Lögberg


Lögberg - 10.03.1932, Qupperneq 3

Lögberg - 10.03.1932, Qupperneq 3
LÖGBERG, KTmiJDAGINN 10. MARZ 1932. Bls. 3. SOLSKIN PROFESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Offlce tfmar: 2—* Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba Drs. H. R.& H. W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TBUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrveðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 2« 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimlli: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 054 W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFaNSSON islenzkir lögfrœðingar 6. öSru gðlfi 325 MAIN STREET Talsfmi: 24 963 Hafa elnnig skrlfstofur a8 Lundar og Gimli og eru þar a8 hitta fyrsta míð- vikudag 1 hverjum m&nuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tfmar: 3-—5 Heimlli: 5 ST. JAMBS PLACE Winnipeg, Manitoba DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sfmi: 23 742 Heimilis: 33 328 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talsfmi: 42 691 A. S. BARDAL 348 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allwr útbúnaCur sá. best) Ennfremur selur hann allskonar mlnnlevarOa og legsteina Skrifstofu taiafmi: 86 607 Heimills talsfmi: 58 302 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) íslenzkttr lögmaOur 606 Electric Railway Chambers Winnipeg, Canada Sfml 23 082 Heima: 71 753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21 144 Helmlli: 403 675 Winnipeg, Man. A. C. JOHNSON 907 ConfederaUon Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur a8 sér a8 ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrg8 og bif- relða ábyrgðlr. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœöirtffur Skrlfstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Maln St. gegnt City Hall Phone 24 587 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er a8 hltta frft kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimill: 806 VICTOR ST. Sfmi: 28 180 DR. C. H. VROMAN Tannlreknir 506 BOYD BLDG, WINNIPEG Phone 24171 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur tögfræOingur 808 PARIS BLDG., W'INNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkníngar og yfirsetur Tll viðtals kL 11 f. h. til- 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinu 532 8HERBURN ST. SÍMI: 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir »1 FURBY ST. Phone: 86 187 Vi8talstfml klukkan 8 til 9 að morgninum J. J. SWANSON & CO. LIMITl'D 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öUu tagi, Phone: 26 349 FR ÆG U R KÖTTUR. Borg ein, er Goshen nefnist, liggur í New- Yorkríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Um það leyti, sem saga þessi gerist—laust eftir síðustu aldamót, var borg þessi á æsku- skeiði. En þó var sá annmarki á Gósenlandi þessu, að vantsskortur svarf mjög að íbúum borgarinnar. Kvað svo ramt að þessu, að fyrirsjáanlegt þótti, að vatnsskorturinn mundi draga úr eðlilegum vexti bogarinnar, svo að hún yrði undir í samkepni við ná- grannaborgir sínar, er betur voru settar að þessu leyti. Til þess að ráða bót á þessum vandkvæð- vm, var ákveðið að leiða vatn til borgarinn- ar frá einhverjum þeim stað, sem hæfilegur þætti. Mönnum kom saman um, að tveir staðir kæmu aðeins til greina í þessu efni. Annar þeirra var brunnur, sem var eign rjómabús og lá í rúmlega þriggja km. fjarlægð frá borgúnni, en hinn staðurinn var uppsprettu- lind, kölluð “Lindin vellandi”, vegna þess, hvað vatnið strevmdi af miklu afli fram úr- iðrum jarðar í ker það eða ketil, sem lindin spratt upp í. En að lindinni. var fjarlægðin frá borginni rúmir sex km., eða helmingi lengra en að brunninum. Hinsvegar yarð