Lögberg - 14.04.1932, Síða 4

Lögberg - 14.04.1932, Síða 4
I Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ABRÍL 1932. Högberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnlpeg, Manitoba. PHONES 86 327—86 328 Prófessor Sigurður Nordal Heimsókn hans til Vestur-íslendinga er lokið. Hann lagði af stað héðan á laugar- dagsmorguninn, áleiðis til Harvard háskól- ans, eftir tólf daga dvöl í Winnipeg og grendinni. , Maður heyrir stundum sagt um Islend- inga í Wmnipeg, að þeir geti aldrei komið sér saman um nokknm skapaðan hlut. Það hefir nú ávalt verið ofmælt, þó það kunni að hafa haft við dálítið sannleiksbrot að styðj1 ast, og nú er ekki lengur hægt að segja það með nokkrum sanni. Þeim kemur áreiðan- lega saman um, að þar sem prófessor Sig- urður Nordal er, hafi þeir átt góðum gesti að fagna. Þeir hafa vafalaust verið ein- huga um það, að gleðjast yfir komu hans og þeir hafa verið vel samtaka í því, að fagna honum eftir beztu föngum, og vér þorum að fullyrða, að allir hefðu þeir fegnir viljað, að hann hefði verið hér lengur, helzt miklu lengur. Tvo fyrirlestra flutti prófessor Nordal hér í borginni, þessa daga, sem hann stóð hér við, eins og áður hefir verið að vikið hér í blaðinu, báða í Fyrstu lútersku kirkju, og báða fyrir svo að segja fullu húsi. Auk þess ávarpaði hann stærri og minni hópa fs- lendinga hér daglega og við ýms tækifæri. Það er ekkert of sagt, að íslendingar hér beinlínis söfnuðust utan um hann, til að hlusta á hann og kynnast honum. Svo ánægjulegt sem það væri, að geta fært lesendum vorum eitthvað af því, sem prófessor Nordal hafði að segja, þá verður samt sem áður engin tilraun til þess gerð. Þess er enginn kostur, að gera erindum hans þau skil, sem þau verðskulda. Það verður að nægja að geta þess, að viðfangs- efni hans voru norræn og íslenzk, viðfangs- efni Ivísindamannsins og skáldsins, Kann hann þannig með þessi efni að fara, að það er regluleg unun að hlusta á hann. Þar með er ekki sagt, að hann sé mikill ræðu- skörungur, eins og það er hér vanalega skilið. En hann flytur mál sitt eins og manni finst, að sönnum mentamanni beri að gera og öll er framkoma hans í fullu samræmi við það, Ijúfmannleg og aðlað- andi og blátt áfram. Eitt með því fyrsta, sem vakti eftirtekt vora á Sigurði Nordal, var stutt grein, sem hann hafði skrifað um fóstru sína dána, Steinunni Sigurðardóttur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Hún var eitthvað töluvert öðru- vísi, heldur en æfiminningar eru vanalega. Þessi kona hafði farið á mis við mentun í ungdæminu, eins og flestar alþýðukonur á þeim árum, en var beinlínis fróðleiksþvrst. Eftir að Sigurður fór í Latínuskólann, fór hann að segja fóstru sinni ýmislegt, sem hann hafði þar lært og sem hann hélt að fóstru sína langaði til að fræðast um. En það kom oft fvrir, að hún vissi það, sem íiann var að segja henni, og þótti honum það undarlegt. Hann spurði hana því einu sinni hvernig á því stæði, að hún vissi svona mikið. “Hann Sigurður minn sagði mér það,” svaraði hún. Sá Sigurður var sonur hennar, sem líka hafði gengið mentaveginn, en dó ungur. Eftir komu prófessors Sigurðar Nordals, getum vér Islendingar í Winnipeg, eins og svo ótal margir aðrir, sagt eitthvað líkt þessu, — “hann Sigurður minn sagði mér það”—, og vér gerum það, þó vér segjum það kann- ske ekki eins einfaldlega og fallega, ein3 og húsfreyjan á Eyjólfsstöðum. Prófessor Nordal hefir frætt oss um margt og vér minnumst þess með þakklæti og virðingu. Hans göfuga lífsstarf er það, að fræða aðra, og vér þekkjufn ekkert göfugra og á- nægjulegra, en að mega ferðast eins og kon- ungur og strá gulli þekkingar sinnar og vitsmuna á báðar hendur, og vera auðugri eftir