Lögberg - 24.11.1932, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.11.1932, Blaðsíða 6
Rla fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. NÓVEMRER 1932. í Athygli ! Sagan “Heimsins augu”, sem byrjaði að koma út hér í blaðinu fyrir tveimur vikum, hefir áður komið út í íslenzkii þvðingm, und- ir öðni nafni, án þess vér vissum það fyr en nú. Þykir því ekki rétt að halda áfram með hana. I næsta blaði verður byrjað á annari langii sögu. — Ritstj: Victor Hugo: “Til fátækra” Fyrir mörgum árum átti heima í Parísar- borg maður að nafni Claude Gtueux. Hann var fátækur daglaunamaður, og bjó með stúlku sinni og barni þeiira. Kg segi sögú þessa eins og húrí gerðist og læt lesendur sjálfráða um, að finna merg málsins í lienni. Claudevar verkmaður góður, ötull og lag- virkur. En hann var fremur illa að sér, þó að Iiann væri vel af guði gefinn. Hann kunni hvorki að lesa né skrifa. I’að var einn vetur, að hann varð atvinnu- laus. Heimili hans varð bjargarlaust. Þá stal hann. Það skiftir minstu hverju hann stal, eða hvernig hann fór að því. Aðalat- riðið var, að hlýtt varð hjá honum í þrjá daga á eftir og björg handa konu og barni. En afleiðingin varð fimm ára fangelsisvist fyrir hann sjálfan. Hann var fluttur til Clairvaux. Þar var fvrrum munkaklaustur, en var nú feugelsi, og þar sem áður voru munkaklefar, eru nú glæpamannakompur, og altaiið helga er nú notað sem gapastokkur. Þetta telja sumir menn framfarir. En hverfum nú aftur að sögunni. Þegar Claude kom í fangelsið, var hann settur í mvrkraklefa. Þar dvaldi hann á næt- urnar, en á daginn vann hann í einni verk- stofu fangelsisins. Hann var mjög alvöru- gefinn og dagfarsiirúður í fangelsinu. Hann liafði hátt og breitt enni og voru tal.sveiðar hrukkur komnar í það, þó ungur væri. Hárið var þykt og svart, og farið að hærast. Aug- un voru góðleg og stundum blíðleg eins og í barni. Brúnirnar voru hvelfdar, og hakan stór, og dálítill þóttasvipur um munninn. iSkemst frá að segja, það sópaði mikið að manninum. Þið fáið nú að heyra, hvað þjóð- félagið gerði við hann. I fangelsi þessu var verkstjóri, eða eins- konar umsjónarmaður á vinustofunum. Hann var mjög strangur og harðleikinn við fang- ana, og fór stundum lengra en löglegt var. Hann var einþykkur í lund, og tók ekki for- tölum neins manns. Eflaust var hann góð- ur eiginmaður og faðir, en slíkt er nú frem- ur skylda en dygð. Hann var einn af þeim mönnum, sem eru geðstirðir og samúðarlaus- ir, og sem verða ekki snortnir af neinum hug- sjónum. Ástríðan er freðin, hatrið mátt- laust og geðsmunirnir funalausir. — Það, sem einkendi hann mest, var þrályndi. Hann þóttist af því, og líkti sér við Napóleon. — Það er rangt, sem margur hyggur, að þrái sé sama og að vilja. Það er álíka fjarskylt og kertaljós kveldstjörnunni. — Ef verkstjóri tók eitthvað í sig, sama hvað fráleitt það var, þá var ekki fyrir nokkurn mann að ía hann ofan af því. — Þannig var hann, þessi um- sjónarmaður í Clairvaux-fangelsinu. Með slíkum stálhamri ætlar þjóðfélagið að kveíkja neistann til betra lífernis hjá föngum sínum. Það var dag nokkurn, að verkstjóri sá, að Claude var fremur dapur í bragði. Hann var að hugsa um stúlkuna sína, sem hann unni hugástum. Verkstjóri brá