Lögberg - 24.11.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.11.1932, Blaðsíða 4
Bi8. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1932. Högtierg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PREBS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um áriö—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES S6 327—86 328 Bæjarstjórnarkosningar í Winnipeg Þær fara fram á morgnn, föstudag, svo nú er kominn tími til þess, fyrir Winnipegbúa, að ráða við sig, hvernig þeir greiði at- kvaröi við þessar kosningar, því vér gerum ráð fyrir, að þeir geri það langflestir, þeir sem atkvæðisrétt hafa. Samt hefir nú ekki sú raunin á orðið á undanförnum árum. Þeir eru jafnan margir, sem láta sig bæjarstjórn- arkosningar engu skifta og greiða ekki at- kvreði. En þess er ekki ósanngjarnt að vænta, að ' kjósendurnir láti sig þær nú meiru skifta, heldur en nokkru sinni fyrri. Aldrei befir Winnipeg átt úr eins vöridu að ráða eins og nú. Aldrei í sögu bæjarins, hafa fjárhags- örðugleikarnir verið eins miklir. Þrátt, fyr- ir miklar tilraunir núverandi bæjarstjórnar, að láta tekjur og útgjöld standast á, þá er nú á allra vitorði, að á þessu ári verður stór- kostlegur tekjuhalli. Þetta kemur til af ýms- um orsökum, en sérstaklega þeim orsökum, að skattarnir borgast ekki. Þeir, sem eiga að borga skatta, hundruðum saman, geta það með engu móti. Það kemur að litlu haldi, þó tekjur og útgjöld stæðust kannske nokk- urn veginn á, ef skattarnir borguðust, að mestu eða öllu leyti, þar sem sú er nú ekki raunin á, og hvergi nærri því. Það eru að- eins hinar raunverulegu tekjur, og hin raun- verulegu útgjöld, sem nokkru varða. Óborg- aðir skattar, sem aldrei borgast, jafna ekki reikningana. Svona er nú ástandið, afar mikill tekju- halli og ógerningur að auka skattana úr því sem nú er. Hér er því úr vöndu að ráða og ekki verður því neitað, að jafnvel þeir, sem nú sækjast all-frekjulega eftir því, að kom- ast í bæjarstjómina, virðast heldur ráða- fáir. Þeir, sem um borgarstjóraembættið sækja, eru þrír, núverandi borgarstjóri, R. H. Webb, sem nú er líka fylkisþingmaður; John Queen, sem líka er fylkisþingmaður og leiðtogi hins óháða verkamannaflokks í Manitoba, og Jacob Penner af hálfu United Front manna, eða kommúnista öðru nafni. Mr. Webb hefir verið borgarstjóri í Win- nipeg í sex kjörtímabil og sækir nú í sjöunda sinn. Hann er því nokkurn veginn kunnur Winnipegbúum, og að því er vér bezt vitum er hann hvorki betri né verri borgarstjóri held- ur en hann hefir verið. Hann vill, að því er séð verður, vera fulltrúi allra bæjarbúa jafnt, hvaða stétt eða stöðu, sem *þeir tilheyra. Hann er ekki fulltrúi nokkurrar sérstakrar stéttar manna, og naumast verður með sann- gimi um hann sagt, að hann hafi reynt að hlynna að einni stétt frekar en annari. öðru máli er að gegna með Mr. Queen. Hann er fulltrúi sérstaks stjórnmálaflokks, sem á öllum sviðufn er að reyna að brjóta sér leið til meiri valda. Sama er að segja uiti alla aðra frambjóðendur verkamanna flokks- ins. Þessi stjórnmálaflokkur er að reyna