Lögberg - 22.12.1932, Síða 6

Lögberg - 22.12.1932, Síða 6
RU 6 \ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1932. Bréf úr Borgarfirði (Framh. frá 1. bls.) þessar línur rita, er á áttræðis- aldri. Hefi eg á síðastliðnu sumri farið yfir Árnes- og Rangár- vallasýslur. Sýslurnar, þar sem hin mikla fornaldar-fræ'gð' skín einna fegurst og glæsilegast. Eg hefi komið að Hlíðarenda, bústað Gunnars; og farið um Fljótshlíð- ina endilanga, sem er bæði fögur og frjósöm þótt Þverá valdi þar miklu tjóni. Á þeim slóðum rifj- ast upp margir fornir atburðir og sömuleiðis kvæði skáldanna, sem á þá minna. En að nokkru leyti stöðvast hugurinn við þau miklu mannvirki, sem þar sjást frá síð- ustu áratugum í ve!gum, brúm, vatnsveitum og stórhýsum. Eg hefi líka á þessu sumri fengið að líta yfir ýmsar blómleg- ustu bygðir Norðurlands, sem eg hafði aldrei fyr augum litið. Af öllum héruðum þessa lands hafði verið mestur ljómi í huga mínum yfir Skagafirðinum. Mig var að dreyma það í æsku, að eg sæi yf- ir Skagafjörðinn af Vatnsskarði. Einn sólskins-mongun seint í júlí- mánuði í sumar, rættust þeir draumar. Þann morgun kom eg, ásamt vini mínum, sem bifreið- inni stýrði, og konu hans að bæn- um Stóravatnsskarði. Þar búa fjögur systkini. Þau eru af hinni þjóðkunnu ætt séra Þorvaldar sálmaskálds Böðvarssonar. Er það heiðarbýli, en bendir þó til bú- sældar og snildarbrags. Silfur- tær lækur streymir fram um tún- brekkuna og leggur hann heimil- inu til 1 jós og hita. Vel kom það mér fyrir sjónir á allan hátt, þetta fyrsta heimili, sem eg leit í Skaga- fjarðarsýslu, og þá ekki síður húsfreyjan, Inlgibjörg Árnadóttir, sem eg hafði áður heyrt að góðu einu getið. Ekki lét hún staðar numið við hinar höfðinglegu veit- ingar á heimilinu. Að þeim lokn- um kom hún með okkur austur á svo kallaðan Arnarstapa. Af þeim stað opnast fyrst útsýn yfir mik- inn hluta Skagafjarðar. í austri blasir B’.önduhlíðin við augum manna, með öllum hinum stóru og nafnkendu jörðum. Vallhólmur- inn, Hegranesið og hafið spegil- slétt, þar sem hin háa Drangey Ignæfir upp úr sjónum, í útnorðri. Þar á næsta leiti við veginn var eyðibýli. Þar var Stephan G. Stephansson, Klettaf jallaskáld, fæddur. Þar á sömu slóðum voru rústir þeirra beitarhúsa, þar sem Bólu-Hjálmar dó. Alt þetta sagði okkur og sýndi hin góða Ingibjörg, sem lagði á sig erfiði og evddi í það tíma, að fræða okkur um alt, sem fyrir augu bar af þessum nafnkunna sjónarhóli, Arnarstap- anum. Við vorum hressari, fróð- ari og iglaðari fyrir komuna að Vatnsskarði, og mega það heita góð erindislok. Það eru heiöarbýlin og afdalirnir, sem hafa varðveitt beztu kosti þjóðarinnar á margan hátt og þó eru sumir að burðast með svo vitlausar tillögur, að dala- bygðir séu nú framúr þessu lagðar í eyði, en býlunum þjappað saman í smá þorp. Neðan undir Vatnsskarði er Víðimýri, stór jörð og falleig. í bernsku minni bjó þar Jón Árna- son. Mest var talað um hann í sambandi við það, hvað hann gaf mörgum