Lögberg - 22.09.1932, Blaðsíða 6
Bls. fi
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1932.
Náman með járnhurðinni
EFTIR
IIAROLD BELL WRIGHT.
Þeh fóru háðir af baki og gengu upp á hæð
sem þar var, ti'l að sjá sem bezt yfir landið.
Þegar Natachee hafði séð alt sem hann gat
séð þaðan, fóru þeir aftur til hestanna og
héldu áfram. En nú liélt Natachee ekki leng-
ur fast við slóðina, heldur notaði hvert tæki-
fæ; i, þar sem hærra bar á, til að sjá landið
sem bezt og alla aðstöðu. Þegar þeir höfðu
haldið áfram svo sem tvo klukkutíma enn, fékk
hann ])essa fyrirhöfn borgaða með því, að
hann sá dálítinn kofa og gripakví, á að gizka
svo sem mílu vegar þaðan sem þeir voi*u.
Natachee benti á þessar byggingar og
sagði:
“Það eru ekki Indíánar, sem þarna eiga
heima. Þetta býli er utan Indíánahéraðsins.
að getur ekki verið langt frá landamærunum.
Það er líklega Mexicofólk, sem þarna á
heima og slóðin liggur beint þangað.”
Þegar Indíáninn hafði sagt þetta, spurði
Edwards með miklum- ákafa, hvort hann
héldi að það væri mögulegt að Marta væri
þarna.
Natadhee hristi höfuðið.
‘‘Nei, eg held Sonora Jack hafi farið með
hana til Mexico, en hver sem þarna kann að
eiga heima, þá er það einhver vinur hans,
annars hefði hann ekki farið hér um."
Hann horfði beint framan í Hugh og sagði
með mestu hægð: ‘‘Manstu eftir sögunni,
sem þú sagðir mér um það, hvernig gömlu
guilleitarmennirnir hefðu fundið stúlkuna?”
“Já, ” sagði Edwards, 'þó hann gæti ekki
séð hvað það kom þessu við.
“Jæja,” sagði Indíáninn, ‘‘liefir þú gleymt
því, að þeir Thad og Blob voru að koma frá
Santa Rosa fjöllunum, og að þeir fundu
stúlkuna hjá einhverjum Mexicohjónum, sem
bjuggu skamt frá landamærunum ? ”
Hugh Edwards mundi vel eftir þessu og
þetta kom töluverðu róti á skapsmuni hans.
Hálitla stund starði hann á þetta býli þarna
niður frá og svo, án þess að segja nokkurt
orð, lagði hann af stað þangað.
Indíáninn var rétt hjá honum og um leið
og þeir fóru á bak, sagði hann:
‘‘Við verðum að vera varkárir, vinur
minn. \ ið megum ekki láta nokkurn mann
verða varan við okkur hér. Ef alt er eins og
eg held það sé, þá komumst við aftur á slóð*
ina, sunnanvert við þetta býli.”
Það fór eins og hann gat til, að þeir fundu
förin aftur, þegar þeir voru komnir fram hjá
býlinu og nú var ekki lengur um það að vill-
ast, að Jack hafði farið til Mexico.
Um sólsetursbil voru þeir komnir í ná-
munda við einhvers konar býli sunnan landa-
mæranna. Það leit út fyrir, að þar ættu
hjarðmenn heima. Næsta griparéttin var
ekki neraa svo sem fjórðung úr mílu þaðan
sem þeir voru og földu sig í skógarkjarri.
Þeirra megin við griparéttina voru þrír hest-
ar á beit. Þeir þektu strax, að einn af þeim
var hestur Mörtu.
XXVIII. KAPITULI.
Þrátt fyrir öll leðindin og vonbrigðin, sem
Marta varð fyrir, þegar Hugh Edards hvarf,
þa hafði hun þó alt af lifað í þeirri öruggu
von, að maðurinn, sem hún unni, mundi
'koma aftur. Hún hafði reyndar ekkert til
ðyggja })á von á. Ilún gat ekki skilið
það, að hann skyldi ekki gera sér einhver
orð, ef honum í raun og veru þætti vænt um
sig- Það var því frekar trú en rök, sem hélt
henni við þá fullvissu, að hann hlyti að koma
aftur. Hún bara vissi að hann hlyti að gera
það, því hún var ekki í augnabliks efa um
það, að hann elskaði sig. Með hjálp Saint
Jimmy’s gat hún afborið þau vonbrigði og
það mótlæti, -sem hún hafði orðið fyrir, þeg-
ar maðuiinn, sem hún unni af öllu hjarta,
hvarf alt í einu og hún vissi ekkert hvað af
honum var orðið.
