Lögberg - 01.09.1932, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.09.1932, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG. FIMTUDAGINN i. SEPTEMBER, 1932. Minni Islands Á Islendingadegi að Silver Lake, Wash., 7. ágúst 1932. Eftir séra Valdimar J. Eylands. Er mér bárust tilmæli frá for- stöðunefnd þessarar samkomu um að koma á þennan fund og mæla fyrir minni íslands, tók eg með gleði við því verkefni. Eg gerði það eins fyrir því, þó að mér væri ljóst, að íslands-minni er jafnan erfiðasta hlutverkið á samkomu af þessu tagi. Það hlutverk er vandasamt og erfitt fyrir þá sök, að það verður oss jafnan, sem heima erum aldir, viðkvæmt til- finningamál. Vér viljum svo gjarnan gefa ættjörðinni alt það bezta, sem vér eigum, feg- urstu hugsjónirnar og skáldleg- ustu orðin, en finnum aldrei til þess eins 0g þá hversu jafnvel ís- lenzk tunga er fátæk, er túlka skal hugðarmál hjartas. En eins og hverjum kristnum manni ætti að vera það fagnaðarefni, að fá tæki- færi til að vitna um trú sína, þannig er sönnum íslending það gleðiefni, að mega votta ættland- inu ást sína og virðingu, jafnvel þótt óður hans eigi sér fátækleg- an búning. Og eigi skal eg reyna að dylja það fyrir yður, tilheyr- endur mínir, að eg er og vil vera sannur íslendingur. Eg segi þetta með djúpri virðiingu fyrir hinni nýju fósturjörð, sém nú hefir veitt mér full þegnréttindi og vernd.— Eg hefi aldrei lesið um, eða séð þess dæmi í reynslunni, að nokk- ur maður hafi fundið skynsam- lega ástæðu til þess að afneita móður sinni, eða útiloka minning- arnar í sambandi við hana, þótt hann gengi í heilagt hjónaband. Hitt hafa menn fyrir satt, að sá maður, áem metur þá konu að vettugi, sem gaf honum lífið mannlega talað og nærði hann af brjóstum sínum, verði aldrei góð- ur eiginmaður, né skyldurækinn heimilisfaðir. Svo er það líka viðtekin staðreynd, að enginn verður að betri Vesturheimsborg- ara, þótt hann reyni að brenna brýrnar að baki sér og slíta þráð minninganna, sem tengir hann við eldgömlu ísafold. Með vax- adi þekkingu fer þeim líka ávalt fækkandi, sem lítilsvirða þjóð- erni sitt 0g tungu. Hin ram- íslenzku hátíðahöld, sem fara fram árlega í hinum ýmsu bygð- um íslendinga um þetta leyti árs, eru talandi vottur um gagnstætt hugarfar, um virðingu fyrir og ræktarsemi við það bezta, sem ís- lenzkir menn hafa hingað reitt. Um leið og menn koma saman til þess að heilsast, talast við, rifja upp gamlar minningar og fornan kunningsskap, finna þeir til þess, að samfundirnir geta því aðeins orðið gleðilegir, að móðurinnar sé minst, sem þjóðernið gaf, tung- una, sameiginlegar ' lyndiseink- unnir og áhugamál. Hver íslend- ingadagur, sem haldinn er í Vest- urheimi, með atbeina yngri kyn- slóðarinnar 0g þátttöku, er sem nýr 0g kröftugur kinnhestur þeim er hæst hrópa um bráðan dauða og dómsdag fyrir vestur-íslefizka menning og þjóðlíf. Hver íslend- ingadagur ber vott um vaxandi hróður ísafoldar og barna henn- ar og barna-barna á vesturvegum. Nótt vanþekkingarinnar hvað snertir ísland og íslenzka stað- hætti hér vestra, er nú brátt lið- in. Það roðar af nýjum degi. Hefðarfrú ein í Minneapolis spurði mig fyrir nokkrum árum, hversu langan tíma það tæki að ferðast frá Oslo, höfuðborg Nor- egs, til Reykjavíkur, með jám- brautarlest. Sú kynslóð, sem þannig spyr, er nú að hverfa, en önnur ný er að koma fram með víð- tæka þekking á landi og þjóð, og áhuga fyrir velferðarmálum henn- ar. Ekki er það af neinni tilvilj- un, að augu alþjóðar beinast nú til íslands, einkum meðal lær- dóms- og vísindamanna. ísland hefir um aldaraðir verið forðabúr margkyns fræða, og sérstæðrar menningar. Nú er þetta alment viðurkent, og hefir vakið athygli fræðimanna víða um heim. Mannfræðingarnir leita nú til íslands, því að þar þykjast þeir finna einkennilegt fyrirbrigði í blöndun ólíkra kynþátta. Þessir fræðimenn telja, að fimm aðal- kynflokkar byggi lendur Evrópu. Af þessum fimm hafa tveir runn- ið