í staupinu o:g hvað hann var fljótur að gera vísu. Margir kölluðu hann skáld, en þá gerðu sumir lítinn greinarmun á skáld- skap og hagmælsku. Nú er Víði- mýri nafnkendust fyrir hina gömlu torfkirkju, sem þar stendur enn og er víst afar 'gömul. Hún minti mig á borgfirzku kirkjurnar, eins MALTED MILK WAFFLE SHOP LUNCHEONETTE Fyrirtaks máltíðir, og skjót afgreiðsla 210 NOTRE DAME AVENUE (Beint á móti Electric Railway Chambers) Innilegar Jóla og Nýársóskir! öllum íslendingum til handa frá G. L. STEPHENSON Plumber and Steamfítter 676 HOME ST. PHONE 87 176 íi Verksmiðja vor er ein hin elzta og allra full- komnasta stofnun slíkrar tegundar í Vestur- landinu; enda hefir hún getið sér ódauðlegan orðstír fyrir vöruvöndun. KaupiS lijá oss brauð, kryddbrauð og búðinga til jólanna. SPEIRS P4RNELL Ð/1KING CO. LIMITED ‘Fbedind » City »lnct 1882* Phone 23 881 og þær voru fyrir 50 árum. Þær voru fallegar 1 augum mínum. Við kirkjudyr sá eg nýjan minn- isvarða yfir Pétri Pálmasyni, sem kendur var við Valadal. í ungdæmi mínu heyrði eg hann talinn ein- hvern mesta og merkasta bónda í Skagafirði. Hann var orðlagður, bæði fyrir hreysti o!g mannkosti. Sonarsonur hans er Pálmi Hannes- son, rektor Mentaskólans í Reykja- vík, og dóttursonur hans er hinn orðlagði prestur, séra Þorsteinn Briem, sem nú skipar sæti í stjórn- arráði íslands. — Úr Reykholtsdal til Víðimýrar, er 231 km. Það er hæg dagleið á bifreið, þótt tafið sé við og við til þess að átta sig á umhverfinu og heilsa upp á góð- búana, sem eru auðfundnir þar sem annars staðar hér á landi. Frá Víðimjýri til Akureyrar eru 105% km. Mörg eru býlin, sem sjást fjær og nær á þeirri leið. og af ýmsum gerðum. Ber þar nokk- uð mikið á torfbæjum í hinum gamla stíl. Verður mörgum það á, að líta slíka staði smáum augum, en það ætti enginn að gera að ó- rannsökuðu máli, því innan þeirra veggja getur líka verið að finna gott fólk og gáfað og fyrirmyndar- bæjarbrag í einu og öllu. Frá Akureyri til Goðafoss í Skjálfandafljóti eru 48 km. Sú leið ligígur um Vaðlaheiði, um Vagla- skóg við Fnjóská, við túnið á hinu nafnkunna prestssetri Hálsi, það- an um Ljósavatnsskarð austur til Bárðardals. Við Goðafoss snerum við aftur heim á leið. Yfir Þingeyjarsýsl- unni grúfði þá þoka, sem sló nokkr- um skugga á hennar bezta blóma. í bakaleið, er við vorum austan í Vaðlaheiði, leið þokan burt. en morgunsólin gylti allan Eyjafjörð með sínum dýrðarljóma. Fáar eru þær bygðir þessa lands, sem taka Eyjafirðinum fram að fegurð og hlýleika. ( Samt vantar þar hina stórfengilegu fjallasýn, sem önn- ur héruð eiíga svo mikið af. Af Vaðlaheiði sýnist Akureyri neð- an við fætur manns, o'g er hún þá fögur með sínum stóru túnum 1 allar áttir út frá hinum snotur- legu húsum. Ekkert missir hún heldur af fegurð sinni við það, þott maður ferðist um hinar breiðu og fallegu götur, sem liggja um kauptúnið. Fegurst er þar af öllu Gróðrarstöðin og Listi- garðurinn. Á báðum þeim stöð- um er meiri þroski