Lögberg - 04.05.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. MAI. 1933-
Bls. 3
(>»»»»»»»»»»»»»»0»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»0»00«»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»
Sólskin
?.>»ooooooo»oooooo»ooo»»»oooooooooooo»
Orlög ráða
Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER.
Giles hafði sofnað, 'þrátt fyrir alt. Hann
reis nú á fætur. Hin tvö' þrýstu hvors annars
hendur í síðasta sinn og sleptu svo.
“Hamingjunni sé lof,” sagði Giles, “að
þetta er síðasta sólrisan, sem við sjáum á
þe&sum eyjar-fjanda.”
XXVI.
Hetjan.
“Eg er Effington lávarður — Effington
greifi.—Þér kannist ef til vill við nafnið,”
sagði ræfilsleg fuglahræðan. “Og þetta er ung
frú Ventor. Við vorum með Albertha. Þér
hafið líklega heyrt, hvernig það skip fórst?
Það kviknaði í því, og við erum ef til vill þau
einu, sem eru á lífi. ”
“Við höfum frétt alt saman um Albertha,
lávarður. Skipið brann alveg ofan að sjó.
Það eru um sex vikur síðan. Einum bát var
Ibjargað, en talið var, að hinir hefðu farist.
Þið voruð þannig ekki þau einustu, sem bjarg-
að hefir verið.”
“Báturinn,” sagði Elsa með ákafa, “vitið
þpr nokkuð um, hverjir voru í þeim bát?
Erændi minn, Sir John Ventor, var í einum
bátanna, og eg—eg vona svo innilega—”
“Það var eimitt sá bátur, sem fanst. Eg
man það svo greinilega. Einn farþeganna
var Sir John Ventor,—dómsmálaráðherrann.
Manni verður það minnisstætt. ”
Þau stóðu nú á þilfari gufuskipsins Julius
M. Ransome—mennimir tveir og unga stúlk-
an í tötrum sínum.
“Það var lireinasta tilviljun, að við komum
hérna við, til að ná í drykkjarvatn,” sagði
Burke skipstjóri. “Eyja þessi er ekki á neinu
landabréfi, en eg vissi af henni af tilviljun.
Við höfum komið liingað einu sinni áður. I
fyrra skiftið hafði okkur rekið nokkuð úr leið
í ofviðri, og þá héldum við hingað í sömu er-
indum—til að sækja vatn. Okkur hefir seink-
að dálítið núna, sökum lítilsháttar vélbilunar,
og vatnið var tekið að þrjóta. Svo hugsaði
eg mér, að bezt væri að fylla tannumar. Vatn
er nefnilega vara, sem ilt er að vera án á þess-
um breiddarstigum, ” sagði hann og hló við.
“Og eg verð að segja, að það var sérstök
hepni fyrir yður, lávarður minn, og fyrir
ungfrúna. Hefðum við ekki komið hingað, g’at
svo farið, að þér liefðuð orðið að vera hér það
sem eftir var æfinnar, liggur mér við að
segja. Það hlyti a. m. k. að vera sérstök til-
viljun, ef nokkurt skip kæmi hingað. Eyjan
liggur nefnilega langt utan við venjulegar
siglingaleiðir. Þér hefðuð a. m. k. getað verið
viðbúinn að lialda liérna til í nokkur ár, ’ ’ bætti
skipstjórinn við og brosti ánægjulega.
Elsa þíýsti saman höndunum. Bara að það
hefði farið svo vel! Hefði skipið bara ekki
komið! Hefði hara þessi glaðiyndi, broshýri
skipstjóri lialdið sína leið—hve alt öðruvísi
myndi þá ekki lífsrás hennar hafa orðið—og
Belmonts.
“Og hvaða maður er svo þetta?” spurði
skipstjórinn og benti á Belmont.
