Lögberg - 24.11.1932, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.11.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1932. I Bls. S. Sólskin Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga 1 i ‘Og kalla þennan óþjóðalýð hingað, nei, þú getur verið viss um að það geri eg ekki.” “ Já, en Giles, það er hann — liann er einn — það er Belmont . Hann er að kalla — hann ratar ekki til okkar------”, Effington heyrði nú einnig liina daufu rödd neðan að. Hann heyrði nafn sitt kall- að. “Effington, Effingtón! ’ ’ “Hann hefir vilst; hann ratar ekki hing- að,” sagði Elsa. “Það er ágætt; látum hann kalla”, taut- aði Giles. “Giles, viltu ekki svara lionumf” Elsa var staðin upp. Hún kom fram úr myrkrinu og gekk til hans. Hún lagði hönd- ina á handlegg hans. Effington lávarður kiptist við, veik sér skyndilega að henni og faðmaði hana að sér. “Giles — ert þú orðinri brjálaður — hvað gengur að-þér, maður!” stundi • hún upp. “Heyrirðu ekki, að hann kallar á þigf” “Þó, þó' -— lát.um hann æpa sálina úr sín- um auma skrokk. Kystu mig — heyrirðu það — kystu mig!” “Nei — nei — eg vil það ekki-” Hún brauzt um af öllu afli og reygði höfuðið aft- ur, til þess-að verjast honum. Andlit henn- ar var nábleikt í tunglskininu, og hún kallaði af öllum mætti: “Sleptu mér — sleptu mér! Kallaðu á hann — Giles — kallaðu á hann!” “Fari hann norður og niður,” sagði Giles og röddin var áatríðuþrungin. “ Eg A’ildi óska að hann hálsbryti sig. Látum hann eiga sig, ræfilinn þann arna — það liggur ekkert á að liann komi hingað. Eg vona að hann villist og hrapi, þá værum við laus við hann. ’ ’ Árangurslaust reyndi Elsa að verjast hon- um. Þróttur hennar var á þrotum, fyrir á- tökum hans, þótt hún á allan hátt brytist um til að losa sig. Hann þrýsti henni með helj- arafli að sér og'kysti hana eins og vitstola maður, þótt hún gæfist ekki upp eitt augna- blik. Hún stundi þungan, en orð komu ekki fram á varir henni. Enn heyrðist rödd Belmonts, og að þessu sinni miklu nær. Hún kallaði til hans: “Hér — hér — við erum hér! ’ ’ Giles reyndi að þagga niður í henni, en gat það ekki. Þau heyrðu að Belmont kallaði. “Eg er að koma — kallið einu sinni enn.” Hún kallaði aftur. Giles slepti henni taut- andi. Hún fór þangað, sem hún iiafðist jafnan við, og rétt á eftir kom Belmont skríð- andi til þeirra. Hann hneig niður rétt við fætur hennar. “Þeir eru hér— ”, andvarpaði hann. ‘Þeir eru nær þrjátíu saman. Við verðum að vera varkár — þetta er skelfilegur óþjóðalýður. ” Tvisvar brá þessum óvelkomnu gestum fyrir næsta dag. Sólin skein skært á hvítu kóralrifinu. Fyrst sáu þau lítinn flokk þeirra, fjóra eða fimm saman, sem fór fram hjá langt fyrir neðan þau; nokkru síðar sáu þau einn þeirra. Annars urðu þau eigi vör, en þetta var nóg til þess, að ekki þurfti að fara, í grafgötur um* það, að enn liéldust ræn- ingjarnir við á eynni. Hitinn var nær óþol- andi. Felustaður’þeirra var hátt uppi í klett- unum og þar var ekki afdrep fyrir hinum brennandi geislum sólarinnar. Um morgun- inn streymdu sólargeislarnir yfir þau, og klettarnir urðu óþolandi heitir. Hlsa lá í skugganum — að svo miklu leýti sem um skugga var að ræða. — Hún dró þungt and- ann, eins og hún væri sóttveik. Matforði þeirra var nokkrar kókóshnetur, sem Bel- mont liafði liaft með sér úr njósnarför sinni um nóttina. “Hve lengi verður ástandið þannig?” spurði Giles allyfirlætislega, og var radd- blærinn líkastur því, að það illa, sem hann varð nú að líða, væri Belmont um að kenna og engum öðrum. “Hvernig ætti eg að vita það,” svaraði Belmont. “Fyr eða síðar