Lögberg - 12.01.1933, Síða 8

Lögberg - 12.01.1933, Síða 8
Bls. S. LÖGBERG, 'FIMTUDAGINN 12. JANÚAR, 1933 Úr bœnum og grendinni Byrjið NYA ÁRIÐ á heilsufræðilegan hátt Au'ðfarnasti og skemsti vegurinn til heilsu, er að drekka nóg af MODERN gerilsneyddri mjólk Nægt af mjólk með máltíðum og milli þeirra, tryggir lieilsu og hamingju. MODERN DAIRIES LIMITED Phone 201 101 “Þér getið þeytt rjóma vorn, en hvergi fengið betri mjólk’’ Fréttabréf Skuklarfundur á hverju föstu- dagskvöldi. í kveld (fimtudag. 12. jan.) verð- ur haldin álgæt hljómleika sam- koma í Fyrstu lútersku kirkju. Samkoman «r haldin af Miss Snjó- laugu Sigurdson, sem nú þegar hefir stigið svo falleg spor á hljómlistarbrautinni, til arðs fyr- ir Jóns Bjarnasonar skóla, þar sem hún áður var nemandi. Miss Evá Clare, kennari hennar, verður þar einnig og aðstoðar. Ennfrem- ur syngur frú Sigríður Olson, sem allir Winnipeg íslendingar þekkja fyrir listasöng hennar. Inngang- ur er 35c. Samkoman verður óef- að með því betra sem Winnipeig íslendingar eiga kost á að njóta innan sinna vébanda á þessum vetri. Þessi unga og efnilega listamær, ásamt þeim hljómsnill ingum er aðstoða hana, á það skil- ið að kirkjan verði full af fólki. Mr. Finnur Stefánsson lagði af stað til Vancouver, B.C. á mánu- daginn. Gerði hann ráð fyrir að verða þar um tíma hjá syni sínum Stefáni, sem þar á heima. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur ársfund sinn í dag kl. 3 (fimtudag. 12. jan.) í fundarsal kirkjunnar. Áríðandi að fundur- inn sé vel sóttur af félágskonum. Fyrir fáum dögum kom Miss Inga Johnson, kjúkrunarkonan góð- kunna, til borgarinnar frá Victoria, B.C., þar sem hún hefir verið nokk- ur undanfarin ár. Var hún hér í Borginni nokkra daga hjá systrum sínum, Mrs. Burns, og Miss John- son, en fór á mánudaginn til Gimli, þar sem hún hefir nú tekið við því starfi, að vera fórstöðukona elli- heimilisins, Betel. Er það mikið gleðiefni öllum hinum mörgu vin- um Betel, að jafn mikilhæf og ágæt kona, sem Miss Johnson er, hefir tekið að sér forstöðu heimilisins. Má þess því fyllilega vænta, að heimilið haldi öllum sínum fyrri vinsældum, þó þær konur, sem frá byrjun hafa veitt því forstöðu, hafi nú lagt niður starf sitt til að njóta rólegri ellidaga. Mrs. Borghildur Guðbrandsdótt- ir Frost andaðist að heimili sínu í Minneota, Minn., hinn 29. desem- ber, síðastl., 82 ára að aldri. Hún kom til þessa lands frá íslandi 1873 og til Minneota 1878 og giftist það ár, eftirlifandi manni sínum, Jó- hannesi H. Frost. Munu þau hjón hafa átt heima í Minneota jafnan eftir það, að undanteknum fáum árum, 1907-1911, sem þau voru í Blaine, Wash. Heklufundur í kveld (fimtud.) Hinn 2. þ. m. voru gefin saman i hjónaband, að heimili Mr. og Mrs. O. K. Olafson, Gardar, N. Dak., yngsta dóttir þeirra, Aðalbjörg og Kenneth Norman Hetland. Hjóna- vígsluna framkvæmdi séra Harald- ur Sigmar. Heimili ungu hjónanna verður í Minneajxilis. Iðunn og fleira Rétt nýlega fékk eg Iðunni, 3. hefti árgangsins 1932, og hefi sent það til allra kaupenda. Síðasta heftið kemur væntanlega fyrir lok næsta mánaðar. Eru það nú enn alvarleg tilmæ’i mín að fólk reyni að standa í skilum með andvirði þessara íslenzku rita er eg sel hér vestra. Svo voru mér send nokkur eintök af því sem hér er greint: 1. Ljóðasafn Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi, tvö bindi, innbundin í tvenskonar band, hið dýrara $6.50, hið ódýrara $5,50, bæði bindin. Ljóð Bavíðs Stef- ánssonar eru gimsteinar í islenzk- um skáldskap, fyr og síðar, og út- gáfan er vel vönduð að öllum frá- gangi. 