Lögberg - 04.05.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.05.1933, Blaðsíða 6
/ lils. 6 , „ LOGBERG, FIMTUDAGINN 4- MAX, 1933. • V Macklin kapteinn — Endurminningar hcms. — EFTIR RICHARD HARDING DAVIS. -------—>———--------------------—* Eg snéri mér að manninum, sem eg hitti fyrst og spurði eins kæruleysislega eius og eg gat: “Eftir hverju erum við að bíða?” B11 hann bara hristi höfuðið. Fdjti maðurinn var sjáanleg'a orðinn ó- þolinmóður og hann snéri sér frá þessum her- manni og kom til mín. Hann talaði eins og maður sem findi til þess að hann ætti töluvert undir sér. “Hafið þér leyfi frá lögreglunni í Ama- pala að fara héðan?” spurði hann nokkuð yfirlætislega. “Nei,” svaraði eg. “Og hversvegna ekki?” spurði hann. “Eg vissi ekki að eg þyrfti að fá slíkt leyfi,” svaraði eg. “Því eruð þér að spyrja um þetta. Eruð þér skipstjórinn?” “Það held eg,” sagði hann og var býsna fastmæltur rétt eins og hann efaðist um að eg vildi trúa sér. “Bg hefi hér að minsta kosti svo mikið að segja, að eg get sent yður í land, t ef þér svarið ekki því, sem eg spyr yður um.” Eg beit saman vörunum og horfði í hina áttina. Málrómur hans og látbragð komu því til leiðar, að það lítið sem eftir var af blóði í mér tók að hitna töluvert. En þegar eg hugs- aði til þess, hve nærri ströndin var með öllum sínum flóum og skógum, þá skildist mér að eg væri ekki öllu betur staddur heldur en skip- brotsmaður úti á rúmsjó, -sem hefði ekkert til að halda sér uppi annað en einhvern viðarbút. Eg gerði því það bezta sem eg gat til að stilla skapið og eg reyndi að brosa. Skipstjórinn leit til mín heldur illilega, rétt eins og eg væri einhver óbótamaður. “Þér ætlið þó ekki að reyna að segja mér, að okkar umboðsmenn hafi selt yður farseðil, án þess þér sýnduð að þér hefðuð leyfi lög- reglunnar að mega fara?” “Eg liefi engan farseðil,” sagði eg. “Bg ætlaði rétt núna að kaupa hann.” Þessi hermannaforingi þrengdi sér inn á milli okkar. “Sagði eg yður ekki?” sagði hann. “Þér sjáið hvernig er. Hann er að strjúka. Þetta er maðurinn. Hann tilsvarar lýsingtinni ná- kvæmlega. Hann er alveg eins til fara eins og lýsingin af honum segir. Græn treyja og rauðar buxur. Fötin rifin og óhrein. Hefir umbúðir um höfuðið. Hann svarar nákvæm- lega til lýsingarinnar, eða finst yður það ekki ? ” Hann leit til félaga sinna og þeir sam- sintu þessu. “Þetta er maðurinn,” hrópuðu þeir allir einum rómi. “í gærkvöldi rak hann hníf i José Mendez í knattleikastofunni. Hann ætl- aði að inyrða hann. Ef José deyr, þá er hann morðingi. Hann getur ekki farið; hann verð- ur að koma í land með mér. ’ ’ Hann gaf sínar fyrirskipanir á spönsku og mennirnir færðu sig enn nær okkur. Eg sá að þetta var að verða alvarlegt. Eg var kannske einmitt nú í meiri hættu íieldur en eg liafði nokkurntíma áður verið síðan eg koin til Honduras. Hingað til hafði eg barist með vopnum. Nú var verið að reyna til að ná lífi mínu með undirferli og hrekkjum og fölsk- um vitnisburði. Þeir vissu að skipstjórinn inundi ekki fá þeim í heiulur farþega af skipi sínu bara vegna þess, að hann var í einhverri pólitískri ónáð hjó stjórn landsins, en hinsvegar vissu þeir að hann gat ekki flutt glæpamann úr ladi. Og við fyrsta álit og að órannsökuðu máli, virtist þetta, sem maðurinn var að segja, ekki ósennilegt. Bg var eins lil fara, eins og þessi náungi sagði að þessi glæpamaður ætti að vera, en vitanlega er ekki neitt erfitt að lýsa klæðnaði manns, sem maður horfir á. Eg var svo sem ekki í neinum vafa um það, að ef hann næði mér, mundi liann annaðhvort