Lögberg - 07.07.1932, Page 3

Lögberg - 07.07.1932, Page 3
LÖGBERG, FlJViiUDAGINN 7. JÚLÍ 1932. Bls. 3. Sólskin Sérstök deikl í bktðinu Fyrir börn og unglinga HUGPRÚÐ DÓTTIR. Hershöfðingi nokkur á Rússlandi, sem hafði verið rekinn í útlegð æfilangt, tók sér bólfesitu í N'orður-Síberíu. Hann átti eina dóttur barna, er Katrín hét. Hún var væn stúlka og kurteis og unni foreldrum sínum hugástum. Henni rann mjög til rifja örlög j)eirra, því að liún vissi að þau litu aldrei glaðan dag og hörmuðu ættjörðina og þráðu vini sína og vandamenn. Þess vegna heiitstrengdi hún að takast ferð á hendur til Pétursborgar og grátbæna keisarann að taka föður sinn í frið og sátt og gefa honum upp sakir. Hún sagði nú föður sínum frá áformi sínu og bað hann fararleyfis. En hann gerði eigi annað en hló að henni og gekk í brautu. Og móðir hennar ávítaði hana og kvað henni nær að rækja raunir sínar með aiúð, en áð láta sér slíkan barnaskap í hug detta og af munni fara. “Heillin mín! ” mælti mamma hennar í blíðari rómi. “Farðu nú og berðu inn mið- dagsmatinn og hafðu allan þann viðbúnað, sem föng eru á. Svo skulum við láita eins og við séum heima hjá okkur í Pétursborg.” Hiín senri sér undan, er hún lauk setning- unni, því að tárin komu fram í augun á henni, þegar henni duttu í hug átthagamir og æsku- stöðvamar. Sv-o liðu þrjú ár, löng og gléðisnauð. Katrín gleymdi eigi heitstrengingu sinni, en hugsaði sér að hafa vilja sinn fram, hvað sem það kostaði. Hún var nú orðin stór og sterk, og þessi fagri og göfugi ásetningur þroskaðist og styrktist jafnframt lienni. Loksins tókst lienni að fá samþykki föður síns. Hún réð sér varla fyrir fögnuði dag- inn þann. Hún var nú orðin fuilra átján veitra, í broddi lífsins, fögur og beinvaxin eins og björk skógarins og fanst liún hafa þrek og þor til þess að leggja undir sig allan heiminn, hvað þá að skreppa til Pétursborg- ar. Hún efaðist alls ekki um árangurinn fararinnar. Henni fanst óhugsandi að keis- arinn veitti henni eigi bæn sína og léti að orð- um hennar, þegar hann sæi hana og vissi hversu mikið hún var búin að hafa fyrir að ná fundi hans. Hún átti að vísu fyrir hönd- um, að ganga mörg hundrað mílna um eyði- skóga og snæflatneskjur, og hún hafði engin föt. með sér, nema þau, sem hún stóð uppi í, og ekki fjár, nema eina silfur-rúblu. En hún kveið hvorki vegalengdinni, klæðleysinu, hungrinu né fjárskorti, því að hún var hug- rökk kona og treystf guði, mætti sínum og giftu og góðum málstað. H|ún kvaddi nú foreldra sína, Þau ámuðu henni allra heilla og blessunar, en hugðust aldrei mundu sjá hana framar, sem von var. Svo hélt hún á brautu, hugrökk og ókvíðin. Hún fékk nú brátt að kenna á því, að þetta ferðalag var miklum erfiðleikum og torfær- um bundið. Hvern dag lenti liún í nýjum og nýjum þrautum og hættum. Einu sinni skall á ofsa rigningarveður. Þá var dagur að kvöldi kominn og hún orðin dauðlúin af langri og örðugri göngu. Hún tók því það ráð, að flýja inn í skóginn þar sem hann var þóttastur og láta þar fyrir berast unz óveðrinu slotaði. Þar var afdrep nokk- urt og betra en að ganga á bersvæði. Löngu fyrir dag stóð hún upp holdvot og skjálfandi og hélt áfram ferðinni. 