2. Ferðaminningar Sveinbjarn- ar Egilssonar, 786 bls. í stóru broti. Þetta er fyrirtaks skemti- leg' og að mörgu leyti fróðleg bók. Heildarverð $5.00. Sérstök hefti 80c. 3. “Dauðsmanns-sundið,” skraut- prentað lag eftir Björgvin Guð- mundsson. Ljóðin eftir Heine og þýdd af Hannesi Hafstein. Verð- ið á þessu prýðilega sönglagi, í góðri kápu, aðeins 50 cent. 4. Fáein eintök af barnasögum: “Svanhvít Karlsdóttir” og “Bakka- bræður.” Verð 30c hvert kver. Svo hefi eg enn fáein eintök af Álfasögunum ágætu. Verð $2.00. Magnus Peterson, 313 Horace St., INorwood, Man., Can. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 15, jan., eru fyrirhug- aðar þannig, að messað verður í gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h., í kirkju Víðinessafnaðar kl. 2 e. h., og í kirkju Gimli safnaðar kl. 7 að kvöldi. Mælst er til að fólk fjölmenni. SAMKOMA Erindi: “Sem miklu skiftir fyrir alla,” flytur Sigurður Sveinbjörns- son (ef Guð lofar) í G.T. húsinu (efri salnum) sunnudaginn 15. jan. n.k. kl. 3 e.h. Allir velkomnir. Æskilegt væri að sem flestir hefðu íslenzkar sálmabækur með sér. All is Quiet on the Arborg Front Nýkjörna sveitarráðið í Bifröst hélt sinn fyrsta fund á þriðjudaginn þann 3. þ. m., í Arborg, undir for- ustu hins nýja oddvita, hr. B. J. Lifmans. Blaðið Winnipeg Free Press, flutti fregnir af fundi þess- um þann 6. og lét þess getið, að fundarstörf öll hefðu fram farið næsta friðsamlega og samkvæmt fastbundnu skipulagi. Sendinefnd frá þeim félagsskap í Bifröst sveit, er Unity Farmers’ League nefnist vitjaði á fund sveit- arráðsins þenna áminsta dag, og lagði fratn hinar og þessar kröfur; nieðal annars krafðist hún þess, að eigi skyldi beitt innheimtu skatta fyr en að minsta kosti þá, er korn og aðrar búnaðarafurðir yrði komnar í viðunanlegt verð; krafist var þess einnig að bújarðir yröu ekki seldar, þó dregist hefði fyrir um skatt- greiðslu fram yfir lögboðna skil- daga ; ennfremur að kenslu í skólum yrði haklið uppi ókeypis um full- komið kenslutímabil; að annast yrði um ókeypis læknishjálp og sjúkra- hússvist félitlum búalýð til handa, og samið yrði um greiðslufrest á fasteignalánum og veðskuldabréf- um. Krakist var þess og, að sakir yrði látnar falla niður gegn þeim tuttugu og þremur bændum, er tekn- ir hefðu verið í hald i tilefni af upp- þotinu þann 29. nóvember síðastlið- inn. I sambandi við kröfur þessa á- nrinsta félagsskapar um ókeypis skólakenslu, læknishjálp og ókeypis sjúkrahússvist, svaraði oddviti því td, að ósanngjarnt væri að ætlast til slíks af nokkurri stjórn eins og f jár- hagslegar sakir stæðu. Að því er kröfuna up sakaruppgjöfina á- hrærði, Iýsti addviti yfir því að slíkt væri öldungis utan sín eigin vald- sviðs, þó hann á hinn bóginn efaðist