Lögberg - 01.09.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.09.1932, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN i. SEPTEMBER, 1932. Högtjerg Gefið tit hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES 80 327—86 328 Voðaleg tíðindi John A. Machray, K.C., forseti héskóla- ráðsins í Manitoba og1 féhirðir, hefir verið kærður um að hafa stolið frá háskólanum í Manitoba $47,451.37. Kom mál þetta fyrir lögreglurétt fylkisins í Winnipeg hinn 25. ágúst og var þá frestað þangað til í dag, 1. september. Mr. Machray gat ekki mætt fyrir réttinum vegna þess, að hann liggur veikjur. Læknir hans, Dr. MacKenzie bar það fram, að engin tiltök væri, að hann gæti mætt vegna veikinda. Mr. Maohray hefir verið tekinn fastur, en er þó enn laus við að vera í fang- elsi, gegn háu tryggingarfé. Fyrir hans hönd mættu í réttinum lögmennimir A. E. Hoskins, K.C. og B. C. Parker, K.C. Fyrir réttvísina sækir málið John Allan, K.C. aðstoðar dómsmálaráðherra Manitobafylkis. T'aliÖ er líklegt, að það fé, sem horfið er úr sjóðum há- skólans, sé miklu meira en talið er hér að framan, en það hefir enn ekki yerið rannsak- að að fullu. Þessi sami maður hefir líka haft undir hendi stórfé tílheyrandi ensku kirkjunni hér (Church og England), og er nú fullyrt að þar sé líka um stórkostlega óreiðu að ræða. Samt hefir ekkert ákveðið verið látið uppi um það, enn sem komið er. Hvemig þessu öllu í raun og veru er varið, er enn svo á huldu, að ekki er hægt að skýra frá því með neinni vissu. En eins og stendur halda margir, að hér sé um þann stórkostleg- asta f járdrátt að ræða, sem nokkurntíma hef- ir átt sér stað í Manitoba. Hvað háskólann snertir, þá er hér um almennings fé að ræða og allir fylkisbúar eiga fulla heimtingu á, að fá að vita hvemig þessu er varið og hverjum hér í raun og veru, er um að kenna. Er von- andi að frá þessu verÖi skýrt afdráttarlaust eins og það er, af stjóminni og háskólaráð- inu. Það tjón, sem háskóhnn hér hefir orðiÖ fyrir, dregur að sjálfsögðu stórkostlega úr tekjum hans, og hefir háskólaráðið nú þegar tekið til þeirra ráða, að hækka skólagjöldin og lækka laun kennara. > Kínverskar konur 1 hinu mikla og forna Kínaveldi hafa mikl- ar breytingar orðið á seinni ámm, eins og öll- um er kunnugt. Hin vestræna menning hefir rutt sér þar til rúms á ýmsum stöðum og náð meiri eða minni fótfestu. Við það hefir hin foma siðmenning mjög raskast og hugsunar- liáttur þjóðarinnar tekið miklum breytingum. Víðast hvar var áður afar mikill munur gerður á körlum og konum, en líklega hvergi eins mikill hjá siðuÖum þjóðum, eins og ein- mitt í Kína. Þar skifti svo mjög í tvö hom, að strax frá fæðingu var cfekraÖ við svein- bömin úr hófi fram, en uppeldi stúlknaima vanrækt, að því leyti að minsta kosti, að þeim var ekkert kent' annað en heimilisverk og ekki til þess ætlast, að þær lærðu annað, jafnvel þó um heldrimanna dætur væri að ræða. Alt bóknám var óþekt, hvað kvenfólkið snerti. Nú er þetta orðiÖ alt öðruvísi. Fjöldi kín- verskra kvenna hafa nú hlotið ágæta mentun. Og enn meiri fjöldi hefir hlotið einhverja dá- litla mentun, en sem er þó nóg til þess, að framkoma þeirra öll og hugsunarháttur, er alt öðruvísi en áður var. Reynast stúlkurnar nú miklu námfúsari heldur en piltamir og leggja miklu harðara að sér að læra. Kemur þetta aÖallega til af því, að við drenginn er dekrað alt of mikið á heimilinu og strax byrj- að að leggja alt of mikla áherslu á að kenna honum ýmislegt, svo