Lögberg - 02.06.1932, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.06.1932, Blaðsíða 2
Bla. 2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1932. Fyrir sextíu og sjö árum Eftir Sigurð Gunnarsson. Seint í ágústmánuði árið 1864 áttum við Fljótsdælingarnir og jafnaldrarnir þrír að leggja upp í langferð, hina fyrstu á æfinni, suður til Reykjavíkur, til þess að ná inntöku í latínuskólann gamla. Þessir þrír jafnaldrar voru: Þor- varður Andrésson Kjerúlf frá Melum, Stefán Sigfússon frá Skriðuklaustri, og eg, Sigurður Gunnarsson frá Brekku. Má nærri svo heita, að þessir þrír bæir, er nú voru nefndir, standi í óslitinni röð vestanverðu í daln- um. Höfðum við allir lokið und- ifrbúningsnámi vorinu áður, þá 16 ára gamlir, hjá séra Sigurði prófasti Gunnarssyni á Hallorms- stað, föðurbróður mínum, er bæði fyr og eftir þann tíma bjó flesta austfirzka pilta undir skóla, að öllu eða einhverju leyti. Áður en eg segi frá ferðalagi okkar, þykir mér hlýða að fara nokkrum orðum um útbúnað okk- ar, o!g þá sérstaklega minn, er eg man skýrast. Annars mun hann hafa verið að flestu líkur hjá okk- ur öllum. Er þess þá fyrst að geta, að nærklæði mín voru úr finu, hvítu vaðmáli, ullarsokkar mórendir prjónaðir úr smáu bandi, vel þæfðir; hvít léreftsskyrta, hálslín ekkert, en brjósthlíf úr ull, útsaumuð, og dökklitur silki- klútur um háls, þar utan yfir dökkgrá jakkaföt úr samkembdri ull; var voðin, er fötin voru úr, nefnd vormeldúkur. Reiðfötin voru grá kápa úr vaðmáli, þéttu og slit- góðu; reiðbuxur úr dökku vað- máli, fóðraðar á innra borðið og um sitjandann mjúku, sútuðu, út- lendu sauðskinni, skálmur klofnar upp að hné og hneptar utan- leggja. Skinnsokka úr sortulings- lituðu sauðskinni hafði e!g á fót- um; utan yfir skinnsokkunum að negan voru bryddir selskinsskór, saumaðir í framleistana, þannig, að alt var samfelt og vatnshelt. Lipra, sortulingslitaða sauðskinns skó, brydda, með útsaumuðum il- leppum, hafði eg á fótum innan undir skinnsokkunum, er náðu upp að hné. Flókahattur var höfuð- fatið. Á Upphéraði sáust tæplega um þær mundir sjóhattar, né olíu- borin hlífðarföt. Af þessari lýs- ingu minni má skiljast, að öll klæði mín voru heimaunnin, nema hálsklúturinn, hatturinn og skyrtu léreftið. Faðir minn óf voðirnar, móðir mín réð litum, sneið og saumaði; hún lagði og venjulega upp í vefina, sem kallað var, bæði heima og stundum fyrir nágrann- ana. Til reiðar var mér fenginn bleik- ur hestur tvítugur; hafði móður minni verið gefinn hann ungri, er hún var enn hjá föður sínum, Hallgrími Ásmundssyni hrepp- stjóra á Stóra-Sandfelli í Skrið- dal. Hafði bleikur þessi verið reiðhestur góður, fjörmikill, harð- skeyttur og nokkuð hrekkjóttur, en nú tekinn að setjast óg þó enn fær í flestan sjó. Faðir minn fékk mér hnakk frá Guðmundi Einars- syni í Flögu í Skriðdal, snjöllum söðlasmið. Lék það orð. á, að aldrei meiddu hnakkar eftir þann mann; auk þess voru þeir fríðir sýnum, ef svo mætti að orði kom- ast. Get eg þessa hér um hest og hnakk fyrir þá sök, að hvort- tveggja kemur við sögu síðar. Nú skyldi ferðin hafin. Var i mér nokkur geigur, ekki fyrir þá sök, að eg kviði fyrir langferða- laginu, heldur var hitt, að eg rendi hornauga til latínuskólans; bjóst ekki við jafnfrjálsu lífi þar, né