Lögberg - 17.03.1932, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.03.1932, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MARZ 1932. /ppO Robin Hood pressaðir hafrar er " bezta efni í graut handa böroum Robin J Hood Oats Rdpl Takið eftir. Þar eð eg undirritaður er að fara úr mínu húsi fyrir óákveðinn tíma, hefir Mr. Daníel Halldórs- son umsjón á því og umboð til að selja það eða leigja, eg tækifæri býðst. Hnausa, 1. marz 1932. Gunnar Thordarson 'títtTRKgl CHICKS^ “Skuldar” fundur í kvöld. Mr. J. R. Johnson, frá The Nar- rows, Man., var staddur í borginni á þriðjudaginn. Frónsfundur verður haldinn Sambandskirkjunni á föstudalgs- kveldið í þessari viku. Byrjar kl 8. Bókasafnsmálið verður til um ræðu. Mr. Haraldur Stefánsson frá Cypress River, Man., var staddur í borginni í vikunni sem leið. Guðsþjónusta á páskadaginn þ. 27. þ. m., boðast í Concordía-söfn- uði kl. 2 e. h. Allir f jær og nær eru hjartanlega velkomnir að taka í guðsþjónustu þessari. S. S. C. Hinn árlegi útnefningarfundur Eimskipafé'lags íslands, sem hald- inn var 29. febrúar 1932 að 910 Palmerston Ave., Winnipe'g, út- nefndi þá herra, Ásmund P. Jó- hannsson og Jón J. Bildfell með 2725 atkvæðum hvorn til að vera í vali við stjórnarnefndarkosningu á aðalfundi Eimskipafélagsins í Reykjavík á íslandi, í næstkom- andi júnímánuði. Mr. John Peterson sonur þeirra Mr. og Mrs. Stefán Peterson, 606 Beverley Str., hér í borginni, er nýfluttur vestur á Kyrrahafs- strönd, þar sem hann er bókhald- ari fyrir Western Canada Flour Mills félagið, sem hann hefir unn- ið fyrir að undanförnu. Býst hann við að verða þar vestra fyrst um sinn. Hans mörgu vinir hér óska honum allra heilla. Blóm fyrir páskana EASTER LILIES, CUT OR IN POTS, ROSE BUSHES, HYD- RANGEAS, ALL CUT FLOW- ERS. Yerð lægra en niðri í bæ. Sargent Florists 678 SARGENT AVE. (Við Victor) Sími 35 676 Messur áætlaðar í Gimli presta- kalli næsta sunnudag, þ. 20. marz (pálmasunnudg), eru þannig, að messað verður í Betel kl. 9.30 f. h. og í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 að kvöldi (ensk messa). Séra Jó- hann Bjarnason prédikar í bæði skiftin. Mælst er til að fólk fjöl- f æfiminning Helgu sál. Jónas- son, frá Lóni við íslendingafljót. er út kom í Lögbergi síðastliðna viku, hefir sú villa slæðst inn, þar sem minst er á stofndag Bræðra- safnaðar, að þar er sagt að það hafi verið 17. apríl 1877, en á að vera þ. 27. apríl, hið tilnefnda ár. Þetta leiðréttist þannig hér með. Prófessor Sigurður Nordal kem- ur til borgarinnar hinn 28. eða 29. þ.m. Fyrirlestur flytur hann að tilhlutan Þjóðræknisfélaigsins, hinn 30. þ. m., í Fyrstu lútersku kirkju. Efni fyrirlestursins verð- ur um íslenzkan gkáldskap. Um fyrirlestraferð prófessor Nordals verður nánar getið í næstu blöð- um. Mrs. Magnús Hinriksson frá Churchbridge, Sask., kom til borgarinnar á laugardaginn. Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu, kom Mr. Hinriksson hér til bohgarinnar snemma í janúar, til að leit sér lækninga og hefir verið hér síðan og er hér enn. Hann var um tíma á góðum bata- vegi^ að því er virtist, en batinn hefir gengið seint og hann er enn rúmfastur. Samt sem áður líður honum miklu betur en áður, og beztu vonir um, að hann komist aftur til heilsu, áður en langt líður. JOHN GRAW Fyrsta llokks klæðskeri AfgreiOsla fyrir öllu Hér njóta peningar yðar sín að fullu. Phone 27 07 2 218 McDERMOT AVE. Winnipeg, Man. MOQRE’S TAXI LTD. 28 333 Leigið bíla og keyrið