Lögberg - 26.01.1933, Síða 4

Lögberg - 26.01.1933, Síða 4
Bla. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JANÚAiR 1933. Högberg OeflO öt hvern fimtudag af T B E COLXJMBIA P R E 8 8 L I M I T B D 695 Sargent Avenue Wlnnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram rhe "Lögberg” is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONBB SO 327—86 328 Nýr átjórnmálaflokkur Co-operative Commonwealth Federation er nafnið á stjórnmálaflokk, sem fvrir skömmu er myndaður í Canada, eða kannske réttara sagt, er að myndast; nafnið, sem þessi flokkur hefir valið sér, sýnist vera ó- þarflega langt og erfitt, en þó er sú bót í máli, að ekki er nauðsynlegt að nota þetta langa nafn í hvert sinn, sem flokkurinn er nefndur, því það má þægilega skammstafa það, eins og svro mörg önnur svipuð nöfn, og hefir það nú þegar verið gert og þessi nýi flc&kur er að verða þektur undir stöfunum C. C. F. Hinn góðkunni verkamanna leiðtogi, J. S. Woodsworth, sambamLsþingmaður fyrir Norður-Mið-Winnipeg, má teljast aðal leið- togi liins nýja flokks, þó margir aðrir eigi vitanlega þátt í því, að mynda hann. Mr. Woodsworth hefir nú í mörg ár verið leið- togi verkamanna flokksins á sambandsþing- inu og látið þar töluvert til sín taka. En flokkur hans er þar fámennur mjög og gætir því svo sem ekkert þegár til atkvæða kemur. Nú hefir Mr. Woodsworth, og flokksmenn hans, sjáanlega sett sér fyrir, að efla flokk sinn eins og mest piá verða fram til næstu þingkosninga. Vonlítið mun þykja, að verka- manna flokkurinn fái marga þingmenn við næstu kosningar, frekar en að undanförnu. Er því eina ráðið að leita samvinnu við aðra hina smærri stjórnmálaflokka og félög víðs- vegar um landið, og svo náttúrlega að fá eins marga og mögulegt er, til að fylla þenna nýja flokk, af þeim sem alt til þessa hafa fvlgt öðrum hvorum af hinum gömlu og öflugu stjórnmálaflokkum landsins. Hefir þessi nýi flokkur hér aðallega augastað á bændun- um. Hagur þeirra er nú sem stendur afar- erfiður, vegna verðleysisins á öllu, sem þeir framleiða. Getur því vel verið, að margir þeirra séu ekki með öllu ófúsir til gerbreyting- anna nú, þótt þeir hafi yfirleitt verið það alt til þessa. Allmörg hændafélög hafa þegar gengið í þennan nýja flokk og fleiri eru á leiðinni, að oss skilst. Það sýnist því ekkert ólíklegt, að hér geti orðið um allfjölmennan stjórnmálaflokk að ræða, áður en langt líður, og ekki sýnist mikill vafi á því, að Mr. Woodsworth geri sér miklar vonir um að svo muni verða. Hefir hann látið þá von sína í ljós, að eftir næstu kosningar muni sinn flokkur verða svo fjölmennur í sambands- þinginu, að hann verði þar að minsta kosti mjög miklu ráðandi, þó hann kannske verði ekki svo öflugur, að hann geti þá strax tekið við stjómartaumunum. Vitanlega er þetta bara spádómur, sem enginn veit hvert rætist, ekki Mr. Woodsworth frekar en aðrir. Meira að segja eru líkurnar til þess, að hann rætist, ekki sérlega miklar. Á miðvikudagskveldið í vikunni sem leið, var fjölmennur fundur haldinn í Walker leikhúsinu hér í Winnipeg. Gengust aðallega fyrir honum helztu verkamanna leiðtogamir hér. En aðal ræðumaðurinn á þeim fundi var Mr. Woodsworth. Var fundurinn vafalaust haldinn í þeim tilgangi, að kynna stefnu flokksins og afla honum fylgis. Hvernig Mr. Woodsworth gekk að afla flokk sínum fvlg- is á þessum fundi, skal hér látið ósagt. Vér vitum það ekki. En ekki getum vér neitað því, að vér hefðum gert oss í hugarlund, að hann mundi gera stefnu flokksins ljósari heldur en raun varð á. Hann sagði tilheyr- endum sínum, að á-standið í heiminum, eins og það er nú, og þá ekki síður í Canada en annars staðar, væri alveg ófært, eins og flestir munu kannast við, og það þyrfti að gerhreyt- ast. Meðan