Lögberg - 16.02.1933, Síða 4
Bla. 4.
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. FEBRÚAR, 1933.
ILögberg
GeflS út hvern flmtudag af
T H E C O L V M B 1 A P R~E 8 8 L 1 M I T E D
695 Sargent Avenue
Wínnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans.
EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO $3.00 um áriO—Borglst fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia
Preas, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
PHONE8 S6 327—86 328
Mjólkurbúin í
Danmörku
A árinu sem leið voru liðin fimmtíu ár síð-
an fyrsta samlagsbúið í Danmörku var
stofnað. Það var í Hjedding á Jótlandi árið
18S2. Nú eru samlags mjólkurbúin í Dan-
mörku orðin 1400 í öllu landinu og það er
skamt milli þeirra, því landið er lítið, eins
og menn vita.
Sag'a þessa samvinnu fyrirtækis í Dan-
mörku er svo merkileg, að hún er meir en vel
þess verð að kynnast henni. Skal því hér gerð
ofurlítil tilraun til að skýra frá nokkrum
helstu atriðum úr sögu þessa merkilega sam-
vinnu fyrirtækis, sem hefir hepnast svo ágæt-
lega og orðið Dönum til svo afar mikilla hags-
muna og blessunar.
Það er sama að segja um mjólkurbúin
dönsku, eins og flest önnur nytsemdar fyrir-
tæki, að það er þörfin, sem hefir skapað þau.
Alt til 1882 var það aðallega jarðrækt, sem
danskir bændur höfðu gefið sig við, og þrír
fimtu hlutar af því, sem þeir höfðu að selja
til útlanda var nignr og aðrar korntegundir.
Um 1882 var svo mikið af hveiti farið að
flytjast frá Rússlandi til hinna Elvrópu land-
anna, en þó einkum frá Ameríku, að verð á
kornmat féll ákaflega og danskir bændur gátu
ekki lengur framleitt þá vöru og selt hana úr
landi með ágóða. Hafa danskir bændur sjald-
an átt við meiri örðugleika að stríða heldur
en einmitt um það leyti, þegar aðal fram-
leiðsla þeirra var ekki lengur seljanleg með
hæfilegum ágóða.
En mjólkur afurðir og svínakjöt féll ekki í
verði eins og kornvaran og því var nú um að
gera, að framleiða þær vörur og gera þær
þannig úr garði, að þær svöruðu sem best
þörfunum og væru sem útgengilegastar á út-
lendum markaði, og þá fyrst og fremst á
breskum markaði. Þegar þeir nú tóku að
auka til muna mjólkurframleiðslu sína og
svínarækt, komust þeir fljótt að því, að þeir
gátu vel notað heima fyrir, alt það korn, sem
þeir gátu framleitt og þurftu meira að segja
að kaupa fóðurtegundir frá öðrum löndum
handa skepnum sínum og hveiti til mann-
eldis.
Nú var ekki aðeins kúnum fjölgað óðum,
heldur var mikið kapp á það lagt, að bæta
kúakjmið sem mest og við þetta óx mjólkur-
framleiðslan afar mikið á fáum árum. Þá
hjálpaði það ekki lítið til að greiða samlags
rjómabúunum veg, að rétt skömmu fyrir 1880
var rjómaskilvindan fundin upp. Áður var
ekki önnur aðferð þekt til að skilja mjólkina,
en að láta hana standa í trogum, eða öðrum
slíkum flátum, heilan sólarhring eða lengur,
og veiða svo rjómann ofan af undanrennunni.
Án skilvindunnar hefðu rjómabúin naumast
getað þrifist.
Árið 1879 var stórkostleg sýning á smjöri
haldin í London. Þar voru sýndar 429 teg-
undir af smjöri og 68 af þeim voru frá Dan-
mörku. Það var smjör frá Danmörku, sem
þar vann fyrstu verðlaun og varð þetta til
þess, að danskt smjör fékk það orð á sig, að
það væri öðru smjöri betra og eftirspum eft-
ir því fór hraðvaxandi á Englandi. Hér var
vitanlega ekki um samlagssmjör að ræða, því
þetta var áður en samlags rjómabúin voru
stofnuð, heldur um hið ‘svokallaða “herra-
garðssmjör,” og munu margir eldri íslend-
ingar kannast við það nafn á dönsku smjöri.
