Lögberg - 26.01.1933, Side 1
46. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 26. JANÚAR 1933
NÚMER 4
KONUNGSKVEÐJA
The Prime Minister of Canada, The Right Honourable
R. B. Bennett, has informed the Ðanish Consul General in
Montreal, Mr. G. B. Holler, that during his recent visit in
England he had a conversation with His Majesty the King of
Denmark and Iceland, during which conversation His Majesty
asked the Prime Minister when he returned to Canada to
indicate that His Majesty was greatly interested in the wel-
fare of the Danes and Icelanders who are making their home
in Canada. His Majesty earnestly hoped that they were
enjoying prosperity, and he desired to express to them the
hope that they were finding in Canada a home quite to their
satisfaction.
The Prime Minister answered that it wou’d be a pleasant
duty for him to transmit the messa!ge of His Majesty, and at
the same time expressed his satisfaction of the success that
they had obtained in this country and of the real contribution
they are making to Canadian national life.
Hæátiréttardómur
x Hæstiréttur Islands kvað, hinn
19. des. s.l., upp dóm í máli því,
sem réttvísin hafði höfðað gegn
Carsten Behrens kaupmanni og
Magnúsi Guðmundssyni dóms-
málaráðherra. Hafði lögreglu-
rétturinn í Reykjavík dæmt báða
þessa menn til fangavistar, eins
og áður hefir verið skýrt frá hér
í blaðinu. Hefir hæstiréttur nú
algerlega sýknað báða þessa
menn. Ástæður fyrir dómnum
eru langar, en dómsúrskurðurinn
er á þessa leið:
“Hinir ákærðu, Carsten Beh-
rens og Magnús Guðmundsson,
eiga að vera sýknir af kærum
réttvísinnar í máli þessu. Sakar-
kostnaður allur, bæði í héraði o'g
fyrir hæstarétti, greiðist úr ríkis-
sjóði, þar með talin málaflutn-
ingslaun sækjánda fyrir hæsta-
rétti, Lárusar Fjeldsted hæsta-
réttarmálaflutningsmanns, kr.
400.00 og verjenda hinna á-
kærðu, hæstaréttar málaflutn-
ingsmannanna Péturs Magnús-
sonar og Jóns Ásbjörnssonar, kr.
•300.00 til hvors.”
Þegar Magnús Guðmundsson
var í nóvember í haust dæmdur til
nokkurra daga fangavistar af
lögregluréttinum, sagði hann þeg-
ar af sér sem dómsmálaráðherra,
og var Ólafur Thors alþingismað-
ur skipaður í hans stað. Þjónaði
hann því embætti þar til hæsti-
réttur kvað upp sinn fullnaðar-
úrskurð í þessu máli. Sagði hann
því þá þegar lausu, en konungur
fól Magnúsi Guðmundssyni að
taka aftur við sínu fyrra em-
bætti, og er þessu máli þar með
lokið.
Aukakosningar í Calgary
Hinn 19. þ. m. fóru fram auka-
kosningar í Calgary til fylkis-
þingsins í Alberta. Virðast þær
hafa verið sóttar með töluverðu
kappi og voru einir sex umsækj-
endur um þetta eina þingsæti.
Þeir af umsækjendum, sem nokk-
urt verulegt fylgi höfðu, voru
Norman Hindsley, er mun hafa
haft stuðning íhaldsflokksins og
frjálslynda flokksins líka, og Miss
Amilia Turner, og hafði hún stuðn-
'ng verkamannaflokksins og hins
nýja C. C. F. flokks. Fóru leikar
þannig, að Hindsley vann, með
14,128 atkvæðum, en Miss Turner
Maut 12,306 atkvæði. Er þetta í
lyrsta sinn, sem hinn nýi stjórn-
roálaflokkur,' Co-operative Com-
uionwealth Federation, hefir haft
Þingmannsefni i kjöri. Ekki verð-
u>’ sagt, að þeim stjórnmála-
flokk hepnaðist vel sín fyrsta til-
l'aun, hvernig sem síðar kann að
fara.