vér hlustuðum á ræðu Mr. Woods- worths, gátum vér ekki varist þeirri hugsun, að það væri alls ekki ljóst fyrir honum, hverj- ar þær breytingar væru, sem gera þyrfti og sem gera mundu þjóðina sæla. Þar á móti tók hann það fram, að hann vildi ekki koma á þeim gerbreytingum, sem gera þurfi, með ofbeldi og blóðsúthellingum, eins og Eússar hefðu gert. Hann vildi gera það alt á frið- samíegan hátt — reyna það að minsta kosti. Oss skildist, að eigi Mr. Woodsworth með nokkru móti að geta vænst þess, að hinn nýi stjórnmálaflokkur hans, svo sundurleitur sem hann er, fari sigurför um þetta land, þá verði hann að skýra stefnu hans og sýna fram á yfirburða kosti hennar, miklu betur en hann gerði í Walker leikhúsinu um daginm Skiftiverzlun við Rúss- land. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að til orða hefði komið, að Rússland keypti 100,000 nautgripi í Canada og einnig niikið af ógörfuðum húðum, og borgaði með olíu að mestu leyti, en þó að nokkru leyti með kolum. Það sýnist engum vafa bundið, að Rússar séu til þess búnir, að gera þessi viðskifti við Canada, enda er víst enginn efi á því, að þeir þurfa á nautgripum að halda, bæði mjólkurkúm og sláturgripum, en hafa hins- vegar mikið af olíu til útflutnings og sömu- leiðis kol, og það kol, sem Canada hefir ekki, en kaupir frá öðrum löndum. Hinsvegar er öllum kunnugt, að Canada fljdur inn afar- mikið af olíu hvort sem er, og gæti því vel staðið sig við, að taka við þeirri olíu, sem þannig kæmi frá Rússlandi. Það yrði ekki nema lítill hluti þeirrar olíu, sem Canada flytur inn árlega, þó Rússar borguðu fyrir alla nautgripina, sem þeir vilja kaupa frá Canada, með olíu og fyrir húðimar líka. Enda hefir alt af verið gert ráð fvrir því, að langmestur hluti greiðslunnar yrði í olíu, en aðeins tiltölulega lítill hluti hennar í kolum. Nú sem stendur eru nautgripir í afar lágu verði í Canada, svo lágu, að það er ekki líf- vænleg atvinna fyrir bændur eða hjarðmenn, að ala þá upp. Gripahúðir mega heita verð- lausar, naumast seljanlegar fyrir nokkurt verð. Það er því ekkert undaríegt, þó bænd- urnir í Canada, og reyndar allir aðrir líka, leggi eyrun við þeirri frétt, að kostur sé á að selja hundrað þúsund nautgripi, svo að segja í einu, og fá fyrir þá miklu hærra verð, heldur en núverandi gangverð, og sömuleið- is mikið af húðum. Ef þessi viðskifti næðu fram að ganga, mundu bændurnir í Canada, á skömmum tíma, fá sjö miljónir dala, $5,000,000 fyrir gripi og $2,000,000 fyrir húðir. Þetta eru miklir peningar og það eru ekki bændurnir einir, sem hefðu hag af þes-su, því þeir mundu áreiðanlega nota peningana til að kaupa nauðsynjar sínar fyrir þá og þar með auka viðskiftin að miklum mun. Þar að auki mundu flutning.sfélögin og fjöldi manna hafa mikla atvinnu af þessu. ílinnig eru all- ar líkur til, að ef þessi viðskifti næðu fram að ganga, þá mundi verð á nautgripum og húðum, hækka töluvert hér í Canada, og hafa þeir, sem gripi og húðir hafa að selja, fulla þörf fyrir verðhækkun. Eins og áður er sagt, þá er síður en svo, að nokkurn þurfi að furða, þó þessu tækifæri til aukinna og áíbatasamari viðskifta, sé mikill gaumur gefinn hér innanlands. Menn hugsa eðlilega um þetta á alla vegu og reyna að gera sér greiu fyrir, hvort þessi viðskifti séu í raun og veru möguleg, fyrst og fremst, oig livert þau séu eins ábatasöm, eins og þau sýn- ast vera. Það er eftirtektavert, að strax þeg- ar þau komu til mála, tóku íhaldsblöðin, sem sambandssjóniina styðja, til að tala um þetta mál með háði og hinni mestu óvirðingu. Þau töluðu um þetta á þá leið, að hér væri bara um fjarstæðu að ræða, sem ekki gæti átt sér nokkurn stað og með engu móti komið til greina. Það var ekkert tillit takandi til þess, þó