Lögberg - 16.02.1933, Side 1
46. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1933
NÚMER7
Hundrað ára
í haust sein leið var manni á islandi halcliÖ hundr-
að ára afmæli. ÞaÖ er auðvitaÖ ekki eins dæmi; fá-
einar manneskjur ná þeim aldri, en þær eru þá flest-
aiJ orðnar karlægar, blindar eða heyrnarlausar —
stundum alt til samans.
Því var öðru vísi varið með þennan mann; hann
var tiltölulega frár á fæti og naut bæði sjónar og
heyrnar. Kona í Argylebygð sendi honum eftirfar-
andi visur við þetta tækifæri; hann er afi hennar:
Heiðri þínum halda vörð
hundrað ár að baki þínu.
Upp á jökla, fram á f jörð
flytur lífið þakkargjörð;
faðminn breiðir fósturjörð
friðsæl móti barni sinu.
Heiðri þínum halda vörð
hundrað ár að baki þínu.
Héðan siglir heim til þín
hlaðið skip úr f jarlægðinni:
flytur hlýjan hug til þ.ín,
heitan, langan koss til þín,
hundraðfalda þökk til þin
—þú varst trúr á vegferðinni—
Héðan siglir heim til þín
hlaðið skip úr f jarlægðinni.
Eftir langan dýrðardag
drottinn blessi kveldstund þína,
geislum vermi hug og hag,
hjartað fylli gleðibrag;
signi lífs þíns sólarlag,
sigurteikn þar láti skína.
Eftir langan dýrðardag
drottinn blessi kveldstund þína.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Bústaður Arnkels goða
Rannsókn á Bólstað
Arnkell goði, sonur Þórólfs bægi-
fóts bjó á Bólstað við ATaðilshöfða.
“Hann var manna mestr ok sterk-
astr, lagamaður mikill ok forvitri.
Hann var góðr drengr, ok umfram
alla menn aðra þar í sveit at vin-
sældum ok harðfengi, hann var ok
hofgoði ok átti marga þingmenn,”
segir í Eyrbyggja sögu þar sem hún
kynnir Arnkel fyrst. Og af allri
sögunni sést' það, að þetta eru sann-
' mæli um 'hann. Hinn sami er orðstír
hans þegar þeir Snorri goði vega
hann á Örlygsstöðum. Eftirmæli
sögunnar eru á þessa leið: “Var
hann öllum mönnum mjök harm-
dauði, því at hann hefir verið allra
manna best at sér um alla hluti í
fornum sið, ok manna vitrastr, vel
skapi farinn, hjartaprúðr, ok hverj-
um manni djarfari, einarðr ok all-
vel stiltr; hafði hann ok jafnan enn
hærra hlut í málaferlum, við hverja
er skifta var, fekk hann af því öU
undsamt, sem nú kom fram.”
Höfðingskapur Arnkels kemur
meðal annars fram í því, að þá er
Þórarinn svarti í Mávahlíð hafði
vegið Þorbjörn digra á Fróðá, mág
Snorra goða, sagði Arnkell það sitt
ráð að þeir sæti allir á Bólstað um
veturinn og varð það að ráði, að
Þórarinn og félagar hans voru þar
vetrarlangt og stundum einnig Ver-
mundur mjóvi í Bjarnarhöfn með
sina menn. Um stefnudaga kom
Snorri goði þangað með 80 manna,
en svo margir voru fyrir að þeir
treystust að leggja til bardaga við
hann. Þess er enn fremur getið þá
er Þórólfur bægifótur tók að ganga
aftur og hafði eytt alla bæi á Þórs-
árdal, þá bauð Arnkell “öllum til
sin, er þat þótti vildara en vera ann-
ars staðar.” Má af þessu marka, að
húsakynni hafa verið mikil á Ból-
stað.
