Lögberg - 14.04.1932, Side 6

Lögberg - 14.04.1932, Side 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. AJFRÍL 1932. JAN ERICK Scensk sveitasaga eftir STEEN NORDENSON. Jan Erik sat á steini, og hugsaSi sig um. Hvað hafði komið fyrir? Þessi gamli friðsæli bær var varla þekk.j- anlegur, síðan járnbrautin var lögð. Hræosl- an við “rallarana” stóð ekki lengi yfir, því að þeir voru ekki annað en menn og ekki voru þeir leiðinlegir. Þeir voru víðförulli en sjálfur presturinn, sem þó hafði verið í Stokkhólmi og ferðaðist þangað þriðja hvert ár. Einkum Jrótti ungu stúlkunum gaman að kynnast þeim. Á laugardagskvöldum sóttu allir rallarar dansleiki. Þar kyntust þeir stúlkunum. A sunnudög'um gengu þeir skemtigöngu með þeim úti í skógi. Það var alt annað en gam- an fyrir bændasyni þarna úr grendinni, að sjá þessa flækinga ganga með festanneyjum þeirra og öðrum stúlkum, er þeir höfðu helzt augastað á. Nú var heldur ekki lengur frið- ar að leita í skógunúm, alstaðar fanst þeim þeir heyra kossasmellina. Þetta olli Jan Erik hugarsorgar. Hann átti stúlku eins og aðrir. Betty hét hún. Hún var vinnukona hjá óðalsbóndan- um Per Ersson. Þau ætluðu að giftast á jólunum, þó að Jan Erik ætti heldur lítil efni rið að búa. Faðir hans hafði átt jarÖarskika, en hann varð að selja þegar hann dó. Nú hafði Jan Erik leigt nokkrar dagsláttur rétt við bæinn, og þar bjó hann með móður sinni. Hann hafði komið upp sæmilegri íbúð handa. þeim. Það viidi svo vrel til, að land hans hallaði mót suðri og þess vegna lánaðist hon- um að rækta bæði rúg og hafra. Enn fremur ræktaði hann þar kartöflur. Peningshús hafði hann reist. Einkum var f.jósið gott og innangengt var í það. Hann hafði líka graf- ið Inunn, svo að stutt var fyrir móður hans að sækja vatnið. Skógarhögg hafði hann eins og hann þurfti til heimilisins. Það var Jan Erik óblandin ánægja, að alt þetta skyldi vera verk hans eigin handa. Það viitist svo, sem Betty væri líka gleðiefni að mega setjast þarna að. En þá voru það bölvaðir rallararnir! Honum fanst, að Betty væri hrifnari af ■‘siðmenningu’ þeirra en óframfæmi bónda- sonanna þar í sveitinni. Hún sá þá líka ausa út peningum, eins og stórherra. Jan Erik hafði ekki efni á að eyða meira á heilu ári sér til skemtunar, en þeir eyddu á einu laug- ardagskvöldi. Svo hafði borist með þeim svo margt nýstárlegt og skemtilegt þangað í sveitina. Einn þeirra spilaði á harmóniku og annar átti grammófón. Það var nú kom- andi í tjöldin þeirra. Tjöldin stóðu á tjarnarakka skamt frá bænum. Tjömin lá milli dökkgrænna greni- hríslna og grárra klettahleina. Þar var dimt og draugalegt, enda áttu álfar og aðrar ó- vættir að ganga þar ljósum logum. En eftir að rallaramir komu, breyttist þetta alt. Þeir brutu vegi gegn um skóginn og nú lágu allar leiðir að tjöldunum. Einkum var ungu stúlk- unum og vínsölunum leiðin kunn. Langi-Ágúst hét sá versti rallaranna, og það vildi einmitt svo til, að hann hafði hremt Betty. Hann var maðr grannvaxinn með upp á snúið vfirskegg og barðastóran hatt. Hann liafði hverja stúlku á valdi sínu. En hvers vegna þurfti Betty endilega að lenda í klónum á honum? Hann vafði Betty örmum og kysti hana á munninn, á vangann og á hálsinn, ag það sem verst var, hláturinn ýskr aði í Bettv meðan á þessu stóð. Þetta var á dansleik. Jan Erik var nóg boðið. Hann stökk upp og gekk rakleiðis að Langa-Ágúst og mælti: “Þetta er unnustan mín. Sleptu henni.” Agúst slepti stúlkunni, leysti af sér sultarbeltið, sveiflaði