1 annað skifti kom hún um kvöld svöng og köld að kofa einum. Bað 'hún þar um gist- ingu. Fékk hún hanai og beina nokkum. Síðan var henni vísað til rekkju. Sofnaði hún brátt sökum þess að hún var úrvinda af þreytu. Er hún var sofnuð, hugðust karl og kerling að stytta henni aldur og eignast plögg hennar. Fóru þau nú á kreik og hugðu vandlega að öllu. En eigi þótti þeim feitan gölt að flá, er þau sáu hversu fátæklega 'hún var búin og févana, því að eigi hafði hún ann- að meðferðis, en fatagarmana og fáeina eir- skildinga. Þess vegna létu þau hana halda fé og f jörvi og fara heila á húfi leiðar sinnar daginn eftir. Þannig fór henni nú í þetta sinn, en þó va<r henni oftast betur fagnað í hreysum kotunganna en höllum höfðingj- anna. Á setrum ríkismannanna hafði fólk ýmugust á henni og héldu hana ókind og betlara. Hefðarkonumar ráku hana á dyr með harðri hendi og báðu hana aldrei þríf- ast. Illkviittin stákflón gerðu gys að henni og grimmir hundar réðust á hana og rifu hana og klæði hennar. 1 vetrarbyrjun var hún enn þá eigi komin hálfa leið. Veturinn gekk í garð eins og títt er í Norður-Síberíu með frosthörkum og fannfergju. Þrautimar og örðugleikarnir jukust nú um helming. Þó lét hún það eigi á sig fá né hamla för sinni. Sumir ferðamenn- irnir, sem hún hitti á leiðinn, voru mjög góð- ir og greiðviknir við hana. Þeir neru á henni kinnarnar með snjó, þegar hún fékk frost- bólgu í þær, og léðu henni gærastakkana sína til skiftis, því að hún átti engan sjálf. Loksins komst hún að ferjustaðnum á Volgu. En er hún var ferjuð yfir fljótið, vildi henni það slys til, að hún datt vitbyrðis. Ferjumönnunum tókst að bjarga henni. En hún varð innkulsa af hrakningnum og veikt- isrt. Hún var þá flutt í nunnuklaustur, sem þar var skamt á braut og lá þar nokkra mán- uði. Þetta óhapp hefti för hennar að nokkru. Nunnurnar voru ósköp góðar við hana og gjörðu alt sitt til að flýta bata liennar. Þrátt fyrir það var hún ekki róleg og ferðahugur- inn var kominn á stað jafnskjóitt og hún komst á ról, löngu áður en hún var ferðafær. Loksins komst hún alla leið til Pétursborg- ar eftir átján mánaða útivist. Þá var hún orðin skinhoruð, veik og nálega klæðlaus, enda mundi nú enginn hafa þekt hana, er sá hana áður en hún fór að heiman. Henni var nú vísað á ráðhúsið, en þar tók eigi betra við, því að ráðgjafarnir vildu eigi sinna lienni og synjuðu 'henn harðlega allrar miskunar og innkomu. Hún lét þó eigi hug- fallast og sitóð í ráðhússviðinu hálfan mánuð dag eftir dag og rétti bænarskjalið að þeim, er þeir gengu inn í salinn. Þó fór svo að lokum, að hún af tilviljun rakst á nokkra gamalkunningja foreldra sinna. Hún sagði þeim upp alla söguna og Irvernig högum sínum væri komið, og bað þá ásjár og liðsinnis. En þeir mintust fornr- ar vináttu og rausnar foreldra hennar og vikust vel við máli hennar og komu henni á framfæri við keisarann. Hann tók henni vel og liöfðinglega. og hét þegar að láta endur- skoða skjölin, er snertu útlegðardóm föður hennar. Árangurinn af því varð sá, að keisarinn tók föður hennar í frið og sátt og gaf honum og konu hans heimfararleyfi frá Síberíu. Háttprýði og vænleikur Katrínar fékk svo mjög á keisarann, að hann mælti: “Segðu mér, barnið mitt, ef þú vilt biðja mig einhvers til handa sjálfri þér, Sé á mínu valdi að veita þér bæn þína, skal eg gjöra það. Mér geðjast mjög vel að yfirbragði þínu, við- móti, kurteisi, einurð og göfuglyndi.” Hún mundi þá eftir tveimur gömlum útlög- um í Síberíu, sem höfðu verið henni undur góðir. Og liún vissi að þeir þráðu að sjá ættjörðina einu sinni áður en þeir dæju. Síðan mælti hún einarðlega og glaðlega: “Ef yðar hátign vill veita mér eina bæn enn, þá mun eg viðbregða göfuglyndi yðar og mannúð, hvar sem eg fer.” “Lát mig heyra hana, eg efni jafnan það sem eg lofa,” mælti keisarinn. “í Síberíu eru tveir útlagar, sem eg er