Lögberg - 22.12.1932, Side 1

Lögberg - 22.12.1932, Side 1
PHONE: 86 311 Seven Lines irTxiteci íAvn L For Service and Satisfaction í FHONE: 86 311 Seven Lines Better Dry Cleaning and Laundry 45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1932 NÚMER 51 GLEDILEG Jóla-morgun Dvöldu mig í dögun Drauma-lífsins töfrar, — Bifröst hlasti við ! Ó, sú fagnaðs-unun — Óska-steininn sá ég ! — Sál-rænt sjónar-mið. Hann er andlegs eðlis — Engin hönd hann snertir. — Yizkan heldur vörð.— Hugar-orka hrærði Hulda segul-strengi. — Jóla-nótt á jörð. Ótæmandi óskir trt frá mannheim streymdu, Góðs og gleði til. — Óskir ó-ákveðnar, Ómáttkar og veilar.— Fjöldans fánýtt spil. Hug minn hreyfði spurning, —Hreyfði Vizkan svari, Skýrt sem skráð á spjald: Óskir mættu orka Alheiminum blessan, — Viljinn á þar vald! Rann í rjóðum skýjum Röðull jóla-dagsins. — Geisli gagn-tók hug! Eflist öllum sálum Æðri sælu-vitund, Eld-heitt óska-flug! Jakobína Johnson, Des. 1932. Island Enn ert þú, vort ættarland, endurminnin'g vafið. Enn er þinna barna band brúin yfir hafið. Enn er fersk, þó fjarlæg sé, fegurð þinna haga. Enn er geymt vort erfðafé: Óður, mál og saga. Hér var brotin braut og plægt, bygt á nýju láði. Tápið vorra feðra, frægt, föstu haldi náði. Gegn um reynslu þols og þors þú varst merkið bjarta, dýpsti auður anda vors inst frá þínu hjarta. Alt, sem bernskan hlaut þér hjá, heldur mætti sínum, enn þá brenna eldar frá æðaslætti þínum. Lyfti alt, sem átt þú bezt, oss í framsókn dagsins, þá er strönd við strðndu fest strengjum bræðralagsins. M. Markússon. Jól I. Kristur, kærleikans guð, hann kom eins og morgunsól, er þjóðirnar þráðu ljós, — og því eru haldin jól. “Alt, sem að þú vilt að aðrir geri þér, þú skalt gera þeim.” Þannið boð hans er. Og eitt er alveg víst, að ef við gerðum það, þá yrði okkar jörð að einum sælustað. II. En við erum vanþroska börn, sem vitum og getum fátt. iLoftið er svart af synd og sorg — í hverri átt. Alt er það okkar sök, því ef við lifðum sem hann, er öllum óskaði góðs og elskaði sérhvern mann, þá hyrfi hatur og sorg, þá hækkaði friðarins sól, þá yrði alstaðar bjart og alstaðar gleðileg jól. Böðvar frá Hriífsdal. -Vísir. Bréf úr Borgarfirði Borgarfirði, 8. nóv. 1932. Kæru Borgfirðingar, og aðrir vinir vestan hafs. Með þessum línum þakka eg ykkur enn á ný fyrir öll þau vin- áttumerki, sem eg hefi frá ykkur fengið bæði í orðum og verkum. Þá ætla eg, nú sem fyr, að senda ykkur ágrip af helztu héraðs- fréttum frá siðastliðnu ári. Það er veðráttan, sem mesta þýðingu hefir fyrir fjárha'gslega vellíðan þeirra, sem landbúnað stunda. Verður það því jafnan fyrst fyrir, að minnast á veður- farið. í því efni getum við end- urtekið sömu fréttina ár eftir ár. Síðastliðinn vetur var bæði snjó- léttur og svo mildur, að jörðin, einkum túnin, grænkaði annað veifið. Með vorkomunni kólnaði nokkuð, en ekki svo að á því væri orð gerandi. Fénaður gekk prýði- lega fram og tók vel við gróður- sæld vorsins. Tún voru víða orð- in slæg um miðjan júnímánuð, og fóru bændur fram úr því að slá á þeim beztu blettina. En vorannir hamla því, að sláttur geti byrjað með fullum krafti fyr en síðustu daga júnímánaðar. Sumarið var ekki hlýtt, en stórhretalaust. Tun spruttu víðast óvenjuvel og góðir þurkar komu við og við svo að hey nýttust ágætlega. Það verður því ekki annað sagt, en að bæði vet- ur og sumar síðastliðið hafi verið öndvegistið. Þá hefir hvorki haf- ís, eldgos eða drepsóttir grandað landi eða lýð. En þetta voru þau öfl, sem öll óáran virtist samfara. Nú leikur hér alt í lyndi, frá völd- um náttúrunnar, og þó er talin að vera hér óáran, sem menn geta lít- ið áttað sig á. Það er verðleysið-á öllu því, sem landbúnaðurinn gef- ur af sér, sem slíku veldur. En gnægð matar er í landinu, þegar góðæri er bæði til lands og sjávar, sem nú, er því ekki að óttast sult eða seiru meðan svo stendur Það eru hinar miklu framfarir, sem hér hafa verið á undanförnum árum, sem stöðvast nú í bili, að miklu leyti. Um algerða kyrrstöðu er þó ekki enn að ræða.