að eg mundi standa mig jafn- vel þar eins og við kindurnar og hestana, orfið og hrífuna á Brekku. Nokkrum dögum áður en lagt skyldi af stað, sendi föðurbróðir minn, séra Sigurður prófastur, okkur félögum orð um að koma til móts við sig tiltekinn dag að kvöldi á insta bæ í syðri botni Fljóts- dals, Þorgerðarstöðum. Þarf ekki þess að geta, að skiln- aðurinn við ástríka foreldra og fagrar æskustöðvar var allsár, þó bætti úr, að við áttum víst, að Andrés Kerúlf okkar og leið- Greiðið No. 1 atkvœði G. S. Thorvaldson þingmannsefni íhaldsflokksins í Gimli kjördæmi Og styðjið stefnu, sem byggist á: 1. Hieilbrigðri, i sparsamri og hagkvæmri stjóm á málum Manitobafylkis. 2. Viðurkenning þess, að al- þýðumentunin hvíli fyrst og fremst á herðum fylkisstjórn- arinnar og hagkvæmum endurbótum á þeiip reglum, sem styrkur er veittur eftir úr fylkissjóði til alþýðuskólanna í fylkinu, og að sá styrkur sé eftir þörfum aukinn svo, að hvert barn eigi kost á alþýðumentun. 3. Endurskoðun á búnaðardeildinni, með það fyrir augum, að þessi deild megi verða bænd- unum í Manitoba til verulegs gagns, þar á meðal með því, að gera sölu á öllum helztu bændavörum hagkvæmari. t 4. Endur-virðing á “Rural Credits” og “Farm Loans*, er bygð sé á heilbrigðum viðskifta- grundvelli til að hvetja lántakendur til að vera kyrra á bújörðunum. 5. Endurskoðun á þeim grundvelli, sem skattar eru bygðir á, hvað snertir landið, fylkið, sveitirnar og skólahéruðin, með það aðal- atriði í huga, að draga úr skattbyrðinni á landinu. 6. Að leita samninga við sambandsstjórnina um að taka við umráðum yfir fiskiveiðum og klaki í fylkinu, með því augnamiði, að það leiði til: (a) Að veita sanngjarna hjálp fiskimönn- um til að fá meiri og betri markað fyrir sína framleiðslu. (b) Að gera ráðstafanir til, að útvarpa dag- (c) Að semja lög, er ákveða að þeir, er senda út fisk, eða selja hann, hafi ábyrgðar- lega gildandi markaðsverði. fé tiil að tryggja útgerðarmanninum borgun fyrir framleiðslu sína og verkamanninum kaup sitt. séra Sigurður og yrðu förunautar beinendur fyrstu áfangana. Við hittumst á tilsettum tíma á Þorgerðarstöðum og náttuðum þar, en árla næsta morgun kvaddi séra Sigurður okkur til farar, stefndi þvert yfir dalinn og upp fjallið sunnanmegin. Var þá sýnt, sem okkur hafði grunað, að hann mundi ekki ætla sér að fara með okkur alfaraleið fyrsta sprettinn. Stefndi hann nú suður á öræfi, um Sviðinhornahraun, fram hjá Kelduárdrögum, með Vatnajökul á hægri hönd, en Þrándarjökul til vinstri, og það svo nærri honum, að við riðum á hjarni við rætur hans æði spöl; var þá allskamt í Geithellnadalsbotn. Veðrið var skínandi gott, sólskin og logn. Var okkur nýnæmi að litast þar um á öræfunum milli jöklanna, Vatna- jökulsbrún afar lön!g og grettin, til annarar hanar, en litlu jöklarn- ir tveir, Þrándarjökull og Hofs- jökull, með tiltölulega litlu milli- bili, til hinnar handar. Síðan var haldið niður í Geithellnadal inst og út hann, þar til er Hofsháls tók við; var nokkuð rökkvað, er við fórum yfir hann og ofan í Hofs- dal; héldum svo sem leið liggur út dalinn að Hofi í Álftafirði. Var þá orðið alldimt, en náðum þö háttum. Viðtökurnar hjá séra Þórarni Erlendssyni hinum gamla og konu hans, voru hinar ljúfustu og beztu. Þótti mér þessi