Lögberg - 03.11.1932, Side 4

Lögberg - 03.11.1932, Side 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER 1932. Högtierg GeflB Qt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift rítstjórans; EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 «m áriO—Borgist fyrirjram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Preas, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONE8. Sfl 327—86 328 Kosninga hugvekja Það er tvent í sambandi við kosningar þær, sem fara. fram í Norður Dakota næsta þriðju- dag, sem mér finst þess vert að vekja athygli íslenzkra kjósenda sérstaklega á. Annað er dómarakosningin. Hitt er lög þau um fram- tíðarlaun dómara, sem greiða á atkvæði um í þessum kosningum. Fram að þessum tíma hefir kjörtímabil héraðsréttar dómara (District Court Judges) í Norður Dakota verið aðeins fjögur ár. Ár- ið 1930 var samþykt grundvallarlagabreyt- ing, sem lengdi kjörtímabilið til sex ára. Það var spor í réttu áttina. Ríkinu er skift í sex héruð eða umdæmi (judicial districts). t því umdæmi, sem flestir tslendingar biía í, eiu þrír héraðsréttar dómarar. t þessum kosningum, eins og að undanfömu, verða all- ir þrír kosnir í einu, en sú breyting verður á í þetta sinn, að í stað þess að allir þrír séu kosnir til sex ára, verður sá, sem flest atkvæð- in fær, kosinn til sex ára, sá næsti til fjögra ára og sá lægsti aðeins til tveggja ára. Fram- vegis verður svo kosning héraðsréttar dóm- ara hagað þannig, að einn dómari verður kosinn í einu, annaðhvort ár, í stað þess að allir Jirír séu kosnir í einu. Með þessu er fyrirbygt, að hægt sé að skifta um nema einn í einu og það með tveggja ára millibili. Þetta er gei*t til þess að trygg.ja það, að undir öll- um kringumstæðum séu að minsta kosti tveir af þremur reyndir dómarar. Þetta er einnig framfaraspor. Nú stendur svo á að í því umdæmi, sem flestir Islendingar búa í, á nú að kjósa þrjá héraðsréttar dómara, og aðeins þrír eru í vali. Þeir em Guðmundur Grímson, W. J. Kneeshaw og C. W. Buttz. Þessir menn skipa nú þessi embætti og sækja allir um endur- kosningu. Nú vill svo vel til, að allir þrír sækja um embætti gagnsóknarlaust og ná því allir kosningu, hvað sem atkvæðum íslenzkra kjósenda líður. Það er vel farið, því allir þrír eru mestu sómamenn og stöðunni í alla staði vaxnir. Grímson dómara þarf ekki að kynna fyrir íslendingum í Norður Dakota, og hann þarfn- ast engra meðmæla frá mér. Allir íslending- ar í Norður Dakota þekkja hann, annaðhvort persónulega eða af afspum og vita það, að hann hefir leyst hlutverk sitt sem dómari svo vel af hendi, að það er sjálfum honum og þjóðflokki okkar til hins mesta sóma. Það er því ekki um það að ræða, 'hvort Islendingar eigi að styðja hann við þessar kosningar, en aðeins um það að ræða, á hvaða hátt þeir geti orðið honum að sem mestu liði. Kneeshaw dómari hefir skipað dómarasæti lengur en nokkur annar núlifandi dómari í öllu ríkinu og nýtur virðingar og álits allra þeirra, sem hann þekkja. Hann hefir verið búsettur í Pembina næstum því frá því að ís- lenzka bygðin hófst í Pembina