Lögberg - 01.09.1932, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.09.1932, Blaðsíða 1
45. A.RGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 1. SEPTEMBER 1932 NÚMER 35 Minning Leiís hepna Það er ekki tilgangur minn, meö þessum linum, að auka íslenzkan sagnfróðleik á vísindalegan hátt, heldur er hann einungis sá, að vekja til umhugsunar um og athugunar á nokkrum atriðum í Landnámu, sem mér þykja orka tvímælis að komin séu til vor óbrjáluð gegn um allar af- skriftir og útgáfur. Annar þáttur Landnámu, er um landnám í Vestfirðinga fjórðungi. Er byrjað suður við Hvalfjörð á Kalman, suðreyskum manni, er bjó í Kalmanstungu. Síðan er haldið vestur strandlengjuna, inn á hvern fjörð, upp til efstu dala og fram um hvert nes. Sjaldan er vikið hið allra minsta frá röðinni og mun það vera sök afritara þar sem það kem- ur fyrir. Fjórtándi kafli byjar í miðjum Breiðaf jarðar-landnámum og bregð- ur þar undarlega við, með þvi að þar segir frá landnámi Þorvalds Ásvaldssonar, C'lfssonar Yxna- Þórissonar, er á að hafa numið land á Hornströndum og búið á Dröng- um og andast þar. Eitthvað hefir sumum afskrifur- um handritanna þótt undarlegt við þetta stökk og þeir er riðnir hafa verið viö handrit, sem fornfræða- félagsútgáfan Kbh. 1843 merkti E og Aa-e, hafa ýmist sett ýfirskrift- ina “Hier setjum vér inn Græn- lands landnám, eða “Hér hefr Grænlands landnám.” Þetta virðast þeir hafa gert til afsökunar þeim ruglingi, sem hér er gerður á land- námaröðinni. Það sést engin frambærileg á- stæða fyrir því, að romsa hér upp landnám og ætt Þorvalds Ásvalds- sonar, ef hann hefir numið land á Hornströndum, enda kemur hann þar aftur á sjónarsviðið og er nú látinn nema “Dranga land ok Drangavík til Enginess” og búa á Dröngum. Þessi endurtekning er grunsamleg og virðist mér liggja beinast við að álykta, að Þorvaldur sé í 14. kapítula settur á réttan stað í Breiðfirðinga-landnámum, en að niislestur á frumriti Hornströndum fyrir Skógarströnd hafi valdið þess- um ruglingi. Að vísu er í næsta kafla á undan búið að gera eins konar landnámsfélag með þeim Þorbergi í Ytri-Langadal og Steini mjöksigl- anda á Breiðabólstað, en þeir munu hafa bygt eða numið i aðallandnámi Geirröðar á Eyri og eins gat Þor- valdur gert og búið á Dröngum á Skógarströnd og átt landnám um eyjar þær, er þar liggja til. Það liggur í augum uppi að úr þvi búið er að gera þrj Þorvald og Eirík feðga Hornstrendinga, þá varð að geta þeirra þar lika og vill þá svo til, að þar eru líka Drangar. Þetta hefir stutt að því, að festa villuna og nú verður Eirikur að ráð- ast norðan eða eins og Ad. e, Sk. og K2-handritin hafa það, norður, sem er augsæ ritvilla eða mislestur og á því sést hvað fyrir getur komið, þegar ókunnugir afritarar fara með handritin. Yxna-Þórir, sem talinn er bróðir Naddodds, er nam Fs^reyjar, en sá ísland og kallaði Snæland, á að hafa búið á Ögðum í Noregi. Hann kernur oft við landnámssögu vora sem faðir og afi ýmsra landnáms- rnanna og einn landnámsmaður, Þórólfur dúfunef, var leysingi hans-. í hvert sinn, sem ■ Yxna-Þórir er nefndur í Landnámu, er honum tal- inn einn sonur, en alt af nýr og nýr i hvert sinn. Á Dröngum er Úlfur son hans afi iandnámsmanns. f Skagafirði Ó- feigur Iafaskegg faðir Kráku- Hreiðars. í Eyjafirði er Runólfur sonur hans faðir Eysteins er nam Þelamörk “frá Bægisá til Krækl- ingahlíðar ok bjó at Lóni” (Skipa- lóni). í Vopnafirði er það Ósvald- David Campbell dáinn David Campbell, K.C., borgar- stjóri í St. Boniface, andaðist í Regina, Sask, hinn 25. þ. m. eftir