Lögberg - 10.03.1932, Síða 8

Lögberg - 10.03.1932, Síða 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MARZ 1932. RobinllHood FLÖUR Af brauði úr þessu mjöli, er ekkert skiiið eftir á borðinu 'Heklu” fundur í kvöld. Mr. og Mr. Th. Indriðason frá Kandahar, Sask., voru stödd í borgfnni í síðustu viku. Mrs. F. S. Frederickson frá Glenbora, Man., kom til, borgar- innar í vikunni sem leið. Séra Haraldur Sigmar gjörir ráð fyrir að messa á Mountain sunnudginn 13. marz, kl. 2 e. h. Mr. Helgi Vigfúsáon frá Tan- tallon, Sask., kom til borðarinnar í vikunni sem leið með nautlgripi og svín, sem hann seldi hér. Við geinina “Höfundur Robin- son’s Crusbes” í síðasta blaði láð- ist að geta þess, að hún er tekin úr Iðunni. Sunnudaginn, hinn 28. febrúar s.l., lézt að heimili sínu að Gimli, Einar Sveinsson gullsmiður, 77 ára að aldr. Hann lætur eftir sig þrjá sonu og þrjár dætur. Einar heit- inn var ættaður úr Árnessýslu á íslandi. Jaðarförin fór fram síð- astliðinn laugardag. Séra Ragnar E. Kvaran jarðsöng. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessum stöðum í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 13. marz, og á þeim tíma dags e^ hér segir: í gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h., og í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 að kvöldi. Fólk er beðið að fjölmenna. Þar sem sagt er frá kosningu embættismanna íþróttafélagsins “Fálkarnir”, gleymdist því miður að geta þess, að W. J. Lindal K.C., er heiðursforseti félagsins. Hannyrðafélagið heldur næsta fund sinn að heimili Mrs. Gísli Johnson, 906 Banning Str., á fimtudaginn, hinn 10. þ.m. Áríð- andi að meðlimir komi stundvís- lega. Breyta til.—Stúkurnar Hekla og Skuld hafa ákveðið að breyta fundarkvöldum sínum þannig, að hér eftir hafa þær fundi sína á fimtudagskvöldum, og skiftast á um kvöldin og byrja nú í þessari viku; hefir Hekla fund 10. marz og Skuld hefir sinn fund 17. marz, og áfram þanig á víxl. Þessi breyt- ing stafar mikinn part af því, að G. T. húsið hefir verið leigt út svo mikið í seinni tíð; svo urðu stúk- urnar einnig að hliðra til og láta stúkuna “Liberty” hafa kvöld í hverri viku fyrir sín fundahöld. Til páskanna Vorblóm, Daffodils, Tulips o. fl. Rósir og Carnations. PáskaMjur Útfararblóm og blómvendir. Sargent Florists 678 SABGENT AVE. (Við Victor) Sími 35 676 MOORE’S TAX! LTD. 28 333 Leigið bíla og keyriö sjálfir. Flytjum pianos, húsgögn, farang- ur og böggla. Drögum biia og geymum. Allar aðgerðir og ðkeypis hemilprófun. Séra Haraldur Sigmar, sem hef- ir verið hér í bor;ginni mánaðar- tíma sér til lækninga, er. nú um það bil að leggja af stað heim til sín. Þær góðu fréttir getur Lög- berg flutt lesendum sínum, að séra Haraldur hefir fengið mikla heilsubót og er nú aftur fær um að gelgna sinu umfangsmikla em- bætti. Þriðjudaginn 23. febr. s.l. and- aðist Miss Anna Johnson, 55 ára að aldri; á heimili sínu, um tvær mílur suður af Mountain, N. Dak. Foreldrar hennar voru Kristján Johnson og Sesselja Sigurðardótt- ir, úr Þingeyjarsýslu. Bjuggu þau hjón lengi myndarbúi þar suður af Mountain, en eru nú bæði fyrir æði löngu látin. Hafa börn þeirra þrjú, Jón, Sigurður og Anna, á- valt síðan starfrækt bújörð þeirra og búið þar áfram góðu búL Anna sál. var ekki heilsusterk, en þó bar dauða hennar ærið sviplega að, því hún virtist vera við frem- ur góða heilsu fram að þeim degi, er dauða hennar bar að. Anna sál var ágæt manneskja o'g mjög vel metin, engu þó meir við- brugðið í fari hennar en góð- gjörðasemi og gjafmildi. Syrgir hana auk