Lögberg - 16.02.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. FEBRÚAR, 1933.
BU. 9L
Sólskin
Sérstök deild í blaÖinu
Fyrir börn og unglinga
Örlög ráða
Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER.
Þau áttu við mikið ofurefli að etja. Vafa-
laust höfðu þorpararnir dregið að sér liðs-
auka frá skútunni. Og þegar þeir gerðu nú
árás á ný — í náittmyrkrinu — myndi það
óefað verða harðvítug árás og miskunnar-
laus. Belmont gat vel gert sér í hugarlund
heift þeirra og djöfullegt æði yfir því, áð
hann skyldi liafa leyft sér að bjóða þeirq
byrginn og \Talda þeim svo blóðugu tjóni og
miklu. Hann vissi einnig fullkomlega vel,
hvers þeir hefðu að vænta, er féllu lifandi
í hendur þorparanna. Það yrði langpín-
andi dauði í allra verstu mynd, er þeim gæti
hugkvæmst.
Belmont var alt þetta fyllilega ljóst, og
hann hugsaði um það með sárri gremju og
trega, að milli hans og manns þess, er lá við
hlið hans, var enginn minsti snefill af sam-
úð eða vináttu, ekki einu sinni kuningsskap-
ur né traust.
Inst í hjarta sínu liafði Belmont dýpstu
fyrírlitningu á Giles. Hann vissi vel, að
maðurinn var mjög lélegur náungi og hin
mesta bleyða.
Og á hinn bóginn hataði Giles Belmont
heitt og innilega, og jókst það hatur með
degi hverjum. Nú var það meira en nokkru
sinni áður. Hann hafði ekki gleymt því, er
hann hafði séð fara fram milli Belmonts og
Eílsu.
Stundirnar liðu hver á fætur annari og
enn þá lágu þeir í sömu stellingum og biðu.
Giles tók smám saman að verða vonbetri.
“Það hlýtur bráðum að fara að daga,”
hvíslaði hann, “þegar fer að birta, þá
• er . . . .”
Belmont þreif í handlegginn á honum.
Hann hafði heyrt, eða ímyndað sér, að hann
hefði heyrt eitthvað. Honum var auðvitað
ljóst, að þetta gat verið misheyrn. Það gat
vel hafa verið vindurinn, sem jókst ætíð rétt
undir morguninn, og var nú tekinn að ba>ra
pálmakrónurnar neðra í kjarrskóginum. í
næturkyrðinni heyrði hann vindþytinn alla
leið upp í skútann. Eff til vill hafði það ver-
ið brimniðurinn, sem vindurinn hafði borið
upp til þeirra. En hvað sem öllu þessu leið,
urðu þau að vera vör um sig og t.aka vel eftir
hverju hljóði.
“Hægan,” hvíslaði hann. “Hlustið vel
eftir! Verið tilbúinn að skjóta, undir eins
og eg hleypi af, ef — ef það reynist nauð-
synlegt. ’ ’
Hann hnipraði sig saman fyrir aftan liell-
nna og einblíndi út í myrkrið, en honum var
með öllu ómögulegt að grilla nokkuð. Nú
heyrði hann aftur eitthvert hljóð, og nú hefði
hann þorað að sverja, að eitthvað hefði
hreyft sig úti í klettaskorinni. Og þó gat
hann ekki verið hárviss um þetta, til þess
var hljóðið of dauft.
“Kling-klang!” Þar létu bjöllurnar til
sín heyra — örgrant og dauft aðvörunar-
hljóð, en samt nóg til þess, að á því lék eng-
inn vafi, að ræningjarnir voru á ferðinni.
— Belmont var nú eigi framar í neinum
vafa.
“Skjótið í brjósthæð,” hvíslaði hann.
Hann hleypti af rifflium og í sama vet-
fangi kvað við dauft hljóð utan úr gjótunni.
Giles skaut eins og óður væri eitthvað út
í bláinn. Það var eins 0g hann hefði alveg
gengið af göflunum.
“Hægan hægan!” sagði Belmont. “Spar-
ið skothylkin, engin blindskot! Skjótið eft-
ir hljóðinu, en stöðugt og rólega.”
Belmont skaut á ný — oftur og aftur. Skot
hans féllu reglulega og nákvæmt, svo ætla
mátti, að hann hefði skotið í ákveðið mark
í hvert sinn, en ekki — eins 0g það var þó í
raun og veru — að liann vissi alls ekki, livar
skotið lenti. Utan úr gjótunni kvTáðu við
hljóð og öskur, livert á fætur öðni, og básar,
hræðilegar raddir skvöldruðu og skræktu í
sífellu. Næturkyrðin \Tar á svipstundu rof-
hi af þessu hræðilega öskri, sem nísti mann
gegn um merg og bein og vísuðu kúlum Bel-
Wonts leiðina. Það var eins og Víti sjálft
hefði slept lausum öllum sínum árum
frammi í þröngri klettagjótunni.