County. Hann hefir frá fyrstu tíð undantekningarlaust reynst Islendingum vel. Hjá honum lásu þeir lög Daníel Laxdal og Magnús Brynjólfson, og þeir báru ávalt virðingu fyrir honum og hlýhug til hans. Hann er svo sannur og ein- lægur vinur íslendinga, að hann á ekkert annað en gott skilið af þeim. Eins og þegar hefir verið tekið fram, þá er hér alls ekki um það að ræða, hvort eigi að kjósa þessa menn, heldur aðeins um það, hver þeirra fái flest atkvæði og þá um leið, hver þeirra verði kosinn til sex ára, hver þeirra til f.jögra ára og hver þeirra til tveggja ára. Það liggur í augum uppi, að, ef allir kjósendur greiða öllum þremur atkvæði, þá fá þeir allir nákvæmlega jafnmörg at- kvæði. Það hafa vinir og stuðningsmenn Buttz dómara greinilega skilið. Tölurnar sýna, að þeir hafa unnið að því dyggilega, að k.jósendur greiddu atkvæði með Buttz einum og, að þetta hefir borið árangur, því atkvæða- greiðslan í útnefningarkosningunum (prim- aries) síðastliðinn júní fór á þessa leið: Buttz, 35,531; Grímson, 34,109, og Kneeshaw, 33,607. Með öðrum orðum, hafa 1,422 kjós- endur greitt Buttz atkvæði án þess að greiða Grímson atkvæði, og með því þokað Buttz svona langt fram úr bæði Grímson og Knee- shaw. Þessir stuðningsmenn Buttz hafa skilið það, að eins og hér stendur á, er það eiginlega alveg þýðingarlaust að greiða at- kvæði, ef greitt er atkvæði með öllum þrem- Írríþví með. þvi móti ,-er ^llum gert jufn hátt undir höfði, og enginn verður hæstur eða lægstur. Þeir greiddu því í hundraðatali at- kvæði með Buttz einum. Til þess að atkvæðagreiðsla þeirra hafi nokkra verulega þýðingu verða því íslenzkir kjósendur að hafa það hugfast að greiða at- kvæði annaðhvort með Grímson einum eða þá með Grímson og Kneeshaw. Eg sé enga ástæðu til að álíta, að það spilli neitt fvrir Grímson, þó greitt sé atkvæði með Kneeshaw líka. Það er ekki ólíklegt, að Kneeshaw, ald- ursins vegna, sé nú að sækja um kosningu í síðasta sinn, og það væri ánægjulegast, að Islendingar léðu honum fylgi sitt í þessum kosningum eins og ávalt að undanfömu, ef þeim finst þeir geta gert það án þess að spilla fyrir Grímson. 1 þessum kosningum fer einnig fram at- kvæðagreiðsla um tvær lagabreytingar við- víkjandi framtíðar kaupi dómara. önnur þessi lagabreyting fer fram á, að kaup hæsta- réttar dómara sé fært niður frá $5,500.00 á ári og niður í $5,000.00. Hin lagabreytingin fer fram á, að kaup héraðsréttar dómara sé fært niður frá $4,000.00 á ári og niður í $3,500.00. Fólki er vorkun þó það vilji spara, þegar eins hart er í ári og nú á sér stað og því hætt við, að það í hugsunarleysi greiði atkvæði með þessum lögum. En þessi lög era mjög var'hugaverð, og spamaðurinn er svo lítill, að hann nemur engu. Það eru fimm hæstaréttar dómarar í öllu ríkinu. Að lækka kaup þeirra um $500.00 á ári mundi spara aðeins $2,500.00. Það eru fimtán héraðsréttar dómarar í öllu ríkinu. Að lækka kaup þeirra um $500.00 á ári mundi spara aðeins $7,500.00. Með öðrum orðum, þá yrði allur sparnaðurinn, ef báðar þessar lagabreytingar verða samþyktar, aðeins $10,000.00 á ári. Ibúatala