Lögberg - 02.06.1932, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.06.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIjyliUDAGINN 2. JÚNI 1932. Bls. 3. SOLSKIN Sérstök deild í blaÖinu Fyrir börn og ungiinga Sampo Litlilappi (Framh.) ------ Þú, sem les þessa sögu um Litlalappa, hef- ir þú nokkum tíma sungið þessa vísu: “Hlaup þú, hlaup þú, hreinniim minn!” Þekkir þú fallegn, kvæðið, sem blessaður karlinn hann Franzin biskup hefir ort? Þarm mann elskar öll Svíþjóð og alt Finn- land. Og hefir þú tekið eftir titilblaðinu á kvæðum lians? Þar er mynd af lappneskum dreng, er lætur lireininn draga sig á fleygi- ferð yfir fannirnar. Sampo Litlilappi er honum líkur. Hann sat með sama hætti á sleðanum sínum og söng: “Dimt er um geim en leiðin er löng; sinn mínum söng, sentu þig heim. Úlfar ýlfra á snjó, engin hér fæst ró.” Og Sampo sá úlfana, þegar hann söng þetta. Þeir vora að sjá sem gráir liundar í dimmunni, þar sem þeir hlupu umhverfis vagninn og reyndu að glefsa í hreindýrið. En Sampo varð ekki ókvæða við það. Hann vissi vel, að úlfarnir vora ekki eins léttir á sðr sem hans fóthvati hreinn. En nú var gangur á, því að hann fékk hellu fyrir eyr- un af þytnum. Sampo lofaði hreininum að hlaupa. Brast við í fótum hans og máninn rann í köpp við hann og ekki bar á öðru en klettarnir hlypi með. En Sampo stóð alveg á sama. Slíkur akstur var unaðslegur, og liaim hugsaði ekki um neitt annað. Nú varð að snarbeygja fyrir hól einn. Yalt j)á sleðinn um koll og Sampo datt iir honum og lá e-ftir skafli. Hreinninn vissi ekki af þessu óhappi. Hugði hann að Sampo sæti enn í sleðanum og hljóp alt sem af tók. Svo mikill snjór hafði komið í munninn á Sampo, að hann gat ekki kallað í hreininn til að stilla hann og lá hann nú þarna í nátt- myrkrinu úti á fönnunum eins og sjúk fjallamús. Voru þaðan margar rastir til mannahíbýla, hvert sem farið var. Sampo varð bilt við í fyrstu, og er það engin furða. Hann skreið nú sem fljótast á fætur úr skaflinum. Hann hafði ekki meitt sig neitt, en hvaða gagn var honum að því! • Það litla sem hann sá í tunglsglætunni, var eintómur snjór, stórar fannbreiður og há fjöll. En eiitt fjallið gnæfði þó yfir þau öll, og Sam'po sá nú, að hann stóð rétt undir Rastekais. Nú rann lionum það í hug, að hér bjó hinn grimmi fjallvaldur, sem gleypti hreininn í einum munnbita og smásveina eins og mýflugur. Þá varð Sampo Litli- lappi hræddur. Nú hefði hann lieldur kos- ið að vera í kofanum hjá foreldram sínum. En hvemig átti hann að komast þangað? En ef fjallvaldurinn hitti hann nú þarna í snjónum og gleypti hann í öllum fötunum eins og veslings mýflugu! Þarna sat nú Sampo okkar Litlilappi uppi í Lapplandsfjöllum í snjó og náttmyrkri. En sá geigvæni forynjusvipur, sem þar var yfir öllu! Rétt fyrir framan hann stóð fjallið Rastekais, eins og dimmur og risa- vaxinn skuggi, og þar bjó fjallvaldurinn. Lítið gagn var að því, þótt hann settist nið- ur og orgaði, því að tárin frasu samstund- is og urðu að ísi og ultu niður á sneplótta sheinskinstreyjuna hans eins og .haglkom. Hann linti nú grátinum, er hann sá að hann var gagnslaus, og stóð upp og vildi ganga sér til hita. “Eg frýs í hel, ef eg held hér kyrm fyr- ir,” hugsaði hann. “Nei, þá fer eg heldur til fjallvaldsins. Ef hann étur mig, nú, þá étur hann mig. En eg skal segja honum, að éta heldur úlfaná, sem era á sveimi um fjöllin hans. Þar finnur hann feitara á stýkkinu en á mér; og hann á hægra með að melta skinnið. Sampo tók sér nú fyrir hendur að ganga upp á fjallið. Þá er hann hafði klifrað skamma stund, heyrði hann létt fótatak í snjónum og í sömu svipan kom þar stór og sneplóttur úlfur. Litla Lappahjartað í