Lögberg - 22.09.1932, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.09.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. SEPTBMBER 1932. Bls. 3. Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga A M M A. Amma var að verða blind, varla daginn sá, augTin votu líkust lind, lygn og himinblá Hún söng við mig, í sætum róm, um sumarnæitur skin, álfa, svani, ilmsæt blóm, ár og fossa-dyn. Hnúka, gljúfur, hvera, sjó, heiða vötnin tær, og einhvern vin, sem ungur dó og enn var henni kær. Eg lá við hennar lúnu brjóst, og las í augun blind, og tsland vaið mér ljúft, og ljóst, og landa fyrirmynd. Er vaka’ og draumur urðu einn undra heimur lygit, sagði’ hún: “Ekki’ er efi neinn, sem ættin þú ert skygn.” Hjá mér skamma hafði’ hún töf, hér á vökuströnd, aftur sneri’ ’hún yfir höf, og inn á drauma lönd. En enn er mér í ímynd rík, —> í anda þykist sjá, — alt sé kringum ömmu líkt, eins og bezt var þá. Guðmundur Stefánsson, Leslie, Sask. GLENSBROÐIR OG SANKTI PÉTUR. ÆINTÝRI. Glensbróðir var dáti í herliði og þótti hreystimaður á sinni tíð, en með því að öll- um ófriði linti, var öllum, dátum veitt heim- leyfi og Glensbróður með, og var honum ekk- ert fengið til ferðarinnar, nema dálítið brauð og fjórir tíeyringar og með þetta lagði hann af stað. En Sankti Pétur liafði tekið á sig stafkarlsgerfi og sezt á veginn og bað Glens- bróður um ölmusu. “Blessaður maðurinn,” sag’ði G'lensbróð- ir, “hvað á eg að gefa þér? Eg er ekki nema veslings dáti, sem kominn er úr herþjónustu og hefi ékki nokkurn hlut nema þetta litla brauð og f jóra tíeyringa, og þegar það er bú- ið, verð- eg að lifa á ölmusu eins og þú. En eg skal samt gera þér dálitla úrlausn.” Þar með skifti hann brauðinu í fjóra liluti og gaf postulanum einn hlutann og einn tí- eyringinn. Sankti Pétur þakkaði honum fyr- ir sig og fór leiðar sinnar, en settist svo í annað og þriðja. sinn við veginn í stafkarls- gerfi, en aldrei þó í sömu mannsmyndinni. Glensbróðir svaraði honum í hvert skifti eins, og' gaf honum í hvert skifti fjórða hluta brauðsins og einn tíeyring. Nú átti Glens- bróðir ekki eftir nema einn fjórða hluta brauðsins og einn tíeyring. Með þetta fór hann í veitingahús eitt, át brauðið og keypti sér bjór fyrir tíeyringinn. Síðan liélt hann íeiðar sinnar. Rétt á eftir kemur Sankti Pétur á móti honum og er þá líka dáti, sem kominn er úr herþjónustu, og ávarpar liann þannig: “Góðan daginn, kunningi! Geturðu ekki gefið mér brauðbita og svo sem einn tíeyr- ing til að kaupa mér bjór fyrir?” !‘Bara þú liefðir komið fyr,” svaraði Glensbróðir og sagði honum alt sem farið hafði; ’ ’en nú er eg allslaus, og sért þú eins, þá getum, við báðir bónbjargast í samein- ingu. ” “Nei,” sagði Sankti Pétur, “þess gerist engin þörf, eg kann dálítið til lækninga og og með því get eg unnið mér svo mikið inn, sem eg þarf til viðurværis.” “Já,” svaraði Glensbróðir, “það er nú gott fyrir þig, en eg kann ekkerþ í þess kon- ar, svo eg verð þá að betla einsamall.” “Nri, komdu þá með mér, ” sagði Sankti Pétur, “ef mér fénast eitthvað, þá skalt þú fá helminginn.” “Það er eg vel ánægður með,” sagði Glens- bróðir. Því næst fóru þeir báðir saman leið- ar sinnar. Ekki leið á löngu áður en þeir komu að Iróndabæ og heyrðu ]>ar inni hljóð og vein. Þeir fara inn og hitta mann, sem er sjúkur og að fram kominn, en konan situr hjá honum grátandi. “Hættu þessu