ríkisins er rúm 600,000, svo þessi upphæð er ekki þyngri byrði en svo, að hún nemur rúmu hálfu öðru centi á mann. Það kostar heila fjölskvldu minna en tíu cent á ári. Er hægt með nokkru viti að tala um þetta sem nauðsynlegan eða tilfinnanlegan sparnað? Kaup það, sem héraðsréttar dómurum í Norður Dakota er nú borgað, var ákveðið með lögum, sem samþykt voru árið 1907. Það hefir aldrei verið fært upp um eitt cent síð- an. Það hefir staðið óbifanlegt í fjórðung aldar, hvað vel sem hefir látið í ári og þrátt fyrir það. að dollarinn er meira pn helmingi minna virði en hann var fyrir tuttugu og fimm árum síðan. Það í sjálfu sér er kaup- lækkun um meira en helming. Á sama tíma- bili hefir kaup þeirra dómara í Canada, sem samsvara héraðsréttar dómurum í Norður Dakota, verið fært upp frá $4,000.00 og upp í $9,000.00. Með öðrum orðum, þá hefir það verið meir en tvöfaldað. Samt er fundið til þess hér, að jafnvel þetta kaup er of lágt til þess að tryggja það, að hæfustu lögmenn fá- ist í dómarastöður. Hér talar enginn um að lækka dómarakapp. Það er talið sjálfsagt, að það verði hækkað undir eins og batnar í ári. Það er skammsýni af versta tagi að greiða atkvæði með þessum kauplækkunarlögum. Nái þau samþykki, hafa þau ekki áhrif á kaup neins dómara, sem kosinn er áður en þau ganga í gildi, og breytingin nær því ekki til neinna dómara fyr en þeirra, sem kosnir verða árið 1934 og þar á eftir. Með öðrum orðum, þó þau nái samþykki, spara þau kjós- endum ekki eitt einasta cent fyr en eftir 1. janúar, 1935, og ná þá aðeins til þeirra dóm- ara, sem kosnir verðaárið 1934, og það tek- ur tíu ár áður en þau ná til allra dómara rík- isins. Við lifum öll í voninni, að, áður en 1. janúar, 1935, rennur upp, verði kreppan um garð gengin, eða að minsta kosti verði þá orðið miklu rýmra í búi. Það er því lítil á- stæða til þess að láta ginna sig til þess að greiða atkvæði með þessum lögum af þeirri ástæðu einni, að flestir hafa erfiðar kring- umstæður á yfirstandandi tímum. Kaupið er sízt of hátt. Það væri meiri sanngimi í því að fara fram á, að það yrði hækkað lield- ur en lækkað. Nái þessi lög samþykki nú, á það langt í land að þeim verði breytt. Nái þau sam- þykki, verður Norður Dakota fyrir þeim vafasama heiðri að borga sínum héraðsréttar dómurum lægra kaup en nokkurt annað ríki í öllum Bandaríkjunum. Menn, sem hæfir eru fyrir dómarastöðu, gefa þá ekki lengur kost á sér, og þess verður þá ekki lengi að bíða, að Norður Dakota fái orð á sig fyrir lægsta dómarakaup og lélegustu dómara í öllum Bandaríkjunum. Er það ekki ánægju- leg tilhugsun? Þeir dómarar, sem kosnir verða á þriðju- daginn kemur, halda núgildandi kaupi fyrir það kjörtímabil, sem þeir verða þá kosnir fyrir, þó þessi kauplækkunarlög verði sam- þykt. Sá, sem kosinn er til sex ára, heldur því þessu kaupi í sex ár, en sá sem kosinn ér til tveggja ára, heldur því aðeins í tvö ár, og færist svo niður í niðursetta kaupið eftir eiidurkpsningu sína árið lþ34.. Þetta ætU, að, KIDNEY lL Kidne* d c \ hl^CKAcA'pl.í ..