í þessum trjátegundum, heldur en sést hér á öðrum stöðum þessa lands. Þar er líka vel hlúð að fjölbreyttum blómabeðum. Tveir merkir Akureyrarbúar unnu að því af mikilli alúð að kynna mér þennan fagra stað. Það voru þeir Bjarni Einarsson skipa- smiður, frá Kletti í Reykholtsdal, o!g Bjarni Jónsson bankastjóri, frá Unnarholti í Árnessýslu. Gleymi eg ekki viðtökum þessara ástúð- legu manna, sem ekki létu sér nægja að sýna mér alla merkileg- ustu staði Akureyrar, heldur fylgdu þeir mér til þess að kynna mér nágrannabygðirnar. Nú langaði okkur félaga til þess að kynnast Skagafirðinum betur í suðurleiðinni. Tókum við okkur tjaldstað við túnið á Bólu í Blönduhlíð, þar sem Hjálmar bjó, skáldið nafnkenda. Þar er orðin sæmileg jörð og er þar fall- egt útsýni. Nutum við þess vel í morlgundýrðinni við sólskin og heiðríkju. Nú var eftir að sækja einhvern fróðleik til fólksins, sem bjó á þessu svæði, þar sem svo margir sögulegir viðburðir höfðu gerst á ýmsum öldum. — Nú var kominn góður þurkur eftir langa óþurka og eru slíkir dagar bænd- um mikils virði. Engan bónda hafði eg séð í Blönduhlíð, en við einn þeirra hafði eg haft bréfa- viðskifti, gáfaðann, mentaðan og prýðile'ga-ritfæran. Hann heitir Stefán Vagnsson og býr á Hjalta- stöðum. Eg afréð nú að heim- sækja hann, þótt eg vissi það fyr_ irfram að með því hlaut eg að tefja hann frá töðuþurkinum. En því er eg ekki vanur, að flækjast milli manna um heyskapartímann og var því niðurlútur að koma til hinna önnum hlöðnu bænda. Stef- án tók mér þó með góðleik og vinahótum. Hann er hinn gjörvi- legasti maður og vel á sig kominn á allan hátt. Hjaltastaðir eru stór jörð o!g falleg. Var hún um eitt skeið bústaður Eggerts Briem sýslumanns Skagfirðinga, og þar var Sigurður Briem póstmeistari fæddur, eftir því sem Stefán sagði mér. — Næsti bær við Hjaltastaði eru Frostastaðir, þar sem Espólín, hinn fróði, sýslumaður Skagfirð- inga, bjó um langt skeið. Ekki lét Stefán sér nægja það, að upplýsa mig um eitt og annað, bæði frá yn!gri og eldri tímum, meðan eg stóð við á heimili hans. Að end- ingu reið hann með mér að Víði- mýri, og er sú leið 14 km. Benti hann mér á ýmsa hina merku sögustaði þar í Blönduhlíðinni, svo sem Haugsnes, þar sem hinn stærsti bardagi Sturlungaaldar stóð, Flugumýri og Örlygsstaði. Á öllum þessum stöðum gerðust stór- ir og glæsilegir viðburðir á Sturl- un!gaöldinni. Við komum að Rétt- arholti, þar sem Rögnvaldur hafði búíð, góðkunnur gáfumaður, en fyrir nokkrum árum látinn. Þar er dóttir hans húsfreyja og þar lifir ekkja hans ern og hress. Sýndi hún mér margar myndir, sem hún var glöð að eiga, þar á meðal voru myndir af þeim Pét- urssonum, séra Rögnvaldi og bróður hans Ólafi, sem báðir eru í Vesturheimi. (Framh.) Jólanótt 1932 Lýsa nú Ijósin skær lýðum Krists nær og fjær, hæsta frá himna veldi hljómaði’ á þessu kveldi. Engla rödd einkar blíð, útrunnin skal sú tíð, að myrkranna maktin skæða megi þjóðirnar hræða. Friði um foldar svörð fögnum