Lögberg - 22.09.1932, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.09.1932, Blaðsíða 1
45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1932 NÚMER 38 Helgi Paulson Hann er dáinn. Andaðist að heimili sínu í grend við Elfros, Sask., á sunnudaginn hinn 18. þ. m., rétt sextugur að aldri. Hann dó á afmælisdag sinn, hinn sex- tugasta. Heilsa hans var biluð síðustu árin, en rúmfastur mun hann ekki hafa legið nema stutt. Var auk- heldur á ferð hér í Winnipeg snemma í mánuðinum sem leið. Helgi Paulson var Skaftfelling- ur. Svo að segja á barnsaldri fór hann til Jóns prófasts Jónssonar í Bjarnanesi í Hornafirði, en síð- ar á Stafafelli, og var jafnan hjá honum eftir það, þangað til hann fór til þessa lands, sem mun haía verið fyrir fjörutíu árum, eða þar um bil. Að undanteknum fyrstu árunum, sem hann var hér, stund- aði hann jafnan búskap. Fyrst í Lundar bygð, þá í grend við Mor- den, Man., og nú í mörg ár við Elfros, Sask. Búnaðist honum jafnan vel, enda var hann dugn- aðarmaður með afbrigðum. Manni fanst stundum, að vinnuákafinn ganga næstum úr hófi fram. Hann var maður örlyndur mjög, hugs- aði fljótt,. og það var oft skamt á milli hugsana og orða og at- hafna. Trygglyndari menn heldur en Helgi Paulson, eru sjaldgæfir. Hann var vinur vina sinna, ekki bara í bili, heldur alt af, og hann gat lagt næstum ótrúlega mikið á sig, til að vera þeim til gagns og gleði. Það mátti æfinlega reiða sig á Helga. Nokkrum árum eftir að Helgi kom hér vestur, giftist hann Helgu Eggertsdóttur, systur Árna Egg- ertssonar fasteignasala í Winni- peg og þeirra systkina. Ágæt kona. Börn þeirra eru fjögur á lífi og eru hér talin eftir aldri: Margrét Halldóra, gift innlendum manni, sem E. Robertson heitir; Agnes, hjúkrunarkona, ógift; Norma, gift Skafta Steinson, hveitikaupmanni, og Ólafur, heima hjá móður sinni. öll eru þau mesta myndarfólk og vel mönnuð. Eina systur átti hann á lífi, Margrétu konu Brynjólfs Jónsson, Stony Hill. Helgi Paulson var bóndi, dugn- aðar bóndi. Einn af þeim, sem bygði sér og sínum gott og mynd- arlegt heimili, þar sem áður var auðn, og sneri óræktuðu landinu í akra og engi. Einn af þeim, sem “orti þetta afbragðs ljóð, úr auðn hið fagra gras.’ Hann var sæmdar maður. Allir, sem hann þektu, munu nú minnast hans með hlýhug og virðingu og söknuði. Einn af þeim er sá, sem þessar línur ritar. F. J. Vilja fá haerra kaup Blöðin fluttu þær fréttir í vik- unni sem leið, að bændur í grend við íSaskatoon, gætu ekki fengið þar menn til að vinna myrir sig við uppskeru og þreskingu fyrir $2.00 til $2.50 á dag. Þeir vildu ekki vinna fyrir minna en $3.00 á dag, eða að öðrum kosti sitja atvinnu- lausir í Saskatoon og lifa á at- vinnuleysisstyrk. En þeir, sem fyrir ráða þar, hafa ákveðið, að veita þeim ekki slíkan styrk, sem ekki vilja vinna fyrir það kaup, sem nú er i boði. Fremur sjálfsmorÖ John Ellis, hinn brezki böðull, sem fyrir nokkrum árum var tal- inn að hafa hengt fleiri glæpa- menn heldur en nokkur annar maður í víðri veröld, hefir nú fyr- irfarið sér. Hann hefir síðustu ár- in verið geðveikur og stundum legið við sturlun. Skógarbjörn verður manni að bana Á föstudaginn í vikunni sem leið þótti Tanaska Kawulia og fólki hans undarlega við bregða, þegar stóreflis skógarbjörn kom heim með kúnum um kveldið. Kawulia og sonur hans reyndu að reka hann í burtu, en þegar það gekk ekki og björninn stökk upp í tré, skaut yngri maðurinn á hann og hitti hann í augað og særði hann miklu sári. Varð nú björninn ákaflega reiður og stökk á gamla manninn