hann bíður þess aldrei bætur, nema því aðeins að hann sé alveg sér- staklega vel gefinn og hraustur til sálar og líkama. Því er alt öðru vísi varið með stúlkuna. Hún er strax vanin við að vinna og hún verð- ur að þola margt, sem hún er ekki ánægð með og lærir því fljótt að láta margt á móti sér. Þegar því tækifæriÖ kom til að afla sér ment- unar, hafði hún öll skilyrði til að nota það tækifæri og þeir hæfileikar höfðu ekki veriÖ frá henni teknir, eins og piltinum, að leggja hart að sér, sem er ávalt nauðsynlegt skil- yiði fyrir því, að geta aflað sér nokkurar verulegrar og haldgóðrar mentunar. Eins og nú stendur má vel skifta kínversku konunum í þrjá flokka. Fyrst em gamaldags, ómentaða konan, en hana er enn að finna í allskonar félagslífi í Kína. Þá er sú sem nokkra undirbúnings mentun hefir fengið, svo sem barnaskólamentun, eða kannske mið- skólamentun og í þriðja lagi sú, sem háskóla- mentun hefir hlotið. Þar með era taldar þær stúlkur, sem útskrifast hafa frá háskólum í öðrum löndum og komið svo heim. Á þær líta hinar fyrst nefndu vanalega sem útlend- inga, en sjálfar finna þær vel, að þær era kínverskar konur, þrátt fyriv sína útlendu mentun. í flestum löndum er þannig ástatt að konur era miklu fleiri heldur en karlar. Geta þær því ekki allar gifst. 1 Kína verður þessa ekki vart, en samt sem áður eru þar margar kon- ur, sem ekki eiga þess kost að giftast. Þar eru margar hámentaðar konur, sem ekki gift- ast. Ekki vegna þess að þær vilji það ekki, heldur vegna þess, að þær geta það ekki. Kemur þetta til af því, að menn, sem eru við þeirra hæfi, mentaÖir menn, eru flestir kvænt- ir menn, hafa af foreldrum verið látnir g'i ft- ast meÖan þeir voru enn unglingar, og þá vahalega konum, sem voru algerlega ment- unarlausar. Eins og nærri má geta, kemur það oft fyrir, þegar þessar vel mentuðu konur kynnast þessuih vel mentuÖu mönnum, en sem hafa verið giftir frá því þeir voru unglingar, að ráði foreldra sinna, að þau felli hugi sam- an, því maðurinn finnur vel mismuninn á þessari mentuðu konu og sinni konu, sem ekk- ert hefir lært um dagana, annað en að gera heimaverkin. Honum þykir hún skemtilegri, sem eSlilegt er, og meira við sitt hæfi. Nú er úr vöndu að ráða fyrir hina mentuðu konu. Á hún að vera ógift alla æfif Á hún að giftast einhverjum, sem stendur henni langt að baki hvað mentun snertir? ESa á hún að ganga að því, að maðurinn skilji við konuna sína, til þess ab giftast sérf Hún er alveg ófáanleg til þess, að vera önnur kona, eða ein af mörg- um. Fjölkvæni er óhæfa frá hennar sjónar- miði. Hún vili vera kona mannsins síns, fé- lagi hans og jafningi. Þegar svona kemur fyrir, verður niðurstað- an oft sú, að maðurinn skilur við sína fyrri konu og giftist mentuÖu konunni og fer að líta á konuna og hjónabandið eins og gengur og gerist meÖal vel siðaðra hvítra manna. Af- sökunin fyrir því að maðurinn skilur við sína fyrri konu, er eitthvað á þessa leið: Hann og mentaða konan elska hvort annað; hjóna- band hans var ekki til orðið af ást, eða eftir hans eigin vilja, heldur sam- kvæmt ráðstöfun foreldra lians. Hann elskar ekki konu sína og getur aldrei gert það. Þau eiga enga andlega sameign. Þar við bæt- ist enn, að það liljóti að vera gott fyrir föð- urlandið, fyrir þjóÖina, að eignast sem flest heimili, þar sem bæði hjónin eru vel mentuð og börnin yrðu því alin upp í andrúmslofti mentunar og menningar. Það er því sönn þjóðrækni, að fjölga slíkum heimilum eins og