Lögberg - 02.06.1932, Blaðsíða 7
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1932.
Bto. 7
Getur núverandi fyrir-
komulag staðist ?
Eftir Ralph Connor.
ÞRIÐJI PARTUR.
Sameinðuð mannfélags starfsemi.
Þrjú orð stjórna hreyfingum í
mannheimi: Vinna. Peningar. Líf.
Látum oss segja, á annan veg, eitt-
hvað sem vér höfum áður sagt um
þetta þrent, vinnu, peninga og líf.
Vinan er fyrsta og frum-undir-
stöðu atriðið. Það er starfsþrek
mannsins, sem hefir áhrif á hlut-
ina, o'g gjörir sér umheiminn und-
irgefinn, samkvæmt óskum
manna. Þetta er lífæð, er mein-
ing alls þess, sem vér köllum iðnað
eða starfsemi í heiminum, eins og
og hann er nú. Tvent er óumflýj-
anlegt, sem vinnan verður að
byggjast á: (1) Samvinna, sprott-
in af samúð; (2) Tilgangurinn,
að vinna mannfélaginu gagn sem
heild. Án fyrra skilyrðisins fer
starfið í handaskolum og alt fer í
mola, eins og einmitt nú á sér
stað; án þess síðara, verður starf-
ið að harðstjórn, “kú!gun” á aðra
hliðina, og þrældómur á hina.
IPeningar eru mælikvarði, gildi
þess, sem starfið eðá vinnan
framleiðir. Þeir eru gjaldmiðill
milli þeirra, sem framleiða og
hinna, sem nota. Peningarnir
verða miðill, sem skifti manna á
hlutur byggist á, sem eðlilega
ætti að vera miðaður við það, að
báðir málsaðilar hefðu hag af
skiftunum. Peningar eiga þann-
i!g í fyrsta lagi að merkja gildi
vinnunnar við að framleiða hlut-
ina, og í öðru lagi hag þann, sem
kaupandi hefir af því að verða
handhafi hlutanna. Það er áríð-
andi, að hafa í huga þetta tvenns-
konar gildi peninga, hvenær sem
er.
Kftir því sem framleiðsla og
viðskifti aukast, eykst notkun
peninga, og þeir verða þunga-
miðja orku framleiðslunnar, «fyr-
irkomula!gs og útbreiðslu, í því
efni, o!g sameignar. Með þeim er
einnig grundvöllur viðskiftanna
lagður, flýtt fyrir þeim og þau
aukin, þar til svo er komið, að
hlutirnir komast óhultir í hendur
þeim, sem nota þá í sambandi við
sína eigin lífsframfærslu.
Líf. — Þetta orð er eitthvert
hið erfiðasta orð að þýða, sem
til er í málinu. Það getur þýtt
frjómagn jurta og dýraríkjanna,
sem lætur á sér bæra, þar sem
umhverfið er heilbrigt og fram-
leiðir plöntur og dýr, okkur á ó-
skiljanle!gan hátt, það er: innra
eðli tilverunnar.
Það getur þýtt áframhaldandi
samband, dýrsins eða plöntunnar,
við umhverfið. Douglasar furu-
tréð getur lifað í þúsund ár.
Það getur þýtt reynslu einstak-
lingsins, sem leiðir af baráttu hans
fyrir tilveru sinni, og þroska hans
líkamlega, andlega og siðfreðis-
lega, þögar hann beinir kröftum
sínum í rétta átt, svo sem unt er.
Það er í þessari merkingu, að vér
viðhöfum orðið líf.
Líf í þessari merkingu: að lifa
sem allra fullkomnustu lífi að unt
er, er í raun og veru markmið
allra í mannheimi. Meðulin, sem
notuð eru til framkvæmda í þessu
efni, eru skilin, notuð og viðhöfð
með ýmsu móti, samkvæmt eðli,
ásigkomulagi og umhverfi ein-
staklingsins; en markmiðið er alt
af það sama: að lifa fullkomnara
o!g betra lífi, en fyrirrennararnir.'