Rannsókn háskólamálsins
Hin konunglega rannsóknar-
nefnd, sem skipuð var til að rann-
saka fjártjón háskóla Manitoba-
fy’.kis, og sem nemur nálega milj-
ón dala, lauk störfum sínum á
föstudaginn, hvað rannsókn máls-
ins snertir. Nefndin á enn eftir
að semja sitt álit og sínar tillög-
ur, ef hún hefir einhverjar tillög-
ur fram að bera, þessu máli við-
víkjandi. Er búist við, að nefndin
muni hafa skýrslu sína tilbúna í
næsta mánuði. Nefndin vann við
þessa rannsókn í 54 daga og rétt-
arskjölin, sem nefndin hefir nú úr
að moða, við samning skýrslu
sinnar, kvað vera hátt á aðra mil-
jón orða.
Nefndin var skipuð um miðjan
september í haust og hefir stöð-
ugt verið að * verki síðan, nema
hvað hún hefir tekið sér fárra
daga hvíldir tvisvar eða þrisvar.
og hefir það komið til af því, að
nefndarmennirnir hafa orðið að
sinna öðrum störfum.
Nefndin var skipuð af fylkis-
stjórninni í Manitoba og eiga sæti
í henni, W. F. A. Turgeon, dómari
í áfrýjunarrétti Saskatchewan-
fy>’kis; Dr. W. C. Murray, forseti
Saskatchewan háskólans, og C. G.*
K. Nourse, fyrverandi bankastjóri
í Winnipeg. R. F. McWilliams,
K.C., og J. T. Thorrson, K.C., voru
skipaðir lögmenn nefndarinnar,
en auk þeirra var heill hópur af
lögmönnum, sumir að verja sínar
eigin gerðir og sumir skjólstæð-
inga sinna, manna, sem á einvern
hátt höfðu við mál háskólans að
gera, á þeim árum, sem hann varð
fyrir hinu mikla fjártjóni.
Ekki verður séð af allri þessari
rannsókn, að nokkrir aðrir en
Machray, séu hér sekir um óráð-
vendni eða fjárdrátt, en hinu hef-
ir verið haldið fram, að ýmsir
þeirra, er með fjármál háskólans
höfðu eitthvað að gera, hefðu ekki
gætt skyldu sinnar eins og vera
bar og ekki verið eins árvakrir
eins og þeir hefðu átt að vera.
Væntanlega verður þess nú ekki
langt að bíða, að rannsóknar-
nefndin skýri þetta vandræðamál,
eins ljóslega og hægt er að skýra
það.
Konráð Jóhannesson.
Allir Vestur-fslendingar kann-
ast við Konnie Jóhannesson.
Hann var einn af Fálkunum,
skautaköppunum, sem heimsfræg-
ir urðu 1920. Síðustu fjölgur ár-
in hefir hann haft flugkenslu á
hendi fyrir Winnipeg Flying Club,
Ltd. Nú hefir hann sjálfur byrj-
að á flugkenslu og loftflutning-
um, sem hann rekur frá Canadian
Airways stöðvunum í Winnipeg.
Mr. Jóhannesson hefir fengið
mikla æfingu sem flugmaður, bæði
Uppþotið í Árborg
Af því eða afleiðingum þess, er
það aði segja, að í vikunni sem
leið fór fram réttarhald í Árborg
og mættu þar fjórtán menn, sem
við þetta mál voru riðnir og sem
réttvísin hafði fyrirskipað máls-
höfðun gegn út af hluttöku þeirra
í þessu uppþoti. Nokkrir fleiri
höfðu -verið teknir fastir í fyrst-
unni, en síðar ákveðið að sleppa
sumum þeirra. Voru allmörg
vitni yfirheyrð og sögðu þau
sína sögu af uppþotinu. Kusu
hinir sakbornu, að mál þetta
kæmi fyrir kviðdóm í Winnipeg,
og verður það væntanlega í marz-
mánuði. Uppþot þetta varð út af
því, að selja átti nokkrar bújarðir
vegna þess, að ekki hafði verið
borgaður af þeim skattur í nokkur
ár, en örfáir af þeim, sem bújarð-
irnar áttu, tóku nokkurn veruleg-
an þátt í þessu uppþoti, heldur alt
aðrir menn.