Marta vissi alls ekki hvað Saint Jimmy
þurfti að leggja mikið á sig til að hjálpa
henni. Það mátti hún aldrei vita. Saint
Jimmy hafði oft hugsað um það, að hún
mætti með engu móti vita, hve nærri sér
hann tók að hjálpa henni allan þennan tíma,
isem hún var að bíða eftr, því að Hugh Ed-
wards kæmi aftur.
Loksins kom Natachee með skýringuna á
þessu máli. Hugh Edwards varð að fara
huldu höfði, en hann var alls. ekki sekur um
þann glæp, sem hann hafði verið sakfeldur
fyrir. En nú hefði Hugh fundið mikið af
gulli og nú væri sá dagur að renna upp, að
þau gætu notið þess frelsis og fagnaðar, sem
ástin og auðurinn geta veitt.
Allan daginn var eins og hljómandi fyrir
ayrum hennar þessi fagnaðarríku orð: “A
morgun kemur Hugh. A morgun kemur
Hugh.” Hjarta hennar fyltist fögnuði við
hugsunina, um það, að nú væri sá dagur svo
að segja upprunninn, að hér eftir mættu þau
alt af vera saman og þyrftu aldrei framar
að skilja, þar til dauðinn skildi þau. Aftur
og aftur fullvissaði hún sjálfa sig um að
þetta væri í raun og veru svona, og hér væri
ekki um neinn di aum eða ímyndun að ræða.
Hugh hafði fundið gull og því gat liann hér
eftir notið frelsisins og þau bæði lífsgleð-
innar. Eftir að félagarnir höfðu talað við
Saint Jimmy, voiu þeir viljugir að gera það
sem þeir gátu, til að greiða fyrir því, að þetta
alt hefði framgang, eins og þeir voru æfin-
lega tilbúnir til að leggja hvað sem var í söl-
úrnar, ef þeir héldu, að ])að væri Mörtu til
góðs. Saint Jimmy hafði nóg að gera að
undiibúa það, sem gera þurfti. ‘‘Á morgun,
á morgun mundi Hugh koma.”
Um kveldið hafði hún talað lengi við
gömlu mennina, og þegar hún loksins hafði
boðið þeim góða nótt, átti hún mjög erfitt
með að sofna. Það var of mikil gleði í huga
hennar til þess hún gæti sofnað, og hún hugs-
aði of mikið um það, sem hún átti von á að
morgundagurinn mundi færa sér. Hún heyrði
einhern hávaða úti í hesthúsinu, og rélt að
Nugget væri að vekja þar einhvem óróa.
Hún heyrði líka, að gömlu mennirnir vökn-
uðu. Hurðin var opnuð og hún heyrði að
Bob fór út og hann var eitthvað að tala við
sjálfan sig um Nugget.
Þetta hljóð, sem hún hafði heyrt að utan,
liætti og hún beið þess, að heyra Bob koma
aftur.
Hún lieyrði að gengið var um eldhúsið og
inn í stofuna. Thad var eitthvað að hreyfa
sig í sínu herbergi. Einhver talaði í hálfum
hljóðum utan við herbergisdyrnar hennar.
Það var ekki Bob. Hvað var annars um að
vera? Hún settist upp í rúminu og hlustaði.
Alt í einu varð alt í uppnámi. Hún lieyrði
hávaða, stóryrði, skot, högg, vein og stunur.
Svo datt alt í dúna'logn.
Svo var talað hvast og hart á tungu Mexi-
comanna og því var svarað með veikum róm
á sömu tungu. Svo stóð maður við rúmið
hennar og’ sagði henni að hún yrði að búa
sig til ferðar og koma með sér. Hann full-
vissaði hana um, að henni yrði ekkert mein
gert, ef hún sýndi engan mótþróa og reyndi
Ckki að komast burtu. Yfirkomin af hræðslu,
fór hún að klæða sig, en Sonora Jack fór
aftur til síns særða félaga. Marta heyrði
Jack kalla til Lizrds og segj honum að koma
með hestana og leggja á hest Mörtu. Þegar
hann kom aftur, sá hann stúlkuna beygja sig
yfir Thad og yfirkomna af sorg.
