Lögberg - 21.01.1932, Síða 7

Lögberg - 21.01.1932, Síða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. JANÚAR 1932. Lis. 7 Loftur Guðmundsson: Hefndin Sumri er tekið að halla. — Sól- in er að hníga til viðar. 1 vestri, þar sem haf og himin mætast, loga öldurnar í kveldglóðinni. Fjöllin, sem lykja um voginn á þrjá vegu, eru hjúpuð rauðleitu þokumistri. iEg sit aftur á pallþiljum þýzka beitiskipsins “Kreutzer Berlin.” Það hefir legið inni á vognum heima í nokkrar vikur. Sjóliðarn- ir hafa oft komið í land og fengið lánaða hesta, og borgað það með tóbaki og vindlingum. — Það er gott að lána þeim hesta. Yenju- lega eru þeir tveir um sama hest- inn. Annar situr á baki hans, — hinn teymir. Við hjið mér situr yfirforinginn á beitiskipinu, v. Griitzen að nafni. Þjóðverji að eðli o'g útliti, hár, beinvaxíinn og skarpleitur. Nefið er þunt og beint, varirnar samanbitnar, og niður með munn- vikjunum liggja djúpir drættir, sem gefa ' andlitinu hörkulegan blæ. Stundum virðist þó sem þreytu, eða jafnvel þunglyndi bregði fyrir í svip hans. — Ekk- ert vekur þó eins eftirtekt manns og augun, — stálgrá, eldsnör og eii^kennilega hvöss. Það eru augu þess manns, sem vanur er að skipa og láta aðra hlýða skipunum sínum. Það er ekki gott að geta til um aldur v. Grutzén. Andlitsdrætt- irnir og hélugrátt hárið bendir til, að hann muni vera kominn yf- ir sextugt. En vöxtur hans og stæltar o!g mjúkar hreyfingar koma þar í beina mótsögn. E^tir þeim að dæma, getur hann vart verið örðinn fertugur.—Á vinstra barmi hans er svarthvíti borðinn, sem járnkrossinn er borinn í. Við höfum verið að tala um styrjöldina miklu og afeliðingar hennar. Smámsaman hefir sam- talið beinst að ljúfasta umtals- efni hans —- framtíð og viðreisn Þýzkalands. — Dagur hefndarinnar rennur fyr eða síðar upp — segir hann hægt og með þun!gum áherzlum. —Hver sem beitt hefir annan mis- rétti hlýtur hefnd að lckum. Það er órjúfandi lögmál, hvort sem um þjóð eða einstakling er að ræða. — Hefnd þjóðanna, — hélt hann áfram,----er oftast í því fólgið, að brjóta af sér fjötrana og leggja þá á kúgara sína. Sigra þá, sem áður urðu þeim ofurefli. í lífi þjóðanna er það þyngsta hefndin. — Er það ekki svipað í lífi ein- staklingsins? spyr e!g. — Er ekki hefnd þeirra venjulega högg fyrir högg? — Ef hægt er að kalla slíkt hefnd, — svaraði Grútzen, — þá er hún léttbær. Nei, í lífi ein- staklinga er til önnur hefnd, miklu þyngri, — svo þung, að enginn get ur ’gert sér það í hugarlund, sem ekki hefir sjálfur reynt. Það varð þögn dálitla stund. — Sólin var gengin undir. Hið fagra litskraut sólarlagsins var horfið. Húmdökk fjöllin köstuðu dimm- um skuggum á sléttan voginn. — Framan úr stafni skipsns bár- ust veikir fiðlutónar. Þeir hljóm- uðu heillandi og angurblítt í næt- urkyrðinni. Mintu ósjálfrátt á söknuð og þrá eftir einhverju fjarlægu. Mér varð litið til v. Grútzen. Hann sat raeð vindlinlginn milli fingranna ,og horfði út á. hafið. Hörkusvipurinn var horfinn af andliti hans. Jafnvel augun virt- ust ekki eins hvöss og venjulega. Hann leit til mín. — Eg