hverfa þorpararn- ir héðan. Eg vona, að þess verði nú ekki langt að bíða; en við megum liakka okkar sæla, komist þeir ekki á snoðir um okkur.” “Já — en við erum matarlaus,” sagði Giles. “Hvað eigum við til bragðs að taka? Ekki lifum við hér á loftinu eintómu! Þetta ræningjahvski hefst kannske hér við í viku eða lengur. Það er ekki gott að segja.” Belmont kinkaði kolli. “Það er rétt athugað,” mælti hann. “Mat verðum við að fá. 1 nótt er það yðar hlut- verk að afla vista.” “Mitt lilutverk?” sagði Giles sýnilega undrandi. “Já — yðar, lávarður góður. Við verðum að skifta með okkur verkum — þér skiljið? í nótt vei ðið þér að sækja mat. ” “ Verið eg—? Aldrei! Þér komið mér aldr- ei til þess. Eg — eg verð að vera hér. Eg verð að vera þar sem ungfrú Ventor er. Þetta verður yðar að skfljast,” mælti hann. “Eg get ekki skilið hana eina eftir lijá yður. Hún er í minni vernd, og það er skvlda mín að veia hjá henni. Þér gleymið vonandi ckki, hTer þér eruð?” “ Þer neitið að fara?” spurði Belmont stillilega. “ Já. ” “ Eg er hræddur um, að við komum til með að kljá.st um þetta, Effington lávaiður,” sagði hann. “Eg hefi reynt að draga það á langinn, að gera reikningskil við yður. Eg hefi dregið það frá því fyrsta er við komum á eyju þessa. Þolinmæði mín er ekki yður að jiakka, heldur ungfrú Ventor. En þér linnið ekkr látum, og eg vil fyrirfram láta yður vita j)að, að þegar eg tek framkomu yð- ar alla til yfirvegunar, þá verður það í eitt skifti fyrir öll. Fyrsta skiftið verður éinnig |>að síðasta. Eg veit ekki hvort þér skiljið mig til fulls.” “Það á sjálfsagt að skiljast þannig, að þér ætlið að myrða mig, eins og þér mvrt- uð . . . .” “Eg á við, að jiegar við reynum með okk- ur, þá er engrar miskunnar að vænta af mini hálfu. Þá verðum við að berjast til Jtrauiar, þangað til annar fellur óvígur. Hvor okkar það verður, Effington lávarður, það sýnir sig. ” Giles glápti á hann. Hann mætti hinu ró- lega og ákveðna augnatilliti Belmonts og leit þá undan. “Það er óviturlegt að eiga í illindum, V mælti Giles. “Það er ófært, meðan ræn- ingjarnir eru alt í kringum okkur. Við verð- um að láta okkur koma saman.” “Það er einnig mín meining,” mælti Bel- mont. “Það svarar ekki kostnaði þetfa mis- sætti, meðan við eigum í höggi við ótal hætt- ur. En að sjálfsögðu verðið jiér að annast vðar hluta starfsins, eins og eg sé um minn hluta þess. Hvorugnr okkar má hlaupast frá skyldum sínum.” “Já — en J)ér hljótið að sjá það sjálfur, að andmæli mín eru á rökum reist. Ungfrú Ventor er tilvonandi eiginkona mín. — Eg — eg-------”. “Við erum hér tveir um verkin,” tók Bel- mont fram í fvrir honum. “Hvor verður að sjá um sinn hluta. Eg hefi ekki hugsað mér að taka að mér yðar starf.” Þrátt fvrir alt var það Belmont, sem liélt af stað, þegar fór að skyggja. Hann þorði ekki, blátt áfrgm sagt, að trúa Giles til þess að afla vista. Ekki þurfti annað, en að hon- um vrði einhver skyssa á. og þá var úti um þau öll. Þar að auki var Giles ófáanlegur til jtess að hreyfa sig, ef hann hafði hugboð um að hætta væri á ferðum. Hann var veikur af kvíða. Hann bar öllu við, til þess að hliðra sér hjá að fara. Hann sagðist ekki þekkja leiðina jafn vel ,og Belmont. Hann var viss um að hann viltist og vrði þá á vegi ræn- ingjanna, og þá vissu þau hvernig færi. Bel- mont varð leiður að hlýða á undanfærslur lians og fór sjálfur af stað. Nú hafði hann stígvél á hinum bláu og blóðrisa fótum sín- um. Elsa hafði beðið hann að setja J)au upp. . Að þessu sinni fór hann ekki eins langt og áður. Það var ástæðulaust að grenslast um hagi