‘ ‘ Það er rnaður, Smith að nafni, ’ ’ svaraði
Giles mjög lítillátlega. “Hann var þilfars-
farþegi á Albertha. Annars er hann maður,
sem komið hefir oss að miklu liði, því liann
er bæði verklaginn og viljugur. Og við höfð-
um fulla þörf á livorttveggja,” bætti Giles
við brosandi. “Það hefir ekki Verið eintómt
sumarfrí og skemtun fyrir okkur, þetta. Við
rákum um liafið í marga daga, hve marga
veit eg ekki með vissu, svona tæplega viku,
býst eg við. Það skall hurð nærri hælum að
við héldum lífinu, en okkur hepnaðist samt
að komast í land líérna á eynni. Og hér hefir
síðan margt á dagana drifið. Ef einher ykk-
ar vill ómaka sig til að klifra upp í kletta-
tindinn þarna til vinstri, munuð þið finna
dálítið, sem mun gei’a ykkur ofurlítið hissa.”
Giles brosti drýgindalega.
“ Jæja, en við verðum nú að bíða með það,”
sagði Burke skipstjóri. “Það vill svo vel til,
að konan mín er með í þessari ferð. Henni
mun vera það sönn ánægja að taka við ungfrú
Ventor og liðsinna henni eftir föngum.”
Erú Burke var stór og gildvaxin kona,
góðleg útlits. Hún kom að í þessu og varð
alveg undrandi yfir búningi ungu stúlkunuar.
“Þér líkist svei mér lielst dálítilli skógar-
dís, eða hvað það nú heitir,” sagði hún. “Og
það getur maður svo sem skilið, þegar þér
hafið lent í svona æfintýri. Komið þér nú
barasta með mér, ungfrú góð, svo skal eg gá
að, hvort eg get ekki fundið einhverjar betri
tuskur en þetta liérna.”
Elsa brosti og fór með konunni niður undir
þiljur.
“Hvað sögðufr þér hann héti, lxinn maður-
inn, lávarður minnf” spurði skipstjóri Giles.
“Var það Srnith? Jæja, liann var þilfars-
farþegi?”
'“Já, annars þekki eg ekkert til mannsins,”
sagði Giles. “Það var hreinasta tilviljun, að
hann lenti ú sama bát og við hin. En eg verð
að segja, að liann hefir komið að haldi. Eg
veit svei mér ekki, hvernig við hefðum kom-
ist af án hans.
“Ivomið þér hingað, maður minn,” mælti
skipstjóri við Belmont. “Samson, viljið þér
taka liann með yður og sjá um, að hann fái
einhver föt og gefið honum duglega að borða.
Hann hlýtur að hafa þörf fyrir almennilega
máltíð af mannamat, eða hvað?” bætti hann
Ibrosandi við og kinkaði kolli vingjarnlega til
Belmonts.
“Beztu þakkir, skipstjóri,” mælti Belmont.
Hann sneri við og gekk fram á skipið með
stýrimanninum.
“Ef þér viljið koma niður í klefa minn,
herra greifi,” mælti skipstjóxú, “þá mun eg
gera mitt ítrasta til að útvega yður eiuhverj-
ar flíkur. Þér lítið nokkuð “slitinn” út,”
bætti hann við hlæjandi.
“Tja, jæja!” sagði Giles og leit niður á
tötra sína. “Eg skal ekki bera á móti því, að
það gæti verið Jiægilegt að fá heilar buxur, og
eg tala nú ekki um hreina skyrtu, ef liægt
væri. En vitið þér til hvers eg hefi hlakkað
langsamlega mest, skipstjóri?—Vindill!”
Skipstjóri hló.
“Eg hefi kassa af Havana-vindlum,” sagði
skipstjóri, “ og það er mér sönn ánægja, ef þér
vilduð reykja þá alla.”
Þegar Giles var kominn ofan í klefa skip-
stjórans, gerði hann sig skjótt heimakominn
og lét fara vel um sig. Fyrst af öllu kveikti
hann í vindli og naut reyksins í fullum mæli
og með innilegri velþóknun. Það lá ekki eins
mikið á að liafa fataskifti. Hann lagði sig
endilangan í legubekk og gæddi sér á vindl-
inum og wliisky.