Markmið meistarans mikla, sigur-
vegarans mesta,, var það, að “þeir
mættu. lifa, lifa fullkomlega, hinu
mesta og bezta lífi.” Þetta er það
sem innibindst í undirstöðu og
einkaréttindum allra siðmentaðra
manna og kvenna: Líf, frjáls líf,
þroskað líf.
Menning bendir á stjórn, ein-
hverja stjórn. Látum oss hér end-
urtaka það, að stjórninni er skylt
að sjá um, að hver einstaklingur
njóti sinna einkaréttinda.
Það er ekki ætlast til, að stjórn-
in framleiði það, sem fólk þarfn-
ast, né færi þeim hlutina heim.
Það er verk þeirra, sem framleiða
o!g skiftast á hlutum. Það er samt
skylda stjórnarinnar, að hafa gát
á hverju fram fer og sjá til þess.
að hver einstaklingur nái rétti
sínum, sé ekki beittur ofriki eða
“valdi”: sjá um, að hinn sterki
fari ekki illa með þann, sem er
minni máttar, og að hinn slægi,
undirförli, vefji ekki hinum ein-
falda um fingur sér. Stjórnin má
ekki fara í neitt manngreinarálit,
heldur gera alt sem hún getur
fyrir hvern sem er, háa og lága
jafnt. 1 þeim sökum á stjórnin
að skoða alla sem jafningja og
jafna. Og þó ekki sé gert ráð fyr-
ir, enn sem komið er, formlega, að
stjórnin taki að sér framleiðslu
hluta o!g viðskifti yfirleitt, þá
virðist samt, sem í sumum tilfell-
um að hún gæti tekið að sér
hvorttveggja “til hagnaðar öllum
lýð”. Til dæmis sýnist rétt og ha!g-
kvæmilegt, að hún tæki að sér öll
hin stærri opinberra verka, svo
sem: póstflutninga, flutnin'ga og
ferðalag alt á sjó og lani og í
lofti, víðvarp og fleira. Þar að
auki gæti stjórnin tekið að sér,
og hefir gert það, til hagnaðar
öllum hlutaðeigendum, að kynnast
innlendum og útlendum markaði,
.vísindalegar rannsóknir i ýmsum
efnum, vernd gegn svikum á ýms-
um fæðutegundum, sem mönnum
eru seldar, meðulum og raunar öllu
öðru, sem almenningur þarfnast
og þarf að kaupa.
Það er eftirtektarvert að svo
virðist, sem stjórnin hafi tilhneig-
ingu til að færa út kvíarnar
stjórnarfarslega, og skifta sér af
ýmsu, sem ekki hefir verið ætlast
til að hún skifti sér af, svo sem
framleiðslu og viðskiftum yfir-
leitt. Eftirlit hennar á iðnaði, á
verkstæðum, er að verðal algeng-
PROVINCE OF MANITOBA
(HON. W. R. CLUBB, Minister of Public Works)
BUREAU OF LABOR and
FIRE PREVENTION BRANCH
Office: 332 LEGISLATIVE BUILDINGS______________________TELEPHONE: 804 252
Pessi deild er stofnuC til aC hafa samvinnu við verkveitendur og verkamenn og aðra og
hefir umsjðn með eftirfylgjandi lögum
"The Bureau of Labor Act”
“The Manitoba Factorics Act’’
“The Bake Shops Act’
“The Building Trades Protection Act”
‘The Fair Wage Act”
“The Electrician’s License Act”
“The Elevator and Hoist Acf’
‘The Shops Regulation Act”
Upplýsingar um að þessi lög hafi á einhvern hátt
gefinn.
Deildin skorar á félög og einstaklinga, verkveitendur og verkamenn i Manitoba, að gera
alt sem hægt er til að draga flr hinum sífjölgandi slysum.
