Lögberg - 22.12.1932, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 19S2.
Bl.a 7
Lipur afgreiSsla og vörugæði einkenna verksmi'Öju
vora. Stærsta brauÖgerðarhús í Canada. Vér sendum
vöruna heim til yðar hvernig sem viÖrar,
ioo umboðssalcir í þjónustu vorri
Canada Bread
Company Llmited
PORTAGE AVE. and BURNELL ST
Phone 39017—33 604
er verzlar með falleguátu Jólágjafirnar
Vasaúr, demantar, silfurvörur, leirtau, leðurvörur
glcrvörur og margt annað skrautmuna.
Portage Avenue at Garry Street
Ráðgist viÖ gleraugnafræðinginn áður en þér kaupiö
gleraugu næst.
Gleðileg Jól og farsælt
1 allra vorra morgu
íslenzku viðskifta-
vina
Cítp JBaírp
I.ímtteb
íDurttp 3ce Cream ,l.tmtteb
Bergkonan við Ásbyrgi
Eftir séra Knút Arngrímsson
“En er Jesús nú nálgaðist og kom
þangaÖ, sem farið er ofan af Oliu-
f jallinu, tók allur flokkur lærisveina
hans að lofa GuÖ, fagnandi með
hárri raustu, fyrir öll þau krafta-
verk, er þeir höfðu séð, og mæltu:
Blessaður sé konungurinn, sem
kemur i nafni drottins. Friður á
himni og dýrð í upphæðum! Og
nokkurir af Faríseunum í mann-
fjöldanum sögðu við hann: Meist-
ari, hasta þú á lærisveina þína. En
hann svaraði og sagði: Eg segi yð-
ur, að ef þessir þegðu, mundu stein-
arnir hrópa” (Lúk. 19, 37.—40.).
Upp úr austara bergvegg Ásbyrgis
gnæfir stakur, uppmjór klettur, sem
mér varð starsýnt á, er eg kom þar
síðastliðið sumar. Margir munu
fara framhjá honum án þess að veita
honum sérstaka eftirtekt, því að á
þessum undurfagra stað ber ótal
margt fyrir augu végfarandans, sem
þau verða seinþreytt að skoða, og
þenna klett er hægt að sjá á ýmsa
vegu án þess nokkuð einkennilegt
komi þar í ljós. En mér varð litið
á hann, þar sem hann gnæfir upp,
og duldist mér þá ekki, að þarna er
greinilega mótuð i klett eftirtekta-
verð mynd, og eg nam staðar og
virti liana fyrir mér.—Það er kona,
sem krýpur á bergstallinum. Hún
horfir til himins gegnt suðri. Hún
réttir hendur fram fyrir sig—legg-
ur útbreidda lófana samán.
Tignarleg, full aðdáunar starir
þessi risavaxna bergkona þarna í
anddyri eins hins fegursta musteris,
sem íslenzk náttúra á—og stein-
runnið látbragð hennar talar hin
fornu orð til vegfarandans: “Drag
skó þína af fótum þér, því að sá
staður, sem þú stendur á, er heilög
jörð.”
Það snart mig tign þessa lista-
verks, sem margskonar náttúruöfl
hafa unnið sameiginlega við að
mynda—hver veit hve langan tíma.
Longu áður en mannverur litu ís-
land augum, hefir hún kropið þarna.
Hún hefir horft móti hækkandi
morgunsól í tugi alda og staðið
storma og él um þúsundir vetra.
Samt fanst mér berast til mín hjart-
sláttur frá þessari bergkonumynd,
svo greinilega er mótaður ákveðinn
mannlegur geðblær í svip hennar.
Mér kom í hug eitt ákveðið orð,
sem eg ann og ber lotningu fyrir.
Það orð fanst mér ætti að rita á
klettavegginn neðan við myndina.
Það er orðið lofgjörð.
