Lögberg - 16.03.1933, Side 5

Lögberg - 16.03.1933, Side 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. MARZ, i933 Bls. 5 Enn um útfarir Umræður um þetta efni - hafa komið fram í báðum blöðunum. Virðist það heppilegt, að menn ræði málefni sín á milli á þann hátt. Bú- ast má viS því, að ekki komi safnan skoðanir allra. Það ættu menn að þola. Sting eg niður pennanum með hálfum huga. Mér datt í hug ýmislegt um út- farir, þegar eg hafði lesið greinarn- ar báðar; reyndi þó að hrinda því frá mér að leggja orð í belg, en hugsanir þessar hafa leitað á mig svo fast, að eg læt til leiðast. Langar mig til að víkja að þrennu: Orðið “útför” virðist naumlega tákna og innihalda athafnirnar. Kysi eg fremur að kalla hana “minningar og kveðjuathöfn, framkvæmda, ekki vegna hins framliðna, heldur vegna þeirra, sem eftir lifa. Oft á sér stað skilnaður, þegar menn flytjast úr einu landi í annað. Þykir það alvörustund. Minnast menn iðulega hvor við annan, og sameiginlega við þau tímamót. Ekki virðist síður eiga við að kveðja þá, sem flytjast alfarnir úr þessum heimi. Sé kvatt með réttu hugar- fari, mun flestum verða að því, að ganga fram hjá því, sem kann að hafa boriS á milli, en minnast þess, sem var sameigirtlegt, hlýlegt og uppbyggilegt. Skilnaður ástvina, lífs og liðinna-, er oft þungbær; ýmsar ástæður hryggilegar; jafnvel fjærskyldir menn, finna löngun til þess, að tjá hluttekt sina, á allan mörgulegan hátt. Sjálfsagt er að gefa mönnum tækifæri til þess, öllum, sem vilja. Því er nauðsynlegt, að kveðjuat- höfnin fari fram þar, sem allir geta tekið þátt í henni á þægilegan hátt. Hvað á þá að hafa um hönd. Hlýleg orð í garð þeirra fram- liðnu, og huggunarorð í garð þeirra, sem syrgja. Saknaðarstundirnar eru ekki að- eins sorgar stundir. Þær eru iðu- lega til þess, að opna augun á mönn- um til frekari skilnings á aðstöðu þeirra í þessum heim. Sorgin reynist mörgum “smásjá”, sem hjálpar til að lesa sundúr það sýnilega frá því, sem er verulegt. Við erum mintir á orð Abrahams, þau sem hann sjálfur talaði við frá- fall konu sinnar, Söru: “Eg er aðkomandi og' útlending- Þetta eru ekki mörg orð. En þau eru innihaldsrík. Mig langar til þess að kalla þau “líkræðu” Abra- hams yfir Söru. Abraham var mjög auðugur. Bjó meðal ótal frænda sinna, þjóna og ambátta. Hans vald var næstum ótakmarkað meðal þeirra. Hann var bæði húsbóndi og æðsti prestur. All- ir lutu hans volduga orði. Kanaans- land var trygt honum og ættmönnum hans, samkvæmt loforði Guðs. Þrátt fyrir alt þetta, er hann þó aðkomandi og útlendingur. Naumast verður sagt, að Abra- ham værí það fremur, eftir en áður, fyrir fráfall Söru. En nú er hon- um þetta ljóst. Ekki eru þessi orð nein örvænt- ingaróp. Orðið: “Eg er aðkomandi og út- lendingur,” sýna, að hann hefir komið' auga á sitt rétta föðurland. Það land er honum svo kært, og þrá til þess svo sterk, að hann á í raun og veru ekki heima í þessum heimi. Og þótt að Abraham hafi, ef til vill, gert sér grein fyrir þessu fyr, er þó vafa-lítið, að andans sjón hans skýrðist við burtköllun konu hans. Fráfall Söru vekur þá tvennskon- ar hugsun í brjósti Abrahams. Fyrst það, að söknuðurinn slær fölva á allar nautnir og þægilegar ástæður, sem hann á að búa við. Hann er mestur meðal sinna. En sætleiki þess er nú horfinn. “Leiðir eru mér ljósgrænir hagar; liggur í moldu hið ástkæra víf.” , Hitt er það, að Abraham hefst yfir sorgina og söknuðinn. Hann eygir i fjarlægð eigin ættjörð, þar sem frelsi og fögnuður mun búa að eilífu. Söknuðurinn gerir Abraham að útlendingi í sínu eigin landi. Og að- komandi meðal sinna, en álengdar sér hann fyrirheiti Guðs. Hann tek- ur sér vængi vonarinnar og fullviss- unnar. Sál hans leitar til dýrðar himins Guðs. Þar er ættjörðin hans. Þessar hugsanir