Styðjið deildina f því að varna slysum, með því að sjá um að auglýsingum því viðvíkjandi
sé þannig fyrir komið að þær séu lesnar.
VENJIÐ YÐUR Á VARFŒRNI—ÞAÐ BORGAR SIG!
STANDIÐ Á VERÐI GEGN ÓVININUM
Góður þjónn ELDUR! Öfær húsbóndi
SEM ALPREI SEFUR
I J 6 f 1 A W er nokkuð, sem viðkemur öllu landinu, en
I er að því leyti sérstætt, að því verður að
vera sint sérstaklega á hverjum stað fyrir sig. Ef hvert umhverfi get-
ur dregið nokkuð verulega úr lífs- og eignatjóninu, þá verður tjón
þjóðarinnar þeim mun minna. Framkvæmdir í þessu efni, ættu því
alstaðar að vera eins miklar og mögulegt er. Þar sem það er viður-
kent, að öll vörn gegn eldsvoða eigi að vera stunduð eins og bezt má
vera, þá þarf fyrst og fremst að kenna fólki að skilja eldshættuna
og varast hana.
MUNIÐ ÁVAX/T, að varúðin er bezta vörnin gegn eldshættunni.
E. McGRATH, Secretary, Bureau of Labor and Fire Commissioner
“The Public Buildings Act”
“The Minimum Wage Act
“The Steam Boiler Act”
The Licensing of Ginematograph
Projectionists under “The Public
Amusements Acf’
“The Fire Prevention Acf’
“The One Day of Rest in Seven Act
for Certain Employees.”
t
4
verið brotin, verður tafarlaust gaumur
Fyrir Þá, Sem Eru Að
Léttast Og Missa Krafta.
Fólk, sem er að megrast og missa
krafta, á bágt með að sofa, hefir litla
matarlyst og er alt af þreytt, ætti að
reyna Nuga-Tone og mun það á fáum
dögum gera mikla breytingu á heils-
unni. petta meðal er ágætis heilsu og
orku gjafi of það gefur þér meiri mat-
arlyst, læknar hægðaleysi og meltingar-
leysi, eyðir gasi í maganum og innýfl-
unum og bætir heilsuna á allan hátt.
Nuga-Tone eyðir fljótt óhollum efn-
um sem safnast hafa fyrir í líkamanum,
læknar nýrnaveiki og blöðru-sjúkdóma,
höfuðverk, svima og annað því llkt
púsundir karía og kvenna hafa fundið
Nuga-Tone rétta meðalið til að gefa
þeim betri heislu og meiri krafta. pað
veitir endurnærandi svefn og fitar þá,
sem magrir eru. Láttu ekki bregðast
að reyna það. Nuga-Tone fæst hjá öll-
um sem meðul selja. Hafi lyfsalinn það
ekki við hendina, þá láttu hann útvega
það frá heildsöiuhúsinu.
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
Kjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD,.
HENRY AVE. EAST. - - WINNDPEG, MAN.
Yard Office: #th Floor, Itank of Hamilton Cliambers.
ara og nærgöngulla. Stjórnin tek-
ur nú að sér, að grenslast eftir,
hvernig iðnreksturinn gengur, um
það, hvað vinnutíminn sé lan'gur,
um kaupið, um heilsufar verka-
manna, um óhultleik þeirra og
ýmislegt fleira. Stjórnin segir
ýmsum f járhagslegum stofnun-
um fyrir um það, hvað mikið þær
geti borgað til hluthafa, hvað
mikið af hlutabréfum þær geti
gefið út, hvað mikinn varasjóð
þær ættu að hafa, og fleira.