að ná yfirráðum í bæjarstjóminni í Winnipeg og hefir í mörg ár verið að reyna það. Það hefir honum ekki hepnast enn, en þó stund- um komist lengra í þá átt, heldur en nú síð- ustu árin. Fylgi hans virðist ekki fara vax- andi. ' Vér höfum hlustað á nokkrar stuttar ræð- ur, sem Mr. Queen hefir flutt nú rétt nýlega. Fjárhagsvandræði Winnipegborgar virðast ekki vaxa honum í augum, því meiri útgjöld, á flestum eða öllum sviðum, virðist vera hans langmesta áhugamál. En ekki vitum vér til, að hann hafi bent á nokkurt ráð til að auka tekjumar. Jú, einu sinni lieyrðum vér hann víkja fáeinum orðum að lægri rentum á pen- ingum. Vér eram á því líka, að það væri heppilegt. En vér höfum litla trú á því, að meiri útgjöld og meiri skuldir, gætu orðið til þess, að Wrinnipeg fengi lánsfé með lægri rent- um. Oss skilst því ekki, að Mr. Queen og lians flokkur, mundi leiða Winnipeg út úr ógöng- unum fjárhagslegu, sem hún nú er í, heldur þvert á móti, í enn meiri óöýingur og vand- ræði. Um þriðja borgarstjóraefnið, Mr. Penner, ér lítið að segja; engar líkur til, að hann nái kosningu. Vér vonum, að landar vorir í Winnipeg \rani-æki ekki að greiða atkvæði á föstudag- inn og vér efum ekki, að þeir geri það allir eins og skynsemi þeirra og dómgreind vísar þeim til, en láti ekki leiðast af fagurgala. Prestaíélagsritið Tímaritfyrir kristindóms- ofe kirkjumál. Ritstjóri Sigurður P. Sívertsen. Fjórt- ánda ár, 1932. Gefið út af Prestafélagi íslands. Það er vegsauki hverri þjóð, að eiga vel- mentaða prestastétt. Arsrit Prestafélags- ins á íslandi ber þess ljósan vott, að presta- ' stéttin þar hefir á að skipa mörgum ágætlega mentuðum mönnum, sem og hafa lifandi á- huga fyrir menningu og trú. Öll þau fjórtán ár, sem rit þetta hefir komið út, hefir þar verið um verulega uppsprettu andlegra verð- mæta að ræða, og má bæta því við, að orka ritsins hefir vaxið með hverju ári. Ritið fjallar jöfnum höndum um hin stærri vel- ferðarmál krstninnar alment og hin sérstöku vanda- og velferðarmál kirkjunnar þar heima fyrir á Islandi. Ritið ætti að vera árlegur aufusugestur einnig hér á vestur-slóðum. Kennilýður og þeir vestur-íslenzkir leikmenn, sem láta sig andleg mál varða, geta óefað sótt í Prestafélagsritið marga þarfa hugvekju til athyglis og umtals. í ritinu fyrir þetta ár ríða fyrstir úr garði háskólakennararnir þrír: Próf. Sig. P. Sí- vertsen, dócent Ásmundur Guðmundsson og dr. Magnús Jónsson. Fylgir þeim all-frítt föruneyti, sem síðar mun sagt, Erindi prófessors Sigurðar P. Sívertsens heitir Starfshœttir kirkjunnar. Er þar gerð grein fyrir hinum tveim aðalþáttum kirkju- legs starfs alt frá öndverðu: þjónustu “orðs- ins” og þjónustu “borðsins”, þ. e. annars vegar iðkun sjálfs trúar- og bænalífsins, en hins vegar afskifti kirkjunnar af ytri högum manna á ótal sviðum. Er því nokkuð lýst, hve ólíka áherzlu kirkjudeildirnar hafa lagt á hvorn af þessum aðalþáttum. vikið að því, hver ofvöxtur hafi í sumum löndum hlaupið í hið ytra og félagsbundna starfslíf safnað- anna, en á hinn bóginn, hver skortur hafi verið annars staðar (svo sem á tslandi) á afskiftum kirkjunnar af mannúðarstörfum og vandamálum mannfélagsins. Þar sem þá og er bent á nokkurar leiðir til aukins starfs kirkjunnar þar á ættjörðinni, þá er þetta hin þarfasta hugvekja. Sönnu máli mun það næst, að þar sem í stórdeildum kirkjunnar hér í Viesturheimi sé “þjónustan fyrir borðum” komin út í ófærar öfgar og fyrir henni hafi sjálf “þjónusta orðsins” orðið um of að víkja, þá þarfnist kristni fslands hressingar þeirrar, sem af atorkusömu félagslífi staf- ar. En hófstilt skyldu jafnan vera afskifti kirkjunnar af mannfélagsmálunum, að ekki verði kirkjan um of “af þessum heimi”. “I heiminum, en ekki af heiminum,” voru bæn- arorð frelsarans fyrir söfnuði sínum. Háskólakennari Ásmundur Guðmundsson ritar hugnæmt mál um Nathan Söderblom, erkibiskup Svía, er andaðist í fyrra. Söder- blom var af mörgum talinn merkastur kirkju- höfðingi Mótmælenda á sinni tíð. Heims- frægð hlaut hann 1925, er hann boðaði til og stýrði alheimsþingi Mótmælenda í Stokk- hólmi það ár. Sökum lærdótns, víðsýnis og göfugmensku, samfara barnslegri en brenn- andi trú, varð hann hugljúfi ótal manna um víða veröld og átrúnaðargoð ættjarðar sinn- ar. Dócent Á. G. kyntist Söderblom í utan- för 1930 og lýsir hann mikilmenninu á undur hugljúfan hátt: mannkostum hans, lærdómi, áhrifum, starfsþreki, trúrækni o.fl., er prýddi þann postullega mann. Hugnæm er frásögn- in um síðustu æfistundir og andlát erkibisk- upsins elskaða. Niðurlag þeirrar frásagnar er á þessa leið: “Þegar bráði af honum, tók hann aftur að tala um eilífa lífið. Hann hafði fullbúið handrit til prentunar, nema bókartitilinn vantaði. ‘Nú veit eg, hvað hún á að heita’, sagði hann við konu sína með miklu gleðibragði, ‘hún á að heita: Hinn lif- andi Guð, því að eg veit, að Guð lifir.’ Brosið hans fengu þau líka að sjá. Dyr að svöl- um voru opnar og þau spurðu hann, hvort hann þyldi ekki illa kuldann. Þá brá fyrir gamla leiftr- inu í auganu: ‘Hjartans vinir. Þið vitið, að eg hefi alla æfi elskað hreint loft, bæði fyrir sál og líkama.’ Stríðið var að líða á enda. Þau, sem stóðu í kring, sáu frið færast yfir hann og ljóma bregða á and- litið. Það, sem hann sagði, vor orðið óskýrt hvísl. Síðast heyrðu þau þessi orð: ‘Nú er eilífð- in að koma’. Og er hann hafði sagt það, andaðist hann. Eg hygg, að engum af oss þyki það ofmælt, að þessi maður hafi verið lærisveinn Jesú Krists.” Kristindómur og Goðasagnir heitir erindi eftir próf. Magnús Jónsson, dr. theol., og er út- varpserindi. Er þar tekin til rannsóknar sú fullyrðing nokk- urra lærðra manna, að Jesús hafi aldrei verið til, lieldur sé það helgisögn ein og ekki á- byggilegri en aðrar goðsagnir. Minnist höf. þess, að farið sé að flagga með orð eins og “Jesú- sögnin” o g guðspjöllin sé nefnd “goðafræði”. Bendir það sennilega til orða Laxness ritJhöfundar í hinum nýja for- mála hans fyrir Passíusálmun- um. Rekur nú prófessórinn sögu þessara kenninga í út- löndum og ræðst á þær með rökum svo sterkum, að þær liggja í rústum og að engu orðnar að lokum. í'lærir próf. M. J. hin gildustu