Lögberg - 17.03.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.03.1932, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MARZ 1932. Högberg GefiC út hvern fimtudag af T H E C O L U M B I A P R E 8 8 L I M 1 T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The, "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wínnipeg, Manitoba. PHONE8 86 327—86 328 Hindenburg—Hitler Á sunnudaginn var, fóru fram forseta- kosningar á Þýzkalandi. Fjórir menn voru í vali, fjórir stjómmálaflokkar sóttu um völdin. En þeirra lang-öflugastir voru hinir hófsamari lýSveldismenn, með Hindenburg sem forsetaefni, og Fascistar, meÖ Hitler aÖ leiðtoga. Hinna flokkanna gætti miklu minna, kommúnistanna og þeirra, er aftur vilja gera I'ýzkaland að keisaradæmi. Hafa aldrei kosn- ingar á Þýzkalandi verið sóttar af jafn-miklu kappi sem nú og sjaldan, eða aldrei, mun nokkram kosningum hafa verið fylgt með meiri áhuga, svo að segja út um allari heim, heldur en kosningunum á Þýzkalandi í þetta sinn. Þótti mörgum, sem hér væru að ráðast örlög hinnar miklu og merkilegu þýzku þjóð- ar, en sem að sjálfsögðu hefði mikla þýðingu fyrir aðrar þjóðir. Paul Ludwig Hans Anton von Hinden- burg var kosinn forseti þýzka lýðveldisins ár- ið 1925. Hefir hann síðan gegnt þessu vandasama og afar erfiða embætti, og mun ekki vera ágreiningur um það, að hann hafi leyst værk sitt vel af hendi og með mikilli trú- mensku. En hann er nú 84 óra að aldri og öilum hefir ellin á kné komið, þó henni sýn- ist ætla að ganga það býsna erfitt með þenn- an þýzka þjóðhöfðingja. Hindenburg er hermaður og hefir, að heita má, alla æfi gefið sig að þeim málum, síðan hann var unglingur. Forfeður hans voru líka hermenn, og við það er hann uppalinn frá ’ bamdómi. Hann tók þátt í stríðinu, sem Þjóðverjar háðu við Austurríkismenn 1866 og við Frakka 1870. Eftir það gegndi hann raargskonar embættum í hemum og þótti jafnan mikið til hans koma. En ekkert af því, sem eftir hann liggur á hans beztu ald- ursárum, gerði hann frægan mann og enn síð- ur að nokkru átrúnaðargoði þjóðar sinnar. Þegar hann er 64 ára, leggur hann niður em- bætti sitt og sezt í helgan stein. Það lítur út fyrir, að hann hafi ekki unað því sem bezt, og nokkuð var það, að þegar stríðið skall á 1914, gerðist hann nokkuð óglaður út af því, að hann var ekki strax kallaður í stríðið. Honum fanst að fram hjá sér væri gengið af þeim, sem völdin höfðu. En þetta stóð ekki lengi. Hann var fljótlega gerður að hers- höfðingja á austur-vígstöðvunum og voru Rússar þá feomnir inn á Austur-Prússland, og var þar alt í hershöndum. Urðu þar tiltölulega fljót umskifti, eftir að Hindenburg kom til sögunnar, og barði hann svo rækilega á Rússum, að sókn þeirra snerist í vöm, og síðar fullkominn ósigur. Eftir að Hindenburg hafði unnið sinn mikla sigur á austur-vígstöðvunum, var hann gerð ui að yfirhershöfðingja alls þýzka hersins. Ekki skal hér út í það farið, að segja frá sókn hans og vörn á vestur-vígstöðvunum, en hún var óefað dæmafá, þó hann yrði að gefast upp að lokum. Arið 1919 settist Hindenburg aftur um kyrt og ætlaði sér nú vafalaust, að láta í engu til sín taka eftir það, enda var hann nú kom- inn mikið á áttræðis aldur. En það átti ekki svo að verða, því þegar fastlega var á hann skorað, 1925, að sækja um forsetaembættið, þá varð hann við þeirri ósk þjóðar sinnar. Hann var kosinn, og hefir verið forseti síðan. Það er einkennilegt við þennan mikla m.ann, að hann vinur öll sín frægðarverk á gamalsaldri. Ef hann hefði fyrir fiilt og alt hætt opinberam störfum, þegar hann var half-sjötugur, eða tæplega það, eins og hann þá sjálfur ætlaði, þá mundi hans