ekki um, að gert yrði út um mál hinna ákærðu manna á réttvísan og drengilegan hátt. Samvinna innan vébanda sveitar- ráðsins er sögð að vera hin ákjósan- Iegasta, og þess því að vænta að svo vel ráðist til um úrlausn þeirra mörgu vandamála er Bifröst sveit um þessar mundir á að glíma við, að sjálfstjórn hennar verði borgið. ið. E. P. J: TVENNAR LEIÐRÉTTINGAR Síðastliðinn 1. nóvember er sagt að hafi látist á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg roskinn kvenmaður María að nafni; þar er hún kölluð Sigurð- ardóttir, en hún var Bjarnadóttir, frá Daðastöðum á Reykjaströnd í Skagafirði og þar ólst hún upp. Eg var vel kunnug Maríu þessari; hún talaði oft um Margrétu konu Bjarna og kallaði hana jafnan stjúpu sína. Mér fanst sem að Margrét myndi hafa verið hennar bezti eða jafnvel eini vinur. Eg hefi rekist á enn eina missögn í minningum Friðriks Guðmunds- sonar, sem eg ekki get leitt hjá mér. A meðal ógleymanlegra nefnir hann Þórdísi nokkra Einarsdóttur, að ætlun manna fjölkunnuga. Hann kveður hana hafa verið systur As- geirs Einarssonar frá Kollafjarðar- nesi og þeirra bræðra. Það er ekki rétt. Þeir áttu bara eina systur; hún hét Ragnheiður og var móðir Torfa í Ólafsdal, eg vísa til tíma- ritsins Blöndu, þar er þáttur Torfa á Kleyfum. Vera má að Þórdís þessi hafi verið Einarsdóttir frá Fagranesi i Þingeyjarsýslu. Þetta áminsta hefti Blöndu er frá árinu 1923. R. J. Daviðsson. Mrs. Oddný Anderson, 71 árs gömul, kona Mr. Alexanders Árna- sonar Anderson, bónda í grend við Winnipég Beach, andaðist að heim- ili þeirra hjóna þ. 3. jan. s.l. Jarð- arförin, er var fjölmenn, fór fram þann 6. jan. Séra Jóhann Bjarna- son jarðsöng. Sömuleiðis talaði þar Mr. Jón Kjernested, vinur og ná- búi þeirra Andersons hjóna. Flutti hann fallegt og hlýft ávarp, bygt á margra ára þekking og vináttu. Börn þeirra Anderson hióna, flest eða öll uppkomið fólk og gift. Mrs. Anderson var merk kona og vinsæl. Mun hennar verða minst frekar í íslenzkum blöðum.— Hvaða peningar? Calgary bær i Alberta hefir skuldað nrikið fé í Bandaríkjunum, sem féll í gjalddaga nú um ára- mótin. Vitanlega hefði bærinn ekk- ert á móti því, að borga skuld sína, en hann vildi borga hana í pening- um síns eigin lands, án þess gð þurfa að sæta afföllum þeim, sem nú eru á Canada peningum í Banda- ríkjunum. Það s’em hér er um nrikið fé að ræða, þá myndi Cal- gary þurfa að greiða $300,000 meira ef borga bæri í Bandaríkja- peningum. Því veldur gengismun- ur. Þennan gengismun hefir bæj- arstjórnin i Calgary neitað að greiða, en skuldheimtamennirnir í Bandaríkjunum krefjast hans þar á móti afdráttarlaust. Ef Calgary búar ættu nóg gull til að borga með skuld sína, væri ekkert um að tala, en því er ekki að heilsa. Væntan- lega verða málaferli út af þessu og er ekki ófróðlegt að sjá hvernig þeim lyktar. Nýr söngflokkur Þau tíðindi hafa nýjust gerst í hljómheimum fslendinga í Winni- j>eg, að stofnaður hefir verið söng- flokkur (kvennakór) undir forystu hr. Brynjólfs Thorlákssonar. Með- limir þessa söngflokks eru konur úr gamla söngflokknum, Icelandic Choral Society. Flokkur þessi hafði sína fyrstu æfingu í Jón Bjarnason Academy síðastliðið mánudagskvöld og fór vel úr garði. Ber stofnun þessa nýja söngflokks óneitanlega vott um glæddan metnað vor á með- al, söngmenning viðvíkjandi, og spá- ir góðu um framtíðina. E. P. J. ATHYGLI — Tombóla og dans verður haldin mánudag. 