^þótt flestir hafi nú lækkað seglin um stundarsakir. Marga af þeim örðugleikum, sem þið þektuð hér fyrir 40—50 árum, er nú líka búið að yfirstíga, að meii’a eða minna leyti. í stað hinna þýfðu og litlu túna eru nú víða komnir sléttir töðuvellir, sem gefa þrefaldan ávöxt við hin gömlu tún. Heyfengur bænda. af sumum jörðum, er nú mestmegn- is taða, að eins beztu engjablett- ir slegnir. Sláttuvélum fjölgar ár frá ári og öðrum tækjum, sem bæði flýta og létta vinnu. í því sambandi hefir vinnutími verið styttur svo, að nú er ekki unnið um sláttinn nema 10—11 tíma á dag, þar sem áður var unnið 15— 16 tíma og sumstaðar enn þá leng- x ur. En með þessum stutta vinnu- tíma afla menn nú meiri heyja en áður þektist. Þar koma í ljós á- vextir jarðræktarinnar. En nú sýnist alt ætla að stranda á því, að þeir ávextir séu ekki nógu verð- miklir til að standast þann kostn- að, sem jarðræktinni er samfara. Brýr og vegir hafa valdið mest- um breytingum á síðustu árum. Með bifreiðunum fara menn það nú á einum degi og eru óþreyttir að kvöldi, sem áður tók viku að fara með klyfjahesta og það með miklu erfiði. Nú líður aldrei svo dagur frá vori til hausts, að ekki fari margar bifreiðar um Borgar- fjörð, eftir öllum flutningabraut- um, sem hér liggja í allar áttir. Margt af því fólki hér, sem lítið hafði séð af íslandi, annað en ná- grennið umhverfis fæðingarstað sinn, er nú búið að fara á bif- reiðunum um alt landið svo að segja þvert og endilangt. Eink- um er það þó ungt kaupstaðafólk, sem ferðast þannig í sumarfríi. Eru slík ferðalög, þegar alt er í sínum fegursta sumarskrúða, vel til þess fallin, að glæða ást fólks- ins á því landi, sem er að dómi ýmsra þeirra manna, sem hafa farið víða um heim, meðal feg- urstu landa jarðarinnar. Nú eru það ekki einungis íbúar kaupstað- anna, sem skemta sér á þessum hraðvirku farartækjum, sveita- fólkið er líka farið að taka nokk- urn þátt í þeim ferðalögum. Þess eru mörg dæmi að bændur hér í sveitum Borgarfjarðar taki sér skemtiferðir um sláttinn, ásamt heimilisfólki sínu. Er þá oftast farið suður Kaldadal, í Laugar- dal, um Grímsnes, ölfus, til Reykjavíkur, um Kjalarnes, fyrir Botnsvoga, um Hvalfjarðarströnd og þaðari á þann sama stað, sem frá var farið. Menn láta sér nægja að fara síðari hluta laugardags í svona ferðalag og koma aftur á sunnudagskvöld. En úr efstu sveitum Borgarfjarðar fara menn nú fram og til baka á einum degi vestur í Stykkishólm, og er sú leið 240 rastir eða km. Þykir það hin mesta skemtiferð, að fara yf- ir Snæfellsnes og horfa yfir Breiðafjörð í björtu sumarveðri. Er þá gengið upp á Helgafell, sem frægt er frá fornöld, og notið út- sýnis þaðan. Það er líka ómaks- ins vert, að ganga upp á fellið, því hver sem þangað kemst, án þess að líta aftur eða mæla orð frá munni, getur óskað sér einnar óskar, þegar upp er komið Ýms- ir munu reyna þetta fremur í gamni en alvöru, en til eru þeir trúmenn, sem telja þetta meira en barnagaman, sé settum regl- um fylgt. Þá er það að verða hér nokkuð alment, að ganga upp á hæstu fjallatindana á heiðskírum sum- ardögum, einkum þykir Baulutind- ur vel fallinn til þess að njóta þaðan hins fegursta útsýnis. Þótt það kosti nokkra svitadropa að komast þangað upp, fást þeir vel borgaðir með þeirri óviðjafnan- legu fegurð, sem við augum blas- ir í öllum áttum. Það er ekki einungis unga fólkið, sem sækir það fast, að sjá sem mest af fegurð landsins. Gamlir karlar, sjötugir og áttræð- ir, eru nú að skygnast um á þeim stöðum, sem eru kunnir þeim fyr- ir ýmsa sögulega atburði, sem þar hafa gerst á fyrri öldum. Yngjast þeir nú upp við það, að líta slíka staði með eigin augum. Eg, sem (Framh. á 6. bls.) fö

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.