Lögberg - 10.03.1932, Side 5

Lögberg - 10.03.1932, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MARZ 1932. Bls. 5 Vínbann og áfengissala Það hefir len!gi verið eitt af stór- vanndamálum þjóðanna, hvernig fara ætti með áfengi. Ofdrykkja og alt það böl, sem henni fylgir. hefir vakið menn til meðvitundar um, hve mikið er í húfi í sam- bandi við meðferð áfengisins. Óhindruð áfengisverzlun fékk Jengi að njóta sín um heim allan, en afleiðingarnar urðu þannig, að mönnum tók að ofbjóða. Á ýms- an hátt hefir verið reynt að stemma stigu þeirra. Ein aðferð er að innræta mönnum bindindis- semi, m«ð því að útbreiða þekk- ingu á skaðsemi áfertgis og þeim hættum, sem notkun þess fylgir, og vekja þannig hjá einstakling- unum sjálfstæði til þess að sneiða sig hjá því. Hefir þessari aðferð verið beitt með miklum og góðum árangri. En þegar svo hefir ver- ið komið í einhverju mannfélagi, að bindindisstefnan hefir átt sterk ítök í almenningsálitinu, hafa menn talið það ófært, að leyfa áfertgissölunni að halda á- fram þannig, að ekki væri á ann- að litið en peningagróða þeirra, er að henni standa. Vakandi sið- ferðisvitund hfir fundið til þess, að velferð almennings ætti að ganga á undan gróðafýkn þeirra, er litlu skeyta afleiðingum af því, að spila á veikeika bræðra sinna, og systra. Á þessum grund- velli hefir ýmislegt verið reynt, er draga mætti úr hættunum. Reynt hefir verið að setja áfengisverzl- un ýmsar skorður, og ber saíga bindindishreyfingarinnar hér í Ameríku þess ljósan vott, að leit- að hefir verið af einlægni eftir leiðum til að draga úr böli of— drykkjunnar og sporna við því, að áfengisinautn aukist. í allri þeirri viðleitni urðu bindindisvinir fyrir eindreginni mótsp^-nu þeirra, er voru að njóta persónulegs hagnað- ar af tilbúningi og sölu áfertgis. Auðvald það, sem hélzt við og magnaðist á áfengisverzluninni. varði fjðregg sitt mjög ósleitilega. Það hafði ítök allsstaðar og sýndi ekki undanhald fyr en í fulla hnefa var komið á neinu sviði. Sagá bindindismálsins hefir að miklu leyti verið barátta mann- vina, sem hafa látið stjórnast af umhyggju fyrir mannlegri vel- ferð, við illvíga afstöðu þeirra, er fyrst og fremst hafa látið stjórnast af ábatavon. Að sjálf- sögðu hafa margir í allri ein- læ!gni fylgt þeim að málum, án þess að stjórnast af þessari hvöt, en mótspyrnan gegn takmörkun áfengissölunnar hefir sókt 'sinn mesta þrótt til þeirra, er mest hafa hugsað um að mata krókinn sjálf- ir. Framanaf var barátta bind- indishreyfingarinnar engan veg- inn barátta fyrir vínbanni. Það var ekki fyr en svívirðingar á- fengissölunnar gengu alveg fram úr hófi, að þolinmæði bindindis- vina o'g almennings brast, svo nú var snúið að því að afnema með lögum þá verzlun, sem aldftei hafði sýnt löghlýðni eða umhyggju fyrir mannlegri velferð. Það var ekki neitt leynilegt við þessa bar- áttu. Hún var opinská og hrein ag vann sigur á þeim grundvelli. Hinir hygnari meðmælendur á- fengissölunnar vita að hún var gerð landræk fyrir það, hvernig h*, hafði misboðið allri sómatil- finnitígu. Enda er nú ætíð við- kvæðið, að enginn vilji taka upp aftur fyrirkomulagið sem var. En þó þessi hafi verið saga málsns, sker það auðvitað ekki úr því, hvort vínbann hafi verið heppilegasta úræðið. En það varpar ef til vill Ijósi á ýmislegt, sem komið hefir