en áður. Vér buðum prófessor Sigurð Nordal ein- Læglega velkominn, þegar hann bar að garði. Nú þökkum vðr honum jafn einlæglega fyrir komuna og óskum honum ávalt allra heilla. Fjármálin Hinn nýi fjármálaráðherra Canada, Hon. E'. N. Rhodes, lagði fjárlagafrumvarp sitt fyrir þingið hinn 6. þ. m. Fjármál þessa lands eru alt annað en álit- leg. Frá Ottawa er nokkurn veginn sama sagan að segja, eins og frá fylkjunum flest- um eða öllum, nema hvað hér er alt miklu stórkostlegra, eins og við er að búast. Til þess að tekjurnar á fjárhagsárinu 1932—33 geti mætt ákveðnum og fyrirsjáanlegum út gjöldum, eru skattarnir enn hækkaðir um $55,000,000. En það eru allar líkur til, að útgjöldin verði miklu meiri heldur en gert er ráð fyrir og tekjumar líklega minni, svo líkurnar era heldur litlar til þess, að ekki safnist enn miklar skuldir á þessu fjárhags- ári. Á þessu síðasta fjárhagsári hefir þjóð- skuldin vaxið um $119,505,000. Utgjöldin hafa orðið það mikið meiri en tekjumar. Þetta kemur aðallega til af því, að tekjura- ar, einkum tolltekjur, hafa orðið miklu minni en áður, sem aftur kemur til af því, að viðskiftin við önnur lönd eru nú orðin svo afar lítil í samanburði við það, sem áður var. Þar á móti hafa útgjöldin orðið afar mikil, sem sérstaklega kemur til af því, að $38,000,000 hefir verið varið til atvinnu- bóta og til hjálpar atvinnulausu fólki, og $11,000,00 til að bæta bændum upp hið lága hveitiverð. Það er fjórum miljónum meira en gert var ráð fyrir. Skattar eru hækkaðir með ýmsu móti, og í sumum tiljællum æði mikið, eða um þriðj- ung, eins og t. d. söluskatturinn (sales tax), sem er hækkaður úr 4 per cent upp í 6 per cent. En það sem almenning varðar mestu og allir þurfa að vita, er það að frá 1. maí þarf að láta þriggja centa frímerki á allar bankaávísanir, sem eru frá $5.00 upp í $100.00, en sex oents, ef þær eru þar yfir. Sama er að segja um póstávísanir, skuld- bindingar (promissory notes) og fleiri skjöl af því tagi. í>ví er ekki að neita, að fjárhagur lands- ins er langt frá því að vera í góðu lagi, og nú síðustu árin fer hann stórkostlega versn- andi ár frá ári. Stjómin sýnist ekki geta við þetta ráðið, og eins og komið er, er vafalaust enginn hægðarleikur að ráða við það. Það sem hér veldur rnestu um, er það, hve stórkostlega viðskifti Canada við aðrar þjóðir hafa minkað. Á síðustu tveimur ár- um hafa innfluttar vörur minkað um $310,- 000,000, og útfluttar vörur um $208,000,000. Af þessu leiðir mikill tekjumissir fyrir stjórnina og mikill atvinnumissir fyrir fólk- ið í landinu. Hagfræði núverandi stjórnar virðist vera á þá leið, að það geri ekkert til, hvort viðskifti Canada við aðrar þjóðir séu meiri eða minni, ef vér að eins seljum meira en vér kaupum. Meðan Canada getur selt nokkra ögn út úr landinu, er æfinlega hægt að sjá um það. Til þess þarf ekkert annað en banna innflutning á öllum útlendum vör- um, eða gera hann ómögulegan með hátoll- um. ingum í Winnipeg þykir ávalt vænt um, þegar hann kemur. Með sínum einkennilegu og sér- stæðu ljóðum, hefir K. N. unn- ið sér þær vinsældir meðal Is- lendinga, hvar sem þeir eru, að þær fymast ekki. Eitthvað töluvert mikið hlýtur prófessor Nordal að þykja til ljóðmæla hans koma, annars hefði hon- um ekki verið eins mikið á- hugamál að kynnast honum eins og honum var. Þegar vér hittum K. N. í þetta sinn, fórum vér að spyrja hann eftir nýjum vísum, eins og vér reyndar geram alt af þegar vér höfum tækifæri til. Hann sagði, að í Bandaríkjun- um væri alt af talað um, að það þyrfti að minka framleiðsl- una. Það væri skoðun “yfir- valdanna”, að þetta væri þjóð- ráð, og þeirra ráðum vildi hann fylgja, enda væri sín fram- leiðsla orðin svo að segja