og vann þegar á honum. Kona hans var þarna við stödd og varð henni svo mikið um þessa sjón að hún fékk hjarta- slag og dó þegar. Næsta dag fanst björninn þar í nágrenninu og var þá skotinn. Þetta kom fyr- ir í grend við Gardenton, Man. Maðurinn var 68 ára að aldri, en konan 65 ára, og höfðu þau verið þarna í þrjátíu ár. Machray málið Af því vandræðamáli er ekki mikið að segja frá því í vikunni sem leið. Samt sýnist sú mikla fjárupphæð sem misfarist hefir hjá honum, alt af vera að aukast, eða eitthvað nýtt og nýtt að koma þar upp úr kafinu, þar á meðal um $60,000, sem Heber Archi- bald, fyrverandi félagi hans, átti hjá honum. Lítur út fyrir, að hjá Machray hafi átt sér stað næstum ótrúlega mikil fjármála óreiða. En það liggur ekki nærri, að þetta mál sé enn að fullu rannsakað eða skýrt. * f - Gleðimót » . . ■* * *■ Fjölmenn og skemtileg samkoma var haldin í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudags- kveldið. Var tilefni samkomunn- ar fyrst og fremst það, að nú er safnaðarfólkið, alt komið heim aftur, en sem margt var burtu um tíma í sumar, eins og vanalega, og söfnuðurinn er aftur tekinn til starfa rneð fullu fjöri. Var þar skemt lengi kveldsins með góðum söng og hljóðfæraslætti og ræðu- höldum og kvenfélögin, sem fyrir samkomunni stóðu, báru fram á- gætar veitingar að skemtiskránni lokinni og margt af fólkinu skemti sér við að tala saman góða stund eftir að samkomunni var lokið. Þó hér sé ekki farið út í að segja frá hverju atriði, sem fram fór, þá skal þess þó getið, að á samkomunni var staddur Mr. Björn Hjálmarsson fræðslumála- stjóri frá Wynyard, Sask., og flutti hann þar prýðilega fallegt og vandað erindi. Vonar Lögberg að geta flutt lesendum sinum það áður en langt líður. Á samkomu þessari var söfnuð- inum afhent stór og prýðilega falleg mynd í fallegri umgerð, Kristur í grasgarðinum, sem Dr. A. Blöndal hefir dregið og gaf söfnuðinum. Er myndin hin prýðilegasta og ber órækan vott um listfengi Dr. Blöndals, sem mörgum var að vísu áður að nokkru kunn. Var Dr. Blöndal þökkuð þessi fallega gjöf með miklu og almennu lófaklappi. Akureyri, 26. ág. 1932. Lára ólafsdóttir, forstöðukona Sápubúðarinnar hér í bænum, varð bráðkvödd laust fyrir hádegi á miðvikudaginn. Hafði hún ver- ið heilsulítil um langan tíma, en oftast haft fótavist. Frk. Lára, svo var hún venjulega kðlluð, var rúmlega sextug og hin mesta at- gjörfis- og dugnaðarkona. — Isl. Samvinnustjórnir Þess er ekki langt að minnast, að Bracken forsætisráðherra bauð öllum stjórnmálaflokkunum í Manitoba samvinnu við sig og sinn flokk. Var þá um þrjá stjórn- málaflokka að ræða í Manitoba, auk þess flokks, er völdin hafði og Mr. Bracken var formaður fyrir. Það voru: frjálslyndi flokkurinn, íhaldsflokkurinn og verkamanna- flokkurinn. Að eins einn af þessum flokk- um tók tilboðinu um samvinnu. Það var frjálslyndi flokkurinn, en þó ekki óskiftur, því töluverður hluti af honum vildi ekki við slíka samvinnu eiga, en fór sinna ferða og hafði eina þrettán menn í kjöri við kosningarnar í sumar, þó enginn þeirra næði kosningu. íhaldsflokkurinn í Manitoba neitaði algerlega slíkri samvinnu. Vildi annað hvort hafa völdin einn, ef kjósendur vildu svo vera láta, eða taka engan þátt í stjórn- inni að öðrum kosti. Hið sama gerði verkamannaflokkurinn. — Þannig fór um þá samvinnu til- raun. Nú eru fleiri fylkistjórnir í Vest- ur^Canada farnar að hugsa um þetta sama, og sérstakleg stjórn- in í British Columbia. Þar er í- haldsstjórn og á hún við afar- mikla fjárhags örðugleika að stríða. Forsætisráðherrann þar, Dr. S. F. Tolmie, hefir lýst yfir því, að hann muni nú bráðlega leita samvinnu við frjálslynda flokkinn, en hvernig því verður tekið er enn í óvissu. Töluverðar iíkur eru þó taldar til þess, að þetta muni hafa framgang, en þó ekki fyr en eftir að þing kemur saman.