saman á íslandi: norræna kyn- ið og hið austræna. Mest ber á norræna kyninu, sem talið er að hafa sérstaka eiginleika, svo sem skarpa dómgreind, dirfsku, dugn- að ásamt viðkvæmni og blygðun- arsemi. Hins vegar má benda á áhrif austræna kynsins í lundar- fari og útliti íslendinga, en það er talið íhugult, iðið, sparsamt og þolinmótt. Mannfræðingar benda á, hvernig þessir giftusam- legu eiginleikar hafi runnið sam- an og myndað íslendingseðlið. Er til þess tekið, hversu vel þessi kynblöndun hafi hepnast, og að íslendingar, sem manndómsmenn og menningarfrömuðir standi framarlega í fylkingu þjóðanna, að tiltölu við fólksfjölda. Stjórnmálamennirnir hafa nú, síðan 1930, veitt íslandi meiri eft- irtekt en nökkru sinni áður. Á það er bent, að vagga lýðveldishug- sjónanna hafi staðið þar, a, m. k. hvað snertir norður-evrópisku þjóðirnar. Þar var hið elzta þjóð- þing í heimi sett á stofn. Marks lávarður, sem var einn af fulltrú- um brezka þingsins á aljpingishá- tíðinni, tók það sérstaklega fram, að þótt enska parliamentið hefði hingað til verið talið elzt þinga. væri þó alþingi langt um eldra. Munar þar hér um bil 300 árum. í þessu sambandi má geta þess. að ísland og fslendingar hafa gef- ið heiminum gullvægt fyrirdæmi í iðjusemi og löghlýðni. Til þess að enginn freistist til að halda, að hér sé of djúpt tekið í árinni. leyfi eg mér að tilfæra ummæli einhvers merkasta sagnaritara meðal Norðmanna vestan hafs, Dr. Knut Gerset prófessor í sögu við Luther College, Decorah, Iowa. Hefir hann ritað ítarlega og merka bók, sem hann nefnir: “History of Iceland”. Bók þessi er í eigu margra Vestur-íslend- inga, en þó ekki lesin af þeim Öll- um. Þar sem hann lýkur frásögn sinni um ísland, farast honum orð á þessa leið (bls. 458)i: “Vottur um hið göfuga sið- ferði íslenzku þjóðarinnar, er sú staðreynd, að þar eru næstum engir glæpir framdir. Árið 1904 voru sextán persónur fundnar sekar um gldpi eða minniháttar afbrot, meðal þeirra ein kona. 1905—06 var talan tuttugu og tveir menn og tvær konur. Að- eins tveir-þriðju 'af þeim seku hlutu fangelsisvist. Fangelsin á íslandi standa venjulega næstum tóm. Þegar þess er gætt, að meira en þriðji hluti þjóðarlnnar á heima í sjóþorpum og lifir á fisk- veiðum, er þetta svo einstakt fyr- irbrigði, að vér verðum að gefa íslendingum viðurkenning fyrir að vera siðferðisbezta og lög- hlýðnasta þjóð heimsins.” Unnendur bóklegra fræða snúa sér til íslands. Þar finna þeir frumnorrænuna ómengaða, “ást- kæra, ylhýra málið”, sem að dómi íslenzkra manna mun jafnan reynast “allri rödd fegra”. Þar finna þeir Eddurnar, sögurnar og bókmentir svO margþættar og svo þýðingarmiklar, jafnvel hér á landi, að nú er næstum ómögulegt að fá doktorsnafnbót í enskum fræðum, nema kunna einhver deili á íslenzkum bókmentum og tungu. * Jarðfræðingar og ferðamenn dást að íslandi. Þar finna þeir land einkennilega auðugt af hrika- legri fegurð. Margir þeirra mundu taka undir með skáldinu væru þeir færir til. Þótt hann hefði í huga sérstakt fjall, þá má heim- færa lýsingu hans upp á landið í heild: “Hvér vann hér svo að með orku? Aldrei neinna svo vígi hljóð, ( búinn er úr bála storku bergkastali frjálsri þjóð. Drottins hönd þeim vörnum veldur. Vittu, barn, sú hönd er sterk. Gat ei nema Guð og eldur, gert svo dýrðlegt furðuverk", sem íslenzka náttúru. En svo er skylt skeggið hök- unni, að naumast er hægt að hreyfa við öðru, án þess að hitt sé snert. íslands getum vér ekki minst, á hátíð sem þessari, nema íslendinga þeirra sé að nokkru getið, sem flutt hafa á vesturveg. Tvennakonar öfga hefir oft orðið vart í ræðum og ritum, sem fjall- að hafa um jslnezka þjóðarbrotið hér. Annars vegar er oflofið og skrumið; hins vegar vantrausts- yfirlýsingarnar og fyrirlitningin á þjóðareinkennum vorum og arfi. Mun að undanförnu meira hafa borið á hinu fyrra. “Það hefir verið alltítt, “að þruma lof um alt og alla.” Aftur hafa ^ðr- ir talið það skyldu