13. febr. n.k., til arðs fyrir 50 ára minning- arsjóð St. Stúkunnar hér í Mani- toba. Nánar auglýst síðar. GEFID AD BETÉL Dr. B. J. Brandson—130 pd. kal- kúnar. J. T. Goodman, Winnipeg— 50 pd. hangikjöt. H. Anderson, Gimli—60 pd. hangi- kjöt. Th. Thordarson, Gimli — 5 sekkir hveitis, No. x. Ijyngdal and Bjarnason — 100 pd. sykur. Soffanias Thorkelsson, Wfnnipeg, næturgreiði, $10.00. Mr. og Mrs. Guðm. Jónsson, Vogar, $10.00. S. Olafson, Lundar, Man. $3.00. Fallið úr desember lista; Mrs. Sigríður Hallgrimsson, 1880 Grand Ave., St. Paul, Minn. $5.00. Innilega þakkað, /. Johannesson, féhirðir. 675 McDermot Ave. JOHN GRAW Fyrsta ílokks klæðskeri Afgreiösla fyrir öllu Hér njóta penlngar yðar sln að fullu. Phone 27 073 218 McDBRMOT AVE. Winnipeg, Man. Jakob F, Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, aem að flutningum lýtur, smáum eða atór- um. Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 762 VICTOR STREET Slmi: 24 500 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.in. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Nofman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg íslenska matsöluhúsíð )>ar sem íslendlngar I Winnipeg og utanbæjarmenr, fft sér m&itiðlr og kaffi. Pönnukökur, skyr, hanglkjð* og róllupylsa ft takteinum. WEVEL CAFE 692 SARQENT AVE. Slml: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, elgandl Bantry, N.D., 3. janúar, 1933 Nú síðastliðin tvö ár hafa ver- ið erfið á allan hátt, hvað fram- Ieiðslu snertir, þó maður fáist ekki um viðskiftakreppuna, þvf þar fá allir jafnt á að kenna. En hér hefir verið alger brestur á allri framleiðslu jarðar afurða. Ekki eitt corn-hár fengist úr jörðu nú í tvö sumur, þar af leiðandi ekki þurft að taka út bindara, og sama sem ekkert gras heldur vegna ofþurka og engispretta, sem hjálpaði til að eyðileggja alt. Til skepnufóðurs urðu menn að reita þystils rusl af ökrum og var það bæði ónóg o'g lélegt. í fyrra vetur urðu flestir að taka lán hjá stjórninni til að kaupa fóður. Svo urðu flestir að taka útsæðislán síðastliðið vor upp á uppskeruna í haust, en hún brást algerlega. Sama útkoma varð nú í haust með fóðurskort og útlitið því ekki gott nú hvað fóður snertir, því langur er gjafatíminn, því hann byrj- aði mánuð fyr en vant er—kom al- gerlega alt á gjöf um miðjan október. Nú hafa menn ekkert korn-hár að setja í jörðu næsta vor og engir peningar til að kaupa nokkuð fyrir og útlitið því ekki líf- legt fyrir neinum hér á allstóru svæði. Fáir viðburðir hafa gerst eða orðið á þessu síðasta ári. Einn gamall og örvasa maður um nírætt dó síðastliðið sumar, Lárus Björn- son Freeman, ættaður frá Sauða- felli í Dalasýslu, bjó síðast á Harastöðum í Miðdölum, var búinn að vera blindur í nokkur ár. Þrenn hjónefni voru gift á árinu: Helgi G. Goodman og Salvör S. Johnson, Valtýr G. Freeman og Hólmfriður J. Ásmundson, og Franklin A. Goodman—hans kona norsk—alt myndar