Hann lyfti henni á fætur og sagði kulda-
lega: “Þetta er ckki til neins. Karlinn
jafnar sig, þegar hann raknar úr rotinu. Þú
gerir eins og eg segi þér, og ríður þínum eig-
in hesti, eða eg geri út af við hann og bind
þig á áburðarhestinn.”
Ilann tók hnífinn úr beltinu og beygði sig
ofan að gamla manninum.
Marta rak upp hljóð, og gerði eins og
henni var sagt.
Fyrstu klukkustundirnar eftir að stúlkan
fór á stað í þetta ferðalag með þeim Sonora
Jack og Lizard, var hún of hrædd og utan við
sig til að geta hugsað skýrt. En þegar Jack
lét Lizard fara eina leið með áburðarhestinn,
en fór sjálfur aðra með hana, til að villa þeim
sjónir, sem kynnu að veita sér eftirför, þá
var eins og svolítill vonameisti kviknaði í
brjósti hennar. Hugh Edwards og Natachee
mundu koma um morguninn. Það mundi
ekki líða á löngu þangað til þeir reyndu að
finna hana. Fyrir þessa von og það loforð,
sem útlaginn hafði gefið henni, að sjálf væri
hún ekki í neinni bráðri hættu, fór hún að fá
meiri kjark og geta hugsað með meiri still-
ingu. Hún vissi ekki, að Bob hefði verið
drejiinn, en hann hafði áreiðanlega ekki
komið aftur. eftir að hann hefði farið út, og
hún hafði ekkert heyrt til hans. Það, og eins
hitt, að hvorki Sonora Jack eða Lizard höfðu
ekkert á hann minst, kom henni til að halda,
að hann mundi vera dauður. Hún gat ekki
vitað hvað hættulega Thad var særður.
Hvernig sem hún reyndi, gat hún ekkert
fengið að vita hjá Jack, hvers vegna hann
gerði þetta. Þegar Lizard vi'ldi tala við
hana, skipaði Jack honum að þegja og líta
eftir áburðarhestinum.
Þegar morgna. tók, voru ])au í hinum svo-
nefnu Vaca Hills. Þegar Sonora Jack og
Lizar höfðu beðið þar um stund og þau höfðu
fengið sér að borða, sagði Jack stúlkunni að
leggjast fyrir og sofna, því þau ættu langa
leið fyrir höndum, og hún mundi þurfa á
öllum sínum kröftum að halda, áður en þau
kæmust alla leið. Svo sagði hann Lizard, að
hann mundi kalla á liann seinna til að halda
vöið og hafa gætur á því, hvort nokkur veitti
þeim eftirför. Fór hann svo upp á eina hæð-
ina tíl að vita hvers hann kynni að verða vís-
ari.
'Strax þegar Jack var farinn, fór Lizard
að tala við Mörtu.
“Svo þú veiður mér þó samferða, eftir alt
og alt,” sagði hann og glotti ógeðslega.
Stúlkan reyni að dylja það ógeð, sem hún
hafði á honum, en hún svaraði engu.
“Svo þú lítur enn nokkuð stórt á sjálfa
þig, en það er nú bezt fyrir þig að hætta því.
Þú ert langt frá heimili þínu nú og þú átt
langt að fara enn.”
Marta þrengi sjálfri sér til að spyrja hægt
og stillilega:
“Veizt þú, hvert við erum að fara?”
Lizard leit í þá áttina, sem Sonora Jack
liafði farið.
“Eg veit hvað Sonora Jack segir um það,
En hvort við förum þangað, er undir þér
komið. ’ ’
“Hvað áttu við?” spurði Marta.
“Hvað heldurðu að hafi komið mér til að
vera við þetta riðinn?”
“Eg veit e'kki lifandi vitund um það.”
“Svo þú veizt það ekki? Geturðu ekki
getið þér til um það? Eg skal segja þér
hvernig þetta er. Sonora Jack ætlar að fara
með þig til Mexico. Hann þekkir einhvern
þar, sem er viljugur til að borga afar-fé fyr-
ir laglega stúlku, eins og þig, og hann ætlar
að selja þig. Honum eru allir vegir færir,
þegar hann er kominn suður fyrir landa-
mærin. Hann gætir þín vel og fer vel með
])ig, því hann verður að aflienda þig kaup-
andanum án þess að nokkuð sé að þér. Þeg-
ar þessi náungi er búinn að taka. við þér og
borga Jack stórfé fyrir þig, þá geri eg ráð
fyrir að þú verðir ekki bara látin vinna fyr-
ir þér, heldur mun hann ætlast til að fá háar
rentur af peningunum, sem hann borgar fyr-
ir þig, þar að auki.”