Eg hvarf frá bergkonunni á Ás-
byrgisvegg, glaður í huga yfir því
að hafa fengið að sjá þennan fræga
stað, en jafnhliða gleðinni var mér
innanbrjósts friðsæl hrifning líkt og
eftir hátíðlega guðsþjónustu. Það
vöknuðu hjá mér hugrenningar
tengdar við bergkonuna, sem sífelt
koma í hug minn aftur, er eg minn-
ist hennar. Þær hugrenningar
snerta þann þátt trúarbragða, sem
kallast lofgjörð—aðdáun mannssál-
ar yfir guðdómleik tilverunnar,
feginsóp frá mannlegu brjósti yfir
þVí að komast í snerting við guð-
legan mátt.
Lofgjörð er trúarbrögðum sam-
gróin frá alda öðli. í fegurstu
skartklæðum máls hafa lofsöngvar
streymt frá brjóstum skálda. Með
eldmóði trúarhrifningar hafa lýðir
landanna lofað Guð sinn fyrir
gæzku hans. Hverri brennheitri
bæn hefir lofgjörð veitt hita og
kraft. Hverri þakkargjörð hafa
Nýársóskir
* frá heimkynni Heintzman Piano og heimsins
fullkomnustu radios verzlun
J.JL H.MfLEANfS
'Jhe Vðest's Oldest Jrfusic Housc
329 PORTAGE AVE.
ekkert þessu máli við. Og sama máli
gegnir með samband trúhneigðar og
siðferðislegs þroska allstaðar og
æfinlega, að þetta tvent er ekki eitt
og hið sama. Og það sést oft i lífi
manna, að sambandið milli guð-
rækni og siðgæðis getur verið litið.
Hér er miklu fremur um tvó svið
að ræða. því að bæði eru til sið-
ferðilega þroskaðir menn, sem eiga
trúhneigð á lágu stigi, og siðferði-
lega vanþroska menn, sem eiga aft-
ur á móti trúhneigð á háu stigi. Og
hversu æskilegt sem það væri, að
þessir tveir þættir mannlegs þroska,
trúhneigð og siðgæði, væru ætíð
sem sterkastir og sem fastast ofnir
saman, þá er það ekki svo að jafn-
aði i reyndinni. Sem svipuð dæmi
þessu mætti nefna þær staðreyndir,
að ekki fer ætíð saman greind og
góðvild, ekki heldur viljaþrek og
hreysti, eða fegurð og mannkostir.
Fjölbreytni' einstaklinganna virðast
engin takmörk sett.
Þegar trúhneigður maður flytur
lofgjörð sina, gerir hann það af því,
að hann á einhverja þörf eða þrá i
sál sinni, sem krefst þess af hon-
um, aö liann geri það. Hugmyndir
hans cru harla lítilsigldar, ef hann
gerir það eins og Kant kemst að
orði, “til þess að þóknast Guði með
því.” Og trúhneigð hans mun enn-
fremur næsta haldlítið, ef hann ger-
ir það til þess, að aðrir menn áliti
hann eitthvað l'etri fyrir það. Og
enn þá síður mun hann sjálfur telja
sig siðferðilega fremri þeim, sem
ekki taka þátt í lofgjörðinni með
honum. Ekkert af þessu kemur lof-
gjörð hans hið minsta við. Það er
miklu fremur meðvitundin um eigin
vanmátt, sem gerir þrá hans til guð-
rækni ennþá heitari—það er þrá
hans til þegnskapar í ríki heilag-
leikans. Eina svarið, sem hann get-
ur gefið, ef hann væri spurður um
það, hversvegna hann flytji Guði
lofgjörð, er þetta: “Eg lofa Guð,
af því að eg elska hann. Eg lofa
Guð, af því eg get ekki annað. Það
er mér óviðkomandi, hvort eg hlýt
nokkurn ávinning fyrir það. Það
er mér óviðkomandi, hvort aðrir
telja mér það til lofs eða lasts. Eg
lofa Guð, af því eg elska hann.” Og
þarf hann að gefa nokkra skiljan-
legri greinargerð? Er yfirleitt hægt
að elska nokkuð, án þess að þrá að
lofa það ? Nei, ást og lofgjórð geta
aldrei skilist að.