hægt er. Auðvitað verður einhver að líða fyrir þetta, en þá er bezt að sá verði fyrir skakkafallinu, sem minst lið er að í þjóðfé- lagánu, og það er náttúrlega, í þessu til- felli, lítilsiglda, gamaldags og mentunar- snauða konan. Það verður því niðurstaðan, eins og fyr segir, að gamla konan verður að víkja og mentuÖu hjónin stofna nýtt heimili. Margir af hinum mentuðu heldri mönnum í Kína hugsa samt ekki á þessa leið. Þeir skilja það ranglæti, sem konan verður fyrir, ef maðurinn skilur við hana, án þess að hafa nokkra aðra ástæðu til þess en þá einu, að húrí er gamaldags og ómentuð. Henni er það með öllu ósjálfrátt. Þar að auki er sá hugs- unarháttur afar ríkur í Kína, enn í dag, að líta á allar konur með mikilli óvirðingu, ef menn þeirra hafa skilið við þær. Jafnvel þó fyrverandi eiginmenn þessara kvenna reyni að láta sér farast eins vel við þær, eins og þeir geta, þá verður þó líf þeirra einmanalegt og ömurlegt og þær era lítiisvirtar í mannfé- laginu. Þær konur, sem fengið hafa dálitla mentun, en ekki of mikla, eru best á vegi staddar af öllum konum í Kína. Þær kunna gott lag á því að l(ta vel út og koma sæmilega fram og ekki ólíkt því, sem mentaðri konu ber að gera. Margir ungir og sæmilega vel mentaðir Kín- verjar segja að í þeim liópi séu að finna beztu konuefni. Þær ætlast ekki til nærri eins mik- ils af mönnum sínum, eins og þessar háment- uðu stúlkur, sem vita alt of vel hvernig hlut- irnir eiga aÖ vera. Þessar ungu og lítt ment- uðu stúlkur þykja skemtilegar og era vinsæl- ar mjög. Þær gera sig ánægðar með það sem þær geta fengiÖ, en þær era furðu lægnar á að fá það sem þær vilja. Þær fást oft jafnvel ekki um það, þó maðurinn, sem þær giftast, eigi aðra konu fyrir. Mentunin, sem þær hafa fengið, stendur ekki djúpt og hefir ekki haft mikil áhrif á hugarfar þeirra og siðferðis- þroska. En með slíka konu er maðurinn vana- lega ána>gður. Á mannamótum getur hún hagað sér þannig, að hann sé vel sæmdur af, og heima fyrir er hún iöjusöm, bff til mat- inn og gerir það annað sem gera þarf, og á böm. Hin gamaldags, ómentaða kona og hin, sem allra bestu mentun hefir hlotið, eiga því erfiðasta aðstöðu, eins og nú er ástatt í Kína. En af þessum tveimur, er þó hin ómentaða kona langt um brjþstumkenn- anlegri. Hin hefir náð svo miklum andlegum þroska, að hún getur orðið gagnleg mann- eskja og notið lífsins á margan hátt, þó hún geti ekki notið ást- ar og umliyggju eiginmanns, og móðurást hennar, sem öllum konum er meðfædd, fái ekki að njóta sín. Ekkert land í heimi þarf frekar en Kína, á því að halda, að eiga vel mentaðar ko*ur, sem geta varið lífi sínu til þess, að menta þjóðina, inn- ræta henni hærri liugsjónir, og vísa henni veg til meiri far- sældar heldur en hún á nú við að búa. Með því að verja æfi sinni til slíkra verka, getur hin vel mentaða kona notið þeirrar ánægju, að vita sjálfa sig liafa orðið þjóð sinni til gagns og jafnframt getur liún með þessu móti orðið efnalega sjálfstæð. Fáar manneskjur eru kann- ske brjóstumkennanlegri held- ur en gamaldags, kínverska konan, sem hefir verið gift vel mentuðum og oft vel efnuðum manni, en hefir svo orðið að rýma sess fyrir vel mentaðri konu, sem óneitanlega er meira við mannsins hæfi. En það má ekki gleyma því, að í Kína eru margir menn og margar konur, sem hinnar hærri mentunar hafa notið, sem hafa svo mikið af réttlætistilfinningu, að þeim dettur ekki í hug að ganga á rétti gömlu konunnar til þess að geta sjálf notið