því framan í Jan Erik og sagði: “Eg skal berja þig eins og harðan fisk, ef þú snautar ekki strax á brott.” Jan Erik hopaði undan. Allir hlógu að honum og Betty lika. Hann fann að hann hafði orðið sér til minkunnar. Hann gekk nokkra stund fram og aftur og krepti hnefana í buxnavös- unum. En það var bezt, að menn fengju að sjá, að hann væri ekki blauÖur. Hann, sem hafði barist við björn og lagt hann að velli. Hann ætlaÖi að minsta kosti að krefjast þess, að Betty hætti að dansa og kæmi með honum. Reiðin sauð í honum, þegar hann gekk að Ágúst og Betty, þar sem þau sátu í faðmlög- um. Ágúst var rauður eftir kossa og brenni- vín. Jan Erik tók um handlegginn: “Komdu með mér. Betty,” sagði hann. “Ætlarðu að fara að ybba þig,” hrópaði Ágúst um leið og hann rak hnefann í Jan Erik, svo að hann misti nærri fótanna. Nú rann henum svo í skap, að hann vissi lítið hvað hann gerÖi. Hann slepti Betty. Hann ræðst á Lauga- Ágúst. Bardaginn hefst. Jan Erik sá nú hvorki né hey*rði. Og sú eina hugsun, sem hann: “Mönnum er frjálst að segja það komst fyrir í hausnum á honum var, að hann ætti aÖ brytja Ágúst í smástykki. Honum var alveg sama í hug, og þegar hann barðist við björninn og rak hnífinn í hjartað á honum. Langi-Ágúst féll á dansgólfið og blóðið fossaði úr honum. “Jan Erik, hvað hefir þú gert?” hrópaði Betty. Jan Erik heyrði ekkert. Hann stökk á brott. Hann staðnæmdist ekki fyr en lengst inni í skógi. Honum fanst, hann ekki geta skilið það, að hann væri morðingi. Nú mundi verða kallað á sýslumanninn. Síðan yrðu réttarhöld og fangelsi. Ef til' vill yrði hann alla æfina að sitja í fangelsi. Hann hugsaÖi til Betty — og mömmu sinnar. Hann ætlaði heim til hennar, en hvernig átti hann nú að geta litiÖ upp á hana? Ann- ars var hún sú eina, sem mundi fyrirgefa honum. Jú, hún fyrirgefur víst. Menn geta deilt og rifist út af lítilfjörlegum atriðum, en ef það er eitthvað, sem varðar lífinu, þá reyn- ir á liið elskandi hjarta og það stenzt próf- ið, sé ástin af ósviknum toga spunnin. Jan Erik þorði varla að vona, að Betty fyrirgæfi honum, en hann var viss um móð- ur sína. Hann ætlaði nú heim til hennar áð- ur en hann kæmi sér undan, því að hann fann það glögt, að hann yrði að strjúka. Hann sat lengi á steini þarna inni í skógin- um. ÁSur en varði tóku fyrstu sólargeisl- arnir að verma vanga hans. Það var svo að sjá, að það yrÖi heiÖbjartur dagur. Jan Erik megnaði varla að standa upp. Skrokk- urinn var eins og blý og fæturna gat hann naumast hreyft. Hann féll því örmagna niður og sofnaÖi. Hann vaknaði aftur við kirkjuklukkumar í dalnum. Fólkið í bænum streymdi nú í kirkjuna og Betty með. Og allir tala eflaust um morðið — og um morð- ingjann. Nú stóð alt ljóst fyrir hugskotssjónum hans. Hann sá og skildi, hvílíkt óhæfuverk liann hafði framið og þess vegna greip iðr- unin hann. Hann nötraði allur og skalf. Hann sat lengi og háði stríð við sjálfan sig. Þegar hann stóð upp, var þann þess fullvís, að hann yrði að gera bætur fyrir glæp sinn. Hann ráfaði áfram, án þess að skeyta því, hvert hann gengi. Alt í einu verður liann þess var, að hann er kominn inn í bæinn. Hann sér borðalagðan mann safna um sig liði. Það var sýslumaðurinn. Hann þurfti ekki að spyrja um, livað væri á seiði. Hann hljóp inn í skóginn, svo hann yrði ekki séður. Hann langaði að geta fundið griðastað, því að hann var dauÖþreyttur, en þá sá hann hópinn koma. Hann hljóp því áfram eins og fætur toguðu. Hann þreyttist alt af meir og