Hin félagslega samúðar- og
sameignar stefna hefir þannig
smeygt sér inn svo lítið hefir bor-
ið á. Með öðrum orðum, sérrétt-
ur einstaklinganna hefir verið
“veginn og léttvægur fundinn”.
til hagnaðar heildinni, og dæmd-
ur óvinveittur og hættulegur öll-
um almennum þjóðþrifum. Sú
hulgsun er að brjótast út, að ein-
staklingurinn geti hvergi innan
vébanda sérréttinda sinna, sagt
með réttu við stjórnina, og það
með þóttasvip: “Út með þig, hér
er eg einvaldur!” Stjórnin er
stöðugt að krefjast þess réttar, að
líta yfir það sem fram fer á verk-
stofum og skrifstofum, efnafræð-
isverkstæðum og jafnvel, þó meira
hikandi, að gægjast inn í það
allra helgasta á bankastofnunum,
á stöðvum auðfélaiga og í stofum
lífsábyrgðarfélaga og annara vá-
tryggingarstofnana og spyrja:
“Hvað eruð þið að gjöra hér?”
Og “hvers vegna gjörið þið
þetta”
Hið núverandi hlægilega o'g
hrapallega ásigkomulag fram-
leiðslunnar og hinar fjárhagslegu
þrengingar, um heim allan, krefj-
ast þess, að einhverjir, sem hafa
völd og ráð, tækju sig til o!g
reyndu með ráði og dáð að laga
eitthvað.
Hér eru nokkur dæmi um vand-
ræði þau, sem fyrir dyrum eru fé-
lagslega hjá oss og um heim all-
an:
1. Hið margítrekaða ráðaleysi
að sjá mönnum fyrir nokkurn veg-
inn stöðugri atvinnu — mönnum,
sem eru færir um að vinna og vilj-
ugir að vinna.
Undir hvaða fyrirkomulagi sem
er, hljóta fáeinir að verða at-
vinnulausir, tíma og tíma, vegna
ýmsra breytinga á markaði, breyt-
inga, sem gjðrðar eru í iðnaði, og
vegna ýmsra ófyrirsjáanlegra til-
fella. En það ætti ekki að vera
ofvaxið mönnum með nútíðar-
mentun, með sameinuðum kröft-
um sínum, að fyrirbyggja at-
vinnuleysi svo árum skifti um
þvert og endilangt landið o'g jafn-
vel um öll lönd, eyðileggjandi
iðnað og starf einstaklinga og
heilla þjóða, og sem dregur dáð
úr mönnum, siðferðislega og alla
vega, o!g fyrirbyggir hamingju
miljóna karla og kvenna.
2. Getuleysi iðnrekenda að sam-
rýma framleiðslu og kaupmagn
manna.
Hið núverandi, fálm í myrkrinu,
upp á von og óvon, og hin sífeldu
glappaskot, sem af því leiða, eyða
tíma og peningum, og leiðir í Ijós
þann hugsunarhátt, sem bólar á
æði víða, að iðnrekendur svífast
einskis í því, að bola hver annan
út, í samkepninni um það að
græða sem mest, (hver einstak-
linlgur) á kostnað allra hinna.
Slíkt er eyðileggjandi fyrir iðnað
og starfsemi, að svo miklu leyti
sem hvorttveggja gæti orðið um-
hverfinu og þjóðfélaginu til gagns
og uppbyggingar. Þessum iðnrek-
endum gleymist flest annað en
það, að stinga peningunum 1 sinn
eigin vasa.
Samkepni getur verið góð, eins
lengi og hún þýðir það, að hver
einstaklinigur reyni að gjöra sem
bezt á sínu sviði; en þegar hún
gengur svo langt, að hún verður
“þröskuldur” í vegi þess hagnað-
ar, sem þjóðfélaginu ber, af starfi
einstaklinganna, og kemur í veg
fyrir alla samúð og samvinnu, sem
er algerlejga nauðsynlegt ef vel
á að fara, þá 'er samkepnin orðin
að ógnun (ræningjans).