þá á glenz við hann, honum væri ekki til neins að vera að hugsa um hana framar. “Mér er sagt, að hún hafi leitast við að fá \nnnu, en þegar það ekki hepnaðist, þá not- aði hún sér það, að hún er dálagleg. Og nú á hún sér marga kunningja.” Claude- skifti litum og fölnaði. “En livað er um barnið mitt?” spurði úann svo rólega. “Enginn veit, hvað um það er orðið,” svar- aði verkstjórinn, eins og ekkert væri. Claude virtist venjast fljótt við fangelsis- vistina. Hann yrti sjaldan á nokkurn mann barst lítt á. Hann var nærgætinn að upplagi og alúðlegur við alla. Félagar hans báru vandkvæði sín upp fyrir honum. Þeir vissu í rauninni ekki af hverju þeir gerðu það. Þeir fóru eftir tillögum hans, dáðust að honum og reyndu að líkjast honum. Sýnir það bezt, hve mikið var í manninn spuimið, að hann skyldi geta gert alla þessa óstýrilátu ribbalda auðsveipna sér. Vitaskuld hlaut hann hatur og öfund fangavarðanna. Það eru eftirköst- in, sem bíða þeirra, sem fá meðhald og hylli félaga sinna í fangelsi. Claude var inatmaður mikill og þurfti mik- ið að borða. Honum nægði það varla einn dag, sem öðrum hefði enzt í tvo. Herra de Cotadilla var svipaður matmaðui og var van- ur að skopast að því. Honum var það hægt, þar sein hann var stórhertogi og átti nóg fé, og var ekki neraa dægradvöl fyrir hann að fylla svanginn. En öðru máli er að gegna með verkamanninn. Honum er það erfitt verk, og fanganum er það oft ofvaxið, því hann getur ekki við það ráðið. Claude þræl- aði allan daginn til að hafa ofan af fyrir sér, meðan hann var frjáls maður, og á kvöldin kýldi hann svanginn með fjögra jmnda brauði. í fangelsinu þrælaði hann einnig all- an daginn, en þar fékk liann aldrei meira en háift annað pund af brauði og fjórða hluta punds at kjöti. Hann var oftast nær hungr- aður, beinlínis svelti, en aldrei hafði hann orð á því við nokkurn mann. Dag nokkurn, þegar Claude hafði lokið við ^gultarskamt sinn, gekk hann til bekkjar síns fil að dunda \ið eitthvert verk, svo hann f\ndi minna til hungursins. Hinir fangarn- ir sátu enn við mat og töluðu saman. Þá tók sig unglingspiltur út úr hóp þeirra. Hann var gugginn í framan og veiklulegur. Hann eckk til Claude og nam staðar við bekk hans. Hann var með hnif í hendinni og skamturinn bans var ósnertur. Hann stóð kvr hjá Claude og það var eins og hann langaði tií að segja eitthvað, en kæmi sér ekki til þess. Claude kipiaði varirnar. Honum var ami að drengn- um og matnum hans. “Hvað viltu?” spurði ann fljótlega. “Eg vildi að þii gerðir mér greiða.” “Hvað er }>að?” spurði Claude. “ Að hjálpa mér með matinn minn, eg get <‘kki lokið við hann.” “Gremjan í augum Claude hvarf fvrir tár- um, sem komu fram í augu hans. Hann tók linífinn, skifti matnum í t\To hluti og borðaði síðan sinn helming. “Hafðu nú þökk fyrir,” sagði pilturinn, þegar þeir höfðu lokið við að borða. “Við skulum skifta matnum milli okkkar upp frá þessu.” “Hvað heitirðu?” spurði Claude. “Eg heiti Albin.” “Og' fyrir h\Tað ertu settur inn?” “Eg stal.” “Það gerði eg líka,” sagði Claude. Þeir mötuðust saman upp frá þessu og urðu brátt mjög miklir vinir. Saman að sjá litu þeir út eins og feðgar. Því þótt Claude hefði aðeins sex um þrítugt, þá leit hann út eins og maður um