Canada ætti hér kost á, að auka viðskifti sín'við útlönd, svo miljónum dala skifti og um þessi viðskifti talað, eins og þau næðu ekki nokkurri átt. Þær mótbárur, sem enn hafa komið fram, virðast þó heldur veiga- litlar. Miklu meira af stóryrðum og háði, heldur en röksemdum. En svd getur vel ver- ið, að sum af þessum íhaldsblöðum trúi því, að eitthvað hljóti að vera við þéssi viðskifti, sem geri þau ófær, vegna þess að hugmvndin hefir ekki komið frá stjórninni í Ottawa, en almenningur, og þar á meðal bændurnir í Vestur-Canada, munu ekki telja liana lakari fyrir það. En stjórnin sjálf er algerlega þögul um þetta mál, enn sem komið er. Það er óhugs- andi að stjórnin hugsi ekkert um það, eða geri ekkert úr því, hvort bændurnir í Canada geta selt hundrað þúsund nautgripi út úr landinu, fvrir sæmilegt verð, eða hvort þeir geta það ekki. Slíkt getur maður ekki ætlað stjórninni. Við slíku getur maður aldrei bú- ist og allra sízt nú, þegar viðskifti Canada við aðrar þjóðir, fara alt af þverrandi, en þjóðinni ríður lífið á auknum viðskiftum. Hefði þessi viðskifti milli Canada og Rúss- lands, verið eins fráleit og ómöguleg, eins og íhaldsblöðin hafa látið, þá mundi stjórnin vafalaust hafa kveðið upp með það nú fyrir löngu. Blöðin sögðu, hvað eftir annað, að Mr. Bennett adlaði að gefa út einhverja yf- irlýsingu þessu máli viðvíkjandi. Sú yfir- lýsing, eða tilkvnning, er ókomin enn. Dálítill dráttur á málinu getur þó verið vel afsakan- legur. Stjórnin þarf að kynna sér málið vandlega, áður' en hún veitir því fylgi, eða drep- ur það með öllu. Hér er um svo þýðingarmik- ið mál að ræða, að sjálfsagt virð'ist, að stjórnin veiti því fylgi, nema því að eins, að eitthvað það sé í veginum, sem gerir þessi viðskifti með öllu ómöguleg. Ekkert slíkt hefir komið í ljós, enn sem komið er. Leiðrétting Það er eitt af því leiðinlegasta, sem eg sé í blöðum, þegar menn skrifa fyrst efnislitla grein, eða fánýtan fréttapistil, og senda svo strax i næsta blaði leiðréttingu. Það er eins og Stephan sa'gði: “Lítið að tæta í minna, og alt af úr þunnu að þynna”. En nú finst mér þó að eg vera nauðbeygður til að leika þessa list. Eg skrifaði í Lögberg, næst seinasta blað, eða 18. jan., frá- sögn af draumórum mínum, sem eg kallaði: Sálina dreymir. Eitt blað hefir glatast úr handriti mínu, og verður draumurinn því á parti óskiljanlegur. Hafi nú einstöku maður gaman af draumn- um, þá þarf eg nauðsynlega að bæta úr þessu, eftir því sem eg bezt get. Eg gat þess, að sýnin, sem fyrir mig bar á fluginu yfir vatninu, smáeyddist og hvarf, en þá varð mér litið á fjallshlíðina til hægri hliðar við mig, og þótti fegurðin svo yfirgnæfandi, að mig langaði til að koma þar. Strax var eg kominn upp á ströndina, og þóttist sanda á vatnsbakkanum. Það fyrsta, sem vakti athygli mitt, var það, að engin fjara var umhverf- is vatnið, grasið og blómakrún- urnar spegluðust í vatninu fast upp við bakkann. Jafnbreið og rennslétt harðvellisgrund sýndist vera alt umhverfis vatnið upp að fjallsrótunum, en þá var eins og fjallshlíðinni væri skift niður í jafna bekki, þannig, að annar bekkurinn var jafnbreitt skógar- belti frá rótum fjallsins upp á brún þess, en hinn bekkurinn var blómgróinn grasgeiri upp og ofan alla hlíðina, og lækur rann eftir æiðjum grasgeiranum, og talsvert hár foss var í læknum, þar sem hann fqll fram af fjallsbrúnini, og var til að sjá sem þar héngi hvítur dúkur. Mig langaði til að koma nær, og leið eg þá yfir sléttu grundina við vatnið upp að rótum fjallsins og stóð þá kyr við lækinn neðst í grasgeiranum, o!g sá eg þá skýrt alla leið upp á fjallsbrúnina. Sá eg að tvær bergkonur stóðu við fjal'Isbrúnina, sín hvoru megin við fossinn og litu þær út eins og berg- konan, sem