“Hægan, hægan, maður!” skipaði Bel-
^ont, “í hamingjunnar bænum, bruðlið ekki
,neð skothylkin.”
Ræningjarnir voru lagðir á flótta. Þeir
ultu hver um annan þveran og yfir lík fé-
laga sinna af asanum og írafárinu, til þess
að forða sér undan skothríðinni, sem buldi
þeim utan úr myrkiúnu. Á meðan Belmont
heyrði nokkuð til þeirra, liélt hann áfram að
skjóta á eftir þeim, rólega 0g ákveðið eftir
svo nákvæmu miði, sem frekast var unt að
áætla. Hann sá ekkert frá sér, en hann heyrði
til þeirra og skaut eftir hljóðinu. Giles var
hættur að skjóta. Hann var búinn að skjóta
öllum skotunum úr rifflinum, og var nú að
hlaða hann á ný. Honum tókst það fremur
klaufalega, enda var hann órólegur og rnjög
skjálfhentur. En árásinni var vísað á bug,
og lék enginn vafi á því, að nú mundi vara
nokkur stund, áður en þeir kæmu aftur. Bel-
mont þeytti tómu skothylkjunum úr rifflin-
um og lilóð liann á ný, liratt og rólega.
“Þessu höfðu þeir víst ekki búist við,”
tautaði hann. Hann var gæddur alveg sér-
stöku rólyndi — eins og sá, er gefið hefir
upp alla von, en liefir ásett sér, að selja líf
sitt sem dýrustu verði.
“Það er enginn vafi á því, að þeir hafa
slitið bjöllurnar niður,” sagði liann. “Það
var ég líka viss um fyrir fram. Nú verðum
við að lilusta, enn þá betur en áður, því nú er
ekkert það, sem getur gert okkur aðvart.”
Sjóræningjarnir höfðu liörfað undan —
þ. e. a. s. þeir, sem voru svo sjálfbjarga, að
þeir gætu skreiðst á burt. Sumir hinna
særðu lágu enn þá úti í gjótunni og kveink-
uðu sér. Stunur Jieirra og kvein bárust inn
í klettaskútann.
Alt í einu fann Belmont, að komið var við
öxlina á honum.
“Það er eg — þér verðið að lofa mér að
vera hérna”, hvíslaði Elsa. “Eg held það
elcki út, að sitja einsömul þarna Inni. Lofið
mér að vera hérna hjá yður.”
“Jæja,” sagði hann stuttaralega. “Legg-
ist þér niður hérna! En munið að vera graf-
kyr Þér hafið vonandi skammbyssuna yð-
ar?”
“Já,” livíslaði hún.
“Það er gott. Leggist þér nú niður og
verið alveg róleg.”
Tíu mínútur liðu, stundarfjórðungur, og
óvinirnir létu ekkert á sér bæra. Dauðaþögn
ríkti á alla vegu.
“Þeir liafa gefist upp,” tautaði Giles.
Þeir hafa fengið nóg af svo góðu. Eg held
eflaust, að . . . .”
“Þeir hafa ekki gefist upp né hætt við
sóknina,” svaraði Belmont. “Það er til-
gangslaust að gera sér falskar vonir, og
það svarar aldrei kostnaði. En hlustið þið
nú á,” sagði hann hratt, “þeir hafa slitið
niður ‘vekjarann’ okkar, á því leikur enginn
vafi. Kfigumstæður okkar eru mjög illar og
hættulegar, úr því við höfum nú ekkert, sem
getur gert okkur aðvart. Það verður að lag-
færa það aftur. Eg er að hugsa um að reyna,
hvort eg muni geta hengt þær upp aftur.
Skiljið þér það, Ejsa” Hann sagði nafn
hennar svo eðlilega og innilega, að Giles beit
sama tönnunum í bræði sinni. Hve hættuleg-
ar sem krigumstæðumar voru, stakk af-
brýði hans samt altaf upp kollinum.
“Takið þér riffilinn minn á meðan,”
sagði Belmont við Elsu. “Það eru sex skot
í honum. Notið þau með varkámi og fyrir-
hyggju. ”
“En þér sjálfur, þá?” spurði hún kvíða-
full.