“BUN” STEPHENSON,
kapteinn Fálkanna.
Á mánuda'gskveldið léku Fálk-
arnir hockey gegn Winnipeg’s. og
unnu 2 gegn 1. Um fjórar þúsund-
ir manna horfðu á leikinn og
þóttu Fálkarnir þar leika af mik-
illi list, og var leikurinn yfir höf-
uð ágætur. í kveld, fimtudag,
leika Fálkar gegn Sellkirk o'g ættu
íslendingar ekki að sleppa tæki-
færinu.
LJÓÐABRÉF
(til dr. Riohard Beck.)
Braga sel eg sál í kvöld!
Samhug vel og yndi. —
Ljóðavél á vélaöld
Veknr félagslyndi.
Vestrænn eldur innra hýr
(eg þess geld sem fleiri)
Heimskra seldur liugnr nýt
Heimsins veldum meiri.
Hjá þér staldra stuðla með
Stefnu’ af valdri glaður.
Hefi aldrei ísland séð,
Er þó /7«7dmmaður!
Formsnilling i ljóðalit,
Ljóðmæring — mun gruna:
íslendingsins vélavit
Vekti’ upp hringhenduna.
Bragatól þeim töfrum af
T ty 11 i r Njólu-hugi;
Þar eru ólar, þar er raf,
Þar eru hjól á flugi!
Yndi fundum oft hjá því
Ættargrundar báli —
Þróttur stundum þykir í
Þessu undra-máli.
Kletta-halla kostagrip
Kunnum alla lotning.
Grárra stalla gáfusvip
Glæðir Fjalladrotning.
Magn við flárra — bjálkabær
Brast — svo knárra vinda!
Var þá skárra að vorum nær
Veldi hárra tinda.
Hönd mér rétti himnesk hygð,
Heilög sett með gæði.
Orti Sléttan Islands trygð,
Eða þettn kvæði ?
Landans daga ljós að dvín,
Ljós svo fagnrt jarðar!
Æfisaga ort var mín
í anda Skagafjarðar.
Ö. T. Jolinson,
KIRKJAN
Næsta sunnudag, 29. jan., verða guðsþjónustur í Fyrstu
lútersku kirkju með nokkuð öðrum hætti, en vant er.
Hádegis-messan, kl. 11, fer fram á íslenzku, og er öllum
þeim, sem íslenzkar messur sækja, boðið að vera þar viðstadd-
ir. Eldri söngflokkur safnaðarins stýrir söngnum. Ræðuefni:
“Nýtt viðhorf hér í söfnuði Krists.”
Kvöldmessan, kl. 7, fer fram á ensku. Karlaklúbbur Fyrstu
lútersku kirkju hefir það kvöld í boði hjá sér íslenzka náms-
menn, sem sækja æðri mentastofnanir hér í boriginni. Safn-
ast skólapiltar ásamt embættismönnum klúbbsins saman í
fundarsalnum ekki seinna en kl. 6.45 og ganga síðan í hóp sam-
an í kirkjuna. Að lokinni guðsþjónustu er skólapiltunum,
ásamt öllu un!gu fólki, sem kirkjuna sækja þetta kvöld, boðið
til góðgerða og samfundar í samkomusal safnaðarins. Eldra
fólki sem yngra er boðið að vera við þessa nýstárlegu guðs-
þjónustu. Yngri söngflokkur safnaðarins stýrir kirkjusöngn-
um. — Ræðuefni: “Evolution of a great Theophany.”
í flugher Breta í stríðinu, og svo
hér í landi. Fyrir ári síðan fékk
hann sérstaka tilsögn í fluglist í
Camp Borden, o'g hlaut ágætisein-
kunn við burtfararprófið og hef-
ir enginn Canadamaður hærri
einkunn, og mjög fáir eins háa.