Ankell goði fell um 993 og fám
árum síðar lagðíst Bólstaður í eyði,
vegna afturgangna Þórólfs bægi-
fóts. Síðan hefir þar ekki verið
bygð og hefir fornfræðingum því
lengi leikið hugur á aS rannsaka
bæjarrústirnar þar, því að þær
mundu gefa góða hugmynd um
húsaskipun á höfðingjasetrum hér á
söguöldinni.
Árið x88r kemur Sigurður Vig-
fússon á Bólstað. Segir hann að þar
sjáist glögt fyrir tótt, sem sé 55—
60 fet á lengd og hér um bil 26 fet
á breidd, en verið geti að þessari
tótt hafi verið deilt í sundur, og
fyrir útbyggingu sjáist úr henni
öðru megin. Skamt fyrir framan
þessa tóft sé önnur tóft, jafnvel
töluvert stærri, en nokkuð óglöggv-
ari svo að hún verði ekki mæld;
“fleiri tóttir eru þar, sem sjá má
fyrir vist, en þeim er þann veg far-
ið að ekki verður með vissu sagt
mál á þeim; tóttirnar snúa í norður
og suður, eða nær því; þar hefir
verið mikið og slétt tún. Hin mesta
nauðsyn væri að grafa upp tóttir
þessar, þar sem maður veit svo glögt
aldúr þeirra; myndi hér nxega finna
forna húsaskipun.”
Ekki gat Sigurður þó komið því
við að rannsaka þær; kveðst hafa
haft nauman tíma, og svo hafi alt
verið þar fult af klaka.
Aftur kemur Sigurður þangað í
ágúst 1889. Ekki gróf hann þó upp
rústirnar, en lýsir þeim aftur á svip-
aðan hátt og áður, en segir nú, að
10 faðma beint upp undan minni
tóttinni sé upphækkun, auðsjáanlega
mannvirki, en þar varði ekki tótta-
lögun greind. — Lengdin á þessari
upphækkun sé 92 fet, að því er mælt
verði, en breiddin verði með engu
móti mæld; mætti ætla að hún hefði
verið alt að 30 fet. Ofar á grund-
unum sjáist ekki votta fyrir neinum
tóttum.
Árið 1896 kemur Brynjólfur
Jónsson frá Minna-Núpi á Bólstað.
Hann lýsir landslagi svo.
“Þar senx Úlfarsfellsá rennur út
í Alftafjörð, hefir hún fylt af ár-
burði allstóra vík, sem verið hefir
milli Úlfarsfells og Vaðilshöfða;
hefir þar myndast landauki (aur-
land, “delta”), sem hefir gróið upp
og verið orðið byggilegt þá er land-
ið bygðist. Þar er flatlendi, dálítið
bunguvaxtið, eins og aurlönd oftast
eru, og hallar því ofan að sjónum.
Uppgrónir farvegir eftir ána sjást
þar hér og hvar; en flestir munu
þeir eldri en síðan landið bygðist.
Síðan mun áin jafnaðarlega hafa
runnið við annan hvorn jaðar aur-
landsins. Bærinn Bólstaður hefir
staðið á þessu aurlándi. Rústirnar
eru ofan til á miðri bungunni. Eru
tvær þeirra auðsæastar, og þó eigi
glöggar; önnur þeirra, sú er ofar er,
iitur út fyrir að vera bæjarrústin,
en hin neðri gæti verið fjóss eða
hlöðurúst. \ ottur sést þar fleiri
rústa. Eigi hreyfði eg við rústum
þessum.”
Aftur kemur Brynjólfur þangað
1899 og gerði þá uppdrátt að staðn-
um. Niður við sjóinn, um 70 faðma
frá bænum, er Arnkels-haugur, og
var Úlfarsfellsá þá farin að brjóta
hann og eins sjávargangur. Segir
Brynjólfur nú, að ekki sjáist aðrar
rústir á landinu en af bæjarhúsun-
um tveimur, en hugsanlegt að fleiri
hafi verið áður, því að áin muni ein-
hvern tinxa hafa runnið urn norður-
hluta aurlandsins og brotið þar jarð-
veg af, en er síðan hafi raunar gróið
upp aftur, en sé þunnur og nýlegur.