ná- kunnug. Þeir eru vinir mínir og foreldra minna og liafa reynzt okkur mjög vel. Þeir óska einskis fremur en að mega líta fóstur- jörðina einu sinni áður en þeir andast. En þess er nú eigi langt að bíða, því þeir eru oiðnir gamlir og hramir. Nú langar mig innilega til að hiðja yðar hátign að veita þeim einnig heimfararleyfi. Eg veit að þeir sakna foreldra minna mjög og kunna hálfu ver við sig en áður.” “Þér skal veitt þessi bæn,” mælti keisar- inn, gagntekiim af ósíngirni hennar og göf- uglyndi. Aði nokkrum tíma liðnum komu foreldrar hennar heim rtil Rússlands úr útlegðinni. Þau urðu fegnari en frá megi segja lausn- inni, og að sjá dóttur sína heila á húfi. Þau féllu á kné frammi fyrir henni, föðmuðu hana að sér og þökkuðu henni með tárin í augun- um frelsisgjöfina. En hún mælti hrærð í huga: “Vér eigum guði að þakka þessa dásamlegu lausn úr út- legð og þrældómi og hann hefir gefið okkur á ný frelsið og ættjörðina. ” En Katrín átti skömmu láni og lífi að fagna upp frá þessu. Þrautir og áreynsla ferðalagsins höfðu algjörlega svift hana heilsu og hreysti. Hún hafði keypt foreldr- um sínum frelsi með lífi sínu. Hún lifði að eins nokkra mánuði eftir þetta og gat aldrei á heilli sér tekið. Og einn morgun fanst hún örend í rúmi sínu. Foreldrar hennar söknuðu hennar mjög og hörmuðu hana alla æfi og gleymdu henni aldrei. — Unga Island. ENGLANDSBANKI OG KVEN- FÓLKIÐ. Englandsbanki hefir nýlega sett starfsstúlkum sínum ýmsar regl- ur, sem þær verða að halda, ef þær vilja verða í vistinni. Virðist til- gangur þeirra vera sá, að brýna fyrir stúlkunum hagsýni og hátt- prýði. í Englandi er það boð æðst allra nú að spara. Hvað 'geta stúlk- urnar sparað? Fyrst og fremst farðann og varastiftið. Varastift- ið lýsir léttúð, sem stúlkurnar í Englandsbanka mega ekki sýna. Góð bankastúlka hugsar um starf sitt, en ekki varirnar. Stúlkurnar í bankanum hafa fengið litla, fallega innbundna bók — líka sparisjóðsbók í laginu — og þar er skrá yfir hvað þær mega og hvað þær ekki mega, meðan þær eru innan veggja hinnar gömlu og velmetnu stofnunar, sem heitir Bank of England. Litaðar varir eru sem sagt bannaðar og enn fremur Ijósleit- ir kragar á kjólunum, sem þær vinna í. Vilji stúlkurnar hafa kraga á kjólum sínum, á hann annað hvort að vera sæblár eða dökkblár eða dökkgrár. Aum- ingja stúlkurnar! Er nokkuð var- ið í þannig litaðan kraga, þegar varirnar auk þess verða að vera ólitaðar? Stúlkurnar mega vera í hvítum blúsum um hásumarið, þegar heitast er, en þær mega ekki vera skreyttar á neinn hátt og hvorki dröfnóttar, dílóttar, köflóttar eða rðndóttar. Einlitar og látlausar — og að eins hvítar, þegar heitast er. Fyrir utan þessar o!g miargar fleiri reglur er eftirmáli í bók- inni og veit hann eingöngu að framgöngu stúlknanna og sið- ferði. Þar stendur að stúlka, sem vinnur í Englandsbanka, megi aðeins umgangast vandað fólk og OKEYPIS til Hydro viðskiftamanna sem nota Rafmagns eldavjelar Vér vírum, setjum upp og höldum við 500, 750 eða 1,000 watt rafmagns vatnshitunarvél, í hús yðar ókeypis, ef eigandi hússins undirskrifar samning, að víringin o!g vélin haldi áfram að vera eign Hydro. Alt, sem þér borgið, er 10 cents á mánuði auk vanalegs gjalds fyrir raforkuna. Plumbing aukreitis. Kaupið yðar rafmagnsvél nú — og takið þessu fyrirtaks tilboði. PHONE 848 132 Gúuofmnfoeá PHONE BydroHcctrfc Sgstcm, «48133 MMOM'tX að hún verði ávalt að koma fram sem siðprúð og vönduð stúlka, hvort heldur sé utan bankans eða innan. — Karlmennirnir hafa líka fengið kver með samskonar eftir- mála, en engar reglur hafa þeim verið settar um klæðaburð. —• Fálkinn. Það muri hafa viljað til happs, að botn var sléttur þar sem skipið stóð, en vita bárulaust allan tím- ann. Leki kom enginn að skipinu. ísland fór héðan frá Siglufirði kl. 10 á miðvikudagsmorgun á- leiðis til Reykjavíkur.