meir, því leiðin lá upp á móti. Hann var kominn heim undir bæinn sinn. Hann varð þess vís, að leitarmennirir ætluðu að leita hans þangað. Ef til vill voru þeir búnir að leita hans heima hjá honum. Átti hann að voga sér að skreppa heim? Nei, það var sama og hlaupa á fangið á leit- armönnunum. Nú heyrði hann til þeirra einhversstaðar mjög skamt frá sér. Jan Erik klifraði upp í tré og lét sem minst á sér bæra. Leitar- mennirnir flyktust fram hjá og enginn veitti honum eftirtekt. Nokkru síðar sá hann nokkra menn ganga heim til hans. Þeir komu brátt út aftur, er þeir höfðu gengið úr skugga um, að Jan Erik væri ekki þar inn- an veggja. Eftir það var ráðstefna og menn skiftust í flokka, til að leita í skóginum þar í kring. Jan Erik hnipraði sig saman í trénu og beið þess, að leitarmennirnnr hefðu sig á brott. Þegar skygði að, ætlaði hann að keð- ast heim og reyna að tala við móður sína. Alt í einu kom hann auga á einhverja þústu rétt fyrir utan bæjardymar heima hjá sér. Það var þá ljótur og loðinn björn. Hann gekk að brunninum og lapti vatnið. Nú var Jan Erik nóg boðið. Hann hugs- aði til móður sinnar. Hún gat komið út og þá yrði hún biminum að bráð. Hann stökk niður úr trénu og hljóp rakleiðis heim til sín. Hann ræðst þegar gegn bangsa. Fang- brögðin urðu býsna stinn. Jan Erik þreifaði eftir hnífnum en hann var horfinn úr beltinu. Þá var það vonlaust að berjast við bangsa. Leikslok urðu líka þau, að Jan Erik féll að velli, og reis aldrei upp framar, en bangsi labbaði hróðugur brott. En leitarmennim- irnir urðu hans varir og sendu honum hinstu kveðju í skotum. Síðan gengu þeir þangað, sem Jan Erik lá. Móðir hans hafði komið út til að sjá, hvað um væri að vera. Þegar sýslumaðurinn kom að, sagði sem þéir vilja um Jan Erik, en því verður ekki á móti mælt, að hann hafði hjartað á réttum stað. Slíkt gera ekki allir fyrir móð- ur sína.” — Fálkinn. ORMSAUGAÐ Alt var í uppnámi. Lögreglan sendi skeyti og hringdi. Sökudólgurinn átti ekki að sleppa í þetta skifti. Lávarðurinn hafði verið stolinn þeim dýrgrip, sem hann hafði mestar mætur á, “ormsauganu”, er hann nefndi svo. Menn þóttust hafa sé, glampa á það í vösum Kobba langleggs. Kobbi var vanur að meðhöndla dýrgripi og þó einkum gimsteina. 0g það er bágt að vita, hverja viðskiftavini hann hafði, því að alt af hafði hann góða sölu á munum sínum. Sjálfur sagðist Kobbi safna þessum gripum ein- göngu að gamni sínu. En hann sagðist verða leiður á að handleika alt af sömu hlutina, svo væri það ófyrirgefanleg synd, að gefa ekki fleirum kost á að sjá þá. Það var ekki að undra, þótt hann gæfi ekki þessa dýru muni, er hann hafði aflaÖ sér með súrum sveita. Svo þurfti hann að fá borgaðan verzlunarkostnaðinn og eitthvað fyrir á- hættu. Það var engin smáverzlun, sem Kobbi rak, auk þess átti hann gullsmíÖa- verkstæði og upplýsingarskrifstofu liafði liann einnig komið á fót. Og sjaldan lagði hann í nokkurt fyrirtæki án þess að hafa kynt sér rækilega ailar ástæður áður. Alla nútímans tækni færði hann sér fyllilega í nyt. Og ekki var hann eftirbátur annara að þyrla ryki í augun á lögreglunni og þeim er hann stal frá og keypti af. Þá hló Kobbi, er á það var rninst, og sagði, að fólk, sem gætti ekki betur muna sinna og ekki hefði vit á, að meta hvers virði þeir væru, ætti alls ekki skiliÖ að vera eigendur þeirra. Um lögregluna sagði hann, að hún væri ekki starfinu vaxin, úr því að hún léti flækja sig í lögunum í stað þess, að hún ætti að flækja aðra í þeim. Hann