ástvina fjolmennur hóp- ur góðra vina. Og verður minn- ing hennar áreiðanle'ga geymd í þakklátum j hjörtum. Hún var jarðsungin frá heimilinu og Ey- fordkirkju föstudaginn 26. febr., af séra N. S. Thorlaksson í fjar- veru sóknarprestsins, og var hún lögð til hvíldar við hlið foreldra sinna í Eyford grafreitnum. Mik- ið fjölmenni fylgdi henni til graf- ar. Athygli er hér m«ð vakin á aug- lýsingu á öðrum stað í blaðinu um hljómleik, sem haldinn verður, undir stjórn Mr. Stefáns Sölva- sonar, í Fyrstu lútersku kirkju á mánudagskveldið í næstu viku. Það þarf naumast að taka það fram, að hér er um ágæta skemtun að ræða. Ágóðinn gengur til Fyrsta lút. safnaðar. GJAFIR TIL BETEL. Stefán Ólafsson, Lundar .... $5.00 Kvenfél. Björk, Lundar, í minn- ingu um húsfrú Guðríði Thor- steinsson, eina af félagskon- um....................... 5.00 Afmælisgjöf til Betel til minn- ingar um Mrs. Nönnu Benson, frá kunningjakonu hennar 3.00 Inilega þakkað, J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave., Wpg. Þessi börn voru sett í embætti við síðustu ársfjórðungamót af gæzlukonum ungtemplara, í barna- stúkunni Æskan, nr. 4, I.O.G.T.: F.Æ.T.: Fríða Gíslason. Æ. T.: Guðrún Stephensen. V. T.: Lára Bjarnason. Kap.: Sigga Gíslason. Rit.: Alda Sædal. A. R.: Bína Anderson. F. R.: Emil Gillis. G. : Halldór Thorsteinsson. D.: Matthildur Bjarnason. A.D.: Jórunn Mýrdal. V.: Lilja Goodman. Ú. V. Unnur Sædal. Gæzlukonur: Mrs. Benedictson, Mrs. Jósepson. MCfURDY CUPPLY fO. lfJI VsBuilders’ KJ Supplies v^and WEST END BRANCH 679 SARGENT AVENUE Phone Z4 600 Ff. TjlMMER, ÓMgr,- I TD. L Coal -Ties. 29 035 Dominion Coal • . • Per Ton $5.00 Western Gem • 11.50 Midland Lump • 11.50 Foothills Lump • 13.50 Koppers Coke • • • 14-50 Fords and Solway • 15.50 yln Honest TTon for jJn Honest Price CORDWOOD and SLABS ALL No. ONE Sigríður Stefánsson Hún var dóttir Sigurgeirs Stef- ánssonar, bónda í Akrabygð, N.- Dak., og konu hans Sigurrósar Elí- asdóttur. Hann er bróðir Skúla, bónda þar í nágrenninu. Stefán heit. Oliver, er um eitt skeið var í Selkirk, var annar bróðir hans. Faðir þeirra var Stefán Jónsson frá Miðvöllum í Skagafirði, en móðir þeirra var Guðrún Ólafs- dóttir frá Rauðalæk í Eyjafirði. Komu þau hjón til Ameríku árið 1882 og numu land í Akrabygð. nálægt þar sem Sigurgeir og Skúli búa. Sigurgeir og Sigurrós hafa átt sjö börn. Af þeim eru fimm á lífi: Elías, kvæntur, býr í Hensel og ekur pósti þaðan til bænda; Ei- ríkur, við vinnu í Detroit, Mich.; Halldór, kennari; Skúli, sem hef- ir bílstofu í Hensel, og Kristín, námsmey við ríkis háskólann í Grand Forks. Sigríður heitin var á 31. ári, er hún dó, þ. 10. f.m. Fyrir sex ár- um bilaðj heilsan. Hún tók lungna- tæring. Leitaði heilsubótar á hæli í St. Boniface, Man. Virtist fá þar nokkurn bata, en var undir lækn- ishendi upp frá því. Hún fékk blóðspýting síðastl. sumar. Ágerð- ist veikin eftir það, unz hún kvaddi. Hún var ástrík dóttir og systir og fyrirmynd í allri framkomu unga fólksins í bygðinni. Hún vildi ekki að eins alt gera fyrir sína, sem henni var unt, heldur einnig fyrir aðra; enda var lífs- stefna hennar að hugsa meir um aðra en sjálfa sig. Hafði hún gert að sinni eign orðin þessi: Sæla mannsins hér er ekkí fólgin í því, að hugsa mest um sjálfan sig, heldur um aðra. Frelsari vor, sem gaf sig út fyrir oss mennina, hafði snortið hjarta hennar með fórnarkærleika sínum og mótað hana. Hún var með góða náms- hæfileika, en vegna fátæktar varð hún, eins og svo margir, að fara á mis við aðra en barnaskólament- un. Henni