o. fl. skyldar, ættu að verabornar fram i sambandi við kveðjuathafnir framliðinna. Eins lengi og sorgin er óhjá- kvæmileg, svo lengi verður huggun- in nauðsynleg. Eins lengi og mönn- um hættir við, að drekkja sál og lífi í ástríðum og metorðagirnd, svo lengi verður nauðsynlegt að minna menn á það, að sætleiki þess tapast, þegar minst vonum varir. Og þeir hafa ekki náð til ættjarðar sinnar, sem þeim er ætluð af Guði. Orð Hallgr. Péturssonar eru á þessa leið: “Ætíð þá sérð þú sálað hold, sett vera niður í jarðarmold, hryggur þá vert og hugsa brátt, hér við þú líka skiljast átt. Lagt þegar niður líkið sér, láttu sem dauðinn hvísli að þér. Langt máske ekki líði um það, legg eg þig eins á slíkan stað.” En skáldið skilur ekki við mann án huggunar: “Himneskri páskahátíð á, hefi eg nú þess að bíða. Myrkrastofunni frelsast frá, eg fagna þá, í flokki útvaldra lýða.” Ekkert orð er megnugt að hugga sorgbitið mannshjarta, nema Guðs orð. Það munu þeir bera, sem af reynslunni þekkja til. Mér dettur' í hug máttur Guðs orðs, af því sem Jesús sagði eitt sinn við lærisveina sína, af vissu til- efni. Turn, sem var kendur við Silóam hrundi, og varð að bana átján mönn- um. Það má búast við, að menn þessir hafi átt ættingja og vini. Það, sem gerði sorgina óbærilega, var sú hugsun, að þessa menn hafði hent þetta, vegna þess, að það var refsidómur Guðs. Þetta var sam- kvæmt gyðinglegri skoðun. Mun þetta hafa legið svo þungt á mönn- um, að lærisveinarnir bera það und- ir Drottinn. Svar Drottins verður alt annað, en svar lærifeðra Gyð- inga. Haldið þér, að þeir hafi verið sekir fremur öllum mönnum, sem búa í Jerúsalem? Nei, segi eg yður. Það var ekki vegna þess, að ekki væru til nógir lærðir menn í Jerú- salem, að lærisveinarnir báru þetta undir Drottinn. En hann kendi eins og sá, sem vald hafði, og ekki eins og fræðimenn Gvðinga. Orð hans eru sönn og óskeikul. Þess vegna geta þau gefið algerða fullvissu i öllum vandamálum. Þau geta veitt huggun og græðslu hinum syrgjandi hjörtum. Það er alls ekki um aðra svalalind að ræða, syrgjandi hjarta. Þessvegna hafa menn það upi hönd, sem bezt huggar hrygð hjart- ans; helgar minningu þeirra, sém horfnir eru, og áininnir þá alla, sem eftir lifa. Annað atriöi, sem eg vildi minn- ast, eru blómagjafirnar. í sjálfu sér, held eg það sé prýði- legur siður. Af öllu má ofgera, svo er um þetta. Eg veit fyrir víst, að falleg og viðeigandi blóm, flytja oft hugsanir, þar sem orð komast ekki að. Minnist eg þess, og mun ávalt minnast þess, sem fyrir mig bar, í sambandi við framliðinn ástvin minn. Blómakrans var gefinn, af einhverjum, sem ekki vildi láta get- ið nafns síns. Svo lengi, sem eg lifi mun eg minnast þessa atviks, því kransinn flutti hlýrri kveðju, en nokkur orð hefðu getað gert. í von um, að linur þessar beri fyr- ir augu þeirra, sem gáfu þessi fall- egu blóm, hefi eg því einu við að bæta, að blómin, sem þeir gáfu, eru ekki enn visnuð í huga mér, og munu aldrei visna. Þriðja atriðið, er líkskoðunin. Þann sið tel eg ekki hollan að neinu leyti. Aöðvitað hverjum manni frjáls skoðun í því efni. Fyrir mitt leyti, minnir siður þessi mig á venju forn Egypta, sem gekk út á það, að “múmíur” (smurin lík, eða beina- Igrindur), voru bornar um í veizlu- sölum, þegar menn sátu úndir borð- um. Sóttgerlar sækja að dánu holdi, manna og dýra. Er með öllu óvíst, nema þaðan eigi menn rót að rekja til veikinda sinna, þótt það komi ekki fram í bili. Sóttgerla má telja hættulega, hvar sem þeir halda sig. Ekki sízt, þar sem margt fólk er samankomið. Helzt virðist heppi- legast, að gengið sé frá líkkistunni á heimilinu, og ekki opnuð eftir það. Þá mætti, ef til vill, minnast lítið eitt á lengd líkræðanna. Vafalaust er óheppilegt að hafa langar líkræður, en það eru ekki altjend langar