Lögberg - 14.04.1932, Qupperneq 2
BJa. 2
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. AIPRÍL 1932.
Skógur
í Lögbergi birtist nýlega grein
eftir Sig. Júl. Jóhannesson með fyr-
irsögninni “Skógur.” Grein þessi
er skrifuð vegna þess að höfundin-
um hafði borist rit allstórt frá ís-
landi, sem heitir “Hallormsstaðir og
Hallormsstaðaskógur,” eftir Gutt-
orm Pálsson skógarvörö á Hall-
ormsstað.
Grein þessi ber það með sér að
Dr. Jóhannesson er bæði hlyntur
skógræktarmálinu og að hann hefir
aflað sér mikillar þekkingar því
viðvikjandi, þó að mál þetta sé
reyndar ekki skvlt því starfi, sem
hann hefir gert að sínu aðal við-
fangsefni. Læknirinn sýnist skilja
það glögt hversu mikið velferðarmál
það er fyrir framtið íslands, að
skógræktin komist þar í fram-
kvæmd. Hann finnur einnig til þess
hvað Vesturrfslendingar hafa gert
lítið til þess að hrinda áfram þessu
góða málefni og hvað þeir eru ein-
kennilega þagmælskir þegar kemur
til þess að ræða um verklegar fram-
kvæmdir á ættjörðinni. Ekki sízt
hvað viðvikur landbúnaði og gróðr-
artilraunum.
Margir fleiri hafa eflaust fundið
til þess að það hefir ekki verið til-
hlýðilegt að Björn Magnússon, sem
hefir verið brautryðjandi í þessu
máli skuli hafa þurft að skrifa
hverja blaðagreinina á fætur ann-
ari og standa svo að segja einn og
hjálparlaus fyrir þessu áhugamáli
sínu. Það er ekki laust við að það
hafi kveðið svo rammt að þessu, að
til minkunar væri fyrir Vestur-ís-
lendinga.
Margar ástæður eru líklega fyrir
þessu, sem yrði of langt mál að rök-
ræða hér. En mjög er það undar-
legt, eins mikið eins og Vestur-ís-
lendingar hafa ritað og rætt hvað
þeir ,hafa gengið fram hjá þvi að
rita urp það, sem við kemur land-
búnaði á íslandi og ýmsum verkleg-
um framkvæmdum heima. Og ekki
lítur það sem allra bezt út fyrir
vestur-íslenzka bændur að læknar
og prestar skuli verða fyrstir til að
koma þessu málefni til hjálþar.
IBændurnir ættu að hafa hér meiri
þekkingu og reynslu fyrir sér og
ættu að vera að minsta kosti jafn
fúsir öðrum stéttum, til að liðsinna
velferðarmálum sem að tilheyra
þeirra verkahring. Enn ekki er það
von að allir þeir, sem málefninu eru
hlyntir eða þeir, sem hafa mesta
þekkingu og reynslu i skógræktar-
málum hafi tíma og tækifæri til að
skrifa um þau efni. Og það má
færa bændum það til afsökunar að
þeir hafa ef til vill allra manna sízt
tíma eða tækifæri til að eiga við rit-
störf.
Eg er áðurnefndum greinarhöf-
undi sammála í flestu, sem hann
segir, svo hér er ekkert um neinn
ágreining að ræða. Enn nú hefir
mér einnig borist þessi ofangreinda
bók í hendur, og finst mér hún svo
merkileg að eg vil leyfa mér að gera
frekari athugasemdir við innihald
hennar.
Þetta minningarrit er það lang-
nákvæmasta og skilmerkilegasta,
sem mér hefir borist frá íslandi,
ekki einungis um viltan skóg eins
og hann vex þar, heklur verða hin-
ar greinilegu og ýtarlegu skýrslur
og frásagnir höfundarins ósjálfrátt
að hinum sterkustu sönnunargögn-
um um trjáræktarmöguleika á fs-
landi, og er þetta rit að því leyti
mjög þýðingarmikið. Reyndar
hafði mig ekki vantað trúna á trjá-
ræktarmöguleikana né sannfæringu
fyrir því að fsland væri að mörgu
leyti miklu hentugra til trjáræktar
heldur en margir hyggja, sem
byggja skoðun sína á þvi hvað norð-
arlega það liggur. En mínar hug-
myndir voru auðvitað að mestu
leyti bygðar á því sem að reynsla
og afstaða hér vestanhafs hefir
leitt í ljós i trjáræktinni á síðari
tímum.