Hin mjög svo eftirtektaverða
skoðun Brandeis dómara í hæsta-
rétti Bandaríkjanna, sem hann lét
í ljós fyrir nokkrum dögum og sem
samverkamaður hans, Stone dóm-
ari, studdi, hafði afar djúp á-
hrif á iðn- og fjárhags frömuði
Bandaríkjanna. Hún var það:
Að núverandi iðn- og fjárhags-
kreppa virtist benda á, að kom-
inn væri tími til að stjórnin tæki
að sér að leiðbeina og rtjórna iðn-
aði, til þess sem bezt-að samrýma
framleiðslu o'g getu þelrra, sem
ætlast er til að kaupi.
Eitt dæmi um hina óstjórnlegu
græðgi einstaklinganna í Banda-
ríkjunum að græða, búa til dýra
hluti og ætla að selja án þess að
gjöra sér grein fyrir, hvort nokk-
ur vill eða getur keypt, er það,
sem forsetinn fyrir Studebaker
stofnuninni segir: “Árlega búum
vér til 9,000,000 bíla; en þrátt
fyrir hinar ríkmannle'gustu, fall-
egustu og ítarlegustu auglýsing-
ar, seljum vér að eins 2,000,000
bíla.”
Annað dæmi nær, fáum vér í
sambandi við hveitiræktina hér í
Canada. Canada framleiðir meira
korn en nokkurt annað land i
heimi, til útflutnings; en eyðir
minna af korni, en nokkurt annað
samanburðarlega. Hið núverandi
slysalega ráðleysi, að samrýma
framleiðslu og útsölu á hvetiti í
Norðvesturlandinu í Canada, er
all-ljóst dæmi um skekkjuna, sem
svo víða bólar á. Vér getum ekki
haldið þeim, sem eiga að sjá um
markaðinn ábyrgðarfullum í þessu
efni. Hið sama á sér stað í ná-
le'ga öllum iðnaði, á meginland-
inu.
menn svo sem Edison. Vér verð-
um að nota einhverja aðra og ná-
kvæmari mælikvarða; þeir verða
að vera þannig, að vér getum
mælt ekki að eins tímanlegt gildi,
heldur einnig það andlega, eilífa.
Það 'getur ekki verið hagkvæmt
Bandaríkjunum sem heild, að
90,000,000 af 120,000,000 líði skort,
heldur en hitt; en að 4,500 fjöl-
skyldur af þeim ríkustu, hafi
$400,000 inntektir á ári, til þess
að skemta sér með. Það er hreint
ekki gott fyrir þá fátæku, og enn
verra fyrir þá ríku.
Réttlát, sanngjörn skifting á
auði þjóðarinnar, myndi tryggja
hverjum einstakling hans einka-
réttindi; frelsi og þroska, eða
að minsta kosti tækifærið að afla
sér þess.
Þetta, sem hér hefir verið talið,
er að eins fernt af því, sem orsak-
að hefir gloppur þær, sem eru á
þjóðfélagsbýggingu vorri. Fleira
mætti telja; en dæmin eru nægi-
lega alvarleg til þess að sýna, að
fyrirkomulagið getur ekki staðist
og er ósamboðið kröfum nútím-
ans, með sínu fjölþættaða iðnað-
ar fyrirkomulagi, sínum véla-
krafti, sinni feikilegu framleiðslu
og sínum sambondum við aðrar
þjóðir.
Hitt, sem veija má um, og sem
vakið hefir athygli ýmsra hag-
fræðin!ga, er eitt eða annað af
því fyrirkomulagi, sem lögjafnað-
arkenningin hefir að bjóða.
Það er ekki lengur hægt að
ganga með fyrirlitningu fram hjá
jafnaðarkenningunni eins og
heimskulegum draumórum æstra
uppreistarmanna. Sú stefna hef-
ir unnið sér rétt til þess að vera
athuguð alvarlega, sem hu'gsan-
leg úrlausn vandræða, sem leitt
hafa af fyrirkomulagi því, sem
auðvaldið hefir fylgt, vandræði,
sem þeir menn er þar drotna, geta
ekki ráðið fram úr og hafa ekki
enn komið með neina aðgengilega
bendingu í þá átt.