voli og veini,” sagði Sankti Pétur, “eg skal lækna manninn.” Hann tók þá smyrslabauk upp úr vasa sín- um, reið á manninn smyrslunum og gerði hann heilbrigðan í sama vétfangi svo hann stóð upp og var alveg jafngóður. Hjónin kölluðu upp yfir sig af fögnuði: “Hvernig eigum við að launa. yður? Hvað eigum við að láta yður í té?” En Sankti Pétur vildi ekkert liafa. Glens- bróðir hnipti þá í hann og sagði: “Vertu ekki að því arna, taktu við því; við þurfum þess með!” Að endingu kom bóndakonan með lamb og bað Sankti Pétur blessaðan að þiggja það af sér, en hann vildi það með engu móti. Þá hnipti Glensbróðir aftur í hann og mælti: “ Taktu við því, kjáninn þinn, eg held okk- ur sé ekki vanþörf á því. ” “Jæja þá,” sagði Sankti Pétur, “eg skal þiggja lambið, en ])ú verður að bera það.” “Hægast er það,” sagði Glensbróðir og lyfti lambinu upp á öxl sér. Eftir það fóru þeir leiðar sinnar og komu í skóg. Þá segir Glensbróðir við Sankti Pétur: “Líttu á, héma er fallegur blettur, eigum við ékki að steikja lambið hérna og éta það?” “Það má vel vera,” sagði Sankti Pétur, “én eg kann ekki að steikja. Þú gerir það eins og þú bezt getur, en eg ætla að vera á gangi á meðan þangað til larnbið er full- steikt, en þú mátt ekki fara að snæða fyrr en eg er kominn aftur; eg skal vera kominn í tæka. tíð.” “Far þú bara,” sagði Glensbróðir, “eg skal annast hitt.” Þá gekk Sankti Pétur burt, en 'Glensbróðir slátraði lambinu, tók viðartein- ung, stakk lambss'krokknum upp á hann og steikti yfir eldi. Nú var steikin til, en Sankti Pétur ókomnn. Þá blóðlangað Glensbróður í steikina og hugsaði með sér: “Alténd er þó óhætt að smakka á henni.” En hann tók samt ekki nema hjartað úr lambinu, beit í það og át það. Þá kemur Sankti Pétur og segir: “Þú mátt éta lamblð einn, eg kæri mig ékk um nema hjartað, fáðu mér það.” Þá lét Glensbróðir fyrst eins og hann leit- aði og fyndi ekki hjartað, ]>angað til liann segir afdráttarlaust: “Það er þar ekki.” “Nú, hvar skyldi það þá vera?” spurði postulinn. “Það veit eg ekki,” aiisaði Glensbróðir, “en eftir á að hyggja, miklir asnar emm við báðir, Við erum að leita að hjarta í lambinu, og hvorugum okkar kemur til liugar, að í lömbum er alls ekkert hjarta. ” “Hvaða vitleysa.,” segir Sankti Pétur. “Það er hjarta í hverri skepnu, og því skyldi þá ekki vera hjarta í lambi.?” “Nei, víst ekki, kunningi,” svaraði Glens- bróðir, “í lömbum er aldrei hjarta, liugsaðu þig bara um, þá muntu átta þig á því.” “Jæja, látum það þá gott heita,” mælti Sankti Pétur, “fyrst ekki var neitt hjarta í lambinu, þá vil eg ekkert af því hafa. Þú getur etið það einn.” “Það sem eg ekki get torgað, ” segir Glens- bróðir, “það læt eg í malpoka minn,” át síð- an helminginn af lambinu og stakk hinu nið- ur í pokann. Þegar þeir nú voru komnir af stað og liöfðu gengið kippkorn, þá lét Sankti Pétur koma stórt vantsfall og renna þvert yfir leið þeirra, svo þeim var nauðugur einn kostur, að fara yfir það. Þá mælti Sankti Pét- ur: “Viltu ])ó játa, að þú hafir etið hjartað úr lambinu?” “Nei,” svaraði liinn, “eg át það aldrei. ” En Sankti Pétur vildi ekki láta hann drukna, tók vöxtinn úr ánni og lijálpaði hon- um yfir um. Síðan héldu þeir áfram ferð sinni og komu konungsríki nokkurt. Þar heyrðu þeir að dóttir konungsins lægi fyrir dauðanum. “ Hæ, hæ, bróðir,” kallaði Glensbróðir, “ef við gætum læknað hana, þá værum