rök jafn- framt fyrir sannsöguleik guð- spjallanna. Er erindið samið af lærdómi og góðri greind og er höfundinum til sæmdar. Kirkjan og Líknarstörfin nefnist all-langt og ítarlegt er- indi eftir frú Guðrúnu Lárus- dóttur, alþingiskonu. Er þar fyrst lýst líknarstarfinu í Post- ulasöfnuðunum í fyrstu kristni. Síðan er sagt frá endurreisn djákna-embættisins og líknar- þjónustunnar í nútíð, sérstak- lega frá starfi Fliedners prests í Þýzkalandi og stofnun kven- djákna “móðurhússins” og annara stofnana í Kaisers- werth við Rín. Bæta má því við, að frá Kaiserwerth var Flor- ence Nightingale kominn andi og æfing til hjúkrunarstarfs þess, sem hún innleiddi með enskum þjóðum. Þess má og geta, að þangað sótti guðsmað- uriim ameríski, William A. Passavant, kraft og þekking til framkvæmda sinna dásamlegu líknarstarfa og stofnana hér- lendis. Sagt er frá íslenzkri díakón- issu, er stundar nám í Noregi. Ekki er það rétt, að hún sé “fyrsta íslenzka díakónissan”. Rétt eftir síðustu aldamót gekk “systir” Jóhanna Hallgríms- dóttir í þjónustu “Móðurhúss- ins” í Milwaukee og á þar enn heimilisfang. Um stutt skeið gegndi hún díakónissn embætti í Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg. Lengst af hefir hún gegnt hjúkrunarstörfum á eig- in spýtur í Minnesota. Frá öðrum líknarstörfum er og sagt í þessu fróðlega erindi, einkum björgunarstarfi er- lendis í þarfir fallinna kvenna, fanga og annara olnbogabarna mannfélagsins, og er sögð all- ítarlega saga Þóru Esche, á- gætrar danskrar konu. Síðast er sagt frá kristilegri viðleitni í þessa átt á íslandi. Er getið um stofnun heimilis fyrir munaðarlaus börn fyrir forgöngu Prestafélagsins og fyrsta vísir þeirrar starfsemi þar sem er barnaheimilið Sól- heimar í Grímsnesi, og sagt er einnig frá starfsemi meðal sjó- manna og stofnun Sjómanna- heimilis. Enn fremur er minst á kristilega safnaðarstarfsemi og hjúkrunarmál víða um land. Mörg eru hvatningar-orð í þessari ágætu ritgerð, og skulu þessi tilfærð: “Hugsandi alvörumenn finna til kuldans og sundurlyndisins, sem um of ber á vor á meðal. Þeim er það ljóst, að þörf er á nýjum and- legum straumum inn í stirðnað safnaðarlíf vort. Er ekki vert að ihuga, hvort endurvakning díakón- issu-starfsemi frumkristninnar sé ekki vel til þess fallin, að glæða andleJgt líf og starfsemi—kirkju vorrar.” Minningar-grein, um Arna prófast Björnsson, sóknarprest í Garða-prestakalli á Álftanesi (d. 26. marz 1932), ritar dr. theol. Jón Helgason, biskup, og fylgir greininni ágæt mynd af þeim merkismanni. Kirkjan og börnin nefnist ritgerð eftir séra Þórð ólafsson præp. hon. Margt fallegt mætti tilfæra úr greininni, ef rúm leyfði. Er áherzlu-mál höfund- arins að leiða börnin til Krists. “Börnin verða að geta séð Krist í kenningunni og eignast vissuria um, að hann einn geti leitt þau og lagt að föðurhjarta Guðs.” Misráðið telur hann, að byrja á því, að kenna börn- um sögur Gamlatestamentisins, en æfisögiu Krists vill hann láta gera þeim ljósa alt frá bernsku. “ Kver ”-Iærdóminn kveður hann hafa farið fyrir ofan garð hjá flestum