Bændurnir dönsku komust smátt og smátt
að þeirri niðurstöðu, að þeir gætu sjálfir bú-
ið til eins gott smjör eins og “herragarðs-
smjörið,” og selt það á Englandi fyrir eins
liátt verð. En þeim var líka ljóst, að þeir
gátu það ekki einn og einn, eða hver smábóndi
út af fyrir sig og því stofnuðu þeir samlags-
bú, sem nú, eftir hálfa öld, eru víðþekt og al-
staðar eru talin fyrirmynd samvinnufélags-
skapar bænda.
Eins og fyr segir, var fyrsta samlags
mjólkurbúið í Danmörku stofnað 1882, í
Hjedding á Jótlandi. Byggingar og vélar, sem
nauðsynlegar voru til að byrja þetta mjólk-
urbú, eða rjómabú, kostuðu 8,200 krónur.
Banki lánaði peninga gegn samábyrgð bænd-
anna, sem að þessu stóðu. Þarna var byrjað
með 1200 pottum af mjólk á dag, úr 400 kúm.
Nú höndlar hvert meðal mjólkurbú um 10,000
mjólkurpotta á dag, enda kostar nú hvert
þeirra frá 100,000 til 300,000 krónur. Rjóma-
búin dönsku ern nú um 1400 að tölu og öll
samlagsbú. Áður en menn geta fengið stöðu
sem forstöðumenn slíkra samlagsbúa, verða
þeir að vinna á rjómabúum í f.jögur ár og þar
að auki að sækja átta mánaða námskeið.
Fyrst var aðeins farið eftir því, við úthlut-
un ágóðans, hvað marga mjólkurpotta hver
bóndi lagði til, en því var fljótlega hætt, og
ágóðinn miðaður við smjörf'ituna, eins og
maður þekkir að gert er hér í landi. Á rjóma-
búum þessum er hins stakasta þrifnaðar og
vandvirkni gætt í öllum hlutum, en hins sama
er líka stranglega krafist, hvað meðferð
mjólkurinnar snertir, af ölium bændum sem
þessum félagskap tilheyra.
Það er merkilegt, að svo mikillar nákvæmni
er gætt, í tilbúningi smjörs, á öllum þessum
fjórtán hundruð samlags rjómábúum í l)an-
mörku, að það stendur alveg á sama frá
hverju rjómabúinu það kemur. Það er eins
frá þeim öllum, jafngott.
Því er haldið fram, að danskir bændur eigi
við meiri hagsæld að búa, heldur en bænda-
stétt flestra. annara þjóða. Veldur þar að
sjálfsögðu miklu um, að þeir búa í góðu landi,
en ekki síður hitt, hve skynsamlega þeir hafa
farið að ráði sínu og hve mikið stöðuglyndi
þeir sýndu þegar mest á reið.
Stríðskoálnaður Banda-
ríkjanna
Eftir því að dæma sem William Phillip
(Simms farast orð í blaðinu New York Tele-
gram, hefir þátttaka Bandaríkjanna í Evrópu
stríðinu 1914-1918 kostað þau $51,000,000,000.
Segir Mr. Simms að fyrir tæpum fimmtíu ár-
um hefði fyrir þessa fjárupphæð mátt kaupa
öll Bandaríkin eins, og þau voru, með öllum
þeirra gögnum og gæðum.
Fyrir þessa gífurlegn fjárupphæð segir
Mr. Simms, að nú mætti kaupa og borga út í
hönd, sextán ríki á móts við Alabama, eða
þrjú jafn auðug ríki eins og Califomía og það
þótt tvö ríki eins og Colorado væru látin
fylgja með, svo sem í kaupbætir. Fyrir þessa
peninga mætti kaupa alt New York ríki, með
hinni samnefndu miklu miljónaborg með Wall
street, Broadway, og öllu öðru, sem þar með
fylgir. Samt væri nóg éftir til að borga fyrir
fjögur ríki á móts við Maryland.