hon- um Sampo tók til að slá óðara, en hann tók það ráð að látast vera alls óhræddur. “Hlaruptu ekki í veginn fyrir mig,” kall- aði haxrn til úlfsins. “Eg á erindi við fjall- valdinn, og gáðu að lubbanum á þér, ef þú verður mér of nærgöngull.” “Já, já, minna má nú gagn gera,” sagði úlfurinn, því að öll dýr í Rastekais kunna að tala. “Hver ert þú, litli karl, sem ert að brjótast upp eftir þarna í snjónum?” “Eg heiti Sampo Litlilappi, ” svaraði sveinninn. “En hver ert þú?” “Eg er æðsti úlfahöfðingi fjallvaldsins,” svaraði ófreskjan, “og hefi eg runnið um- hverfis fjallið til þess að stefna þegnum hans til hinnar miklu sólargleði. Ef þú átt samleið vig mig, þá máttu setjast á bak mér og ríða upp á fjallð.” Sampo var skjótur til ráða og klifraði upp á snepótt bak lians, og nú var þotið áfrarn yfir gjár og gljúfur. “Sólargleði, hvað er það?” spurði Sampo. “Veiztu það ekki ? ” svarar úlfurinn. “Þá er verið hefir dimt allan veturinn hér í Lapplandi og sólin kemur aftur upp í fyrsta sinni, þá höldum við henni hátíð. Þá koma saman álfar, dýr og dvergar á Rastekais frá öllum norðlægum löndum. Þann dag má neg- inn gera öðrum mein. Það var þér til ham- ingju, Sampo Litlilappi, því að annars hefði eg étið þig fyrir löngu, máttu vita.” “Er fjallvaldur háður sömu lögum?” spurði Samix). “Auðvitalð,” svaraði úlfurin. Einni stund fyrir sólarupprás og þar til einni stundu eftir sólarlag dirfist ekki einu sinni fjallvaldur að skerða eitt ár á höfði þínu. En gáðu að þér; því ef þú ert enn hér í fjöllunum, þegar sá tími er liðinn, þá ráð- ast að þér þúsund úlfar og birnir og fjall- valdurinn þrífur þig þá einnig í fyrsta bit- ann handa sér, og þá verður fljótt um Sampo Litlalappa.” “Þú verður ef til vill svo vænn að hjálpa mér heim aftur, ef hætta er á ferðum,” mælti Sampo og fékk lijartslátt. Þó fór úlfurinn að hlæja, því að úlfarnir kunna líka að hlæja á Rastekais. ‘ ‘ Gerðu þélr ekki slíkt í hugarlund, elsku Ijitlilappi,” sagði,” sagíði hann.. “Það er öðra nær, því að eg skal verða fyrstur til að grípa þig. Þú ert feitur og státinn strákur og eg sé, að þér hefir orðið gott af hreindýra- mjólkinni og ostinum. Þú verður góður árbiti í fyrramálið.” Sampo íhugaði, hvort hann ætti ekki þeg- ar í stað að renna sér niður af úlfshryggn- um. En það var nú um seinan. Nú vora þeir komnir upp á tindinn, og þar var nú sjón að sjá. Þar sat hinn mikli fjallvaldur í hásæti úr háum björgum og sá þaðan víða yfir fjöll og dali. Hann hafði á höfði húfu úr hvítum isnjóskýjum. Alugu hans skinu sem máninn í fyllingu, þá er hann kemur upp undan skógarröndinni. Nef hans var sem klettagnípa og munnurinn sem kletta- gjá. Skegg hans var úr eintómum löngum ísdrönglum og armar hans vora svo þykkir sem digrastu fjallaskar. Hendur hans vora sem grenigreinar, leggir hans og fætur vora sem skíðabrautir á vetrardegi og hans víða úlpa var líkust snævi þöktu fjalli. Ef þú spyr mig nú, hvemig fjallvaldurinn og lið hans hafi getað sézt á næturþeli, þá skaltu vita, að fyrst og fremst var þar snjóbirta yfir öllu og auk þess voru svo mikil norður- ljós í lofti, að albjart varð af. Umhverfis fjallvaldinn sátu miljónir af álfum og dvergum. Voru þeir svo smávaxn- ir, áð þeir létu eigi stærri spor eftir sig en köttur, er þeir trítluðu um snjóinn. Þeir voru hingað komnir úr öllum áttum. Þeir voru komnir frá Novaja-Semljo, Spitzbreg- en, Grænlandi, Islandi og jafnvel frá norð- urhjara jarðarinnar, og vildu gjöra bæn sína til sólarinnar. Fór þeim sem villimönnum, er tigna illa guði af ótta við hið illa. Þess- ar vættir unna ekki sólinni og helzt mundu þær kjósa að hún kæmi aldrei upp aftur, þá er hún er einu sinni horfin að baki