“Það skal eg segja yður. Eg ætla að læð-
ast út og reyna að koma “bjöllunum” upp
aftur. Ef til vill tekst mér það, ef til vill ekki.
-—Eg held að vísu, að það sé hægt,” sagði
hann. “Þér hafið riffilinn minn á meðan. Eg
skríð af stað eins flatur og frekast er unt, og
eg ligg alveg marflatur, meðan eg hagræði
“bjöllunum.” Þegar þér skjótið, verðið þér
að miða í brjósthæð. Sé hætta á ferðum,
hringi eg “bjöllunum.” Hafið þér skilið mig
—og þér líka, Effington lávarður?”
Það urraði eitthvað í Giles.
“Já, en,” sagði Elsa, “þetta er voðaleg
áhæbta fyrir yður. Þér megið ekki hætta yður
þangað aftur.”
“Eg verð að fara,” svaraði Belmont ró-
lega, og hann sagði þetta við Eisu. “Eg
vona, að þér hafið skilið fyrirskipanir mínar,
—það er alveg óvíst, að eg gefi yður fleiri
fyrirskipanir. En þá verðið þér og Effington
lávai’ður að ljúka bardaganum. Verið þér
nú alveg róleg og kyr!” Hann fékk henni
riffilinn, laut niður að henni og fann munn
hennar í myrkrinu, án þess að Giles hefði
nokkra hugmynd um það.
Og hvað var annars um það? Þetta var
skilnaðarkoss hans. Hann liugsaði sér þessa
stundina, að liann mundi aldrei framar fá að
s.já liana. Þetta var fyrsti koss þeirra, og
liann taldi alveg víst, að væri einnig sá síð-
astí. Ræningjarnir hö;fðu fengið liðsauka,
svo að nú var öll von úti.
“Standið hérna bak við klettinn og skjótið
í brjósthæð, ef eg geri aðvart með bjöllunum,”
sagði hann. “Vertu sæl!”
Þau heyrðu hann skríða hægt og gætilega
yfir varnargarðinn, og svo varð alt hljótt.—
Belmomt skreið áfram, þumlung eftir þuml-
ung, með hinni ítrustu varkárni. Hann áætl-
aði fjarlægðina nákvæmlega og komst að
Iþeirri niðurstöðu, að liann hlyti að vera kom-
inn fast að “vekjaranum”. Rétit á eftir rak
liann fingurna í ræmuna, er hann þreifaði
gætilega fyrir sér. Eins og hann hafði búist
við var ræman slitin niður öðru megin. Fyrsti
sjóræninginn, sqm skreið inn eftir gjótunni,
hlaut að hafa slitið hana niður. Hann þreifaði
fyrir sér og komst að því, að ræman var slitin
niður vinstra megin. Það var ekki langrar
stundar verk að bæta skaðann, svo framar-
lega sem hann yrði ekki truflaður í starfinu.
En alt í einu rann eins 0g ljós upp fyrir lion-
um, hvílíka hættu liann hefði stofnað sér í,
hættu, sem honum hafði alls ekki dottið í hug
áður. Þegar hann færi nú að hengja ræmuna
upp aftur, varð tæplega hjá því komist, að
einhver klukknanna tæki að hringja, og í sama
vetfangi myndu Giles og Elsa hef ja skotliríð-
ina, eins og hann hafði fyrir mælt. Þau
myndu halda, að þetta væri merki um liættu,
annaðhvort frá honum sjálfum eða frá óvin-
unum. Ilann ætti því heldur að snúa aftur og
aftala eitthvert annað merki við þau og biðja
þau að bíða með að skjóta, þangað til þau
heyrðu hann kalla. En hafði hann 'tíma til að
gera þetta? Mínúturnar, já, meira að segja,
sekúndurnar voru verðmætar. Hann 'ásetti
sér að halda áfram verkinu, og taka hættu
þeirri, er það lmfði í för með sér. Ef til vill
gat hann með ítrustu varkárni komist hjá því,
að nokkuð heyrðist í bjöllunum.
Hann þreifaði fyrir sér í myrkrinu, og loks-
ins itókst honum að ná í lausa endann á ræm-
unni. Það var, eins og hann hafði búist við,
að hún liafði slitnað frá hnífsskaftinu.
Hann þreifaði eftir hnífnum og fann hann.
Hann var kyr, þar sem hann hafði stungið
'honum.
Og nú hófst hættulegasti hluti starfsins.
Hann varð nú að toga í ræmuna og teygja
hana þvert yfir gjótunað og hið allra minsta
hljóð frá einhverri bjöllunni mundi valda á-
kafri skothríð á hann frá báðum hliðum.—
Óvinirnir öðru megin, vinirnir hinu megin.