var ant um, að yngri systkinin gætu notið meiri ment- unar. Hún bjóst við dauða sínum og vissi hvert hún var að fara. Hún huggaði og hughreysti foreldra sína og systkini. Sakna þau henn- ar sárt og bygðin öll, er sýndi það svo greinilega með fjölmenninu við útförina. Hún var greftruð í grafreit Vídalínssafnaðar. Jarð- arförin fór fram frá heimili for- eldranna og frá kirkjunni. — 1 fjarveru sóknarprestsins, séra Haraldar Sigmar, sem veikur var í Winnipeg, var séra N. S. Thor- laksson fenginn til þess að hafa útfarar-þjónustuna, sunnudaginn þ. 14. f. m. Guð blessi minning Sigríðar heitinnar. Á miðvikudagskveldið og fimtu- dagskveldið í þessari viku fer fram hockeysamkepni milli skauta- manna frá Lundar, Glenboro, Sel- kirk og Fálkanna í Winnipeg. Leikið verður um verðlaunabikar, sem Þjóðræknisfélagið hefir gef- ið í því skyni. Samkepnin fer fram seinni hluta fyrnefndra kvelda í Olympic skautahringnum hér í borginni. Margir íslendingar taka þátt í þessum leik og sjálfsagt hefðu margir landar gaman af að sjá hann. Inngangur kostar ekk- ert. Á mivikudagskvöldið 2. marz léku Selkirk á móti Gimli og var sá leikur leikinn í Selkirk, og unnu Selkirkmenn þar með 4 á móti 2, svo þar af leiðandi eru Gimlibúar úr þessari samÉepni; en það er ó- hætt að segja, oð þeir gerðu, vel með að halda Selkirk frá að skjóta oftar í höfn þeirra, og er ekki víst, að Selkirk hefði unnið þá, ef þeir hefðu leikið á Gimli, og sýndu þeir óhlutdrægni með því að sækja Selkirk heim, og eiga heiður skil- ið fyrir það, hvernig þeir komu fram. P. S. — Þú heimsækir ekkjuna á hverju kvöldi — því giftist þú henni eldci? — Eg hefi stundum verið að hugsa um það, en hvar ætti eg þá að vera á kvöldin? Frá Fálkum Á mðvikudaginn þann 9. marz byrja kappleikarnir um bikarinn, sem Þjóðræknisfélagið gaf til ár- legrar samkepni fyrir hockeyfélög á milli íslendinga. Þeir, sem nú keppa um hann, eru Fálkar, Sel- kirk, Glenboro og Lundar, og verða tveir leikir leiknir á miðvikudags- kvöldð á Olympic skautahringnum og byrjar fyrri leikurinn klukkan 10 að kveldinu þann 9. marz, og eru landar beðnir um að koma og sýna þar með, að þeir séu hlyntir drengjunum. Það mega allir vera vissir um að sjá þar fríðan flokk af ungum hockey leikendum, sem munu hvergi liggja á liði sínu, því allir vilja vinna þennan fall- ega bikar, og höfum við teflt fram því bezta liði, sem við höfum, og vonumst eftir að halda bikarnum hér kyrrurn. Við gerum okkar bezta, en hinir hafa hrausta drengi líka, svo það má búast við harðri sókn á báðar hliðar. Þeir sem vinna á miðvikudagskvöldið, leika úrslitaleikinn á fmtdúags- kvöldið klukkan 9.45. Þeir sem bera merki Fálkanna eru þessir: F. Gillis hafnvörður, Albert John- son, C. Munroe, C. Benson, H. Gíslason, W. Sigmundson, W. Bjarnason, Matt. Jóhannesson, Ad. Jóhannesson^ Ingi Jóhannes- son, O. Bjarnason, S. Patterson. Komið og fjölmennið og sýnið okkur að þið séuð með okkur. P. Sigurdson. Drengurinn sem slasaðiát (Guðbjörn Jóhannesson) SAMSKOT: ÁðuVauglýst...................................$582.00 Mr. og Mrs. Einar Lúðvíkson, 626 Victor St........ 5.00 Mr. Emil Lúðvíkson, 626 Victor St................. 3.00 Miss Beatrice G. Lúðvíkson, Ericksdale, Man....... 2.00 Mrs. Ástdís Johnson, Ste. 9 Cornelius Apts........ 1.00 Rose Johnson, Ste. 9 Cornelrus Apts............... 1.00 Josephine Johnson, Ste. 9 Cornelius Apts.......... 1.00 Mr. and Mrs. M. J. Johnson, Edfield, Sask......... 2.00 Mr. Magnus Thompson, Edfield, Sask............. 1.00 Miss Elín Sigurdsson, 1098 Ingersoll St........... 1.00 The Icelandic Male Voice Choir of Winnipeg......... 