í kirkjulegum efnum heyrist
margt sagt á vorum dögum, sem
minnir á beiðni Faríseanna: “Meist-
ari, hasta þú á lærisveina þína.”
Lofgjörð kristinna safnaða er í
litlum metum hjá miklum fjölda
manna. Þess eru úæsta mörg dæmi,
að menn sýni kirkju sinni enga rækt,
nema þar sé á boðstólum eitthvað,
sem ekki er trúariegs eðlis. Prédik-
anirnar í guðsþjónustum kirknanna,
sem frá sjónarmiði trúhneigðra
manna er aðeins ein grein guðs-
þjónustunnar, hafa færst í þá átt að
vera aðalatriði hennar í meðvitund
margra. En af þvi hefir leitt, að
þátttakan í lofgjörð og bæn kemur
ekki til greina hjá miklum þorra
kirkjufólks. Og jafnhliða hinni ó-
eðlilegu áherzlu, sem lögð er á pré-
dikanirnar, verður það ofan á, að
sú prédikun er sumstaðar mest eft-
irsótt, sem ekki er trúarlegs eölis—
mest virði talin, ef hún seilist inn á
önnur svið mannlífsins, svo sem vís-
indi, skáldskap, félagsmál eða heim-
speki. Að vísu eru kristin trúar-
brögð svo víðfeðm, að þau láta sig
varða alt þetta, en um leið og þau
'láta trúarlífið sjálft hverfa í skugg-
ann og vanrækja að vekja það og
endurnæra, hafa þau sagt af sér sem
trúarbrögð. Um leið og kristnar
guðsþjónustur eru hvorki lofgjörð-
ar- né bænar-samkomur, heldur að-
eins samkomur til fræðslu og skemt-
unar, verður ekki séð, að kirkjan
hafi neitt sér-hlutverk í lífi þjóðar-
innar. Enda heyrist nú víðsvegar
sú ályktun hugsuð til enda: “Hví
ekki að leggja kirkjurnar niður?”
“Meistari, hasta þú á lærisveina
þína.” Segið prestunum að ‘þegja.
Rífið kirkjurnar til grúnna, eða
takið þær til “praktiskra” afnota.
Texti minn hefir að flytja svar
lofsöngvar lyft i hæðir. Ekkert er
trúhneigðum mönnum jafn-eðlilegt
og að lofa Guð. Hver gleðistund,
hvert happ, hvert hrifningarefni
verður þeim tilefni lofgjörðar.
Hvert geislaflóð morguns og hvert
roðagull sólarlags verður þeim
endurskin frá upphimins dásemd og
dýrð. Lofgjörð og hrifning yfir þvi
að lifa, fögnuður yfir því að vera
til.
\rér mintumst hér í byrjun eins
dags, er lofgjörð var flutt. Hópur
vegfarenda með Jesú að förunaut
lofar Guð fagnandi með hárri
raustu. Hið sérstaka lofgjörðar-
efni þessara manna er Jesús, og þau
verk, er þeir höfðu séð hann vinna.
Þeir þakka Guði þá blessun, sem
þeim er veitt—að mega njóta ná-
vistar hans. Þeim finst Jesús hafa
opnað augu þeirra fyrir himneskri
dýrð. Þeim finst hann hafa leitt þá
að uppsprettum ótæmandi fagnaðar.
Lofgjörðin ómar: “Friður á himni
og dýrð í upphæðum.”
En þarna eru samferðamenn, sem
skilja þetta ekki. Þeirn finst ekkert
það hafa borið við, sem geti orðið
tilefni slikra fagnaðarláta. Þeir á
varpa Jesú: Meistari, hasta þú á
lærisveina þina. Vanda um við þá.
Seg þú þeim að hætta þessum til-
efnislausa lofsöng. En Jes.ús svarar
þeim og segir: “Ef þessir þegðu,
mundu steinarnir hrópa.”