í janúar í vetur. Énn fremur hefir Dr. Ander- son, forsætisráðherrá í Saskatche- wan, lýst yfir því, að hann sé hug- myndinni um samvinnustjórn hlyntur og að hann sé viljugur til samvjnnu við frjálslynda flokk- inn þar í fylkinu. Það lítur því út fyrir, að þessi samvinnu hugmynd sé að ryðja sér til rúms í Vestur-Canada, en það er kreppan sem því veldur. Vandræðin geta kannske orðið til að koma mönnum til að gæta hófs í pólitísku flokksfylgi. Kvenfólk og kvikmyndir Það hefir að undanförnu verið reynt að hafa kvikmyndahús í Ohurchill, eins og í öðrum bæjum. En þeir, sem fyrir því standa, geta ekki með nokkru móti látið það hepnast fjárhagslega og nú alveg hætt við það. Þarn eru um fimm hundruð manna, en þeir vilja ekk- ert hafa með kvikmyndir eða tal- myndir að gera. Það hefir ekki komið fyrir neitt, þó auglýst hafi verið, að kvenfólkið mætti koma án þess að greiða inngangsgjald. En það er auðskilið, því það eru bara fimtán konur í Chðrchill. “Til hvers er að fara á leikhús, þegar maður getur ekki tekið stúlkuna sína með sér ?” segja piltarnir og fara hvergi. En þessi reynsla bendir í þá átt, að kvik- myndahúsin séu aðallega fyrir kvenfólkið, og án þess geti þau ekki þrifist. Gandbi bættir að borða Það er rétt þessa dagana, að Gandhi hættir að borða. Hann hefir ákeðið fyrir nokkrum dög- um að gera það, ef hann fái ekki sínum framgengt, sem litlar likur eru víst til. Hygst hann nú að enda líf sitt á þennan hátt, ef hann fær ekki að njóta frelsis og vinna það, sem hann heldur að þjóð sinni sé fyrir beztu. Frá Islandi Reykjavík, 20. ágúst. Undanfarna viku hefir veðr- áttan verið óstöðug, enda hafa tvær lægðir farið austur yfir landið. Vindstaða hefir því ver- ið breytileg, með rigningu flesta dagana. — Á föstudag var vindur hvass af norðri um land alt og kólnaði talsvert. Á laugardags- morgun var t. d. hiti ekki nema 2—3 stig, sumsstaðar norðan- lands. ‘ Atvinnuleysið. — 661 gáfu sig hér fram við atvinnuleysisskrán- ingu um síðustu mánaðamót. Eru það álíka margir og við skrán- ingarnar í nóvember og febrúar í vetur. í febrúar voru það 654, með að jafnaði 60.7 atvinnuleys- isdagar síðasta ársfjórðunginn. Við skráninguna nú voru atvinnu- leysisdagar að jafnaði svipaðir, eða 59.9. Svo hefir talist til, að þeir, sem atvinnulausir eru hér í bænum. hafi um 2,100 manns á framfæri sínu. 200 manns hefir bæjarstjórn tekið í atvinnubótavinnu, er vinna að gatnagerð og vegagerð í út- hverfum bæjarins að jarðrækt og fleira. — Til þess að bæta úr mestu vand- ræðum, segir borgarstjóri að bær- inn þurfi að verja 330 þús. kr. í atvinnubætur fram til áramóta. En með því yrði fé það, sem í þær færi á þessu ári, um 600 þús. kr. eða 150 þús. kr. umfram það, sem áætlað var. Er sýnilegt, að tekj- ur bæjarins hrökkva ekki til þess- ara útgjalda. Bærinn þarf lán til þessa. Og hvar er lán að fá? — Mbl. Lítil laxveiði hefir verið í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu í sumar, en laxgegnd í ár hér sunnanlands alveg óvenjulega mikil. Óþurkasamt hefir verið í Suð- ur Þingeyjarsýslu að undanförnu og hafa hey hrakist hjá bændum. — Vestr, t. d. í Skagafirði, hefir verið ágæt heyskapartíð og eins austar, svo sem í Núpsveit og Vopnafirði. — Mbl. Siglufirði, 19. ágúst. Síldveiði hefir verið mikil þessa viku, bæði í nót og reknet og veð- ur allgott þangað til í dag. Nú vestlægur strekkingur og mikil rigning í nótt. Mestur hluti þeirr- ar síldar, sem veiðst hefir upp á síðkastið, hefir verið sérverkað- ur.