aldrei hafa orðið að miklu getið, fram yfir ótal aðra þýzka hershöfðingja. Það er á þessum síð- ustu átján árum, að frægð hans hefir flogið um alla jörð, sem hershöfðingja fyrst og fremst, og sem forseta hins mikla þýzka lýð- veldis. Enn er hann, nærri hálf níræður, vel vinnufær, heldur sínum andlegu og líkam- legu kröftum, merkilega vel. Hindenburg er hinn mesti reglumaður og iðjusamur mjög. Hann fer á fætur klukkan að ganga átta á hverjum morgni, og eftir að hann lietfir fengið morgunverð, gengur hann úti stundarkorn, en byrjar að vinna á skrif- stofu sinni kl. 9.30. Hann er svo vanalega önnum kafinn þangað til kl. 1.30 Þá fær hann sé aftur að borða eitthvað dálítið og sofnar svo stundarkom. Síðan vinnur hann til kl. 7.30, að hann borðar aðal máltíð dags- ins. Eftir það les hann til kl. 11, eða hefir hjá sér nokkra vini sína, en hvort sem heldur cr, þá fer hann ávalt í rúmið klukkan ellefu. Á skrifborði hans stendur gamall ættar- gripur. Það er bara dálítið spjald úr þykk- um, gyltum pappír í tré umgerð. Á það er letrað: Ora et labora (biðjið og vinnið). Þeirri lífsreglu fylgir Hindenburg dyggi- ltga. Adolf Hitler, leiðtogi Fascistanna þýzku, er enn ungur maður, ekki nema 42 ára gam- all. Fyrir tólf áram var hann alveg' óþekt- ur. Nú er nafn hans á hvers manns vöram, ekki aðeins á Þýzkalandi, heldur út um allan heim. Hann er ekki Þjóðverji að ætt og upp- rana, heldur Austurríkismaður. Faðir hans var tollþjónn á landamærum Þýzkalands og Austurríkis og vdldi hann að sonur sinn fengi samskonar starfa, þegar hann hefði aldur til, cn Adolf Ilitler vildi ekkert hafa við það^ið gera. 1 fimm ár vann hann ýmsa erfiðis- vinnu. Komst hann þá í kynni við fjölda marga grófgerða og ómentaða verkamenn og la-rði af eigin reynslu að þekkja hinar dökku hliðar mannlífsins.. Árið 1912 fór hann alfarinn úr Austurríki og settist að í Munich. Sumir segja, að hann hafi farið til að forðast herskylduna í sínu föðurlandi, en aðrir að hann hafi viljað kom- ast til Munich vegna þess, hve fræg sú borg er fyrir listir og vísindi. Þegar stríðið skall á, gekk Hitler sem sjálifboði í þýzka heri<nn og reyndist öraggur og nýtur hermaður. Það var ekki all-löngu eftir að stríðinu var lokið, að sex menn á Þýzkalandi ákváðu að myncia nýjan stjórnmálaflokk. Hitler frétti um þetta, fékk að vita hvar þeir héldu sinn fyrsta fund og fór þangað óboðinn. Lét hann þar þegar mikið til sín taka, tók málefni fund- arins í sínar hendur og hefir altaf síðan ver- ið einvaldur foringi flokksins. Flokkur hans líkist mjög hermannaflokk, og fyrirmynd Hitlers er óefað frá Mussolini. Á ítalíu eru P’ascistar í svörtum skyrtum; á Þýzkalandi evu skyrturnar brunar, og allur er hermensku- bragurinn á þessum tveimur stjómmálaflokk- um, sínum í hvoru landi, mjög svipaður. Þessi nýi stjómmálaflokkur á Þýzkalandi hefir vaxið afar ört undir stjórn Hitlers. Hann var stofnaður fvrir tólf árum af ein- um sjö mönnum. Fyrir þingkosningamar 1930 voru að eins tólf þingmenn honum til- heyrandi á þjóðþinginu. Við þær kosningar urðu þeir 107, nífölduðust rétt að segja. Þeir, sem við þær kosningar greiddu Hitler og hans flokk atkvæði, voru hátt upp í sjö miljónir. Síðan hefir fylgi hans enn vaxið stórum og við forsetakosningaraar á sunnu- daginn var, hlaut Hitler yfir ellefu miljónir atkvæða. Það er ekkert smáræði, sem Hitler ætlar að gera, þegar hann kemst til valda, eða ef hann kemst til valda. Hann ætlar að umturna landamærum Evrópuríkjanna, eins og sigur- vegaramir gengu frá þeim, eftir Evrópu- stríðið. Hann ætlar ekki að borga eitt cent meira af stríðsskuldum eða stríðs-skaðabót- um til annara þjóða. Hann