eng- in. Út af því hafði hann gert þessa vísu: Skálda minstur, fyrst eg fann, frekar þó sé skrítið, eina kúnst, sem enginn kann, að yrkja nógu lítið. En hvað sem “ yfiiwöldun- um” kann að líða, þá má K. N. reiða sig á, að Islendingar yfir- leitt, vilja miklu fremur, að hann yrki heldur meira en minna — dragi ekki alt of mik- ið úr framleiðslunni. Fréttabréf Seattle, Wash., 6. apríl 1932. Herra ritstjóri Lögbegs! Tillgangurinn með þessum lín- um er ekki sá, að láta þær flytja nein stórtíðindi héðan, þó vitan- lega “komi margt á daginn” hér, sem í öðrum borgurn landsins og sumt af því býsna stórfelt, en sem engin þörf er á að minst sé hér; nóg sést af slíku á prenti í öllum blöðum, og sem alt hljóðar upp á það sama og allir vita hvað er. En á hinn bóginn gerist sama salgan hér sem annarstaðar, hálf- dauðir tímar, eða með öðrum orð- um, óvanaleg deyfð í öllum rekstri, hvort heldur í atvinnu- 'greinum eða verzlunarviðskiftum, og hefir Seattle borg alls ekki sloppið undan þeirri plágu, sem ekki var heldur við að búast, því hún er of stór til þess. En þrátt fyrir það, þó fólk sé óvant svona löguðum álögum hér í borg, sem oftast hefir haft nægi- lega atvinnu fyrir alla, þá taka menn þeim eins og þeir koma, með stilling og án nokkurra æsinga, í von um, að alt þetta öfugstreymi lalgist fyr heldur en seinna. K.N. Dakota skáldið, K. N. Júlíus, kom til Winnipeg á sunnudaginn í vikunni sem leið, og var hér þangað til á fimtudaginn, að hann fór aftur heim til Mountain. Það er ekki oft, að K. N. kemur hér norð- ur fyrir “línuna”, og mun hann ekki hafa komið til Winnipeg síðan haustið 1925. En þannig stóð á komu hans í þetta sinn, að prófessor Nordal hafði látið í ljós, að sig langaði til að sjá og kvnnast skáldinu, sem ort hefði “Kviðlinga” og mörg önnur ljóð, sem hann liefði haft mikla ánægju af. Pró- fessor Nordal hafði ekki tíma til að fara til Mountain og var því K. N. beðinn að koma til Winnipeg. Tók hann því vel, þó hann að ví^u fyrst í stað,teldi á því ýms tormerki. Eitt af því, sem hann sá þessari ferð til fyr- irstöðu, mun hafa verið það, að hann taldi sig ekki skrýddan brúðkaupsklæði, en fanst svo sem sjálfsagt, að hér mundi hann sitja veizlu með prófessornum og öðrum, eins og raun varð á. Hefir kannske dottið í hug, “myrkrið fyrir utan.” Þegar K. N. var að bollaleggja með sjálfum sér, hvort hann ætti að fara, eða fara ekki, gerði hann þessa vísu: Ef eg fer, þá fer eg ber eg ferðast,eins og Gandhi. Þektur er eg , heima og hér, holdi klæddur andi. En K. N. kom, og hvort sem hann var skrýddur brúðkaupskvæði éða ekki, þá má telja alveg víst, að prófessor Nordal hafi haft ánægju af að kynnast honum. Hitt er líka áreiðanlegt, að fjölda mörgum Islend- Atvinnuleysið svarf nokkuð hart að mörgum hér alt síðastliðið ár og hefir gert til þessa, svo talsvert stór hluti atvinnulausra manna hefir orðið að njóta styrks frá því opinbera; svo engin áberandi neyð er enn á meðal þeirra, því strangt eftirlit ýmsra iélaga og nefnda er haft með þeim, sem þurfandi eru, og öllum slíkum boðið að gefa sig fram, ef þeir ekki finnast við aðrar rannsóknir, sem gerðar eru. En hvað lengi þetta þarf svona að ganga, verður tíminn að leiða í ljós. — Ekk er mér kunnugt um, að íslendingar í þessum bæ hafi enn orðið að þyggja styrk á þenn- an hátt, og hafa þeir þó margir orðið atvinnulausir langtímum saman, bæði s. 1. ár og eins það sem af er þessu ári; en ekki væri það nema eðlilegt, að einhverjir af þeim hafi þurft þess, af líklega sjö til átta hundruð löndum, sem reikna má til heimilis í þessum bæ og sem ekki eru allir miklum efnum búnir, og máske fæstir. Oig allir, sem kunnugir eru stór- bæjalífinu, vita það, að þegar