hér um bil tveggja mánaða legu þar. Var hann þá á ferð þar vestra, en veiktist, svo hann varð að leggjast á sjúkrahúsið, og komst ekki á fæt- ur aftur. Hann var foringi þess hluta frjálslynda flokksins í Mani- toba, sem ekki vildi samvinnu viö Bracken stjórnina. Sótti hann um þingmensku í St. Boniface, við fylkiskosningarnar í sumar, en beið lægra hlut, eins og allir hans flokks- menn, sem um þingmensku sóttu. David Campbell þótti mikilhæfur maður og góður lögmaður. Alderman Ryley dáinn Á laugardaginn andaðist að heim- ili sínu, 623 Banning St., hér í borg- inni, A. A. Ryley, bæjarráðsmaður og ráðsmaður Canada Bread félags- ins. Hann var 71 árs að aldri. Hjartasjúkdómur varð dauðamein hans og var hann ekki veikur svo að á bæri nema fáar klukkustundir. ur sonur hans, sem er faðir Þor- steins hvíta á Hjofi, fööur Þorgils, föður Brodd-Helga. Þar sem Yxna- Þóris er minst í Skarðsárbók (Við- auki í 1843, bls. 328) er hann “á- gætur maður á Ögðum ok auðigr; hann átti (þær) iii eyjar er LXXX yxna var i hverri.” Hér er honum einungis talinn einn sonur, semsé 'Ósvaldur, faðir Ölvis hvíta, föður Þorsteins hvíta og mun það réttara. Þetta gefur bendingu um, að slengt sé saman fleiri mönnum í einn Yxna-Þóri og má vel vera að ein- hver afkomandi einhvers Yxna- Þóris komi við landnánr á Horn- ströndum*). Eftir að villan í Breiðfirðingalandnámi er komin í handritin, er sjálfgefið að láta það sjást á báðum stöðum eins eða líkt. Það er sennilegt að sá Yxna- Þórir, sem er faðir Olfs, sé sami maður og sá, sem er faðir Rauðúlfs eða réttara, að þessir synir Yxna- Þóris séu einn og sami maður. Ey- steinn á Lóni og Asvaldur (á Jaðri ?) voru þá bræður. Hvort nokkur ruglingur er á nöfnum Ás- valds og Ósvalds, er ekki gott að fullyrða. Það getur staðist, að þeir séu frændur; en ÁííMd'-Úlfs-nafnið bendir til rauðhærðs manns og sver það Eirík rauða í ættina. Hvað sem öllu þessu líður, tel eg sennilegt að þeir feðgar Þorvaldur og Eiríkur hafi aldrei búið á Hbrn- ströndum og að Eiríkur, er hann fekk Þjóðhildar dóttur Jörundar Atlasonar og Þorbjargar Knarar- bringu “er þá átti Þorbjörn enn haukdælski,” hafi ráðist inn í Haukadal og reist hú að Eiríksstoð- um. Eftir víg Eyjólfs þykir honum vissara að sitja ekki nærri frænd- um hans og flytur út í átthaga sína óg sinna frænda. Þar á hann styrk mikinn, eins og sagan sýnir, og þar kann hann að hafa átt lönd, máske Brokey. Þeir feðgar Eiríkur rauði og Leifur hepni eru að mínu áliti reglulegir Dalamenn og Snæfelling- ar. (Dímunarvogur og Svíney — Purkey ertt i Dalasýslu). Hér hef- ir flogið í hug, hvort Þorbjörn haukdælski og Þorbjörn at Vatni tengdafaðir Höskttlds Dalakollsson- ar séu einn og sami rnaður. Það væri fróðlegt að fá úr því skorið, hvort það gæti staðist, tímans vegna, að Hallfríður kona - Höskulds en móðir Hállgerðar langbrókar geti verið systir Þjóðhildar og dóttir Þorbjargar knarrarbringu. P. J. *)Það er líka til, að telja Göngu- Hrólf son Yxna-Þóris, hvort sem það er sá sami eða ekki. —Vísir. Nýr pianokennari í Winnipeg SNJÓLAUG SIGURDSON A.T.C.M. Hún hlaut hæstu einkunn við Toronto Conservatory of Music prófin er haldin voru í Winnipeg í vor. Lauk hún á þessu ári tveggja ára námsskeiði,—Combined Associate (A.T.C.M.) solo per- formers og kennara prófi. Kennari hennar er Miss Eva Claire. Snjólaug hefir vakið aðdáun á list sinni hjá söngkennurum þessa fylkis, sem og hjá hinum öðrum, er hlýtt hafa á piano-leik hennar. Ekki mun ofmælt að listræni hennar og tóntúlkunar hæfileikar séu með afbrigðum. Á þessum komanda vetri