við hólpn- ir. ” Sankti Pétur lét hann ráða og héldu þeir til konungshallarinnar, en Sankti Pétur gekk aldrei nema fet fyrir fet, hvemig sem Glens- bróðir rak á eftir Iionum að flýta sér og þeg- ar þeir loksins komu til hallarinnar, var kongsdóttir önduð. “Er það ekki eins og eg segi?” mælti Gllensbróðir. “Þetta liöfum við af því, að drattast aldrei úr sporunum.” “Bíddu nú hægur,” sagði Sankti Pétur, “eg get vakið dauða til lífs aftur.” “Nú, ef svo er,” ansaði Glensbróðir, “þá er eg ánægður, en ekki máttu hafa minna upp úr því en heiming kongsríkisins.” Síðanu geugu þeir inn í konungshöllina og var þar alt í sorgum, en Sankti Pétur sagði við konunginn, að hann skyldi vekja dóttur hans til lífs aftur. Því næst var hann leiddur inn til hennar. “Eærið mér fullan ketil af vanti,” segir hann, og jafnskjótt sem hann liafði fengið ketilinn, bauð hann, að allir skyldu fara út og enginn vera eftir inni, nema Glensbróðr. Eftir það skar hann hvem liminn eftir ann- an af hinni framliðnu, lét niðrí vatnið og kveikti eld undir katlinum. Nú sýður vatnið ó katlinum og leysir frá alt holdið, þá tekur hann hin fögru, hvítu bein og leggur þau á borð eitt í náttúrlegri röð og reglu. Að því búnu gengur hann fram og kallar þrem sinn- um: “1 nafni heilagrar þrenningar, statt upp þú hin framliðna.” Og við þriðja kallið reis kóngsdóttifin upp með fullu fjöri, alheil, frjð og vndisleg. Ivon- ungurinn varð frá sér numinn af fögnuði og sagði við Sankti Pétur: “Kref þú launa þinna, þó þú vildir liafa helming ríkis míns, þá skyldi eg láta hann af hendi við þig.” En Sankti Pétur svaraði: “Eg vil ekkert hafa fyrir það.” “Ó, sá flónshaus,” hugsaði Glensbróðir með sér, lmipti í Pétur og sagði: “Vertu ekki svo vitlaus. Þó þú þurfir þess ekki, þá þarf eg þess þó.” Það kom samt fyrir ekki, því Sankti Pét- ur vildi ekkert að launum þiggja, en af því konungurinn sá, að hinn vild fá etthvað, þá skipaði hann féhirzlustjóra sínum að fylla malpoka hans með gulli. Nú fóru þeir leiðar sinnar þaðan, og er þeir voru komnir í skóg nokkurn, sagði Sankti Pétur við Glensbróður: “Nú er bezt, að við skiftum peningunum.” “Já, það getum við gert,” ansaði hinn. Sankti Pétur tók þá gullið og skifti í þrjá hluti. “Hvaða rækals meinlo'kur ætli séu í hon- um núna?” hugsaði Glensbróðir með sér, “hann skiftir í þrent, og við erum ekki nema tveir. ’ ’ En Sankti Pétur sagði: “Nú hefi eg vandlega skift, einn lduta fyrir mig, annan fyrir þig, og þriðja fyrir þann, sem ót hjartað úr lambinu.” “ö, það var eg, sem át það,” gall Glens- bróðir við og sópaði til sín gullinu, “það var eg og enginn annar, því máttu trúa.” “Hvernig getur það verið?” sagði Sankti Pétur, “það er ekkert hjarta, í lambinu.” “Mikil ósköp, bróðir,” ansaði hinn, “eins og ekki sé hjarta í lambinu alt eins og hverri annari skepnu. Það væri skárra.” “Látum þá svo vera,” sagði Sankti Pétur, ‘ ‘ gullið skaltu eiga, en ekki verð eg með þér lengur, heldur mun eg fara mimra ferða ein- samall.” “Eins og'þér þóknast, elsku bróðir,” mælti Glensbióðir. — “Guð veri með þér.” “Nú skilur Sankti Pétur við hann og snýr á aðra leið, en Glensbróðir hugsaði með sér: “Hamingjunni sé lof, að hann fór sína leið, þessi heilagi sérvitringur.” Nú hafði hann reyndar nóga peninga, en kunni ekki með að fara, lieldur eyddi þeim og sóaði á báðar hendur, og leið ekk á löngu áð- ur alt var upp