sjálfir. Flytjum pianos, húsgðgn, farang- ur og böggla. Drögum bíia og geymum. Allar aðgerðir og ókeypis hemilprófun. Sunnudaginn 20. marz messar séra H. Sigmar væntanlega á Gard- ar kl. 2 e. h. Um páskana býst séra Haraldur við að séra Stein- grímur verði honum til aðstoðar við starfið, og hafa þeir hugsað sér messur sem fylgir: Á föstu- daginn langa messur: í Fjalla- og Eyford kirkjum; báðar messur kl. 2 e. h. Á páskadaginn messur í Vídalíns og Péturs kirkjum, kl. 11 f. h.; er vonast til að Hallsonsöfn- uður taki þátt í messunni í Pét- urskirkju. 0!g að Gardar og á Mountain á páskunum, messur kl. 3 e. h. Skifta þeir séra Steingrím ur og séra Haraldur þessu verki með sér. Ef nokkuð verður að breyta til frá þessu, verður reynt að auglýsa það í tima. Er fólk beðið að hafa þetta hugfast. Páskaguðsþjónustur heldur Mr. G. P. Johnson, sem hér segir; Sunnudaginn 20. þ.m., kl. 2 e.h., í Rock Creek skólahús inu í Silver Bay bygðinni. Á föstu- daginn langa ensk messa í Lundar kirkju kl. 2.30 e. h; á páskadag kl. 2.30 e. h, íslenzk messa í Lund ar kirkju. Fólk er beðið að fjöl- menna við messur þessar. Allir velkomnir. MCfURDY QUPPLY fO.1 TD. Buildert’ |3 Supplies Vsand IJ Coal WEST END BRANCH 679 SARGENT AVENUE Phone 24 600 77. TjJMMER, éMgr.—Tfes. 29 035 in WOOD All Number ONE SLABS—TAMARAC—PINE—BIRCH Per Ton Saunders Creek " . 14*50 Foothllls Lump .... 13*50 Dominion Lump . . 6.00 And the Best of Drumheller Koppers Coke [Stove] 14*50 Jln Honest TTon for jín Honest ‘Price íslendingðar ættu að veita at- hygli auglýsingunni frá Avenue Clothes Shop, sem nú birtist í þessu blaði. Annar eigandi þess- arar nýju klæðskurðarstofu, er ungur og efnilegur íslendingur, Mr. Magnús Stephensen, sonur Dr. ég Mrs. O. Stephensen. Látið þenna unga landa njóta viðskifta yðar. Á öðrum stað í blaðinu, birtist auglýsing frá Scorer Electric fé- laginu. Eins og sjá má af aug- Iýsingunni, hefir þetta góðkunna félag, mætan, ungan íslending í þjónustu sinni, Mr. Jochum Ás- geirsson raffræðing. Það er hand- • hægt fyrir íslendinga að hringja hann upp, ef þeir þarfnast nýrra rafáhtlda eða aðgerða. Frá Fálkum Þann 9. marz byrjaði sam- kepnin um bikarinn, sem Þjóð- ræknisfélagið gaf 1931 til árlegr- ar samkepni á meðal islenzkra hockey félaga, og lenti þar fyrst saman Selkirk og Lundar, og unnu Selkirkmenn þann leik með 6 á móti 1. Selkirk drengirnir léku allir vel; þeir sem bezt léku fyrir Lundar, voru Halldórson og Breckmans bræður. Þeir sem léku fyrir Selkirk, voru: Sutherland hafnvörður, I.Ingimundarson, Nay- or, Cook, A.Ingimundarson, Adams, F. Ingimundarson, Benson, Magn- ússon. Frá Lundar voru þessir: W. Breckman, Johnson, G. Breck- man, L. Breckman, Sigurdson, Ingimundarson, Casselman Sig- urdson, Halldorson. Svo lenti þeim saman Glenboro og Fálkum, og var það harður Ieikur; var það strax auðséð, að Glenboro hafði bæði hrausta og vel æfða drengi, og léku þeir allir af snild og stöðvuðu allar atlög- ur, sem Fálkar gerðu á þá, og var hafnvörður þeirra ósigrandi líka og gat hvorugur skotið í höfn á fyrstu 20 mínútum; svo fóru þeir aftur fram á ísinn fyrir seinni 20 mínúturnar, og eftir 13 mínútur náðu Glenboroingar til að skjóta einu sinni í höfn hjá Fálkum, og varð þá hinn harðasti slagur, því Fálkar reyndu sem þeir gátu að ná jöfnuði aftur; en ef þeir fengu brotist 1 námunda við höfn, þá neitaði hafnvörður Glenborobúa að láta þá skjóta í höfn sína og stöðv- aði alt sem að honum var skotið. Svo fóru þeir út á ísinn