fyrsti áfangi hinn merkile'gasti. Mundi engum þá hafa hugkvæmst öðrum en föðurbróður mínum að fara með okkur þessa leið, bak við Skriðdal og alla suðurfirði, frá Reyðarfirði og suður í Álftafjörð. Hefðum við farið venjulega leið, mundu áfangarnir hafa orðið tveir, eins og vegum var þá hátt- að. Að brjóta sér veg, þar sem enginn var fyrir, var að skapi föð- urbróður míns. Var hann hrifinn af hinni stórfengilegu tign og fjölbreytni óbygðanna, öræfanna, jöklanna; heyrði eg hann harma það, að engir innlendra manna skyldu hafa orðið til að halda á- fram starfi Björns Gunnlaugsson- ar og skáldsins ljúfa, Jónasar Hallgrímssonar. Hafði hann á stúdentsárum sínum ferðast með Birni og síðar með Schytte, dönsk- um náttúrufræðingi, og var því í þá daga, er hér greinir, flestum kunnugri í óbygðum landsins, er hann unni af heilum hug. Vík eg þá aftur að ferðasög- unni. Á Hofi varð séra Sigurður eftir og hóf þar kirkjuskoðun og ætlaði að halda henni áfram norð- ur eftir prófastsdæminu, en And- rés bjóst enn til ferðar með okk- ur. Um leið og eg kvaddi föður- bróður minn, nokkuð dapur bragði, dró hann stórt skjal upp úr vasa sínum, rétti mér og sagði, að eg skyldi kynna mér innihald- ið sem bezt og hafa skjalið jafn- an við hendina. Var þar lýst leið- inni ítarlega frá Hornafirði til Reykjavíkur; lagt niður í áfanga, að . tilgreindum Hklegustu nætur- stöðum, bent á hvar nauðsyn væri að fá fylgdir, svo sem yfir stór- vötnin o. s. frv. Sá eg þegar, að þetta skjal mundi koma sér mæta vel, þar sem okkur var ætlað að skila á eigin spýtur frá Árnanesi í Nesjum og alla leið suður. Næsti áfanginn var stuttur, suð- ur um Lónsheiði að Stafafelli. Var þar þá prestur séra Bjarni Sveins- son, áður í Þingmúla, faðir dr. Jóns heitins, forseta hins evan- gelisk-lúterska kirkjufélags í Vest- urheimi. Séra Bjarni var gáfu- maður, vel heima í fornum fræð um Grikkja og Rómverja; en ein- kennilegur var hann í háttum og skapi. Var einatt sem háðslegt bros breiddist yfir andlitið, er hann ræddi við menn, eins þótt hann ætti orðastað við þá, er hon- um var vel til. Á síðari árum hans var hann bilaður að heilsu. Hann var roðhagur og hagmælt- ur. Var okkur vel tekið hjá séra Bjarna, enda voru þeir Andrés Kjerúlf og hann kunningjar góð- ir; hafði Þorvarður byrjað nám hjá séra Bjarna í Þingmúla. Lónssveitin, þótt lítil væri, virtist mér fremur fríð, einkum fanst mér fallegt á Stafafelli, og skild- ist mér vel, er eg kyntist síðar bet- ur sögu landsins, að höfðingjar tóku sér þegar snemma á land- námstíð þar bólfestu. — Næsta dag var haldið vestur um Al- mannaskarð að Árnanesi til Stef- áns Eiríkssonar alþingismanns. Þegar er kemur yfir Lónsheiði, horfir, sem kunnugt er, strand- lengjan öll til vesturs-suðvesturs. Jökulsá í Lóni var fyrsta vatns- fallið á leið okkar, er nokkuð kvað að, frá því er Lagarfljóti sleppir, og var nú vatnslítið. Útsýnin af Almannaskarði vestanverðu þótti mér ein hin fegursta, er eg til þess dags hafði Iitið. Síðan hefi eg farið nálega um alt land, mest þó með bygðum, og hefi eg talið þá útsýn, er nú var nefnd, jafnan með hinum fegurstu, og þó er þar af miklu að taka. ísland á þau kynstur af einkennilegri fegurð, þar sem saman fer hið blíða og stríða, hið mjúka og tröllslega, en tign yfir