é I meir en þriíljung aldar hafa Dodd’e Kidney Pills veriO vlBurkendar rétta meCalíö viC bakverk, grigt, þvagteppu og mðrgum fleiri sjQkdðmum. F4st hj.1 öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eCa sex öskjur fýrir $2.50, eOa beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. vera íslenzkum kjósendum auk- in hvöt til þess að láta ekkert ógert til að tryggja það, að Grímson dómari fái flest at- kvaöðin á þriðjudaginn kemur og verði kosinn til sex ára. Það er Islendingum heiður að eiga mann eins og Guðmund Grímson, sem er því vaxinn að gegna jafn ábyrgðarfullri trúnaðarstöðu og hér er um að ræða, og þeir ættu að sjá sóma sinn í því að styðja hann af alefli í þessum kosningum. Hjálmar A. Bergman. Manitoba Drama League Félagskapur þessí, sem er mjög ungur, var stofnaður í þeim til- gangi að glæða leiklist innan Manitobafylkis. Er það gert á þann hátt, að stofnað er til sam- kepni meðal leikflokka víðsvegar í fylkinu, sem er vitanlega hverj- um leikflokk fyrir sig mikil hvöt að gera sem bezt að hægt er, því öllum er það eðlilega metnaðar- mál, að 'gera eins vel og hægt er og helzt að skara fram úr keppi- nautunum. Fer samkepnin fram á einum átta stöðum í fylkinu og fjórir eða fimm leikflokkar keppa á hverjum stað. Eru leik- flokkarnir því 40 eða þar yfir í alt í fylkinu. Ein slík leiksamkepni fór fram í Little Theatre hér í borginni á föstudaginn og laugardaginn í vikunni sem leið. Fimm leikflokk- ar tóku þátt í henni. Var einn þeirra frá Árborg og leikendurn- ir allir íslenzkir. Er ánægjulegt til þess að vita, að þessi leikflokk- ur skaraði fram úr öllum hinum, að dómi þeirra, sem um dæmdu, og hlaut verðlaunin, sem var skjöldur, sem blaðið Winnipeg Free Press hafði gefið. Þessi sami leikflokkur tók líka þátt í samskonar samkepni í Teulon í júní í sumar og skaraði þar líka langt fram úr keppinautunum. Leikritið, sem þessi leikflokkur frá Árborg lék í Little Theatre á föstudaginn, heitir “Early Ohios and Rhode Island Reds”, eftir Mary K. Reely. Leikendurnir voru Mrs. H. F. Danielson, S. E. Johann- son, Mrs. M. M. Jónasson, Mrs. S. A. Sigurdson og Thor Fjeldsted. Er óhætt að segja að allir þessir leikendur léku hlutverk sín mjög vel og var leiksýningin áhorfend- unum til mikillar ánægju. Eiga þeir allir mikinn heiður skilið, en ekki síður leikstjórinn, séra Ragn- ar E. Kvaran, sem æft hefir flokk- inn frá byrjun og leyst það verk af hendi með sinni vel kunnu smekkvísi o!g nákvæmni í þeim efnum. FRÁ ÍSLANDI. Reykjavík, 7. okt. 1932. Kommúnista forsprakkar bæjar- ins söfnuðust utan við Goodtempl- arahúsið meðan á bæjarstjórnar- fundi stóð í gærkvöldi með flokk sínum. Héldu þeir ýmsar ræður eða sungu söngva sína, á milli þess sem liðsmennirnir æptu og hrinu. Lögregluþjónar öftruðu því að lýður þessi træði sér inn í fund- arsalinn. Ræður þeirra voru eins- og vant er bull og ókvæðisorð, Staðnæmdist slangur af fólki á götunni til að hlusta á þá. En þeir sem sungu þarna og æptu voru atts 30—40. Var kastað tölu á þá. Er bæjarfulltrúarnir gengu af fundi, réðst þessi ólátalýður aðallega að Kjartani Ólafsyni múrara. — Mgbl. Rural