Pað er meir en lítið gleðiefni
fyrir mig að fá hér í þessu riti ó-
rækar sannanir fyrir því að sú trú
sem eg hefi haft á möguleikum til
trjáræktar á íslandi, er í algjörlega
fullu samræmi við þá reynslu og
þær tilraunir, sem gerðar hafa ver-
ið á Hallormsstað og sem svo
nákvæmlega er skýrt frá í þessari
25 ára skýrslu skógvarðarins. Það
er auðheyrt að Guttormur Pálsson
er ekki maður, sem hefir haldið
stöðu sinni bara til að draga kaup,
heldur hefir verkið verið leyst af
hendi með hinni mestu samvizku-
semi og trúmensku. Enda leynir
sér ekki að honum bæði þykir vænt
um skóginn og hann ber velferðar-
mál íslands fyrir brjósti. Maður
sem vinnur verk sitt í þessum anda
á hinar mestu þakkir skildar.
Reyndar mé eg kannske hrein-
skilnislega kannast við það að mér
þykir mjög fyrir því hvað þessar
skógarleifar eru litlar og hvað þær
hafa verið komnar nærri því að tor-
týmast þegar farið var að sýna þeim
sóma. En á hinn bóginn er það auð-
sætt að þessar litlu leyfar eru hinn
mesti mynjagripur, ef þær eru
skoðaðar sem eftirstöðvar af frum-
skógum landsins. Það er ærið
merkilegt ef þessar litlu leifar geta
orðið til þess að sýna það og sanna,
að með réttum aðferðum séu gróðr-
arskilyrðin ekki siðri hér en tíðkast
í sumum löndum, sem mikið sunn-
ar liggja, og ef þær geta lika orðið
til þess að skýla þeim plöntum, sem
vaxa f gróðrarreitum, sem ræktaðir
eru á þessu svæði.
Þá er ekki hægt að segja að þessi
skógur, þó að lítill og úrkynja sé
orðinn, eftir margra ára áníðslu,
hafi haldið velli til einskis/
Aðal skilvrðið í skógræktarmáli
íslands er það að nýr skógur sé
plantaður og ræktaður á sem allra
flestuni stöðum á íslandi. Einkum
liggur það í augum uppi að það er
æskilegt að sem víðast vakni áhugi
fyrir því að planta skjólbelti við
bæi i nógu stórum stíl til þess að
verða að notum, eins og tíðkast til
dæmis hér í Rauðárdalnum. Það
er engin ástæða til þess að slík
skjólbelti megi ekk! rækta við hvern
bæ á íslandi þar sem jarðvegur og
landslag leyfa.
Mikilli gremju hefir það valdið
oss sumum Vestur-íslendingum er
því hefir verið haldið fram af sum-
um Austur-íslendingum að ísland
væri óhæft til trjáræktar. En eðli-
lega verður útfallið það að vér tök-
um vanalegast lastið með þögn og
þolinmæði. Það er naumast eðli-
legt að Vestur-íslendingar geti
haldið hlífðarskildi fyrir íslandi i
svona löguðum kringumstæðum.
1 inngangi þessa umgetna rits
farast höfundinum meðal annars
þannig orð:
“Kver þetta á einnig að vera eins
konar minningarrit eða afmælis-
minning í tilefni af því að á s. 1. ári
voru liðin 25 ár frá því að Hall-
ormstaðaslágur var friðaður og sett
var opinbert eftirlit með honum. Þá
var einnig stofnað til tilrauna með
uppeldi á trjáplöntum, bæði af inn-
lendum og erlendum stofni.”
“Eitt sinn var ísland skógivaxið
og það svo mjög, að talið er að það
hafi verið ‘Viði vaxið milli fjalls
og f jöru.’ Þetta var þá er ísland lá
ósnortið af manna höndum í faðmi
náttúrunnar.”
“Margt bendir til þess, að skóg-
arnir hafi einnig verið stórvaxnari
þá en á seinni öldum. Nokkrar
heimildir í fornsögunum geta um
stærri birkitré, en til eru nú hér á
landi, og heilbrigð skynsemi álykt-
ar einnig svo að jarðargróði, hver
,sem hann er, hljóti að ganga úr sér
Jvið illa meðferð. En af því flestum
Prentunar
þá lítið inn eða skrifið til
The Columbia Press Ltd.
sem mun fullnægja
þörfum yðar
eru nú kunn afdrif skóga, sem hér
voru á landnámstíð, þarf ekki að
fara mörgum orðum um það.”