ræningjanna; aðalatriðið var að ná i eitthvað ætilegt handa þeim, og hann. jmrfti ekki að fara lengra en í útjaðar villiviðarins til þess að afla þeirra ávaxta, sem þau J>urftu með. Þrem stundum síðar var liann aftur kominn upp. Honum gekk nú greiðlega að rata, því að hann hafði köll þeirra til leið- beiningar. Hann hafði ekki hlíft sér. Hann hafði svo mikið meðferðis af ávöxtum, að hann var n*pr hniginn niður undir byrðinni. Vatn gat hann ekki flutt með sér, en liann fau’ði þeim það, sem bezt gat bætt það upp — kókóshnet- ur, því að vökvi þeirra var liressandi. Það bætti mjög úr. Elsa hugsaði um þær hræði- logu stundir í bátnum, þegar eigi var annað tií en seitill af fiibi vatni til Jiess að slökkva þorstann með í steigjandi sólskininu. Én kókóshneta hi'fði þá verið hreinasta Guðs gjöf. Það Jiýddi ekki að kvarta. Elsa hafði komið sér fyrir í skúta, inst inni í klcttaskýlinu. Þar var lítilsháttar forsæja að deginum til. Belmonl hafði velt nokkrum steinum að, sem mynduðu skjól- garð, svo að hún var vernduð fyrir .sólar- geislunum, sem á öllum tímum dags flæddu brennandi yfir þau. Nóttin leið og aftui birti af degi. Aftur ljómaði sólin á hinum bleikgráa himni. Logn var komið og dauðakyrð hvídli vfir öllu. Enginn svali barst til þeirra frá liaf- inu. Og í klettaskýlinu þeirra var liitinn þegar um moiguninn orðinn óþolandi. And- ardrátturinn varð erfiður. Elsa var í hálf- gerðu móki, vfirkomin af hinum steikjandi hita. Það var komið fram yfir hádegi, þegar Giles veik sér að Belmont. “Nú fer eg!” sagði hann hásri röddu. “Farið þér?” Giles benti niður eftir. “Eg fer niður að læknum. Eg þoli ekki þetta lengur. Það er ómennilegt. Eg hætti til hvort þeir sjá mig eða ekki. Það getur aldrei verra orðið en hér. Eg liefi litla löng- un til að hýrast hér lengur og stikna lifandi. Eg þoli þetta ekki, skiljið J)ér það; eg vrei ð að fá vatn. Eg ræð yður til Jiess að liamla ekki för minni,” bætti hann við. “Eg er vonlaus , og þér hafið ekkert yfir mér að segja.” Hann hafði staðið upp. Belmont stóð einnig skjótlega á fætur. “Þér verðið hér, ” sagði hann. “Burt með yður,” livæsti Giles. “Eg fer, segi eg.” “Þér farið hvergi,” sagði Belmont. “Það yrði aðeins til þess, að þeir sæju yður, og það er dauði yðar og okkar. ” “Úr veginum!” sagði Giles ógnandi. “Burt, segi eg! Hvaða lieimild hafið þér til l^ess að tefja fyrir mér? Viljið þér hafa líf mitt á samvizkunni? Eg þoli ekki við leng- ur — farið þér frá mér. ” Hann rauk að Belmont með reiddan hnefann og sló til hans í blindni. Elsa var um það búin að ná sér. Hún stóð upp, hallaði sér upp við klettavegginn og starði utan við sig á þá. Hún ætlaði að segja eitthvað við þá — eða kalla til þeirra — til þess að stilla þá, en henni var það ó- mögulegt. Hún átti nóg með að standa á fótunum, og hún gat ekki gefið frá sér nokk- urt hljóð. Hróp hennar varð aðeins hás stuna, sem hvorugur þeirra heyrði. Belmont varðist árás Giles, en sýndi í engu að hann ætlaði að gera meira úr þessu. “Farið þér á yðar stað og setjið yður þar niður,” sagði hann með hægð. “Nei, það geri eg ekki. Nú er nóg komið. Eg hlnsta ekki á fleiri skipanir frá vður. Eg beygi mig ekki undir fyrirskipanir yðar, eins og væri eg í hegningarhúsi. Eg er Effing- ton lávarður, ef þér vilduð veras vro góður að minnast þess, en J)ér — þér vitið, liver þér eruð. Eg kæri mig kollóttan um skipanir yðar. Burt með yður. Lofið mér að kom- ast.” “Þér farið ekki fram hjámér,” sagði Bel- mont ákveðinn. Giles gekk eitt skref aftur á bak, og augna- blik virtist hann vera í vafa um hvern kost- inn hann