Þessi skýring á fyrirætlunum Sonora
Jacks, olli Mörtu meiri skelfingar, en með
orðum verði lýst.
Eftir litla stund hélt Lizard áfram og tal-
aði nú eins ísmeygilega eins og hann gat:
“Þetta er það, sem Jack heldur að hann
muni geta gert, en hann heldur líka, að eg sé
að þessu ferðalagi rétt til þess að hjálpa
honum.”
Marta veitti þessu nána eftirtekt.
“Þú ætlar ekki að hjálpa honum. Þú gæt-
ir ekki gert slíka óhæfu. Þú komst til að
hjálpa mér.”
Þegar hún sá svipinn á Lizard, misti hún
næstum kjarkinn að segja meira, en bætti þó
við:
“Þetta er það sem ]>ú átt við, eða er það
ekki ?”
“Það er alt undir þér komið. Þegar Son-
ora Jack bað mig að hjálpa sér til að koma
þér til Mexico, þá sá eg tækifærið, sem eg hefi
lengi verið að bíða eftir. Það er liægðar-
leikur að losna við þennan kynblending, með-
an við erum hérnamegin landamærana. Við
getum þægilega farið okkar leið til Cali-
forníu.”
Stúlkan horfði á liann, og það var eins og
lnin vissi ekki hvað hún ætti að hugsa eða
segja. Hún var hrædd við svip lians og
augnaráð.
“En,” bætti hann gætilega við, “þú verð-
ur að fara með mér, eins og þú værir konan
mín.”
Stúlkan hálf hljóðaði upp yfir sig og greip
báðum höndum fyrir andlitið:
“Nei! Nei!! Nei!!!”
“Þú getur gert eins og þér sýnist. Annað
hvort hjálpa eg Sonora Jack til að koma þér
til þessa náunga í Mexioo, eða þú kemur með
* « «
mer.
Þetta var meira en taugar stúlkunnar
])olu. Hún spratt á fætur og hló eins og hálf-
trylt manneskja.
Þetta kom Lizar til að reiðast ákaflega.
“Þér hlýtur að finnast þetta eitthvað meir
en lítið skrftilegt. Þú hefir aldrei gert ann-
að en hlæja að mér. E.n eg hefi lengi ætlað
mér að fá þig, og nú skal eg, hvort sem þú
vilt eða ekki—” og hann færði sig nær henni
og greip hana í fang sér.
Stúlkan hljóðaði af öllum mætti.
Rétt í þessu var Lizard gripinn með
sterkri hendi og honum snarað burtu um ein
tuttugu fet. Þegar hann komst á fætur aftur,
greip hann til skammbyssunnar. Sonora
Jack sagði í hvössum róm: “Láttu liana
detta!”
Lizard sá, að Sonora Jack hélt á lofti sinni
skammbyssu, og sá hann því þann kost vænst-
an að rétta upp tómar hendurnar.
Þegar Sonora Jack hafði svo auðveldlega
tekið vopnið af félaga sínum, sneri hann sér
að stúlkunni.
“Mér þykir þetta mjög slæmt, ungfrú. Eg
sagði, að með mér væri þér alveg óhætt. Eg
vildi ekki fyrir nokkurn mun, að þú værir
hrædd svona. Yiltu gera svo vel og segja
mér, livað þessi náungi sagði?”
“Það er ekkert,” sagði stúlkan hálfhik-
andi.
“Þú hljóðar ekki svona af engu,” svaraði
Jack, “og verður ekki svona hrædd, nema
einhver ástæða sé til þess.”
Góða stund varðist hún spurningum lians
og reyndi að komakt hjá að svara því, sem
hann spurði. En með lagi og harðfylgi fékk
Sonora Jack hana til að segja sér, smátt og
smátt, alt eins og var.
Svo sneri hann sér að Lizard, sem var
hræddur og skjálfandi.