hefi sjálfur þolað þá hefnd, sa'gð hann lágt. Aftur varð þögn örlitla stund Svo lagði hann frá sér vindling- inn, færði stól sinn nær mér og sagði: — Á morgun leggjum við af stað til Noregs. Þaðan förum við heim til Þýzkalands. Að öllum lík- indum sjáumst við aldrei framar. Ef þér viljið, skal eg segja yður dálitla sögu, máli mínu til sönn- unar. En þá sögu hefi eg engum áður sagt, og myndi heldur ekki segja yður hana, ef eg byggist við að hitta yður aftur. Við 'Werner v. Kunow kyntumst fyrst á herforingjaskólanum í Kiel. Við vorum á líkum aldri, báðir um tvítugt. Við vorum mjög ólíkir, bæði að lunderni og útliti. Werner var lítill og dökk- eygur, fljótur að skifta skapi og lét oft tilfinningarnar ráða orð- um sínum og; gerðum. Þegar vel lá á honum, tindruðu dökku aug- un hans af gáska og fjöri, sem hreif alla með sér. Þó við værum svona ólíkir tókst fljótt með okkur hin bezta vinátta, sem varð því innilegri sem við þektumst lengur. Á einum skóladansleiknum kynt- umst við Kaethe, dóttur stærð- fræðiskennarans okkar. Eftir það voru þau Werner mikið saman. Kaethe var yndisleg stúlka. Bláeyg og björt yfirlitum. Sök um þess, hve þau Werner voru mikið saman, urðum við fljótt góðir kunningjar. — Eg vissi, að Werner elskaði hana og eg hélt líka að hún ynni honum. En — eg fann líka, að eg elskaði Kaethe. Eg vildi ekki trúa því og reyndi alt, sem eg gat, til að berja (þær tilfinningar niður. Werner var bezti vinur minn, þess vegna áleit eg það blátt áfram skyldu mína að láta þau hvorugt verða vör við það, sem mér bjó í brjósti. En því meira sem eg reyndi til að bæla ást mína niður, því sterkari tokum náði hún á huga mínum, og mér duldist ekki, að hún mundi að lokum verða viljanum yfir- sterkari. Svo kom lokaprófið. Við Werner útskrifuðumst sama vorið. — Það var haldinn kveðjudansleikur fyr- ir hin ungu liðsforingjaefni. Sá dansleikur stendur mér enn í ljósu minni. — Þegar honum lauk, var Kaethe mín, en ekki Werners. Ástin hafði orðið vilja mínum ofjarl. Eg hafði gerst svikari við beZta vin minn og sjálfan mig. Eg sá það betur síðar, hve stórayi glæp eg drýgði þá nótt, þó eg hugsaði lítið um það þá. Ástin og sigurgleðin svæfðu samvizku mína. Werner fór í sjóherinn. Hann kvaddi mig ekki þegar hann fór. Svo vissi eg ekkert um hann og gerði heldur ekkert til þess að fá fregnir af honum. Hamingja mín varð skamm- vinn. Kaethe dó þegar við höfð- um verið þrjú ár í hjónabandi. Eg hafði þessi þrjú ár aldrei orðið annars var en hún elskaði mig. — En hún dó með nafn Wer- ners á vörunum. Nú fyrst varð mér ljóst, hve stóran glæp eg hafði drýgt. Eg fann, að þetta var réttlát hefnd fyrir það, er eg' hafði brotið gegn Werner og Kaethe. Eg kvald- ist af sorg og samvizkubiti. — En þyngst af öllu var þessi ógnfulla vissa, Kaethe héfði alt af elskað Werner, en ekki mig. Eg festi ekki yndi heima. Eg bauð sjóhernum þjónustu mína, og var skipaður flokksforingi. Tveim árum áður en styrjöldin mikla skall á, var eg liðsforingi á þýzkum bryndreka. Um haustið lágum við, ásamt öðru þýzku her- skipi, á höfninni í