
urslaust.
, Elnn góðan veðurdag rétt fyrir
jólin, rakst hann á gamla konu á
járnbrautarstöð, sem var vegalaus
og hjálparlaus. Hún var að koma
til borgarinnar í heimsókn til
dóttur sinnar. En á leiðinni hafði
hún týnt niður, hvar dóttirin átti
heima. Er fjármálamaðurinn sá
þessa konu, flaug honum í hug, að
réttt væri að hann kæmi henni til
hjálpar. Hann tók gömlu konuna
í bíl sinn, ók með hana á mann-
talsskrifstofuna, fékk að vita
hvar dóttir hennar bjó, og ók með
hana þangað og keypti blómvönd
handa henni á leiðinni.
Gamla konan var svo frá sér
numin af fögnuði, og hún flóði
öll í tárum, þar sem hún sat í bíln-
um, á leiðinni til dótturinnar.
En fylgdarmaðurinn var nærri
því eins þakklátur, fyrir að hafa
— í fyrsta sinni á æfinni —
fundið þá réttu ánægju af því, að
koma bá'gstöddum til hjálpar. —
Mbl.
Sophie drotning dáin
Systir Vilhjálms fyrverandi
Þýzkalandskeisara, Sophie drotn-
ing, ekkja eftir Constantioe
Grikkjakonung, andaðist í Frank-
fort á Þýzkalandi hinn 13. þ. m.,
61 árs að aldri.
t meir en þriðjung aldar hafa Dodd's
Kidney Pills verið viðurkendar rétta
meðalíð við bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum fleiri sjúkdðmum. Fást hj.1
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
“ÖRLÖG RÁÐA”.
Byrjað var að prenta söguna
“örlög ráða”, eftir H. St. J. Coop-
er, síðastliðið sumar í Lögbergi.
Hún var tekin úr mánaðarblaði,
sem gefið er út í Reykjavík. En
svo illá hefir viljað til, að þetta
blað hefir ekki borist Lögbergi í
langa hríð. Hefir blaðið gert alt
sem það gat, til að ná í framhald
sögunnar, en það hefir ekki hepn-
ast. Hvort blaðið, sem sagan var
í, er hætt að koma út, vitum vér
ekki, en oss hefir ekki hepnast að
ná í það, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir. Þetta er því leiðinlegra,
sem oss er kunnugt, að mörgum
þótti sérlega mikið til sögu þess-
arar koma, og oss hafa borist
fjöldi af fyrirspurnum og tilmæl-
um um það, að sagan 'haldi á-
fram. Ef oss hepnast að ná í
framhald sögunnar, áður en langt
líður, verður hún birt í blaðinu.
En þess er heldur lítil von, nú
sem stendur, því miður.—Ritstj.
FUNDIÐ LEIKRIT
eftir Björnstjerne Björnson.
Alveg nýlega fanst af tilviljun
handrit að sögulegu leikriti í fjór-
um þáttum eftir Björnstjerne
Björnson. Það er samið af honum
í Rómaborg 1860, þegar hann var
upp á sitt hið bezta.
Frágangurinn á handritinu er
mjög hroðvirknislegur, alveg eins
og skáldið hafi orðið að keppast^
við að skrifa niður—að hugmynd-
irnar hafi byltst fram af svo mikl-
um krafti, að hanrí hafi átt fult í
fangi með að festa þær á pappír-
inn. Og hann hefir flýtt sér svo
afskaplega að því, að handritið er
varla annað en skammstafanir, og
hefir orðið að ráða fram úr því
eins og hverju öðru dulmáli.
Það eru nú 30 ár síðan Björn-
son sendi prófessor Callin hand-
rit þetta, ásamt nokkrum öðrum
handritum. En prófessor Callin
gat ekki lesið það, geymdi það
því, þangað til hann gæti talað
við Björnson, en gleymdi því svo
aftur. Og þótt undarlegt megi
virðast, mintist Björnson aldrei
einu orði á leikrit þetta við fjöl-
skyldu sína né kunningja.
Björnson kom til Rómaborgar
aðfangadagskvöld jóla 1860 og
dvaldi þar um hríð. í hinni norsku
bókmentasögu Elsters, segir svo
um dvöl hans þar:
— 1 Rómaborg safnaði hann
nýjum kröftum og lífsfjöri eftir
hinar þreytandi stjórnmáladeilur.
Þar sá hann margt, las mikið o!g
varð fyrir áhrifum, sem gætti til
æfiloka. Þar stundaði hann sagn-
fræði af kappi með aðstoð P. A.
Munch, sem hann var mjög hand-
genginn. Og undir þessum áhrif-
um hóf þann ritstörf sín, þau er
mestan svip settu á hann síðar
meir í skáldskap hans, hinum
sögulegu leikritum, sem byrjuðu
með “Mellem slagene” og ‘Halte-
Hulda” og hélt svo áfram í “Kong
Sverre”. — Og “Silgurd Slembe
reit hann í Róm 1862.
Björnson er fæddur 8. desem-
ber 1832. Líður því senn að ald-
arafmæli hans. Er ekki annað lík-
legra, en að þá verði þetta leikrit,
sem öllum er ókunnugt, sýnt víðs-
vegar um lönd til minningar um
hann. — Mbl.