fimtugt. En Albin var tví- tugur, en leit út fyrir að vera sevtján ára, því bernskusakleysið var ekki horfið úr aug- um hans, þótt þjófur væri. Þeir voru hvor öðrum alt í öllu, unnu saman, sváfu í sama klefa, gengu saman í garðinum og borðuðu báðir af sama hleif. Verkstjóranum hefir verið lýst að framan. Hann var mjög óvinsæll hjá föngunum, og oft vaúð hann að leita hjálpar hjá Claude, til að stilla til friðar, þegar mikill rosti var í föngunum. Fáein orð frá honum lægðu betur rostann í þeim, en gert hefðu tíu lögreglu- þjónar. Hann liafði margsinnis gert verk- stjóra þess háttar greiða, og þess vegna'var verkstjóra meinilla við hann. Hann öfund- aði þjófinn. Fjandskapur, af slíbum rótum runninn, er bitrastur allra. Claude þótti vænt um Albin, en hann gaf engan gaum að hugarfari verkstjórans til sín. Dag einn, þegar fangarnir að venju gengu tveir og tveir saipan úr svefnsalnum til vinnustofanna, kallaði fangavörður á Albin, sem gekk við hliðina á Cláude, og sagði, að verkstjóri vildi finna hann. — Fangavörður- inn fór með hann og leið svo morguninn, að hann kom ekki aftur. Claude hélt að þeir myndu hittast í garðinum um matmálstím- ann, en hann kom þangað ekki. Og ekki kom hann heldur um kvöldið, þegar fangarnir gengu til svefns. — Það levndi sér ekki, að Claude féll þetta mjög illa. “Hvers vegna kemur Albin ekki aftur?” spurð hann fangavörðinn. “Verkstjórinn hefir flutt hann,” svaraði hinn. Næsti dagur leið og ekki kom Albin. Um kvöldið kom verkstjórinn í eftirlitsferð. Þegar Claude sá hann, tók liann ofan lérefts- húfuna sína grófu, rétti úr sér og beið hans með húfuna í hendinni. “Heira verkstjóri,” sagði hann. “Er það satt, að Albin sé fluttur?” “ Já.” “Heyrið þér, herra verkstjóri,” tók Claude aftur til máls. “Eg get ekki án Albins verið. Eg fæ ekki nóg að éta og Albin gaf mér af sínum mat.” Verkstjóri ypti örlum. “Herra veikstjóri, það er um lífið að tefla fyrir mig. TTaldið þér, að þér vilduð ekki flvtja hann aftur?” ‘ ‘ Það er ekki hægt. ’ ’ “Hefi eg nokkru sinni verið óhlýðinn yð- ur, eða g(‘rt nokkuð af mér, þann tíma, sem eg hefi verið hér?” “Nei, ekki það minsta.” “Því eruð þér þá að taka Albin frá mér?” “Af því að” — svaraði verkstjórinn og gekk út. Claude leit niður og þagði. — Aldrei mint- ist hann á Albin við félaga sína. Hann reik- aði einsamall í garðinum, þegar þeir voru að viðra sig, og;sulturinn skar hann innan. Það var öll breytingin á honum. Þó tóku þoir, sem jiektu hann vel, eftir því, að hann var að breytast í útliti, var að verða þvngri á brún og stundum illúðlegur. Margir bjiðu honum mat með sér, en hann brosti aðeins dapurlega og neitaði að þiggja ]>að. — T hvert skifti, sem verkstjórinn varð á vegi hans, spurði hann um Albin. Verkstjórinn lét ávalt, sem hann heyrði það ekki. Það var rangt gert af verkstjóra að vpta öxlum við þessu, því Claude var sýnilega al- vara og búinn að ákveða með sjálfum sér, hvað hann skyldi gera. Það var eitt sinn, er verkstjóri gekk hjá, að Claude sagði: “Heyrið þér, herra verkstjóri. Tjátið mig fá aftur félaga minn. Það verður bezt fvrir vður. Því ekki veldur sá, er varir.” Um kvöldið endurtók hann bæn sína. “Það er ekki hægt,” svaraði verkstjórinn. “Þér verðið að gera það,” sagði Claude