Greta Garbo
Kvikmynda leikkonan fræga,
Greta Garbo, hefir verið í heima-
landi sínu, Sviþjóð, en nú er ságt
að hún muni bráðum hverfa aft-
ur til Bandaríkjanna, en ekki er
þess 'getið hvort hún muni aftur
leggja fyrir sig leiklistina eða
ekki. Þegar hún fór heim til Sví-
þjóðar, var haldið að hún væri
hætt við leiklistina fyrir fult og
alt. Heilsa hennar var eitthvað
ekki sem bezt um þær mundir, en
nú kvað hún vera miklu hraustari
og taka nú miklu meiri þátt í
skemtunum og félagslífi, heldur
en hún gerði fyrst eftir að hún
kom heim til Svíþjóðar.
Flugslys
Sunnudaginn, hinn 15. þ.m.,
fórst af flugslysi flugmaðurinn
W. A. Spencer við Moose Lake,
sem er 45 mílur norður af The
Pas, Man. Fjórir farþegjar, sem
voru í loftfarinu, meiddust melra
og minna. --------
Stubbs-málið
Frá því er mjög lítið nýtt að
segja, síðan seinast. Nokkur vitni
hafa verið kölluð, svo sem lög-
regludómí". i.rx í Winnipeg og
nokkrir, lögreglumenn. Virðist
vitnisburður þeirra vera Mr.
Stubbs heldur óþæ'gilegur. Einnig
hafa sumir dómararnir mótmæilt.
sumu af því, sem Mr. Stubbs hef-
ir borið fram. Annars er Stubbs
dómari dag eftir dag í vitnastand-
inum, og les heilar bækur og ræð-
ur, sem hann hefir sjálfur áður
samið og flutt. Um úrslit þessa
máls verður ekkert ráðið af því,
sem enn er fram komið.
MEN’S CLUB,
Samkoma sú, er karlaklúbbur
Fyrstu lútersku kirkju hélt i sam-
komusal kirkjunnar á þriðjudags-
kveldið, og sem auglýst var í
síðasta blaði, hepnaðist ágætlega.
Salurinn var þéttskipaður fólki
og það er víst alveg óhætt að
segja, að þar skemti fólk sér al-
veg á'gætlega. Því miður er ekki
kostur á að segja nánar frá sam-
komu þessari í þetta sinn, en það
skal gert verða áður en 'íangt
líður. \
Næsta sunudagskveld býður
karlaklúbburinn öllum íslenzkum
námsmönnum, sem nám stunda
við æðri mentastofnanir hér í
borginni, að sækja kirkju með sér
og eimsækja sig að messu lokinni
í samkomusalnum, ásamt öllu
ungu fólki, sem kirkjuna sækja
það kveld. Er þéssa nánar getið
á öðrum stað í blaðinu. Vonandi
þiggja allir ísllenzkir námsmenn
þetta boð, sem mögule'ga geta
komið því við.
Tímaritið “The New Health”
hefir beðið dr. Jón að skrifa grein
um skyrið og væntir þess, að það
sé hin hollasta fæða.
Þá segir dr. Jón, að rikklingur
eða harðfiskur hafi verið étinn í
Englandi fram á daga Shakes-
peares, skáldsins mikla. Getur
hann um þetta á þremur stöðum í
leikritum sínum. Orðið “fishham-
mer” (fisksleggja)i kemur og fyr-
ir í skrám yfir innanstokksmuni
frá 15. og 16. öld. Hver veit
nema það megi einnig kenna Eng-
’endingum á ný að borða harðfisk?
“íslendingar eru nú hættir að eta
hann, orðnir of tannlausir til þess”
bætir dr. Jón við. — Mbl. .
Frá írlandi
Almennar þingkosningar fóru;
fram í Fríríkinu írska á þriðju-j
daginn í þessari viku. Voru þær(
sóttar með afar miklu kappi og
enduðu sumir fundirnir með á-
flogum og meiðingum. Frá úrslit-
um kosninganna verður ekki
skýrt í þetta sinn, því þær eru enn
ókunnar.
Neðanjarðarbarutir í Moskva.