Giles sneri sér að Burke skipstjóra og
mælti: “Mig óraði ekki fyrir því í gær, að eg
mundi nokkurntíma framar bragða whisky-
dropa eða fá tækifæri til að reykja vindil. Ef
þér bara vissuð. livað á daga okkar hefir drif-
ið, skipstjóri góður—!”
“Þér voruð eitthvað að nefna klettasnas-
irnar þarna efra—?”
“Já, ef þér viljið senda þangað tvo, þrjá
menn, munu þeir finna þar svona tuttugu til
þrjátíu liræ, herra minn. Það eru mannhræ,
skipstjóri góður. Það var hópur af sjóræn-
ingjum, sem við stútuðum þar,” sagði Giles.
“ Það var, svei mér, enginn hægðarleikur, en
svo var Jiað líka gert rækilega. 'Þeir voru
þrjátíu saman. Tuttugu og fjórir þeirra
kunnu svo vel við sig þar efra, að þeir settust
þar að fyrir fult og alt,” bætti liann við, með
yfirlætislegri fyndni.
“Þrjátíu manns—? Og niðurlögum þeirra
liafið þér ráöið, hr'. lávarður, og þessi hinn—
Jiessi Smith—tveir saman?”
“Eg get svo sepi vel skilið, að yður þyki
þetta fremur ótrúlogt,” sagði Giles. “En
satt er það engu að síður. Þetta er bláköld
alvara mín, lir. skipstjóri. Þér þurfið ekki
anuað en að senda tvo, þrjá menn þahgað, til
Jiess að staðfest'a frásögn mína. Eg< ímynda
mér að vísu, að krabbarnir liafi þegar verið
þar að verki, og það rækilega, en beinagrind-
urnar liljóta þó að vera þar, og fötin og
vopnin, og það sem þeir annars liöfðu með
sér. Það var, svei mér, hörð hríð og heit, það
verð eg að segja. Eg kæri niig ekki um að
gorta, en á hinn bóginn—verkin sýna merkin,
oð staðreyndunum verður nú ekki auðveldlega
neitað.”
Giles sagði nú alla söguna um sjóræningj-
ana, að júnkan hefði komið þangað með her-
, tekið skip, og svo um flótta þeirra skipbrots-
mannanna, upp í klettabyrgið, eltingaleikinn
og úrslita-orustuna. E11 Jmð var alveg furðu-
legt, hveriiig sagan skifti svip og litum í með-
ferð Giles. Alt af var það hann sjálfur, Giles,
sem verið hafði foringinn og aðalmaðurinn,
sá, sem lagði á ráðin og- krafðist takmarka-
lausrar hlýðni. Það var Giles, sem tók stjórn-
ina og stjórnaði öllu.
“En Nmith hjálpaði mér drengilega—það
verður hann að eiga, liann var duglegur, og
hann var alls ekki huglaus. Hann barðist eins
og dálítil hetja, það er svo sem ekkert leynd-
armál. Auðvitað voru skilyrðin okkar megin
fremur tæp. Mér datt ekki í hug, að við kæm-
umst frá því með lífi. En eg verð að segja,
að jiað gekk betur, en eg liafði hugsað mér.