einarðlega og hvesti á hann augun. “T dag er 25. októher. Eg gef yður frest til 4. nóv- ember.” Næsta (jag voru fangarnir að leik á dálitl- um sólskinsbletti, sem lagði inn í fangelsis- garðinn. Þá gekk einn fanganna til Claude, þar sem hann sat einn sér og var djúpt hugs- andi. “Ileyiðu mig, Claude,” sagði hann, “hvað gengur að þér?” “Eg er hrædur um, að verkstjóra okkar hendi slys,” svaraði Claude. Þá níu daga, sem eru á milli 25. október og 4. nóvember, svalt Claude, og lét engan dag líða svo, að hann ekki bæði um Albin aftur. Verkstjórinn lét setja hann í svartholið í þrjá sólarhringa. Það hafði hann upp úr kvabbinu. Fjórði nóvember kom. Claude var skap- léttara og rórra en hann liafði átt vanda til, síðan þeim Albin liafði verið stíað sundur. Hann reis upp af hálmfleti sínu, tók fram gamlan kassa? sem aleiga hans var í, lítil skæri og gamalt bindi af Emilé. Það var það eina, sem hann átti til minja um stúlkuna sína, banismóður og samvistirnar sælu. Hvorttveggja voru honum alveg gagnslausir munir, því liann kunni hvorki að sauma né lesa. Hann gekk fram hjá Ferrorí, sem dæmd- ur var í æfilangt fangelsi, þar sem hann stóð og glápti á járngrindurnar fvrir glugganum. Claud benti á grindurnar og sagði: “Sjáðu! í kvöld klippi eg sundur þessar grindur með litlu skærunum mínum.” Þann morgun vann hann af meira kappi en hann var vanur. Hann vildi ljúka við strá- hatt, sem einn heiðvirður borgari hafði borg- að fyrirfram. Þegar komið var fram undir hádegi, þóttist hann eiga erindi til trésmið- anna og skauzt þangað. “Komdu sæll, Claúde,” kölluðu smiðirnir til lians glaðlega. Hann kom sjaldan til þeirra, en var þó í miklum metum hjá þeim. Þeir hópuðust utan um hann. Claude skim- aði í allar áttir. F’angaverðir voru engir við. “Hver lánar mér exi?” sagði hann “Til hvers viltu öxi?” “Eg ætla að drepa verkstjórann,” svar- aði Claude. Honum buðust margar axir. Hann tók þá minstu. Hún var flugbeitt. Ilann faldi hana inn á sér og fór út. Hann bað þá ekki að þegja yfir þessu. Það var ekki mikil hætta á því, að þeir segðu til hans. Þeir ræddu jafnvel ekki um það sín á milli. Það var svo undarlegt, en þó svo blátt áfram. Claude kom að unglingspilti stundu síðar. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi. Claude ráðlagði honum að læra að lesa. Það, sem eftir var dagsins, leið eins og venja var til. Klukkan sjö um kvöldið voru fangarnir læstir inni, hver á sinni vinnu- stofu. Með Claude voru læstir inni áttatíu og einn fangi. Óðara og fangaverðirnir voru burt farnir, steig Claude upp á bekk sinn og kunngjörði föngunum, að hann hefði vanda-, mál u{>p fyrir þeim að bera. Þá setti ldjóða, en hann hóf aftur máls: “Þið vitið allir, að Albin var mér í sonar stað. Eg fæ ekki nóg að éta. Þó eg kaupi fyrir þetta litla, sem eg vinn mér inn, þá næg- ir það mér ekki. Eg er alt af svangur. Albin gaf mér af sínum mat. Eg var honum í fyrstu þakklátur, af því að hann gaf mér að eta. Síðar varð mér vel við hann, af því honum var vel við mig. Herra D. stíaði okkur í sundur. Sambúð okkar gerði honum ekkert ilt. En hann er vondur maður og þykir gatn- an að kvelja aðra. Eg bað hann að lofa mér að fá Albin aftur. Þið vitið allir að hann neitaði því. Eg gaf lionum