Municipality of Bifroát SALE OF LANDS FOR ARREARS OF TAXES By virtue of a warrant issued by the Reeve of the Rural Munici- pality of Bifrost, in the Province of Manitoba, under his hand and the Corporate seal of the Municipality, to me directed and bearing date the 28th day of October, 1932, commanding me to levy on the several parcels of land hereinafter mentioned and described for the arrears of taxes due thereon with costs, I do hereby give notice that unless the said arrears of taxes and costs are sooner paid, I will on the 29th day of November, 1932, at the Municipal Office in the Village of Arborg, in Manitoba, at the hour of two o’clock in the afternoon, proceed to sell by public auction the said lands for arrears of taxes and costs. DeNcription— Arrears Coftts Total S W. 19-21-4-E s 133.22 $ .50 $133.72 N.W. 19-21-4-E 188.38 .50 188.88 S.E. 7-22-4-E 124.63 .50 125.13 S.W. 7-22-4-E 163.94 .50 164.44 S.W. 8-22-4-E 120.55 .50 121.05 S.W. 32-21-4-E 94.04 .50 94.54 N.W. 32-21-4-E 129.99 .50 130.49 N.E. 1-22-3-E 126.76 .50 127.26 N.W. 8-22-4-E 130.12 .50 130.62 Frac’t’n S.E. 17-22-4-E (Title 355295) 69.30 .50 69.80 S.E. 18-22-4-E 316.94 .50 317.44 N.W. 18-22-4-E 141.48 .50 141.98 S.W. 18-22-4-E 142.82 .50 143.32 N.W. 19-22-4-E 123.29 .50 123.79 NV2 SV2 NM> S.W. 21-22-4-E 14.36 .50 14.86 S% N% S.E.i/4 20-22-4-E 44.58 .50 45.08 Pt. S.E. 21-22-4-E (Title No. 372998) and Pt. S.W. 21-22-4-E (Title No. 372999) 27.89 .50 28.39 N.W. 24-21-3-E 108.78 .50 109.28 S.W. 27-21-3-E 116.06 .50 116.56 S.W. 2-22-3-E 85.66 .50 86.16 N.W. 3-22-3-E 62.99 .50 63.49 S.E. 4-22-3-E 70.66 .50 71.16 S.W. 4-22-3-E 135.99 .50 136.49 S.E. 5-22-3-E 132.22 .50 132.72 S.W. 5-22-3-E 136.21 .50 136.71 N.W. 6-22-3-E 80.22 .50 80.72 N.E. 6-22-3-E 132.22 .50 132.72 N.E. 8-22-3-E 92.66 .50 93.16 S.W. 9-22-3-E 132.94 .50 133.44 L.S.D. 11,12, 14 Twp. 9-22-3-E 99.69 .50 100.19 S.W. 12-22-3-E 100.46 .50 100.96 S.W. 13-22-3-E 107.40 .50 107.90 N.E. 13-22-3-E 102.93 .50 103.43 Most northerlv 70 rods of L.S.D. 16 in 20-22-3-E and the most northerly 70 rods of L.S.D. 13 in 21-22-3-E 53.74 .50 54.24 S.W. 26-22-3-E 132.52 .50 133.02 W% EV2 28-22-3-E 133.98 .50 134.48 S.E. 29-22-3-E 148.86 .50 149.36 NVí N.E. 32-22-3-E 70.62 .50 71.12 S.W. 32-22-3-E 132.87 .50 133.37 N.W. 33-22-3-E 134.57 .50 135.07 N.W. 2-23-3-E 74.31 .50 74.81 S.W. 15-23-3-E 123.33 .50 123.83 EV2 WV2 12-23-3-E 131.19 .50 131.69 W% E% 12-23-3-E and V/% N.E. y4 1-23-3-E 207.16 .50 207.60 S.W. 22-23-3-E 124.13 .50 124.63 S.E. 35-23-3-E 105.92 .50 106.42 S.W. 35-23-3-E 99.69 .50 100.19 N.E. 23-23-3-E 75.99 .50 76.49 N.E. 33-22-4-E 94.57 .50 95.07 N.W. 24-23-3-E 137.08 .50 137.58 NV2 E% 25-23-3-E 81.29 .50 81.79 NE. 5-23-4-E 130.27 .50 130.77 S.W. 4-23-4-E 219.43 .50 219.93 R.L. 15 W 23-4-E 165.44 .50 165.94 EV2 EV2 8-23-4-E 152.66 .50 153.16 S.E. 9-23-4-K 140.23 .50 140.73 S.W. 14-23-4-E 85.77 .50 86.27 R.L. 2E 23-4-E 121.16 .50 121.66 Fract. N.W. 22-23-4-E 69.83 .50 70.33 Fract. N.E. 28-23-4-E lying to the west of Icelandic River 103.73 .50 104.23 Part R.L. 1W 23-4-E (Title 