sína gagnvart sjálfum sér og hérlendum þjóðfé- lögum, að lítilsvirða alt íslenzkt, ganga að því sem sjálfsögðu, að vér séum kktungar meðal koliung- borinna lýða; sé oss því hentast að semja oss að siðum þeirra í einu og öllu — og því fyr þvi betra. Eigi skal hér neinum tíma til þess varið, að deila við þá, er þannig kunna að hugsa. Nægir í því efni að benda á ummæli Peter Norbeck’s öldungaráðsmeðlimar, sem eru partur úr ræðu þeirri, er hann flutti að Þingvöllum á há- tíðinni miklu 1930. Fórust hon- um meðal annars orð á þessa leið: “Það eru margar góðar og gildar ástæður til þess, að hin ameríska þjóð finnur sér skylt að taka þátt í þessum miklu há- tíðahöldum yðar. — Margir sona yðar og dætra hafa fluzt til Vest- urheims þar sem þau hafa sett heimili á stofn og tekist borg- aralegar skyldur á herðar. Þeir og MACDONALD'S Fine Oú Bezta tóbak í heiml fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. Ókeypis vindlingapappír ZIG-ZAG með hverjum tóbakspakka Ágætasta vindlinga tóbak í Canada afkomendur þeirra, hafa reynst iðjusamir,- gáfaðir frelsisunnend- ur, löghlýðnir og guðhræddir. Þeir hafa lagt fram skerf, ekki að- eins til efnalegra frarrtfara í Ameríku, heldur einnig til lær- dóms og menningar . . .” Þetta eru ummæli ,hins mikil- hæfa þingmanns um oss Vestur- íslendinga, og svipað fórust Burt- ness þingmanni orð síðar á sömu hátíð, er hann afhenti líkneski Leifs hepna, sem þá var í smíð- um. Og Coolidge, fyrv. forseti, sagði í kveðjuskeyti til hátíðar- nefndarinnar á Mountain, N. Dak., sumarið 1928: “Eg er ekki hissa á þvi, að þessi sterki þjóðflokkur, sem hingað fluttist frá íslandi fyrir 50 árum, hefir lagt svo eft- irtektarverðán skerf til þjóðlegra framfara, bæði verklega og and- lega.” íslenzkir menn í jVesturheimi munu jafnan telja sér sæmd í slíkum ummælum jafn-merkra manna, það því fremur vegna þess, að þau hafa við óhrekjandi staðreyndir að styðjast. Um leið og vér í $ag minnumst ættlandsins, minnumst vér og þess, að vér höfum lifað sögu þess upp aftur að nokkru hér í nýju landi. íslenzkir menn og konur komu hingað til lands, eins og aðrir frumbyggjendur, í leit nýrra tækifæra og nýrrar ham- ingju. Ný landnámsöld hófst. Fæstir höfðu öndvegissúlur eða önnur tákn fyrri velmegunar við að styðjast í hinni nýju baráttu, en flestir komu með þeim á- kveðna ásetningi að sjá sér og sínum borgið, rækta jörðina og gjöra sér hana undirgefna. En þótt engar væru öndvegissúlur í förum, komu íslendlngar ekki hingað til lands eins raunalega fátækir og hinn sundurleiti og örgeðja Suður-Evrópulýður, sem hingað hefir streymt í miljóna- tali. íslendingar fluttu hingað til lands, ekki aðeins koffortin sín, sængurfatnaðinn og tóvinnutæk- in, heldur einnig sögu sína og menning, reynslu og manndáð. Nýja landnámsöldin reyndist að sumu leyti svipuð þeirri fornu; að öðru leyti ólík vegna fráleitra staðhátta. Hingað hafa menn komið úr öllum sveitum íslands; hér hafa komið fram sveitarhöfð- ingjar, hér hafa menn átt í mikl- um deilum háð margskonar þing, átt í miklum andlegum vígaferl- um; hér hafa menn reist allskon- ar hörga 0g hof í nafni og áð dæmi forfeðranna, og til verndar og viðhalds arfinum dýrmætasta, sem hjörtu þeirra bjuggu yfir. Landnámsöldin vestur-íslenzka er nú liðin hjá, og vér stöndum í anddyri nýrrar sögualdar. Eins og landnámsaldarinnar hefir ver- ið og verður maklega minst, og þeirra, sem á því tímabili gerðu íslenzkan þjóðargarð frægan, svo mun og hin nýja söguöld löngum verða minnisstæð þeim af afkom- endum vorum, sem kunna að meta fjársjóðu andans. Á söguöld heimaþjóðarinnar íisu upp marg- ir hinir mætustu menn, lögsögu- menn eins og Þorkell máni, sem lögsögn hafði á hendi í fjórtan sumur og þótti hverjum manni betur siðaður, þeirra er heiðm.r voru kaPaðir. Á banadægri lét hann bera sig út í sólargeisla cg fal sig á hendur þeim Guði, sem sólina hefði skapað; hann átti mik- inn þátt í því að sætta menn og