Lögberg - 02.06.1932, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.06.1932, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1932. Náman með járnhurðinni EFTIR HAROLD. BELL WRIGHT. “En þegar þú varst að liugsa um fram- tíSina, varst þú þá ekki stundum að gera ráð fyrir einliverju fleira en bara sjálfum þér — eg veit ekki eiginlega hvað eg á að segja — t. d. tveimur litlum drengjum eins og Wheeler hefir?” “Eg leit bara á þetta eins og gengur og gerist. Eg náttúrlega gerði mér í liugar- lund, að eg mundi eignast heimili og að eg mundi eignast börn, eins og allir menn gera,” svaraði hann. “Svo þú heldur að allir hafi eitthvað þessu líkt í huga, þegar þeir eru að hugsa um sína eigin framtíð?” “Það er eg viss um. Eg get ekki séð að nokkur maður, sem er heilbrigður og með réttu ráði, geti gengið fram hjá því, þegar hann hugsar um sitt eigið líf.” “Skyldi það vera einmitt þetta?” sagði Marta. “Vera þetta, hvað?” “Eg var að hugsa um, hvort Mr. Ed- wards kynni að hafa komið hingað vegna þess, að hann hafi viljað bindast einhverri, en sem ekki vildi bindast honum.” “Hamingjan góða! Hvað ertu að segja?” sagði Saint Jimmy. “Nei, eg heldi ekki að aS þetta hafi ver- ið,” hélt hún áfram. “ÞaS er ekki hægt að ráða það af neinu, að þetta hafi verið or- sökin.” ÞaS var engu líkara, en hún vaknaði af draumi og hún hrökk við og þegar hún tók til máls, talaði hún' með áhuga miklum. “HeyrSu, Jimmy!” sagði hún. “Þú seg- ir, að þó eg eigi enga fortíð, þá sé þaS engin sönnun fyrir því, að eg geti ekki átt álitlega framtíð. ÁSur en Jimmy fékk tíma til að svara nokkru, hélt hún áfram og það með svo miklum ákafa, að það var eins og hún réði ekki við hugsanimar, sem sóttu á huga . hennar og brutust fram í orðum. “Nú get eg séð, að eg hefi alt af verið lík læknum héma í gilinu, eins* og hann er á sumrin, bara ranniS svona áfram, án þess að kæra mig eiginlega nokkuð um það, hvort eg héldi áfram eða ekki. En nú finst mér eg sé eins og lækurinn er nú í vorleysingun- um, þegar hann hamast áfram og er fullur af lífi og fjöri. Eg vil samt ekki vera eins og lækurinn, þrátt fyrir það hve fjörugur og sterkur hann er. Hann bara hverfur og vei'Sur að engu, þegar hann kemur ofan á eyðimörkina. Eg vil alt af halda áfram, eitthvað. Bara Ihalda áfram, — eg kgjri mig ekkert hvert eg fer. ” Hún spratt á fætur og stóð rétt fyrir framan hann í öllum sínum kvenlega æsku- blóma og með þeim öruggleik, sem sumir kynnu kannske að kalla frekju, eða eitthvað í þá áttina. “ViS skulum fara, Jimmy,” sagði hún. “Við skulum fara til þessa ókunna staðar, sem þú sýnist alt af vera að hugsa um. Við skulum alt af halda áfram, bara þú og eg. Væri það ekki gaman, ef við giftum okkur. HvaS væri svo sem á móti því, að við greð- um það? Þú ert ekki of gamall og eg er ekki of ung. ViS gætum búið í dálitlu húsi einhvers staðar, — húsi með gólfdúkum, Jimmy, og bókum og myndum, og þú gætir samið sönglög og eg skyldi láta fara vel um um þig. Eg skyldi vera fjarskalega góð við þig, Jimmy. Eg skyldi búa til fyrir þig hvað sem þú vildir fá að borða, og eg skvldi þvo fyrir þig og gera við fötin þín og þú héldir áfram að kenna mér, og segja mér þegar eg tala ekki rétt. Væri það ekki gam- an, Jimmy? Mamma þín kæmi svo