eyði- fjalla. Nokkra fjær stóðu öll lappnesku dýrin í löngum og þéttum röðum, birnir þús- undum saman, úlfar og gaupur og hjá þeim hið góðlynda hreindýr, hin smávaxna fjall- mús og léttstígar hreinflær. Mýflugan ein hafði ei,gi getað komið, því að hún var ■— helfrosin. Sampo Litlilappi leit með undran á þetta alt og klifraði niður af baki úlfaliöfðingjans og lét sem minst á sér bera. Hann faldist síðan undir stórum steini og vildi sjá, hvað úr þessu yrði. Fjallvaldur lióf sitt sköralega höfuð, svo að snjórinn þyrlaðist um hann utan. Þá lagðist á einni svipan norðurljósakróna um höfuð hans. Lagði þaðan langa ljósroðna geisla út um dimmbláan næturhimininn; ljósið flaug og þaut, eins og þegar loga- tungur seilast eftir trjákollum í skógi. Það þaildist út og dróst saman aftur. Geisla- magnið gerði ýmist að vaxa eða minka, og ljósrákir þutu sem eldingar yfir snjófjöllin. Þetta þótti fjallvaldi gaman. Hann klapp- aði saman íslúkunum svo undir tók í gljúfr- unum og fjallvættirnir sungu af ánægju, en dýrin ýlfraðu af ótta. En því meira gaman þótti fjallvaldinum að og hann hrópaði yfir auðnina: “Þetta fellur mér, svo skyldi jafn- an vera. Sífeldur vetur og og sífeld nótt. Þetta á við mig.” (Framh.) Bréf frá Islandi Áhugi manna á íslandi fyrir þjóðlegum lifnaðarháttum, virð- ist fara vaxandi. íslnezka vikan, sem er nýafstaðin, var all-merki- legt fyrirbrigði og hefir að minsta kosti reynst ágætis auglýsing og prédikun fyrir þjóðina. Vafa- laust hefir fjárhagskreppan al- menna gert sitt til þess að snúa hug manna að þessu mikilvæga atriði. Ýmislegt bendir líka á að þörf sé á siðabót í þessum efn- um. Tæring er, t. d., mikil hér 'á landi. Orsakast það vafalaust af óþjóðlegum vinnubrögðum, óþjóð- legum venjum í matarhæfi og ó- þjóðlegum klæðaburði. Alt er þetta fráhvarf frá sann-úslenzkum anda og eðli, en verst af öllu er þó sennilega næturlíf kaupstað- anna, seinn háttatími og sein fótaferð, sem af sér fæðir bæði leti, þróttleysi og sljófgar löngun til yinnu og alls athafnalífs. Jónas Lárusson ferðast mikið um landið og heimsækir bæði skóla og sjúkrahús landsins, og kennir mönnum ýmsar umbætur í matarhæfi, sem bæði er í sam- ræmi við staðhætti þjóðarinnar og hefir mikinn sparnað í för með sér. Einnig þetta er all-stórt spor í þessa réttu átt. Ný bindindisalda er nú að rísa í landinu. í fléstum skólum landsins hafa nú myndast bind- indisfélög og hafa þau svo aftur myndað eitt allsherjar samband. Hefir Mentaskólinn í Reykjavík gengið prýðilega vel fram í þessu, og er það töluverð breyt- ing frá því, sem verið hefir. Stór- stúka íslands hefir nú starfað að mun meira síðastliðið ár en und- anfarið. Hið nýja blað hennar, “Sókn”, sækir bindindismálið fast. ölfrumvarpið, sem fram kom í þinginu í vor, var strax drepið. Alþjóð stendur með bindindis- starfseminni. Fétur Sigurðsson, sem ferðast hefir um landið fyr- ir bindindismálin að miklu leyti síðastliðinn vetur, segir að, drykkjuskapur sé hverfandi í flestum minni kauptúnum lands- ins og heilar bygðir séu víða þurrar. Heimabrugg sé eitthvað á stöku stað, en mælist illa fyrir hvarvetna. Áhugi manna fyrir því að rækta landið fer nú stöðugt vaxandi, og má víða sjá þess glögg merki. Til dæmis hafa Akranesingar nú þeg- ar búið að meira og minna leyti hátt á þriðja hundrað dagsláttur undir ræktun þar örskamt frá þorpinu. Alt það land hefir þurft að framræsa og kosta allmiklu til. Á Akranesi er nú um þessar mund- ir (1. maí) fiskað óvenjulega mik- ið, og ekkert atvinnuleysi er þar. Rafkæliskápur sparar peninga Ljóðagerð Einu blaði í Bandaríkjunum bárust til birtingar fjögur hundr- uð kvæði á hálfum mánuði, um Lindberghs drenginn. Gegn um alt