“Það er kunnugra en frá þurfi
að segja, að skógarnir hér á landi
eru nú viðast kjarr eitt, kræklótt og
kyrkingslegt. Á örfáum stöðum eru
skógar, sem með réttu geta heitið
því nafni. I lok 19. aldar var svo
komið, að skógarnir á landinu voru
að eyðast eða ganga úr sér, og gátu
varla talist nema kjarr. Hallorms-
staðaskógur var þá víðast kræklótt-
ur og lágvaxinn eins og greint verð-
ur siðar. Hann var að visu þá tal-
inn tilkomumestur af skógum lands-
ins. Þó var það mjög lítill hluti af
honum er gaf honum svip og veitti
honum þann tignarsess, er hann
hefir hlotið i munnmælum manna
og vitund.”
“Ef vér lesum ferðalýsingar nátt-
úrufræðinga á seinni hluta siðustu
aldar, að því er við kemur skógun-
um, þá ber mest á tvennu: söknuði
og gremju. Þessi tvö fíugtök eru
þungamiðjan í lýsingunum. Oss
þarf ekki að undra, sem betur
þekkjum muninn á vel hirtum skógi
og vanhirtu og bækluðu kjarri, að
þetta var eðlilegt. Hvar, sem litið
er yfir landið, eru vegsummerki
augljós, er hljóta að vekja söknuð
hjá hugsandi mönnum yfir þvi, að
fegursti gróðurinn er horfinn af
landinu. Víðast er kyrkingslegur
gróður, lítt grasigróinn jarðvegur,
eða þá eyðing og auðn. En þetta er
mönnum að kenna Landið var vax-
ið viði, áður en mennirnir komu til
sögunnar. Gremjan er einnig á rök-
um bygð. Þess hefði mátt vænta,
að forfeður vorir hefðu látið stað-
ar numið, er þeir sáu hvað að fór
um eyðingu skóganna. Vér spyrjum
sjálfa oss, hvort þeir muni ekki
hafa saknað fegurðarinnar þegar
hún hvarf þeim. Eða var fegurðar-
mat þeirra annað en vort, er nú lif-
um í landinu? Vera kann að fróðir
menn geti skýrt þetta og hafi sögu-
heimildir til stuðnings. Hvað um
það, vér og niðjar vorir súpa seyðið
af hermdarverkum þeirra, er rændu
fegursta gróðrinum.”
Höfundurinn gefur hér í skyn að
hann skilji söknuð og gremju ferða-
manna og útlendinga út af því að
sjá og vita af landinu skóglausu
og nöktu. Allir lýsa landinu sem
fögru, en þeir, sem hafa vanist
skógum í öðrum löndum skilja bezt
hvað skógur mundi auka mikið feg-
urð íslands. Það er ekki laust við
að höfundurinn lýsi hér sinni eigin
gremju yfir hermdarverkum for-
feðranna er rændu fegursta gróðr-
inum. Það má vel gæta þess að á-
saka ekki um of forfeðurna, sem að
ef til vill hafa eyðilagt skóginn, í
hugsunarleysi stundum, en mikið
oftar vegna þess að brýn nauðsyn
krafði. Það er gleðilegt að hugsa til
þess hvað ákaflega mikið gagn ís-
lendingar hafa haft af skóginum á
liðinni tíð, og mikið ömurlegri hefði
saga íslendinga orðið ef að þeir
hefðu ekki haft skóginn og getað
notað hann þegar mest lá á. En það
var ekki eðlilegt að forfeðurnir
þektu eða brúkuðu trjáplöntunar-
aðferðir, sem oss eru nú alkunnar.
Fyrst og fremst áttu forfeðurnir oft
við fátækt að búa, ásamt kúgun og
ýmsum harðindum. Þar að auki
vantaði þá eðlilega þær nýtízku að-
ferðir, sem vér kunnum og þau ný-
tízku verkfæri, sem vér brúkum,
sem jafnvel hafa tekið mjög miklum
framförum rétt á síðustu árum. Hitt
er mikið fremur gremjulegt ef að
núverandi kynslóð skilur ekki skyld-
ur sínar og sér ekki köllun sína í
þessu efni. Eg get séð fjölda af
ástæðum til að afsaka forfeðurna,
sem eygilögðu skógana á íslandi, en
eg get ekki séð netna afsökun fyrir
uppvaxandi kynslóð íslands ef að
hún annað hvort í hugsunarleysi eða
af ásettu ráði trassar að planta nýj-
an og fegurri skóg. Auðvitað sakn-
ar ekki þessi kynslóð fegurðarinnar,
vegna þess að hún hefir aldrei séð
landið nema bert. Fegurðartilfinn-
ingin er aðeins lítill partur þess
máls, sem hér er um að ræða. Aðal
atriðið er að vér erum skyldugir til
þess að bæta fyrir gerðir feðranna.