öllu. Lesandinn sér, að eg á bágt með að froðast útúrdúra, en nú erum við félagar komnir ofan af skarð- inu og ríðum í hlaðið á Árnanesi, þar sem alt er vafið grasi, og lang- stærsta nautahjörðin, er við nokkru sinni höfðum séð á einum bæ, á beit um valllendisbreiður. Stefán bjó þarna stórbúi, var for- ingi sveitarinnar og fulltrúi Aust- urskaftfellinga á alþingi. Eitt barn hans hét Björn, er skömmu síðar fór skólaveginn, gerðist prestur, en varð skammlífur. — Stefán tók okkur rausnarlega En nú áttu leiðir að skilja með okkur félögum og Andrési. Fór eg þá af nýju að lesa skjalið góða. Hvarf Andrés austur aftur, en við héldum áfram, nokkuð áhyggju- fullir, vissum af mörgum torfær- um framundan öðrum en latneska stílnum. Þó var jafnframt æfin- týralöngunin ofarlega í okkur. Það er alkunna, að hið óþekta heillar huga æskumannsins. Frá Árnanesi var okkur fylgt yfir Hornafjarðarfljót; eftir það urðum við að klóra okkur áfram eftir beztu getu, treysta á dóm- greind okkar og áræði og á leið- beiningu þá, er skjalið hafði að geyma. Við höfðum trausta hesta, en einhesta vorum við all- ir; fjórði hesturinn var undir koffortum með pjönkur okkar. Héldum við svo áfram sem leið liggur um Mýrar, yfir Kolgrímu, Heinabergsvötn, fyrir Hestgerðis- múla, og blasti þá við okkur Kálfa- fellsstaður. Þangað stefndum við og gistum að séra Þorsteini Ein- arssyni, vöxtulegum karli og fjör- legum. Þar sá eg í fyrsta sinni Torfhildi, dóttur prests, föngulelga og frjálsmannlega. Sá eg hana aftur í Reykjavík skömmu síðar við nám; hugur hennar'beindist mjög að aukinni menningu, sem raun varð á síðar. Frá Kálfafellsstað fórum við um Reynivelli í Suðursveit og fengum þar fylgd vestur yfir Jök- ulsá á Breiðamerkursandi; reynd- ist hún ekki mjög djúp, en þung á, svo sem títt er um hana. Þar mintist e!g fyrst þess, sem móðir mín hafði ráðlð mér, er leggja skyldi út í meiri háttar vatnsfall, að vera berhentur, athuga reið- gjörð og móttök og keðju og beita hestinum vel í strauminn. Fylgdarmaður hvarf aftur, er komið var vel yfir ána, en við stefndum vestur um sandinn, yfir Breiðá, neðan Kvískerja og náðum að austasta bæ í öræfum vestan sands, Hnappavöllum. Var þar margbýli og náttuðum við þar. Man eg nú ekki heiti neinna bænd- anna þar. Næsta da'g fórum við í hægðum okkar um þessa afskektu, afareinkennilegu sveit, öræfa- sveitina, komum við á Sandfelli hjá séra Sigurbirni Sigfússyni, prests í Hofteigi á Jökuldal, vask- legum manni og góðmannlegum, en náttuðum í Svínafelli hjá Sig- urði bónda Jónssyni. Var þar timburstofa allstór, gerð af rekavið. Varð mér starsýnt á, hve fjalirnar í þiljunum voru breiðar, og mátti af því marka gildleika trjánna. Sigurður fylgdi okkur næsta dag yfir Skeiðarár- sand og stórvötnin tvö Skeiðará og Núpsvötn, sitt á hvorum enda hins mikla sands, er einatt hefir orðið heldur en ekki var við helj- arflaum jökulhlaupanna að baki. Man eg vel, hve mér þóttu þrek- legir og fríðir tveir bleikskjóttir hestar, er Sigurður hafði til reið- ar. Var svo að sjá, sem blessað- ar skepnurnar kynni jafnglögt deili á botni og straumfalli ánna sem sá, er á sat. Er yfir Núps- vötn kom, sneri Sigurður aftur, en við héldum fyrir Lómagnúp o'g að Núpsstað. Bjó þar þá merkur bóndi, Eyjólfur Stefánsson. Þótti