lík- ræður, sem teljast að vera það. Yf- irleitt, held eg að líkræður séu ekki lengri en aðrar ræður. Ástæðurnar fyrir því, að sumum finst mikið um lengd líkræða, held eg séu, stundum að minsta kosti, það, sem ekkert snertir líkræðurnar sjálfar. Skáldið segir um vissan flokk manna: “Guðs orð er skemt og gaman þeim, sem glens eða nýjar fréttir.” Hvort þessir menn eru til enn, veit eg ekki. En séu þeir til, er ekki að búast við, að þeir séu gefnir fyrir að hlusta á líkræður. Stundum fara jarðarfarir fram á miður hagstæðum tíma; verður ekki við því gert. Ýmist geta verið hörð veður eða skammdegi, eða að at- höfnin er ekki byrjuð á ákveðnum tima. Menn verða óþolinmóðir að bíða. Því finst mönnum meira til um lengd athafnarinnar. Þá kemur til greina atriði, sem getur’ haft áhrif. Eg minnist á það vegna þess, að það er eina tilfellið, sem eg hefi orðið var við. Útfarar- dagurinn var dimmur. Það var hvast með ofanhríð og með talsverðu frosti. En þó kalt væri úti, var enn kaldara innan húss. Kuldinn, sem stóð frá sumum þeirra, sem voru viðstaddir, var meiri en frá hinu dána holdi, sem átti að flytja til grafar þann dag. Langt er síðan að þetta gerðist. Tæplega er að vænta þess, að menn með svipuðu hugarfari kunni að mæla eða meta, það sem fram fer. Þrátt fyrir alt, blandast mér ekki hugur um það, að kristilegar útfar- arathafnir, eru með allra þýðingar- mestu og blessunarríkustu athöfnum innan safnaðarins. Munu flestir finna til óttabland- innar lotningar. Maður stendur við fortjald þess ósýnilega, alvarlega og leyndardómsfulla. Menn eru mintir á nálægð dauða, dóms og eilífðar. Það vakna hjá mönnum virðulegar hugsanir, sem fylgja þeim til graf- ar. Með hjartanlegri hluttekning í sorg og söknuði annara, strá menn blómum, á hina þyrnum stráðu braut syrgjendanna. Það mýkir söknuð- inn. Sjálfir göfgast menn stórlega, við að láta í ljós slíka hluttekning. Menn tengjast böndum, vináttu og samúðar. Enginh heill heilsu, er svo smár eða vanmátta, að hann ekki leggi eitthvað gott því mannfélagi, sem hann byggir. Ef til vill lætur hann ekki mikið yfir sér, þess vegna sést mönnum yfir verk hans, þar til þess er saknað, ,að honum látnum. Þá fyrst nýtur hann sannmælis. Rýf j- ast þá margt upp gott, sem var gleymt. Allir menn eru bræður. Guðs- mynd bera allir menn, hverju nafni, sem þeir nefnast. Þess vegna er það að öllu leyti sæmileg regla, og kristnuirt manni sjálfsögð bróður- skylda og mannúðar, að heiðra út- för ástvina sinna og annara. Gegni menn rækilega skyldum sínum í þessum efnum, fer ekki hjá því, að það flytur blessun einstakl- ingunum, og starf safnaðarins verð- ur ávaxtarikara. Orð Hallgr. I^éturssonar eiga hér við: “Annað þú líka minnast mátt, mislíkar Drotni á engan hátt, þó heiðarlega sé hér á jörð, holdi útvaldra líkíör gjörð. Mætast Guðs anda musteri, manns er réttkristins líkami, því má honum veitast virðing rétt, vel með hófi og stilling sett.” Eg efast um, að það fylgi þvi nokkur blessun, eða vegsauki, ef menn finna ekki köllun hjá sér eða löngun, til þess að heiðra athafnir þessar á allan hátt. Hygg eg að ís- lendingar standi ekki öðrum þjóð- um þar að baki. Tel eg það til á- góða. Enda munu fæstar þjóðir geta sýnt dýpri, alvörugefnari og prýðilegri útfararljóð, en þeir. Y. Y. C. Stúlka, sem var að renna sér 'á skíðum á dögunum, komst að þeirri niðurstöðu, að líkja mætti ástinni við skíðabrekku. Alt væri svo á- kjósanlegt í upphafi, en enginn/vissi fyrri en á reyndi, hver endir þar á yrði. EARN By Day— LEARN By Night Dominion Business CbLLEGE CThe'Mall. WlNNIPEG. 