Geti því verið að tóttir hafi horfið
þar. Brynjólfur kannaði rústirnar
með stálstaf, en gat hvergi íundið
grjót, enda er byggingargrjót í aur-
lendinu.
Rannsókn Matthíasar Þórðarsonar
í fyrra swnar
—í júlimánuði í fyrra sumar gróf
Matthías Þórðarson þjóðminjavörð-
ur í bæjarrústirnar á Bólstað. Hafa
húsin verið tvö, 'eins og þeir Sigurð-
ur og Brynjólfur segja. Byrjað var
á nyrðra húsinu. Var þar jarðvegur
V2—meter niður á gólf hússins.
Öskudrefjar og kolamylsna báru
vott um það, hvar gólfið hefði ver-
ið, en gólfskán var uppleyst og ekki
glögg. Þarna voru í rauninni þrjú
hús, tvö, er sneru stöfnunum sam-
an, og hið þriðja útbygging (soð-
hús). Syðri hluti hússins var 7x3
metrar að innanmáli. Grjót var
nokkuð við vesturhlið, en við aust-
urhlið innarlega var eldstæði út við
vegg. Var þar mikil aska og flatar
hellur á gólfinu umhverfis. Stoð-
arsteinar fundust, og við suðurgafl
allmikil grjóthrúga. Hefir grjót
það sennilega hrunið úr gaflinum.
Á miðju gólfi var eldstæði; tvær
hellur og mynduðu ferhyrning,
70x40 cm. að stærð. Voru þar
miklar leifar ösku og eimyrju á
gólfhellum og umhverfis þær, en frá
báðum þessum eldstæðum hafði
aska og kolamylsna borist um alt
gólfið. Eldstæðið á miðju gólfi hef-
ir verið fyrir langeld, og fanst annar
umbúnaður eldri þar undir.
Á veggnunx milli húsanna höfðu
verið dyr og útidyr sunnan við þver-
vegginn. Var helluröð milli dyr-
anna og í útganginum og náði um
3 metra fram á hlað.
í norðurhluta hússins hefir gólf
verið 20-22 cm. lægra en í suður-
endanum og þrep í dyrunum. Þver-
veggurinn hefir verið um 1 meter á
þykt, en dálítið skot í norðurhlið
hans og var þar mikil aska. Við
austurvegg í norðurhúsinu hafði
verið eldstæði, en úti á gólfinu þar
andspænis gegnt dyrunum á þver-
veggnum, hafði verið aðal-eldstæðið
i þessu lnisi. Voru þar 3 stnáhellur
reistar á rönd og mynduðu hlóð.
Húsið hefir ekki verið jafnbreitt, 3
metrar við þvervegg, en breikkar svo
(Framh. á bls. 5)
Meira hveiti flutt út
Nýútkomnar hagskýrslur sýna, að
frá 1. ágúst 1932 til þessa tírna hefir
hveiti, sem flutt hefir verið frá Can-
ada til annara landa numið 135-424,-
542 mælum, en á sama tíma í fyrra
var það sem út var flutt af hveiti
ekki nema 80,831,477. Hefir Can-
ada á þessu tímabili flutt út meira
hveiti heldur en nokkurt annað land.
Útflutningur hveitis frá Bandaríkj-
um er meir en helmingi minni á
þessu tímabili heldur en hann var i
fyrj-a.
Minni tekjuskattur
Á almanaksárinu 1932 var tekju-
skattur sá er einstakir menn og félög
í Bandaríkjunum borguðu til
stjórnarinnar $784,617,096.01, en
árið áður nam hann $1,368,-
035,467.15 og varð . þessi skatt-
ur því $583,418,371.15 minni árið
1932 heldur en árið 1931.
Ekkert að gera eftir
fimtugt
Á sunnudaginn var flutti A. W.