íslendingar eru í þeirri skuld við
Fjallkonuna, sem er hreint og beint
samvizku spursmál að borga. Það
leynir sér ekki hvernig Fjallkonan
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
UENHY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Vard Office: 6th Floor, Bank of Hajnllton Chambers.
hefir verið afklædd til að skýla
þjóðinni þegar mest lá á. En nú,
þegar íslendingum fer að vaxa
fiskur um hrygg, má ekki minna
vera en þeir fari að kasta til baka
spjörunum, svona smátt og smátt.
Eftir að skógrækt er á annaS
borð komin svolítið á laggirnar þá
tekur tiltölulega stuttan tima til
þess að, framleiða fagran og gagn-
legan skóg með nýtisku aðferðum
og nýtísku verkfærum. Fyrsta skil-
yrðið er að koma upp gróðrarreit-
um, þar sem hægt er að framleiða
í landinu sjálfu nýgræðinga af þeim
trjátegundum, sem að hentugastar
eru fyrir ísland.
í þessu sambandi má taka það
fram, að eg álít að heillavænlegast
mundi verða að rækta að miklu leyti
að minsta kosti fyrst, helst þær trjá-
tegundir, sem að vaxa upp af af-
sneiðingum (cuttings). Bæði er það
ódýrasta aðferðin og einnig fljót-
legust. Sá kostur er á afsniðning-
unum, að það má fá mesta fjölda
af þeim af einu tré. Þeir eru líka
svo hentugir til flutninga að það er
hægt að senda svo um muni jafnvel
með pósti. Aftur hafa þeir þann
ókost að það er ekki til neins að
planta þeim nema í vel yrktan akur,
og þeir þurfa rækilega hirðingu
fyrsta árið. Reyndar þurfa allar
plöhtur það ef vel á að fara.
Það hefir reynst hér vel að planta
afsneiðingunum þar sem trén eiga
að standa og þarf þá aldrei að færa
plönturnar úr stað. Tré þau, sem
hafa hér verið hentugust til slíkrar
plöntunar eru Golden Russian Wil-
low og Laurel Leaf Willow, sem að
tilheyra víðis-tegundinni. Einnig
sumar sortir af poplar, svo sem
Norway Poplar, Cottonwoods, o. s.
frv. Þetta eru tegundir af ösp.
Afsneiðingarnir eru teknir að
vorinu, nokkru áður en tréð byrjar
að springa út. Aðeins sá partur
greinarinnar, sem hefir vaxið árinu
áður er brúkaður. Þetta lim er
skorið niður i svo sem átta 8 þuml-
unga langa búta. Þegar þessum
sprotum eða bútum er plantað, þá
eru sjö þumlungar látnir vera niðri
í jörð, en aðeins einn þumlungur
upp úr. Bezt er að láta afsneiðing-
inn hallast, því þá er hægra að
þjappa að honum moldinni með fæt-
inum, og er þá mátulegt ef maður
stígur á moldina með öðrum fæti
af öllum þunga.
Ef geyma skal þessa afsneiðinga
frá því þeir eru skornir, skal binda
þá i smá-bindi og grafa í jörð, svo
sem eitt eða tvö fet djúpt, þangað
til þeim er plantað, svo þeir ekki
þorni.
En hafi afsneiðingarnir verið
sendir langt og þornað, ná þeir sér
aftur með því að leggja þá í vatn
svo sem einn dag. Afsneiðingum
skyldi aldrei planta nema í gamlan
vel unnin akur, sem tækilegur v^þi
til dæmis fyrir kartöflur.
Þessi trjáplöntunar aðferð er sú
ódýrasta, sem til er, og nýgræðing-
arnir, með góðri hirðingu, geta
orðið fjögra feta háir fyrsta árið
hér, ef að tíð er hentug. Þessi að-
ferð væri mikið meira notuð, ef að
almenningur hefði ekki þá hugmynd
að það sé nauðsynlegt að vera sér-
fræðingur í trjárækt, til þess að
geta ræktað trjáplöntur á þennan
hátt.
Auðvitað vaxa ekki nema sumar
trjátegundir upp af afsneiðingum,
en aðrar upp frá fræi.