senda mig bundinn á höndum og fótum til Alvarez, eða bara láta skjóta mig sjálfur. Eg vissi að hér átti eg hvorki að vænta rétt- lætis né nokkurrar vægðar. Eg hafði heyrt um mörg ódáðaverk, sem unnin höfðu verið á þessum sömu slóðum og af þessum sömu mönnum, eða þeirra líkum. ALér þótti það nokkuð langt frá því að vera þægilog tilhugs- un, að nú ætti eg annaðhvort að deyja þarna úr hitasóttinni í fangelsi í Amapala, eða þá að byssustygurinn yrði rekinn í brjóstið á mér og mér svo kastað í sjóinn fyrir hákarlana. Bg snéri mér að skipstjóranum og barðist nú fyrir lífi mínu eins hart eins og eg liafði nokkurntíma gert, eða enn harðara. “Þessi maður er lvgari,” hrópaði eg. “Eg var ekki í Amapala í gærkvöldi. Eg kom frá San Lorenzo í morgun. Báturinn, sem eg j kom á er hérna við skipshliðina; þér getið / spurt mennina, sem í bátnum eru um þetta. Eg er enginn morðingi. Þessi maður veit að eg er það ekki. Hann vill ná í mig af því hann veit að eg hefi barist gegn Alvarez stjórninni, af því eg er í þessum einkennis- búningi. Eg er ekki glæpamaður. Hann 'hefir ekkert meira vald yfir mér hér, heldur en ef eg væri á Broadway.” Þessi hermannaforingi greip um handlegg- inn á skipstjóranum. “Sem yfirmaður hér við-höfnina, krefst eg Iþess, að þér afhendið mér þennan glæpa- mann. Ef þér gerið það ekki, þá leggur skip yðar ekki úr höfn. Eg fer aftur í land með skipsskjölin.” Skipstjórinn snéri sér að mér og honum var sjáanlega æði mikið niðri fyrir og það leit út fyrr, að hann væri beinlínis bálvondur. “Heydð þér þetta?” hrópaði hann. “Þér sjáið hvaða vandræði þér hafið komið mér í með því að koma upp í skipið, án þess að hafa leyfi til þess. Þetta hefi eg við að stríða í hverri höfn. Það eru altaf einhverjir flótta- menn að koma um borð, og eg á í sífeldu stríði við þessa hermenn, eða embættismenn stjórn- arinnar og þeir halda fyrir mér skipsskjölun- um aftur og aftur. Þér farið í land. Þér far- ið til Kessler, sem er okkar konsúll. Ef þér hafið ekki gert neitt rangt, þá’sér hann um að yður verði ekki neitt ilt gert. Þér hafið ekk- ert farbréf og þér hafið ekkert burtfararleyfi og þér eruð ekki minn farþegi. Þér farið í land, heyrið þér hvað eg er að segja. Flýtið yður nú, þér farið í land.” Mér gat ekki skilist að eg heyrði rétt, það sem maðurinn var að segja. Mér virtist hann helzt vera að tala á einhverju máli, sem eg skildi ekki. Mér veittist afar örðugt að segja nokkuð, enda var eg vpikur maður og máttfariim mjög. “Er það alvara yðar,” sagði eg, “að neita að vernda mig fyrir þessum kynblend- ingum. Ætlið þér að fá mig þeim í hendur, svo þeir geti skotið mig, eða kvalið úr mér lífið? Og samt kallið þér yður Bandaríkja- mann og skip yðar Bandaríkja-skip!” Um leið og eg snéri mér frá honum, varð eg þess var að ferðafólkið hafði komið þarna að og var alt í kring um okkur. Stórir og hraustir menn í hvítum suníiarfötum og ljóm- andi fallegar konur og lítil börn. Mér fanst þetta fólk líkast því, sem eg hafði hugsað mér englana á himnum. Þarna var mitt eigið fólk og þegar eg sá það, þótti mér enn vænna um lífið en áður og tók mér það mjög nærri að þarna voru menn, sem voru komnir hættulega nærri því að ná lífi mínu. Þessi sjón varð til þess að æsa skap mitt töluvert mikið. “Ætlið þér að taka orð þessa manns fram yfir mín?” hrópaði eg til skipst jórans. “Ætl- ið þér að láta hann mvrða mig undir þessum fána. Eg veit að hann ætlar að gera það. Þér vitið livað gert var við Rojas á einu af skip- um yðar eigin félags. Yiljið þér láta myrða mig líka?” Hermannaforinginn