Putter erindi i Únítarakirkjunni
ensku hér í borginni. Var hann einu
sinni sambandsþingmaður og hefir
um langt skeið verið mikið við
verkamannasamtök riðinn i Winni-
peg. Aðalefnið í ræðu hans, var það,
eftir því sem Free Press skýrir frá,
að enginn ætti að vinna, eða afla f jár
eftir að hann væri fimtugur að aldri.
Vill hann að með lögum sé bannað,
að nokkur rnaður, sem eldri er en
fimtugur, sé að fást við nokkuð
það, sem vinna má kallast. “Látum
yngra fólkið vinna og sjá um eldra
fólkið og taka á sig ábyrgðina af at-
vinnumálum heimsins.” En Mr.
Puttee gat ekki um það, hvað gaml-
ir menn ættu að vera, þegar þeir
byrjuðu að vinna, en sjálfsagt verð-
ur líka að ákveða það með lögum.
Virðist þessi tillaga ganga nokkuð
langt í átt athafnaleysis.
Manntjón af eldsvoða
Hinn 8. þ. m. brann gistihús i
Tisdale, Sask. Létu þar sjö mann-
eskjur lífið, brunnu inni, og fimm
aðrar meiddust meira og minna. Var
þetta snemma um morgun og margir
af þeim sem í húsinu voru, ekki
komnir á fætur. Brann húsið á mjög
stuttum tíma. Það fólk, sem inni
brann var eigandi gistihússins Mrs.
C. Couture og þrjár dætur hennar
og stúlka sem vann þar og tveir
menn, sem þar voru gestkomandi.
Banfield Block Brunnin
Á þriðjudagskveldið í vikunni sem
leið brann Banfield byggingin, að
492 Main Street hér í borginni og
brann þar inni mikið af húsmunum.
Var þessi bygging með elstu stór-
byggingum í borginni, byg'ð 1885.
Rak J. A. Banfield húsgagnafélagið
þar verslun um langt skeið og mörg
síðari árin var Mr. S. W. Melsted
þar verslunarstjóri. Um næst síðast-
liðin áramót hætti sú verslun og hef-
ir T. Lesk húsgagnafélagið rekið
þar verslun síðan.
Eldiviðarleysi
Vegna hinna miklu og stöðugu
kulda, sem gengið hafa að undan-
förnu, hefir eldiviður gengið upp
fljótar en vanalega og fljótar en
menn hafa búist við. Hefir því á
einstaka stað komið að þvi, að ekki
hefir verið nægilegur eldiviður fyrir
hendi. Fluttu blöðin þá frétt á
laugardaginn, að í Regina, Sask.
væri þar þá svo lítið um kol, að
borgarstjórinn hefði skipað svo fyrir
að loka skólum um tíma, eða þang-
að til úr þessu rættist, og eins hefði
hann skorað á hlutaðeigendur að
loka kirkjum um helgina síðustu,
hvorttveggja til að spara eldiviðinn.
Sjálfsagt stendur ekki lengi á þvi,
að koma nógunx kolurn til Regina.
Fréttir frá Betel
Ein kona hefir andast hér nýlega,
Mrs. Guðrún Einarsson, er lézt þ.
18 janúar s. 1. Likið flutt til Kanda-
har, Sask., og fór jarðarförin fram
þar.
Bæzt hafa í hópinn, fyrir nokkru
síðan, Mrs. Guðfinna Bergsson, frá
Árborg og síðar þau Mrs. Jakobína
Helgason og Guðmundur Nordal,
bæði áður hér í bæ. Nýkomin eru
aftur þau Mr. og Mrs. Sigurjón
Lyngholt, er burtu hurfu héðan síð-
astliðið haust. Komu alkomin aft-
ur siðastliðið laugardagskvöld.—
Sem kunnugt er létu þær Mrs.