3 Our Evening Classes offer you the opportunity to make profitable use of your spare. time for increasing your earning power. Clerks can become Stenographers; Stenographers can be- come Private Secretaries; Bookkeepers can become Ac- countants, Auditors or Office Managers, and so on up- ward. The tuition fees for our Eveniríg Classes are only seven dollars a month. It is a small investment that pays enorm- ously in increased ability and earning power. ENROLL MONDAY DAY and EVENING CLASSES EVENING CLASSES Monday and Thursday DONIINION BUSINESS GOLLEGE \ — ON THE MALL Branch Schools in Elmwood, St. John’s and St. James Um Finn “rauða” Eg er að ýmsu leyti óánægð með það, sem sagt hefir verið hér um Finn “rauða”, þó eg sé ekkert skyld honum, og megi láta mér á sama standa þess vegna. Hann hét fullu nafni Finnur Jónsson og var til heimilis á Stóru- Giljá í Húnavatnssýslu. Á yngri árum sínum var hann maður duglegur, og vann hverja al- genga vinnu. En þegar eg man fyrst eftir honum var hann drykk- hneygður orðinn. Á Stóru-Giljá var hann fæddur, og þar misti hann toreldra sína. Var honum komið i fóstur til besta fólks á Strjúgi í Langadal. Mintist hann ætíð fósturforeldra sinna með við- kvæmni og virðingu; enda munu þau hafa innrætt honum Guðs orð og góða siði. Hann var óbilugur í trú sinni og bar Passíusálma Hallgríms Péturssonar á brjósti sér hvar sem hann fór. Hann var tryggur í lund og vinfastur. Við okkur fjölskylduna á Akri sleit hann aldrei kunningsskap, enda var hann þar aldrei reittur til reiði. Seinustu nóttina sem hann lifði var hann á Akri. Kom honum þá ekki dúr á auga. Var hann sífelt að tala um hagi sína. Reyndum við að draga úr gremju þeirri er hann bar til sumra manna. Og þegar hann um morguninn lagði af stað frá okkur í sína síð- ustu ferð, út á Blönduós, en þar dó hann af slysum, sagði eg við hann eitthvað á þessa leið, hvort honum fyndist ekki að sá vondi hugur, sem hann hefði borið til sumra manna væri nú að hverfa. Fanst mér sem yfir honum hvíldi óvenjuleg ró þann morgun. En hann svaraði mér með þessum orðum: “Jú, hún er að hverfa, Guði sé lof, og kveð eg Drepið B óþef I með ROYAL CROWN FLAKED LYE /00% PURE /Sa„fndi°8n^iCo;ht _J!^ntPeg° " S<’^ Lu ykkur öll, í Jesú nafni.” Ekki veit eg af hverju hann hefir fengið viðurnefnið Finnur “rauði,” því mér sýndist hann hafa sama lit- arhátt og margur annar. Ingunn Pálsilóttir (frá Akri) —Lesb. Frá Bandaríkjunum Margir bankar hafa nú aftur tek- ið til starfa, eftir að hafa verið lok- aðir í meir en viku. En það eru þó þeir bankar einir, sem taldir eru fyllilega tryggir og öruggir. Fjöldi | banka eru þó enn lokaðir og verða ekki opnaðir, fyr en búið er að koma þeim á öruggan grundvöll, eða þá aldrei, ef það er ekki hægt. Má vænta að peningamál þjóðarinnar lagist aftur smátt og smátt, en það getur ómögulega orðið alt í einu. 1 INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth; Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man Blaine, Wash. Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Dak«ta.... Churchbridge, Sask Cypress River, Man Dafoe, Sask ...» J. Stefánsson Edinburg, N. Dakpta... Elfros, Sask ... Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask Garðar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota.... Hayland, Man Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man Hove, Man A. J. Skagfeld ■ Húsavík, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask J. Stefánsson Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dakota. .. Mozart, Sask Narrows, Man Oak Point, Man A. T. Skagfeld Oakview, Man Otto, Man Pembina, N. Dakota.... Point Roberts, Wash.... Red Deer, Alta Revkjavík, Man Riverton, Man Seattle, Wash Selkirk, Man Siglunes, Man Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Vancouver, B.C ! Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipeg Beach, Man.. ! Winnipegosis, Man Wynyard, Sask

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.