náttúr- lega líka bráðum og kannske báðir pabbar mínir gætu líka verið þar einhvers staðar í nágrenninu. ViS skulum fara, Jimmv!” Jimmv hló, og það var gott fvrir stúlk- una, að hún var enn of mikið bam til að skilja hyersu dulklædd forlögin oftast eru. Þegar hinn ókunni maður hafði sagt fé- lögunum gömlu og dóttur þeirra sína stuttu og óbrotnu sögu, að hann hefði verið veik- ur, og hann hefði enga vinnu getað fengið í Tucson, og svo hefði hann farið upp í GruH gilið í þeirri von, að geta fengið þar nógu mikið gull til að lifa af, og Marta var farin burtu, tók Thad til máls og sýndist vera nokkuð efablandinn: “Eg sé ekki aS við getum mikið gert. ViS getum ekki kent mönnum að finna gull, þar sem það er ekki til. En ef við vissum livar það væri, þá værum við ekki lengi að ta,ka þáS sjálfir, þú mátt vera viss um það. Eg geri ekki ráS fyrir, að það sé meira en kann- ske ofurlítill vottur.af gulli þarna í grend við Daltons kofann.” “Gullið er þar sem þú finnur það,” sagði Bob glaðlega. “Þú getur aldrei sagt hvar ]jú kant að finna það, og kannske mikiS af því. ” “ÞaS má vel vera,” svaraði Thad, “en það er svo sem auðskiliS, að maðurinn væri þarna enn, ef hann hefði ekki verið orðinn sannfærður um, að þarna væri lítið eða ekk- ert gull. Eg er að segja ykkur, að hnan fór vegna þess, að þama var ekkert gull aS finna.” “Eg er nú á því,” sagði Bob með tölu- verðum ákafa, “að aldrei hafi neins staðar verið leitað að gulli til þrautar, frekar en öðru. Eg trúi því, að oft hafi verið hætt, þegar menn voru rétt að því komnir að finna gullið. ÞaS getur svo sem vel verið, að ef Jjessi ungi maður fer héma upp í gil- ið og byrjar að grafa þar, svo sem fet frá því, st>m einhver annar hefir grafið áður, og ekkert fundið nema mold og grjót, að hann finni þar einmitt mikið af gulli. Láttu hann ekki draga úr þér kjarkinn, Mr. Ed- wards, hann er útsettur með að draga kjark- inn úr öllum og taka frá þeim allar góðar vonir, enda hefir hann nú aldrei haft mikið sjálfur af góðum vonum og heldur alt af að alt gangi illa. ÞaS er nóg af gulli í þessu nágrenni, til að kaupa fyrir alt það svíns- gjöt og allar baunir, sem þú þarft alla þína æfi, ef maður bara er ekki of latur til að leita að því, og þú hefir rétt eins gott tæki- færi til að finna mikiðaf gulli, eins og nokk- ur annar maður.” “Ef ]jú vilt að eg segi þér alveg eins og eg hugsa, Mr. Edwards,” sagði Thad nokkuð alvarlega, “þá er það það, að eg held það sé bara lieimska af þér, að eyða miklum tíma hér. * ’ Hinn ungi maður brosti. “Eg skal segja þér, Mr. Grove, að eg get ekki vel komist hjá því, aS reyna á einhvem hátt að bjarga mér. Eins og eg hefi sagt ykkur, má eg ekki við því að vera aðgerða- íaus lengur, eða fara víðar, þó það kynni að vera betra annars staðar. Alt sem eg á til í eigu minni er þessi farangur, sem eg hefi meðferSis. Menn segja stundum, að það séu ekki nema heimskingjar einir, sem séu verulega hepnir.” “ÞaS getur nú ekki veriS neitt hæft í þessu,” sagði Thad, “því ef þetta væri svona, þá væri þessi félagi minn orðinn eins ríkur eins og Rockefeller og Morgan og all- ir hinir miljónamæringamir til samans.” Bob brosti skrítilega til Edwards og sagði svo við Thad: “Þar sem þú ert nú búinn að segja það, sem þér fanst