Mun ekki líkt ástatt hjá samtíð
vorri gagnvart lofgjörðinni og þarna
á veginum niður Olíufjallið ? í
kirkjum kristinna þjóða eru lof-
söngvar sungnir. Trúhneigðir menn
hvar sem er á hnettinum, svala þar
þeirri þrá sinni, sem er þeim helg-
ust og hjartfólgnust: að opna sálir
sínar biðjandi og lofsyngjandi.
Þeim er það lífsþörf^sem ekki má
ósvarað. Trúhneigð þeirra — satn-
vitundin við guðdómleik og heilag-
leik tilverunnar, sem vér lifum i,
krefst þess. Þeir finna hlýna og
birta í hugskotum sínum við að lof-
syngja sameiginlega þessu dular-
fulla heilaga og háa, sem hvelfist
eins og himinn óendanleikans yfir
öllum vegum vorum. Þeir finna
veika viðleitni sína til fegra lifs auk-
ast að þrótti við að hugsa um það,
sem þeir vita helgast og háleitast i
heimi. Þeir finna áhyggjur, sorgir
og synd greiðast burt úr hugum sín-
urn á lofgjörðarstundum, líkt og
næturþoku fyrir hækkandi morgun-
sól, og heiðrikja hrein og unaðsleg
verður þar ráðandi. Þeim er þetta
andleg næring, þeim er þetta innri
þörf.—En það líta ekki allir lof-
gjörðina sömu augum. Þær raddir
eru ekki fáheyrðar á vorum dögum,
sem fara niðrandi orðum um lof-
gjörð. Þeir menn eru ekki fáir, sem
eru þeirrar skoðunar, að allar slíkar
guðræknisiðkanir séu hégóminn
tómur.
Immanúel Kant sagði á sínum
tíma: “Alt, sem maðurinn þykist
geta gert fram yfir gott líferni til
þess að þóknast Guði, er tómur
trúarhégómi og falsdýrkun á Guði.”
—Með orðunum “gott líferni” á
hann við hina siðferðilegu viðleitni
mannanna. Hún ein hefir að hans
dómi, gildi. En trúarlegar athafnir,
lofgjörð og bæn, eru í hans augum
hégómi, sem mennirnir ættu að
leggja niður. Margir hafa komið
síðan frá austri og vestri og talað
í sama tón. Einn segir á þessa Ieið :
“Hvaða blessun hefir guðrækni trú-
arbragðanna ílutt mannkyninu ?
Hafa lofsöngvar og bænir flutt
nokkurn mann á hærra siðferðis-
stig? Grær ekki vanþekking og
vanrækt siðgæði líkt og óreyttur
arfi í sálum mannanna jafnt fyrir
því, þótt þeir syngi Guði heilagleik-
ans og fullkomnunarinnar lof af
fylsta f jálgleik ?”
Það er næsta náinn skyldleiki
milli þessara radda og mannanna,
sem sögðu við Jesú: “Meistari,
hasta þú á lærisveina þína.” Þeir
munu eflaust hafa getað bent á, að
mennirnir, sem gengu fagnandi og
lofsyngjandi veginn niður af Olíu-
fjallinu, væru í engu öðrum fremri
í siðferðilegri breytni. Þeir hafa
sjálfsagt haft þann dóm á hrað-
bergi, að þessi liópur, sem næst gekk
Jesú, væri samsafn lítilsigldra smæl-
ingja, sem i heimsins augum áttu, kJesú við beiðni hinna kaldgeðja
þegðu, mundu stíeinarnir hrópa.”
Hversu dýrðleg yfirlýsing! Hversu
óbugandi bjartsýni á möguleikum
mannanna til trúarlegs lifs! Eða
megum vér ekki skilja svarið á þá
leið, að svo djúpar séu rætur lof-
gjörðar í öllu, sem skapað hefir ver-
ið, að sjálf lífvana náttúran eigi þar
sina þátttöku. Þótt mannsraustin
þagni, heyrist lofgjörðin óma í
náttúrunni hvar sem augað eygir.
Fjallið háa, fjólan smáa,
fold og mar með lífsins safn,
svalir jöklar, svartir rindar,
sólukrýndir regintindar,
lofa drottins dýrðarnafn.”