frest til 4. nóv- ember. Hann lét snara mér í svartholið. Þar dæmdi eg hann og dæmdi hann til dauða. I dag er 4. nóvember. Tnnan tveggja stunda mun hann ganga hér um, og eg kunngeri ykk- ur það öllum, að þá ætla ég að drepa hann. Hafið þið nokkuð við }>ví að segja?” Enginn gaf neitt svar. Þá hélt Claude á- fram. Hann virðist hafa talað af mikilli mælsku. Hann sagði að liann vissi að vísu, að hann ætlaði að frcmja ofbeldisverk, en hann héldi samt, að það væri ekki rangt gert af sér. Hann sagði, að hann gæti ekki tekið líf verkstjóra, nema með því að láta lífið sjálfur. En hann væri reiðubúinn að láta það fyrir réttan málstað., Einn fanganna lagði það til, að hann skyldi biðja verkstjóra eunþá einu sinni um Albin, og gefa honum með því móti kost á að leysa hendur sínar. “Það er rétt. Eg skal gera })að,” sagði Claude. Fangelsisklukkan sló átta. Jafnskjótt og þessu kynlega réttarhaldi var lokið og fangarnir eins og staðfestu dóm- inn, sem Claude hafði kveðið upp, varð hann aftur rólegur. Hann tók fram fataræflana sína. Hann kallaði á þá, sem honum var bezt við og skifti fötunum milli þeirra. Skærun- um einum hélt hann eftir. Hann kvaddi því næst hvern mann með handabandi. Margir grétu. Hann brosti. — Hann tók eftir ung- lingspilti, sem starði á hann. Pilturinn var fölur í fi aman og titraði af óta við að hugsa til þess, sem hann æti að verða sjónarvottur að. “Vertu ósmeykur, piltur minn,” sagði Claud, “það gengur fljótt fyrir sig”. — Síð- an sagði hann föngunum að fara til vinnu sinnar. Þeir hlýddu honum orðalaust. “Nú éru fimtán mínútur eftir,” sagði Claude, og gekk hægt yfir gólfið og hallaði sér fram á bekk, sem stóð bak vig hurðina að dyrunum, sem verkstjórinn var vanur að koma inn um. Klukkan sló níu. — Dyrnar opnuðust og verkstjóri kom inn, einn eins og hann var vanur. Hann sá ekki Claude og gekk á milli bekkjanna, án þess að veita því athygli, að allir mændu á eftir honum óttaslegnum aug- um. —- Alt í einu hnykti honum við. Hann , lieyrði fótatak á eftir sér og sneri sér snögg- lega við. Það var Claude, sem hafði gengið á eftir lionum, án þess að hann yrði þess var. “Hvað vantar þig?” spurði hann hörku- lega.. “Snautaðu á þinn stað.” Það var eins og hann væri að tala við hund en ekki mann. “Mig langar að tala við yður, herra verk- stjóri, ” sagði Claude. “Um hvað var það?” “Það var um hann Albin.” “Nú, einmitt það. Sólarhringamir þrír liafa ekki nægt þér.” “Herra verkstjóri, lofið mér að fá hann Albin aftur,” sagði Claude í bænarrómi. “Eg grátbæni yður að gera það. Þá skal eg vinna vel. Þér enið frjáls maður. Yður gerir það ekkert. Þér eigið nóga vini, en eg á ekki nema Albin einan. Hann gaf mér mat með sér. Nú svelt eg. Verið miskunnsamur, herra. í guðs- bænum lofið þér mér að fá hann. , Eg verð hunguimorða.” “Eg gi’ri það ekki. Eg er búinn að segja þér það. Snautaðu nú burtu.” — Verkstjór- inn greikkaði nú sporið, ,en Claude fylgdi á eftir. Þeir höfðu færst nær útiganginum. í'* langarnir — áttatíu og einn — horfðu á og stóðu á öndinni af ótta. “Segið þér-mér að minsta kosti, af hverju þér viljið ekki leyfa okkur að vera saman,” sagði Claude. “p]g er búinn að segja þér það. Af því—”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.