mér og húskarlar þar myndarleg- ir menn og fjörlegir. Þar gaf okk- ur að líta stóra hrúgu af hrúts- hornum, mun stærri og undnari en við höfðum áður séð. Voru þau af villihrútum úr Núpstaðaskógi. Þegar við litum aftur til Lóma- gnúps í björtu veðri næsta morg- un, þótti okkur hann ærið ti'gnar- legur. Þá var haldið áfram um Rauðaberg yfir Djúpá að Maríu- bakka. Þaðan blasti ágætlega við í norðaustri öræfajökull, hinn frægi bakvörður Öræfinga. Á Maríubakka bjó þá Runólfur Sverrisson. Sonur hans, Sverrir, fluttist skömmu síðar til Reykja- víkur og stundaði þar einna fyrst- ur manna steinsmíði á námsárum mínum, var jafnan nefndur Sverr- ir steinhöggvari. Þar fengum við fylgd yfir Hverfisfljót; þaðan héldum við um Brunasand, og sið- an efri leiðina, fram hjá Prests- akka og að Kirkjubæjarklaustri. Á þessari leið áðum við á Orustu- stöðum, og eru mér minnisstæðar viðtökurnar þar hjá ekkjunni Þor- gerði Björnsdóttur. Ekki voru húsakynni þar stór né reisuleg, en hjarta ekkjunnar var stórt. Hún tók okkur með móðurlegri blíðu, setti okkur við borð og bar okkur mjólk í stóru fati, hangið kjöt og flatbrauð úr melkorni með nýju smjöri, er við smökkuðum þá fyrsta sinni. Hefi eg heyrt, að Þorgerður hafi orðið fjörgömul og henni jafnan viðbrugðið fyrir hjartagæzku. Að Kirkjubæjarklaustri var gott að koma til Árna sýslu- manns Gíslasonar. Var þar all stórhýst og mannmargt mjög, enda bú mikið. Þykist eg muna, að um skeið hafi sýslumaður ver- ið tíundarhæstur búenda á land- inu. Kannaðist hann við föður minn; höfðu þeir kynst á Ketils- stöðum á Völlum eystra, þá ung- ir menn og ókvæntir. Lét sýslu- maður fylgja okkur suður yfir Skaftá. — Bar svo ekkert til tíð- inda, er eg man, suður og vestur um Landbrot, Meðalland og Álfta- ver, alt að Þykkvabæjarkluastri, yfir Eldvötnin tvö og Kúðafljót. Var okkur fylgt yfir fljótið, og spurðumst auk þess fyrir á bæj- um um vegu, þar sem okkur þótti tvísýnt, hverja leiðina skyldi velja, ef um fleiri var að ræða. — Á Klaustri þarf eg að staldra nokkuð við í frásögninni, og ber það til ,að þar hitti eg fyrir aldr- aða merkiskonu, Guðrúnu Sæ- mundsdóttur, prests að títskálum, systur Einars prests í Stafholti, Snorra prests á Desjarmýri og Einars í Brekkubæ í Reykjavík, föður konu minnar, Soffíu heit- innar. Get eg ekki stilt mig um að skjóta hér inn frásögn af við- skiftum þeirra Guðrúnar og Magn- úsar Stephensen landshöfðingja. Landshöfðingi fór eitt sinn í eft- irlitsferð austur í Skaftafellssýsl- ur og kom þá við á Þykkvabæjar- klaustri; voru einhverjir heldri menn með honum. Beiðast þeir að fá að drekka, ætla annars ekki að standa við. Guðrún kem- ur til dyra og býður þeim inn. Verður það úr að þeir þiggja það. Ber hún þeim stóra skál af mjólk og bolla handa þeim öllum, til þess að geta sökt í skálina. Guð- rún hefst þá máls og segist sjá, að þetta muni vera höfðingjar og kunni hún betur við að vita nöfn þeirra, svo að hún geti sagt fólk- inu, hverja hafi að garði borið. Landshöfðingi varð fyrir svörum og salgðist heita Magnús Stephen- sen. “Það er þá landshöfðinginn sjálfur,” mælti Guðrún; “eg ætti að kannast við manninn, síðan eg var forðum daga á Höfðabrekku við sauma að beiðni móður yðar. Þá voruð þér á þriðja ári og höfuð náð í fingurbjörgina, er frúin hafði lánað mér, og fanst aldrei sían, og þótti mér leitt, af því frúin hafði trúað mér fyrir henni.’ Þetta mælti gamla konan glottandi. Varð hlátur úr og fór svo, að landshöfingja og þeim fé- lögum dvaldist lengur en ætlað var. Gamla konan var bráðgreind, f jör- mikil, glaðlynd og fyndin. Var hún óvenju hreinlát, vel til fara, gekk jafnan í upphlut. — Kvöddu síðan gestir með virktum.. Leið svo og beið þar til Guðrún fær bréf, og fylgdi lítil sending. Bréf- ið var frá landshöfðingja, mjög hlýlegt og gamansamt, en send- ingin var prýðisvel gerð fingur- björg úr silfri með steini. — Þannig hefir þessa sögu sagt mér Bjarni Sigurðsson, formaður á skrifstofu Sjálfstæðismanna, son- arsonar Guðrúnar, eftir henni sjálfri. Kveðst Bjarni ekki vita betur en að fingurbjörg þessi sé enn við líði, í eigu systur sinnar, Guðrúnar í Eystri-Skógum, og hann hyggur, að bréf landshöfð- ingja sé jafnvel líka til. Þá vildi eg koma hér að annari sögu eftir sama manni, er sýnir vel gletni Guðrúnar. — Það var eitt sinn, að Árni sýslumaður sendi ráðsmann sinn suður í ver- ið, sem kallað var; slógust þá aðrir í förina með. Komu þeir að Þykkvabæjarklaustri, og fóru með talsverðu glensi. Leit ráðsmað- ur þar konu að þvotti við bæjar- lækinn, vék sér að henni og mælti: “Viltu eiga mig, stúlka mín?” Kona þessi var Guðrún Sæmunds- dótfir, þá hálfáttræð. Hún lítur við á manninn og segir mjög al- varlega: “Já, þið heyrið, hvað talað er, piltar. Eg tel þetta þá úttalað mál, og vona eg þú svíkir mig ekki, unnusti góður.” Ráðs- maður varð hvumsa við og hélt leiðar sinnar. Ráðsmaður var trúlofaður fyrir nokkru, og leið ekki á löngu að séra Páll Pálsson á Prestsbakka var beðinn að lýsa með ráðsmanni og unnustu hans. Lýsti sér Pálll einni lýsingunni að kirkju í Mýraþingum og kom að vanda eftir messu inn hjá Guð- rúnu, því að honym sem öðrum þótti gaman að ræða við hana. Meðan á umræðum stendur, segir Guðrún: “Ja, þér lýstuð með ráðs- manni sýslumannsins í dag. Eg lýsi meinbugi, hann er mér heit- inn.” Séra Pál grunar strax, að hér búi gaman undir, en tekur roð- um hennar með alvörusvip og spyr: “Hví komuð þér ekki i kirkju, að lýsa meinbugum þar?” “Eg hugði,” mælti Guðrún, “að jafngilt væri, þótt gert væri hér, eg hefi vottana nóga.” Þau skildu hvort annað fyllilega, Guðrún og Páll. Hann spyr þá: “Hverja meðferð viljið þér þá hafa á þessu máli?” Hún svarar, að hún muni krefjast skaðabóta fyrir svikin og bætir við, að hún muni ekki verða hörð i kröfum; í bætur seg- ist hún heimta að eins eitt pund kaffis, því að í rauninni þyki sér maðurinn lítils virði. Séra Páll kveðst skyldu taka að sér málið; fer til brúðgumans, og kemur svo máli sínu, að hann lætur af hendi við hann fimm pund kaffis; komu þau sér vel í búið á Prestsbakka; var það ætlun gömlu Guðrúnar. (Framh.)i SMÆLKI. Hann: “Þegar eg giftist þér, hélt e!g að þú værir engill — og það held eg enn.” Hún: “Þessu trúi eg vel, því þú stendur í þeirri meiningu, að eg komist af kjól og hatt-laus.” “Piltur reyndi að kyssa mig í gærkveldi.” “Slóstu hann ekki í andlitið,” “Jú, vissulega — þegar hann var búinn.” Hún: “Neí, Nonni, e!g gejoni alla mína kossa.” Hann: “Eg vil leggja í sjóð, elskan mín.” þann

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.