börnum, en álítur þó utanaðlærðan kver- lærdóm í hófi, þarflegan fyrir stálpuð ungmenni. Yekur höf- undur athygli á nauðsyn þess, að stofna sunnudags-skóla víðs- vegar um land, koma á barna- guðsþjónustum og ungmenna- starfsemi. Kirkjur og kirkjusiðir í Borgarfirði fyrir 60 árum heit- ir frábærlega skemtileg ritgerð eftir Kristleif Þorsteinsson, bónda á Stóra-Kroppi. Oftar en einu sinni áður hafa ritgerð- ir birzt í Prestafélagsritinu eft- ir þenna minnuga mann, og hefir hver verið annari skemti- legri. Það er list hvernig þessi aldraði bóndi segir frá. Lýs- ingar sínar endar hann með þessum orðum: “Fyrir 60 ár- um mátti líkja hinu gamla fólki hér í Borgarfirði við hin- ar gömlu kirkjur. Það var traust og sterklega bygt af góðum efnivið, en ekki að því skapi vel heflað.” Blindir menn og Blindra- mannafélag Islands, eftir rit- stjórann, þróf. S. P. Síyertsen, er fróðleg grein og hugnæm. Dæmin, sem þar eru sögð af því, hve nafngreindir menn hafa lært að bjarga sér og af- kasta miklu, eru eftirtektar- verð. Fróðlegt og að lesa, hve mikið raá gera og hefir verið gert blindum mönnum til gagns. Sennilegt er, að íslenzk vikublöð hér endurprenti þessa fróðlegu ritgerð í heilu lagi, og skal því ekki frekar ræða um hana hér. XJtvarpið og kirkjan nefnist ræða eftir séra Jakob Jónsson á Norðfirði, skýr og góð grein- argjörð fyrir nytsemi útvarps- ins fyrir kristni landsins. Tel- ur höf. útvarp guðsþjónust- anna frá höfuðkirkjum lands- ins gagnlegt jafnt þeim, sem ekki sækja kirkjur venjulega og eins þeim, sem kirkjur sækja. Bergkonan við Ásbyrgi, eft- ir séra Knút Arngrímsson. Ekki veit eg, hvort það stafar af því, að eg er ættaður frá Ás- byrgi og nærri eina draumsýn- in, sem eg á frá bernsku minni á íslandi, er úr Asbyrgi, að eg varð hrifinn af þessari rit- gerð. Öllu fremur hygg eg þó, að það hafi komið til af því, hve listilega hún er færð í stíl. Höf. lýsir kletti, sem gnæfir stakur upp úr austara bergvegg Ásbyrgis. A hann er mótuð mynd, sem Hkist konu, sem krýpur á stallinum, horfir til himins, réttir héndur fram fyrir sig eins og í lotningar- fullri bæn. Fær höf. af þessu tilefni til þess að lýsa lofgerð mannanna út af dásemdum skaparans. Er liann hefir flutt mál sitt all-ítarlega um það efni, hverfur hann aftur til bergkonunnar í Ásbyrgi og lýkur máli sínu með þessum gullfallegu orðum: “Eg mintist hér að framan á bergkonuna við Ásbyrgi. Hón vakti hjá mér þessar hugleiðingar um lofgjörðina. Hún stendur mér fyrir hugskotsjónum sem einn af þeim steinum, sem hrópa. “Áður en menn stigu fæti á þett.a land. hefir hún kropið þarna og horft móti himni með lofgiðrðar- svip. Mér finst hún tala til ve'g- farandans, sem fram hjá fer, á þessa leið: Þótt sú tíð kæmi, að þjóð þessa lands hætti að lofsvngja Guði sín- um, og allir heltridómar, sem af mönnum eru reistir, yrðu rifnir til grunna, mun eg krjúpa hér og flytia lofgjörð Guði máttarins, gæzkunnar og dýrðarinnar—hon- um, sem var og er og verður, unz U»DD IKIUNEY PILLS^ lL kidnev ?