Hefði einhver byrjað á því daginn sem
Kristur fæddist, að kasta frá sér dollurum,
einum á hverri mínútu og aldrei tekið sér
nokkra hvíld, eða borðað eða sofið, en alt af
haldið áfram, þá væri hann enn ekki nema
rétt að byrja á annari biljóninni og þyrfti
enn að halda áfram í 95,000 ár, áður en hann
væri búinn að kasta frá sér jafnmiklu fé, eins
og stríðskostnaður Bandaríkjanna nemur. Ef
einhverjum kvnni að þykja þetta ótrúlegt, þá
getur hann reiknað það sjálfur.
Fimm prósent vextir af* $51,000,000,000
gæfu árstekjur sem næmu $2,550,000,000. Það
væri nóg til að gefa 2,125,000 gömlum, fá-
tækum og slitnum verkamönnum hundrað
dali á mánuði.
Hér er átt við það, sem stríðið hefir kostað
Bandaríkin til þessa tíma. Fyrverandi for-
seti, Coolidge, hefir áætlað að áður en lýkur
muni kostnaður Bandaríkjanna af stríðinu
nema $100,000,000,000, sem jafngildir hér um
bil virðingarverði allra Bandaríkjanna vest-
an við Mississippi.
E3n þrátt fyrir þessar gífurlegu tölur, sem
mann næstum sundlar við að hugsa um, halda
ríkin áfram að eyða óskaplega miklu fé til
herbúnaðar, og þau ganga eins langt og kom-
ist verður í því, að gera eðlileg og arðsöm
viðskifti milli þjóða ómöguleg og standa hver
annari í vegi fvrir sameiginlegum hagsmun-
um.
Ef ríkin verða að láta vopnin skera úr á-
greiningsmálum sínum, ef ekkert annað en
manndrápin fullnægir græðgi þeirra í auð og
metorð og yfirráð, þá má gera ráð fyrir að
stríðin haldi áfram. En ef ríkin heimta það,
að mega leika sér með mannslífin og brenna
upp auðlegð heilla keisaradæma á vígvellin-
um, þá verða þjóðirnar að sæta afleiðingunum
og borga kostnaðinn. Þennan líka litla kostn-
að!
Reykjavík
Bftir Bóðvar frá Hnífsdal
I.
Hlógu sólir himna blárra.
Hófust blóm úr engi grænu.
Álft á tjörn, en önd í sefi,
urriði i hverri sprænu.
Rnigu vötn ahhafsins fangi.
Hrannir surfu bjargsins rætur.
Loftin fyltust ómi og ilmi
yndisbjartar sumarnætur.
Hlógu stjörnur himna blárra,
hófu dans i mánans eldi,
urpu bliki’ um allar jarðir,
árla’ að morgni, seint á kveldi.
Svalur andi vetrarvinda.
voðir óf úr klakaböndum.
Snjór um engi, ís á vatni,
úfiÖ haf og brim á ströndum.
Sumar, vetur. — Ótal aldir
yfir landiÖ komu’ og runnu.
Undir bergsins andlitsdráttum
eldar djúpt í jörðu brunnu.
Reykir iiðu laugum ofar,
lyftust fyrst og sundur greiddust,
og í blænum bárust hærra,
brustu’ að lokum, hurfu og eyddust.
Enginn maÖur enn þá hafÖi
augum skoÖaÖ víðar lendur,
enginn litiÖ lauga-reyki,
lækjarstraum né brim viÖ strendur.
Víkin átti ekkert heiti,
óskírt barn og saklaus meyja.
Yfir vöggu verndarandar
vöktu,—ÓÖinn, Þór og Freyja.
II.
Ingólfur, kominn austan,
öndvegissúlur fann.
Gufa lá í lofti,
þar laugavatnið rann.
Austmenn kendu eigi
undur jarðar slík.