fólk. Ástar- lífið heldur sinn vana gang þó tímarnir séu harðir. Ef ekki væri svo þá hefðu engvir af nein- um, erfiðum né góðum, tímum að segja, og þar með hefði eg sjálfur ekki verið til að hripa þessar lín- ur, það vita allir. Byltingar í andlegum framförum fer hér h\ hægu brokki—engir skeiðsprettir né stökk, svo hver býr að sínu— lifir við þau lífskjör sem honum hefir hlotnast á þessum erfiðu árs- tímum og viðskiftakreppu. GJÖF OG ÁVARP Hinn 23. les. síðastl. gaf heim- ilisfólkið að Betel Mrs. Ásdísi Hinriksson vandaða stundaklukku i jólagjöf og afhenti Miss Margrét Árnason gjöfina. Jafnframt flutti Mr. Thorbjörn Magnússon henni eftirfylgjandi ávarp: Hjartkæra Mrs. Hinriksson! Blessuð jólin eru enn á ný kom- in. Við þau eru tengdar ótelj- andi endurminningar frá mörgum liðnum árum, bæði á íslandi og eins hér í álfu, í Canada eða Bandaríkjunum. Þú, Mrs. Hin- riksson, átt ekki minstan þáttinn í þeim endurminningum. Því hvort sem við höfum verið hér á Betel mörg ár eða fá hefir þú gefið okkur mikla jólagleði. Þú hefir verið okkur öllum til bless- unar allan ársins hring. Þú hefir verið okkur styrkur í erfiðleikum og huggun í sorgum. Þú hefir hjálpað til að leysa vandamál okk- ar. Þú hefir auðsýnt okkur ná- kvæmni og þolinmæði. Þú hefir verið sönn og göfug heimilismóð- ir. Við erum þér þakklátari en við kunnum að lýsa. Hvernig getum við þakkað þér? Við biðj- um Guð að launa miklu betur en við getum þakkað alla þína dásam- legu umönnun á öllum liðnum stundum, sem við höfum notið þín. Ekki sízt þökkum við öll góðu jólin, sem þú hefir hjálpað til að gefa okkur. Þessi fáu þakk- arorð eru samróma með þakklæti sem túlkað er með lítilli gjöf, sem við biðjum þig að þiggja af okk- ur, heimilisfólkinu á Betel. Guð gefi þér gleðileg jól, og breiði b’essun sína yfir alla þína fram- tíð. Þakkaði Mrs. Hinriksson fyrir þessa indælu gjöf og þessi vinar- orð með fáum hlýjum orðum. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 1. Miss Snjólaug Sigurðsson heldur PIANO RECITAL í Fyrstu lútersku kirkju á fimtudagskveldið þann 12. þ. m., kl. 8.30, með aðstoð Miss Eva Clare, er leikur á 2nd piano. MRS. B. H. OLSON syngur einsöngva, með aðstoð Mrs. Hovey. INNGANGUR 35c. Arðurinn af samkomunni gengur til Jón Bjarnason Academy B 0 B 0 Ti 0 B 0 B 0 B Bura Coal and Save Money Per Ton $ 5.50 6.25 10.50 11.50 11.50 Q 13.00 BEINFAIT LUMP DOMINION LUMP REGALLUMP ATLAS WLDFIRE LUMP WESTERN GEM LUMP FOOTHLLS LUMP SAUNDERS CREEK “Big Horn” Lump 14.00 WINNIPEG ELEC. KOPPERSCOKE 13.50 FORD OR SOLVAY COKE 14.50 CANMORE BRIQUETTES 14.50 POCAHONTAS LUMP 15.50 MCfURDY CUPPLY f0. I TD. V/ Builders’ |3 Supplies Vsand JLi Coal Office and Yard—136 PORTAGE AVENUE EAST 94 300 ■ phones - 94 309 B B 0 0 0 s 0 s 0 s 10 E. J. Breiðf jörð, Announcing the New and Better MONOGRAM LUMP . $5.50 Ton COBBIÆ . $5.50 Ton STOVE . ..... $4.75 Ton Saskatchewan’s Best MINEHEAD LUMP . $11.50 Ton EGG .. $11.50 Ton PREMIER ROCKY MOUNTAIN DOMESTIC COAL Wood’s Coal Company Limited 590 PEMBINA HIGHWAY 45262 PH0NE 49192 WEST END BRANCH OFFICE (W. Morris) 679 Sargent Ave.—Phone 29 277

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.