Hinriksson og Miss. Júlíus af störf-
um sínum sem ráðskonur á Betel
frá þ. 1. nóv. s. 1. Höfðu þær verið
við þessi störf sín á Betel frá byrj-
un stofnunarinnar og jafnan getið
sér hinn bezta orðstír, eins og getið
hefir verið urn árlega í §kýrlsum
stjórnarnefndar stofnunarinnar, sem
lagðar hafa verið frarn á hverju
kirkjuþingi.—
Miss Júlíus er nú til heimilis hjá
frændfólki sínu i Winnipeg, en Mrs.
Hinriksson er hér enn og verður
væntanlega áfram.
Við störfum Miss Júlíus, að líta
eftir herbergjum garnla fólksins og
hjúkra því og hlynna að sem bezt
að verður, tók Mrs. Jóhanna Norð-
dal, frá Árborg; en við yfirumsjón
matreiðslu tók Miss Guðbjörg
Sveinsson. Er hún sögð lærð mat-
reiðslukona og mjög vel að sér í
þeirri grein. Eru þessar báðar að-
stoðar ráðskonur á Betel, og tóku
við störfum sínum um sama leyti
og hinar fóru frá.—
Aðal ráðskona á Betel er nú Miss
Inga Johnson. Hefir þess áður ver-
ið getið í Lögbergi. Tók hún við
starfi sínu þ. 9. janúar s. 1.
Þ. 2. febrúar s. 1. var mannfagn-
aður mikill að Betel. Þann dag kom
kvenfólkið hér í heimsókn til að
kynnast ráðskonunum nýju og einn-
ig til þess að minnast margra ára
góðs samstarfs með Mrs. Hinriks-
son. Miss Július höfðu kvenfélags-
konurnar, með virktum, kvatt þeg-
ar hún fór héðan. Höfðu kvenfé-
lagskonur boðið hóp af utanfélags-
konum í för þessa og var þarna stór
mannssöfnuður sanxan kominn.
Fyrst slóu aðkomukonur upp
stórveizlu með alls konar veitingum,
er þær kornu með með sér. Að því
búnu var komið saman i samkomu-
sal heimilisins, þar sem byrjað var
með þvi að syngja sálm og séra Jó-
hann Bjarnason las biblíukafla og
flutti bæn.
Eftir tilmælum forseta kvenfé-
lagsins, Mrs. H. Benson, flutti séra
Jóhann ávarpsorð frá félaginu til
Mrs. Hinriksson og einnig til ráðs-
kvennanna nýju. Mintist hann hins
merkilegaog ágæta starfs Mrs. Hin-
riksson í kvenfélaginu á liðnum ár-
um, um leið og hún hefði verið að
gegna sínum vandasömu störfum á
Betel. Bar fram þakkir kvenfélags-
ins fyrir þessa margra ára ágætu
samvinnu. Um aðstoðar ráðskon-
urnar nýju, þær Mrs. Nordal og
Miss Sveinsson, sagði ræðumaður,
að hann hefði fengið beztu hug-
myndir um störf þeirra og byggist
hann við að þær væru þegar búnar
að ná vinsældum heimilisfólksins.
Um Miss Ingu Johnson sagði hann,
sem alkunnugt er, að hún hefði al-
menningsorð fyrir að vera afbragðs
stúlka og hefði æfinlega leyst störf
sín af hendi með snild og prýði.
Mælti hann með því, að ráðskon-
urnar kyntust sem fyrst kvenfélag-
inu, er nú væri að segja þær vel-
kornnar í bygðarlagið, því það væri
eitthvert hið duglegasta félag er
hann hefði kynst, og hefði hann þó
kynst starfi margra duglegra kven-
félaga á liðnum árum í norðurbygð-
um Nýja íslands.
Að tölu þessari lokinni tóku þær
báðar til máls, Mrs. Hinriksson og
Miss Johnson. ' Þakkaði sú fyr-
nefnda rnargra ára ánægjulega við-
kynningu og samstarf, og öll þau
hlýju orð. sem fallið hefðu henni í
skaut fyr og siðar. En Miss John-
son þakkaði heimsóknina og þessar
fagnaðar viðtökur er henni og hinurn
ráðskonunum væru nú veittar.