34-oo Katrín Pálsson, 668 Alverstone St................... 1.00 A Friend, Winnipeg, Man............................. 1.00 Miss Kristín Thorfinnson, Gardar, N. Dakota........ 1.00 Alls . v................$636.00 Kærar þakkir. The Columbia Press, Ltd. Canadian Legion Concert Orchestra AT FIRST LUTHERAN CHURCH, VICTOR ST. MONDAY, MARCH 14, 1932 Conductor—STEFAN SOLVASON PROGRAMME 1. (a) Washington Greys March Grafula (b) Moonlight Sonata (lst movement) Beethoven ORCHESTRA 2. Piano Solo—Selected. CHRISTINE HANNESSON 3. (a) Clair de Lune ....................Thome (b) Last Dream of the Virgin Massenet ORCHESTRA 4. Solo—Selected. HERBERT JAMES 5. Favorite Fantasia ...................fíalfe ORCHESTRA 6. Violin Solo—Selected. PEARL PALMASON 7. (a) March of the Toys ..............Herbert (b) Two Guitars ...................Horlick ORCHESTRA 8. Solo—Selected. HERBERT JAMES 9. Symphony in B Minor .............. Schubert ORCHESTRA GOD SAVE THE KING Starts at 8.30 p.m. Admission 25c. Athygli! Athygli! Þegar hart er t ári, sitja þeir venjulegast fyrir atvinnu, er mesta sérþekkingu hafa. Verzlunarskólamentun, er ein sú hagkvœmasta mentun og notadrýgsta, sem ein- staklingum þjóðfélagsins getur hlotnast. Nú þegar fást á skrifstofu Columbia Press Ltd., Scholarships við tvo fullkomnustu verslunarskóla Vest- urlandsins, með afar miklum afslœtli. Leitið upplýs- inga bréflega eða munnlega. Fyrirspurnum svarað sam- stundis. ‘íiccmc^l CHICKS^ VertS vort á ekta Pure Bred Chicks er lágt. Hvlt Leghorns, 100—$8.00. Barred Rocks, $10. AtSrar teg- undir, $12. Skýrteini framleiíS- anda með pöntun. PantitS 30 dögum á undan sending, pen- ingar fylgi, eöa skrifiö eftir 36 bls. vertSskrá. 100% ábyrgst lifandi til vitStakanda. HAMBLEY ELECTRICJATCHERIES WINNIPFG, CALGARY LIMITED ^REGINA , EDMONTON SASKATOON VANCOUVER Our Neaieit Hatchery will serve you beit i Brynjólíur Thorláksson tekur að sér að stilla PIANOS og ORGANS Heimili 594 Alverstone St. Simi 38 345 JOHN GRAW Fyrsta ílokks klæðskeri Afgreiösla fyrir öllu Hér njðta peningar yðar sln að fullu. Phone 27 073 218 McDERMOT AVE. Winnipeg, Man. VEITIÐ ATHYGLI! Eg undirrituð hefi nú opnað BEAUTY PARL0R í Mundy’s Barber Shop, Portage Avenue, næst við Harman’s Drug Store, Cor. Sherbrooke og Portage Ave. Sími: 37 468. Heimasími: 38 005 Mrs. S. C. THORSTEINSON íslenska matsöluhúsið par sem íslenðlngar í Winnipeg og utanbæjarmenr. fá sér máltíðir og kaffi. Pönnukökur, skyr, hangikjö* og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Slmi: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, eigandl. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem a8 flutningum lýtur, smáum eða stór- um. Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 762 VICTOR STREET Slmi: 24 500 Símið pantanir yðar ROBERTS DRUG STORE’S Ltd. Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks Afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 FINGURBYLGJUÐ HAR- KRULLUN oe- ALLSKONAR ANDLITSFEGRUN að 512 Victor St. Sími 31145 (Skamt frá F. lút. kirkju) Ábyrgst afgreiðsla og sann- gjamt verð. Guðný og Ásta Einarsson DR. G. L. FRIZELL Tannlœknir Phone 80 761 Evenings by Appointment 214-15 PHOENIX BLOCK Winnipeg, Man. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Dr. L. A. Sigurdson 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834. Office tímar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409 / V,

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.