ætlar að draga svo úr innflutningi á útlendum vörum, að Þýzka- land selji áreiðanlega meira , en það kaupir. Það eru tveir vegir til að gera þetta, hvom þeirra sem Hitler kann að nota, innflutnings- bann, eða nógu háir inntflutningstollar. — Þetta hafa aðrar þjóðir líka reynt, en þær hafa komist að raun um, að þeim gengur illa að selja sínar vörur öðram þjóðum, án þess að kaupa eitthvað af þeim. En Hitler ætlar líklega að “sprengja sér veg” inn á markað annara þjóða. Hann ætlar að vinna aftur þá landshluta, sem Þýzkaland tapaði í stríðinu, og’ hefja þjóðina til sömu, eða meiri, tignar og valda, heldur en hún naut meðan keisara- st jomin var í bloma. Alt, sem á einhvem hátt stendur í vegi fyrir því, að þetta geti orðið, skal vægðarlaust upprætt og eyðilagt, hvort sem það heldur er útlent eða innlent. Lfklega halda flestir fylgjendur Hitlers, ao stofna þessa nyja flokks sé bygð á sannri föðurlandsást. Hitler heldur það líklega sjálfur. Mörgum öðrum Þjóðverjum, og þá ekki síður annara þjóða mönnum, virðist hún bygð á lítilli fyrirhyggju. Og þeim virðist bnn miklu frekar bygð á hatri til annara þjóða, og þá einkum Frakka, heldur en á ást ti3 Þýzkalands. Ef svo er, má hún ekki búast við farsælli framtíð. Það sýnist nokkum veginn áreiðanlegt, að stefna Hitlers er ekki friðarstefna. Hann hugsar sér ekki, að Þýzkaland nái rétti sínum á friðsamlegan liátt, með sanngjörnum samn- ingum við aðrar þjóðir. Hann hugsar sér að taka það, sem hann telur rétt þýzku þjóðar- innar, með góðu eða illu. Hann veit vafalaust, að kenningum sínum og stefnu getur hann ekki komið fram, nema með ófriði innanlands og utan. Margir þýzkir föðurlandsvin- ir óttast, að af stefnu Hitlers, ef hún fær fram að ganga, stafi landi þeirra og þjóð hin mesta hætta. En hvað sem öllum kostum og göllum Hitler stefnunnar líður, þá verður ekki hjá því komist, að líta á það mikla fylgi, sem hún hefir hlotið á Þýzkalandi, sem hávær og öfl- ug mótmæli gegn skaðabóta- kröfum sigurvegaranna frá 1918 og ýmsum öðram atriðum friðarsamninganna, eða öllu heldur friðarkostanna, sem Þjóðverjum voru settir. Áfengispistlar i. Áfengi er eitur, alveg eins og ópíum, stryknin eða morfín eru eitur. Það er notað til lækninga eins og mörg önnur eitur; en það er ekki fremur drykkur en gasolía, formalin, lysol eða karbólsýra. Áhrif þess á meltingarfærin, hjartað og blóðrásina, taugakerf- ið og heilann, nýrun og lifrina, eru veiklandi og eitrandi. Áfengið er versti óvinur heils- unnar, sem mennirnir þekkja. Áfengið á meiri þátt í sorgum manna en nokkurt annað atriði eitt, út af fyrir sig. Á nfjóum þveng læra hundarn- ir að stela; á einu staupi geta menn lært að drekka. Einungis ein leið er viss og örugg til þess að verða aldrei drykkjumaður — hún er sú, að bragða aldrei fyrsta staupið. Guðm. Björnsson landlæknir. II. “í morgun fanst maður drukn- aður í höfninni hérna á Akureyri. Það var ungur maður, sem Jón hét Jónsson, uppalinn hér í bæn- um. Hafði hann sézt á gangi seint í gærkveldi. Um nánari atvik að slysinu er oss ekki kunnulgt.” Þessi frétt stóð í Akureyrar- blöðunum 7. desember 1927. Blað- ið “Templar” gerir eftirfarandi athugasemd við fréttina: “Svo var sagan búin; unga mannsins, sem druknaði í höfninnþ var aldr- ei framar getið. Að minsta kosti ekki á prenti. Engum datt í hug að saka neinn um þetta slys. Hér var um að ræða “auðnuleysingja”. “drykkjuræfil”. Það var vitnis- burðurinn, sem hann fékk, bæði lífs og liðinn, og blöðin hafa ann- að við sitt dýrmæta rúm að gera, en að eyða því undir athulganir út af svoleiðis slysum. Þá var öðru máli að gegna um annað slys, sem varð um sama leyti: Efnaður