óð fast að skipstjór- anum. “ Þessi maður er minn fangi,” sagði hann frekjulega. “Hann verður settur í varðhald og mál lians rannsakað, eins og lög standa til. Hann getur haft lögmann og talað "við liann á hverjum degi. *En ef þér leggið úr höfn með hann innánborðs, þá skal eg láta skjóta á skipið úr virkinu og sökkva því.” Skipstjórinn skipaði svo fy.rir, að nú strax skvldi alt gert sem gera þyrfti svo skipið gæti lagt af stað. “Eg ætla ekki að láta tefja skipið lengur,” sagði hann og leit til mín. “Og eg ætla*ekki að hætta lífi þessa fólks með því að eiga það á hættu, að skotið sé á skipið. Þér farið bara í fangelsi. Eg skal segja kon- súlnum í Corinto frá þessu, og hann getur látið ráðherrann vita um það.” “Corinto,” hafði eg upp eftir lionum. “Þeir verða búnir að myrða mig, áður en þér komist út úr höfninni. Skipstjórinn barðist um afar reiður. “G-etið þér ekki heyrt það, sem hann er að segja,” hrópaði hann. “Hann segist skuli láta skjóta á skipið. Þeir hafa skotið á okkar skip áður. Mér er ómögulegt að vernda alfa bölvaða flækninga, sem stelast út á mitt skip. Eg er að hugisa um hag eigendanna og eg ætla að gera það. Þér farið nú niður stig- ann þafna, eða við köstum yður útbyrðis.” FJg skildi að það var úttalað um þetta mál af skipstjórans hálfu. Eg hevrði líka að akk- erin voru dregin upp og vélarnar voru komn- arí hreyfingu. Mín síðasta tilraun til að frelsa líf mitt, hafði mistekist. Það var ilia ástatt fvrir mér; > “Það er bezt fyrir yður að líta eftir yðar eigin hag og húsbænda yðar,” hrópaði eg af mikilli gremju. “Þér -eruð dóni. Þér eigið ekki skilið að vera kallaður Bandaríkjamað- ur, ekki einu sinni livítur maður. Þér getið farið til fjandans með alla yðar vernd. ” Gremjan út af því að hafa verið rekinn frá West Point, erfiðleikarnir allir, sem eg hafði átt í síðustu tvo mánuðina og síðast ósigur- inn og flóttinn, alt þetta sótti nú á huga minn og æsti mig meir en góðu hófi gegndi. “Eg kæri mig heldur ekkert um vernd þessa fána,” bætti eg við. “Eg var einu sinni ekki nógu góður til að þjóna undir honum. Nú kæri eg mig ekki um 'hann.” Sjálfum mér til afsökunar vil eg geta þess, að þegar eg sagði þetta var eg þess fullviss, að það væri rétt að því komið, að eg yrði tek- inn af lífi og það var einn af samlöndum mín- um, sem eg kendi um það. Því eg sá ekki bet- ur, en liann gæti hæglega frelsað líf mitt, ef liann vildi og 'þarna stóðu fleiri af löndum mínum og virtust láta sig það engu skifta, hvort eg yrði myrtur eða ekki. Bg vonast því eftir að þjóð mín fyrirgefi mér þessi stór- vrði, og taki sanngjarnt tillit til þess hvernig ástatt var fvrir mér þegar eg sagði þau. “Eg get varið sjálfan mig,” sagði eg. Aður en nokkur áttaði sig á hvað eg var að gera, var eg búinn að grípa skammbyssuna og hélt benni að brjósti hermannaforingjans 0g jafnframt hrópaði eg til fóíksins sepa þarna var: “Fárið þið burtU með börnin.” “Hreyfið ykkur ekki,” hrópaði eg til her- mannanna á spönsku. “Ef þið sýnið ykkur í nokkru tilræði við mig, læt eg skotið ríða af í brjóst hans. Takið þið mig nú í land ef þið þorið. Þið vitið að eg er Macklin kapteinn, 0g þið vitið líka að sex af ykkur verða að deyja áður en þið leggið hendur á mig. Kom- ið þið bara, hverjir sex ættu það að vera?” Eg sá svona útúndan mér, að ihermennirnir voru að raða sér sem haganlegast í kring um mig og höfðu byssustynginn á lofti, en það gerði ekki annað en æsa skapsmuni mína enn meira. “Hvernig er 'það, kannist þið ekki við mig? Þið ættuð að muna eftir útlendingaherdeild- inni. Við hröktum ykkur frá Santa Barbara og Table We og Comyagua og eg er líka vara- forseti ykkar. Þið ættuð að minsta kosti að taka ofan fyrir vara-tforsetahum, Madklin kapteini, varaforseta í Honduras!” Eg hljóp aftur á bak út úr hringnum og hafði farþega 'herbergið á þilfarinu að baki mér og* otaði svo skammbyssuhlaupinu. Þeir kveinkuðu sér undan því, eins og eg væri að berja þá með svipu. “Komið þið bara,” hrópaði eg. “HVerjir sex af ykkur eiga að ifverða fyrir því. Komið þið raggeiturnar ykkar. Því takið þið mig ekki.