Þetta var alt að því ókleift^jiU'nvel þótt hann
liefði séð til að gera það. Efrnú varð liann í
viðbót að gera þetta í kolniðamyrkri.
Þrátt fyrir þessa voðalegu áhættu hafði
Belmont aldrei verið rólegri og ákveðnari en
þessa sundina. Hann stóð uppréttur og tein-
beinn og þrýsti sér upp að klettinum. Vinstri
hönd hans hvíldi á lmífsskaftinu. Hann and-
aði djúpt að sér, laut niður mjög gætilega og
tók í lausa enda ræmunnar með hægri hendi.
Nú var um að gera! Hann lyfti ræmunni
afar liægt og gœtilega og dró hana að sér með
mestu varkárni. Hann var farinn að halda, að
þetta ætlaði að hepnast. Lykkjan, sem hann
ætlaði að smeygja ofan á hnífsskaftið, átti nú
aðeins fáeina ]>umlunga eftir að marki sínu
—en alt í einu varð hann þess var að ræman
var föst, og hann skildi óðara, hvað um var að
vera. Hún hafði krækst í einhversstaðar.
Honum varð þegar ljóst, liverju þetta gat
valdið, og svitinn spratt út á enni hans. Hann
blótaði nú heimsku sinni. Hann hefði fyrst
átt að gá að því, að yæman lægi laus. En það
hafði honum ekki dobtið í liug. Nú var ekki
að hugsa til að láta ræmuna síga á ný. Óðar
en bjöllurnar snertu grjótið, mundu þær ólijá-
kvæmilega gefa hljóð frá sér, og þá var liætt-
an vís, hvað lítið sem það væri. Hann varð því
að reyna, hvort hann gæti ekki losað ræmuna.
Iíann togaði gætilega í hana. Það var eins og
örlítið viðnám,—og svo losnaði ræman, en um
leið og strengdist á henni, heyrðist ör-grant,
en all-skýrt málmhljóð.
Belmornt fleygði sér flötum niður í sama
vetfangi, og um leið skall skothríðin á. Hann
lá eins marflatur 0g frekast var unt og beið.
Skotin smullu livert á fætur öðru, og héldu
áfram—heila eilífð, að lionum virtist, þó það
væri að líkindum aðeins örfáar sekúndur.
Kúlrnar hvinu yfir höfði hans. Ein þeirra
straukst við hnakkann á honum. Hann fann,
að hún skóf dálítið af liárinu, og það var
eins og glóandi járni liefði verið strokið um
blettinn. Seint og um síðir—slotaði skotliríð-'
nnni, og alt varð kyrt og hljótt á ný á báðar
hliðar. Það var eins og hvorugur aðili áttaði
sig á því, er gerst hafði.
(Framh.)
PROFESSIONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham ogr Kennedy Sts. Phone 21 834 — Offlce tlmar 2-3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Winnipeg, Manltoba Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábysrffilegir lyfsalar Fyrsta flokks afsrreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 067 H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur löofrœBinour Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043
DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Oífice tlmar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winnip^íg, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 645 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON lslenzkir löofrœOinoar 325 MAIN ST. (& öCru gölíl) Talslmi 97 621 Hafa einnig skrifstofur aO Lundar og Gimli og er þar aO hitta fyrsta miðvikudag I hverjum m&nuOi.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tlmar 3-5 HeimiU: 5 ST. JAM.ES PLACE Winnlpeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 HeimlUe 46 054 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur löofrœOinour 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aC hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. HeimiU: 638 McMILLAN AVE. Talslml 42 691 DR. A. V. JOHNSON íslenekur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEQ Gegnt pösthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). Islenzkur löomaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimaslmi 71 7 63
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 HeimiU 403 675 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá. bezti. Ennfremur selur hann ailskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 €07 Heimilis talsími 601 662 G. S. THORVALDSON BA, LL.B. LoofrœOinour Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City HaU Phone 97 024
DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er a6 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur a8 sér aö ávaxta sparifé fölks. Selur eldsúbyrgC og bif- reiöa ábyrgölr. Skriflegum fyrlr- spurnum svaraö samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur löofræOinour 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Offlce Phone 24 206 Phonö 96 636
Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
Nuddlasknlr 601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Viðtalsttmi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
Phone 36137 vega peningalán og elds&byrgC af
632 SHERBURN ST.—Slmi 80 877 ðllu tagi.
SimlC og semjlC um samtalstlma Phone 94 221