séra Knútur talar um á Ásbyrigisveggnum. Yfir fossinum var talsvert hár, marglitur bogi og líktist hann friðarboga. Á honum stóð með stóru, skýru letri: Lof- 'gjörðar og þakklætis hátíð. Und- ir miðjum boganum stóð Kristur í ljósgeislahökli. Alt í einu héldu bergkonurnar á stórum, fannhvít- um ljósflöggum, sem hölluðust frá hægri til vinstri, og frá vinstri til hægri hliðar, svo að geislabreiðan af flöggunum krosslagðist dálítið fyrir neðan fossinn. Lýsti þá hægra flaggið alla graskinnina niður að fjallsrótum vinstra meg- in við lækinn, og vinstra flaggið á sama hátt hægra megin við læk- inn. Þar sem geislabreiðurnar krosslögðust neðan við fossinn, var stór Ijósskjöldur, og á honum stóð með skýru letri: Steinarnir tala. Um leið og þessu ljósi af flöggunum brá á grasgeirann all- an sá eg að ótölulegur fjöldi af fólki var þarna saman kominn, alt frá því er eg stóð og upp á fjallsbrún. Þetta mun þá vera, með eitt- hvað breyttum stýl að öllum lík- indum, það sem fallið hefir burt úr frásögn minni: Sálina dreymir, í fyrnefndu Lögber!gsblaði, og bið eg hér með velvirðingar á því. Hitt þarf naumast að minnast á, að engillinn með hvíta höfðinu, sem svo er að orði komist í á- minstri frásögn er auðvitað hlægi- leg skakkskæla, líklega mér að kenna, sem ekki sé hvað gjörist, þó eg grípi skakka hyllu á ritvél- inni. Þessa leiðrétting bið eg þíg, herra ritstjóri að láta koma út í næsta blaði þínu. Með vinsemd og virðingu. Fr. Guðmundsson. Sigorður Thordarson I have received three songs for soprano or tenor, with piano ac- companiment from Sigurður Thordarson, the talented com- poser and conductor of the “Karlakór Reykjavíkur”. The first song “Hlíðin” is wel>l written, melodious and ryth- mical. Some singers might ob- ject to the frequent appearance of an undesirable vowel in the Icelandic text, for instance, the final cadence. The German translation is better in that re- Tespect. The second song, “Stjarna er stjörnu fegri”, is a graceful movement in 6/8 time, based on simple harmony. It is written in the style of the English Carol. It shouCd become popular in our Christmas services as a solo, and even more so in unison performed by a chorus of young peop'le. The third song is a most charm- ing Cradle Song. It shows fine, artistic judg- ment, combining simplicity with refinement and tenderness. From theoretical and emotional stand- point, this is one of the most satisfactory Cradle songs set to an Icelandic text. It should be in- cluded in every sin'ger’s reper- toire. I have also received a suite of five compositions for the piano. We are forced by tradition and necessity to use nothing but Bach’s Little Preludes and In- ventions as a preparation for the “Well Tempered Clavichord”. Here is something new. A Prelude and Fugue in G flat major, and short Fugue in C minor, written in the conventional form. They are of medium difficulty, musically and technically in test- ing. They will appeal to any student for the piano who is look- ing for novelty along the lines of polyphonic playing. The other numbers are, a short and pleasing Scherzo and Even- ing Song. These pieces are melodius and natural, avoiding extreme mod- ernism in harmony and form. Judging from these two suites op. 1 and op. 2, we may look for some interestinlg work from Mr. Thordarson in the future. This music is on sale by O. S. Thorgeirsson, 674 Sarlgent Ave. The three songs together at 50c. and the piano pieces the same price. S. K. Hall. Ný <<VoröId,, mynduð Á laugardaginn, þ. 21. þ.m., kl. 5.30 e. h., lögðu fjórir stórstúku- embættismenn á stað með lestinni til Árborg, og þar var þeim mætt af St. G.U.T., bróður Gíslason, sem hafði pantað þá að koma of- an eftir