fram síðan vín- bannið komst á. Aldrei hefir önn- ur eins tilraun verið gerð að hnekkja gildandi löggjöf, eins og raun hefir verið á með vínbanns- lögin. Með því að útbreiða ein- hliða, hlutdrælgar og ósannar frá- sögur um það, hvernig vínbannið gefist, hefir átt að vekja þann óhug á lögunum, að þeim sem bráð- ast yrði komið fyrir kattarnef Alt þetta á að vera í þarfir bind- indis, og er það ný röksemdafærsla úr þessari átt. Vínbanninu hefir verið kent um alt, sem aflaga fer, síðan það komst á. Getur það ver- ið upplýsandi, að líta nokkru nán- ar á það, sem almenningi er boðið í þessu sambandi. Eitt mein, sem vínbanninu er kent, er að það hafi innleitt ólög- lega áfengissölu. Er víst ætlast til, að menn álíti að hún hafi ekki verið til áður samhliða hinni lög- leyfðu áfeigissölu. En hvað er hið sanna í þessu efni? Árið 1910, níu árum áður en vínbannið gekk í gildi í Bandaríkjunum báðu áfengissalar í Pittsburgh borgarstjórann þar að skerast í leikinn og loka 2,000 ólöglegum vínsölukrám þar, er drægju verzl- un frá þeim, er hefðu leyfi lag- anna. Forseti í félagi vínsölu- manna, Keefe að nafni, gerði þá áætlun, að fjörutíu prócent af á- fertgissölu í borginni væri í hönd- um þeirra, er ekki hefðu löglegt leyfi. Formaður i félagi vínsölu- manna í Cleveland, Albert Eisele, gerði eftirfylgjandi yfirlýsing Cleveland Fre Press, 12. febrúar 1915: “Fleiri en fimtán hundruð ólöglegar vínsölukrár reka opin- bera verzlun í borginni.” Svipuð- um vitnisburði mætti safna úr fleiri stórborgum. Og þetta eru ekki ummæll ofstækisfullra bind- indismanna, heldur vínsölumanna. En hvernig ber þá í ljpsi þessu að líta á þau ummæli nú, að ólögleg vínsala eigi rót sína að rekja til vínbannsins? Getur maður álitið, að hún sé borin fram í einlægni, Er hún ekki miklu fremur lævís tilraun að slá ryki í augu almenn- ings til að gera vinbannið óvin- sælt? Annað, sem vínbanninu eT kent, er að drykkjuskapur hafi stórum aukist í hópi hinnar yngri kyn- slóðar. Þesu er haldið fram með svo miklum sannfæringarkrafti, að oftar en hitt gleymist að færa önnur rök fyrir þessu en þau, að þetta sé á allj’a vitorði. En slíkar niðurstöður, sem ekki hvíla á ná- kvæmri athugun og samanburði. heldur á því að vitna til þess, sem fleirum eða færri finst vera, eru mjög hæpnar og villandi. En til- gangurnn er, að koma að þeirri skoðun hjá almenningi, að yngri kynslóðin sé drykkfeldari nú, en áður en vínbannið kom til sög- unnar. Til að grensiast eftir hvernig í þessu lægi, voru sendar fyrir- spurnir til þrjú hundruð forstöðu- manna við æðri mentastofnanir. Ástandið í skólunum var talið líklegt að gefa greinilegan vott um sannleikann í þessu efni. Það komu 262 svör. Af þeim voru 147, sem svöruðu þanniig, að drykkju- skapur hefði minkað meðal náms- fólksins síðan vínbann komst á. Níutíu og sjö forstöðumenn töldu skóla sína lausa við áfengisnautn, eða hana svo hverfandi, að hennar gætti alls ekki. Aðeins átján töldu ástandið í skólum sínum verra, eða eins vont og það var á undan vínb^nninu. Margir af þessum forstöðumönnum menta- stofnana hafa verið í stöðum þeim, er þeir nú skipa, áður og eftir að vínbannið komst á. Marg- ir þeirra, er telja skóla sína lausa við vínnautn, eða því sem næst eiga heimili á næstu grösum við námsfólkið. í skýrslum, er ná út yfir hér um bil einn þriðja