fyrir seinustu 20 mínúturnar, og varð það hin harðasta atlaga á báðar hliðar, því Fálkar hugðust að jafna leikinn, dg Glenboro að verja vinning sinn; en hafnverðir beggja neituðu um að láta nokk- uð fara fram hjá sér, svo ómögu- legt var fyrir hvoruga að skjóta í höfn hjá hinum; endaði leikurinn svo, að Glenboro drengirnir unnu með einum vinning gegn engum með 1 á móti 0. Var leikurinn hreinn á báðar hliðar og eiga báð- ir flokkarnir hrós skilið fyrir hreinan leík og prúðmannlega og prýðilega framkomu í þeirri sam- kepni, og á herra J. Baldwin hrós skilið fyrir hvað honum hefir tek- ist prýðilega vel með að koma upp bæði hraustum og vel æfðum og prúðmannlegum hockey flokk, og er vonandi að við fáum að heyra frá honum og drengjum hans seinna, að þeir vinni bæði sér og Vert5 vort & ekta Pure BrecL Chicks e* lágt. Hvlt Leghorns, 100—$8.00. Barred Rocks. $10. ACrar teg- undir, $12. Skýrteini framleitS- L anda með pöntun. PantiS 30 dögum á undan sending, pen- \ ingar fylgi, eöa skriflS eftir^ 36 bls. verSskrá. 100% ábyrgst lifandi til viStakanda. HAMBLEY ELECTRIC-HATCHERIES | % LIMITED ~ winnipeg/ ^regina saskatoon CALGARY^ EDMONTON VANCOUVER Our Nc«ictl H«tchcry will »«rvc you bc»t hbbm honum meiri heiður, því hann á það meir en skilið af þeim. Þeir, sem léku fyrir Glenboro, voru þessir: O. Josephson hafnvörður, Magnússon, Hjartarson, A. Jos- ephson (capt.), J. Johnson, Taft, Douglas, A. Johnson og Playfair. Fyrir Fálka léku: F. Gillies hafn- vörður, A. Johnson, H. Gíslason, W. Siigmundson, C. Benson, W. Bjarnason, Matt. Jóhannesson, Otto Bjarnason, C. Munroe. Þann 10. marz lenti þeim sam- an Glenboro og Selkirk, og varð það hin harðasta sókn á báðar hliðar; vörðust Selkirkmenn prýði- lega og urðu Glenboroverjar að taka á öllu sem þeir höfðu til þess að vinna. Glenboro drengjunum hepnaðist að skjóta tvisvar í höfn á fyrstu 20 mínútunum; en næstu 20 mínúturnar unnu hvorugir á öðrum, og lögðu út í seinustu 20 mín. hríðina með sömu afstöðu og frá fyrstu leikhrið; nú höfðu Glenboro piltar ekki ym annað að hugsa, en halda sínum tveimur vinningum óskertum; en Selkirk- ingar voru ekki á því að láta þá halda þessum vinningum; sóttu þeir fram sem berserkir o’g voru alt að því óstöðvandi, hepnaðist enda að skjóta í höfn hjá Glenboro drengjum einu sinni, og urðu þeir þá alveg viltir og settu allan þann kraft sem þeir áttu til í að jafna leikinn; en hafnvörður Glenboro- búa þverneitaði að láta þá gera það, og endaði leikurinn svo að Glenboro unnu með 2 á móti 1, og unnu þar með bikarinn. Þeir, sem léku fyrir Selkirk voru þess- ir: Sutherland hafnvörður, Mayo, I. Ingimundarson, Cook, Adams,’ A. Ingimundarson, F. Ingimund- arson, R. Settie, L. Benson og Magnússon. En fyrir Glenboro léku þeir: O. Josephson hafnvörð- ur, H. Magnusson, Hjartarson, A. Johnson, J. Johnson, Taft, Dou!g-^ las, A. Johnson, McCutcheon, og Playfair. Glenboro og Selkirk voru gestir, hjá Fálkunum í Goodtemplara hús-j inu laugardagskvöldið, og afhenti forseti Þjóðræknisfélagsins þar Glenboromönnum bikarinn, og skemtu svo allir sér þar við dans á eftir og var !góð aðsókn, nær^ 200 manns þar saman komið. —^ Óskum við Glenboro drengjunum til lukku. Pete Sigurdson. Nú álrax í þeim hluta Manitobafylkis, þar sem uppskerubrestur varð á síð- asta hausti, geta sveitarfélögin nú þegar fengið útsæði og fóður handa skepnum, með því að snúa sér til búnaðardeildar fylkis- stjórnarinnar. Barn Lindberghs ófundið Það er enn ófundið og