mikill ágreiningur og tog- streita um það, hvorn staðinn bæri að velja. Skiftust brogarbúar í tvo harðsnúna flokka, sem hvor um sig sótti og varði sinn málstað af miklum hita og enn meira kappi. Brunn- flokkurinn hélt því fram, að spara mætti fé og tíma með því, að leiða vatnið úr brunnin- um, en hinir svöruðu því, að enginn gæti sagt fvrir, hvort vatnið í brunninum mundi nægja, tr stundir liðu, en um hitt þvrfti ekki að ef- ast, að lindin nægði langsamlega. Báðir höfðu því nokkuð til síns máls. Þannig stóðu málin, þegar köttur einn, sem Tommi hét, kom til skjalanna og tók að sér að skera úr þrætunni og jafna deiluna. Á meðan aðrir borgarbúar leiddu fram rök sni og bollaleggingar, gerði Tommi þá úr- slita tilraun, sem varð til þess að leysa þetta vandamál og binda enda á það. Og sú saga er á þessa leið: Tommi átti heima í rjómabúinu, sem brunninn átti, og var þar í miklum metum. Eins og gefur að skilja, var liann mjög á- hugasamur um alla starfrækslu búsins, og þó einkanlega um alla meðhöndlun rjómans. enda ‘‘gekk hann eins og grár köttur” — þótt hann reydar væri mjallhvítur — um hús öll og híbýli þar á staðnum' Þennan dag, sem Tommi komst í hið mesta og merkasta æfintýri lífs síns, hafði dælan í brunnhúsinu bilað, og voru tveir af starfs- mönnum búsins önnum kafnir við að lagfæra hana. Dyrnar á brunnhúsinu stóðu opnar og höfðu mennirnir tekið hettuna ofan af dælu- pípunni, — sem var tíu þuml. víð — og voru að skygnast niður í pípuhálsinn. Alt í einu kom vindhviða inn um dymar og þyrlaði með sér laufblaði. Fylgdi Tommi eftir í eltinga- leik á katta vísu, og fór í loftköstum. Lauf- btaðið Imitaði fyrst nokkra luúnga í loftinu, en féll svo í einu vetfangi niður í kolsvart op pípunnar — og Tommi á eftir! Þetta gerð- iíst í svo skjótri svipan, að mennimir höfðu ekki tíma til að átta sig á hinni yfirvofandi hættu kattarins, fyr en alt var um garð geng- ið. Varð hér engri björgunartilraun við komið, því að pípan lá beint niður í jörðina og var hvorki me.ira né minna en 268 fet (ensk) á lengd, þ. e. frá yfirborði jarðar og niður í vatn. Þótti mönnum augljóst, að Tommi mundi þarna líf sitt láta, og hönn- uðu mjög hin sorglegu afdrif hans, því að öllum þótti vænt um kisa, sem komist höfðu í kynni við hann. Af tilviljun, leit annai maðurinn skömmu síðar á klukkuna og sá þá, að hana vantaði þrjár mínútur í ellefu fyrir hádegi. Nokkuru fyrir hádegi þennan sama dag var bóndi sá, er átti ”Lindina vellandi” á gangi skamt frá uppsprettunni. Heyrði hann þá aumkunarlegt mjálm, sem honum viriist koma frá lindinni. Hann brá þegar við og ruddist gegn um runna, sem uxu umhverfis lindina. Sá liann þá, sér til mikillar undrun- ar, hvítan kött með bláan borða um hálsinn, vera að stríða við að ná bakkanum. En hringiðan í miðju kerinu hélt honum föstum. ^ ar auðsóð á öllu, að veslings dýrið var að- fram komið af þreytu; lét bóndi ekki á sér standa, snaraðist út í vatnið og bjargaði kisu. Þegar því var lokið, kom bónda til hugar að liðið mundi nær matmálstíma, og leit því á vasaúr sitt; var klukkan þá 12 mín- útur yfir 11. Tók hann þannig óafvitandi tímann á ferðalagi Tomma — því þetta var enginn annar en hann. Bóndi vafði nú Tomma innan í yfirhöfn sína og liélt heim með hann. Var Tommi mjög illa á sig kominn, úrvinda af þreytu og liríðskjálfandi, en engin ytri meiðsli sjáan- leg. Náði hann sér þó furðu fljótt, sem þakka mátti ágætri hjúkrun húsfreyjunar. Ekki var Tomma um það gefið, að njóta til langframa gestrisni nágranna sinna. Síðar um daginn laumaðist hann á brott og hélt þá heimleiðis. Er getið til, að tvær aðalástæður hafi legið til hinnar skjótu burtfarar hans: ijóminn og heimþráin. Þó er haldið, að aðr- ar tvær ástæður hafi ráðið miklu