Buenos Aires. Kvöld eitt hafði eg landgöngu- leyfi. Eg fylgdist með nokkrum félögum mínum inn á drykkjukrá í sjómánnahverfi borgarinnar. Þessar drykkjukrár eru alræmdar fyrir áflog og glæpi. Þar líður varl svo nokkurt kvöld, að ekki sjáist blika á rýtinga. — Lögregl- an sést þar sjaldan og vald henn- ar hefir þar lítið' að segja. En þeir eru margir sjómennirnir, sem deyja þar af “slysum” eða verða bráðkvaddir, eins og ræðismenn- irnir orða það í skýrslum sínum. Við gengum inn í krána. Þar var hálfrokkið af svælu og tóbaks- reyk. Við borðin sátu sjómenn af föllum kynflokkum og drukku og reyktu. Þarna mátti sjá trölls- Iega negra, hvíta menn, Indverja og Malaja. Mest bar þó á Spán- verjum. Þeir sátu þar margir saman, sólbrendir og svarteygir, með nakta bringu og bera hand- leggi — og rýtinga við beltin. Auðséð var, að þeir voru meira og minna druknir, og þá þarf lít- ið út af að bera, svo að Spánverj- inn grípi til rýtingsins. Dauf gasljós vörpuðu draugs- legri glætu á þennan mislita söfn- uð og gerðu andlitin enn þá dólgs- legri og grimdarlegri — og mátti þó sannarlega ekki þar við bæta. Við .settumst við borð utarlega í salnum. Skamt frá okkur sátu liðsforingjar af þýzka beitiskip- inu. Það var þó ánægjulegt að sjá landa sína. — Einn af liðsfor- ingjunum vakti eftirtekt mína. Hann sat þannig, að eg gat ekki * (Framh. liefðu meðferðis svo falleg- epli, að slík hefði hún aldrei séð. Konungsdóttirin var mjög hrifin af eplunum og bað gaiðyrkjumennina gefa sér eitlt epli. Þeir gáfu lienni tvö epli 0g þegar hún var búin að borða annað' þeirra, sagðist hún aldrei hafa bragðað neitt, sem væri líkt því eins gott. Svo byrjaði hún a óðru eplinu, en þá læddust garðyrkjumenn- íUl'r burtu, og þá byrjaði nef konungsdóttur- i'l'iar að vaxa, og það óx og óx. Það vafðist n au Ula öll húsgögnin í lierbergi konungs- (*’' tur, boygði sig út úr gluggánum og lenget 111 1 gaiðinn. — Þetta var alveg óbærilegt. rj^. ?nungurinn lét þá boð út ganga um alt S1^> að hver sá, sem gæti hjálpað kon- jsdóttur til að losna við nefið, skyldi velða j'gastur maður í landinu. við dátinn með pyngjuna búist lækni ^ann fór til hallarinnar og lézt vera dótii •’ °frSaSðist mundu geta læknað kongs- o-it’ b-f' Ia?n kjó nú til duft úr eplunum og varð en þá óx nefið enn meir og v * " UKU -sinnum lengra, svo veslings Jíoiigádatt.rin vnrö alveg uón viS Sig og vfina 1 (lf kvartaði> svo læknirinn aumk- «(is \ u liana og gaf henni ofurlítið af Vf. Ult!nu> °S þá styttist nefið dálítið, en Kki. mikið. Næsta dag gaf hann henni sér- am at epladuttinu og þá óx nefið aftur, og LANGA NEFIÐ fr 3. bls.) svoua gekk það koll af kolli, svo nefið ýmist óx eða styttist, og liún lifði alt af milli vonar og ótta, og var loks orðin hæglát og auðmjúk. Þá sagði dátinn, eða læknirinn, sem hún hélt liann vera, að hann liefði aldrei í allri sinni læknistíð kynst eins þrálátum sjúk- dómi, það liti helzt út fyrir, að kongsdóttirin hefði eitthvað á samvizkunni, sem tefði svona fyrir baltanum, og ef svo væri, þá yrði liún fyrst af ölþi að 'bæta fyrir afbrot