svo ósköp áríðandi að segja, þá væri kannske rétt að við fæmm að hugsa um hvað við gætum gert fyrir drenginn.” “Þetta er sunnudagur, eða er það ekki?” sagði Thad dálítið hikandi. “SagSi ekki stúlkan mín okkur í gær, að við mættum ekki— ’ ’ “Stúlkan þín,” greip Bob fram í og var hátalaður. “Ekki nema það þó! Eg ætla rétt aS segja þér, Thad Grove, þó þú sért félagi minn, að það er þér hollara að fara ekki út fyrir hæfileg takmörk. Hún er mín stúlka þessa vikuna, frá sólamppkomu í morgun, og þú veizt það. En hvað það snert- ir, að hjálpa Mr. Edwards, þó sunnudagur sé, ])á höfum við nú býsna góða heimild fyr ir að gera það.” “Heimild!” sagði Thad hæðnislega, “hvaða svo sem heimild ætli að þú hafir?” “ÞaS er einhvers staðar í Biblíunni, þar sem Kristur er að segja þeim, hvað það sé, sem þeir liafi gert og það sem þeir hafi ekki gert. Hann skiftir þeim í tvent og við ann- an hópinn segir hann: ‘Þegar eg var alls- laus og svangur og þyrstur og átti ekki ann- að eftir en gefa upp andann, þá voruð þið slík ómenni, að þið vilduS ekki hreyfa hönd né fót til að hjálpa mér nokkurn skapaðan hlut, svo, þið þurfið ekki að búast við því, að eg láti mér mjög ant um ykkur’, efóa eitthvaS á þessa leið. En við hinn hópinn sagði hann: ‘ÞiS erað býsna góðir drengir, vinir mínir. KomiS þið inn og veriS hjá mér. Eg hefi ekki gleymt því, að þegar eg var gestur, þá hýstuð þið mig, og þegar eg var svangur, þá gáfuð þig mér að borða, og því er ykkur nú alt velkomið sepi þið þurfið.’ ÞaS er kannske ekki alveg svona í biblíunni, en þetta er nú meiningin samt.” Thad sýndist þetta alt sennilegt og félzt á það, að þó maður mætti nú eiginlega ekki vinna á sunnudögum, þá væri nú samt lík- lega óliætt að gera eitthvað fyrir þennan ó- kunnuga mann, sýna honum nágrennið og kofann, þar sem liann gæti veriS, og tala um þaS, hvernig hann gæti komiSt af. Þeir fóru svo með honum og sýndu hon- um kofann, þar sem hann átti að hafast við næstu mánuðina, og þeir sýndu honmn alt nágrennið og sögðu hönum margt viðvíkj- andi því verki, sem hann nú ætlaði að fara að leggja fyrir sig, og þeir gáfu honum mörg góð ráð. Og þegar þeir komu heim aftur, borðuðu þeir matinn, sem Marta liafSi tekið til og útbúið lianda þeim. En allan þennan tíma fann Hugli Edwards ljóslega, að hann var veginn og mældur og virtur af‘ gömlu mönnunum. Hann fann vel, að þeir gáfu lionum nánar gætur og reyndu sem bezt þeir gátu aS gera sér grein fyrir því, hverskon- ar maður hann eiginlega væri. Hann efaði ekki að þessi gömlu menn, sem svo lengi höfðu veriS að leita að hinum dýra' málmi, væm eftirtektasamir, en hann reyndi á eng- an hátt að dyljast og var djarfmannlegur og blátt áfram, en engu að síður kurteis og vinsamlegur. Þeir spurði hann ekki margra spurninga viðvíkjandi sjálfum honum eða fortíð hans. Þeir álitu það ekki viðeigandi. Þeim skild- ist, að það væri fyrir hvern og einn að segja um sjálfan sig það eitt, sem hann sjálfur vildi, en enginn ætti að vera spurður mikið um það. Þeir voru ekki mikið um það að hugsa, hvað þessi maður, sem hafði sagt þeim að hann héti Hugh Edwards, höfði verið, en hitt fanst þeim sig varða nokkra, hvað hann væri nú. “Jæja, þá,” sagði Bob seinna um daginn, þegar Edwards var farinn út til að skoða ‘kofann betur, “hveraig líz-t þér eiginlega á hann, þennan náunga?” k Thad strauk nokkram sinnum yfir beran skallann áður en liann svaraði: “Hann er allra viðkunnanlegasti piltuö, eða finst þér það ekki? Bob? Ef eg hefði sjálfur nokkum tíma átt dreng, — en þá hefði eg nú orðið að eiga konu líka—, þá liefði eg viljað hafa hann eins og þessi pilt- ur er, eða það finst mér.” En svo var eins og hann alt í einu rankaði við sér og honum fyndist, að hann hefði kannske sagt of mik- ið og hann bætti við: “En það er ómögu- legt að segja, hvernig hann í raun og veru er; það getur svo sem vel verið, að hann sé úlfur í sauSargæra. Eg held bezt sé fyr- ir okkur að segja ekki mikið, en gefa hon- um nánar gætur og sjá svo hverju fram vindur.” “Eg held hann sé að reyna að koma fram við okkur eins vel eins og hann getur.” “ÞaS er nú ekki mikið mark takandi á því,” svaraði Thad. “Mér sýnist það dá- lítið grunsamlegt, að maður með annari eins mentun, eins og hann hefir, skuli koma hér og eyða tímanum til að reyna aS gera það, sem hann hefir enga þekkingu 'á, fremur en smábarnið. Hann ætlar að fara að vinna erfiðisvinnu, en það er svo sem auðséS á honum, að hann hefir aldrei unnið erfiðis- vinnu.” “Hann hefir verið veikur,” sagði Bob. “Ef hann hefir verið veikur, þá er langt síSan,” sagði Thad heldur ólundar- lega. “HefirSu teklð eftir, hvað farangur- inn hans er þungur, en hann sýndist fara full-léttilega með hann.” “Hann er nokkuð fölleitur; maður sér það, þegar hann tekur af sér hattinn,” svar- aði Bob. “Hann segir ekki mikið um það, hvar liann hafi verið, eða hvað hann hafi gert til að hafa ofan af fyrir sér, áður en hann kom til Tucson.” “ÞaS getur nú margvísléga staðið á því,” sagSi Bob. Ýmislegt hefir nú komið fyrir okkur, síðan við urðum fólagar, sem viS kærum okkur ekki um að kasta út í hvem sem er, en líttu á okkur núna.” “Já, líttu á okkur. ” “Mér sýnist þú nú ekki vera mikið til að líta á.” “Það gerir ekki mikið til hvað þér sýn- ist,” sagði Bob, “meðan stúlkan mín er á- nægð með mig.” “Hún er mín stúlka — mín stúlka,” hróp- aSi Bob. “Þarftu alt af vera að reyna að ta)ka frá mér það sem eg á með öllum rétti. Þú veizt eins vel eins og eg, að þetta er mín vika. ’ ’ “Fyrirgefðu, félagi,” var hinn fljótur að segja, “en það minnir mig á, aS mér sýnd- ist stúlkan þín gefa þessum unga manni fullmiklar gætur. Eg gæti vel trúað, að henni litist kannske fullvel á hann. Eg býst við þú liafir tekið eftir því líka,” “Eg er ekki alveg blindur enn þá,” svar- aði Bob. “En hví skyldi hún ekki veita honum eftirtekt? Dóttir mín er ekki nein gömul múmía, eins og þú og eg. Hví skyldi henni ekki lítast vel á svona fallegan og djarflegan og greindarlegan mann, eins og þessi piltur er. Það er oekki nema eðlilegt, og það er ekkert rangt við það, geri eg ráð fyrir.” Thad spratt á fætur og otaði vísifingrin- um beint að félaga sínum og talaði með miklum hávaða og ákafa. “ESlilegt ! ÞaS vantar víst ekkert á það, að það sé eðlilegt, ])ú ættir að geta skilið það, þó þú sért gamall og aflóa! Eg hefði nú sagt það! Hitt er annað mál, hvort það er rétt eða rangt, gott eða ilt — en það er svo sem enginn efi á því, 'að það er eðli- legt.” Seinna, þegar Marta var komin heim og sólsetur var komið