um: liann hafi ekki viljað njóta gestrisni fólks þess, er hann hafði rýrt eignir fyrir með ferðalagi sínu, en hin-s vegar áhugamál að gera árangur tilraunar sinnar sem fyrst kunnan! Hver svo sem ástæðan var, þá er hitt víst, að Tommi kom lallandi heim til sín síðla dags og lét sem ekkert væri. Að vísu var hann nokkuð mátt- farinn, óstyrkur í fótunum, og gegndi ekki nafninu sínu, — hann hafði sem sé algerlega tapað heyrninni, — en að öðru leyti hagaði hann sér líkt og áður. Það varð uppi fótur og fit í rjómabúinu, þegar menn höfðu gengið úr skugga um, að það var Tommi í eigin persónu, sem kominn var, en ekki svipurinn hans. En mennimir, sem sáu hann hverfa niður í opið á dælupíp- unni, ætluðu aldrei að trúa sínum eigin aug- um; svo liissa urðu þeir, er þeir sáu hann heilan á húfi. Brátt spurðist um björgun Tomma úr “Lindinni vellandi” og rann þá upp fyrir mönnum hve mikið happaverk Tommi hefði unnið borginni með þessari frægðarför sinni. Var nú öllum bollaleggingmn um kaup á “Lindinni vellandi” lokið, en í þess stað á- kveðið, að leiða vatn úr brunninum. Þéss varð nú skamt að bíða, að blöðin þar í nágrenninu birtu greinar um þetta merkilega afreksverk Tomma. Og síðar tóku stórblöðin söguna upp, og fluttu hana um þvera og endi- langa álfuna. Má óhætt fullvrða, að Tommi hafi um langt skeið verið einliver frægasti köttur í vesturálfu heims, fyrir þetta afrek sitt. Og vitanlega varð hann uppáhald og átrúnaðargoð Goshenborgar, og livarventa í hávegum liafður. Og um það var lengi rætt á meðal borgarbúa, að sjálfsagt væri að reisa Tomrna veglegan minnisvarða, sem eins af mestu og beztu bjargvættum borgarinnar. Þótti mest viðeigandi, að hafa minnisvarðann gosbrunn, með líkneski af kisu í fullri stærð. Ekki hafði þó orðið úr framkvæmdum, er saga þessi var birt, en að öllum líkindum hefir niinnisvarðinn verið restur síðar, þótt Hýra- verndarinn hafi ekki haft öruggar spumir af því. — (Lausl. þýtt úr Wide World Magzine), —- Dýrav. NÁTTÚRUSAGA KATTARINS. (Lauslega þýtt.) Til þess að finna elztu sagnir, sem skráð- ar eru um kettina, verðum vér að leita langt aftur í tímann, jafnvel til hinna fornu Egypta, sem bygðu pýramídana forðum. Hjá Egyptum var kötturinn dáður svo og virtur til fonia, að hann var hvorki meira né minna en álitinn heilagur. Dæi köttur eðlilegum. dauða, létu heimilismenn allir sorg sína og söknuð í ljós, á mjög einkenni- legan, en þó hjartnæman hátt, því þeir rök- uðu augabninir sínar og smurðu síðan dýr- ið, hinn framliðna vin sinn og dýrling, dýr- mætum jurtasafa og alls konar krydduðum smvrslum, og kórsettu síðan lík kattarins í venjulegu grafliýsi; var því þannig búið um kattasmyrðlingana, til varðveizlu um marg- ar aldir, á sama hátt og með sömu virðingu, scm var höfð um útfarir ágætustu stjórnar- höfðingja og stórmenna þeirra tíma, þá er þeir voru smurðir og grafhýstir, og er þetta olíkt því,«em vér sýnum æniverðugum kött- um vorra tíma, ])egar þeir hverfa liéðan. Kæmi það fyrir, að einhverjum Faraós- þegni yrði það á, viljandi eða óviljandi, að taka kött af lífi, tók lýðurinn manninn og drap hann. Það var þessi almenni átrúnaður, dáleiki og dýrkun lýðsins á heilagleika kattarins, sem Kambyses (persneskur konungur 529— 522 f. Kr.), sonur Kyros, notfærði sér svo snildarlega, er hann sat um Pelusium árið 525 f. Kr. og vann borgina. Hann skipaði svo fyrir, að hver og einn liðsmaður sinn skyldi bera lifandi kött á brjósti sér og nota hann í staðinn fyrir skjöld, því að hann vissi, að þeir, sem borgina áttu að vernda og verja fyrir árásum hans og hermanna hans, mundu fyrr gefast upp, heldur en að leggja liönd eða vopn á heilagt dýrið, enda gáfust þeir upp, er þeir urðu þess varir, að Kam- byses notaði slíkt