Nam hann land til nytja
og nefndi Reykjavík.
Menn hófu hús á grunni,
hlóðu veggi traust,—
sintu sínum verkum
sumar, vor og haust.
Hver hóll var nafni nefndur,
og nesi, hólmar, sker,
vogar, elfur, eyjar,
ás og dalur hver.
Hof og hörgar falla,
heiðna trúin flýr.
Konungsvaldi knúinn
kemur siður nýr.
Kristnir munkar kenna
að kvelja syndugt hold.
Ýmsar ættir fæðast,
og aðrar verpast mold.
Yfir öllu ráða
erlend stjórnarvöld,
undan rif jum renna
ráðin, nistingsköld.
Fer þó svo um síðir,
sundrast hlekkur hver.
Yfir fleygðum fjötrum
frjálsir ströndum vér.
III.
Á holtum tveim er borgin bygð
i bláum fjallahring,—
á ströndu niðar sær við sand,
þar situr landsins þing.
Menn rækta land, en sumir sjó
þar sækja á miðin yst.
Menn kaupa og selja föng til fjár,
þótt fipist oft sú list.
Þar berast sumir allmjög á,
þótt eigi léttan sjóð.
Þar nöldrar ellin svara-sein,
þar svellur æskublóð.
Þar fléttast saman fornt og nýtt
nieð flækta snöru’ um háls,—
og framtíð ein fær um það dæmt,
hver endir verður máls.
Reykjavík er ennþá ung
og æskubrekin sér.
Hið besta og versta úr bygðum lands
það blandast saman hér.------
Þvi hvast skal rista í hvers manns
hug
þá hvöt, — það sannleiksmál:
Lýður sá, er byggir borg,
er borgarinnar sál.
—Lesb. Mbl.
Frá Íslandi.
Maður fellur fyrir borð
Vestmannaeyjum, 17. jan.
Kolaskip Benedicte kom hingað
í nótt eftir sextán sólarhringa ferð
frá Englandi. Skipið misti út mann
skamt frá Eyjum. Alda bar hann
aftur inn á þilfarið og náðu skip-
verjar honum, en tókst ekki aS lífga
hann við aftur.
—Mbl.
Nýr doktor í lœknisfrœgi
Halldór Hansen læknir gaf í fyrra
út bók um sjúkdóma, sem líkjast
magasári (Pseudoulcus ventriculi)
og sendi ritið jafnframt læknadeild
háskólans með beiðni um að mega
verja það fyrir doktorsnafnbót.
Hefir deildin talið ritið fullgilt og
fer vörnin fram næstk. laugardag
(28. jan.) kl. 1 i Neðri deild Alþing-
is. Andmælendur íæknadeildar eru
prófessor Jón Hj. Sigurðsson og
Guðmundur Thoroddsen. Æski ein-
hverjir aðrir að gagnrýna ritið (ex
auditorio), skulu þeir tilkynna það
forseta læknadeildar, próf. Jóni Hj.
Sigurðssyni, í síðasta lagi á fimtu-
dag 26. janúar.
—Mbl.
Vb. Kveldúlfur talinn af með
6 mönnum
Eins og getið var í blaðinu á
sunnudaginn, var á laugardag hafin
leit að vélbátnum “Kveldúlfi” frá
Akranesi. Var leitað þann dag all-
an og eins um nóttina og á sunnu-
daginn. Tóku þátt í leitinni togar-
arnir Kópur, Skallagrímur, Snorri
goði, línuveiðarinn Ólafur Bjarna-
son og fleiri skip, en leitin bar eng-
an árangur. Þegar seinast sást til
bátsins á föstudagskvöld var hann
að draga línuna, en hún slitnaði og
lagði hann þá á stað og ætluðu menn
að hann mundi ætla að taka duflið á
hinum endanum og draga þaðan. En
annaðhvort hefir hann ekki fundið
duflið, eða ekki komist að því, því
að leitarskipin fundu það og línu-
slitrið. Veður var hvast um kvöld-
ið, skafningsrok, en alveg sjólaust,
svo að litlir bátar, sem úti voru og
höfðu fult þilfar af fiski, mistu
enga bröndu út.