sín, annars mundi nefið halda áfram að vaxa. Kongsdóttirin vildi neita öllu, en gamli kongurinn sagði: “Nei, núler nóg komið, dóttir góð! Skilaðu aftur þessum þremur töfrahlutum, því fyr fáum við hvorki frið eða ró, og haldi nefið á þér áfram að vaxa svona, þá kemst það ekki fyrir í landinu. ” — Svo varð herhergisþernan að sækja töfra- gripina, og fá lækninum þá, og undir eins og hann var búinn að tuka við þeim, gaf hann kongsdótturinni mátulega stóran skamt af peruduftinu, og um leið datt nefið af henni. En nefið var orðið svo langt, að tvö liundruð og fimtíu menn urðu að bera það burtu. Læknirinn fór þá burtu með töfragripina til félaga sinna. Svo óskuðu þeir sér heim til hallar sinnar, og eg held að þá langi ekki til að yfirgefa hana fyrst um sinn.^-Gullst. séð andlit hans. En mér fanst eg kannast við baksvipinn. — Snögg- lelga sneri hann sér við svo eg sá andlit hans. Það var eins og ís- kaldur straumur færi um mig all- an, en á næsta augnabliki fann eg sjóðheitt blóð ólga um æð^r mín- ar. — Guð minn góður. — Það var engin missýning. Þetta var eng- inn annar en æskuvinur minn. Werner v. Kunow. Hann leit til mín, en eg sá hann ekki taka neinum svipbreytingum. Ef til vill þekti hann mig ekki. — í sál minni brauzt sektartilfinn- ih!gin fram með tvöföldu afli. Mig langaði mest til að fara til hans og segja honum frá öllu. — En þetta kom svo skyndilega, að eg náði engu valdi á tilfinningum mínum. Eg.sat eins og lémagna og starði á fornvin minn, án þess að geta sagt nokkurt orð. -----Dauðadrukkinn Spánverji slagaði fram hjá borðunum þar sem við sátum. Um leið og hann fór fram hjá mér hrasaði hann, svo litlu munaði að hann ylti um koll. Hann' rétti sig samt við, leit reiðilega til mín og tók að skamma mig á ruddalegri spönsku. Hann virtist halda, að eg hefði brugðið fyrir hann fæti af ásettu ráði Eg reiddist og stjakaði við honum. Hann féll á 'gólfið svo buldi við. í sömu andrá komst alt í upp- nám. Það var engu líkara en að fall Spánverjans hefði leyst þús- undir djöfla úr læðing. Spán- verjarnir spruttu á fætur og þustu að okkur, rýtingsblöðin blikuðu í hálfrökkrinu og tinnusvört aug- un glóðu af heift og æðiskendri reiði. Svertingjarnir risu á fæt- ur og börðu hvað sem fyrir var, jafnt Spánverjana o’g hvern ann- an innbyrðis. Svona knæpubar- dagar eru þeirra mesta yndi. Salurinn bergmálaði af brothljóði og höggum, þegár borðin ultu um og glös og flöskur hrundu á gólfið. Og yfir alt glumdu reiði- óp Spánverjanna o'g tryllingsösk- ur svertingjanna. Við Þjóðverjarnir snerum bök- um að veggnum og vörðum okkur með stólunum, um leið og við reyndum að þoka okkur nær dyr- unum. Þannig gátum við haldið Spánverjunum svo langt frá, að þeir næðu ekki til okkar með rýt- ingum sínum. Þegar við áttum örskamt eftir til dyranna, ruddist að mér tröll- aukinn svertingi. Hann leit til mín rauðum blóðstokknum glyrn- um, og andlitið afskræmdist af dýrslegri grimd. Eg gat ekki snú- ið mér á móti honum fyrir þröng- inni, hann kom höggi á handlegg minn, svo að eg varð máttvana o'g misti stólinn. Einn Spánverjinn