—Fjögur tunnuskip hafa kom- ið síðustu dagana, en áður var tunnuskortur. Veiðin utan landhelgi, er sögð sára lítil upp á síðkastið. Þorskafli góður. Fengu bátar upp í 15,000 pund í gær, en fisk- urinn fremur smár. Slysfarir. — Jón Kristjánsson, verkamaður í ríkisbræðslunni, slasaðist nýlega og misti framan af þremur vinstri -handar fingr um. Maður slasaðist í gær við út- skipun hjá Halldóri Guðmunds- syni. Var verið að draga upp 4 síldartunnur og slógust þær á hann. Varð hann milli þeirra og lestarkarmsins og meiddist mik- ið. Nýja kirkjan verður vígð af biskupi þ. 28. þ.m. — Mgbl. 52 ára prestskaparafmæli átti séra Ólafur ólafsson í gær. Vígð- ist 22. ágúst 1880 til Strandar- kirkju (Vogsósaprestakalls), og gegndi því embætti í 4 ár, síðan í Guttormshaga í Holtum í 9 ár, þá í Arnarbæli í ölfusi í 10 ár, síðan prestur hér í Reykjavík og Hafn- Landakaup Bændur í Bandaríkjunum hafa keypt, eða eru að kaupa, 10,000 ekrur af landi í grend við Elm Creek, hér í Manitoba. Er svo til ætlast, að þar setjist að 62 bænd- ur og ér álitið að þetta land sé nægilega mikið til að framfleyta svona mörgum bændum og fjöl- skyldum þeirra. Verður landinu skift milli 62 bænda, þannig að hver fær 160 ekrur. Einnig hefir komið til orða, að bændur í Banda- ríkjunum keyptu 25,000 ekrur annars staðar í fylkinu. Bendir þetta á að bændur þar syðra hafi töluverðan hug á að flytja til Can- ada, eins og þeir hafa áður gert, en heldur lítið síðustu árin. Er orsökin aðallega sú, að hér er land selt fyrir töluvert lægra verð, heldur en fyrir sunnan, en nú er sú hreyfing töluvert sterk alstaðar, að “hverfa aftur til sveitanna’. Sambandsþingið Það kemur saman 6. október. Verður það reglulegt þing, en ekki aukaþing, eins og haldið var í sumar að verða mundi. Búist er við, að það sitji þangað til um miðjan nóvember, en þá verði þinghlé þangað til í janúar. Helztu málin, sem gert er ráð fyrir að komi fyrir þingið nú í haust, eru viðvíkjandi ^erðum samveldis- fundarins, sem haldinn var í Ot- tawa í sumar. Skýrsla nefndar þeirrar, sem lengi hefir verið að athuga járnbrautamál landsins, er nú tilbúin og verður hún vafa- laust lögð fyrir þetta þing, en lík- lega verður lítið gert henni við- víkjandi fyr en á næsta ári. arfirði og er enn þjónandi prest- ur hælisins á Kleppi. Er hann langelzti þjónandi prestur lands- ins. — Mgbl. 23. ág. Sigurður Skúlason magister sigldi nýlega til þess að rannsaka forn skjöl í söfnum í Hamborg og Kaupmannahöfn. 1 samtali við “Soc. Demokraten” danska hefir Sigurður getið þess, að hann hafi fundið mörg merkileg rannsókn- arefni. Meðal annars hefir hann í ríkisskjalasafni Dana fundið skjalaböggul, sem í er mat á ís- lenzkum verzlunarstöðum, áhöld- um þeirra og vörubirgðum frá ár- inu 1774. 