Fóru þá heimakonur með ráðs-
konurnar nýju um mannþyrpinguna
og gerðu þær persónulega kunnug-
ar ölíum konum og stúlkum er í
heimsókninni voru.
\’ar þá slegið upp söng, sungnir
úrvalssöngvar íslenzkir, en Mrs. H.
Benson, organisti Gimli safnaðar,
lék á orgelið. Fáeinir karlmenn, er
til söngs kunna, voru þarna vi'ð-
staddir, þar á meðal Þórður ísf jörð,
fyrrum forseti safnaðarins hér, og
Daniel Hansson, er lengi var í
söngflokk Fyrsta lút. safnaðar. Var
sungið vel og fjörugt þar til þess-
ari ánægjulegu heimsókn var lokið,
er var nálægt kl. 5 e.h.
(Fréttarit. Logb.). v
Manitoba þingið
Það var sett á þriðjudaginn í
þessari viku, af fylkisstjóranum,
Hon. J. D. McGregor. Var það gert
með allri hinni ‘sörnu viðhöfn eins
og vanalega og engu minni. Er það
nítjánda kjörþing fylkisins, sem nú
kemur saman í fyrsta sinn. Eiga þar
nú sæti seytján þingmenn, sem ekki
voru þar á síðasta þingi, en kosningu
hlutu við hinar almennu fylkiskosn-
ingar, senx fram fóru í sumar. Er
stjórnarflokkurinn (frjálslvndi
flokkurinn og framsóknar flokkur-
inn) þar nú í yfirgnæfandi meiri-
lxluta. Hefir íhaldsflokkurinn að-
eins tíu þingmenn og verkamanna-
flokkurinn fimm. Frekari fréttir af
þinginu verða að bíða næsta blaðs.
Sparibanki
-Töluvert unxtal hefir verið um
hér i Winnipeg nú um tínxa, að
stofna nokkurs konar sparibanka
fvrir Winnipeg bæ, þar sem pening-
ar bæjarins væru höndlaðir fyrst og
fremst, en sem líka tæki við sparifé
almennings og borgaði þá væntan-
lega eitthvað lxærri rentur heldur en
bankarnir gera. Mun hugmyndin
vera sú, að hafa þennan sparibanka
eitthvað í likingu við fylkisbankann,
sem starfræktur var hér í nokkur ár,
en varð að hætta störfum fyrir ári
siðan, þó hann yrði ekki gjaldþrota
og allir fengju það, senx þeir áttu þar
inni. Bkkert er þetta nema umtal
ennþá og er sjálfsagt rétt eins lík-
legt, að ekkert verði úr þessu, en
ráðist Winnipeg í að stofna sinn eig-
in sparibanka, senx ýnxislegt sýnist
mæla með, þá er vonandi, að svo vel
verði um það fyrirtæki búið strax í
uppbafi, að þar verði ekki til einnar
nætur tjaldað.
Peter Veregin
Það gengur ekki eins greiðlega
eins og til var ætlast að koma hotjum
burt úr Canada, þessum leiðtoga
Doukahobor-anna hér í landi, sem
stjórnin telur nauðsynlegt að losna
við. Hann var fluttur alla leið frá
Saskatchewan til Halifax, eins fljótt
eins og hægt var að koma honum
með járnbraut og átti að koma hon-
unx þar á skip eins fljótt og auðið
væri. En_einir þrír vinir hans hér
að vestati urðu á undan járnbrautar-
lestinni til Halifax, með því að ferð-
ast með flugvélum alla leið. Hófu
þeir þar þegar baráttu gegn því, að
Verigin væri fluttur úr landi og
kröfðust þess, að mál hans væri
rannsakað og fullar sannanir færðar
fyrir því, að það væri lögum sam-
kvæmt, að'' banna honum landvist í
Canada. Stendur nú eitthvað i þessu
stappi, en væntanlega verður Verigin
að fara hvað sem vinir hans og fé-
lagar segja.