borgari varð fyrir bifreið og meiddist svo, að flytja varð hann á sjúkrahús. Blöðin skýrðu ítarlega frá því slysi, og næstu daga sögðu þau stöðugt frá líðan hans, þangað til hann var alheill. Og bifreiðastjórarnir fengu óþve'gin orð bæði hátt og í hljóði fyrir ógætnina, og lögregl- an fyrir eftirlitið. Eg þekti unga manninn frá því hann var barn. Faðir hans var fátækur sjómaður; komst að eins af með fjölskyldu sína meðan hans naut við. En svo féll hann frá og þá varð ekkjan auðvitað að flýja á náðir sveitarinnar. Jón litli var duglegur að vinna, en eitursalinn setti snöru á veg hans og það varð honum að falli. Hann lærði að drekka á drykkjuskála stjórnarinnar o!g þaðan lá leiðin út í hðfnina. Mér er það eins ljóst og nokkuð getur verið, að æfi hans hefði orðið önnur, hefði áfengið ekki orðið á vegi hans. Eg get ekki hrundið úr huga mér samanburði á þessu slysi og bifreiðarslysinu. Gerum ráð fyr- ir, að æðstu stjórnarvöld landsins fyrirskipuðu, að út á fjölfarinn veg skyldi settur hópur óvita barna, bifreið á fullri ferð hleypt á hópinn og tilviljun látin ráða hver undan kæmist. Hvað mundi sagt verða um þá stjórnarráðs- ménsku? Nú er það alveg víst og öllum vitanlegt, að þegar áfeng- inu er veitt inn í landið, verða fleiri eða færri undir — farast af völdum þess. Það er að miklu leyti tilviljun hverjir það verða; en það verða áreiðanlega ein- hverjir.” Þannig eru ummæli “Templ- ars”. En hvað segjum vér hér í Manitoba? Hér hafa verið opnað- ar svínastíurnar gömlu, sem við þektum svo vel í gamla daga; þær eru nú uppskírðar og uppdubbað- ar, fínni og áferðarfeigurri hið ytra eins og kölkuðu grafirnar, en í raun réttri enn þá skaðlegri; enn þá hættulegri. Áður fyrri voru það karlmenn einir, sem þangað komu; nú hafa konur og meyjar einnig lært þá fögru list að drekka og gerast svín með karlmönnunum. í byrj- un marzmánaðar fyrir fjórum ár- um skeði gá merkisatburður í sögu þessa fylkis, að fólkið fékk eftir eigin ósk og beiðni sterku flóði böls og banvænna strauma helt yfir sig og börn sín. Hver einasti maður, sem at- kvæði greiddi með svínastíunum afturgengnu, er sekur um morð— enginn veit hversu margra. Sig. Júl. Jóhannesson. III. " 1. Eg þekki hagfræðing,- sem veit það og viðurkennir, að áfeng- ið kosti meiri peninga, valdi meiri veikindum, skapi meiri sorgir og verði fleirum að bana, en nokkuð annað eitt er hann þekki; en samt markaði hann atkvæðaseð- ilinn sinn með þessari bölvun. 2. Eg þekki lækni, sem er það ljóst að áfengið er heilsunni skað- legra en alt annað. Köllun hans er sú, að bæta heilsuna og lengja lífdagana; en samt greiddi hann atkvæði sitt með áfengissölunni— með dauðanum og heilsutjóninu. 3. Eg þekki dómara, sem veit það, að þúsundir manna eru ár- lega og jafnvel daglega dæmdir fyrir lagabrot og glæpi, sem þeir hafa framið í ölæði og hefðu aldrei framið án þess. Olg samt leggur dómarinn lið í orðum og athöfnum þessum alræmdasta lagabrjót allra lagabrjóta — já, dómarinn, sem á að hafa vakandi auga á löghlýðninni. 4. Eg þekki prest, sem veit það, að fjöldi manna og kvenna eyða tíma sínum í svínastíum og spila- vítum í stað þess að þau mundu sækja kirkju hans, ef þessir stað- ir væru ekki til; en hann gerir gis að hverri tilraun, sem í þá átt stefnir, að hindra vöxt og viðgang svínastíartna og hreyfir ekki sinn minsta fingur í baráttunni á móti þeim. 5. Eg þekki konu, sem veit það og viðurkennir, að áfenlgiseitrið sé versti óvinur heimilisins; en hún labbaði inn að atkvæðisborðinu til þess að biðja um þennan heimilis- óvin sem næstan sínu eigin heim- ili. 6. Eg þekki móður, sem á son ! tugthúsinu fyrir það, að hann brauzt inn í búð f ölæði og stal þar peningum. En hún notaði fyrsta atkvæði sitt til þess að biðja um þann Barrabas, sem glatað hafði drengnum hennar. 