eyddi ekki peningum sín- um í húsgögn eða bækur. Slíkt lá honum í léttu rúmi. Hann var sælkeri að eðlisfari, og hann varð að haga lífi sínu eftir því. Hann hafði fram að þessu orðið að hrekjast • um víða veröld og hann hafði gist flest rannsóknar fangahús heimsins. Jafnvel í blóma aldurs síns hafði hann verið rændur hinu ómetanlega frelsi sínu í langan tíma. En nú hafði lögreglan ekki lengur hendur í hári lians. Að vísu höfðu verið teknar myndir af fingraförum hans á öllum lög- reglustöðvum, en sekt hans var aldrei hægt að sanna. Hann hafði heldur aldrei neina samherja, sem gætu komiÖ upp um hann. Einu sinni báru lögregluþjónarnir upp á hann, að hann hefÖi haft hjálparmenn. Þeir höfðu komið að uppsprengdum peninga- skáp og fyrir framan liann lágu nokkrir naglar. Kobbi svaraði ]>ví, að rökfærslan væri býsna skrítin. “Einn nagli — einn þjófur, tveir naglar — tveir þjófar o. s. frv. En nú hafði Kobba orðiÖ alvarlega á í messunni. Hann hafði nefnilega skilið eft- ir lítinn bor á staðnum, þar sem hann stal. Þetta var ófyrirgefanleg yfirsjón. Hann sat hálfan daginn til að reyna að finna ráð, sem honum gæti að haldi komið. Hann hafði skamma stund notið þessa augnagamans, og iiann mátti ekki hugsa til þess að láta það af hendi, en frelsi sitt vildi hann heldur ekki mi-ssa og jafnvel ekki fyrir “ormsaug- að.” Honum varð hugsað til Cleopötru og liinnar dýrlegu máltíðar, *er hún bjó Ant- oníusi, og um leið lét hann gimsteininn falla niður í vínglasið, sem stóð á borðinu fyrir framan hann. Hann sat lengi og horfði á þenna fagurrauða drykk. Hann stóðst þá freistingu að gleypa steininn, eins og hver Kimberleynegri hefði gert. Hann sá, að lög- reglan mundi uppgötva svona grunnhyggið bragð, já þetta hlaut að koma honum á kald- an klaka. Hann sat niðursokkinn í þessar hugsan- ir, þegar alt í einu var komið við öxl hans. — Þeir voni þá svona á hælunum á hon- um. — Nei, þetta var góðlyndur gestur, sein stóð rétt fyrir aftan hann. Hann var mjög hrifinn af víninu, sem Kobbi hafði fyrir framan sig, og hann átti bágt með að skilja, að nokkur maður gæti verið stúrinn, sem ætti svona gott í glasinu. Koppi og gestur- inn urðu brátt beztu vinir. Þeir töluðu um alt milli himins og jarðar, alt frá hinni klassisku fornöld að þessum nýafstaðna stuldi á “ormsauganu”. Gestinum 'þótti það vera frámunalega klaufalegt af þjófn- um, að skilja eftir eitt af þektustu verk- færum sínum. Kobbi félzt á, að það væri ótrúleg ógætni. En hann bætti því við, að svik kæmust alt af upp um síðir. Það gekk alt fyrir sig, eins og Kobbi hafði vænzt. Tveir menn komu til hans, og hann sá fljótt hvers kyns var. Hann gaf þessum nýja vini það í skyn, að hann ætti mjög áríðandi erindi við þessa komumenn og’ bað hann því fyrirgefningar á því, að hann gæti ekki sint honum meira nú. “Nú höfum við altént fengið hendur í hári yðar,” sagði annar, auðsjáanlega sá, sem orð átti að. hafa fyrir þeim. “Við höf- um borinn í höndunum og við sáum, þegar þér lðtuð gimsteininn í glasið. Nú þýðir ekkert annað en játa strax sektina.” “Hvaða sekt? ” sagði Kobbi forviða. “Er það sekt, þó eg hafi látið gera eftirlíkingu af hinu fræga ormsauga, þegar eg hafði ekki ráð á að kaupa steininn sjálfan? Þér skul- uð bara spyrja lávarðinn, hvort hann þekki steininnn.” Það, sem Kobbi sagði„reyndist alveg satt. Þetta var ekki ormsaugað, heldur prýðilega gerð stæling. Lávarðurinn hafði nú heitiÖ þeim þúsund punda, er gæti komið með steininnn. Samt var Kobba ekki