Lögberg - 20.10.1932, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.10.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1932. Bls. 3. Sólskin Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga Það fór kuldahrollur um Belmont, svo hann lirökk upp úr vökudraumum sínum. Hann skygði hönd fyrir augu og starði lengi og stöð- ugt í áttina til skipsins og örlaga sinna. En nú varð hann nokkurs vísari, er fyrst olli honum Undrunar, en vakti því næst óljósan ugg hjá honum, Það var farið að livessa talsvert, og byrinn hafði þegar fleytt skip- inu all mikið nær landi en áður, og nú sá hann, að það sem hann til þessa hafði haldið eitt skip, var í raun og veru tveir farkostir. Annar þeirra var skonnorta með hvítum seglum, en hinn, sem að eins var spölkorn frá henni, var borðlágur og óálitlegur dallur með að eins einu segli, þríhymdu og dökkur á lit. Belmont var að vísu ekki skipafróður, en hann hafði þó freðast allvíða um heiminn. Meðal annars hafði hann komið til Kína, og þar hafði lfhnn séð farkosti þá, sem Kínverj- ar kalla “júkúr'. Þessi óásjálegi dallur, sem lá þama úti við hliðina á hinni fögra skonn- ortu, minti hann grenilega á kínverska júnku. — En hvað gat kínversk júnka verið að gera á þessum slóðum, og hvers vegna var hún hingað komin, ásamt skonnortu þessari ? Það leið ekki á löngu, áður en Belmont varð margs vísari um þessa einkennilegu siglingu. Skipin voru nú bæði komin svo nærri ströndinni, að hann gat greint einstök atriði á þeim. Hann sá greinilega, að á þil- fari júnkunnar — því nú sá hann með vissu að þetta. var júnka — var k'rökt af mönnum, en á skonnortunni sást enginn maður á ferli. Loksins sá hann þó eina eða tvær liræður á hreyfingu undir hvítum seglunum; en hon- um varð það brátt ljóst, að það voru aðeins tveir eða þrír menn á hinni stóru skonnortu, en mesti fjöldi á júnkunni, sem var þó langt- um minni. Grunur Belmonts varð brátt að vissu. Það var eitthvað ískyggilegt við þessi und- arlegu skip, og honum varð alt í einu hugsað til félaga sinna tveggja í eynni. — Hvað ætli þau hafist nú að? Skyldu þau hafa gert skipverjum vart við sig? Það yrði hann um- ‘fram ált að koma í veg fyrir — ef það væri þá ekki um seinan. Ef til vill liefðu þau í ákafa sínum hlaupið ofan á sjávarströndina — og þá mundu skipverjar þegar hafa kom- ið auga á þau. Hann stökk á fætur. Hratt og létt eins og fjallageit klifraði hann stall af stalli. Loks kom hann að mesta brattanum, og í flýti sín- um skrikaði honum fótur og hann hrasaði hvað eftir annað. öðru hvoru nam hann staðar og kallaði, en fékk ekkert svar. Loksins kom hann að læknum. Hann vissi, að ef hann færi eftir lækjarfarveginum, mundi hann koma þangað, sem Giles og Elsa höfðu leitað sér forsælu og svala. Hann stökk út í lækinn til þess að verða fljótari og hljóp svo hálfboginn áfram. Hann ruddist gegn- um greniflækjur og vafningsviðjar, er sum- staðar lágu nærri því alveg ofan að vatns- borðinu. Hann svifti sundur fötum sínum og reif hendur sínar og andlit til blóðs í örvita æði sínu. Hver mínúta, hver sekúnda var dýr- mæt og ómissandi. Honum var Ijóst, hvað hér var í veði. Hugsunin um það, hver verða myndi örlög þeirra, ef skipverjar liefðu orð- ið þeirra varir, sendi kuldabylgju gegnum allan líkama hans. Hann snarhentist áleiðis til strandarinnar eins og liundeltur hjörtur og var alveg kominn að niðurfalli. Loksins kom hann auga á þau. Þau voru skamt fyrir neðan hann. Og er hann loks gat stöðvað þau með kalli sínu, áttu þau að eins spölkorn eftir ofan á bera sjávarströndina. Hin unga stúlka varð fyrst til að nema stað- ar. Hún leit við og horfði á hann hissa og spyrjandi. “Stanzið þið!r’ lirópaði hann. ”í£uðanna bænum — ekki feti lengra. Stanzið þið!” Hann sá, að Giles sneri sér við og greip síðan hranalega í handlegginn á Elsu til að toga hana með sér. “Stanzið, stanzið! Lífið er í veði!” hróp- aði Belmont. Giles leit við og glotti háðslega. “Komdu!” sagði hann hranalega við ungu stúlkuna. “Þú getur þó líklega skilið, hvað hann vill! Hann ætlar að fá okkur til að heita sér því, að kæra hann ekki. En hann getur, svei mér, sparað sér þá fyrirhöfn. 