Lögberg - 10.03.1932, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.03.1932, Blaðsíða 2
Bla. 2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 10. MARZ 1932. Þorskhausa-kastið Veturinn 1888 reri e!g á útveg Þórðar Thoroddsen læknis í Kefla- vík suður, og vorum við fimm á sexmanna fari. Formaðurinn hét Sigurgísli Ólafsson úr Reykjavík. Hásetar voru: Jón Sturlaugsson, bróðir Jónasar föður Ásbjörns, sem nú er bóndi í N.-Dak.; Sigurð- ur Sigurðsson,- unglingspiltur 18 ára úr Blöndudal í Húnvatns- sýslu ; Andrés Andrésson af Vatns- nesi í sömu sýslu o!g eg. Áður en eg fer lengra, verð e:g að lýsa að nokkru læknishúsinu. Það var timburhús og kjallari und- ir því öllu. Strax og inn úr dyr- unum kom, var stigi ofan í kjall arann, en annar endi hans var af- þiljaður og hurð með læsing fyr- ir. Fast við stigauppganginn var svefnherbergi sjómanna, en í hin- um endanum var stór byngur af hörðum Þorskhausum, en annað dót í horninu beint á móti upp- ganginum. Góðir gluggar voru á og því allbjart um allan kjallar- ann. Aðfaranótt miðvikudags fyrir skírdag, 28. marz, fékk Jón þrjú uppköst; við sváfum saman; með því að mér var létt um að vakna þá hafði eg þann starfa að líta til veðurs. Þennan morgun fór eg að vanda upp kl. 3% og leit út, og s3 að róðrarveður var; eg fer niður og vek formanninn; þá kallar hann til hinna að hafa sig upp Svo segir Jón: “E'g treysti mér ekki að róa í dag.” Formaður svarar: “Það er bara leti, komdu strax.” Þá segi eg: “Heldur þú að sá maður, sem fær þrjú upp- köst hvert á fætur öðru, sé heil- brigður?” Hann svarar: “Þú hef- ir étið of mikið í gærkveldi, og flýttu þér á fætur.” Þá rauk Jón upp og í fötinn og sá eg að honum brá, en svaraði engu. Þegar við komum upp á loftið, var kaffið til að vanda og við drukkum það, en Jón þáði ekkert. Svo fórum við ofan að sjóbúð og fórum í skinnklæðin, settum svo bátinn á flot og ballestuðum hann með nokkrum steinum; en rétt þegar við vorum til að stíga upp í, þá sefgir formaður við Jón, að honum sé bezt að fara inn og leggja sig fyrir, ef hann sé las- inn. En Jón ansar því engu, én stekkur upp í og þrífur árina og rær af kappi, auðsjáanlega í þungu skapi. Við róum norður í Leiru- sjó, þar stjóruðum yið ög fórum að beita færin. En Jón fór að hreyft sig og fór að losa um skinn- brók sína. Þegar við vorum rétt búnir að kasta út færunum, þá dettur Jón tvöfaldur ofan í grjót- ballestina með óhljóðum og kvöl- um. Eg fór strax og ætlaði að reisa hann við, en það var árang- urslaust; hann þoldi ekki hreyf- inguna. Þá kallar formaður að hafa upp og komast í land. — Við höfðum hraðan á og settum upp seglin, því ofurlítili norðan and- vari var kominn, og rérum undir. Þegar í land var komið, tókum við Jón og bárum hann inn og af- klæddum hann ofan í rúm. báðum svo matreiðslustúlkuna, sem var á fótum, að láta læknirinn vita, þegar hann kæmi á flakk, því þau voru ekki vöknuð enn; svo rerum við aftur. » Þegar við komum að um dag- inn, var Jón viðþolslaus af kvöl- um o'g rænulaus að okkur virtist. Næsta dag, sem var skírdagur, var ekki róið. Þá spurði eg lækn- irinn hvað að