í gær var leitinni að bátnum enn
haldið áfram og tóku þátt í henni
þrír togarar og línuveiðaskip, en leit-
in bar engan árangur og er talið
vonlaust að báturinn sé ofan sjávar.
Á bátnum voru 6 menn, Skafti
Jónsson, formaður Einar Jónsson,
bróðir hans, Guðmundur Jónsson,
Indriði Jónsson, Helgi Ebenesarson
og unglingspiltur, sem sagt er að
hafi heitið Þorbergur Guðmundsson.
Þeir Skafti og Einar voru eigend-
ur bátsins, menn á besta aldri og
mestu dugnaðarmenn; báðir ó-
kvæntir.
Guðmundur Jónsson ætlaði innan
skamms að halda brúðkaup sitt og
ganga að eiga systur þeirra bræðra.
t meir en þrlfljung aldar hafa Dodd’a
Kidney Pills veriC viöurkendar réttx
meSaliö viS bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum fleirl sjökdömum. FAat hJA
öllum lyfsölum, fyrir 60c askjan, efla
sex öskjur fyrir $2.60, eCa belnt frí. The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylglr.
Indriði Jónsson var kvæntur mað-
ur og átti 2 börn.
Helgi Ebenesarson var kvæntur
maður.
Mbl. 24. jan.
Fyrir 80 árum segir Þjóðólfur að
um miðjan janúar hafi komið gott
aflakast af ýsu og smá-stútungi suð-
ur í Vogum, “og fóru margir héðan
af nesjunum suður, þegar þetta
spurðist, og sóttu sér á fáum dögum
40—90 fiska hlut.” Á þeim árum
reyndi hver maður að bjarga sér, en
hver mundi fást til þess nú að labba
suður í Voga til þess að geta veitt
þar 40—90 fiska á nokkrum dög-
'um?
Mbl. 26. jan.
Svefnmeðul notuð á undan svæfingu
Yfirlæknirinn við krabbameins-
spítalann i London, Dr. Cecil
Rowntree, flutti nýskeð fyrir-
lestur opinberlega og skýrði þar
frá því, að þar í sjúkrahúsinu hefði
sá siður verið tekinn upp fyrir
nokkru að gefa sjúklingum, sem
áttu að skerast upp, vænan svefn-
skamt inn nokkru áður, og án þess
þeir vissu af því.—Væri þeir ekki
lagðir á skurðarborðið fyr en þeir
j væru sofnaðir og þyrfti þeir miklu
minna af klóróformi fyrir vikið.
Venjulega sofa sjúklingarnir einar
fimm klukkustundir eftir uppskurð-
inn og þegar þeir vakna eru öll áhrif
svæfingarinnar horfin og þeim líður
miklu betur heldur en ef eingöngu
hefði verið notað klóróform. Eru
þeir þvi rólegri og það hefir þau á-
hrif, að þeir ná sér mikið fyr en ella.
Er legutími þeirra að jafnaði alt að
þriðjungi styttri, en annars mundi
verið hafa.
Margir spitalalæknar í London
hafa þegar tekið upp þessa aðferð
dr. Rowntrees.
» —Lesb.
—Hvers vegna gerðirðu hann
ekki að verslunarfélaga þínum?
—Hann var trúlofaður konunni
minni áður en eg kyntist henni, og
mér datt ekki i hug a_ð gera félag við
mann, sem er skynsamari en eg.
“Látið ekki bregðaát að senda
Royal Bank Money Order!”
Notið Royal Bank Money Orders til að
senda með pósti, svo áhættulaust sé. Alt
upp í $100, eru þær borganlegar alstaðar í
Canada, Banda,ríkjunum og Bretlandseyj-
um, hvort sem er í -dollurum eða sterlings-
pundum.
Fást í öllum útibúum
The Royal Bank
of Canada
Höfuðstóll og varasjóður Allar eignir yfir
$74,155,106 $700,000,000