at- vinnan þar bregst, þá eru flestar bjargir bannaðar og í flest skjól fokið fyrir daglaunamanninn, sem oft og tiðum stólar algerlega upp á vinnuna, sem hann fær í þeim bæ, sem hann býr í; margir, sem lítinn eða engan forða hafa, að eíns tvær hendur, sem að litlv gagni koma, þegar ekkert er fyrir þær að igera, sem gefur björg. — Bæjarlífið getur verið gott og yndislegt, þegar vel gengur; en uppskerubrestur þar verður ekki síður tilfinnanlegur en á meðal bændalýðsins, þegar þeirra upp- skera brestur. En- nú er bfestur í “pottinum” alstaðar, bæði hjá bændum og borgarlýð, sem kunn- ugt er, og enginn veit bót á þeim bresti, eða sýnist að geta nokkuð gert. Verður því líklega eina úr- ræðið, að bíða og sjá hvað setur, og æðrast ekki um of þó illa gangi. —Meira rúmi eða tíma ætla eg svo ekki að eyða um þetta mál, því kreppumálið er öllum kunnugt. Tíðarfar hér um slóðir hefir verið með stirðara móti á umliðn- um vetri, meiri kuldi og meiri vætur, en vanalega igerist hér að vetri til; kulda regn af og til í jan. og febr., og snerist ýmist í snjó, sem að eins festist þó, en hvarf brátt fyrir regni eða sól; væg frost komu hér seint í janúar og snemma í febrúar, en komst þó hæst einn dag í 20 gr. yfir zeró; meðaltal hita í jan. og febr. um 35 gr. yfir zer. en í marz 45 gr. yfir z á Fahrenheit; talsvert regn- fall í gegn um allan marzmán. en loft mikið hlýrra. Yfir alt árið sem leið var regnfallið hér við Puget Sound 36 þuml. og 14 þuml. meira en árið næsta þar á undan. mesta regnár í tíu síðastliðin ár, sögðu veðurskýrslurnar. Mjög litlir hitar hér alt síðastlið- ið sumar, er mér sagt, því eg var þá í Minnesota, og fanst vera heldur heitt þar. Heilsufar meðal almemjings hefir verið heldur gott, að undan- teknu kvefi o!g flu, sem oftast heimsækir fólk hér við hafið á vetrin, en lagðist þó heldur létt á menn í flestum tilfellum. Sex Islendingar hafa dáið hér í bænum síðan í júní síðastl., sem mér er kunnugt um, og skal eg nefna þá hér; Guðríður Nikulásdóttir, 3. júlí, 1931, 93 ára gömul, tengdamóðir ekkjumannsins Jóns Oddsonar hér i bæ og undir umsjón hans síðan og áður en hann misti konu sína Guðfinnu, fyrir sex árum síðan. Mrs. Jóna Guðmundína Pálsson Webber, 2. ágúst 1931, 32 ára að aldri. Mrs. Kristín Erlingson, 25. nóv. 1931, 62 ára gömul. Mrs. Friðrikka Guðmundsdóttir Goodman^ 9. janúar, 1932, 49 ára. Ungfrú Elín B. Björnson, 1. marz 1932, 41 árs gömul. Guðmundur Gíslason Laxdal, 10. marz 1932, 69 ára gamall. Um aðkomu-gesti og ferðafólk til bæjarins í vetur, get eg lítið sagt, því eg er manna ónýtastur að grafast eftir nöfnum á þeim; er þó varla samkoma meðal ís- lendinga, af hvaða sort sem er, að ekki sjáilst einn eða fleiri aðkom- andi, sumir langt að og aðrir skemra; munu þau ferðalölg hald- ast lengi, því Seattle borg dregur marga að sér, en hrindir fáum frá sér, og ekki ber mikið á, að fólk flytji um set héðan, þó harðir séu tímar, — máske heldur hvergi að flýja, og bezt að sitja þar sem maður er kominn, — þó veit eg um einstöku, er flutt hafa sig í vetur á slóðir vandafólks síns í fjarlægum plássum, eins og Gunn- laug Jóhannsson og konu hans Ragnhildi, er fluttu til Californíu, o!g Mósart Jónsson og móðir hans Ingibjörg, er fluttu seinni part marz til Morden bygðarinnar í Manitoba. En hvað margir land- ar hafa flutt hingað á þessum síð- ustu tímum, get eg ekki talið upp hér, en þeir eru sjálfsagt fleiri en hinir, sem flutt hafa burtu. Félagslíf meðal landa heldur hér furðanlega áfram, þó tímarn- ir kreppi að; vitanlega draga þeir þó talsverðan kraft úr, bæði í stofnun og aðsókn samkoma. — Skemtanir hafa oft farið fram i vetur hjá íslendingum, o!g oftast verið bæði góðar og ódýrar. Og nokkrar