með þakkargjörð og heitum með hu!g og hjarta himna Ijósinu bjarta. Herra, þitt heilagt orð hljómi um vora storð. Lof og dýrð sé þér samin, sjóli himnanna. Amen! Magnús Einarsson. Áátandið í heiminum, þegar Kriátur fæddist (Framh. frá 4. bls.) hægri hönd föðurins á himnum. En sem sagt, þeir voru fáir, sem enn geymdu í tlúuðum sálum þessa upphaflegu og sönnu Messíasar-von, og gerðu sér grein fyrir því, að konungurinn himn- enski hlyti og að krefjast heilags ríkis hér á jörðu, o!g það ríki hans ætti að standa í sálum mann- anna. En leiðtogar lýðsins ásamt öllum þorra fólks á ættlandi frelsarans, voru við aðkomu hans, svo sem drukkinn Iýður, ölvaður af eftir- vænting þeirra góðu daga, þá hinn útvaldi lýður fengi hafist til valda í heiminum og höfuðból heims yrði flutt frá Róm til Jerú- salem, og sá hinn marg-þráði Messías kæmi, er stígi á gullinn veldisstól, er enn glæsile!gri væri en sá í Róm, og allar þjóðir skyldu lúta honum. Þetta var hin hroka- fulla trú Farísea og höfðingja þjóðarinnar. En í kyrrþey dafn- aði og vonin helga um hann, sem koma ætti til þess, að færa sálum mannanna frið og opinbera dýrð og vilja Guðs á himnum, þeim sem í anda eru hógværir. Svona stóð nú á í heimahögum frelsarans, þegar hann fæddist. Áður hefir hér lýst verið ástand- inu í heiminum alment. í ljósi þessarar sögulegu baksýnar, er vel skiljanlegt, að æfisaga Krists á jörðu varð slík sem hún varð. Hitt er dásemdarundrið mesta í sögu mannkyns á jörðu hér, að fyrir áhrif hans á heiminn, sem fæddist í fjárhúsi, stundaði tré- smíði og dó á krossi rúmlega þrítugur, hefir allur heimur end- urfæðst, og Ijós er þar víða, sem áður var myrkur; og eftir 19 ald- ir krýpur allur þorri upplýstra manna á jörðu í anda við jötuna, þar sem vaggan hans var, og á hverjum jólum streymir blóðið með nýjum hraða og auknum hita um æðar miljóna um löndin öll. MOORE’S TAX! LTD. 28 333 Leigið bíla og keyrið sjálfir. Drögum biia og geymum. Allar aðgerðir og ókeypis hemilpröfun. Flytjum pianos, húsgögn, farang- ur og böggla. KAUPIÐ AVALT LUMBER bjfi THE EMPIRE SASH & DOOR C LTD. HEMiY AVE. EAST - - WIiVNIPEG. MAN, Yard Office: #th Floor, Itnnk of Hamilton Chambers. Hátíðaóskir! R. J. MERCER Dry Goods - Men’s Furnishings - Boots and Shoes Phone 333 23 670-672 Sargent Ave. WINNIPEG, MAN. I Nýtur ávalt trauáts Hin langa og mikilsverÖa æfing, sem United Grain Growers, Limited, hefir haft við sölu korntegunda, hefir ekki einungis vakið óbifandi traust hluthafa, heldur og allra bænda, er einhver viðskifti hafa átt við félagið. Afgreiðsla öll og tæki eru slík, að betra getur hvergi. SENDID KORN YÐAR TIL UHITEDGRAINGROWíIBI? Innilegar Jóla og nýársóskir! l)otel Ölorona Cor. Main Street og Notre Dame Ave. East Winnipeg. Phone—91 166 95 328 Gordon A. Murphy, Manager Tryggingin felát í nafninu! Pantið um hátíðirnar beztu frá gömlu og velþektu ölgerðarhúsi STADACONA OG TALBOT PH0NE 57 241

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.