-” Sá eini, sem svaraði mér var skipstjórinn. Hann kallaði til mín með heljar röddu: “Kastið þessari skammbyssu frá yður?” Eg svaraði þessu með því að miða skamm- byssunni jíka á hann, en hann var sjáanlega livergi hræddur við það, en mér þótti undar- legt, að nú var svipur hans allur annar en áður liafði verið. “Eruð þér Macklin kapteinn ?” kallaði liann til mín. “ Já,” svaraði eg. ' “Því í fjandauum sögðuð þér mér þetta ekki ?” sagði hann og óð svo að fyrirliða her- mannanna með frekju mikilli. Hann greip í liann og lirakti liann aftur á bak þvert yfir þilfarið. “Snáfið þið burt af mínu skipi, og það strax, allir saman. Þið eruð ekki annað en morðingjar og illþýði. ” Skipsmennirnir, sem þarna voru og’ höfðu víst ætlað að hjálpa til að koma mér af skip- inu, þustu nú allir til skipstjórans. Blótið og stóryrðin gekk fram úr öllu hófi, meðan verið var að reka þessa innlendu hermenn burt af skipinu, en þetta gekk svo fljótt að ]iað skifti engum togum, að allir voru farnir og eg stóð þarna einn og hélt á skammbyssunni milli lingranna. Rétt um leið og sá síðasti af þessum rauð- skinnum var horfinn, lagði skipið af stað. Skipstjórinn kom hlaupandi til mín og tók um herðarnar á mér og næstum faðmaði mig að sér. Ef hann hefði okki brosað eins góðlát- lega til mín, eins og hann gerði, þá hefði eg líklega misskilið hann og ímyndað mér, að hann ætlaði að kasta mér útbyrðis. “Jæja, Macklin kapteinn,” sagði liann mjög glaðlega, “nú komið þér með mér inn í mína káetu og þar lialdið þér til meðan þér verðið á skipinu. Þér eruð ekki farþegi, þér eruð minn gestur, og það er ekkert á þessu skipi, sem yður er ekki velkomið. 4 ‘ Eg skil ekki livað þér eruð að fara, ” sagði eg hálf hikandi. “Hvað á þetta að þýða?” “Hváð á þetta að þýða?” tók hann upp eftir mér. “Það á að þýða það, að þér eruð maður efltir mínu getði. 1 þremur síðustu ferðum mínum hingað, hefi eg heyrt um lítið annað talað en yður. Þér eruð enginn hug- laus vesalingur. Komið þér nú með mér og segið mér alla söguna frá upphafi til enda. Mér þykir meira til koma að hafa yður innan borðs, lieldur en þó eg hefði gamla Hunting- ton sjálfan.” , Farþegarnir voru komnir aftuí og stóðu Jmrna og hlustuðu á það, sem skipstjórinn var að segja við mig, og það leyndi sér ekki að þeir veittu því nána eftirtekt. “Færið Macklin kapteini morgunverð í mína káetu, ” sagði liann við einhverja, sem þarna voru. “Þessi maður er sjálfur Macklin kapteinn. Hann ætlar að koma með okkur og vera minn gestur.” Hann leit góðlátlega til mín og klappaði mér á öxlina, en tók um leið skammbyssuna af mér. “Bg hefði ekki fyrir nokkra muni viljað missa af, að sjá hvernig þér fóruð með ])á, þessa lúsablesa, sem voru að sækjast eftir lífi yðar. Þegar eg sá hvernig þér fórum með þá, datt mér strax í hug hver þér væruð. Þarna er dálítið fyrir mig að segja frá, þegar við komum til Frisco. Nú skulum við koma og fá okkur góða hressingu.” Hann hefði ekki getað verið elskulegri, þó han hefði verið faðir minn. Hann tók mig með sér og