Jóni gengi; hann sagði það væri lífhimnubólga. Næsta dag, föstudaginn lan!ga, rétt eftir hádegi, fékk Jón ofur- litla hvíld og rænu; hann sagði þá, að Qf Gísli hefði ekki haft þau órð við sig, sem hann gerði, þá hefði hann ekki tekið þessar kval- ir út. Þetta var alt, sem hann sagði, o'g þá versnaði honum aft- ur. Laugardagsmorguninn áður en við rerum, snerum við honum og hagræddum ásamt vökustúlk- unni. Um daginn, þe'gar við kom- um að, var hann dáinn. Þá tókum við líkið og bárum það út í lítið smíðahús og lögðum það þar á bekk, meðan verið væri að smíða utan um hann. En föt hans og koffort lögðum við fyrir framan þilið rétt hj.á þorskhausunum. — Um kveldið, þegar allir voru háttaðir o!g alt komið í kyrð í. hús- inu og tveir af piltunum sofnaðir, en eg og formaður lágum vak- andi, þá heyrum við þrusk í hin- um endanum og er farið að kasta þorskhausunum af ákafa. Gísli spyr mig hvað þetta sé, sem'heyr- ist, en eg segist ekki vita það. Eftir dálitla stund biður Gísli mig að fara og !gá að hvað um væri að vera. Eg segi, að honum sé bezt sjálfum að líta eftir því. Hann færist undan, en biður mig að gjöra það. Eg sagði, að mér væri sama, og fer, og um leið og eg tek í hurðarhúninn, þá þagnar hávaðinn. Eg fer fram fyrir, en sé ekki neitt; en albjart var og hvergi skuggi á. Eg fer inn aftur o!g þá vaknar Andrés og spyr hvað gangi á. Við tölum fáein orð á meðan eg var að fara upp í rúm- ið; en þegar eg er lagstur niður, byrjar hausakastið aftur. Eftir dálitla stund fer eg aftur, og fer alt á sömu leið. Nú dettur mér í hug, hvort eg gæti sett á mig hvernig hausarnir liggja í byngn- um; og sjá næst þegar eg kæmi fram, því eg taldi vist að það mundi byrja aftur, sem líka varð. Eftir tímakorn fór eg aftur og fór þá á sömu leið. Nú fer e!g að hugsa, hvort eg gæti séð nokkuð á hausunum, en ekki gat eg orðið neins var; en var þó ekki alveg viss um með einn haus, sem ekki var ábyggile!gt og vildi eg því ekki hafa orð á því. Nú legst eg niður en hausakastið byrjar aftur og stendur yfir í kringum tvo klukku- tíma; þá þagnar það. Næsta dag, páskadaginn 1. apríl, kistulögðum við, og létum kist- una standa þar til næsta dags. — Um kvöldið á sama tíma er byrj- að aftur að hamast í þorskhausun- um. Þá vöktum við allir, því eng- inn gat sofið. Næsta dag fórum við með líkið sjóleið út að útskál- um o!g jörðuðum það; þar var þá séra Jens Pálsson. Um kvöldið á sama tíma og áð- ur byrjar hausakastið aftur; en þá fer það ósköp hægt og stendur yfir skemri tíma. — Næsta dag róum við, og þegar við komum að um daginn, var hreppstjórinn kominn til að halda uppboð á föt- um og dóti Jóns heitins, og alt var selt og enginn hlutur keyptur af Fuglinn blindi (Sönglistin.) Blindan 1‘ugl í Braga garð bar, í gamla daga, hví það skeði' og hví það varð, hermir engin saga. Hljóður fuglinn hímdi þar, hafði’ ei neitt að segja. Þess, er einskis verður var, vitið er, að þegja. Eina fuglinn þekti þrá, þraut var hans að sefa, alt áf vildi’ liann eitthvað fá, öðrum til að gefa. Alda faðir, yfir tóm, eitt sinn leit, og sá hann; Sagði: “Mína sjón, og róm, sa'kja, og g(‘fa, má ’hann. Síðan, hvar sem fuglinn fer, færir hann til kynna óm af dýrð, sem enginn sér, en allir hljóta’ að finna. Guðmundur Stefánsson. Leslie, Sask. okkur eða neinum í húsinu. Get- ur verið, að það hafi stafað að nokkru leyti af hausakastinu. En víst var það, að um kvöldið þegar við vorum lagstir fyrir, þá bjugg- umst við við að heyra þetta sama aftur. En þá heyrðist ekkert og aldrei eftir það vertíðina út; hvernig á þessu hefir staðið, veit eg ekki, en Jón dó í fullu fjöri og eg held með þungum hug til for- mannsins. Við Jón vorum samrímdastir, því við yorum úr sama plássi að heita mátti, hann úr Laxárdal, eg úr Hvammssveit í Dalasýslu; hann sa!gði mér, að hann ætti systur í Borgarhreppnum, en eg gleymdi strax bæjarnafninu. Svo ætlaði hann til Ameríku þá um vorið, til fólks síns. Ekki veit eg nú, 1932, hvað er eftir lifandi af systkinum hans, en eg held að Bjarni Sturlaugsson sé lifandi einhvers staðar í Canada. Aths.—Þau orð, er formaður lét sér um munn fara við Jón, og þau fáu orð er Jón sagði í leg- unni, eru hér orðrétt, eins og þau voru töluð. E. J. Breiðfjörð, Bantry, N. Dak. DUSTLESS COALAND COKE Chemically Treated in Our Own Yard Phone 87 308 líl&f D.D.WOOD & SONS LIMITED Warming Winnipeg Homes Since “82” Framfarir í kórsöng Svo er að sjá, sem vaknaður sé mikill áhugi meðal söngfélaga ís- lands á því að æfa sig og vinna í sameiningu að eflingu kórsins. Sýnist þjóðhátíðin hafa átt mik- inn þátt í því að lífga söngfélög- in, enda hafa nú karlakórar víðs- vegar um land feert samband sín á milli. Hafa þeir nú hver eftir annan ráðið Sigurð Birkis söng- kennara til þess að fá tilsögn um meðferð raddarinnar. Hefir Birk- is áður haft söngfélö!g vestan- lands og norðan til meðferðar, og nú er hann nýkominn úr sams- konar ferð austan af Seyðisfirði. Eg hafði tal af Birkis skömmu eftir að hann var stiginn á land af “Lagarfoss” og lagði fyrir hann ýmsar spurningar um starfsemi hans: —Er þessi starfsemi yðar styrkt af opinberu fé, eða borin uppi af félögunum sjálfum? — Hér ræður eingöngu áhugi félaganna. Þau standa sjálf straum af öllum kostnaði. — Eru félögin mannmörg? — Þetta frá 20—30 félagar í hverju. T. d. eru í “Braga” 26 menn nú sem stendur. — Gerir kreppan menn ekki dálítið hjáróma? -—Eg hafði nú satt að segja ekki gert mér glæsilegar vonir um að fara austur í höfuðstað þeirra Austfirðinga nú, en því melri á- stæðu finn eg til að láta í ljós það álit, að sögurnar sem berast um kreppusástand þessa bæjar, séu af einhverjum ástæðum meira en lítið litaðar. — í stuttu máli—þar er ekki minna fjör í fólkinu og á- Fyrir Veika og Máttfarna Karla og Konur. Ef þú ert lasinn og máttfarinn og taugaveiklaður og átt bágt með að sofa á nðttunni, hefir slæma meltingu og matarlyst og annað þvílíkt, sem orsak- ast af veiklun, sem kefiiur til af hægða- leysi, þá reyndu Nugá-Tone í nokkra daga og þú munt fljðtt fá mikla heilsu- bðt. Nuga-Tone hefir læknað þúsundir manna af meltingarleysi og gefið þeim meiri og betri matarlyst. pað gerir taug- g.rnar og vöðvana sterkari og eyðir þessum stöðugu þreytuverkjum, sem gera llfið svo erfitt og ðþægilegt. Ef þú ert ekki eins frískur eins og þú ættir að vera, eða ef þú ert að verða gamall fyrir tímann, þá láttu ekki bregðast að reyna Nuga Tone. pú getur keypt það alstaðar þar sem meðul eru seld. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann útvega það frá heildsöluhúsinu. hugi en annars staðar. — Krepp- unnar virðist gæta þar mjög lít- ið. — Eg undraðist, hvað karla- kórinn hafði góðum kröftum á að skipa í ekki fjölmennari bæ, og það af tenórum o!g bössum, sem vanalega er helzt hörgull á. Það munar um Árna frá Múla, en það eru líka fleiri feóðar raddir. Áhug- inn að sækja æfingar og nota sér tilsögn var framúrskarandi, og þrisvar var sungið opinberlega við ágæta aðsókn. — Annars má eg líka til að taka fram, hvað mér fanst mikill og jafn menningar- blær á bænum og fólkinu á Seyð- isfirði. Alt er þar 1 stærra og myndarlegra formi en gerist um aðra bæi álíka að stærð, er eg hefi komið í, að eg ekki tali um þá minni. Auðséð á öllu, að bærinn hefir verið kominn vel á skrið áð- ur en kyrrstaða hófst, sem Seyð- firðingar kenna utan að komandi ástæðum og vona að nú sé brátt á enda. — Væntanlega haldið þér á- fram kenslustarfi yðar meðal söngfélaga landsins? — Já, það býst eg við. Að minsta kosti hefi eg fengið til- mæli úr ýmsum áttum um að koma og kenna. Það mun vaka fyrir Sambandi ísl. karlakóra að hafa allsherjar söngmót áður en lanigt líður. — Hafa ekki bæir eins og Hafn- arfjörður, Vestmannaeyjar og Nes- kaupstaður öflug sön'gfélög? — Um Nesbúa veit eg, að þar er stofnaður kór, því að þangað var eg beðjnn að koma, þótt eg kæmi því ekki við í þessari ferð. í hinum bæjunum sýnist áhuginn eitthvað daufur í bili, en hann glæðist vonandi. Ces. —M!gbl. Gjaldþrot 1931. — Samkvæmt innköllun í Lögbirtingarblaðinu, urðu 36 gjaldþrot árið 1931 o'g er það miklu hærri tala en áður. Gjaldþrotin skiftust þannig: f Reykjavík 12, aðrir kaupstaðir 14, verzlunarstaðir 7 og sveitir 3. Meiri hluti þeirra, er gjaldþrota urðu, störfuðu að verzlun og út- gerð. — Meðal þeirra voru þrjú hlutafélög og eitt samlagsfélag. Auk þess var Síldareinkasala fs- lands tekin til skiftameðferðar í desember s. 1. ár. — Mgbl. I KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. MENEY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offioe: 6th Floor, Bank of Hamilton Chambers. Hin sofandi skjaldmey —“Sleeping Beauty.” • Nú sé eg þá fyrst hvar hún sefur, á svalbarði fjallsins efst; þar rekkju hún hlotið hefur sem himinsins blátjöldum vefst.< Hún sefur þar svefninum langa, —hvort svæfandi veigar húri drakk eða svikráður sveinn hennar vanga svefnþorni undir stakk. Aldrei var konungleg hvila hvítari linvoðum breidd en þeim, sem að skjaldmeynni skýla þá skrúðblæja sumars er eydd, en haust gengur efstu hjalla handkalt, með fannhvíta skó, og breiðir á brúnina alla blikandi nýdrifinn snjó. Hún blundar, sú berglukta skjaldmey, þar brattast er f jallið og hæst. Hún vaknar né veit af sér aldrei unz völuspá sú hefir ræzt að hetja með sveipandi sverði, sigrast á ljónunum tveim, er hjá henni vaka á verði og varna að sókt sé hún heim. Hálfséð, hún huganum