herbragð og heilagt vopn móti þeim. Þessi mikli átrúnaður á heilagleika katt- arins, hyggja menn að eigi rót sína að rekja til þess, að kötturinn er flestum öðrum dýr- um fremri í því, að hann getur að eigin vild sinni, opnað svo fyrir augasteininum, að liann sér í myrkri, eins vel og í björtu, og lokað svo fyrir hann, þegar birtan er of mikil, að hann þolir skærustu birtu, m. ö. o. að hann sér jafnt á nóttu sem degi, og fer þetta eftir því, hvort honum er bjart eða dimt fyrir augum, og einnig eftir því, hvem- ig á tungli stendur, enda er þetta í samræmi við það, sem fomir sagnaritarar hafa hald- ið fram, að Egyptar tilbáðu köttinn, sem táknmynd tunglguðsins (m. a. Artemis). Frá Egyptum fluttist kötturinn til Norð- úrálfunnar, og þar varð hann útbreiddur mjög, sem eitt hið bezta og nauðsynlegasta húsdýr, Itil vamar hinum illræmda friðar- l'jóf og skaðsemdargrip, rottunni, eftir að hún fluttist til Norðurálfunnar, og hefir hann verið og verður ávalt eina meðalið, sem dugir gegn þeim faraldri. 1 flestum siðuðum löndum er kötturinn með réttu talinn tilheyra skylduliði hvers góðs og þrifalegs heimilis; á heimilinu eða við það fæðist hann, þar er liann alinn upp og taminn, því að eðlisfari er hann villidýr og getur orðið mjög grimmur og viðsjár- verður, fari hann á mis við gott uppeldi og nauðsynlegan aga lieimilisins, en, svo er hið meðfædda eðli kattarins og eiginleikar rót- grónir, að hann gefur sig aldrei undir yfir- ráð mannanna, frekar en honum sjálfum þykir við eaiga. Hann er að eðlisfari dutl- ungafullur, einrænn ,og umfram alt tortrygg- inn, og þó vingjamlegur og tryggur í lund: Iíann lætur engan og ekkert koma nær sér eða lokka sig, frekar en hann, í þann og þann svipinn, telur holt eða heppilegt fyrir sig. Því meiri umhyggju og alúð, sem honum er sýnd, því meiri undirgefni og einlæga vin- áttu sýnir hann þeim, sem umgangast hann; sýni menn lionum aftur á móti litla eða enga ræktarsemi eða láti hann afskiftalausan, lætur hann heimilið sig litlu skifta og fer þá í flakk á sumrum, út um liraun og móa, og verður þá,. sem kallað er “urðarköttur.” rJ’rygð sinni við fæðingarstað sinn heldur hann þó í lengstu lög, ef hann villist ekki frá lieimilinu, og leitar “ föðurliúsanna” aft- ur að vetrinum til, með skyldulið það, er lionum hefir fénast á flakkinu. Kötturinn er svo framúrskarandi hrein legt dýr, að það er haft að orðtæki og sagt, þegar um sérstaklega mikið hreinlæti er að ræða, að það sé “kattahreinlæti“ og orð- tækið: “Þrifinn eins og köttur”, kannast allir við. Allar eru hreyfingar kattarins svo liðug- ar og liprar, að undrum sætir: Hvert skref hans er ákveðið, alstaðar er varúðar gætt og augun höfð á öllu; hinum mjúku lappaþóf- um sínum stígur hann létt og liðlega til jarðar, án þess að heyranlegt sé, að þar sé nokkur lifandi vera á ferð, svo létt fellur kötturinn til jarðar, jafnvel úr mikilli hæð, að slíkt fall hans er talið óheyranlegt, enda er dyn kattarins talið óheyranlegt. Sköpulag kattarins sýnir, að hér*er um ovenjulega merkilegt dýr að ræða: Köttur- inn er lítið og snyrtilegt ljón, minsta útgáf- an af tígrisdýrinu, og er sköpulagið í fullu samræmi hvað við annað: Ekkert er of stórt né of lítið, alt er fallegt, ávalt og mjúkt, sem bendir á 'frábæra lipurð og öldukvikar hreyfingar. Þá eru og “andlegir” eigin- leibar kattarins í fullu samræmi við líkams- byggingu hans: Hevrnin og tilfinningin er frábærlega næm og sjónin eigi síður; aftur a móti er lyktnæmi kattarins allmikið ábóta- vant, og hafa menn tekið eftir því, að hún er hið eina, sem sagt verður um í eðlisfari hans, að ekki sé í samræmi við aðra hæfileika hans.—Rvík í julí ?31. Jón Pálsson.—Dýrav.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.