setja niður deilur. Þá var uppi skáldið Egill Skallagrímsson; skörungurinn Snorri goði; sveitarhöfðinginn Ingi- mundur gamli. Hafa þá nokkurir komið fram, það sem af er vestur- íslenzkri söguöld, er minni á þenna forna, íslenzka höf ðingjalýð ? Vissulega eigum vér lögsögumenn (lögmenn) eigi allfáa, sem skarað hafa fram úr öðrum, og verið sómi sinnar stéttar. Ef nokkur efast um að vér frónskir Vesturheimsmenn eigum skáld, má benda á Sýnisbók Vestur-íslenzkra Bókmenta, sem gefin var út hátíðarárið 1930, und- ir nafninu: “Vestan um haf.” Sveit- arhöfðingja eigum wér í hverri bygð, menn og konur, sem í sveita síns andlitis hafa rut( skóga og rist jörð, snúið tröllslegum flákum í unaðslega akra, engi og tún. Oft hefi eg fengið að njóta íslenzkrar gestrisni hér vestra, sem stendur hvergi að baki þvi sem bezt er heima á Fróni. Ekki skal hér tíðrætt um afrek hinnar andlegu stéttar á vest- ur-íslenzkri söguöld. En þó mun það jafnan viðurkent, að í þeirri stétt höfum vér átt, og eigum enn menn, sem með miklum dugnaði og sjálfsafneitun hafa lagt alt kapp á að bera samferðamenn sína út í sólskin lífshamingjunnar, og hafa veitt ilgeislum guðlegs kærleika inn í hjörtu þeirra. En saga íslands er ekki að fullu skráð þó getið sé landnáms og sögu- aldar. Síðar komu tímabil niður- lægingarinnar og afturfaranna er þjóðin tapaði trúnni á köllun sína og varð útlendu valdi að undirlægju. Oss frónskum mönnum í Vestur- heimi er ekki nóg að horfa á reik- andi svipi fornaldarinnar, og líta stjörnu íslenzkrar frægðar og mann- dáðar hrapa af himni niður, eins og hún gerði á niðurlægingar tímabili þjóðar vorrar. Vér eigum aö láta víti fortíðarinnar vcrða oss að varn- aði, og halda fast um þann dýrmæt- asta fjársjóð, sem oss hefir verið trúað fyrir. Hver er sá fjársjóður? spyrja menn, og margir svara: íslenzkt þjóðerni, islenzk tunga og þjóðar- einkenni. Þetta þurfum vér um fram alt að varðveita gegn ágangi annarlegra þjóða. Vafalaust tala menn þannig í einlségni og fullri al- vöru, en við skynsamlega yfirvegun, og með opin augu fyrir raunveru- leikanum í þessu máli virðist þó alt slíkt hjal aðeins hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Dagar einangr- unarinnar eru liönir; hér getur á ó- komnum tímum ekki orðið um neitt iNýja ísland að ræða, þjóðernislega talað. Vér Vestur-Islendingar er- um ekki gestir hér lengur. Vér er- um heimamenn, og höfum undir- gengist þegnskyldukvaðir þær, sem fósturlandið leggur oss á herðar. Vér höfum komið hingað til að lifa, en hér munum við einnig deyja, og bera beinin, allflestir. En eins og eg trúi á framhald sálarlífsins eftir dauðann, þannig trúi eg því að þó að vér deyjum hér sem einstakling- ar og sem þjóðarbrot, þá mun hin íslenska sál samt lifa um ókomin ár, og gera vart við sig í áhrifum á óbornar kynslóðir. Eins og lækirnir fjölmörgu, sem falla niður fjallshlíðina, mynda að lokum elfuna stóru, sem fellur til sjávar, þannig renna um síðir liin mörgu og ólíku þjóðabrot sem til þessarar álfu hafa fluzt saman í eina heild, eina volduga þjóð. Állar jóðir heimsins hafa flutt þessu la'ndi mannfórnir. Jónatan frændi (Uncle Sam) hefir til skamms tíma tekið á móti þeim öll- um með fögnuði. Sumar þjóðirnar hafa gefið honum miljónir af í- búum sínum, aðrar hundruð þús- unda. Sumar hafa lagt honum til heimsfræga menn; aðrar stórkost- legar tekjulindir. Á meðal þeirra, sem afhent hafa Jónatan frænda fórn sína er Fjall- konan. Hún gengur fram fyrir musterisdyrnar alvarleg á svip en tíguleg í fasi. Híún ávarpar Jónatan með orðum sem vér þekkjum í öðru sambandi: ‘Silfur og gull á eg ekki, en það sem eg hefi það gef eg þér.’ Svo bendir hún á hópinn, vestur- íslenzka, ef til vill rúma tylft þús- unda—þessa gef eg þér, æfistarf þeirra hæfileika óskifta, drenglund og manndáð, en sál þeirra tilskil eg mér, hana má eg ekki missa; með henni eiga þeir og niðjar þeirra i ótal liðu að mæla Islands minni í Ame- ríku, svo alþjóð viti, að eg í fátækt minni hefi borið fram dýrmæta fórn nýja heiminum til þjóðþrifa og blessunar.’ íslenzkir menn og konur, vegna Fjallkonunnar, og\sjálfra vor, ber oss að kosta kapps um að tryggja framhald sálarlífsins þótt vér deyj- um. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man....................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................B. S. Thorvaldson Árborg, Man....................Tryggvi Ingjaldson Arnes, Man............................ G. Sölvason Baldur, Man..........................O. Anderson Bantry, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..............Thorgeir Símonarson Belmont, Man....................... .O. Anderson Blaine, Wash.........1.......Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask................................S. Loptson Brown, Man............................J. S. Gillis Cavalier, N. Dak®ta.......'.....B. S- Thorvardson Churchbridge, Sask..............................S. Loptson Cypress River, Man............. .F. S. Fredericksoh Edinburg, N. Dakota.............Jónas S. Bergmann Elfros, Sask..............Goodmundson, Mrs'. J. H. Foam Lake. Sask.................Guðmundur Johnson Garðar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.....................................C. Paulson Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man...........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...................F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Hayland, Man...................................Kr. Pjetursson Hecla, Man.......................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.............................John Norman Hnausa, Man.................................... G. Sölvason Hove, Man......................... .A. J. Skagfeld Húsavík, Man.....................................G. Sölvason Ivanhoe, Minn............................B. Jones Kristnes, Sask.............................Gunnar Laxdal Langruth, Man...................John Valdimarson Leslie, Sask......................... Jon Ólafson Lundar, Man...............'...........S. Einarson Lögberg, Sask..........................S. Loptson Markerville, Alta................................O. Sigurdson Minneota, Minn............................B. Jones Mountain, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Mozart, Sask..................................Jens Eliason Narrows, Man...................................Kr. Pjetursson Nes, Man....................;......... G. Sölvason Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld Oakview, Man........................Búi Thorlacius Otto, Man.......................................S. Einarson Pembina, N. Dakota....................G. V. Leifur Point Roberts, Wash....................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta....................... O. Sigurdson Reykjavík, Man......................Árni Paulson Riverton, Man...................................G. Sölvason Seattle, Wash.........................J. J. Middal Selkirk, Man...................... Miss D. Benson Siglunes, Man...................................Kr. Pjetursson Silver Bay, Man................................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota................B. S. Thorvardson Swan River, Man........................A. J. Vopni Tantallon, Sask....................J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð Vancouver, B.C......................Mrs. A. Harvey Víðir, Man.................................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man......................Guðmundur Jónsson Westbourne, Man..................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man...........................G. Sölvason Winnipegosis, Man............Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask..................Gunnar Johannsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.