ætti heldur að velja: að gefast upp eða koma hinu heimskulega áformi sínu fram með illu. Hann skot.raði augunum flóttalega kringum sig, og alt í einu — eins og í vitfirr- ingsæði — réðist hann á Belmont. Hinn steikjandi hiti, þorstinn, hungrið og hvers- konar þjáningar, sem aðeins er hægt að yfir- vinna með viljafestu, náðu tökum á honum breyttu fullkomlega þessu ragmenni í villi- dýr, sem ekkert tillit tók til sjálfs sín eða annara. Fvrir liugskotssjónum hins ruglaða manns blasti við rennandi lækurinn,.hið ís- kalda vatn, sem rann niður klettana, hinn græni, þétti og skuggasæli villiviður — alt var þetta sannkölluð Paradís^ samanborið við sólbakaða klettana, þar sem hann pínd- ist í sólargeislunum. Þessir andstæðingar bárust á næsta augnabliki fram og aftur í liörðum sviftingum, í dauðakyrð, en unga stúlkan horfði skelkuð á aðfarir þeirra. Giles hamaðist eins og vitleysingi. Hann barðist fyrir því einu, sem þá stundina heill- aði hann mest og honum fanst e'ftirsóknar- verðast, en það var kalt vatn og forsæla. Ekkert annað rúmaðist í huga hans fyrir J)essari eigingjörnu löngun, sem var svo sterk, að hún rak á brott hræðslu hans við hættuna. Belmont barðist hins vegar vegna örygg- is þeirra beggja, lífs þeirra og frelsis. Hann barðist vegna ungu stúlkunnar, sem horfði á J)á. Hún var náföl og andlit hennar afmynd- að af hræðslu. (Framh.) PROFESSIONAL CARDN DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Offlce tlmar 2-3 Heimill 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Winnlpeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Sjtundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Kr aC hitta kl. 10*12 f. h. of 2-5 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóina. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 DR.O. B. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tlmar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 686 Winnipiíg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tlmar 3-5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Heimili 403 675 Wlnnipeg, Man. Dr. S. J. Johannesson stundar lækningar og yfirsetur Til viðtals kl. 11 f. h. U1 4 e. h. og frá kl. 6-8 a8 kveldinu 532 SHERBURN ST.—Slmi 30 877 DR. L. A. SIGURDSON 2*16-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office tlmar 2-4 Heimili: 104 HOME ST. Phone 72 409 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Gor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 064 DR. A. V. JOHNSON tsíenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 A. S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími 501 562 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrlr- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 L37 Slmið og semjlð um samtalstlma H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœöingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) Talsími 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og er þar að hltta fyrsta miðvikudag I hverjum mánuðl. J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Skrifst. 411 PARIS BUILDING Phone 96 933 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). íslenzkur lögmaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasími 71 763 G. S. THORVALDSON B A., LL.B. Lögfrœöingur Skrifst.: 70 2 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœöingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Phone 24 206 Offlce Phone 96 635 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð »f öllu tagi. Phone 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.