varpað í steininn. Svo lítilfjörlegt sönnunargagn eins og bor- inn, þótti alls ekki nægja til að rökstyðja svo mikilvægan dóm. Hann gat líka gefið nákvæma skýrslu um það, hvar hann hafði haldið sig innbrotskvöldið. Það var því ekkert, sem sannaði sekt hans og hann var óðara látinn laus. Hann vissi, að nú gæti hann ekki gengið þvers fótar, án þess að lögreglan kæmi í humátt á eftir honum. En hann drakk og skemti sér engu minna en áður. Nú kom honum til hugar, að hverfa af landi brott. Einkanlega langaði hann til Riviera. Himininn og hafiÖ er svo guð- dómlegt þar, sagði hann við skugga sinn. Svo leið og beið, og aldrei fanst ormsaug- að. LávarÖurinn hækkaði boðið upp í tvö þúsund punda og hann hét því, að handhafi steinsins skyldi engin óþægindi af hljóta, ef hann skilaði honum. Kobbi hafði auðgast að nokkrum smá- munum og.hann lék á lögregluna betur en nokkru sinni áður. Dag einn fékk lávarðurinn bréf. Honum var þar ráðlagt að bjóða bréfritara til mat- ar einn vissan dag. Honum var jafnframt ráðlagt, að liafa tvö þúsund pund í smáseðl- um hjá sér. Kobbi hafði ekki staðist- mátið. Hann gat ekki með nokkru móti látiÖ annan eins dýr- grip og ormsaugað liggja falið fyrir öllum mönnum. Meðal boðsgestanna var ungur maður. Hann gaf sig á tal við lávarÖinn og brátt liurfu þeir inn í bókaherbergið. Ungi mað- urinn gokk rakleiðis ' að 'einni bókahyllunni og dró fram bók. Hún var um samband Antoniusar og Cleopötru. Síðan seildist hann með hendinni inn í hylluna og tók fram glóandi gimstein. “Eg hefi aldrei tekið steininn, herra lá- varður, eg hefi að eins flutt hann úr stað,” sagði Kobbi langleggur. “En þér hafið tekið hann úr uppsprengd- um skáp, ” heyrðist sagt frammi í dyrunum. Þar stóð lítill ljóshærður maður og brosti sigurbrosi. Það var sami maðurinn, sem klappaði á öxlina á honum þegar hann faldi gimsteininnn. “Hnuplið er hættulegt straf. Hnuplarinn á erfiðara með að gleyma en aðrir menn. Því hefir verið haldið fram, að sekur maður komi alt af aftur á þann stað, þar sem hann framdi ódáðaverk sitt. Verið getur, að það sé ekki algildur sann- leikur. En hnuplarinn gimist alt af að sjá það aftur, sem einu sinni hefir freistað lians, jafnvel þótt hann hafi góða stjóm á sér. Bragðið að fela steininn í víninu var ekki svo vitlaust út af fyrir sig, en dálítið klaufalegt af manni eins og yður. ” “Eg er eins og krukka, sem borin er til brunnsins. Einn góðan veðurdag kemur hún heim hankalaus,” sagði Kobbi vitur- lega. Hann sá að nú hafði liann orðið undir í baráttunni. “Kvamir drottins og réttvísinnar mala stundum seint, en alt af rétt,” sagði glað- , væri maðurinn. Kobbi langleggur beygði í þetta skifti kné fyrir réttví.sinni. Þeir fylgdust að út, Kobbi og þessi glaðværi maður. Kobbi til að útgrunda liinar torskildu leiðir réttvís- innar, en hinn til að finna nýjar leiðir rétt- vísinni til framgangs. — Fálkinn. JÓLAHUGSUN. Hér er bjart og hlýtt í kvöld, heilsast gleði’ og friður; mun ])á engum æfin köld? ójú, því er miður. Úti flýgur fuglinn minn, sem forðum söng í runni; ekkert liús á auminginn, og ekkert sætt í munni. Frostið hart og liríðin köld hug og krafta lamar, æ, ef hann verður úti’ í kvöld, hann aldrei syngur framar! Ljúfi Drottinn, líttu á hann! leyfðu’ að skíni sólin! láttu ekki aumingjann eiga bágt um jólin! Drottinn! þú átt þúsund ráð, þekkir ótal vegi, sendu hjálp og sýndu náð, svo hann ekki deyi! Kvistir . Sig. Júl. Jóh.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.