fólkið, sem þama var margt samankomið, skiflti sér í tvær raðir eins og af sjálfu sér, svo við höfðum greiðan gang, þangað sem við ætluðum að fara. A leiðinni heyrði eg konu segja í hálfum hljóð- um: “Hver sögðuð þér hann væri?” Það var karlmaður, sem svaraði og það í fullum rómi: “Það er Macklin kapteinn. Er það mögulegt, að þér kannist ekki við hann?” Þetta var í fyrsta sinn, sem eg varð þess var að eg væri orðinn nokkuð verulega þebt- ur, eða jafnvel frægur maður. Það frægðar- orð getur kannske lifað í Mið-Ameríku, en mig grunar að það sé of veikt til að þola kuld- ann í Norður-Ameríku. Eg er meira að segja viss um það. En jafnvel þó mín verði aldrei að miklu getið í mínum heimahögum, þá er eg býsna vel þektur hér í Mið-Ameríku, og þá tvo mánuði, sem eg hefi legið hér veikur, svo að segja milli heims og helju, þá liefir mitt litilfjörlega frægðarorð ekki orðið að engu, og vegna þess hefi eg eignast marga góða vini á þessum slóðum. Dobbs Ferry, í september 1882. Allur september leið og það var ekki fyr eri í október að eg komst til New York. Eg hafði aldrei látið Beatrice og Mary móður- syStur mína vita að eg liefði legið veikur, en ég hafði sagt þeim, að eg væri á heimleið þó seint gengi, 0g það voru engin ósannindi, að ferðin gekk seint. Eg hafði líka sagt þeim að þær mundu ekki frétta af mér fyr en eg kæmi til New York. Það var því eðlilega enginn við höfnina til að taka á móti mér. Þegar við vorum að komast inn í liöfnina komu margir ferjubátar móti okkur. Eg heils- aði þeim, sem í bátnum voru með því að taka ofan og veifa hattinum og þeir gerðu mér sömu skil, en líkleg'a hafa þeir sjálfir fundið til kulda við að sjá mig klæddan í hvít sumar- föt sunnan úr Mið-Ameríku, nú í október- inánuði. Mér fanst öll veikindin 0g vonbrigðin væru vel borguð, þegar eg kom þangað sem járn- brautarfarseðlarnir voru seldir og lieyrði sjálfan mig biðja um farseðil til Dobbs Ferry. Eg man svo vel þegar maðurinn fékk mér far- seðilinn; liann var þá jafnframt að tala við einhvern annan mann. Sjálfsagt hefir hann selt marga farseðla til Dobbs Fei;ry, en naum- ast eins marga ein og eg hafði oft hugsað um ]iað, að kaupa þemian farseðil. Eg hafði símað þeim, að mæta mér ekki á járnbrautarstöðvunum, en vera heldur heima þegar eg kæmi. Þegar eg kom heim að hús- inu, stóðu þær í dyrunum og móðursystir mín kom hlaupandi á móti mér og faðmaði mig að sér og kysti mig og tárfeldi af gleði yfir því, að eg skyldi vera kominn heim. Beatrice brosti til mín og það leit út fyrir að hún væri hrejnt og beint stolt af mér, og eg kysti hana bara einu sinni. Bftir tíu mínútur fanst mér eins og eg liefði alt af verið kyr heima og ekkert farið. Og þegar eg horfði á Beatrice, og eg gerði það nokkuð oft, þá skildi eg ekkert í því, að eg skyldi nokkumtíma hafa haft kjark í mér til að fara þaðan, sem hún var. Við vorum einstaklega glöð og ánægð. Næstu tvær vikurnar er eg hræddur um að eg hafi verið nokkuð þreytandi fyrid þær, en það var ekki síður þeim að kenna en mér. Eg hafði mikla löngun til að seg.ja þeim frá ferð- um niínum og æfintýrum margskonar, sem eg hefði lent í, en þær hlustuðu á þetta með íþeirri dæmalausu athygli 0g þótti svo mikið til þess koma, sem eg var að segja þeim, sér- staklega ef ]>að var eitthvað af nrinum eigin Iireystiverkum, að það var nóg til að gera mig að hálfgerðum gortara. Beatrice vildi alt af láta mig segja sér einhver æfintýri, jafnvel þótt eg hefði sagt henni þau áður, kannske oftar en einu sinni. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.