og myrkrið var að fær- ast yfir dalinn, heyrði nautgripasmalinn, sem var á heimleið, að Saint Jimmy lék á of vel. FámenniS var strax farið að hafa flautu sína einhvers staðar uppi í hlíðinni, og ])að. kom honum í gott skap. Mexicobú- inn, sem liélt til þar skamt'frá, heyrði líka hljóðfærasláttinn og signdi sig. ÞaS gerði líka Indíáninn, Matachee, og brosti. Mrs. Burton heyrði hann sömuleiðis og augu hennar fyltust táram. IX. KAPITULT. ÞaS var enn ekki orðið fullbjart daginn eftir, þegar gömlu fólagarnir fórú að veita sínum nýja nágranna fyrstu tilsögnina í því verki, sem hann ætlaði að leggja fyrir sig næstu mánuðina. Hugh Edwards heilsaði þeim glaðiega og nú var hann alveg laus við þann gran, sem hann liafði haft þegar hann kyntist þessum roönnum daginn áður, því þá hafði hann haldið, að það væri betra að trúa þeim ekki góð áhrif á hann og hann var farinn að bera meira traust og meiri vinarhug til þeirra fáu, sem hann kyntist, heldur en hann hafði gert meðan hann var í margmenninu. “Jæja þá,” sagði Thad, “við erum hér, hvar er jámkarlinn og rekan og pimnan?” Þegar hinn ungi maður hafði komið með þessi verkfæiú, sem liann sjálfur kunni ekki neitt með að fara, spurði Bob hann góðlát- lega, hvort hann hefði sofið vel úm nóttina, hvernig hann kynni við sig í kofanum og hvort hann hefði nú fengið góðan morgun- mat, svo liann væri vel undir daginn búinn. Hugh Edwards hló og leit upp til fjall- anna, sem gnæfðu yfir þeim, þandi út brjóst- ið og sogaði í sig hreina fjalla loftiS: “Eg man ekki til, að eg hafi nokkum tíma sofið eins vel, eins og í nótt. En viðvíkjandi morgunverðinum, skal eg segja ykkur, að ef eg borða alt af svona vel, þá verð eg bú- inn með alt sem eg hefi, áður en eg læri að þekkja gull, þó eg sjái það. Mér finst eg vera svo sterkur, að eg gæti næstum velt. fjallinu ofan.í dalinn.” “Þú munt komast að því, drengur minn,” sagði Bob, “að þú verður að færa töluvert af fjallinu, áður en þú finnur nágu mikið af gulli, til að geta keypt þér það sem þú þarft að éta.” “Það er nú það eem að því er, að leita hér að gulli,” sagði Thad, “því meira sem þú vinnur, þess meira þarftu að éta, og því meira sem þú ótur, því meira þarftu að vinna. En komið þið nú, við skulum fara.” Þeir unnu klukkutímum saman með þess- um nýkomna manni og gáfu honum mörg góð ráð, og þeir fúllvissuðu hann um, að þeir skyldu hjálpa honum meira nær sem þeir hefðu tækifæri til þess. Svo yfirgáfu þeir liann í bráðina og fóra að vinna í sinni eigin námu neðar í gilinu. Síðari hluti dagsins var nærri liðinn, þeg ar Edwards loksins leit upp. Hann hafði allan daginn verið hálfboginn yfir sandin- um og mölinni með fram læknum. Fáein fet frá honum sat Indíáni. Hvíta manninum varð hverft við og hann rétti úr sér. Indíáninn sat hreyfingarlaus. Hann var klæddur eins og forfeður hans höfðu verið klæddir og liann hafði boga og örvar, eins og þeir höfðu haft. Fljótt á að líta, virtist hann meir líkjast einhverju líkneski, heldur en lifandi nútíðarmanni. Hugh Edwards fanst hann helzt eiga von á því, að skotið yrði á sig með skammbyssu á næsta augnabliki og honum datt í hug að hlaupa sem fætur toguðu. Hann varð ná- fölur og skjálfandi af hræðslu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.