af námsfólki við æðri mentaskóla Bandaríkjanna árið 1928, kemur í ljós, að einn af hverjum 624 hafi orðið fyrir aga fyrir áfengisnautn. Hvað er nú í þessum vitnisburði til að sanna, að ástandið hafi far- ið versnandi? -Er það ekki fremur lítið? Það er tæpast hægt að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að áfengisnautn hafi valdið miklu meiri vandræðum alment við mentastofnanir fyrir fimtán til tuttugu árum síðan, en raun er á nú, þrátt fyrir hina stöðugu við- leitni úr hópi andstæðinga vín- bannsins að hvetja til óhlýðni við lögin. Þá er sú ákæra, að vínbannið styðji að óhlýðni við lögin al- ment. Hljómar hún nú að vísu nokkuð einkennilega á vörum þeirra, sem sjálfir kannast við, að þeir hirði ekki um löghlýðni, Líður nú vel; hefir losnað við þjánmgarnar Svo Segir Kona í Vancouver, Fftir A?THafa Notað Dodd’s Kidney Pills. Mrs. E. Sobel Þjáðist Vikum Sam- an Af Verk í Bakinu. Vancouver, B.C., 10. marz (Einkaskeyti) Enn einu sinni hafa Dodd’s Kidney Pills sýnt hvaða ágætismeðal þær eru, Þar sem er Mrs. E. Sobel, 657 Richards Street, Vancouver, B.C. Hún segir: “Eg þjáðist í eina 13 mánuði af verk i bak- inu. Eg gat varla rétt mig upp. Eg reyndi ýms meðul, an þau gögnuðu mér I -íkkert. Loksins reyndi eg Dodd’s Kidney Pills Þrjá mánuði, og eg má segja yður að nú líður mér vel. Bakverkur- inn er farinn.” Til þess að heilsan sé gðð, verða nýr- un að geta unnið sitt verk. Nýrun hreinsa líkamann. Rau hreinsa ðholl efni úr blððinu. Séu nýrun veik, safnast hin ðhollu efni fyrir í blððinu og or- saka veikindi, sem geta orðið mjög hættuleg. pegar eitthvað ber út af með nýrun, þá reyndu Dodd’s Kidney Pills. P-10 nema lögin séu eftir þeirra geð- þótta. Hver góður borgari hefir að sjálfsögðu rétt til að vera and- vígur lögum, sem 'gengið hafa í gildi, og gera alt hvað hann getur á heiðarlegan hátt til þess að fá þau numin úr gildi. Það er réttlát og lögbundin leið til þess að koma fram vilja sínum. En að leitast við á allan hátt að styðja að óhlýðni við gildandi lög, sam- rýmist illa þeim ákafa fyrir lög- hlýðni alment, sem flaggað hefir verið með af andbanningum. Svo er skákað i því skjóli, að það sé tekið að fyrnast yfir sögu þess, er gerðist áður en vínbannið gekk í gildi. Var brennivínsvaldið í landinu þá alment auðkent af lög- hlýðni? Eða er það einn árangur af vínbanninu, að úr þeirri átt er nú vandað um svo mjög í þessu efni? Það þarf fleira að athuga en vínbannið eitt, til að gera sér grein fyrir hvernig ástatt er með löghlýðni. Að hreyfimyndirnar eigi mikinn þátt í því, að gera glæpaferil algengilegan, er kunn- ugra en frá þurfi að segja. Ann- að er los á heimilum landsins, sem hefir stórum aukist á síðari árum. í ríkinu Washington t. d. er það talið eitt af því, sem mestan þátt. eigi í lagabrotum meðal hinnar yngri kynslóðar. Þannig mætti fleira upp telja. En það er um- svifaminst að skella allri skuld- inni á vínbannið, án frekari sann- ana. En það ber ekki vott um at- hugun og sannleiksást. Algeng aðferð að vega að vín- banninu er að halda því fram, að það sé alt af að tapa fylgi. Þetta kann að vera, þó það geti verið á- litamál. En réttast er að skýra frá staðreyndum, fremur en nið- urstöðum, og leyfa svo hverjum einum að draga sínar eigin álykt- anir. Ef litið er á síðustu tíu ára sögu, kemur ýmislegt í