stundar hún piano-kenslu i Winnipeg. Reykjavík 30. júlí Veðráttan— Fyrstu daga undanfarinnar viku hélst norðaustanáttin enn, með þokusúld og rigningu á Norður- og Austurlandi. En síðari hluta vik- unnar gerði hægviðri um land alt, og bjart veður, svo heyþurkur hefir verið góður svo að segja um land alt. Á Norðurlandi munu bændur ef- laust hafa getað hirt töður sinar víðast hvar. En hér syðra má heita að heyskapartíð hafi verið góð, það sem af er slætti. Aflinn— Aflinn var við síðustu talningu orðinn 319 þúsund skippund, en var á sama tíma í fyrra 377 þús. skpd. f fyrra bættist við aflann frá þess- um tíma og til áramóta nál. 30 þús. skpd. Með álíka viðbót í ár, ætti ársaflinn að verða um 350 þúsund skippund, eða 50—-60,000 skippund- um minni en 1931 og 90,000 skip- pundum minni en árið 1930. Þá var aflinn hér mestur 440 þús. skip- pund. 6 íldveiðarnar— SHdaraflinn hefir verið állmikill undanfarna viku. Til Sigluf jarðar eru nú komin 62 þús. mál af bræðslusíld, af þeim eru 50 þúsund í ríkisverksmiðjuna. Norðanstorm- ar suma dagana hafa hamlað veið- inni. Lausafregn hefir blaðið fengið um að verð á síld til söltunar sé heldur hækkandi. Reknetasíld er meiri í ár, en venja er til á þessum tíma, og mun stafa af því, að átan stendur dýpra í sjónum en vanalega. —Mbl. Enn fleiri atvinnulausir Hagstofan í Ottawa skýrir svo frá í síðustu viku, að samkvæmt upplýsingu frá 8,028 félögum, sem eru vinnuveitendur, að þau hafi haft 812,871 manneskjur vinnandi 1. júlí, en ekki nema 791,622 1. ágúst. Á þetta við öll fylkin í landinu, en á þessum mánuði eru þeir þó flestir í Ontario, sem mist hafa vinnu sína. ^jRaddir œskunnar Á föstudagskveldið kemur, eiga Winnipeg-íslendingar því láni að fagna að fá að hlusta á raddir œsk- unnar. Er með þessu átt við ung- menna söngflokk þann hinn mikla frá Gimli og grend, er þá lætur til sin heyra í Fyrstu lútersku kirkju. Að þessu sinni hamla því ástæður, að verðmætum þessa merkilega söngflokks verði að makleikum lýst, sem og starfsemi söngstjórans, hr. Brynjólfs Þorlákssonar; eií í næsta tölublaði Lögbergs, hefi eg liugsað mér að gera nokkru nánari greinargerð fyrir hvorutveggja. Ungmennaflokkur þessi söng á Gimli, þann 1. ágúst síðastliðinn við góðan orðstír, og nokkru síðar í lútersku kirkjunni þar í bænum; veittist mér kostur á að hlusta á hann í það skiftið. Eg dreg enga dul á það, að sú ánægja, er eg þá varð aðnjótandi mufl mér seint úr minni hða. Eg hefi oft hlustað á ungmenna söngflokka Brynjólfs Þorlákssonar áður, og það með ó- blandinni átiægju; í þetta áminsta sinn virtist mér þó söngurinn hvað slípaðastur og beztur; samræmi raddanna unaðslegt, framburður ís- lenzkunnar blóðríkur og tárhreinn. Unglinganna vegna, en þó fyrst og fremst sönglistarinnar sjálfrar vegna, treysti eg því, að fjölment verði við þenna sjaldgæfa söng á föstudgaskveldið kemur. E. P. J. Aukaþing Það stendur til að sambandsþingið verði kallað saman í októbermánuði, en hvaða dag, hefir ekki verið til- kynt, þegar þetta er skrifað. Það er ekki búist við að það sitji lengi, en stjórnarhöfðingjarnir segja þó, að það muni taka ýms mikilsverð- andi mál til meðferðar. Eru það fvrst og fremst gerðir samveldis- fundarins. Þeir samningar, sem þar voru gerðir, verða lagðir fyrir þingið og vafalaust samþyktir. Þá er St. Lawrence skipaleiðin, eða samningarnir við Bandarikin því mikla mannvirki viðvíkjandi. Járn- brautamálin koma líka væntanlega fyrir þetta þing. Er haldið að nefnd sú, sem er að rannsaka þau mál, muni nú bráðum hafa skýrslu sína tilbúna. Þá