1 þessum böggli er full- komið mat á 18 íslenzkum verzlun- arstöðum. — Sigurður er nú byrj- aður á því að leita í konunglega bókasafninu og býst við því að starfa þar um mánaðarskeið. — Mgbl. 24. ág. SLYS. Það sviplega og sorglega slys vildi til á Brúarfossi, er hann fór héðan seinast vestur og norður, að á laugardagsnóttina hvarf af skip- inu frú Anna Eggertsdóttir, kona Sigurmundar Sigurðssonar læknis í Flatey. Hafði hún ætlað að ganga snöggvast úr káetunni, sem þau hjónin höfðu í skipinu, og er lækn- inum tók að lengja eftir henni, fór hann að grenslast um hvar hún mundi vera. Fanst hún þá hvergi í skipinu, og mun hafa fallið fyrir borð og druknað. Enginn af skip- verjum varð þó var við það að hún kæmi upp á þilfar. — Anna var dóttir Eggerts Jochumssonar, bróð- ur séra Matthíasar skálds. Eiga þau Sigurmundur læknir sjö börn, hið ynsta á fyrsta ári. Anna var mesta myndar kona, eins og hún átti ætt til, ágæt móðir og stjórn- söm húsmóðir. Munu allir, sem kynst hafa henni, sakna hennar innilega og syrgja hið sviplega fráfall henar. — Mgbl. 23. ág. Séra Hjörtur J. Leó Endurminningar og œfisöguslitur. Eftir séra Guttorm Guttormsson. (Framh.) Þá kemur það fyrir, aÖ Bonnar er fenginn til að verja Galicíu-mann ungan, sem átti sök að svara í heit- rofsmáli og barneignar, en kærandi var unglingsstúlka fremur táplitil af sömu þjóð. Hjörtur var viðstaddur réttarhaldið; hann átti svo sem að kynna sér lögmensku-snild meistar- ans. Enda varði Bonnar málið með sínurn alþekta skörungsskap. Hann spurði þennan stúlku-aumingja spjörunum úr, hlífðarlaust, og fékk hana til að gangast við óhöppum, sem ónýttu málstað hennar gjör- samlega. En barnsfaðirinn gekk frá því réttarhaldi h'róðugur og laus allra mála. Annað eins gat Hjörtur með engu móti látið fara fram hjá sér athuga- semdalaust. Hann sagði lögmanni hreinskilnislega hvað sér fyndist um þessar málalyktir: Hér hefði verið skammarlega troðið á rétti litil- magnans, og illa skift niður ábyrgð oröins hlutar með tveimur persón- um jafn sekum. Bonnar varði auð- vitað sína frammistöðu. Hann kvaðst ekki hafa farið lengra í vörn- inni, heldur en lög stóðu til og öll málsgögn. En Hjörtur var ekki á- nægður með þá réttlætingu. Ef þetta voru lög, þá vildi hann ekki helga slíkum lögum æfiár sín og starfskrafta. Hann fékk óbeit á öllu laganámi og gekk úr vistinni hjá Bonnar samdægurs. Eikki hefi eg rifjað upp atburði þessa í þeim tilgangi að sverta lög og réttarfar eða lögmannastéttina— sem alt hefir sinar veiku hliðar að sjálfsögðu—heldur fyrir þá sök, að þessi saga sýnir betur ýmsar hliðar á skapferð og hugsunarhætti séra Hjartar, heldur en nokkur lýsing gæti gjört, hversu mikiS sem í hana væri borið.— Skólastjórnartíð Hjartar á Gimli varð helzt til stutt. Hann fór þaðan alfarinn vorið 1903 og tók að sér forstöðu North Ward skólans í Sel- kirk næsta vetur. En þeirri stöðu sagði hann lausri vorið eftir. Var hann þá víst búinn að ráða við sig að halda áfram námi og leggja fyrir sig College-írætSin, eins og sumir kunningjar hans höfðu gjört. í næsta kafla verður skýrt nokkuð frá ferðalagi Hjartar á þeim slóð- um. Framh. Frá íslandi Mr. Jón Ólafsson málmfræðing- ur, er nýfarinn til Salmon Arm, B. C., þar sem hann ætlar að vera mánaðartíma sér til hvíldar og hressingar. Rev. og Mrs. S. O. Thorláksson og börn þeirra lögðu af stað frá Seattle, áleiðis til Japan, hinn 7. þ. m. Setjast þau nú aftur að í Kobe, Japan. Hinn 9. þ. m. andaðist í Minne- ota, Minn., Albert Julius Johnson, 76 ára að aldri. Hafði hann átt heima í Minneota í 36 ár, en bjó áður í grend við Ivanhoe, Minn. Kom frá fslandi 1878. Ættaður úr Vopnafirði. Á föstudagskveldið í þessari viku, kl. 8, sýnir Mr. A. S. Bardal myndir frá fslandi í kirkju Gimli- safnaðar. Skýrir hann myndirn- ar jafnframt og hann sýnir þær, svo allir geti notið þeirra sem bezt. Kvenfélag safnaðarins stend- ur fyrir þessari samkomu og mun ágóðinn ganga til safnaðarþarfa. Þeir, sem séð hafa myndir þessar, segja að þær séu ágætar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.