1 þetta skiftið skal hann sannarlega ekki fá vilja sínum framgengt, það skal eg bölva mér upp á—” “Giles—” kallaði hún. “Bíddu þó augna- blik, maður, lleyrirðu það! Það er einhver hætta á ferðum, eg sé það á honum!” “Komdu nú bölv . . . .” og liann blótaði illi- lega. “Nei, eg kem ekki!” andæfði hún í ákveðn- um róm. “Eg fer ekki með þér. — Bíddu, Giles, bíddu þaugað til við fáum að vita, hvað hann vill okkur.” En Giles lét sér ekki segjast. Hann þreif utan um hana og reyndi að lyfta henni eins og liann ætlaði sér að bera húna. Hún strit- aði á móti. Hún náði í nokkra kvisti og hélt sér þar dauðahaldi. “Giles, ertu genginn af vitinu!” lirópaði hún. “Bíddu þó maður! Hvað ætli það geri, þó \úð bíðum fáeinar mínútur. Eg fer ekki með þér, þú færð mig aldrei til þess með valdi. Maðurinn ætlar að segja okkur eitt- hvað. Hanu ætlar að aðvara okkur. Ætli hann að biðja okkur einhvers, getum við neit- að því . . . .” “Neitað því! Þú getur þó líklega skilið, hvað hann ætlar sér. Hann ætlar að ógna okkur. Hann hefir skammbyssuna. Hann er alveg vitstola og æðisgenginn. Hann ætlar að neyða okkur til að lieita sér drengskapar- orði um að segja ekki til hans, og ef við neit- um því — hver veit þá, hvað hann gerir!’* Skammbyssuna! Nú mundi hún alt 1 einu eftir marghleypunni. Giles vissi ekkert um, að Belmont hafði látið hana fá skammbyss- una. Hún hafði liana á sér, falda í tötrum sínum. Hún hafði ætíð llaft hana á sér síðan kvöldið, er hann fékk lienni hana. Nú tók hún hana upp og miðaði á Giles. “Statttu kvr!” hrópaði hún. “Þú ferð ekk feti lengra! Eg veit ekki hvað maðurinn vill, en þú bíður hér, þangað til víð fáum að vita það. Hann getur ekkert gert okkur.” Hún hafði slitið sig lausa og stóð nú og studdist upp við trjábol, sprengmóð eftir átökin. Giles stóð fyrir framan hana og lýsti bæði hræðslu og undrun úr augum hans. “í guðanna bænum, leiktu þér ekki með skammbyssuna! ” stundi liann upp. “Legðu hana frá þér, hún getur hlaupið af, án þess að þú vitir af!” Elsa gat ekki stilt sig um að brosa að hræðslu hans. Hún vissi vel, að skotið gat ekki lilaupið úr byssunni, því að hún hafði tekið úr lienni öll skothylkin fyrir löngu síð- an. Hún lét skammbyssuna síga. “Það má ekki seinna vera, að þið stað- næmdust,” stundi Belmont upp. Hann kom þjótandi til þeirra að fram kominn af mæði og þreytu eftir hlaupin. Það leið stundar- korn, áður en hann gat komið upp orði. Hann hallaði sér upp að trénu og andardráttur hahs var mjög slitróttur og krampakendur. ‘ ‘ Eg er hræddur um, að það sé einhver hætta á ferðum. Þetta er ekki eitt skip, heldur tvö. Annað þeirra er kínverzk júnka, að öllum lík- indum sjóræningjaskip. Hitt skipið, skonn- ortan, er mannlaust.” “Hvað á þetta að þýða, \dð livað eigið þér?” spurði Giles.' Elsa horfði á liann hrædd og forviða. “Það skal eg segja ykkur. Þessi skip eru hættuleg! Við verðum að bíða — þangað til við sjáum, hverju fram vindur. Eg er nærri því viss um, að skonnortan, stóra skipið með hvítu seglunum, hefir lent í sjóræningja- lilöndum og að þeir eru nú á leiðinni hingað með veiði sína. Verði þeir varið við