“Svo þú heldur, að })ii getir leikið á Son-
ora Jack? Sagði eg þér ekki, að ungfrúin er
svo mikils virði fyrir mig, að það er nauð-
synlegt að gæta hennar vandlega? Ilvað á eg
nú að gera? Þú hefir svikið mig. Eg má
ekki einu sinni líta af þér augunum. Þú hef-
ir enn tækifæri að svíkja mig, áður en við
komumst yfir lanamærin. Þú gætir jafnvel
gert það, eftir að við erum komnir til Mexi-
co. Komdu, ungfrúin má ekki vera hrædd
svona oftar. Við tveir, þú og eg, skulum
fara þarna yfir fyrir hæðina.”
Sonora Jack greip í handlegginn á honum
og neyddi vesalings Lizard til að koma með
sér.
Marta, sem enn var afar hrædd, horfði á
þá hverfa bak við hæðina. Hiín stóð þarna
skjálfandi á meinunum og hlustaði.
Það heyrðist ekkert hljóð.
Eftir dálitla stund sá hún útlagann koma
aftur. Sonora Jack var einsamall.
Hann kom seint og letilega til hennar og
hneigði sig fyrir henni og sagði:
“Mér þykir mjög mikið fyrir því, ungfrú,
að þú skyldir verða svona lirædd. Það skal
e!kki koma fyrir aftur.”
Þau héldu áfram alla nóttina, en um aftur-
eldingu komu þau að litlu og vanhirtu býli í
grend við Mexioo landamærin.
Þar var ekkert kvikt að sjá, nema horað-
an hund, sem kom á móti þeim. Sonora Jack
reið rétt uppi að dyrunum á húsinu og kall-
aði eitthvað, sem Marta skildi ekki, og kom
})á út gámall Mexicomaður. Hann fagnaði
Sonora Jack vel og kom til að taka við hest-
unum.
í sama bili kom út úr kofanum gömul og óá-
litleg kerling.
“Hamingjunni sé lof, sonur minn, að þú
ert aftur kominn slysalaust.”
“Já, slysalaust, móðir mín.”
“Fanstu námuna með járnhurðinni?”
“Nei, móðir góð, en eg fann nokkuð ann-
að, sem gefur mér mikla peninga.”
Hann sneri sér að Mörtu og sagði henni að
fara af baki. “Við verðum að fá að borða
og komast svo sem fyrst suður yfir landa-
mærin, ” sagði hann við gamla manninn.
“Gefðu hestunum og vatnaðu þeim, en
sprettu ekki af ])eim.”
Svo tók hann Mörtu inn í húsið og vísaði
henni inn í lítið herbergi. Hann sagði henni
að leggjast þar niður og hvíla sig og fór svo
frá henni.
Þegar stúlkan var orðin ein, fór hún að
veita öllu í kring um sig nákvæma eftirtekt,
án þess hún sjálf vissi hvers vegna hún gerði
það. Henni hafði fundist, jafnvel strax þeg-
ar hún var að koma þarna heim, að hér kæmi
sér alt eitthvað svo undarlega kunnuglega
fyrir sjónir. Henni fanst hún hefði komið
þarna áður, cða þá að hún liefði séð þennan
stað í draumi. Gripakvíarnar, brunnurinn,
vatnskassinn, útibyggingarnar, eldiviðar-
hlaðinn og haugur af allskonar rusli, þetta
hafði hún áreiðanlega séð alt áður. Einnig
fanst henn hún kannast við alt inni í húsinu.
Rúmið, sem hún lá í, stólinn með setu úr ó-
garfaðri nautshúð, brotna spegilinn á veggn-
um og helgimyndirnar. En hvað þetta var
alt undarlegt. Henni fanst endilega, að hún
hefði einlivern tíma áður verið lokuð inni í
þessu herbergi og heyrt þessar sömu raddir
utan við dyrnar, sem hún heyrði nú.
Hún kunni ekki mikið í máli Mexicomanna,
en samt dálítið, svo hún gat komst að efninu
í því, sem fólkið þarna var að segja. Hún
skildi, að gamla konan var móðir Sonora
Jacks. Hún tók vel eftir, því hún vissi að
það var eitthvað verið að tala um sig. Hún
skildi, að það var verið að tala um Gullgilið,
tvo gullleitarmenn og litla stúlku. Og það
var eitthvað í þessu sambandi, sem gamla
konan og gamli maðurinn, sem nú var kom-
inn, furðuðu sig mjög á. En nú var eins og
hún sæi alt í einu hvernig í öllu þessu lá.
Ilún var sjálf þessi litla stúlka. Þetta var
sinmitt staðurinn, ]>ar sem félagarnir höfðu
fundið hana forðum daga.