7. Eg þekki þingmann, sem stóð yfir gröf sonar síns, er dáið hafði af bifreiðarslysi sökum þess, að hann var undir áhrifum áfengis. Þessi sami þinlgmaður greiddi at- kvæði með óhindraðri áfengis- sölu. Hver skilur þetta fólk? Er það með öllu viti? Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Þakkarávarp. Hér með viðurkenni eg mitt innilegasta þakklæti til Dr. Brand- sonar fyrir uppskurð, sem hann fcerði á mér við kviðsllti, þann 20. febrúar á Almenna sjúkrahúsinu 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd's Kidney Pills verið viðurkendar rfitta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdðmum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co„ Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. í Winnipeg, og bað mig ekki að orða borgun fyrir sitt verk. Sömu- leiðis þakka eg Mr. og Mrs. Berg- son, 692 Banning Str., fyrir þá miklu og góðu aðhjúkrun, sem þau hafa veitt mér og veita mér þann dag í dag, síðan að eg kom af spítalanum. Fyrir alt þetta, ásamt mörgu öðru góðu, sem bæði þau og aðrir hafa veitt mér þess- um veikindum mínum samfara, bið eg himnaföðurinn að borga, þvi honum er ekkert ómáttugt. Hallur Johnson, Víðir IP.O., Man. Það má bæta hænsna- kynið Korninu er ekki sáð eins og það kemur fyrir, heldur er það vand- lega hreinsað í þar til gerðum vél- um, áður en það er látið í jörðina. Ef hægt væri að gera eitthvað þvílíkt við hænsnin, þá væri það vafalaust gert. Að eins þau beztu væru alin upp. En það er hægt að sjá um, að eggjum undan lé- legum varphænum sé ekki ungað út. Bóndinn getur hæglega valið egg undan sínum beztu varphæn- um til útungunar. Góðar varp- hænur byrja snemma að verpa á vorin, og þær verpa oft allan vet- urinn. Þá eru eggin í háu verði. Slæmar varphænur verpa vana- lega ekki seinni part sumars, ofe ekki að vetrinum, en allar verpa þ?er í apríl, maí og júní. Það dugar ekki fyrir þá, sem eiga bæði góðar og lélegar varphænur, að taka eggin bara holt og bolt og unga þeim út. Þeir fá aldrei 'gott hænsnakyn með því móti. Það ríð- ur á, að vera vandlátur í vali eggjanna. Það gerir hvert gott “hatchery”. EF ÞÚ HEFIR GIGT ÞÁ KLIPTU ÞETTA ÚR BLAÐINU 75c. askja ókeypis fyrir hvem þann er þjáist. 1 Syracusa, N.Y. hefir meðal verið fundið, sem fjöldi manna segir að hafi góðan árangur. Oft hefir það komið fyrir, að fólki hefir batnað af þessu meðali eftir fáa daga, þar sem öll önn- ur meðul hafa brugðist. pað hjálpar til að losna við óþörf efni, sem setjast að 1 líkamanum og or- saka veikindi. pað örvar líffærin, svo sem lifrina og gallið og eyðir þeim kalk- efnum, sem setjast í blóðið og varna því að blóðrásin verði eðlileg. petta meðal eyðir verkjum og kemur heilsunni í gott lag. Petta meðal, sem Mr. Delano fann fyrst, hefir reynst svo vel að sonur hans hefir komið með það til Canada og býð- ur öllum, sem líða af gigt, 7 5 centa öskjur af þessu meðali ókeypis, aðeins til að reyna það. Mr. Delano segir: “Til að lækna gigt, hve langvinn og vond, sem hún kann að hafa verið, þá skal eg senda yður öskjur af þessu meðali, sem kostar 75c, ókeypis, ef þér hafið ekki reynt það áður, ef þér skerið úr þessa auglýsingu og sendið oss hana með nafni yðar og utanáskrift. Eí yður þóknast, getið þér sent oss lOc til að borga póstgjaldið." Utanáskrift: F. H. Delano, 1814F Mutual Life Bldg, 455 Craig St. W. Montreal, Canada. Get aðeins sent einn pakka í hvern stað. J'l « DELANO’S M |(N M RHEUMATIC 1 llLlJLl CONQUEROR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.