eitt- hvert okkar hér á eynni, er okkur öllurn dauð- inn vís, að minsta kosti yður og mér, Effing- ton lávarður. Og ungfrú Ventor getur átt þau örlög í vændum, sem verri em og þyngri en sjálfur dauðinn. ” Hann þagnaði sem allra snöggvast. “Eg bið yður, í Guðs bænum, að fara gætilega. Lofið mér fyrst að grensíast eftir, hvemig í þessu liggur. ” Orð lians — og enn frekar — geðshræring hans höfðu áhrif á þau bæði. Giles varð meira að segja vandræðalegur og hikandi. Hann leit flóttalega í kringum sig. Hann liafði lieyrt talað um kínverzka sjóræningja — það voru náungar, sem ógaman var að fást við — en á hinn bóginn, livað höfðu kínverzk- ir ræningjar að gera á þessum slóðum? Eyja þessi lá að öllum líkindum 'langt frá Kína- ströndum. En — samt sem áður — það var ekki eigandi á hættu. “Hvað eigum við þá að gera?” spurði hann vandræðalega. “Fvrst af öllu verðum við að breiða yfir hvert eitt spor og merki þess, er borið getur gestum þessum fregnir um, að hér hafi verið fólk í eynni”, mælti Belmont. ‘Við verðum að eyðileggja biistað okkar.” — Hann talaði nú hægt og stillilega, er liann hafði jafnað sig, og óttínn um örygg Elsu var tekinn að réna. “Það má ekkert sjást, er borið getur vott um okkur og dvöl okkar hér. Eg hugsa, að við höfum liðlega klukkustund til umráða áður en þeir setja bát á flot og koma í land. Þegar þessu er lokið, verðum við að leita okkur fylgsnis á stað, sem eg hefi fundið, og þar held eg að við séum óhult fyrst um sinn. Ef nauðsvn krefur, verðum við að dvelja þar. En sé svo ekki, getum við skotið af skamm- byssunni hér efra til þess að gera vart við okkur. ’ ’ Þau sneru aftur til bækistöva sinna og tóku að rífa niður alt það, er hafði kostað þau svo mikla fyrirhöfn að byggja. Þau voru ekki lengi að útmá hvert spor og hvern sýnilegan vott þess, að þar hefðu manneskjur haldið til. Þau dreifðu öskunni eftir bálið út um alt; á liálfri stundu rifu þau niður kofa Elsu og gáðu þess vandlega, að hvergi sæist neinn vottur vistar þeirra. Er verki þessu var lokið, tóku þau að klifra upp klettabeltin í áttina þangað, sem Belmont leiðbeindi þeim. Það var erfið leið og torsótt. Elsa reif hendur sínar og fætur til blóðs á egghvössum steinum og kletta- 'nibbum; en hún bar sig karlmannlega. Bel- mont varð þess brátt varð hve illa hún var útleikin og nam þegar staðar. Hann reimaði upp skó sína og fór úr þeim. “Það var hugsunarlaust af mér, ungfrú Ventor, að mér skyldi ekki hafa dottið þetta i hug fyr”, mælti liann. “Hvres vegna hafið þér ekki beðið mig um það sjálf?” “Já, en þér sjálfur. — Þér—?” “Eg get betur komist af án þeitfra. Fáein- ar rispur frá eða til gera lítið á mununum fyrir mig.” Hann reitti dábtið af grasi og tróð ofan í skóna og hjálpaði henni svo í þá. Giles stóð við hliðina og liorfði á. Óttinn og hræðslan höfðu nú tekið hann heljar tök- um. Væri þetta sjóræningjaskip, sem hérna væri á freðinni, og ef hér væri raunveruleg hætta á ferðum t— hamingjan góða — setjum svo að þau fyndust áður en þau kæmust í fylgsni það, er Belmont hafði sagt þeim frá. “Komið þið, komið þið — fljótt—” sagði hann. “Við vei-ðum að flýta okkur!” Hann þreif í handlegginn-á Elsu og hjálpaði henni á fætur. “Reyndu nú að komast áfram,” mælti hann hasturlega, “annars sjá þeir til okkar og ná okkur. Eg held, að maðurinn liafi rétt fyrir sér,” tautaði hann í hálfum hljóðum. Hann dró Elsu með sér spölkorn. Það var erfitt mjög að klifra upp bratt- ann í steikjandi sólskininu. Hvorugur karl- mannanna hafði skó á fótum, og voru fætur þeirra blóðrisa. “Guð minn almáttugur,” stundi Giles, “eg er orðinn alveg steinuppgefinn. Hvað er nú langt