Ijós. Tuttugu og tvö ríki hafa á því tímabili hert að vínbannslögum sínum. Tuttugu ríki hafa haldið vinbannslögum sínum að mestu óbreyttum, þrátt fyrir stöðuga á- r£s á þau og tilraunir til að fá þau afnumin. Aðeins fimm ríki hafa numið úr gildi vínbannslög sín. Það er tæpast komið eins nærri því og oft er gefið í skyn, að al- þjóðar vínbannið verði numið úr gildi. Ef til-vill álitur einhver, að tvö síðustu árin eða svo sýni aðra sögu. Árið 1930 kom saman rík- isþing i fjörutíu og þremur ríkj- um. Voru á þessum þingum lögð fram 102 lagafrumvörp, sem mið- ] uðu að því að cjraga úr eða af- nema vínbann. Níutíu og tvö af þessum frumvörpuðum sofnuðu út af í nefndum eða féllu við at- kvæðagreiðslu. Tíu af þeim voru samþykt í fjórum ríkjum, en ekk- ert þeirra hafði nein veruleg áhrif á vínbannið. Árið 1931 voru lögð fram á ríkisþingum þrjátíu og tvö frumvörp á tuttugu og einu ríkis- þingi, er miðuðu að afnámi vín- banns. öll féllu. Bjartsýni and- banninga, hvað . skjótan sigur snertir, hvílir því fremur á von en staðreyndum. Svo eru loforðin um þá blessun, er muni fylgja afnámi vínbanns- ins. Það á að létta fjárkreppuna og færa þjóðinni aftur velgengni. Að því er ekki vikið, að fjárkrepp- an hefir ekki sneitt hjá þeim þjóðum, sem hafa lögleyfða á fengissölu. Áfengissalan á létta erfiðri skattabyrði af þjóðinni, og þannig að styðja að því að fjár- hagurinn rétti við. Ekkert vikið að því, að til þess að afla þess skatts þurfa þeir einstaklingar, er sízt melga við því að eyða ógrynni af fé í munaðarvöru—fé, sem þyrfti að ganga til nauðsynlegustu þarfa. Og af hverjum yrði mestu skattabyrðinni létt? Af auðfélög- um, sem færust eru um að borga. En við það má fyllilega kann- ast, að andbanningar sýna feyki- lega mikinn dugnað við að halda fram sínum málstð og koma á framfæri öllu því, er þeir álíta að muni gefa honum byr undir báða vængi. í þessu efni mættu bind- indisvinir gjarnan taka þá til fyr- ir myndar. Það, sem styður mál- stað þeirra, fær sjaldnast þá út- breiðslu, sem það á skilið. Vil eg benda á nokkur eftirtektaverð at- riði, sem ekki hefir verið.flaggað með. Að sjálfsögðu er aldrei að þeim vikið af andbanningum. Síðastliðin fjögur ár hefir með- limatala í National Women’s Christian Temperenace Union auk- ist til jafnaðar um eitt þúsund á viku. Allar konur, er þessum fé- lagskap tilheyra, ganga í lífstíðar bindindi og leggja fram fé til stuðnings vínbanni. The Federation of Women’s Clubs í Bandaríkjunum hefir mjög ótvírætt gefið því fylgi sitt að efla löghlýðni, og stingur það mjög í stúf við framkomu and- banninga! Á síðustu árum hefir félags- skapur, er nefnist Parent-Teacher Association, fengið afar mikla út- breiðslu. Skipar þetta félag sér ákveðið með því að framfylgja lögum landsins og leggja áherzlu á það í skólunum. Sama gildir um National Education Association. — Spáir það góðu fyrir þvi, að hlutdrægar æsingar fái ekki að ráða lögum og lofum. Eðlilega er því veitt mikil eftir- tekt í Bandaríkjunum, að þær þjóðir allar, er reynt hafa algert vínbanri, hafa nú fallið 'frá því, að undanskilinni hinni amerísku þjóð. Finnland rak lestina með miklum meirihluta á móti vínbanni um áramótin síðustu. Ætlar nú, eftir því sem blöðin skýra frá, að reyna nýtt fyrirkomulag, sem virðist í einlægni eiga að miða að því, að takmarka