181717) 86.89 .50 87.39 S.E. 30-23-4-E 133.12 .50 133.62 N.W. 30-23-4-E 142.38 .50 142.88 N.W. 33-23-4-E 96.96 .50 97.46 Nu2 S.E. 16-23-4-E 77.14 .50 77.64 Village of Riverton House and Lots 62, 63, 64, R. 1, Plan 13740 93.86 .50 94.36 House and Lot 10 and 59, R. 1, Plan 13740 103.38 .50 103.88 Lots 17 and 52, R. 1, Plan 1.3740 31.02 .50 31.52 House and Lots 30 and 39, R. 1, Plan 13740 76.09 .50 76.59 House and Lots 24, R. 1, Plan 13740 61.92 .50 62.42 House and Lots 35 and 37, R. 1, Plan 13740 133.60 .50 134.10 House and Lots 33, and 34, R. 1, and Lot 36, R. 1, Plan 13740 70.43 .50 70.93 House and Lot 60, R. 2, Plan 13740 44.58 .50 45.08 Lot 15, R. 2, Plan 13740 31.02 .50 31.52 Lots 32, 35 and 37, R. 2, Plan 13740 154.59 .50 155.09 Lots 1 and 2, R. 1, Plan 2212 88.67 .50 89.17 Lots 9 and 10, R. 1, Plan 2212 95.71 .50 96.21 Lot 3, R. 2, Plan 2212 31.19 .50 31.69 House and Lot 10 and 11, R. 2, Plan 2212 66.19 .50 66.69 Lots 12 and 13, R. 2, Plan 2212 53.36 .50 53.86 Lots 1, 2 and 3, R. 5, Plan 2212 41.37 .50 41.87 Lot 4, R. 1, Plan 2406 66.81 .50 67.31 House and Lots 5 and 6, R. 1, Plan 2406 132.57 .50 133.07 House and Lots 3, 4 and 5, R. 2, Plan 2389 91.19 .50 91.69 Lots 12, 13 and 14, R. 2, Plan 2389 82.74 .50 83.24 House and Lots 11 and 12, R. 3, Plan 2389 68.00 .50 68.50 House and Lots 2, 3, 4, 5 and 6, R. 4, Plan 2389 105.91 .50 106.41 Lot 7, R. 4, Plan 2389 19.47 .50 19.97 House and Lots 8 and 9, R. 4, Plan 2389 72.39 .50 72.89 Lot 12, R. 2, Plan 13740 10.27 .50 10.77 Lot 17, R. 2, Plan 13740 10.27 .50 10.77 Most westerly 24 rods east of railroad, R.L. 5E 23-4-E 89.89 .50 90.39 N.W. 9-23-3-E 124.68 .50 125.18 S.W. 16-23-3-E 117.32 .50 117.82 S.W. 4-23-3-E 128.98 .50 129.48 S.W. 5-23-3-E 104.10 .50 104.60 S.W. 7-23-3-E 121.50 .50 122.00 N.E. 16-23-3-E 96.97 .50 97.47 N.W. 17-23-3-E 149.22 .50 149.72 N.E. 21-23-3-E 93.99 .50 94.49 S.E. 22-23-2-E 132.12 .50 132.62 S.E. 24-23-2-E 102.89 .50 103.39 S.E. 27-23-2-E 133.42 .50 133.92 S.W. 27-23-2-E 136.30 .50 136.80 S E. 34-23-2-E 139.56 .50 140.06 S.W. 1-23-2-E 154.65 .50 155.15 N.W. 3-23-2-E 127.20 .50 127.70 S.W. 10-23-2-E 109.92 .50 110.42 S.E. 10-23-2-E 117.25 .50 117.75 S E. 13-23-2-E 127.81 .50 128.31 S.E. 1-22-2-E 83.87 .50 84.37 Fract. S.W. 2-22-2-E, lying to the west of Can. Pacific Railway 116.43 .50 116.93 S.W. 9-22-2-E 127.59 .50 128.09 N.W. 9-22-2-E 102.01 .50 102.51 S.W. 10-22-2-E 106.83 .50 107.33 S.W. 4-22-1-E 72.89 .50 73.39 N.E. 4-22-1-E 79.87 .50 80.37 S.W. 24-22-1-E 120.19 .50 120.69 S.E. 24-22-1-E 138.55 .50 139.05 N.W. 24-22-1-E 131.42 .50 131.92 N.E. 25-22-1-E 98.38 .50 98.88 S.E. 17-22-2-E 93.99 .50 94.49 N.W. 19-22-2-E 97.11 .50 97.61 R.L. 11-22-2-E 116.01 .50 116.51 R.L. 31-22-2-E 140.71 .50 141.21 R.L. 30-22-2-E 128.78 .50 129.28 N.E. 35-22-1-E 152.47 .50 152.97 S.W. 33-22-2-E 87.84 .50 88.34 S.E. 16-22-1-E 99.09 .50 99.59 Fract. R.L. 46-22-2-E 163.12 .50 163.62 R.L. 42-22-2-E 172.39 .50 172.89 R.L. 15-22-2-E 140.07 .50 140.57 S.E. 27-22-2-E 391.40 .50 391.90

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.