stendur til að ein- hverjar breytingar verði gerðar á bankalögum og væntanlegá kosn- ingalögum, eða kjördæmaskiftingu, samkvæmt hinu nýja manntali. Mrs. Edith McCormick Hún andaðist í Chicago hinn 25. þ. m., sextug að aldri, fædd arið 1872. H)ún var dóttir gamla John D. Rockefeller og talin einhver auð- ugasta kona í Bandarikjunum, og er þá nokkuð langt jafnað. Samt ér þess getið, að hún hafi tapað milj- ónum dollara nú síðustu árin, en það sá víst ekki högg á vatni og hún var auðug kona engu að síður. Hveiti sent frá Churchill Það er búist við að tvær miljónir mæla af hveiti, að minsta kosti, verði sendir á þessu ári frá Church- ill til Englands og annara landa í Evrópu. Hafa nú þegar tvö skip verið hlaðin hveiti þar og tók 250,- 000 mæla hvert. Er enn von á sex skipum til Churchill í haust, til að sækja hveiti. Stórkoátlegt verkfall á Englandi Síðastliðinn laugardag gerðú einir 200,000 vefarar verkfall í Lanca- shiré bómullar verksmiðjunum. Kaupgjald er deiluefnið. Er óttast að þetta verkfall verði mjög víðtækt og alvarlegt. Uppskeruhorf urnar Engin veit enn hve hveitiuppsker- an í Vestur-Canada kann að verða mikil, þó þeir, sem best þekkja til, geti farið nokkuð nærri um það. Það sem verið er að segja um það, hve mikil uppskeran muni verða, er því bara tilgátur, i raun og veru, en engin vissa. Það er áætlað, að hveitiuppskeran í V estur-Canada muni á þessu ári verða 459,000,000 mæla. Það er hundrað og áttatiu miljónum mæla meira en í fyrra og sextíu og tveimur miljónum meira heldur en meðaltal hveitiuppsker- unnar síðustu fimm árin. Reynist hveitiuppskeran eins mikil, eins og hér er gert ráð fyrir, þá fá bænd- urnir í Vestur-Canada meira hveiti í þetta sinn, heldur en þeir hafa nokkurntíma áður fengið, að einu ári undanteknu, og þrátt fyrir hið lága verð færir þessi mikla upp- skera Vesturlandinu milka peninga. Þetta árið eru 2,651,000 hveitiekr- ur i Manitoba, J5,543,000 í Sas- katchewan og 8,202,000 í Alberta. Uppreisn á Spáni Fyrir skömmu hófu konungssinn- ar á Spáni uppreisn í þeim tilgangi að kollvarpa lýðveldinu og koma þar aftur á konungsstjórn. Varð upp- reisnarmönnum heldur lítið ágengt, en uppreisnin var fljótt bæld niður. Aðal foringinn var Jose San Jurjo hershöfðingi. Var hann dæmdur til dauða, en stjórnin breytti þeim dómi i lífstíðar fangelsi. Hafði nóg í staupinu Milj óna-eigandi einn í Chicago, sem Kenneth C. Smith heitir á sér skemtiskútu, sem kostað hefir $500,- 000. í fyrradag lenti báturinn í Chicago og kom þá eftir vötnunum frá Canada. Tollþjónarnir fóru eitt- hvað að rekast í því, hvað þar væri innanborðs og fundu þeir þá $2,500 virði af áfengi, af ýmsum tegund- um. C.N.R. Canadian National járnbrauta- kerfið, er nú að gera heilmiklar sparnaðar ráðstafanir, til að mæta hinum sílækkandi tekjum. Þar á meðal er það, að leggja niður ein fimtíu og fimm af hinum hærri em- bættum kerfisins, eða sameina þau öðrum störfum. Sparar þetta vitan- lega æði mikið fé, en sviftir á hinn bóginn marga menn atvinnu og margar fjölskyldur framfærslu, eins og allar aðrar slikar sparnaðar ráð- stafanir, sem allar eru neyðarúr- ræði. Þar að auki er verið að lækka laun þeirra, sem hjá járnbrautar- kerfinu vinna, sérstaklega þeirra, er mest laun hafa. Er þar svo langt gengið, að sumstaðar nemur 40 per cent. Hinn setti forseti, S. T. Hungerford, gerir þannig grein fyr- ir þessum ráðstöfunum, að hjá þeim verði ekki komist vegna þess, að tekjur járnbrautakerfisins ' hafi minkað svo stórkostlega. Alþýðuskólarnir í dag, 1. september, taka