gengið. Þá kom hann í land nokkurt og heyrði þar, að nýdáinn væri sonur konungsins, barnungur. “Hæ, liæ!’ hugsaði Glensbróðir, “hér ber vel í veiði. Hann skal eg aftur lífga og taka ríflega borgun fyrir. ” Því næst fór hann á fund konungsins og bauðst til þess að vekja son hans til lífs aftui'. Nú hafði það borist konungi til eyrna, að upp- gjafadáti færi um landið og vekti dauða menn til lífs, og hélt hann að G'lensbróðir væri þessi maður, og lét fylgja lionum inn til liins látna. Þá lét Glensbróðir færa sér ketil fullan af vatni og skipaði öllum að fara út; liafði síðan alla sömu aðferð og félagi hans fyrverandi. Vatnið tók að sjóða og holdið datt af. Síðan tók Glensbróðir beinin upp úr katlinum og lagði á borð, en með því hann hafði enga hugmynd um í hverri röð þau ættu að liggja, þá setti hann alt í vitleysu hvað inn- an um annað. Að því búnu gekk hann fram og mælti: “I nafni heilagrar þrenningar, statt upp, þú hinn dauði!” Þessi orð þrítók hann, en ekki reis upp konungssonurinn að heldur; liann bærði ekki á sér. Þá kallaði Glensbróð- ir aftur upp sömu orðin og fór á sömu leið. “Stattu upp, drengur góður,” sagði hann, “eða þú hefir verra af.” En rétt í því hann mælti þetta, kom Sankti Pétur inn um gluggann og sagði: “Hvað hefir þú, guðlausi maður, hér fyrir stafni? Hvernig á hinn dauði að rísa upp, þegar þú hefir komið öllum beinum lians á rugling?” “Eg gerði það eins vel og eg gat, elsku bróðir!” svaraði Glensbróðir. Frh. Stgr. Th. þýddi. PROrtSSIONAL CARD» - DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office timar 2-3 Helmili 776 VICTOR ST. Phone 27122 Winnipeg, Manitoba DR.O. B. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Office tímar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winnipeg, Manitoba DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office timar 2-4 Heimili: 104 HOME ST. Phone 72 409 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœSingar 325 MAIN ST. (á öðru gölfi) Talsími 97 621 Hafa einnig skrifstofur aö Lundar og Gimli og er þar að hitta fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office timar 3-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Heimili 403 67 6 Winnipeg, Man. Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 054 DR. A. V. JOHNSON lslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Simi 96 210 Heimilis 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími 501 562 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifst. 411 I'ARIS BUILDING Phone 96 933 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasimi 717 53 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt Citý Hall Phone 97 024 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta spariíé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðlr. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. tsienzkur lögfrœOingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 96 635 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED stundar lækningar og yfirsetur Nuddkeknir 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Til viðtals kl. 11 f. h. tll 4 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- og frá kl. 6-8 að kveldinu Phone 36137 vega peningalán og eldsábyrgð af öliu tagi. 532 SHERBURN ST,—Slmi 30 877 Símið og semjið um samtalstlma Phone 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.