eftir?” “Að eins dálítill spölur. Þér verðið að hleypa kjark í vður,” mælti Belmont. “Nú dugar ekki að gefast upp.” A1 í einu beygði hann sig niður og lyfti upp ungu stúlkunni. Hann hafði séð, að hún var alveg að hníga niður. Hún vissi varla af sér framar, og hann bar liana spölinn, sem eftir var. Loksins var markinu náð. Hann staulað- ist með byrði sína gegnum þrönga glufu milli klettanna, sem risu eins og brattir veggir báðum megin. Innan við þessi klettagöng var rúmgóður skúti. Að aftan verðu sjávar- megin var dálítil klettabrík, og yfir hana gátu þau grilt sjóinn meðfram ströndinni. Svalur sjávarblær andaði inn til þeirra, og langt, langt fyrir neðan þau lágu skipin bæði. Giles staulaðist fram að klettabríkinni og hélt sér þar dauðahaldi. Hann starði ofan í djúpið. Sá hann þá mesta urmul af fólki á þiljum júnkunnar, og streymdi allur sá hóp- ur vfir á skonnortuna eins og flugnamökkur og settist þar að. Hvað þar gerðist í raun og veru, gat hann ekki áttað sig á. Hann sá, að menn voru dregnir upp úr farmrými skonn- ortunnar, og einkennileg hljóð bárust upp til hans þar að neðan, — hljóð, sem einna mest líktust sæfugla-gargi. En það var ekk fuglagarg. Belmont liafði einnig gægst út yfir bUkina, og honum var þegar ljóst, hvað hér var á seiði, — hann vissi alt of vel, hvers konar hljóð þett-a voru. Hann andvarpaði þungt og mæðilega og leit til ungu stúlkunnar,- sem hann hafði lagt í foisælu undir klettinum. Hann liafði komið í tæka tíð til að bjarga henni. Guði sé lof fyr- ir það. Nú hafði hann fengið vissu fyrir hin- um ískyggilega gmn sínum. (Framh.) PROFCSSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tímar 2-3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Winnipeg, Manítoba DR.O. B. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Offlce tímar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 686 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tímar 3-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hltta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 Dr. P. H. T„ Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Heimili 403 675 Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Sími 28 180 Dr. S. J. Johannesson stundar lækningar og yflrsetur Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e. h. og frá kl. 6-8 að kveldinu 532 SHERBURN ST.-Slmi 30 877 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21834 Office_ tlmar 2-4 Heimili: 104 HOME ST. Phone 72 409 Drs. H. R. & H. W. TWEED TannUjeknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Heimilis 46 054 DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Stmi 96 210 Heimilis 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsimi 501 562 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36137 Slmið og semjið um samtalstlma H. A. BERGMAN, K.C. lslenzkur lögfrœSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON Islenzkir lögfrceSingar 325 MAIN ST. (á öðru gðlfi) Talsími 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og er Þar að hitta fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœBingur Skrlfst. 411 PARIS BUILDING Phone 96 933 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B, LL.M. (Harv). islenzkur lögmaSur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasími 71 753 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœBingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. Islenzkur lögfrceSingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 96 635 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tagi. Phone 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.