ástar og lífs- gleði. Hvað konuna snertir, ment- un hennar og álit og stöðu í mannfélaginu, eru afar miklar breytingar að verða í Kína ein- mitt nú. En þær breytingar geta ekki orðið nema með mikl- um sársauka og á löngum tíma, en vafalaust verða þær til góðs. ÞaÖ, sem hér hefir sagt verið um kínverskar konur, er að efni til úr hinu merka tímariti “Pacific Affairs ”, sem út er gefið í Honolulu. Ólafs konungs Tryggvasonar, eftir Gunnlaug munk, sem prentuð er í Skálholti 1689. Þar stendur svo: Þangbrandur taldi trú fyrir Halli, °g eggjaði hann a'Ö snúast til sið- bætis kristinna manna. Og einn tíma mælti Hallur til Þangbrands: Svo er háttað að hér eru kerlingar gaml- ar með mér, hrumar og örvasa syo að þær liggja í rekkju, og mega ekki sjálfar bera sig. Nú mun eg þig láta skíra kerlingarnar, en ef þær kunna nokkuð að hræra sig eftir skirnina, eða þær séu nokkurri sótt- minni en áður, eða þeim þyngi ekki við, er þær eru hrærðar, að þær séu í vatn færöar, þá sé eg að mikill kraftur fylgir kristnum sið. Skal eg þá láta skírast og alt mitt heimafólk. Síðan eggjaði Hallur kerlingarn- ar, að þær skyldi trú taka, þá er Þangbrandur boðaði, og er þær höfðu játað þrefaldri spurningu kennimannsins, af þrenningar trú, og er þær höfðu beðist skírnar, sem siður er til, þá skírði Þangbrandur kerlingarnar í nafni föður, sonar og heilags anda, og færði þær þar eftir í hvít klæði. En Hallur húsbóndi þeirra kom til þeirra þegar annan dag og spyr þær hversu þær mætti, en þær svöruðu báðar senn, svo segjandi: Harla vel megnum við, því að sakir elli og náttúru eru afl- litlir líkqmir okkar, en þó er brottu allur sjúkléikur og óhægindi, er okkur hefir áður þyngt og þrengt, en þar á móti er komin æskileg hvíld og heilsa líkamans, því að all- ir eru okkar liðir og limir mjúkir hver til sinnar þjónustu, þvi líkt sem við séum ungar orðnar í annað sinn, horfinn er uggur og ótti og lífs- beiðni, en við höfum fengið fagnað og gleði og von meiri sælu. Bóndi varð við þetta glaður og hét að taka trú. Var hann skírður þvotta- dag fyrir páska, í brunnlæk sínum, og alt hans heimafólk. Gaf Þang- brandur prestur nafn læk þessum og kallaði Þvottá, er síðan er bær- inn við kendur. Þangbrandur prestur fór um sum- arið til Alþingis með Halli. Af þessu má ráða, að það voru tvajr gamlar konur, sem fyrst beindu kristninni braut á íslandi. Oddur Oddsson. —Lesb. Mbl. Undraverð límtegund Nílega hefir sænskur maður lokið við uppgötvun, sem hann hefir unn- ið að á síðastliðnum árum. Hefir honum tekist að búa til efni, sem límir leður, tré, gifs, gler og postu- lín o. fl. En það merkilegasta er, að efnið lóðar saman hluti úr járni, stáli, kopar, aluminium og yfir höf- uð flestum eða öllum málmum, svo vel sem heilt væri, án notkunar venjulegra áhalda, sem nauðsynleg eru við kveikingu á málmum. Tilraunir hafa verið gerðkr um styrkleika og öryggi límefnis þessa m. a. þannig: Leðurreim var skorin sundur í miðju, og síðan límd sam- an. Síðan var flugvél látin fljúga með mann hangandi í hinni saman- límdu leðurreim, alla leið milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar. Þegar til Málmeyjar kom, slepti maðurinn leðurreiminni og lét sig falla niður í fallhlíf. Límið hafði staðist prófið. Atburður þessi gerð- ist í mars s. 1., og fluttu öll stærstu blöð Danmerkur myndir og greinar um atburðinn. Síðan hefir flug þetta verið endurtekið víðs vegar í Sviþjóð, og víðar, og alt af hefir límið reynst jafnörugt og