Þegar að búið er að rækta tré á
íslandi, sem að eru hentug til af-
sneiðinga græðslu, þá getur trjá-
ræktin ekki einungis orðið almenn,
heldur kosta þá trjáplönturnar svo
að segja ekki neitt. Aðal skilyrðið
er að áhugi almennings vakni fyr-
ir þessu máli. Auðvitað er æskileg-
ast að sérfræðingar í trjárækt ann-
ist um svona framkvæmdir, því að
það hefir mjög slæm áhrif á við-
vaninga, þegar þeir verða fyrir mis-
fellum og plönturnar deyja hjá
þeim. Það getur orðið til þess að
áhuginn dofni, og sú huginynd kom-
ist inn að ekki sé til neins að reyna
aftur.
Einn eftirtektarverðasti kafli
þessa rits er með fyrirsögninni “Út-
dráttur úr annálum skógarins.” Hér
segir höfundurinn meðal annars:
“Ársvöxtur eða gróðrarmagn hef-
ir verið athugað, einkum seinustu 10
árin 1920-1929. Er þá talinn mesti
hæðarvöxtur á árinu. Vöxturinn er
mestur á ungum skógi, 15-30 ára.
Mestur hæðarvöxtur á þessu tíma-
bili var 1925, 75 cm. (29 þml.)
Minstur árið 1922, 28 cm. (18
þml.). Mér hefir talist til, að hann
hafi verið á þessu tímabili:
Árið'— cm. þml.
1920 .... 52 20
1921 .... 55 22
1922 .... 28 10
1923 .... 48 18
1924 .... 40 15
1925 .... 75 29
1926 .... 70 27
1927 .... 52 20
1928 .... 48 18
1929 .... 52 20
Meðaltal þessara ára verður þá
52 cm. (20 þml.).
Sumarið 1922 var eitthvert jafn-
kaldasta sumar, sem komið hefir 20
árin seinustu, og kom það einnig
niður á skóginum. Sumarið 1925 er
hinsvegar mesta hitasumar á sama
tímabili. Ársvöxtur skóganna fer
ekki eftir meðalhita sumarsins, held-
ur veldur mestu um að hitakafli
komi fyrra hluta sumars frá 15. júní
til 15. ágúst. Munurinn á trjágróðr-
inum langt frá sjó inn til dala og
nálægt ströndinni orsakast af mun-
inum á heitustu dögunum um há-
sumarið. Það sést meðal annars á
skógargróðrinum ofarlega og utar-
lega á Fljótsdalshéraði. Enn meiri
munur er þó á Upphéraði og Fjörð-
unum að þessu leyti.
Laufgunartími skógarins er ærið
misjafn. Síðustu sjö árin hefi eg
athugað hvenær skógurinn er orð-
inn algrænn, og hefir það munað
meir en mánuði.
Árið 1923 var laufgunartíminn 3.
júní; 1924, 27. júní; 1925, 9. júní;
1926, 7. júní; 1928, 21. mai; 1929,
29. maí.
Vorið 1924 voru óvenju kuldar í
maí og júní-mánuði, en vorið 1928
voru hlýindi mi'kil í maí. Síðastliðið
ár (1929) var skógurinn kominn að
þvi að grænka í Apríl, en það varð
ekki, og þoldi hann því betur hinn
mikla kuldakafla, sem kom seinast
í April og hélst langt fram í maí.”—
—“Nýgræðingur úr skóginum:
Mér' telst svo til, að 7930 plöntur
hafi verið fluttar úr skóginum á ár-
unum 1909 til 1930, til gróðursetn-
ingar í görðum og nálægt bæjum.
Mest hefir farið út um Fljótsdals-
hérað, en einnig nokkuð lengra,
einkum til Reykjavíkur.”
“Flestar þessar plöntur hafa ver-
ið teknar með jarðhnaus. Slíkar
plöntur eru miklum mun öruggari
en rótarkvistir, en þær eru dýrar í
flutningi: Hívergi á landinu munu
fáanlegar eins góðar birkiplöntur og
héðan úr skóginum. Sá tími er þó
nálægur að erfitt verður að fá þær
hér i skóginum. Rjóðrin fyllast og
þar koma stór tré, er áður voru
smáplöntur. Að þessu er vikið síð-
ar, þar sem talað er um trjárækt hér
í nágrenninu.”
Þessar skýrslur skógarvarðarins
um ársvöxt skógarins eru ef til vill
töluvert merkilegri en að kynni að
virðast í fljótu bragði. Tuttugu
þumlunga meðal vöxtur á ári er
mjög góður, þegar tekið er tillit til
þess að hér er ekki einungis um vilt-
an skóg að ræða, heldur einnig trjá-
tegundir, sem að eru mjög sein-
vaxnar, í samanburði við mörg önn-
ur tré.
Framh.