matarveizlur, sem gjarnan hafa haft bezta aðsókn — því all- ir þurfa að borða. — Bezt var sótt miðsvetrarmótið, sem lút. söfnuð- urinn hafði að kvöldi þ. 26. febr. s. 1. Þar voru um 150 gjaldgengir matþegar og afrakstur góður. Má vera, að íslenzku réttirnir, sem þar 1 meir en þriöjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pilla veriB vlöurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdömum. Fást hj.t öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öslcjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. voru fram reiddir, sviðin, lifra- pylsan, skyrið o!g fleira, hafi þá dregið fólk að sér, því mörgum þóttu þeir ljúffen'gir og neyttu þeirra með góðri lyst,— en engum varð þó óglatt eftir á, svo frézt hafi. íslenzku skóla er haldið hér uppi í þrjá mánuði á hverjum vetri af lestrarfélaginu “Vestri”, frá 1. jan. til 1. apr. Er þetta fimti vetur þess skóla, að mig minnir; um tuttugu börn, frá 6— 12 ára, sækja skólann og sækja hann vel, enda er góð rækt sýnd þeirri kenslu af kennurunum, sem eru sex að tölu, og stundum sjö, alt gift fólk og flest æfðir kenn- arar og hestar í íslenzku máli. Árangur virðist að vera góður af þeirra starfi. Ungmennafélagið, sem stofnað var hér í lút. söfnuðinum fyrir nokkrum árum, en komst aldrei á fastan fót sökum óstöðugrar for- göngu leiðtoga þess, þá er prest- ar voru hér að eins með köflum, hefir nú tekið aftur til starfa í vetur, undir umsjón prests safn- aðarins, séra K. K. Ólafsonar, og halla sér nú að hinu almenna kirkjulega félagsskap “Luther League” (Bandalag)i. Eru því góðar horfur á, að þetta félag haldi nú áfram sínu ætlunarverki, með jafngóðum fyrirliða sem séra Kristinn er. Lífvænlegasti veg- urinn til að byggja upp kristna kirkju, er sá, að unga fólkið taki saman höndum og vinni þar í rétta átt, þá mundi hún í fyrstu blómg- ast o'g vara. Vér vonum að það verði. — Sunnudagsskólinn hefir verið vel sóttur í vetur og vel ræktur af kennurum hans; en að- sókn messugjörða hefði mátt vera betri. Síðastliðinn sunnud. flutti einn af guðfræðanemum þeim, sem hér eru á prestaskólanum í vetur, Theodore Sigurðsson, guðsþjónustu i fullu formi, í fjar- veru séra Kristins, sem fór aust- ur yfir fjöll í vikunni er leið, og fórst honum það vel úr hendi að allra dómi. Er þetta fyrsti vetur Theódórs á prestaskóla og þótti því meiri furða, hve vel hann gerði. Tveir aðrir ísl. stúdentar eru þar einnig, Bjarni A. Bjarna- son og Jóhann Friðriksson, er báð- ir hafa komið hér fram á okkar samkomum í vetur, og geðjast mönnum vel. Sá síðarnefndi er með sitt þriðja ár á prestaskóla, og er það spá manna hér, að ein- hverjir fái þar góðan prest, ef honum endist líf og heilsa. Hér eru tveir söfnuðir íslenzk- ir, eins og mörgum er kunnugt, lúterskur og frjálslyndur (únítar- oskur) og kemur hið bezta saman, þó hvorugir fari mikið í annars kirkju, nema þegar þeir brúka þær til annara athafna en guðs- þjónusta. Til dæmis leigjum við þeirra skemtanasal fyrir okkar fjölmennu gleðimót, því þeirra er með betri útbúnaði en okkar; aftur kenna þeir í okkar kirkju íslenzku- skóla, og við sækjum nokkuð hver annars samkomur á víxl. Þann 1. þ. m. var “Skuggasveinn” leikinn fyrir fullu húsi í fundar- sal þeirra, er kallast Parish Hall: ungt fólk og miðaldra úr báðum söfnuðum stóð fyrir þeim leik og lék hann; aðgangur 50c. fyrir fullorðna og 25c fyrir börn; mun arðurinn hafa gengið í kostnað, og afgangur til leikenda, ef nokk- ur var. Ekki vil eg leggja út í það, að dæma nokkuð um leikend- urna þar, því eg er ekki fær um það. Mér fyrir mitt leyti fanst þeir koma allir vel fram og leika sín hlutverk hver og einn af tals-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.