—Mgbl. ÞÓRÓLFUR NÁÐI ÍSLANDI Á FLOT. Siglufirði 9. júní. Togarinn Þórólfur kom að Siglunesi um kl. 10 á þriðjudags- kvöld, þar sem ísland stóð á grunni. Setti Þórólfur starx víra út í ísland, en ekki var reynt að losa skipið af grunni, fyrri en um miðnætti, að háflóð var. Þá tókst Þórólfi að draga ís- land á flot. Ttígarinn Venus kom um það leyti á strandstaðinn. En vírar voru ekki komnir þaðan í Island, er það losnaði. Kl. 12% aðfaranótt miðvikudags var ísland komið hér að bryggju á Siglufirði. FRÁ SIGLUFIRÐI. Ágætis tíðarfár að undanförnu þangað til í fyrri nótt. Gerði hér þá norðvestan bleytuhríð og hélzt hún allan daginn í gær og varð hvítt niður að sjó. Sólskin í dag og hefir snjóinn leyst upp. Afli hefir verið ágætur að und- anförnu og er skamt sóttur. Haf- síldar hefir orðið vart. Hefir veiðst allvel af henni í reknet. Frakknesk skonnorta kom hér inn í vikunni með veikan mann. Var hann lagður inn á sjúkrahús hér. Færeysk skúta, “Silver Bell”, kom inn í gær með 12 menn veika af inflúensu. Voru þeir einangr- aðir í skipinu. Mennirnir eru all- ir 1 afturbata. — Mgbl. 14. júní. ~§i PROFESSIONAL CARDS & DR. B. J. BRANDSON DR. L. A. SIGURDSON H. A. BERGMAN, K.C. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Office timar 2-3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Wlnnipeg, Manitoba 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office tímar 2-4 Heimili: 104 HOME ST. Phone 72 409 Islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 26 849 og 26 840 DR. O. B. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Office tímar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winnipeg, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON Islenzkir lögfrœöingar 325 MAIN ST. (á öðru gólíi) Talslmi 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og er þar að hitta fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœðingur Phone 21 834 —■ Office tímar 3-5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Heimilis 46 054 Skrifst. 411 PARIS BUILDING Phone 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdðma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaður 606 Electric Railway Chambers Winnipeg, Canada Heimili: 373 RIVER AVE. Talslmi 42 691 Slmi 23 742 Heimilis 33 328 Slmi 23 082 Heimasími 71 753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Heimili 403 675 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. AUur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann aliskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsimi 58 302 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœöingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 24 587 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Simi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 24 263—Heimas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. íslenzkur lögfrœðingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 89 991 Dr. S. J. Johannesson stundar læknlngar og yfirsetur G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6-8 að kveldinu 532 SHERBURN ST.-Sími 30 877 41 FURBY STREET Phone 36 137 Slmið og semjið um samtalstlma Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.