ögrar; —hve hreinlegt er gerfið og ljóst! Urn vangana fjallgolan flögrar og fallegan háls og brjóst. Hún beygir, sú bjargheims ásynja, bleikrauða, sólkysta vör; lokkarnir hrafnsvartir hrynja um hnjúkinn, frá enniskör. —Að kalla út úr kletti, með orðum, kvenmynd, sem fegurð sé léð, og halda’ henni’ í skef jum og skorðum, svo skoðuð hún verður og séð, er erfitt; og örlögin þungu að ónýta, og vald þeirra ramt; en, orðkyngi íslenzkrar tungu, ef til vill, getur það samt.— Þótt sæi eg holdmjúka, hlýja, þá hauklegu, bergluktu mey, og reyndi með kylfu að knýja kæinist eg til hennar ei! —Að brotni þó, býst eg við fremur, bergskel þess sofandi vífs, ef islenzkt kraftaskáld kemur að kveða hana aftur til lífs. t En meðan að mær þessi blundar, þið, máni og stjörnur og sól, í straumkasti líðandi stundar, stafið þið á hennar ból; frá hástólum háum og veitið helgi þeim fagra gnúp; og skjaldmeyjar myndina skreytið með skínandi litgeisla hjúp! , E. G. Gillies. Dánarfregn Þann 9. febr. andaðist að heimili sínu í Riverton, Man., Mrs. Odd- björg Kristín Magnússon, eiginkona Jóhannesar Magnússonar sama stað- ar. Hjn látna var fædd í Reykjavík 3. nóvember, 1900; var hún elzta barn hjónanna Guðna Oddssonar og Guðríðar Jónsdóttur. Foreldrar- hennar fluttu til Canadá stuttu eftir aldamót. Tíu ára að aldri misti hún móður sína, áttu þau þá heimili á Gimli. Stuttu eftir það flutti Guðni faðir hennar ásamt börnum sínum til Árnes-bygðar sunnanvert og bjó þar um nokkurra ára bil. Seytján ára að aldri giftist Kristín heitin Jóhannesi Magnússyni, næst elzta syni Jóhannesar heitins Magnússon- ar í Dagverðarnesi og Kristínar konu hans, er um langt skeið bjuggu þar, en eru nú bæði látin. Ungu hjónin settust strax að í Riverton og bjuggu þar ávalt siðan og farnaðist vel. Þau eignuðust 4 mannvænleg börn, sem lifa og syrgja hjartfólgna móður sína; eru nöfn barnanna og aldur sem hér segir: Jóhannes 13 ára; William Alfreð 12 ára; Alma Doris 7 ára og Gladys Yvonne 5 ára. Dauðastríð Kristínar heitinnar varði nærri tvær vikur, banameinið var lungnabólga. Jarðarförin, sem var f jölmenn, fór frarn frá heimilinu og lútersku kirkjunni þann 15. febr. Kristín heitin hafði i sjúkdómi sín- um notið aðhjúkrunar Sigríðar syst- ur sinnar, konu Hallgríms bónda í Dagverðarnesi, auk þess sem ýrnsir nágrannar og vinir réttu hjálpar- hönd í veikindum hennar. Guðni faðir hennar var f jærstaddur, í fiski- veri á Winnipeg-vatni. Einungis tvær systur hinnar látnu voru viö- staddar, Sigríður, áður nefnd, og Ingibjörg kona Haraldar Magnús- sonar frá Dagverðarnesi, er hún alin upp á heimili hinnar látnu systur, og munu sum önnur systkini hennar einnig hafa átt þar athvarf. Systkini Kristínar heitinnar, auk systranna sem getið hefir verið, eru: Mrs. Þuríður Johnson, Prince Rupert, B.C.; Jón, einnig til heimilis í Prince Rupert, B.C.; Sölvi, til heimilis í Alberta. Oddbjörg Kristín var falleg kona og myndarleg í framkomu, góð kona og móðir, og er hennar sárt saknað af eiginmanni og börnum og öðrum ástvinum og öllum er til þektu. S. 0.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.