aldrei sýnt hina minstu bilun. Hingað til hefir verið mjög erf- itt, eða næstum ómögulegt að fá sæmilegar viðgerðir á biluðum eld- húsáhöldum úr aluminium. Nú er sú þrautin leyst. Einn dropi af þessu undraefni gerir ketilinn, pott- inn eða könnuna heila, og þolir efni þetta eldhitann ágætlega. Efni þetta, sem nefnist Metalfix, er þykkur, fljótandi lögur í glösum og þarf engin á höld eða útbúnað I við notkun þess. Það þolir hita og i kulda, þurk og raka. Metalfix kom á markaðinn er- ' lendis fyrir að eins fimm til sex ) mánuðum síðan en á þessum stutta tíma hefir það náð geysilega mikilli útbreiðslu. Hlingað hefir það ekki flust enn þá. En ráðstafanir eru gerðar til þess að íslendingum, sem öðrum, gefist kostur á að hagnýta sér þetta undraverða lím.—Mbl. Konurnar og kristnin Frá þvi er íslendingasögur hóf- ust, sýna þær að íslenzkar konur hafa ávalt látið mikið til sín taka málefni þjóðar sinnar, og jafnan ráðið miklu bæði á heimilum sínum og um almenn mál, svo sem Berg- þóra Skarphéðinsdóttir, Þorbjörg digra, er hafði á hendi héraðsstjórn í f jarveru manns síns, Þuríður móð- ir Arnórs kerlingarnefs, og margar fleiri, sem of langt væri upp að telja. Þó var eitt stórmál, sem þær sýn- ast lítið hafa gefið sig við, en það var kristnitakan, ömuðust jafnvel heldur við henni, og ein þeirra, Steinunn, mótmælti henni kröftug- lega. Andúð þeirra gegn kristna siðnum mun aðallega hafa stafað af banninu gegn hrossakjötsátinu, og barnaútburðinum, sem hvort tveggja dró úr búsæld þeirra, enda leyft svo lengi sem kostur var á, eftir að kristnin var lögtekin. Það er nú samt svo, að það voru konur, er hinn fyrsti reglulegi kristniboði, Þangbrandur, skírði fyrst á íslandi. Spekingurinn Hallur af Síðu, er fyrstur tók á móti Þangbrandi presti, er hann kom til íslands í trú- boðserindum, vildi ekki taka kristni og láta skirast, þrátt fyrir áeggjan Þangbrands, nema með því skilyrði að tvær gamlar konur, er þar voru á heimilinu, létu skírast fyrst, svo hann mætti sjá hversu þeim yrði við, er þær skiftu um átrúnað eftir svo langa lífsreynslu. Konurnar létu skírast og þótti líðan sín miklu betri eftir en áður, og er Hallur hafði sannfærst um það “lét hann skíra sig og alt sitt heimafólk.” Alkunnugt er hvern þátt Hallur átti síðar í kristnitöku íslendinga. Um þenna atburð má lesa í sögu Rewards! "*a “Seest thou a man diligent in business, he shall stand before kings.” In other words, the rewards in business life are many ana great. They go to those who give an equitable portion of their time to the study of business principles. It is generally under- stood that the more we know about business the better chance we have of acquiring those rewards. What are they? A few of them are Position - Money - Power Contentment - - Happiness You May Choose Your Own Reward! The better equipped you are for businessTife, the better de- veloped is your earning power. Young man! Young woman! you should have a Dominion Business College training that will sharpen your instincts, develop your analytical powers and » mould you in the characters of first-class business men and woman. Such is the training your receiúe in our Day and Evening Classes Dominion Business College For c&T»enty-One Years a Leader in fffusiness (fducation THE MALL DAVID COOPBR, C.A. BRANCHIES: President. f St. James—at College Street. St. James—Main at Machray. Elmwood—Kelvin at Mclntosh y \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.