ofdrykkjubölið, með því að afnema tækifæri til þess að græða á því að ota áfengi að fólki. Ríkið mun ætla að taka að sér til- búning, innflutning og útsöluy á- fengis án hagnaðar og leyfa út- sölu þess matsöluhúsum og öðr- um einungis á þeim grundvelli. Sé rétt frá þessu skýrt, yrði ekki þannig nein hvöt til þess að ýta út vörunni eins og raun hefir verið á, þegar um mikinn hafenað hefir verið að ræða. Verður þessari til- raun Finna veitt nákvæm eftir- tekt, því sé það unt að afnema alla ábatavon í sambandi við áfengið, er mikið fengið. En eigi ríkið að hafa áfengi fyrir féþúfu, er það að festa verzlurtina án tillits til þess, hvort hún er þjóðinni til heilla eða ekki. En á þeim grund- velli verður aldrei leyst úr vand- anum í þessu efni. En hvað sem öllum lögum líður, ætti það að vera öllu kristnu og velhugsandi fólki ljóst, hvílík þörf er á því að stemma stigu við böli því sem áfengið hefir í för með sér í öllum löndum. Sé vínbann ekki heppilegasta aðferðin til að hnekkja ofdrykkjunni, ^erður að finna aðra aðferð er gefst betur. En mikið af baráttunni gegn vín- banninu í Bandaríkjunum, er auð- sjáanlega sprottið af óheppilegum hvötum, og hirðir ekki um að taka allan santileikann til greina. Það hefir eflaust verið sök bindindis- vina, að treysta of mjög á lög og láta falla niður um of stöðuga við- leitni að skapa og halda við heil- brigðu almenningsáliti. En fagur er sá draumur, að einhvern tíma verði þjóðirnar svo þroskaðar, að indregið almenningsálit líti einnig á það, sem heill fjöldans krefst. Af þeim rótum er vínbannshreyf- ingin sprottin — vegna þess að á- fengissalan hefir virt það að vett- ugi. K. K. Ó. —Sam. Þrekraun Fullsterkur — Hálfsterkur— Aumingi. Flestir munu kannast við nöfn þessi, og afburða þrekraunir Snorra Björnssonar prests á Húsa- felli (dáinn 1803). Að vísu hefir verið getið um aflraunir þessar á nokkrum stöðum, en þó er nú sem þær séu að fullu í fyrnsku, og of lítil athygli veitt svo þjóðle'gri þrekraun. Vegna þeirra, er þekkja ekki eða hafa gleymt þessum frásögn- um, tek eg hér upp frásögn Jóns Espólíns sýslumanns hins fróða, í sögu hans eftir Gísla Konráðs- son (Kmh. 1895, bls. 54) : “Snorri prestur rímnaskáld Björnsson bjó nú á Húsafelli. Hann var hverjum manni ramm- ari að afli, en nú afar gamall, 99 vetra (á að vera 89 vetra — eða þar um bil)• at aldri, at því er Espólín telr; prestr hafði iii steina mikla vfe garð á Húsafelli, er hann kallaði Fullsterk, Hálf- sterk ok Aumingja, at reyna með þeim afl manna; hafði hann aldrei Fullsterk hærra tekit en undir knje, en Hálfsterk kom hann upp á garðinn, þá hraustir meðalmenn komu Aumingja eða Amlóða á knje .... Espólín beiddist ok at sjá steintökin; ei lézt prestr ætla, at mikit þrek þætti ungum mönn- um ok hraustum at reyna stein- tök við sik allgamlan, ok er til kom fékk Espólín með engu móti komit Hálfsterk á garðinn upp, en alt kom hann honum á veggjar brúnina; prestr tók hann síðan ok kom upp á garðinn.” “Lengi var eftir lag hjá þeim, sem liðmenn voru til forna.” Og mundi mörgum þykja ótrúlegt — ef ekki væri svona góð heimildin: sögn Espólíns sjálfs — að nærri níræður maður hafði meiri krafta í kögglum, en maður á bezta aldri (þá um þrítugt), sem þó var með- al stærstu og sterkustu manna samtíðar sinnar (bls. 184). Eru nú ekki steinar þessir