Sem betur fer, kann eg að lialda á riffli, og
Smith er heldur ekki alveg ókunnugur skot-
vopnum og ræningjagnir urðu að sækja á svo
| að segja einn og einn í einu. Og jafnóðum
og þeir nálguðust, tíndum við þá út, hvern
á fætur öðrum—Smith og eg. Eg fyrirlít að
hæla sjálfum mér—það er ekki mitt eðli—”
Giles brosti lítillátlega, “en Smitli er ósköp
fámæltur náungi, alveg sérstaklega ómann-
blendinn. Og ungfrú Ventor—já, þér getið
víst ímyndað yður, hvernig ung eftirætisdrós
muni liafa hagað sér undir slíkum kringum-
stæðum. Hún var nærri því orðin meðvitund-
arlaus af ótta og skelfingu—og liún veit víst
tæplega, hvað fram hefir farið. Jæja, um það
er annars svo sem ekkert að segja. Maður
veit svo sem hver myndu verða örlög ungrar
og fríðrar stúlku, sem félli í hendur þvílíkum
þorpurum. Það er annað en skemtilegt að
liugsa til. Við hinir gátum svo sem heldur
ekki búist við mjúkum tökum, sérstaklega eft-
ir að við höfðum veitt svo harðsnúið og dæma-
laust viðnám. Við börðumst við þá daga og
nætur. Smith fékk kúlu í annan handlegginn,
en nú er hann orðinn góður aftur. Eg var
farinn að halda, að það væri alveg úti með
hann, og mér þótti það sárt, því hann var svo
skollans duglegnr náungi. Jæja, annað og
meira er svo víst ekki um þetta að segja.
Sendið nokkra menn þarna upp eftir, skip-
stjóri, eg vil blátt áfram biðja yður þess, þá
munuð þér fá staðfestingu á hverju einasta
orði, sem eg nú liefi sagt yður. Þér munuð
finna um tuttugu og fjóra þorpara, bæði
svarta og gula á víxl. Þeir, sem eftir lifðu,
lögðu á flótta, eins og barðir hundar, en for-
lögín kræktu í þá klónni á síðustu stundu. Alt
lenti í handaskolum á skútunni hjá þeim, þeg-
ar þeir ætluðu að sigla út úr brimgarðinum,
skútan sökk og liákarlarnir fengu sér ókeypis
miðdagsverð!”
“Lávarður góður,” mælti skipstjóri frem-
ur hátíðlega. “Þér eruð sannarleg hetja! Eg
segi það blátt áfram—þér eruð hetja!”
Giles liló.
“O, sei-sei-, nei—við skulum ekki vera of
stórorðir,” mælti Giles. “Hvað er þetta svo
sem annað, skipstjóri góður, en að maður
gerir það, sem maður verður að gera—eða
hvað? Kringumstæðurnar mvndast á vissan
hátt, jæja, og svo verður maður lika að taka
Jieim á vissan hátt. Það er blátt áfram sjálfs-
bjargarhvötin, sem hér kemur fram. Við
börðumst fyrir lífinu, eg og Smitk. Eg get
sem sagt ekki nógsamlega hælt lionum, eins
og hann á skilið. Eg óska þess ekki, að mér
sé talinn allur heiðurinn af þessu. Smith
barðist líka eins og hraustmenni, þegar að
því kom, en auðvitað—það er ekki bolmagnið
eitt saman, sem alt veltur á í svona kringum-
stæðum. Auðvitað verður maður að berjast
með hnúum og hnefum, en heilinn verður líka
að starfa!”
“Já, einmitt!” sagði skipstjóri með sann-
færingarkrafti. “Eins og eg sagði áðan, lá-
varður. Þér eruð hetjan, og eg er hreykinn
af því, að það átti fyrir mér að liggja, að geta
lagt yður lið. Seinna í dag, skal eg senda
nokkra menn upp eftir, ’ ’ bætti hann við bros-
andi: “Það er ekki af því, að eg efist um
orð yðar, lávarður góður, en eg gæti hugsað
mér, að þér vilduð gjaman hafa með yður
einhver sigurmerki, þarna að ofan?”
Giles kinkaði kolli.
“Það liafði eg, svei mér, ekkert hugsað
um, ” mælti Giles. “Efri úr því þér nefnið það,
J)á væri annars hálf gaman að því, að taka
með sér tvo, þrjá minjagripi þaðan,” bætti
liann við og hló.
Burke skipstjóri sendi flokk manna undir
forustu annars stýrimanns upp í klettabyrg-
ið, og frásögn Giles reyndist rétt og sönn í
öllum atriðum. Sjóræningjarnir lágu þar
með tölu—af sumum var að vísu aðeins beina-
grindin eftir.