Hin nýútkomna yfirlýsing sam-
bands þess, sem myndað var til
þess að athu'ga hvað mögulegt
væri að gera til félagslegra end-
urbóta og uppbyggingar, er svo
heilbrigð í kröfum sínum, svo
uppbyggileg efnislega, svo hvass-
yrt um galla hins núverandi skipu-
la!gs, að hún verðskuldar og mun
verða alvarlega og nákvæmlega
3. Hin nálega undantekningar-
iausa vöntun á fyrirhyggju, með
kaup handa vinnulausum mönn-
um, eins og með rentu og hluti af athuguð af þeim fjölda Canada-
óhreyfðri peninga innstæðu. —
Hinu síðarnefnda er ekki gleymt.
Vér höfum áður dregið athygli
að því eftirtektarverða atriði, að
eftir atvinnuhrunið 1929—30, var
var $9,000,000,000 minna borgað í
vinnulaun en áður; en renta, vext-
ir, og útboTganir hluta jukust frá
$7,500,000,000 upp í $8,000,000,000.
Þetta er hagfræðilega heilbrigt í
tilliti til peningainnstæðunnar;
en hvernig lizt mönnum á þá hag-
fræði, að líða það að kaupgeta
almennings falli í einni svipan
nær $9,000,000,000? Það fyrir-
komulag, sem líður slíka hag-
fræðilega heimsku og slíkt rang-
læti, getur ekki staðist til lengd-
ar.
4. Hin óréttláta skifting af-
raksturs iðnaðar.
Óréttlátt eða ósanngjarnt þýðir
ekki ójafnt. Allir menn eru ekki
jafn vel gefnir frá náttúrunnar
hendi. Ekki er heldur sanngjarnt
að borga öllum sama kaup fyrir
hvað sem þeir vinna. Einn mað-
ur getur ef til vill unnið heimin-
um jafnmikið galgn á einum degi
og annar á þúsund dögum. Einn
maður jafnoki Edisons, er ef til
vill á við þúsund John Does, þar
sem framleiða skal raforku, en
samt getur verið, að John Doe
hafi eitthvað annað í fari sínu,
sem geti gert þjóðfélaginu eins
mikið gagn og þúsund hugvits-!
manna, sem líða alvarlega, vegna
þeirrar óhæfu, sem við er höfð og
fálms út í loftið, að maður ekki
segi, vegna algerlega útreiknaðr-
ar eigingirni vorra leiðandi manna
í iðnaði, og fjárhagslega, hinna
svokölluðu frömuða í þeim efnum.
Þessi sama yfirlýsing ætti að
verða athuguð, ekki síður, af
þessum leiðandi mönnum, en al-
menningi, og með samúðarhuga
til þeirra mörgu, sem líða. Saga
vorra iðn- og fjárha'gsstofnana
gefur hvergi dæmi um það, að
þeir menn, sem þar hafa ráðið
lofum og lögum, vafalaust vel
færir og heiðvirðir menn, hafi
nokkurn tíma tekið sig til að at-
huga með athygli og meðlíðun
nokkurt annað fyrirkomulag en
það, sem þeir tóku í arf frá fyr-
irrennurum sínum.
Framh. á 8. bls.
SMÆLKI.
“Það er drengur,” sagði hjúkr-
unarkonan um leið og hún kom
inn í skrifstofu föðursins.
“Nú, því að trufla mig, er kon-
an mín ekki heima?”
“í hvaða erindagerðum komst
þú hér inn í danssalinn?”
“Eg er að svipast eftir mann-
inum mínum.”
“Hvað heitir hann?”
“Eg veit það ekki enn þá.”