sá að eg var berskjaldaður. Hann stökk að mér með rýtinginn reiddan ti) höggs. Eg sá stálblaðið blika yfir höfði mér og vissi að eg var sama og dauður maður. Á sama augnabliki heyrði eg nístandi vein. Einn Þjóðverjinn hafði kastað sér milli mín o'g Spánverjans. Hann féll’ á gólfið. Rýtingur Spánverjans hafði lent í brjósti hans. Það kom hik á bardagann. Spánverjarnir voru búnir að hefna sín og sneru aftur til drykkju- horðanna. Eg laut niður að hinum fallna Innda mínum. — Það var Werner v. Kunow. — Hann leit til mín hálfbrostnum augum og hvíslaði svo lágt að varla heyrðist: Vegna Kaethe. — Svo dró hann þungt andann. Krampakendur titringur fór um líkama hans. í fyrstu var eins og e!g áttaði mig ekki á hvað hefði gerst. Eg hugsaði ekki neitt, en starði á æskuvin minn, sem lá dáinn fyrir framan mig. — Skyndilega brá ó- tal myndum upp fyrir hugskots- sjónum minum. Eg sá hálfgleymd atvik frá skólaárunum, sá Werner standa úti í skólagarðinum, vor- golan lék um dökku lokkana hans og svörtu augun tindruðu af gleði og æskufjöri. En á sömu and- ránni þokaði þó þessi mynd fyr- ir nýrri: Stúlku með Ijósgult hár, skær, blá augu og yndislegu KAUPIÐ Áv/ALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE, EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offiee: 6th Floor, Bank of Haniilton Chanibers. brosi um varirnar — Kaethe. — sá augnablikið, sem eg lét undan mínum betra manni og gerðist svikari við beztu vini mína. Mér fanst það óhugsandi, að Werner gæti í raun og veru ver- ið dáinn. Eg kastaði mér á kné við hlið hans og lyfti höfði hans að brjósti mínu, og grátbað hann um að fyrirgefa mér. — Alt í einu hljómuðu síðustu orð hans fyrir eyrum mér: V.egna Kaethe. — Mér fanst sem einhver æðri rödd hvísl- aði að mér þessum þungu dóms- orðum: Svikari! Svikari! Þetta er hefndin. Eg reis á fætur. Viljalaus, eins og í leiðslu fann eg að einn fé- lagi minn tók undir hönd^ mér og leiddi mig út. Daginn eftir var Werner v. Kunow jarðaður í sjómannagraf- reitnum í Buenos Aires. Kistan var hjúpuð þýzka fánanum og lúðrasveitin af beitiskipinu lék þýzka þjóðsönginn, þegar kistan seig niður í gröfina. V. Griitzen talaði síðustu orðin með lágri, óstyrkri rödd. Svo starði hann þegjandi um hríð fram undán sér, út á hafið. Fiðluleikarinn var þagnaður. Ekkert rauf næturkyrðina nema lágt báruskvampið við stálsíður beitiskipsins. — Niðri á þilfarinu stikaði vörðurinn fram og aftur með brugðnu sverði. -----Litlu síðar fylgdi v. Grút- zen mér út að fallstiganum. Fyr- ir neðan beið báturinn, sem átti að flytja mig í land, Við kvöddumst. Innan skamms þaut báturinn á stað, skellirnir í vélinni bergmáluðu í fjöllunum og spaðarnir mynduðu breiða straumrák á dimmbláum vognum. Mér varð litið út á skipið. Uppi við brjóstvörnina sfcóð v. Griitzen yfirforingi, hár o'g beinvaxinn. —iPerlur. FYRIR FÖLT, MAGURT OG VEIKLAÐ FÓLK. Fólk, sem er fnlleitt, magurt og kraftalftió gleðst af aó heyra um Nuga- Torie—meðalið, sem eykur blóðið og bætir. petta Sgæta meðal losar líkam- ann við óholl efni, sem orsakast af hægðaleysi, sem v^ídur miklum veik- indum, sem ekki þurfa að eiga sðr stað. Nuga-Tone styrkir líltfærin, eykur mat- arlystina, læknar meltingarleysi, eyðir gasi I maganum, læknar nýrna- og blöðruveiki og annað þvílíkt og bætir heilsuna yfirleitt. Pegar þú hefir notað Nuga-Tone í nokkra daga, fer þór að ltða betur, þú sefur betur og ert sterkari og frískari ig öruggari á morgnana. pú færð Nuga- Tone allsstaðar þar sem meðul eru seld. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann útvega það frá heildsöluhús- inu. Saga Oddastaðar Samið hefir og prenta látið Vigfús Guðmundsson, 1931. Skraddarinri*: E'g fer ekki fyr en eg fæ reikninginn greiddan, enda þótt eg verði að bíða hér ti) morguns! Stúdentinn: Það er ágætt. Þá verðið þér að borga húsaleiguna fyrir mig, því að öðrum kosti verður okkur báðum fleygt út eft- ir hálftíma. Hún: Eg- er hrædd um, að þú hafir móðgað frú Schultz með einhverju, því að hún hefir ekki komið hér langa lengi. Hann: Blessuð komstu eftir því hjá henni, hverni eg hefi farið að því. Máske get eg notað sama ráðið aftur. — Pabbi, hvaða munur er á sparsemi og nísku? — Það skal eg segja þér. drengur minn. Þe'gar eg hlífist við að fá mér ný föt, þá er það sparsemi, en þegar eg hlífist við að kaupan ýjan kjól handa henni mömmu þinni, þá er það níska. Þetta er mikil bók, 16 arkir í stóru broti. Er þar rituð saga hins fræga Odda á Rangárvöllum, alt frá landnámstíð. Eru þar fyrst taldir allir ábúendur og prestar, "sem verið hafa í Odda. Þá er frá- sögn um Staðamálin, að því leyti, sem þau snertu Odda. Þá er kafli um skólann í Odda, langur kafli um eignir og tekjur Oddastaða eftir máldögum, og annar kafli um bújörðina sjálfa (hjálei!gur. landspjöll, jarðamat). Síðan koma kaflar um bæarhúsin, kirkuna og kirkjumuni. . Það er ekki ofsölgum sagt, að geysimiklum fróðlejk er safnað í bók þessa og víða viííað að. í heimildaskrá, sem er aftast í bók- inni, eru talin rúmlega 100 heim- ildarrit, prentuð og óprentuð. Ber þetta vott um ótrúlega elju höf. og þrautseigju við starfið, enda mun hann hafa unnið að bókinni í mörg ár. En um bókina segir hann svo í formála: — “e'g er ó- lærður alþýðumaður og eigi sér- fræðingur í neinni grein, svo eg get ekki unnið úr efninu vísinda- lega á nokkurn hátt.-------Fyr- ir alþýðu manna og jafningja mína hefi eg ritað, og á alþýðumáli. Vænti eg þess, að margir þeirra, sem unna fornum fræðum, finni hér nokkurt umhugsunarefni.—” Það er enginn efi á því. Og þjóðin hefir enn svo miklar mæt- ur á fornum fræðum, að hún er þakklát hverjum þeim manni, sem dregur. þar saman alt hið helzta, er saman á. Bók þessi hlýtur því að verða vinsæl meðal þjóðlegra manna. — Mgbl. Vík.. í veizlu segir frú nokkur við sessunaut sinn: — Hver er þessi hræðilega ljóti maður, sem situr andspænis okk- ur ? — Það er bróðir minn! — Fyrirgefið þér-------ja, nú sé eg að þið eruð talsvert líkir! =1 DUSTLESS COALAND COKE Chemically Treated in Our Own Yard Phone 87 308 SlSff D.D.WOOD & SONS LIMITED Warming Winnipeg Homes Since “82”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.