Þeir, sem sendir voru, komu aftur með
byrðar af ýmsum gripum, til minja—rifla,
skrautmuni og alls kyns dót, er þeir höfðu
tínt saman þar efra á vígstöðvunum, og orðs-
tír Giles barst um alt skipið, eins og eldur í
sinu. Hann var svo sem ekki aðeins brezkur
aðalsmaður—hann var einnig hetja.
Skipverjar gerðu ítrekaðar tilraunir til
J)ess að fá Smith til að segja rækilega frá
þessum æfintýralegu viðburðum, en Smith
reyndist að vera fáorður mjög og ómann-
blendinn. Hann liafði frá litlu að segja um
þessa viðburði.
(Framh.)
^ PROrCSSIONAL CARÐS
DR. B. J. BRANDSON
216-2 20 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834 — Offlce tlmar 2-3
Heimlll 776 VICTOR ST.
Phone 27 122
Wlnnipeg, Manitoba
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—OCfice timar 4.30-6
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdöma.—-Er aC hitta
kl. 10-12 f. h. of 2-6 e. h.
HeimiU: 638 McMlLLAN AVE.
Talsíml 42 691
Símið uantanir yðar
Roberts Drug Stores
Limited
Ábyggilejrir lyfsalar
Fyrsta flokks afgrreiðsla.
Níu búðir — Sargent and
Sherbrooke búð—Sími 27 067
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœtcnar
406 TORONTO GENERAL
TRUST BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 26 646 WINNIPEG
Dr. A. B. Ingimundson
Tannlœknir
602 MEDICAL ARTS. BLDG.
Slmi 22 296 Helmilis 46 064
DR. A. V. JOHNSON
lslenzkur Tannlœknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthflsinu
Sími 96 210 Helmllis 33 328
H. A. BERGMAN, K.C.
tslenzkur lögfrœOinffur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1666
PHONES 96 062 og 39 048
W. J. LINDAL, K.C. og
BJORN STEFANSSON
tslenzkir löfffrœOingar
326 MAIN ST. (4 Ö8ru gðlfi)
Talsimi 97 621
Hafa einnig skrifstofur a8 Lundar
og Gimll og er þar a8 hitta fyrsta
miðvikudag I hverjum mAnuBl,
J. T. THORSON, K.C.
tslenzkur löofrœöingur
801 Great West Perm. Bldg.
Phone 92 755
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harr).
islenzkur löginaOur
Ste. 1 BARTELLA CRT.
Helmasimi 71 763
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phones 21 213—21 144
HeimiU 403 675 '
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
602 Medical Arts Building
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdóma. Er a8 hitta
frá kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h.
Office Phone 22 296
Heimili: 806 VICTOR ST.
Slmi 28 180
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur líkkistur og annast um flt-
farir. Allur ötbúnaBur sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarSa og legsteina.
Skrifstofu talslmi: 86 607
Heimilis talsimi 601 562
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
Winnipeg
Annast um fasteignir manna.
Tekur a8 sér a8 ávaxta sparifé
fðlks. Selur eldsábyrgB og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir-
spurnum svarað samstundis.
Skrifst.s. 96 757—Helmas. 33 828
G. S. THORVALDSON
BA„ LL.B.
LögfrœOingur
Skrifst : 702 CONFEDERATION
LIFE BUILDING
Main St., gegnt City HaU
Phone 97 024
E. G. Baldwinson, LL.B.
tslenzkur lögfrœOingur
808 PARIS BLDG., WINNIPBG
Residence Office
Phone 24 206 Phone 96 636
Dr. S. J. Johannesson
Viðtalstimi 3—6 e. h.
632 SHERBURN ST.-Slmi 30 877
G. W. MAGNUSSON
Nuddlaknir
41 FURBY STREET
Phone 36137
Sfmið og semjlS um samtalstlma
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPHO
Fasteignasalar. Leigja hös. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgð aí
’Sllu tagi.
[ lone 94 2 21
, I
\