þetta ljóðaflóð hefir vesalings maður. Það eru sjáanlega fleiri ritstjórinn orðið að pæla, ef hann er vandvirkur og samvizkusamui ritstjórar, heldur en íslenzku rit- stjórarnir í Winnipeg, sem ljóða- flóðið veldur mikils erfiðis og mikillar armæðu. SMÆLKI. Hann verndar jaínframt heilsu fjölskyldu yðar gagnvart skemdri fæðu. Komið í sýningarstofur hjd Hydro og skoðið þessa kæliskdpa, eða simið 848 134, og mun um- boðsmaður vor þd heimsœkja yður. VÆGIR BORGUNARSKILMAHAR Myndin að ofan sýnir hinn nýja GENERAL ELECTRIC KÆLISKAP Cttq of Wbmíþeg Bildro Ilcctnc Siistem, •*T Maður, sem var að ferðast um Evrópu, sendi hein^ myndakort með þessari áritun: “Kæri son ur, hinum meigin á þessu korti getur þú séð klettinn, sem Spart- verjar hentu vansköpuðum börn- um sinum niður fyrir. Vildi þú værir hér. — Þinn faðir.” j - PROFESSIÖNAL CARDS - DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 3—1 Heimill 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba Dr. L. A. Sigurdson 216-220 Medical Arta Bldg. Phon® 21 834. Office tímar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409 H. A. BERGMAN, K.C. tslenxkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHÓNES: 26 849 og 2( 140 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Grahom og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phwne: 27 S86 Winnipeg, Manitoba Drs. H.R.& H.W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG W. J. LÍNDAL Og BJÖRN STEFaNSSON islenzkir lögfrœðingar 6. öðru gólfi 325 MAIN STREET Talsími: 24 963 Hafa einnig ekrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta fynrta mið- vikudag 1 hverjum má.nuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Offlce timar: 3—S Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. tslenukur Iðgfrœðingur Skrifst.: 411 PARIS BLDO. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka ■júkdöma.—Er að hitta kL 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Helmill: 373 RIVER AVE. Talslml: 42 691 DR. A. V, JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi: 23 742 Heimilla: 33 328 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaður 606 Electric Railway Chambers Winnipeg. Canada Slmi 28 082 Heima: 717(2 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimdli: 403 675 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL (43 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allar útbúnaður a& bestl Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarða og legstelna. Skrifstofu talalmi: 86 607 Heimlils talslmi: 58 802 ■ ■' G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Iyögfrœðingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFB BUILDING Maln St. gegnt City Hall Phone 24 687 DR.A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er að hltta fr& kl. 10—12 f. h. og 3—5 •. h. Offlce Phone: 22 296 HeimlU: 806 VICTOR 8T. Slmi: 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að úvaxta spartfí fölks. Selur elds&byrgð og bif- reiða Abyrgðlr. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundls. Skrifstofus.: 24 263—Helmas.: 21128 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenskur VSgfrœðlngur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 89 991 Dr. S. J.JOHANNESSON stundar laekningar og yfirsetur TIl viðtale kL 11 f. h. tll 4 e. h. og fr& kl. 6—8 að kveldinu >32 8HERBURN ST. SlMI: 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY ST. Phone: 8(137 Slmið og semjið um samtalstlma J. J. SWANSON & CO. LIMITl’D 601 PARIS BLDG., WINNIPBO Fasteignasalar. Leigja húa. Ot- vega penlngalAn og elds&byrgð af öllu tagi. Phone: 26 849

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.