íbúatala Moskva hefir aukist
mjög ört á síðari árum, og er nú
3,000,000. Umferðaörðugleikar eru
nú orðnjr svo miklir í borginni,
að menn hafa komist að niður-
stöðu um það, að eina ráðið til
þess að bæta úr þeim á viðunandi
hátt, sé að stofna flutningskerfi
neðanjarðar. Rússar hafa Ieitað
aðstoðar sérfræðinga frá París,
London og New Yoi'k, og hefir nú
þegar verið hafist handa um fram-
kvæmdir Búist er við, að ein-
hvern hluta neðanjarðar braut-
anna verði hægt að taka i notkun
1934, en það verður nokkurra ára
verk að gera kerfið eins fullkom-
ið olg áformað er. — Vísir.
SÓLSTÖÐUR Eftir Richard Bech, -!
Velkomin sól! Þií vefuv lilýjum faðmi hvert veðurbarið strá, hvert tré í skóg; þína blíða ásýnd hrekur hríð { felur, en hrynja bylg’jufjöll á tryldum sjó.
> ; Velkomin sól! Þú græðir gömlu sárin og gróður nýr í sporum þínum rís. Með geislapenna’ á klakans kinn þó letrar: Án kterleiks þjóð er sálardauði vís.
•
Rvík, 17. des.
Árni Þorkelsson, fyrrum bóndi á
Geitaskarði í Langadal, er áttræð-
ur í dag. Hann bjó á Geitaskarði
miklu rausnarbúi á sjötta tug ára,
en lét af búskap fyrir fáum mlss-
erum og dvelst nú á Sauðárkróki
hjá dóttur sinni og tengdasyni. —
Árni var mjög við sveitarstjórn
og héraðsmálefni riðinn meðan
hann bjó að Geitaskarði. M. a.
var hann fulla hálfa öld sam-
fleytt sýs>lunefndarmaður fyrir
Engihlíðarhrepp. Árni á Skarði
var hinn mesti búhöldur, allra
manna glaðastur, höðingi heim að
sækja og skemtinn í viðræðum. —
Vísir.
SKYR ÚTFLUTNINGSVARA.
Fyrir áeggjan dr. Jóns Stefáns-
sonar fékk matsali og veitinga-
maður einn í London sýnishorn
af skyri frá Mjólkurfélagi
Reykjavíkur. Skyrið gekk upp á
fáum dögum og þótti ágætismat-
ur. Meðal annara, sem reyndu
þessa nýjung, var sonur Baldwins
ráðherra og þótti honum skyrið
gott. Nú hefir veitingamaðurinn
beðið Mjólkurfélagið um tunnu aý
skyri.
Komist Lundúnabúar upp á|
það að borða skyr og ef til vi'll |
fleiri, þá gæti það orðið mikil út-j
flutningsvara.
FRÁ SENDINEFNDINNI.
Samninganefnd sú, sem af ís-
lands hálfu hefir haft með hönd-
um samninga við stjórn Stór-
bretalands, hefir nú lokið störf-
um, o!g er komin heim.
Áður en nefndin fór héðan
hafði íslenzka stjórnin sent stjórn
Breta skýrslu um óskir stjórnar-
innar. Á fyrsta fundi hinna
brezku og ísl. samninganefnda
lögðu Bretar fram óskir sínar.
Síðan voru haldnir margir fund-
ir milli samninganefndanna, og
lauk þeim með því, að nefndirnar
gerðu með sér frumdrætti að
samningi um þau málefni, er
rædd voru á fundunum. Atvik
lágu þó svo til, að eigi var hægt
að semja um sum þeirra málefna,
er miklu skifta í viðskiftum ís-
lendinga og Breta.
Báðar nefndirnar skuldbinda
s!g til að mæla með því, að stjórn-
ir beggja landanna samþykki það
samkomulag, er nefndirnar gerðu
með sér, en vegna eindreginna
óska Bretastjórnar verður ekkert
birt um efni samninganna að svo
stöddu. Hins vegar er gert ráð
fyrir því, að gen’gið verði til loka-
samninga á næsta ár.
íslenzku samningamennirnir láta
þess getið, að Bretar hafi tekið
þeim með sérstakri alúð, og tekið
með skilningi á málefnum íslend-
inga. — Mbl.