\ TROýS THEjy 1 meir en þrlBjung aldar hafa Dodd'n Kidney Pills veriS viBurkendar rétta meBaliB viB bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleirl sjúkdómum. Fftst hj.t öllum lyfsölum, fyrir 60c askjan, eBa sex öskjur fyrir $2.60, eBa beint frfi. The Dodd's Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgír. mér tekst að kenna ókomnum kyn- slóðum að flytja lofgjörð af nýju og syngja Guði nýja söngva. Eg ir.un horfa í himinátt, þar til mér tekst að lyfta hugum þeirra í átt til Guðs. Eg mun rétta fram út- reidda lófa þar til bæn og þakkar- gjörð verður Guði flutt frá sér- hverri sál. Eg mun vaka, unz, all- ir, sem fram hjá fara, hafa skilið niál mitt og festa það í huga o!g hjarta.” Æskulýður nútimans og lífs- skoðun Jesú Krists er ritgerð eftnr séra öskar J. Þorláksson. Fjallar hún um breytingar, sem oi Öið bafi á nær öllum hugsun- arhætti síðan um stvrjöld, einkum með æskulýðnum. Kannast höf. við að í»skan hafi að nokkra leyti f jarlægst kirkj- unni. Telur hann ]>að kirkj- unnar sök með fram, fyrir það, að hún ekki liafi fylgst með tímanum. Fyrir því hafi þó æskulýðurinn okki horfið frá lífeskoðun Krists. “Til þess að vinna fylg'i nútíma-æskunn- ar þarf kirkjan að taka meira tillit til vitsmunasviðsins, en hún liefir gert--------Trú og þekking þnrfa að lialdast í hendur, en mega ekki standa á öndverðum meiði.” Ecclesia Orans, liugleiðing- ar um helgihald kirkjunnar, eftir séra Jón Auðuns, frí- kirkjuprest í Hafnarfirði. ÍJm þessa vönduðu ritgerð er okki ólíklegt að skoðanir skiftist. Meginmálið er hvatning til aukinna helgisiða og' hátíðlegri guðsþjónustugerðar. Er þar rétt skýrt frá hinni víðtæku hreyfingu í öllum deildum kirkjunnar, sem nú miðar að því, að gera kirkjulegar at- hafnir sem mest lítúrgiskar. Réttilega er með það farið, hvernig áður fyr og fram á vora daga hafi margir góðir helgisiðir verið drepnir með því orði einu, að þeir væru “kaþólskir”. Nú sé upprunnin önnur öld. Er svo lýst aftur- hvarfinu til helgisiða í öllum aðal-deiidum kirkjunnar. Er það langt mál og fróðlegt. Er svo komið að hinni ‘liturgisku’ tilhneigingu íslenzku kirkj- unnar og má merkja, að höf. hefir mikla samúð með há- kirkju-stefnunnL Vel er að orði komist, er höf. segir: “Framtíðar guðsþjónusta ís- lenzku kirkjunnar á að verða trúarlegt listaverk, bygt utan um meginhugtök kristninnar: synd og náð.------Og framtíð- ar guðsþjónustan á að vekja og dýpka anda tilbeiðslunnar í kirkjunni, og hún á um fram alt að lyfta söfnuðinum upp yfir þrengsli einstaklings- hyggjunnar upp í víðfeðmi samfélagsbænar. ’ ’ Um áraskeið hefir kirkjan á Islandi verið að búa sér til nýj- ar tíðareglur. Fátt er vnnda- samara. Til þess þarf mikla sérþekkingu og listræna sál. Hvort leiðtogar kirkjunnar á íslandi eiga yfir þeirri þekk- ingu að ráða, eða hvort þar eru nú svo listrænar sálir, áð þær sé þeim skáldskap vaxnar, er mér ókunnugt um. Vona að svo sé. Af sýnishorni því að dæma, sem út var sent fyrir nokkra, var þó auðséð, að skort liafði bæði þekkingu á þeirri margbrotnu sérgrein og einnig skáldlega list. En nú hefir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.