alþýðu- skólarnir í Winnipeg aftur til starfa, eftir hið vanalega tveggja mánaða sumarfrí. Alþýðuskólarnir, eða barnaskólárnir, hér i borginni eru sextíu og sjö, og eru þar með tald- ir miðskólarnir. Kennararnir eru 1,020 og eru það 44 færri en í fyrra, en nemendurnir er búist við að verði urn 39,000. Kaffi og sérstakur skemtifundur hjá stúkunni Skuld nú í kveld. Sækið hann. —G. H. H. Fréttir frá Mozart Uppskeruslætti nokkurnveginn lokið í þetta sinn, og lítilsháttar byrjað að þreskja. Ekkert verður enn þá með vissu sagt um útkomu uppskerunnar; byrjunin bendir á mikið fremur góða uppskeru, eða eins og fyr var sagt að: sólin ekki sinna verka sakna lætur. En sam- veldissólin er víst ekki komin upp ennþá, það er að segja hér vestur í Saskatchewan, en auðvitað er hún komin hátt á loft austur í Ottawa, en við eigum nú samt von á henni bráðum, til að verma og glæða prís- ana. Það held eg að uppskeran muni reynast minni og léttari en útlit var fyrir vegna mikilla og stöðugra þurka seinustu dagana, að stráið hafi þornað upp áður en komið var eðlilega útfylt. Þó munu fljótustu tegundir af hveiti, svo sem Gamet og Reward lmfa verið fullþroskað fyrri mestu hitana. Nýlátinn er hér nágranni minn, Jón Guðmundsson, 88 og hálfs árs gamall, ættaður af Berufjarðar- strönd. Á sunnudagsmorguninn var, vaknaði hann venju fremur undirokaður af þunga ellinnar, en mintist þess jafnframt að það átti að ‘messa í kirkjunni hans þann dag. Mér finst hann muni hafa beðið guð að leggja sér til það hugrekki og þá djörfung sem útheimtist til að geta borið annmarka ellinnar möglunarlaust, með heilagri þolin- mæði í fullu og sönnu trausti og elsku til hans, sem stöðugt útvarp- ar vísdómsins, kærleikans og mátt- arins áhri(um til ystu endimarka tilverunnar. Honum komu kraftar, hann klæddist og bað um að fara til messu. Sonur hans vantreysti honum, en hann eyddi því. Alt fór það ýel, en á leiðinni heim frá kirkjunni gat hann þess að nú hefði hann farið í síðasta sinn til kirkju hérna megin grafarinnar. Þegar hann settist á stólinn sinn heima, finst mér hann hafa hugsað á þessa leið: í ást og hlýðni eg verkið vinn, verðlaunin góðu hlýt eg. í fanginu þínu, faðir minn, friðar og kærleiks nýt eg. Þessi skyldurækni landnámsmað- ur var örendur á miðvikudaginn var, og er jarðsunginn í dag. Hans verður sjálfsagt getið í blöðunum seinna. Fr. Guðmundsson. Frá íslandi Ullarútflutningurinn nam í júlí- mánuði 43,930 kg., verð kr. 32,200, en a tímabilinu jan.—júlí 131,990" kg., verða22,77o kr. Á sama tíma í fyrra 489,154 kg., verð kr. 663,800. Útflutningur síldarmjöls nam í júlímánuði s.l. 106,500 kg., verð kr. 11,940, en á tímabilinu jan. júlí 541,000 kg., verð kr. 98,980. Á sama tima í fyrra 50,000 kg., verð 11,520 kr. Af fiskbeinum og hausum voru flutt út í júlimánuSi s.l. 377,020 kg., verð kr. 27,800, en á tímabilinu jan. —júlí 639,480 kg„ verð kr. 47,020. Á sama tíma í fyrra 445,460 kg., verð kr. 74,020. Saltkjötsútflutningurinn nam í júlímánuði s.l. 42 tn., verð 600 kr., en á tímabilinu jan.—júlí 4,850 tn., verð kr. 205,900. Á sama tímabili í fyrra 1,217 tn„ verð kr. kr. 108,150. Af freðnu kjöti voru Tlutt út i júlímánuði s.l. 628,073 kg-» verð kr. 311,160, en á sama tíma í fyrra 382,282 kg., verð kr. 311.030. Vísir 11. ágúst. Brútðkaup sitt héldu í gær ung- frú Anna Borg og Poul Reumert, á heimili föður hennar, Borgþórs Jó- sefssonar, Laufásvegi 4. Séra Bjarni Jónsson gaf þau saman. Þau sigla í kvöld með íslandi til Hafnar. —Mbl. 6. ágúst.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.