til enn þá, svo víst sé, heilir og ó- skaddaðir? Ef svo er, þá ætti sem fyrst að bjarga þeim frá glötun og skemd- um af manna völdum. Naumast verður það gert svo að örugt sé til frambúðar, með öðru móti en því, að flytja þá til Reykjavíkur. Þar væru þeir bezt á alþjóðar færi, til álita og á- reynslu. Ber og nauðsyn til þess, því hér er að ræða um merkilegt mál og vog. Mælikvarða, örugg- an á orku og lægni afburða krafta- jötna, og óbreytanlegan öld eftir öld. Samanburður um áratugi og aldir, gæti þá sýnt, hvort þjóð vorri fer fram eða aftur í þess- konar aflraunum. Og gæfi nokk- ura bending um hreysti og karl- mensku hverrar kynslóðar. Bezt þætti mér þá fara, ef í- þróttafélögin hér í bænum gengj- ust fyrir því, að fá leyfi fyrir þessum merkissteinum, og flytja þá hingað, og setja þá til afl- rauna, við hæfilega háa stalla eða garðlög á íþróttavellinum. Þegar gott er dragfæri og öku- færi frá Húsafelli niður í Borg- arnes, þá væri ekki þungbær kostn- aður, að flytja stéinana. —Lesb. V. G. LEYNDUR SJÓÐUR. Hér á íslandi hefir maður við og við heyrt minst á “týnda sjóði”, sjóði, sem ekki eru við hendina, þegar til þeirra á að taka. En í Odinsvje í Danmörku fanst nýlega leyndur sjóður, að upphæð hálf miljón króna, sem réttmætir eigendur höfðu enga hugmynd um að væri til. — í Alþýðubrauðgerðinni þar í borginnni, hafði Carl nokkur Ras- mussen lengi verið stjórnandinn. Hann er dáinn fyrir ári síðan. 1 fórum hans fanst bréf, þar sem hann skýrir frá því., að í leyni- hólfi einu i peningaskápnum í skrifstofu hans séu geymdar spari- sjóðsbækur, er brauðgerðin eigi. í bókum þessum var alls um hálf miljón króna. Rasmussen hafði í mörg ár lagt fé til hliðar af ágóða brauðgerð- arinnar, tekið þetta fé úr rekstr- inum, án þess að endurskoðendur yrðu þess, varir, og sett það á vöxtu. Enginn hafði hugmynd um sjóðsöfnun þessa fyrri en eftir dauða Rasmussens. En í bréfi því, sem fanst eftir hann, skýrir hann frá, að hann hafi ætlað að geyma þennan “Bjargráðasjóð” þangað til kreppu bæri að höndum. Er sjóðurinn fanst, varð að greiða af honum 100 þús. krónur i skatt. — Mgbl. Lögregluþjónn: Hvar eigið þér heima? 1. flækingur: Hvergi. Lögregluþjónn: Og þér? 2. flækingur: Beint á móti honum. — Mamma, hvað er langt síðan pabbi dó? — Hann er ekki dáinn, drengur minn, en hann er farinn að stunda “billiard” leik. — Ekki veit eg hvað hann Hans gerir við peningana sína. Hann hafði engan eyri á mánudaginn og ekki heldur í gær. — Ætlaði hann að lána hjá þér? — Nei, en eg ætlaði að lána hjá honum. Sagt stríð á hendur! Gangið í lið með bændum í Canada í stríði sem þeir hafa hafið gegn MYGLUÐU HVEITI Eyðileggið niygluna skaðlegu áður en hún vinnur tjón. Hreinsið útsæðishveitið með Standard Formaldehyde—hinu eina sem áreiðanlega eyðir henni. Þægilegt að nota Þarf engan sérstakan útbúnað Útrýmið Myglusveppunum Notið hreint útsæði E y ð i 8 ekki of miklu Pormalde- hyde. Fáið mælir hjá kaupmannin- um fyrir 5 cent. Komiö i veg fyrir að þeir komi aftur —Urrinsiö vélam- ar og pokana. Nýr 10 punda hrúsi. Lokaður pakki, efnið með fullum krafti. Lokið skrúfað" á. lOOl IFFECTIVE KILLS SMUT STANDARD CHEMICAL CO. LIMITED Montreal WINNIPEG / Toronto Fæst líka I 1 pd. og 5 pd. brúsum, eða mikið í einu hjá kaupmönnum

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.