Jafnvel steinarnir við veginn nið-
ur Olíufjallið hafa sína lofgerð að
flytja. — Þannig horfir þetta við
fyrir hugskotssjónum Jesú. Þar
sem mannssálin hefir náð mestri
trúarlegri hæð og dýpt, heyrir hún
kaldan steininn—sjálft táknið þagn-
arinnar—hrópa lofgjörð til skapara
sins.—Og ættu svo mennirnir að
þegja? Ættu þá mannssálirnar, sem
gæddar eru guðdómlegum ódauð-
leik og eiga í sér fólgin frækorn
heilagleikans, að sitja hjá og þegja?
Hljótum vér ekki að óska, að þær
muni aldrei gera það ? Verður ekki
líf vort sýnu fátækara og snauðara,
ef lofgjörðin hverfur þaðan alveg?
Þráir ekki sérhvert af oss inst inni
—hvað sem lífsskoðunum vorum
liður, hvað sem breytni vorri líður,
hvað sem menningarstigi voru líður
—að taka þátt í hinni miklu lof-
gjörð, sem jafnvel kaldir steinarnir
hrópa ?
Eg mintist hér að framan á berg-
konuna við Ásbyrgi. Hún vakti hjá
mér þessar hugleiðingar um lof-
gjörðina. Hún stendur mér fyrir
hugskotssjónum sem einn af þeim
steinum, sem hrópa.
Aður en menn stigu fæti á þetta
land, hefir hún kropið þarna og
horft móti himni með lofgjörðar-
svip. Mér finst hún tala til vegfar-
andans, sem fram hjá fer, á þessa
leið:
“Þótt sú tíð kæmi, að þjóð þessa
lands hætti að lofsyngja Guði sín-
um, og allir helgidómar, sem af
mönnum eru reistir, yrðu rifnir til
grunna, mun eg krjúpa hér og flytja
lofgjörð Guði máttarins, gæzkunnar
og dýrðarinnar—honum, sem var og
er og verður. Eg mun krjúþá hér,
unz mér tekst að kenna ókomnum
knyslóðum að flytja lofgjörð af
nýju og syngja Guði nýja söngva.
Eg mun horfa í himinátt, þar til mér
tekst að lyfta hugum þeirra í átt til
Guðs. Eg mun rétta fram útbreidda
lófa, þar til bæn og þakkargjörð
verður Guði flutt frá sérhverri sál.
Eg mun vaka, unz allir, sem fram-
hjá fara, hafa skilið mál mitt og
fest það í huga og hjarta.”
—Prestafélagsritið.
margir hverjir flekkaða fortíð. Þeir
hafa eflaust getað sagt margt og
margt í þá átt. En það kom bara
Farísea, sem ömuðust við lofgjörð
lærisveina hans. Hann svaraði og
sagði: “Eg segi yður, að ef þessir1 ^
NOW IS THE TIME
to start your training
for a business career
WRITE FOR COMPLETE PARTICULARS
DAY AND NIGHT
COURSES
A Message.
TRERE are, in the City of Winnipeg, as this
advertisement goes to press, four Dominion
Business Colleges, each thoroughly equipped and
staffed by highly skilled teachers, capable of
giving the most efficient training and instruc-
tion in the various business courses listed.
IF fewer schools could do the work, there would
not be four. When four cannot do the work in
accordance with the Dominion standard of
training there will be more as needed. That is
how the Dominion policy works.
LET us make it clear that we are here to serve
you, not to dictate to you. You will receive just
the same attention in any one of our schools if
you want one subject as if you wanted one dozen.
ON the other hand, we believe that, where it is
at all possible, the measure of special training
should fit the previous general education. Many
a student has found to his sorrow that a mad
desire to get as little training as would serve, in
as short a time as possible, has been rewarded
with the cheapest of blind-alley jobs in the
business office. And so we say:
Capitalize your years of previous school
training in the very best business courses
that you can possibly take. You are
going to get this training but once. Get
the best. And get an adequate course
at one of the
DOMINION BUSINESS COLLEGE
WINNIPEG
r