enginn sýnist enn nokkru nær um það, hvað um það er orðið. RosE Thur. and Fri. This Week Sidney Fox in NICE WOMEN Comedy — Cartoon — News Saturday and Monday LASCA of the RIO GRANITE Comedy — Cartoon — News Drengurinn sem slasaðiál (Guðbjöm Jóhannesson) SAMSKOT: Áður auglýst .......... S636.00 Henrietta Johnson, 626 Agnes St........................25 Miss M. Christie, 575 Agnes St..................... 2.00 Mrs. A. Arnason, Churchbridge, Sask................ 1.00 Mrs. G. Johnson, Churchbridge, Sask............... 1.00 Mrs. K. Eyjolfson, Churchbridge, Sask.............. 1.00 Mr. og Mrs. K. V. Kernested, Husavick, Man......... 1.00 Baby Gordon, Kernested, Husavick, Man ............. 1.00 Kvenfélag Árdalsafnaðar, Arborg, Man.............. 5.00 $648.25 Kærar þakkir. The Columbia Press, Ltd. Góð tíðindi! Mr. Ernie Gould og Mr. Magnus Stephensen, tilkynna, að þeir hafi opnað nýja klæðskurðarbúð, “The Avenue Clothes Shop”, að 301 Avenue Building (þriðja gólfi). Þeir biðja þess getið, að íslendingar veiti því athygli, að reksturskostnaður þessarar nýju klæðskurðarstofu, sé minni á heilu ári, en viðgengst hjá öðrum klæðskurðarmönnum á sex mánuðum, og að þarafleiðandi sé þeim kleift, að selja föt langtum ódýrara en aðrir, og hagnast samt sem áður sæmi- lega. Verðið er ótrúlega lágt, en varan fyrsta flokks. Sími 87 191. “THE AVENUE CLOTHES SHOP” Erriie Gould. Magnus Stephensen. Thos. Scorer ELECTRIC Electrical Contractors. 621 Portage Ave. Hafa í þjónustu sinni Mr. Jockum Asgeirsson raffræð- ing, er heima á að 183 Home Street. Sími 36 763. Allar tegundir vírleiðslu og aðgerða fljótt og vel af hendi leystar. Phone 71 938 P Athygli! Athygli! Þegar hart er í ári, sitja þeir venjulegast fyrir atznnnu, er mesta sérþekkingu hafa. Verslunarskólamentun, er ein sú hagkvœmasta mentun og notadrýgsta, sem ein- staklingum þjóðfélagsins getur hlotnast. Nú þegar fást á skrifstofu Columbia Press Ltd., Scholarships við tvo fullkomnustu verslunarskóla Vest- urlandsins, með afar miklum afslœtli. Leitið upplýs- inga bréflega eða munnlega. Fyrirspurnum svarað sam- stundis. Brynjólfur Thorláksson tekur að sér að stilla PLANOS og ORGANS Heimiii 694 Alverstone Sl. Simi 38 345 VEITIÐ ATHYGLI! Eg undirrituð hefi nú opnað BEAUTY PARL0R í Mundy’s Barber Shop, Portage Avenue, næst við Harman’s Drug Store, Cor. Sherbrooke og Portage Ave. Sími: 37 468. Heimasími: 38 005 Mrs. S. C. THORSTEINSON íslenska matsölubúsið par sem íslendlngar I Winnipeg og utanbæjarmenr. fá sér máltíðir og kaffi. Pönnukökur, skyr, hangikjö* og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SAROENT AVE. Slml: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, eigandl. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stör- um. Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 762 VICTOR STREET Sími: 24 500 Símið pantanir yðar ROBERTS DRUG STORE’S Ltd. Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks Afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 FINGURBYLGJUÐ IIAR- KRULLUN og ALLSKONAR ANDLITSFEGRUN að 512 Victor St. Sími 31145 (Skamt frá F. lút. kirkju) Abyrgst afgreiðsla og sann- gjamt verð. Guðný og Ásta Einarsson D R. G . L. FRIZELL Tannlœknir Phone 80 761 Evenings by Appointment 214-15 PHOENIX BLOCK Winnipeg, Man. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Dr. L,. A. Sigurdson 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834. Office timar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.