þetta kveld. Þar var einn- ig séra Sig. Ólafsson og Andrés Eiríksson, með öðrum meðlimum Árborgar stúkunnar. Gestunum var öllum komið fyrir á ágætum heimilum. Næsta dag, kl. 2 e. h., komu all- ir saman í G.T. húsinu. Þar hafði verið boðaður opinn bindindis- fundur fyrir alla. Og þar kom margt fólk saman, bæði ungt og gamalt. Fundur var settur kl. 2, af æðsta templar stúkunnar Árborg, Bro. Jóhannesson, sem talaði nokkur orð til áheyrenda. Fyrst var stórtemplar boðið að koma fram og segja nokkur orð; næst Jíom frm St. G. U. T„ Bro. I. H. Gíslason, og hann talaði til barn- anna, sem þar voru komin sam- an, því hann ætlaði að stofna t meir en prlBjung aldar hafa Dodd’* Kidney Pills veriB viBurkendar rétta meBaliB viB bakverk, gigt, þvagteppu og mðrgum fleiri sjúkdðmum. Fftat hjft öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eBa sex öskjur fyrir $2.60, eBa beint frft. The Dodd’s Medipine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. barnastúku. Hann bað öll börnin að kóma aftur í herbergi, sem er á bak við samkomusalinn, og eins bað hann allar mæður, sem vildu vera með börnum sínum, að koma líka. Fjörutíu og átta böm og sjö konur komu. Síðan bað hann gæzlukonurnar tvær, systurnar Mrs. I. H. Gíslason og Mrs. Sig- urður Ólafsson að fylgjast með, o!g stórtemplar og stórdróttseta. til að hjálpa sér að stofna stúk- una, sem var gefið nafnið “Vor- öld” nr. 15. Svo fór fram stofnun- in og embættismanna kosning og þessir voru settir embætti af stórtemplar A. S. Bardal. F.Æ.T.: Systir S. Oddleifsson. Æ. T.: Bro. Einar Einarsson. V. T.: Systir Jónína Brandson. R.: Bro. Joe Sölvason. A.R.: Syst. Kristín Halldórsson F.R.: Bro. Ingvar Guðmundson. Gjk.: Bro. Andrés Erlendsson. Kap.: Syst. Þórdís Sigvaldason. Dr.: Syst. iThorey Oddleifsson. A.D.: Syst. Olive Oddleifsson. V.: Bro. William Oddleifsson. Ú.V.: Bro. Björn Eyjólfsson. —Næsti fundur kl. 2 e. h. 29. jan. Á meðan verið var að stofna barnastúkuna, héldu þessir ræð- ur í salnum: Jón Oddleifsson, Guðmundur Bjarnason og Guðjón H. Hjaltalín með kvæði; þeir komu allir frá Winnipeg; séra S. Olafsson, B. Sigvaldason, Sigur- mundi Sigurðsson og f'leiri, sem eg veit ekki nöfn á, því e!g var bundinn við stofnunina . Öllu þessu fólki þakka eg af öllu hjarta fyriy alt það gott, sem þeir og þær lögðu til þess að gjöra þessa stund eina þá allra skemtilegustu, sem eg hefi lifað í þessu landi, og með þakklæti fyr- ir viðtökurnar. A. S. B. Frá Islandi Vík í Mýrdal, 21. des. Þýzkur botnvörpungur, Alex- ander Rabe frá Wesermunde, strandaði í morgun á Fljótafjöru í Meðallandi. Skipverjar, 12 að tölu, björguðust allir með aðstoð manna úr landi. — Vísir. Gunnólfsvík, 7. des. Að kveldi hins 22. f. m. skall hér á norðan stórhríð, sú fyrsta á vetrinum, og hélzt í nær þrjú dægur. Fannkoman var mikil og afskaplegt rok. Daginn fyrir veðrið stóð loftvog mjög illa og veðurspáin hafði frá því kveldinu áður 'stöðugt varað menn við vondu veðri. En þrátt fyrir þetta var þó fé víða óvíst. Fenti og all- margt fé á ýmsum bæjum í veðr- inu og urðu víða smá fjárskaðar. Þó hvergi nærri svo miklir, sem við mátti búast, eftir slíkt aftaka- veður.— Alt að þessum tíma hafa menn verið að smáfinna féð, sem fent hafði, ýmist dautt eða lif- andi. Annað óveður skall hér á þ. 2. þ. m. Það Var norðaustan rok með bleytu-stórhríð. í þessu veðri urðu hér afar miklar símabilanir. Fjöldi staura brotnaði og 'línur slitnuðu niður á löngum svæðum. Að undanförnu hefir stöðugt verið unnið að því að 'gera við bilanirnar en samt eru næstu símastöðvar ekki komnar í sam- band enn. — Flestir hafa nú orðið að taka lömb og hesta í hús og sumir hafa nú þegar tekið ær á gjöf.—Vísir

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.